Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 31. maí 2012
22. tbl. 30. árgangur
Til hamingju með sjómannadaginn Góður fundur í Nýheimum um mannlífsþátt RÚV Síðasta föstudag var haldinn kynningarfundur um fyrirhugaðan mannlífsþátt sem Ríkissjónvarpið stefnir á að taka upp 15.-16. júní n.k. Megin inntak og hugmynd að verkefninu er að gera grein fyrir umbreytingu á ákveðnu svæði, kynnast því sem er að gerast innan þess og um leið kynna mann- og menningarlíf þess samfélags sem tekur þátt í verkefninu. RÚV hefur fjóra hönnuði á sýnum snærum sem koma að hugmyndavinnu fyrir svæðið og leggja einnig til hugmyndir fyrir áhugasama innan þess. Fundurinn var ágætlega sóttur og mættu um 30 manns á fundinn. Haukur Ingi Einarsson gerði grein fyrir aðdraganda verkefnisins og helstu verkþáttum sem snúa að sveitarfélaginu. Þeir eru einna helst málun þriggja lykilmannvirkja á Heppunni ( Gamlabúð, Graðaloftið og Mikligarður. ) Búa til tímabundið einstefnugötu frá steinasafninu að Pakkhúsinu og verður það gert með því að bæta trjágróðri í götuna o.fl. Afmarka göngusvæði frá akandi umferð meðfram Miklagarði, gera klöpp sýnilega milli Graðalofts og Pakkhúss. Einnig að útbúa sölubása þar sem smáframleiðendur matvæla og hannyrðafólk geta kynnt og selt vörur sýnar. Básarnir eru síðan nothæfir ef söluaðilar vilja við önnur tækifæri svo sem við Humarhátíð, unglingalandsmót, fjórðungsmót hestamanna með viðkomu skemmtiferðaskipa til Hafnar o.fl. Næst kynnti Dagný Bjarnadóttir og Örn Smári hugmyndir hönnunarhópsins að ýmsum
Heppan og Hafnarvíkin munu taka miklum breytingum á næstunni.
útfærslum á svæðinu, m.a. hvar hægt væri að koma fyrir sölubásum, gera útisvæði fyrir gangandi gesti, hönnun umbúða sem hægt væri að nýta sem söluvöru undir matvæli, logo fyrir Hafnarvík – Heppu o.fl skemmtilegt. Að lokum sköpuðust skemmtilegar umræður og fólk kom sínum hugmyndum á framfæri t.d. kom hugmynd um að útbúa kræsingar úr humarklóm og fella inn í söluumbúðir sem
hönnuðir voru búnir að gera drög að og rætt var um heiti og útlit logos o.fl. Fasbókarsíða verður stofnuð utan um verkefnið á næstu dögum þar sem íbúar geta komið með hugmyndir, skráð þátttöku o.fl. Nú vinna hönnuðir áfram að hugmyndavinnu og er stefnt að því að halda annan kynningarfund í næstu viku eða föstudaginn 8. júní kl. 12:00 í Nýheimum.
22 dagar í Humarhátíð á Höfn
2
Fimmtudagur 31. maí 2012
Bjarnaneskirkja
Eystrahorn
Fatnaður og fylgihlutir fyrir sjómannadagsskemmtunina
sunnudaginn 3. júní sjómannadag
Opið: Föstudag kl. 14:00 - 20:00 Laugardag kl. 14:00 - 16:00
Messa kl. 11:00 - ferming Sóknarprestur
Hafnarkirkja
Arfleifð og Millibör Kartöfluhúsið Hornafirði
sunnudaginn 3. júní sjómannadag
Messa kl. 14:00 Örn Arnarson kirkjuvörður flytur hugvekju. Sóknarprestur Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn.
Þóra kemur austur
Megi gæfan fylgja ykkur um ókomin ár.
