Eystrahorn 22. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn 22. tbl. 29. árgangur

Miðvikudagur 1. júní 2011

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Eyðibýli á Íslandi

Háskólanemarnir fimm sem vinna að rannsókn á eyðibýlum á Suðurlandi í sumar. Frá vinstri: Árni Gíslason, Arnþór Tryggvason, Yngvi Karl Sigurjónsson, Birkir Ingibjartsson og Steinunn Eik Egilsdóttir.

Í sveitum landsins er fjöldinn allur af eyðibýlum og öðrum yfirgefnum íbúðarhúsum sem mörg hver eru vel byggð og geyma merka sögu. Ástand þeirra er mjög misjafnt en mörg

þeirra er þó enn hægt að gera upp og nýta. Sett hefur verið af stað verkefni sem felur í sér rannsókn á menningarlegu vægi þessara húsa, björgun þeirra, endurgerð og nýtingu. Fyrstu

skref verkefnisins verða tekin í sumar. Þau fela í sér að hefja rannsókn á fjölda, ástandi og eignarhaldi þessara gömlu húsa á Suður- og Suðausturlandi. Aðstandendur verkefnisins eru Gláma– Kím arkitektastofa, R3Ráðgjöf og Ómar Bjarki Smárason jarðfræðingur. Verkefnisstjórar eru Gísli Sverrir Árnason og Sigbjörn Kjartansson. Hugtakið eyðibýli er hér notað í nokkuð víðum skilningi. Það er látið ná yfir yfirgefin hús í sveitum og smærri þéttbýlisstöðum, jafnvel þótt þau standi þar sem enn er önnur byggð til staðar, þ.e. ekki eingöngu á eyðijörðum. Eyðibýli geta haft mikla þýðingu af ýmsum ástæðum. Þau geta verið merkar menningarminjar, og mikilvægar heimildir um byggðasögu. Aldur húsanna, húsagerð eða byggingarlag þeirra getur verið sérstakt en

einnig er sérstaða húsanna í búsetulandslagi sveitanna oft mikil. Markmið verkefnisins er að meta menningarlegt vægi einstakra húsa og varðveita þannig valin eyðibýli (hús) á Íslandi. Í framhaldinu á að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að eyðibýli og yfirgefin hús í sveitum landsins verði gerð upp af eigendum þeirra eða stofnað félag um rekstur og útleigu þeirra í ferðaþjónustu. Í sumar sjá fimm háskólanemar um rannsóknir á eyðibýlum sem lýkur svo með kynningu á verkefninu í haust. Þau hefja rannsókn sína á Hornafirði 6. júní og halda síðan vestur eftir Suðurlandi. Verkefnið er stutt í ár meðal annars af Nýsköpunarsjóði námsmanna, Húsafriðunarsjóði, Kvískerjasjóði og Sveitarfélaginu Hornafirði.

Sjómannadagurinn á Hornafirði

Laugardagur 4. júní Kl. 11:00 Kvennahlaup frá sundlaug Kl. 12:00 Kaffisala Samkórsins í húsi Slysavarnafélagsins Kl. 13:00 Sigling báta (ef veður leyfir) Kl. 14:00 Kappróður - bryggjuleikir Kl. 19:30 Sjómannaskemmtun í íþróttahúsinu Matur + ball 7.500 kr. Grand matur og þjónað verður til borðs. Veislustjóri Jóhannes Kristjánsson, eftirherma. Hljómsveitin Bjartur Logi og Poppsmiðjan spilar á balli. Selt verður á ballið í anddyri íþróttahússins eftir borðhald. Miðaverð 2.000 kr.

Sunnudagur 5. júní Kl. 14:00 Sjómannamessa í Hafnarkirkju, prestur séra Sigurður Kr. Sigurðsson. Að lokinni messu verður lagður blómsveigur í minningarreit við Hafnarkirkju. Kl. 15:00 Hátíðardagskrá á Hóteltúni (ef illa viðrar færist dagskráin í íþróttahús). Ávarp í tilefni dagsins, heiðursmerki afhent, verðlaunaafhending, hoppukastalar, leikir, karamellukast og bingó (muna skriffæri).

Forsala aðgöngumiða á sjómannadagsballið verður dagana 1. og 2. júní kl. 18:00 - 21:00 á Víkinni, sími 478-2300.

Góða skemmtun • Sjómannadagsráð 2011

Fimmtudagar eru bíllausir dagar • Drögum úr orkunotkun


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.