Eystrahorn 21. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn 21. tbl. 30. árgangur

Fimmtudagur 24. maí 2012

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Hátíðleg útskrift Það er alltaf einstaklega hátíðleg athöfn þegar Framhaldsskólinn útskrifar stúdenta og annað námsfólk, glæsilegan hóp af efnilegum ungmennum. Við þetta tækifæri fyllist ritstjóri alltaf stolti og jafnframt bjartsýni á framtíðina. Á laugardaginn sl. fór fram fjölmennasta útskrift frá skólanum til þessa. Alls voru útskrifaðir 22 stúdentar, einn vélstjóri af A stigi og einn af B stigi, sjö skipstjórar af A stigi, einn húsasmiður og einn leiðbeinandi í leikskóla. Þar að auki fengu 11 nemendur sem hafa stundað nám í fjallamennsku viðurkenningu. Dúx skólans að þessu sinni er Sigurður Ragnarsson í Akurnesi. Meðaleinkunn Sigurðar er 9,66 og er þetta hæsta einkunn á stúdentsprófi í sögu skólans. Blaðamaður hitti Sigurð eftir útskriftina og spurði hann m.a. um lærdóminn, skólann og hvað taki við eftir þennan áfanga.

Sigurður Ragnarsson dúx Að „kunna“ að læra

Kraftur í félagslífinu

Að ná góðum árangri felst nú helst í því að „kunna“ að læra. Vita hvernig hentar manni best að læra fyrir próf og gera verkefni og svoleiðis. Gera öll verkefni vel og læra svo bara vel fyrir prófin. Mikilvægt er að vera ekki sífellt að vorkenna sjálfum sér þó að þetta sé leiðinlegt. Heldur líta bara á þetta þannig að þetta sé bara eitthvað sem þarf að gera. Ég byrjaði snemma að vinna við bústörfin og þá lærði maður að það er margt sem þarf að gera sem ekki er skemmtilegt og þannig er best að líta á námið, enda er fátt leiðinlegra en að gera heimaverkefni og læra fyrir próf. Já, ég fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í þýsku, raungreinum og stærðfræði.

Í fyrravor var tekið til við að blása krafti í félagslíf skólans sem lá þá eiginlega niðri. Nemendur voru virkjaðir til að taka þátt í félagslífinu og það hefur tekist rosalega vel og lofar góðu í framtíðinni eða svo lengi sem nemendur taka þátt í félagslífinu.

Óráðin framtíð

Góður skóli Skólinn er góður. Öll aðstaða er til fyrirmyndar og stór kostur skólans er stærð hans (fámennur skóli) og hversu persónulegt allt er. Ef mann vantar hjálp þá getur maður bara labbað inn á skrifstofu

hjá viðkomandi kennara og talað við hann sem er voða einfalt og þægilegt. Einnig hefur skólinn yfir að búa góðum kennurum sem er náttúrulega nauðsynlegt, en hann hefur einnig þurft að sjá á eftir nokkrum góðum kennurum.

Ég er nú ekki búinn að ákveða alveg hvað tekur við. Til að byrja með er það útskriftarferð til Benidorm. Svo fer maður líklegast í háskóla annað hvort nú í haust eða næsta haust og er ég þá mikið að spá í að fara annað hvort í jarðfræði eða jarðeðlisfræði. Sigurði fylgja bestu framtíðaróskir.

29 dagar í Humarhátíð á Höfn


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 24. maí 2012

Sumarsýning á verkum Svavars Menningarmiðstöð Hornafjarðar opnar nýja sýningu í Listasafni Hornafjarðar föstudaginn 25. maí. Sýningin er sumarsýning á verkum Svavars Guðnasonar listmálara og mun standa til 28. september. Á sýningunni gefur að líta hluta þeirra málverka sem Ásta Eiríksdóttir, kona Svavars færði Sveitarfélaginu Hornafirði að gjöf. Sýningin ber heitið Til Ástu minnar en Ásta stóð alltaf dyggilega við bakið á manni sínum. Sýningin er opin alla virka daga frá klukkan 9:00 til 12:00 og 13:00 til 15:30. Aðgangur að safninu er ókeypis.