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi sækir íbúa á Austfjörðum heim á næstu dögum. Mánudagur 4. júní 12:00 Nýheimum, Hornafirði 14:30 Hótel Framtíð, Djúpavogi 20:00 Á sal grunnskólans, Fáskrúðsfirði Styttri stopp á milli funda: Gamla Kaupfélagið, Breiðdalsvík kl. 16:30 Brekkunni, Stöðvarfirði kl. 18:00 Þriðjudagur 5. júní 12:30 Fróðleiksmolinn, Reyðarfirði 17:15 Hlymsdalir, Egilsstöðum
Vátryggingafélag Íslands
Allir velkomnir!
Svava Kr. Guðmundsdóttir
www.thoraarnors.is
Eystrahorn
Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821
@VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& www.inni.is
FÉLAG FASTEIGNASALA
Vildaráskriftina má greiða =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Hilmar Gunnlaugsson, Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 hrl. og lögg. fasteignasali s. 580 7902
Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari
Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari
Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður
Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum
Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908
NÝTT Á SKRÁ
Höfðavegur
Skemmtilegt 106,6 m² einbýlishús á 2 hæðum ásamt 20,5 m² sambyggðum bílskúr samtals 127,1 m², 3, svefnherbergi.
Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum
Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916
sTAFAFELLSFJÖLL Í LÓNI
Til sölu er 3.000m² lóðarréttindi ásamt eldra 25 m² sumarhúsi. Lóðin er innarlega í sumarhúsabyggðinni, afgirt með neysluvatnsborholu.
Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum
Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík
Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907
EINHOLTSLAND
NÝTT Á SKRÁ
48 hektarar landspilda úr landi Einholts á Mýrum í Hornafirði í um 25 km fjarlægð frá Höfn.
Eystrahorn
Fimmtudagur 31. maí 2012
Tómstundafulltrúi
Staða tómstundafulltrúa í Sveitarfélaginu Hornafirði er laus til umsóknar.
3
Firmakeppni Hornfirðings
Um er að ræða 100% starf. Helstu verkefni: Veitir félagsmiðstöð forstöðu. Skipuleggur störf með ungmennum og vinnur með þeim í daglegu starfi. Vinnur með ungmennaráði. Samstarf við grunnskóla. Yfirumsjón með lengdri viðveru grunnskólanema í 1. – 4. bekk. Kemur að starfsemi vinnuskóla í samráði við framkvæmdasvið sveitarfélagsins. Vinnur að forvörnum með ungmennum. Kemur að stefnumörkun viðkomandi málaflokks. Er tengiliður sveitarfélagsins við félag eldri borgara. Önnur verkefni sem yfirmaður felur honum. Æskilegt er að viðkomandi sé með háskólapróf sem nýtist í starfi. Forstöðumaður þarf að búa yfir reynslu af skipulögðu starfi með börnum og ungmennum. Hann skal sýna lipurð í mannlegum samskiptum, búa yfir festu og hafa góða skipulagshæfileika. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar um starfið veitir Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri, sími 470-8000, netfang hjaltivi@hornafjordur.is Umsóknarfrestur er til 21. júní 2012 og skal stíla umsókn á Sveitarfélagið Hornafjörð (merkt tómstundafulltrúi), Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði. Sveitarfélagið Hornafjörður
Einstakt atvinnutækifæri Bókhaldsstofan ehf., sem starfrækt hefur verið í yfir 30 ár er til sölu. Fjöldi fastra viðskiptavina. Kjörið tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling sem vill starfa sjálfstætt og er tilbúinn að taka að sér krefjandi verkefni. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fasteignasölunnar Inni, sími 580-7915. Sigríður Kristinsdóttir hdl lögg, fasteigna- og fyrirtækjasali Snorri Snorrason lögg, fasteigna- og fyrirtækjasali
Firmakeppni Hornfirðings árið 2012 verður haldin að Stekkhól föstudaginn 1. júní n.k. og hefst keppni kl. 20:00. Skráning fyrir keppni fer fram í Stekkhól kl. 19:30. Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna-, 1. flokki og opnum flokki, allt eftir þátttöku. Það er frjáls sýning hjá barnaflokki en tvígangur í öðrum flokkum, þar sem keppendur eiga að sýna tölt og brokk. Einnig verður boðið upp á keppni í þrígangi og tölti í opnum flokki, ef næg þátttaka verður. Í þrígangi eiga keppendur að sýna tölt, brokk og skeið. Eftir keppni verður verðlaunaafhending í Stekkhól og síðan munu gleðigjafarnir Andri og Bragi Þorsteinssynir mæta á staðinn og spila á harmonikkur fyrir gesti. Veitingar á staðnum, kaffi, kakó, gos ofl. Hestamenn og aðrir velunnarar hestamannafélagsins - mætum öll og njótum þess að vera saman og hafa gaman. Mótanefnd og firmanefnd Hornfirðings
Rakarastofa Ásbjörns verður opin kl. 13:00 - 18:00 frá og með 1. júní
Opnunartími í sumar Júní • mánudaga - föstudaga kl. 07:00 - 19:00 1. júlí - 15. ágúst • mánudaga - föstudaga kl. 11:00 - 13:00 og 17:00 - 19:00
Tilboð á líkamsræktarkortum Þú kaupir einn mánuð og færð annan frían með www.sporthollin.is
4
Fimmtudagur 31. maí 2012
Eystrahorn
Músíktilraunir
Músíktilraunir 2012 voru haldnar í Austurbæ snemma í vor. Á þessari tónlistarhátíð tóku 48 ungar hljómsveitir þátt og komu þær úr hverjum krók og kima landsins. Héðan af Hornafirði fór hljómsveitin Alocola, en samanstendur hún af fimm ungum Hornfirðingum á aldrinum 1517 ára. Hljómsveitina skipuðu Ármann Örn Friðriksson á hljómborð, Birkir Þór Hauksson sem sér um bassaleik, Björn Rúnarsson á trommum, Marteinn Eiríksson á trompet og Þorkell Ragnar Grétarsson á gítar. Við hittum nokkra meðlimi hljómsveitarinnar, buðum þeim á bát og spurðum þá spjörunum úr. “Þetta byrjaði sem vinátta, en varð eitthvað svo miklu, miklu meira.” svarar trymbill sveitarinnar þegar við spurðum hvernig þessi svaðilför hófst. “Tveir menn verða þrír, og þrír menn verða fjórir. Svo kemur Marteinn.” segir Birkir Þór og brosir út í eitt. Fliss heyrist héðan og þaðan og skemmtilegt andrúmsloft ríkir í stofunni á meðan viðtalinu stendur, enda allir drengirnir þrælhressir. Drengirnir segjast spila tónlist sem þeir kalla “steypireiðarokk”, en Ármann Örn hljómborðsleikari segir það vera eins konar jazz-skotið, framsækið rokk . Strákarnir segja svo að áhrifavaldar sínir komi úr öllum áttum en nefna þeir til dæmis Agent Fresco, Gojira, Dave Brubeck og Stuðmenn. Þorkell Ragnar segir sveitina hafa stefnt á Músíktilraunir allt frá fæðingu hljómsveitarinnar, en drengirnir telja þetta þó ekki hafa gengið eins og í sögu. “Tæknin var eitthvað að stríða okkur” segir Marteinn, en mest telja þeir að þeir hafi þurft að glíma við pedalana sína. Aðspurðir hvort þeir ættu einhverjar skemmtilegar sögur af ferðinni segir Ármann: Okkur þykir vert að taka það fram að þrátt fyrir tæknilega örðugleika þá sló hann Björn okkar í gegn sem kynnir en hlátrasköll heyrðust úr salnum þegar að hann sagði nafnið á laginu okkar “Kasper, Jesper, Jónatan og Umferðarslysið.” Björn bætir svo inn: “Síðan lenti Marteinn í einhverjum vandræðum í blómabúðinni, en við ætlum ekkert að fara út í þá sögu af svikum, hatri og ást í laumi.” Þorkell Ragnar segir strákana ekkert vera að setja markið of hátt en þeir ætla þó að klára að semja plötu, sem ber það skemmtilega heiti: “Líf og tímar Kláusar rafvirkja”. “Síðan ætlum við að hljóðrita þá plötu, en við stefnum á að hún verði tilbúin fyrir árið 2013.” segir Ármann svo og grípur vínber af borðinu. “Við ætlum einnig að þakka AFL, N1, Nettó, Skinney Þinganes, Sparisjóðnum og Sveitarfélaginu Hornafirði fyrir að styrkja þetta ævintýri okkar. Svo ætlum við að þakka Tónlistarskóla Austur-Skaftafellssýslu fyrir húsnæði, lán á ýmsum tækjum og tólum og mikla hjálp“ segir Birkir í lok viðtalsins og brosir breitt með æsku í augum og von í hjarta. Ármann Örn Friðriksson og Einar Bjarnason, 10. bekk í Heppuskóla í starfskynningu
Eystrahorn
Fimmtudagur 31. maí 2012
Frjálsar íþróttir
5
Stelpurnar unnu aftur
Nú eru frjálsíþróttirnar komnar á fullt skrið og það stefnir í hörku skemmtilegt sumar. Við stefnum á nokkur skemmtileg mót og það fyrsta eru Sindraleikarnir sem að vanda verða haldnir sunnudaginn á Humarhátíð sem nú ber upp á 24.júní. Meistaramót Íslands 11-14 ára verður haldið á Laugardalsvelli 30.júní til 1.júlí og þangað stefnum við að sjálfsögðu með okkar keppendur. Sumarhátíð ÚÍA á Egilsstöðum verður helgina 6. - 8. júlí. Svo er það að sjálfsögðu Unglingalandsmótið um verslunarmannahelgina sem að þessu sinni verður haldið á Selfossi og þar ætlum við okkur stóra hluti. Meistaramót Íslands 15-22 ára verður svo haldið á Sindravöllum 11. - 12. júlí. Upp hefur komið sú hugmynd að fara með hóp á Gautaborgarleikana í Svíþjóð á næsta ári og það gæti verið góð upphitun fyrir landsmótið okkar sem við ætlum að halda hér á Hornafirði á næsta ári.
Æfingatímar • 10 ára og yngri þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 12:30 (byrjar 5. júní) Þjálfari: Jóhanna Íris Ingólfsdóttir • 11-13 ára þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 14:30 Þjálfari: Jóhanna Íris Ingólfsdóttir • 14 ára og eldri mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 16:30 Þjálfari: Einar Ásgeir Ásgeirsson • Að auki verður Guðrún Ingólfsdóttir með tækniæfingar fyrir elsta hóp á miðvikudögum. Nú er tíminn til að koma sér í form fyrir unglingalandsmótið 2013 og byrja að æfa.Endilega vertu með okkur í sumar og taktu þátt í þessari skemmtilegu íþrótt!
Stúlkurnar höfðu ástæðu til að fagna mörkunum
Knattspyrnufólk úr Sindra lék fjóra leiki um helgina
Meistaraflokkur kvenna Á annan í hvítasunnu tók meistaraflokkur kvenna á móti Þrótti Rvík. í blíðskaparveðri á Sindravöllum. Stelpurnar stóðu sig frábærlega og eftir að markalaust hafði verið í hálfleik þá skoraði Valdís Ósk Sigurðardóttir 2 mörk af mikilli yfirvegun. Eftir þetta sóttu gestirnir nokkuð grimmt og náðu að minka muninn í eitt mark. Anna Mekkín markmaður sá svo til þess að þær skorðuð ekki fleiri mörk en hún átti stórleik og varði oft á tíðum meistaralega. Þá hafa Sindrastúlkur unnið tvo fyrstu leiki sína og eru efstar í sínum riðli.
Meistaraflokkur karla Meistaraflokkurinn keppti við Ægi úr Þorlákshöfn á útivelli. Okkar menn voru mun betri en náðu ekki að nýta færin og lentu marki undir í seinni hálfleik. Það var svo þjálfarinn sjálfur Óli Stefán sem fór fyrir liði Sindra og jafnaði úr síðustu sókn leiksins niðurstaðan 1-1.
