Eystrahorn 21. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn 21. tbl. 30. árgangur

Fimmtudagur 24. maí 2012

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Hátíðleg útskrift Það er alltaf einstaklega hátíðleg athöfn þegar Framhaldsskólinn útskrifar stúdenta og annað námsfólk, glæsilegan hóp af efnilegum ungmennum. Við þetta tækifæri fyllist ritstjóri alltaf stolti og jafnframt bjartsýni á framtíðina. Á laugardaginn sl. fór fram fjölmennasta útskrift frá skólanum til þessa. Alls voru útskrifaðir 22 stúdentar, einn vélstjóri af A stigi og einn af B stigi, sjö skipstjórar af A stigi, einn húsasmiður og einn leiðbeinandi í leikskóla. Þar að auki fengu 11 nemendur sem hafa stundað nám í fjallamennsku viðurkenningu. Dúx skólans að þessu sinni er Sigurður Ragnarsson í Akurnesi. Meðaleinkunn Sigurðar er 9,66 og er þetta hæsta einkunn á stúdentsprófi í sögu skólans. Blaðamaður hitti Sigurð eftir útskriftina og spurði hann m.a. um lærdóminn, skólann og hvað taki við eftir þennan áfanga.

Sigurður Ragnarsson dúx Að „kunna“ að læra

Kraftur í félagslífinu

Að ná góðum árangri felst nú helst í því að „kunna“ að læra. Vita hvernig hentar manni best að læra fyrir próf og gera verkefni og svoleiðis. Gera öll verkefni vel og læra svo bara vel fyrir prófin. Mikilvægt er að vera ekki sífellt að vorkenna sjálfum sér þó að þetta sé leiðinlegt. Heldur líta bara á þetta þannig að þetta sé bara eitthvað sem þarf að gera. Ég byrjaði snemma að vinna við bústörfin og þá lærði maður að það er margt sem þarf að gera sem ekki er skemmtilegt og þannig er best að líta á námið, enda er fátt leiðinlegra en að gera heimaverkefni og læra fyrir próf. Já, ég fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í þýsku, raungreinum og stærðfræði.

Í fyrravor var tekið til við að blása krafti í félagslíf skólans sem lá þá eiginlega niðri. Nemendur voru virkjaðir til að taka þátt í félagslífinu og það hefur tekist rosalega vel og lofar góðu í framtíðinni eða svo lengi sem nemendur taka þátt í félagslífinu.

Óráðin framtíð

Góður skóli Skólinn er góður. Öll aðstaða er til fyrirmyndar og stór kostur skólans er stærð hans (fámennur skóli) og hversu persónulegt allt er. Ef mann vantar hjálp þá getur maður bara labbað inn á skrifstofu

hjá viðkomandi kennara og talað við hann sem er voða einfalt og þægilegt. Einnig hefur skólinn yfir að búa góðum kennurum sem er náttúrulega nauðsynlegt, en hann hefur einnig þurft að sjá á eftir nokkrum góðum kennurum.

Ég er nú ekki búinn að ákveða alveg hvað tekur við. Til að byrja með er það útskriftarferð til Benidorm. Svo fer maður líklegast í háskóla annað hvort nú í haust eða næsta haust og er ég þá mikið að spá í að fara annað hvort í jarðfræði eða jarðeðlisfræði. Sigurði fylgja bestu framtíðaróskir.

29 dagar í Humarhátíð á Höfn


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 21. tbl. 2012 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu