Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 30. maí 2013
21. tbl. 31. árgangur
Útskrift frá FAS
Laugardaginn 25. maí sl. fór fram útskrift frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Alls voru útskrifaðir 27 stúdentar, sjö fjallamennskunemar, þrír félagsliðar og þrír af B-stigi vélstjórnar. Einn nemandi útskrifaðist af starfsbraut. Nýstúdentar eru: Aleksandra Vrbaski, Anna Mekkín Reynisdóttir, Arna Ósk Harðardóttir, Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir, Brynja Rut Borgarsdóttir, Eva Kristín Guðmundsdóttir, Fannar Blær Austar Egilsson, Guðjón Ingibergur Ólafsson, Hjördís Lilja Sveinsdóttir, Jóhann Árni Andrésson, Karen Björg Halldórsdóttir, Kolbrún Birna Ólafsdóttir, Kristey Lilja Valgeirsdóttir, Kristjana H. Þorvarðardóttir, Lejla Cardaklija, Mist Grétarsdóttir, Ólafur Einir Birgisson, Pálmi Geir Sigurgeirsson, Rafn Svan Gautason, Reynir Ásgeirsson, Róslín Alma Valdemarsdóttir, Sigurður Þór Friðþórsson, Sólveig V. Sveinbjörnsdóttir, Sævar Knútur Hannesson, Þorbjörg Gunnarsdóttir, Þórdís Imsland og Þórhildur Sigurðardóttir. Dúx að þessu sinni er Þórhildur Sigurðardóttir. Fjallamennskunemar eru: Oddur Eldjárn, Gísli Þór Briem, Ívar Eiðsson, Margrét Vignisdóttir, Sigurður Ragnarsson, Sólveig V. Sveinbjörnsdóttir og Þorsteinn Dagur Rafnsson. Félagsliðar eru: Anna Antonsdóttir, Anna Kristín Hauksdóttir og Elísabet Þorsteinsdóttir. Af B-stigi vélstjórnar útskrifast: Björn Jón Ævarsson, Emil Karlsson og Ólafur Jónsson. Þá útskrifast Halldór Ólafsson af starfsbraut. Starfsfólk Eystrahorns óskar útskriftarnemendum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Þórhildur Sigurðardóttir dúx Dúx Framhaldsskólans var Þórhildur Sigurðardóttir og í viðtali við blaðið sagði hún;
og verði enn virkara, því það er nauðsynlegt að hafa gott félagslíf í skólum.“
Framtíðaráform og þakklæti
Skólinn, árangur og félagslífið „Ég held að það sé engin ein leið fyrir fólk að ná góðum árangri, en aðalatriðin eru náttúrlega að hafa metnað fyrir því sem þú ert að gera, vera vel skipulagður og jákvæður og finnast námið skemmtilegt. Mér finnst FAS mjög skemmtilegur skóli og mér finnst það vera forréttindi að hafa framhaldsskóla í mínum heimabæ, skólinn er lítill og ef maður þurfti hjálp gat maður alltaf leitað til kennaranna. Námið er einnig skemmtilegt og ég hef í raun ekkert nema gott að segja um
námið og skólann. Eins og flestir vita hefur félagslífið breyst til hins betra á síðustu árum og ég vona bara að það haldi áfram að aukast
„Það er nú stóra spurningin hvað tekur við, hvort maður eigi að fara vinna eða beint í háskóla. Mikið nám er í boði á Íslandi í dag. Eins og staðan er í dag hjá mér og verður þangað til annað kemur í ljós þá er stefnan tekin á Háskólann á Akureyri í nám sem kallast Líftækni. Ég er glöð með að hafa valið að fara í FAS og átt þess kost að stunda framhaldsnám í mínum heimabæ. Að lokum langar mig að þakka starfsfólki skólans og skólasystkinum mínum fyrir þessi góðu, gefandi og skemmtilegu ár sem ég var í skólanum.“ Eystrahorn
20. tbl. 31. árgangur
Fimmtudagur 23.
maí 2013
Humarhátíð á 20
ára afmæli
- kallar eftir heimagerðum
Auglýsingar og efni í næsta blað þurfa að berast fyrir kl. 18:00 mánudaginn 3. júní
David Moyes kom
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
atriðum
Frá Humarhátíð
1995.
Vonir standa til að brottfluttir og íbúar Hornafjarðar eigi eftir að skemmta sér og sínum saman þessa helgi. Undirbúningur fyrir hátíðna er nú þegar hafinn. Kristín Kristjánsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri humarhátíðar og er komin með skrifstofuaðstöðu í Ráðhúsi bæjarins. Fundir humarhátíðarnefndar hafa verið fjölmargir og margar góðar hugmyndir komnar í loftið. Nefndin leggur áherslu á blandaða viðburði og þá helst úr samfélaginu skemmtiatriði og Hornafirði. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að hafa samband og vera með. Þeir sem hafa áhuga á að koma fram uppákomur víðs vegar eða vilja vera með um bæinn er bent að hafa samband á við Kristínu í síma 470800 eða á netfagnið humarhatidarnefnd@ hornafjordur.is. Einnig er fyrirtækjum og einstaklingum bent á að hafa samband við Kristínu ef viðburðir á þeirra vegum eiga að vera í dagskrá hátíðarinnar.