Annar flokkur karla Strákarnir spilaðu tvo leiki við B/Í að vestan en liðin mættust á miðri leið í Reykjavík. Fyrri leikurinn fór 1 - 1 þar sem Sverrir Birkisson skoraði markið. Seinni leikurinn tapaðist 2 - 1 þar sem strákarnir voru 2-0 undir í hálfleik en bættu sig í þeim seinni. Hallmar Hallsson minkaði muninn en strákarnir fengu fín færi til að jafn leikinn.
Leikjanámskeið og knattspyrnunámskeið Sindra Leikjanámskeið - fyrir 6 til 9 ára börn
Sindri starfrækir leikjanámskeið í sumar eins og undafarin ár fyrir 6-9 ára börn. Fyrirhuguð er tvö námskeið í júní og hefst það fyrra 4. júní og stendur til 15. júní og það seinna frá 18. júní til 29. júní. Námskeiðið stendur frá 9 -12 en boðið er upp á gæslu frá 8:00. Dagskráin er fjölbreytt t.d. sveitaferð, hestaferð, hjóladagur, golf, veiðiferð, fjöruferð og ratleikur svo eitthvað sé nefnt. Verðið fyrir hvert námskeið er 8 þúsund á barn en 15 þúsund ef bókað er á bæði námskeiðin. Eins er hægt að semja um einstakar vikur og að sjálfsögðu er systkina afsláttur. Umsjónamaður er Guðrún Ása Jóhannsdóttir og skráning hefst á mánudaginn í íþróttahúsi Heppuskóla.
Knattspyrnunámskeið - fyrir krakka fædd 2006.
Knattspyrnudeild Sindra ætlar að bjóða upp á knattspyrnunámskeið fyrir þá krakka sem eru að byrja í skóla í haust (fædd 2006). Námskeiðið hefst þri. 12. júní, stendur yfir í 5 vikur og endar fim. 12. júlí. Æft verður á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 13:00 – 14:00. Verð á námskeiðið er 5000 kr. Greiðsla fer fram á fyrstu æfingu. Skráning verður á netfangið saevar@hornafjordur.is. Þjálfari verður Sævar Þór Gylfason íþróttakennari.
6
Fimmtudagur 31. maí 2012
Humarhátíð á Höfn
Nú fer að styttast í Humarhátíð á Höfn og í þetta sinn verður hún dagana 22. - 24. júní. Þetta er tuttugasta Humarhátíðin en sú fyrsta var haldin 1992. Fyrirhugað er að hafa hátíðina á sama stað og í fyrra með breyttum áherslum. Sem dæmi um viðburði má nefna dansleiki í íþróttahúsinu á vegum knattspyrnudeildar Signdra, í Pakkhúsinu á vegum nýrra eigenda og á Víkinni. Einnig má telja upp heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna, kassabílarallí á vegum Landsbankans, grímubúningakeppni í skrúðgöngu með veglegum verðlaunum fyrir alla aldurshópa, töfrafjör, bæði kennsla fyrir börnin og sýning fyrir alla með töframanninum Einari Mikael. Kynnar verða Jóhann G. Jóhannsson og Hallgrímur Ólafsson og einnig sjá þeir um frábæra barnadagskrá á sviðinu. Stórhljómsveitin Á Móti Sól mun svo trylla lýðinn í íþróttahúsinu á laugardagskvöldinu. Stór markaður verður opnaður í saltfiskskemmu, listasýning leikskólabarna Hornafjarðar, við ætlum einnig að reyna nýjung í humarsúpukeppni heimamanna, þannig að í ár geta aðeins 10 keppendur skráð sig og fá þeir humarkitt frá Skinney-Þinganesi. Skráning verður auglýst síðar og nánari upplýsingar gefnar. Einnig ætlum við að bjóða uppá humarklær og soð í smakk á hátíðarsvæðinu. Okkur langar að hvetja alla til að skreyta bæinn okkar fallega með APPELSÍNUGULA litnum okkar. Dagskrá verður send í öll á hús á Hornafirði tímanlega fyrir hátíð. Einnig verður hægt að nálgast dagskrána á www.humar.is og www.facebook.com/hummihumar. Áhugi er fyrir því að fá bæjarbúa til að taka virkan þátt í undirbúningi Humarhátíðar á Höfn. Þeir sem vilja taka þátt eru beðnir að hafa samband við Kristínu verkefnastjóra í síma 696-4532, Söndru í síma 868-3933 eða á netfang Humarhátíðar á Höfn; info@humar.is. Humarhátíðarnefnd
Eystrahorn
Hornsílin fljúga til Þýskalands
Hornsílin ásamt fulltrúum Landsbankans sem gaf krökkunum merktar ferðatöskur. Efri röð f.v. Guðný Erla Guðnadóttir og Sigríður Birgisdóttir frá Landsbankanum, Ísar Svan Gautason, Brandur Ingi Stefánsson, Jóel Ingason, Gísli Þórarinn Hallsson, Eiríkur Hanson kennari og Birkir Fannar Brynjúlfsson. Neðri röð f.v. Ragna Steinunn Arnarsdóttir, Sunna Guðmundsdóttir, Agnes Jóhannsdóttir, Elín Ása Heiðarsdóttir og Arney Bragadóttir.