Eystrahorn

Gleðigjafar

Kór eldri Hornfirðinga syngur í Hofgarði Öræfum kl. 16:00 28. maí annan í hvítasunnu. Allir velkomnir

Hafnarkirkja

sunnudaginn 27. maí hvítasunnudag Messa kl. 11:00 - ferming Sóknarprestur BZg`^ :^bh`^eh $ I]Z :^bh`^e Ad\d

Bílstjóra með meirapróf og lyftararéttindi vantar til starfa í sumar hjá Eimskip á Höfn, þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í síma 894-4107 Heimir

Garðplöntur, gróðurmold, garðáburður, kalk, þurrkaður hænsnaskítur, pottar, ker o.fl.

opnunartilboð

30% afsláttur af ilmreyni, úlfareyni og koparreyni

Allar plöntur eru ræktaðar í Dilksnesi

Gróðrarstöðin Dilksnesi Opið virka daga kl. 13:00 - 18:00 laugardaga og annan í hvítasunnu kl. 11:00 - 15:00 Sími 849-1920

Rúm og dýnur í öllum stærðum og gerðum Úrval af fallegum útskriftarog fermingargjöfum Verið velkomin

Húsgagnaval Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Til sölu

Lítið notað 21 gíra stelpuhjól fyrir ca. 11 - 15 ára. Mjög góð dekk. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 862-1675 eftir hádegi.

S

Salon Súa

Fram að sjómannadegi fylgir djúpnæring öllum litunum 10% afsláttur af klippingum til sjómanna Hárgreiðslur á kr. 3.500 laugardaginn 2. júní Pantið tímanlega í síma 478-2221


Eystrahorn

Fimmtudagur 24. maí 2012

Golfkennsla

www.eystrahorn.is

Fótboltinn fer vel af stað

Golfklúbbur Hornafjarðar Dagana 30. maí til 1. júní verður boðið uppá golfkennslu á Silfurnesvelli. Kennari verður Andrea Ásgrímsdóttir, PGA kennari. Um er að ræða fjögur námskeið og hægt verður að fara á fleiri en eitt. Hvert námskeið er 1 klst. á dag þessa þrjá daga. Gert er ráð fyrir að á hverju námskeiði séu 3-5 manns.

Lýsing á námskeiðunum: Sveiflunámskeið Farið verður yfir alla þætti golfsveiflunnar. Gott fyrir þá sem hafa áhuga á að bæta sveifluna sína og skilja betur hvaða mismunandi aðferðum er hægt að beita við mismunandi aðstæður með mismunandi höggum. Tekið verður myndband af nemendum og farið yfir í síðasta tímanum.

Stutta spilið Farið verður yfir grunnatriðin í stutta spilinu þ.e. púttunum og stuttu höggunum í kringum flötina. Lögð verður áhersla á að nota mismunandi kylfur sem þjóna ólíkum tilgangi og reynt að víkka út sjóndeildarhring nemenda hvað það varðar að nota ekki alltaf sömu kylfurnar í vippunum.

Sitt lítið af hverju Í fyrsta tímanum verður farið yfir sveifluna, öðrum tímanum í pútt og vipp og í þeim þriðja upprifjun. Reynt verður að stikla á stóru um helstu atriði í hverju og einu.

Byrjendanámskeið Gott fyrir byrjendur og einnig þá sem vilja skerpa á undirstöðuatriðunum. Farið verður yfir grunnatriði golfsveiflunnar, s.s. grip, líkamsstöðu, sveifluferil og aðeins í stutta spilið.