líka til Hornafja
Einn mest umtalaði einstaklingur í knattspyrnuheiminum dagana er David Moyes nýr knattspyrnustjóri þessa Íslenskir fjölmiðlar Manchester United. hafa að undanförnu við land og þjóð. greint frá tengslum Það vill svo til að hans David heimsótti 1978 ásamt vini sínum Hornafjörð árið Stewart. Ritstjóri knattspyrnudeildar Eystrahorns var þá Sindra og þjálfari formaður allra flokka. “Ég hafði kynnst David Moyes upphaflega eldri þegar ég var Íslands og hafði þjálfari unglingalandsliðs farið með liðið í æfingabúðir til Skotlands. skipulagði ferðina og tók þátt í æfingum David mjög góður þjálfari með okkur enda sjálfur. Eftir það fór var hann ég Skotlands bæði á vegum FH og Sindra. allmargar ferðir með lið til ferðirnar og sinnti Í öll skiptin skipulagði hópunum af sérstakri David David yngri aðstoðaði umhyggju allan tímann hann á ýmsan hátt. og Við þessi samskipti vinatengsl og í einni sköpuðust Það þekkja sig einhverjir Íslandsheimsókn á þessari þeirra feðga ásamt Stewart austur til okkar Ástu í heimsókn flaug David yngri stúkunni hjá Glasgow Rangers í mynd í aðstoðuðu mig á Skotlandsferð í nokkra daga. Þeir fyrir allmörgum árum. æfingum og fóru David Moyes eldri í keppnisferð með austur á land. Við er yngri flokkunum efstur til hægri í brúnum jakka. keyrðum síðan með þá til Reykjavíkur þeim helstu ferðamannastaðina og sýndum Áð við Djáknadys. á leiðinni. Því miður Knattspyrnustjórinn ekki með í för í því teygir var myndavél úr sér en þessa stellingu ferðalagi en ein mynd má sjá enn í dag á land. Hún er tekin fannst úr ferðalaginu þegar við austur mikið gengur á í leikjum. og við gerðum gjarnan Djáknadys í Álftafirði þar sem áð var eins og köstuðum steinum í dysina. til að David snýr Það vill svo baki í myndavélina og er að teygja úr var vanþörf á eftir sér sem ekki setu Stewart situr á steini í litlu rútunum; hossandi á malarvegunum. við hliðina á honum. lærdómsríkar og Skotlandsferðirnar juku áhuga á knattspyrnunni voru þátttöku á upphafsárunum. hér á Hornafirði og Moyesfjölskyldan þátt í uppbyggingu á því kannski svolítinn og farsælu starfi knattspyrnudeildarinnar getur ekki annað en talist skemmtilegt fyrir okkur Sindramenn.” sem
Næsti heimaleikur er: Borgunarbikar karla, Sindri – Ýmir miðvikudaginn 29. maí kl. 19:15.
rðar
2
Fimmtudagur 30. maí 2013
Eystrahorn
Hornfirðingar eignast skákmeistara
Bjarnaneskirkja Sunnudaginn 2. júní Sjómannadagur Messa kl. 14:00 - ferming Prestarnir
Hafnarkirkja Sunnudaginn 2. júní Sjómannadagur
Vaktsími presta: 894-8881
Messa kl. 14:00
bjarnanesprestakall.is
FIDE-meistarinn Davíð Kjartansson náði frábærum árangri s.l helgi þegar hann lenti í 2. sæti á Íslandsmótinu í atskák. Þar laut hann í lægra haldi fyrir alþjóðalega meistaranum Arnari E. Gunnarssyni. Einvígið fór fram í beinni útsendingu á RÚV. Var það æsispennandi frá upphafi til enda og réðust úrslit ekki fyrr en í bráðabana. Á sunnudeginum var haldið á Selfoss og keppt á Suðurlandsmótinu í skák. Þar sigraði Davíð með yfirburðum, lagði alla andstæðinga sína að velli og endaði mótið með 8 vinninga af 8 mögulegum. Nýlega fluttist Davíð til Hafnar í Hornafirði og var því gjaldgengur í þetta mót. Tryggði hann sér þar með titilinn Suðurlandsmeistari í skák 2013 í fyrsta sinn. Þess má til gamans geta að fyrr á árinu varð hann Skákmeistari Reykjavíkur og Íslandsmeistari með félagsliði sínu Víkingaklúbbnum í efstu deild. Davíð var að sjálfsögðu vel merktur Ríki Vatnajökuls og visitvatnajokull.is bæði í sjónvarpinu og á Suðurlandsmótinu, en Davíð starfar sem framkvæmdastjóri Ríki Vatnajökuls. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast upptöku af einvíginu á www.ruv.is/sarpurinn.
Helga Vala Friðriksdóttir flytur hugvekju. Að lokinni messu verður lagður blómsveigur að minnismerki sjómanna í minningarreit. Prestarnir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
Fjólu Aradóttur, Fossi á Síðu.
GOLFKENNSLA
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunarheimilinu í Austur-Skaftafellssýslu fyrir alúð og hlýju.
Golfnámskeiðin sem auglýst voru í síðasta Eystrahorni (www.eystrahorn.is) verða dagana 29., 30. og 31. maí.
Kjartan Jónsson Lovísa Eymundsdóttir Eiríkur Jónsson Birna Aðalsteinsdóttir Ari Jónsson Ólafía I. Gísladóttir Ómar Jónsson Ingibjörg Atladóttir barnabörn og barnabarnabörn
Til sölu
Litlabrú 1 • 780 Höfn • Sími 580 7915 @VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& Garðarsbraut 5 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821
Hjólhýsi, Adria 543, kojuhús. Upplýsingar í síma 861-3408 eða 478-2434.
Eystrahorn
Upplýsingar á netfanginu andreaasgrims@gmail.com eða í síma 616-2609.
FÉLAG FASTEIGNASALA
lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h
Snorri Snorrason, Hilmar Gunnlaugsson, lögg. fasteignasali hrl. og lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, s. 580 7902 Höfn, Sími 580 7915
Hilmar Gunnlaugsson, Sigríður hrl. og lögg. fasteignasali, Kristinsdóttir, lögmaður Egilsstöðum, Sími 580 7902
Hjördís Hilmarsdóttir, Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. fasteignasali lögg. og lögg. leigumiðlari, leigumiðlari s.Egilsstöðum, 580 7908 Sími 580 7908
SnorriMagnússon, Snorrason, Sigurður lögg. lögg. fasteignasali, fasteignasali Egilsstöðum, s. 580 Sími 580 79077916
sumarfrí
Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
PéturSigurður Eggertsson, Magnússon, lögg. fasteignasali, lögg. Húsavík, fasteignasali s. 580 7907 Sími 580 7925
Silfurbraut
Um er að ræða 147,6 einbýlishús timbur á góðum stað í botngötu. 4 svefnherbergi, borðstofa og stór stofa, góð eign sem þarfnast endurbóta.
Fiskhóll
Nýtt á skrá
Falleg 113,2 m² 4ra herb., neðri sérhæð í tvíbýlishúsi ásamt 24,2 m² bílskúr, mikið útsýni. Húsið hefur verið einangrað og klætt að utan.
Fasteignasalan INNI, Umboð TM og Jaspis hársnyrtistofa verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 3. til 14. júní. Vegna Fasteignasölu hafið samband við INNI á Egilsstöðum 580-7905, vegna TM hafið samband við TM í Reykjavík 515-2000.
Eystrahorn
Fimmtudagur 30. maí 2013
Skólafólk fundar á Smyrlabjörgum
3
Frá Tónskóla A-Skaft. Hægt er að innrita nýnema fyrir skólaárið 2013 -2014 á heimasíðu skólans www.rikivatnajokuls.is/tonskoli Einnig verður hægt að nálgast umsóknarblöð og skila inn í haust þegar skólinn byrjar. Nánar auglýst er nær dregur.
Dagana 22. - 24. maí sl. hélt Grunnur, félag fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum, vorþing sitt að Smyrlabjörgum. Grunnur fundar vor og haust um málefni leik-, grunn- og tónskóla og um samskipti ríkis og sveitarfélaga varðandi grunnmenntun í landinu. Rætt var m.a. um leiðir til að innleiða nýja aðalnámskrá, breytingar á námsmati, sérfræðiþjónustu og upplýsingatækni í skólastarfi. Á fimmtudeginum fór hópurinn sem taldi um 50 manns í heimsókn að Þórbergssetri þar sem staðarhaldarar fluttu fræðandi og skemmtilega dagskrá. Ekki skemmdi fyrir að veðrið var sólríkt og bjart svo sveitin skartaði sínu fegursta.
OPNUNARHÁTÍÐ Á N1 BORGARNESI Við bjóðum öllum landsmönnum að fagna með okkur opnun á nýrri og glæsilegri þjónustustöð N1 í Borgarnesi. Hátíðin verður á milli 15 og 18 föstudaginn 31. maí.
Meira í leiðinni
Innritun í Grunnskóla Hornafjarðar Innritun nýrra nemenda í Grunnskóla Hornafjarðar fer fram í skólanum 27. maí – 4. júní nk. Foreldrar og forráðamenn barna sem fædd eru 2007 eru beðnir um að hringja í skólann í síma 470 8400, eða koma í Hafnarskóla og innrita börn sín fyrir næsta skólaár. Foreldrar munu fá sendar nánari upplýsingar af fyrirkomulagi vetrarins í sumar en skóli verður settur með skólasetningarviðtölum dagana 23. og 26. ágúst.
Skólastjórnendur
Munið kaffihlaðborð Kvennakórsins í mötuneyti Skinneyjar-Þinganess laugardaginn 1. júní kl. 13:00 - 16:00.
Kvennakór Hornafjarðar
SKEMMTIDAGSKRÁ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
N1 ÞJÓNUSTUSTÖÐ BRÚARTORG 1 | 310 BORGARNES | 440 1333 WWW.N1.IS
Skólastjóri
verður með tónleika í Árbæjarkirkju í Reykjavík þriðjudagskvöldið 4. júní kl. 20:00
Aðgangseyrir kr. 2.000,-
4
Fimmtudagur 30. maí 2013
Jón Vilberg í forystu
Eystrahorn
Gönguvikan “Ekki lúra of lengi” 6. - 10. júní Ferðafélag Austur-Skaftfellinga Fimmtudagur 6. júní • Selungaganga Haukafell - kvöldferð (2 skór). Frekar létt ferð. Brottför frá Höfn kl. 17:00. Verð kr. 1.000,Allar upplýsingar um ferðina veitir Ragna Pétursdóttir í síma 662-5074.
Föstudagur 7. júní • Steinbítsganga
Jón Vilberg Gunnarsson, ríkjandi Íslandsmeistari, hefur tekið afgerandi forystu í stigakeppni Íslandsmótsins í torfærukeppni í götubílaflokki. Þegar tvær umferðir eru búnar, í Vestmanneyjum og Jósepsdal, hefur hann hlotið 47 stig en næstu tveir keppendur eru með 27 stig. Í báðum keppnunum fékk hann tilþrifaverðlaunin og besta tíma í tímaþraut. Í Jósepsdal fékk hann 1980 stig, 120 stigum frá fullkomnu skori. Þriðja umferð verður á Egilsstöðum 29. júní.
Leikjanámskeið Sindra Boðið verður upp á þrjú námskeið í sumar fyrir börn fædd 2004 – 2007. Fyrsta námskeiðið verður 3.-14. júní, annað 18.-28 júní og þriðja 1.-12. júlí. Hvert námskeið kostar 8.500 kr. en ef tekin eru tvö þá kosta þau 15.000 kr. og ef öll eru tekin þá kosta þau samtals 22.500 kr. Hægt er að dreifa greiðslunni. Ekkert námskeið er eins og lögð áhersla á fjölbreytni og að hafa þau skemmtileg t.d. sveitaferð, veiðiferð, óvissuferð, ratleik, hjólaferð, fjöruferð og ýmislegt fleira. Munið eftir að hafa með nesti. Ekki er skráð á námskeiðið fyrirfram heldur á mæta fyrsta dag hvers námskeiðs og þá er skráð og gengið frá greiðslu. Umsjónaraðili námskeiðsins er Guðrún Ása.
Grasgiljatindur - kvöld og næturferð (3 skór). Brottför frá Höfn kl. 17:00. Verð kr. 3.000,Fólk sammeinast í bíla, við aðstoðum fólk við að útvega sér brodda. Skrá þarf í þessa ferð. Allar upplýsingar um ferðina veitir Ragna Pétursdóttir í síma 662-5074
Laugardagur 8. júní • Flyðruganga Undirheimar Þvottárskriðna (2 skór). Brottför frá Höfn kl. 09:00. Verð kr. 1.000,Allar upplýsingar um ferðina veitir Ragna Pétursdóttir í síma 6625074
Laugardagur 8. júní • Grálúðuganga Bæjardalur-Starmýradalur (3 skór). Brottför frá Höfn kl. 9:00. Verð kr. 1.000,- Allar upplýsingar um ferðina veitir Ragna Pétursdóttir í síma 662-5074.
Sunnudagur 9. júní • Keiluganga Bergárdalur - Þorkelsskarð - Endalausidalur (2 skór). Brottför frá Höfn kl. 11:00. Verð kr. 1.000,- Allar upplýsingar um ferðina veitir Ragna Pétursdóttir í síma 662-5074.
Mánudagur 10.júní • Saltfisksganga Stafafell - Hvannagil (2 skór). Grill og gönguvikulok. Brottför frá Höfn kl. 14:00. Verð kr. 2.500,Innifalið er grill í lok ferðar, drykkir og kaffi. Allar upplýsingar um ferðina veitir Ragna Pétursdóttir í síma 662-5074.
Lagt er af stað frá Tjaldstæðinu á Höfn í allar ferðirnar. Ef fólk vill koma í ferðina á öðrum stað hafið þá vinsamlegast samband við Rögnu í síma 662-5074. Fólk sameinast í bíla. Hér er tillaga að verðskrá fyrir fólk sem þarf að fá far hjá öðrum.
Gróðrarstöðin Dilksnesi Sumarblóm, matjurtir, fjölær blóm, tré, runnar o.fl. Nær allar plöntur ræktaðar í Dilksnesi. Opnunartilboð! 25% afsláttur af broddfuru, garðakvisti og sunnukvisti Opið virka daga kl. 13:00 -18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00
Eknir Eknir Eknir Eknir
km km km km
0 - 50, Kr. 500 50 - 100, Kr. 1000 100 - 200, Kr. 1500 200 - 300, Kr. 2000
Nemendur Grunnskólans í Hofgarði í vorferð að Morsárjökli ásamt kennurum og þjóðgarðsverði
SUÐURSVÆÐI
FRÉTTABRÉF VOR / SUMAR 2013
INNGANGUR Sveitarfélagið Hornafjörður hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Hér komast þeir í návígi við stórbrotna náttúru þar sem jökultungur skríða fram á láglendi milli tignarlegra fjallstinda, og menningu sem mótast hefur af þessari sérstöku náttúru og duttlungum hennar. Jökullinn og náttúran hafa mikið gildi bæði fyrir ferðamenn og heimamenn. Æ fleiri atvinnurekendur eiga hag sinn undir blómlegri ferðaþjónustu og aðrir íbúar njóta góðs af ýmsu sem af henni leiðir, s.s. aukinni þjónustu og verslun. Ferðaþjónustan getur þó reynt á þolmörk heimamanna, rétt eins og þolmörk náttúrunnar, og því er það allra hagur að vel sé staðið að málum. Gæði og öryggi eru lykilatriði í ferðaþjónustu. Við verðum að gera þær kröfur til sjálfra okkar og annarra að búa vel að þessari fjölbreyttu atvinnugrein og slá hvergi af kröfum um aðbúnað og öryggi ferðamanna og þeirra sem í greininni starfa. Sé þetta haft að leiðarljósi ásamt umhyggju fyrir auðlindinni sjálfri, náttúrunni, þá er ég sannfærð um að okkur muni farnast vel.
Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs
GESTASTOFA Í GÖMLUBÚÐ Þessa dagana er verið að ljúka viðgerðum á Gömlubúð sem mun næstu árin hýsa upplýsingamiðstöð ferðamála og gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs. Upplýsingamiðstöðin opnaði 1. maí sl. og verður opin allt árið. Vatnajökulsþjóðgarður hefur tekið þátt í rekstri hennar sl. 3 ár en tók alfarið við rekstrinum í fyrra í samstarfi við Sveitarfélagið Hornafjörð. Þrír starfsmenn verða við störf í Gömlubúð í sumar auk þeirra tveggja heilsársstarfsmanna sem eru með aðsetur á Höfn. Landvörður hefur starfað á Höfn undanfarin 3 sumur og m.a. séð um eftirlit með áningarstöðum allt að Jökulsárlóni og boðið upp á gönguferðir við Heinaberg. Lítillegar tafir hafa orðið á frágangi hússins vegna óhapps í byrjun maí en við væntum þess að okkur takist samt að opna Gamlabúð á Höfn sýninguna þar 7. júní á 5 ára afmæli þjóðgarðsins. Margir heimamenn hafa komið að sýningunni sem fjallar um náttúru og mannlíf svæðisins en einnig aðrir fræðimenn og tæknimenn. Hönnuður sýningarinnar er Þórunn Þorgrímsdóttir sem m.a. hannaði landnámssýninguna í Reykjavík 871+-2, og Veraldarhjólið, sýningu þjóðgarðsins í Snæfellsstofu. Það er starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs sérstakt ánægjuefni að styrkja tengslin við þéttbýlisstað svæðisins og væntum við þess að eiga gott samstarf við íbúa, skóla, atvinnulíf og stofnanir á svæðinu. Eins og undanfarin ár munu ferðaþjónustuaðilar í Skálafelli, Hólmi og Hoffelli einnig sjá um upplýsingagjöf fyrir þjóðgarðinn yfir sumartímann.
UMGJÖRÐIN Þjóðgarður sprettur ekki alskapaður fram á sjónarsviðið. Sérstök lög og reglugerð eru til fyrir Vatnajökulsþjóðgarð en stærsta verkefni stjórnar, svæðisráða og starfsmanna frá stofnun hans var vinna að Stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins sem er nú um mundir í fyrstu endurskoðun. Að þeirri vinnu kom einnig fjöldi annarra sérfræðinga. Jafnframt þeirri vinnu var unnin Umhverfisskýrsla fyrir þjóðgarðinn. Þessi gögn eru öll aðgengileg á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs http://www.vatnajokulsthjodgardur.is/verndun-og-stjornun/ Annað stórt verkefni sem enn er í vinnslu, en sér vonandi brátt fyrir endann á, er atvinnustefna þjóðgarðsins sem ásamt skipulagi hvers svæðis er m.a. ætlað að leggja línurnar um atvinnustarfsemi innan þjóðgarðsins í sátt við náttúruna og þolmörk gesta og heimamanna.
VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR FÆR VAKANN Frá því á haustdögum hafa starfsmenn þjóðgarðsins unnið að umsókn að Vakanum, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar www.vakinn.is. Vatnajökulsþjóðgarður fékk formlega viðurkenningu sem þátttakandi í Vakanum 2. maí sl. og er fyrsta ríkisstofnunin til þess.
Ólöf Ýr Atladóttir, ferðamálastjóri, og Kristveig Sigurðardóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs 2
Vatnajökulsþjóðgarður • Gamlabúð • Heppuvegi 1 • 780 Höfn • Sími 470 8330
SKAFTAFELL Í VETUR Frá því að vetraropnun Skaftafellsstofu hófst 2009-10 hefur gestum sem hana heimsækja fjölgað stöðugt. Sem dæmi má nefna að í janúar 2010 komu 58 manns í heimsókn en í ár voru þeir 757. Sömu sögu er að segja af mars en í ár komu 8.228 gestir, samanborið við 1.127 gesti árið 2010. Til að bregðast við þessu hefur verið bætt við starfsmanni yfir vetrartímann og afgreiðslutími gestastofunnar lengdur. Það hefur í för með sér að meiri samfella verður í öllum verkum, sem vonandi leiðir til þess að þjónusta þjóðgarðsins verði enn betri og faglegri.
Rafstöðin í Bæjargili 25. febrúar 2013
Tíðin í vetur var mjög góð og margir gestir sem lögðu leið sína að Svartafossi og Skaftafellsjökli. Það er gaman að ganga í Skaftafelli yfir vetrartímann en aukinn fjöldi gesta eykur líka álag á göngustíga og umhverfi þeirra. Það myndast fljótt svellbunkar þegar snjór þjappast niður og fólk leitar þá út fyrir stígana til að krækja fyrir þá. Í vetur lagði starfsfólk sig fram við að fylgjast með ástandi helstu göngustíga og koma þeim upplýsingum til ferðamanna í Skaftafellsstofu svo þeir vissu á hverju þeir ættu von.
FEBRÚARVEÐRIÐ Svellbunkar á göngustígum hurfu í miklum hlýindum í febrúar. Að kvöldi 24. febrúar kom úrhellisrigning sem stóð í tæpa tvo sólarhringa og þegar yfir lauk höfðu 310 mm af regnvatni skilað sér til jarðar, til viðbótar leysingavatni úr fjallinu. Miklar skemmdir urðu á göngustígum, göngubrúm og varnargörðum og stífla við gömlu rafstöðina í Bæjargili brast. Svo vel vildi til að hópur sjálfboðaliða frá Bandaríkjunum kom til vikudvalar um miðjan mars og var þá þegar hafist handa við að laga göngustíginn að Svartafossi. Unnu þau mikið þrekvirki því 10 tonn af möl voru borin upp brekkurnar til að fylla í dýpstu vatnsrásirnar. Hópurinn samanstóð af 10 nemendum og leiðbeinanda frá Eckerd College í St. Petersborg, Flórída og er þetta í þriðja sinn sem hópur þaðan kemur í Skaftafell. Undanfarið hefur einnig verið unnið að lagfæringum á gönguleiðinni við Lambhaga og inn að Skaftafellsjökli, þar sem hægt er að komast að með tækjum. Þess má svo geta að í kjölfar rigninganna féll mikil skriða úr hlíðum Svínafells á austanverðan Svínafellsjökul. Sést fremsti hluti hennar vel frá þjóðveginum. Jarðfræðingar hafa mælt skriðuna en tölur um umfang hennar munu liggja fyrir síðar.
SKAFTAFELL Í SUMAR Í sumar verður starfsemi í Skaftafelli með svipuðum hætti og undanfarin ár þar sem rík áhersla er á þjónustu við ferðamenn í gestastofu, veitingasölu og á tjaldsvæði. Jafnframt munu landverðir sinna eftirliti innan garðsins og á áningastöðum milli Skaftafells og Kvíárjökuls, í samstarfi við Sveitarfélagið Hornafjörð og Vegagerðina. Mikið verk er fyrirliggjandi í lagfæringu göngustíga. Í ár má vænta fleiri sjálfboðaliða í Skaftafell en nokkru sinni fyrr og vinna þeir að viðhaldi göngustíga, upprætingu lúpínu í Morsárdal og ýmsum smærri verkefnum. Sjálfboðaliðarnir eru á vegum Umhverfisstofnunar og koma flestir frá meginlandi Evrópu og Bretlandi. Að venju verða ýmsir viðburðir í Skaftafelli í sumar auk þess sem landverðir munu bjóða upp á fasta dagskrá fyrir gesti. Kvennahlaup Sjóvá og ÍSÍ verður laugardaginn 8. júní og rúmri viku síðar er Dagur hinna villtu blóma. Í tilefni af því verður farið í stutta gönguferð frá Skaftafellsstofu sunnudaginn 16. júní kl. 11:00 og hinar ýmsu blómplöntur sem þar finnast skoðaðar. Fleiri viðburða er að vænta og verða þeir auglýstir á heimasíðu þjóðgarðsins.
Vatnajökulsþjóðgarður • Skaftafelli • 785 Öræfi • Sími 470 8300
3
DAGSKRÁ LANDVARÐA Á SUÐURSVÆÐI
Kátir krakkar í barnastund með landvörðum
Litlir landverðir í Skaftafelli Föstudaga, laugardaga og sunnudaga á tímabilinu 15. júní til 4. ágúst Áhugasamir krakkar á aldrinum 6-12 ára slást í för með landverði og rannsaka náttúruna í Skaftafelli. Áætla má að rannsóknarleiðangurinn taki 45-60 mínútur. Hittumst kl. 16 við Spóastaði (salernishúsið vestast á tjaldsvæðinu). Aðra daga vikunnar geta foreldrar og börn haft samband við landverði, sem gera sitt besta til að verða við óskum þeirra varðandi leiðsögn um náttúruna.
Þjóðgarður í Skaftafelli Alla daga á tímabilinu 15. júní til 15. ágúst Kvöldrölt um Skaftafell í fylgd landvarðar. Rætt um tilurð þjóðgarðsins, hlutverk hans og áhrif á náttúrufar og samfélag. Gangan tekur 45-60 mínútur. Hittumst kl. 20 við Spóastaði (salernishúsið vestast á tjaldsvæðinu). Leiðsögn á íslensku.
Skaftafellsjökull og loftslagsbreytingar Alla daga á tímabilinu 15. júní til 15. ágúst Landvörður fylgir gestum áleiðis að Skaftafellsjökli, segir þeim frá landmótun jökulsins og hnignun hans. Rætt verður um loftslagsbreytingar og ástæður þeirra. Gangan tekur 45-60 mínútur. Hittumst kl. 10:00 við Skaftafellsstofu. Leiðsögn á íslensku og ensku.
Gengið í Bæjarstað Alla laugardaga á tímabilinu 15. júní til 4. ágúst Gengið frá Skaftafelli í Bæjarstaðarskóg. Ætla má að gangan taki um sex klukkustundir Við hittumst kl. 10:00 við Spóastaði (salernishúsið vestast á tjaldsvæðinu). Leiðsögn á íslensku.
Leiðsögn um Sel Alla sunnudaga á tímabilinu 15. júní til 4. ágúst Landvörður tekur á móti gestum í Seli og segir frá daglegu lífi fólksins sem þar bjó. Gestir hitta landvörð við Sel kl. 14:00. Leiðsögn á íslensku.
Gönguferð um Heinabergssvæði Alla daga nema sunnudaga á tímabilinu 15. júní til 15. ágúst Vatnajökulsþjóðgarður býður upp á léttar göngur um Heinabergssvæðið klukkan 10, alla daga nema sunnudaga. Ferðirnar hefjast við Heinabergsafleggjara austan Kolgrímu, þaðan er ekið að áhugaverðum stöðum á svæðinu og gengið út frá þeim. Hver ferð tekur um tvær og hálfa klukkustund. Útbúnaður: Góðir strigaskór eða gönguskór og útivistarklæðnaður. Hittumst klukkan 10 við Heinabergsafleggjarann austan Kolgrímu.
4
Á Facebooksíðu Vatnajökulsþjóðgarðs segjum við fréttir, birtum myndir, auglýsum viðburði og póstum ýmsu öðru, merkilegu og ómerkilegu. Fylgstu með okkur!
Eystrahorn
Fimmtudagur 30. maí 2013
Smart gjafavörur handa herramanninum í tilefni sjómannadagsins
9
Fiskirí og vinnsla
Verið velkomin • kaffi á könnunni
Opið virka daga kl. 13:00 - 18:00 og laugardaga kl. 13:00 - 15:00
Húsgagnaval Sími 478-2535 / 898-3664
Stofnfundur
Stofnfundur um Þekkingarsetrið Nýheima verður haldinn í fyrirlestrarsal Nýheima á Höfn kl. 12:15, föstudaginn 31. maí 2013. Dagskrá: 1. Kjör fundarstjóra 2. Kjör ritara 3. Skipulagsskrá og stjórnskipan fyrir Þekkingarsetrið Nýheima kynnt 4. Kjör löggilts endurskoðanda 5. Önnur mál Allir velkomnir og hvattir til að mæta!
Húni II, áður Haukafell SF, kom í heimsókn til Hornafjarðar á dögunum. Ljósmynd: Runólfur Hauksson.
Einar Jóhann hjá Fiskmarkaðnum var ánægður með apríl- og maímánuð. Landað hefur verið um 800 tonnum á tímabilinu. Verð á þorski hefur frekar hækkað og jafnvel meira en hann bjóst við þó það nái ekki besta verðinu í fyrra nema í einstaka tilfellum. Verðið á ýsunni hefur verið gott og hærra en áður. „Við erum bara kát hér“, sagði Einar Jóhann. Ásgeir hjá SkinneyÞinganesi sagði; „Netavertíðinni lauk hjá okkur 7. apríl sl. og við tók humarvertíð sem hefur farið vel af stað. Bátarnir héldu sig í upphafi vertíðar í Hornafjarðar- og Breiðamerkurdýpi en hafa síðustu túra verið í Meðallandsbugt, þar sem stór og góður humar hefur fengist. Mikið hefur verið að gera í vinnslunni undanfarið, bæði í humri og einnig í saltfiski en töluverður þorskur hefur verið sem meðafli í humartrollið. Uppsjávarskipin eru að gera sig klár á síldar- og makrílvertíð sem fer af stað í næsta mánuði. Nú er sjómanndagshelgin að ganga í garð og munu starfsmenn fyrirtækisins gera sér glaðan dag á sjómannadagsballi um helgina og verður það kærkomið eftir langar og strangar vertíðir í vetur.“
Aflabrögð í apríl og maí Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.
Næstu heimaleikir í fótboltanum • 30. maí kl. 17:00, 4. fl. karla Sindri – Fjarðab./Leiknir • 1. júní kl. 14:00, 1.d. kvenna Sindri – Höttur • 2. júní kl. 14:00 2. fl. karla Sindri – Grindavík • 5. júní kl. 17:00 4.fl. kvenna Sindri – Fjarðab./Leiknir
Fjarnám fyrir alla Alm en nt fja rná m Fé lag slið an ám Fja lla me nn sku ná m lið a Fra mh ald sn ám sjú kra Gr un nn ám í fat aið n ga Gr un nn ám í up plý sin og fjö lm iðl ag rei nu m He ilb rig ðis rita rab rau t Lis tljó sm yn du n Ma tar tæ kn i óla lið a Ná ms bra ut fyr ir lei ksk ðn sti Pla Sjú kra lið ab rau t Sk óla lið ab rau t Sk rifs tof ub rau t Stu ðn ing sfu lltr úa ná m afr æð i Um hv erf is- og au ðli nd fs pró nts de stú til
tar Fjarnám og stut mslotur ná r staðbundna vel Nám sem hentar með vinnu
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Fjölbrautaskóli Snæfellinga Framhaldsskólinn á Húsavík Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu Menntaskólinn á Egilsstöðum Menntaskólinn á Tröllaskaga Verkmenntaskóli Austurlands
fjarmenntaskolinn.is
Hvanney SF 51....................... þorskanet... 11.... 288,0...þorskur 260,0 Skinney SF 20........................ þorskanet..... 7.. 1142,0...þorskur 123,5 Þórir SF 77............................. þorskanet..... 7.... 153,6...þorskur 146,8 Hvanney SF 51....................... dragnót....... 16.... 427,3...blandaður afli Sigurður Ólafsson SF 44....... humarv...... 15.... 102,1...humar 18,5 Skinney SF 20........................ humarv...... 10.... 254,1...humar 61,4 Þórir SF 77............................. humarv....... 11.... 307,9...humar 66,6 Steinunn SF 10....................... botnv............ 9.... 691,7...blandaður afli Þinganes SF 25...................... rækjuv.......... 7.... 116,0...rækja 73,3 Benni SU 65........................... lína.............. 15.... 103,7...þorskur 84,6 Beta VE 36............................. lína................ 5...... 35,5...þorskur 28,8 Dögg SU 118.......................... lína................ 9...... 36,9...steinbítur 18,6 Guðmundur Sig SU 650........ lína.............. 17.... 110,7...þorskur 94,2 Ragnar SF 550........................ lína.............. 15.... 114,2...þorskur 99,5 Sæunn SF 155........................ lína................ 1........ 1,7...þorskur 1,4 Auðunn SF 48........................ handf............ 7........ 5,3...þorskur 3,2 Dögg SU 118.......................... handf............ 9...... 36,9...steinbítur 18,6 Hafsól KÓ 11.......................... handf............ 3........ 1,7...ufsi 1,4 Halla Sæm SF 23................... handf............ 4........ 6,7...þorskur 5,2 Haukafell SF 111................... handf............ 5........ 7,8...ufsi 6,0 Herborg SF 69....................... handf............ 4........ 3,1...þorskur 2,9 Hulda SF 197......................... handf.......... 14...... 13,9...þorskur 9,7 Húni SF 17............................. handf.......... 12...... 10,5...þorskur 9,1 Jökull SF 75............................ handf............ 3........ 1,5...þorskur 1,2 Kalli SF 144............................ handf.......... 12........ 8,3...þorskur 1,6 Lundi SF 12............................ handf............ 3........ 1,0...ufsi 0,7 Siggi Bessa SF 97.................. hanf.............. 4........ 9,8...þorskur/ufsi Silfurnes SF 99...................... handf............ 6........ 6,2...þorskur/ufsi Staðarey SF 15....................... handf............ 7........ 7,4...þorskur 6,1 Stígandi SF 72........................ handf............ 5........ 2,9...þorskur 2,3 Sæunn SF 155........................ handf.......... 16...... 16,7...þorskur 12,2 Sævar SF 272......................... handf............ 9...... 14,7...ufsi 10,1 Uggi SF 47............................. handf.......... 13...... 11,8...þorskur 8,9 Örkin SU 119......................... handf............ 5...... 10,1...þorskur 8,5 Örn II SF 70........................... handf.......... 14...... 13,1...þorskur 8,6
Sjómannadagurinn 2013 Laugardagur 1. júní Kl. 12:30
Sigling báta: Þórir, Skinney, Hvanney og Sigurður Ólafsson (ef veður leyfir)
Kl. 13:00
Kaffisala Kvennakórs Hornafjarðar í matsal Skinneyjar-Þinganess (verð 1500- kr. fyrir fullorðna og 500- kr. fyrir börn)
Kl. 13:30
Kappróður, bryggjuleikir (flekahlaup, koddaslagur o.fl.) Fiskasýning á bryggju
Kl. 15:30
Opið hús í Vöruhúsinu (Vöruhúsi KASK)
Kl. 19:00
Sjómannadansleikur og skemmtun í íþróttahúsinu Rokkabillibandið og Stefanía Svavarsdóttir leika fyrir dansi Húsið opnar kl 19:00 og borðhald hefst stundvíslega kl 20:00 Miðaverð er 9500- kr. á borðhald og skemmtun Selt verður á ballið í anddyri íþróttahússins Miðaverð á dansleik er 2500- kr. eftir kl. 23:30
Sjómannadagur, sunnudagur 2. júní Kl. 14:00
Sjómannamessa Prestur séra Gunnar Stígur Reynisson. Hugvekja Helga Vala Friðriksdóttir Að lokinni sjómannamessu verður lagður blómsveigur í minningarreit við Hafnarkirkjugarð
Kl. 15:00
Hátíðadagskrá á hóteltúni (ef illa viðrar færist dagskrá í íþróttahúsið). Ávarp í tilefni dagsins, Lena Hrönn Marteinsdóttir Sjómenn heiðraðir Björgunarsveitin vígir nýjan bát Leikir, bingó (munið eftir skriffærum) og karamellukast
17:00 –19:00 Opið/opnun listastofuna ARTBJARG. Hagatún 1. Bjarg. Sigrún og Snorri
Forsala aðgöngumiða á Sjómannadagshátíð verður 29. og 30. maí frá kl 18:00 – 21:00 á Víkinni, sími 4782300
Góða skemmtun
Sjómannadagsráð Hornafjarðar 2013 Áhöfnin á Þóri SF 77
Skinney Ăžinganes hf / Krossey / S 470 8100 / Fax 470 8101 / sth@sth.is
KALKÚNABRINGUR
Kræsingar & kostakjör
ÞÝSKAR
40% AFSLÁTTUR
1.979 ÁÐUR 3.298 KR/KG
KJÚKLINGAVÆNGIR
GRILL LAMBALÆRI
389
1.392
TEX MEX
ÁÐUR 598 KR/KG
GRILL LAMBARIFJUR
HVÍTLAUKSKRYDDAÐ
559
ÁÐUR 1.698 KR/KG
35% AFSLÁTTUR
TOSCANABRAUÐ & CIABATTA BRAUÐ BAKE OFF
ÁÐUR 1.298 KR/KG
PÍTUBUFF 6X60GR.
KÚRBÍTUR
EGGALDIN
M/BRAUÐI
244
995
ÁÐUR 488 KR/KG
ÁÐUR 439 KR/KG
ÁÐUR 398 KR/STK
999
30% AFSLÁTTUR
220
199
ÁÐUR 798 KR/KG
GRILL SVÍNABÓGSSNEIÐAR
ÁÐUR 1.199 KR/PK
50% AFSLÁTTUR 50% AFSLÁTTUR
50% AFSLÁTTUR
RÚLLUTERTA BRÚN KRISTJÁNS BAKARÍ
479
DISNEY SAFAR
99
ÁÐUR 139 KR/STK
ÁÐUR 798 KR/STK
INDIAN TONIC WATER 1L
79
ÁÐUR 119 KR/STK
40% AFSLÁTTUR
29% AFSLÁTTUR
34% AFSLÁTTUR
COCA COLA DIET 6X330ML
349
ÁÐUR 498 KR/PK
30% AFSLÁTTUR
Tilboðin gilda 30.maí - 2.júní Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.