Einkakennsla og barnanámskeið Einnig verður boðið upp á barna- og unglinganámskeið ef áhugi er fyrir því. Einkakennsla er líka í boði og geta tveir komið saman í hana. 30 mínútur kosta 4.000 kr. 60 mínútur kosta 8.000 kr. Ofangreint er beinagrind en allar séróskir verða skoðaðar og breytingar verða í takt við áhuga og aðstæður.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Halldóru í síma: 897-5690

ATVINNA Starfsmann vantar í fullt starf hjá Olís Höfn • Vaktavinna Þarf að vera 18 ára eða eldri Uplýsingar gefur Haukur í síma 840-1718

María Selma með landsliðinu

Sigur í fyrsta leik Meistaraflokkur kvenna byrjar vel og sigraði Fjölni 2 – 1 í Reykjavík. Mörkin skorðuðu Íris Ösp Aðalsteinsdóttir og María Selma Haseta en nú í vor var María einmitt valin í unglingalandslið stúlkna og lék með því. Fyrsti heimaleikur er gegn Þrótti Reykjavík nk. mánudag 28. maí kl. 14:00.

Jafntefli í fyrsta leik Það gekk á ýmsu hjá meistaraflokki karla á undirbúningstímabilinu og bikarleikur gegn Fjarðabyggð tapaðist 4 – 2. Það voru aftur á móti góð úrslit að gera jafntefli á útivelli gegn sterku liði Árborgar. Leikurinn endaði 1 – 1 og markið skoraði nýr leikmaður Anel Beslija. Næsti leikur á laugardaginn gegn Ægi og fer fram í Þorlákshöfn. Fyrsti heimaleikur verður gegn Létti 2. júní.

Sin dravel l i r 1. deild kvenna

Sindri - Þróttur Reykjavík Mánudaginn 28. maí kl. 14:00

Allir á völlinn Styðjum stúlkurnar okkar Stuðningsfólk - munið ársmiðann

Foreldrar eru hvattir til að mæta á æfingar og sýna þátttöku barna sinna áhuga Knattspyrnudeild Sindra


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 24. maí 2012

Langar þig í kór?

Eystrahorn

Atvinna

Auglýst er eftir sundlaugarverði við Íþróttamiðstöð Hornafjarðar. Um er að ræða hlutastarf til framtíðar. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf strax. Starfstími er í samræmi við vaktatöflu. Helstu verkefni eru vaktir, þrif og almennt eftirlit með húsinu. Æskilegt að umsækjandi hafi sótt námskeið í skyndihjálp og björgun. Samkór Hornafjarðar er um þessar mundir að ljúka vetrarstarfinu. Síðasta æfing starfsárins verður þriðjudaginn 29. maí. Hún hefst kl. 20:00 og er öllum opin. Þar gefst fólki tækifæri á að kynna sér starfsemi kórsins og hvernig æfingar hans ganga fyrir sig. Kórinn hefur starfað í þessari mynd frá árinu 1998. Á þessum árum hefur verið farið í fimm utanlandsferðir og nokkrar ferðir innanlands. Í kórnum eru nú 33 félagar. Kórinn kemur að jafnaði fram á tveimur aðventukvöldum í desember og heldur vortónleika. Auk þess gengst hann fyrir einu til tveimur skemmtikvöldum á ári þar sem tekin eru fyrir ákveðin viðfangsefni hverju sinni og gjarnan slegið á létta strengi. Þeir kórfélagar sem þess óska fá raddþjálfun hvort sem er í einkatímum eða hóptímum og er þar gengið út frá því að upplifa upptök hljóms í eigin líkama. Ef einhverjir vilja fá nánari upplýsingar er þeim bent á að hafa samband við söngstjórann, Kristínu Jóhannesdóttur, í síma 860 2814. Það eru allir velkomnir á æfingu í Hafnarkirkju þriðjudaginn 29. maí kl. 20:00 – 21:00. Boðið verður upp á veitingar.

Innritun í Grunnskóla Hornafjarðar fyrir skólaárið 2012 – 2013 Innritun nýrra nemenda í Grunnskóla Hornafjarðar fyrir skólaárðið 2012 – 2013 fer fram í skólanum 23. – 25. og 29. – 31. maí nk. Foreldrar og forráðamenn barna sem fædd eru árið 2006 eru beðnir um að hringja í skólann í síma 470 8400 eða koma í Hafnarskóla og innrita börn sín hjá skólaritara.

Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Ingi Valgeirsson, sími 899-1968, gunnaringi@hornafjordur.is Umsóknarfrestur er til 31. maí 2012 og skal stíla umsókn á: Gunnar Ingi Valgeirsson Forstöðumaður Íþróttamannvirkja Hornafjarðar Hafnarbraut 27 780 Höfn

Sjómannadagsráð auglýsir Skráning í kappróður hjá Jóhönnu í síma 868-5313

Ekki verður vorskóli með sama sniði og verið hefur undanfarin ár þar sem verðandi nemendur hafa verið í mánaðarlegum skólaheimsóknum síðan í janúar. Skólastjórnendur

Forsala aðgöngumiða á Sjómannadagsball dagana 29. og 30. maí kl. 18:00 - 21:00 á Víkinni Sími 478-2300


TAX

RISA

FREE

ALLAR VÖRUR

*

FIMMTUDAGINN 24. MAÍ

OPIÐ TIL 21:00 UM LAND ALLT WJÙBSWÄSO t N²MOJOH t HBSÙIÈTHÄHO t HBSÙWFSLG SJ t TVNBSCMÂN t SFJÙIKÂM HKBGBWÄSVS t QPUUBQMÄOUVS t TM²UUVW¹MBS t USK²QMÄOUVS t IFJUJS QPUUBS t IVSÙJS MFJLU LJ t CMÂNBQPUUBS t àWPUUBW¹MBS t FMEBW¹MBS t ISFJOM UJTU LJ t MFJLGÄOH HBSÙTMÄOHVS t CMÄOEVOBSU LJ t USÄQQVS t SBGU LJ t TLSÈGVS t GFTUJOHBS GM½TBS t WFSLG SJ t QBSLFU t CÈT²IÄME t MKÂT t ÈUJWJTUBSGBUOBÙVS t WJOOVGBUOBÙVS C½MBWÄSVS PH NJLMV NFJSB

GILDIR EKKI AF VÖRUM Í TIMBURSÖLU * GILDIR EKKI AF WEBER GRILLUM *

HLUTI AF BYGMA LÆG S LÁGA TA VER Ð

HÚSAS MIÐ JUNNA R

Tax free gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága ver› Húsasmi›junnar“ enda er fla› lægsta ver› sem vi› bjó›um á hverjum tíma.Tax free tilbo› jafngildir 20,32% afslætti. A› sjálfsög›u stendur Húsasmi›jan skil á vir›isaukaskatti til ríkissjó›s.

ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956


Fyrirtรฆki, stofnanir og fรฉlรถg รก Austurlandi sem hafa รกhuga รก aรฐ: Rรกรฐa fรณlk รญ vinnu Gera starfsรพjรกlfunarsamning Hrinda af staรฐ รกtaksverkefni Fรก fรณlk รญ vinnustaรฐaรพjรกlfun

Hafiรฐ samband: WJOOB!BTB JT t T

Frรก og meรฐ 1. jรบnรญ n.k. mun AFL Starfsgreinafรฉlag taka yfir รพjรณnustu viรฐ รพรก atvinnuleitendur รก Austurlandi sem eru fรฉlagsmenn รญ aรฐildarfรฉlรถgum ASร . Viรฐ hรถfum รกhuga รก aรฐ nรฝta alla mรถguleika sem รญ boรฐi eru til aรฐ auka รพjรณnustu viรฐ atvinnuleitendur og sporna รพannig gegn atvinnuleysi. Nรกnari upplรฝsinar รก www.asa.is/atvinna

Stรถndum vรถrรฐ um velferรฐ ร TBNGร MBHJ PLLBS Stuรฐlum aรฐ รพvรญ, aรฐ allir hafi atvinnu viรฐ sitt hรฆfi. Kaffi รก kรถnnunni spjรถllum saman

AFL 4UBSGTHSFJOBGร MBH t T t XXX BTB JT


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.