Næstkomandi þriðjudag leggja hornfirsku Hornsílin land undir fót og fljúga til Mannheim í Þýskalandi þar sem þau munu keppa fyrir Íslands hönd í opnu móti í Legó. Eins og kunnugt er sigruðu krakkarnir Íslandskeppnina í nóvember s.l. undir dyggri stjórn Eiríks Hanssonar kennara. Hann hefur stýrt hverju hornfirsku liðinu á fætur öðru til sigurs í þessari stórskemmilegu keppni og er þetta í þriðja sinn sem lið úr Grunnskóla Hornafjarðar keppir í Legó fyrir Íslands hönd á erlendri grundu. Hornsílin, eða The Glaciers eins og þau kalla sig á ensku, hafa ekki setið aðgerðalaus frá því sigur vannst í Íslandskeppninni. Auk þess að vinna markvisst að því að ná fleiri stigum í sjálfri þrautabrautinni hefur fyrirlestur um matvæli í Ríki Vatnajökuls verið þýddur á ensku og æfður vel, en krakkarnir flytja hann öll í sameiningu fyrir framan dómara keppninnar. Þá hafa þau æft sig í að svara á ensku öllum mögulegum spurningum sem dómararnir gætu spurt t.d. í sambandi við fyrirlesturinn, tæknilega úrvinnslu þeirra á þrautum keppninnar nú eða bara um land og þjó.ð Dagskrá keppninnar í Þýskalandi hefst miðvikudaginn 6. júní en sjálf keppnin fer fram föstudaginn 8. júní og laugardaginn 9. júní. Rúmlega 60 lið taka þátt í mótinu. Liðin koma allsstaðar að úr heiminum t.d. frá Ástralíu, Brasilíu, Egyptalandi, Japan, Kína og Singapore svo eitthvað sé nefnt. Nánari upplýsingar um keppnina í Þýskalandi er að finna á vefsíðunni www.fllopen.de. Einnig má benda á bloggsíðu Hornsílanna á slóðinni theglaciers.blogspot.com en þar blogga krakkarnir um framgang mála bæði á ensku og íslensku. Eystrahorn óskar krökkunum góðrar ferðar og góðs gengis í mótinu.
Næstu leikir
Plöntuskiptidagur Garðyrkjufélags Hornafjarðar
• 1. deild kvenna ÍR - Sindri föstudaginn 1. júní kl. 20:00 í Rvk
verður haldinn á miðbæjarsvæðinu bakvið Sparisjóðinn laugardaginn 9. júní kl. 12:00 -14:00 Þetta er kjörið tæki færi til að skipta á plöntum sem þú átt nóg af í staðinn fyrir eitthvað spennandi sem annar þarf að losna við. Félagar skiptast á plöntu gegn plöntu og eru hvattir til að mæta með plönturnar í góðum ílátum frekar en í pokum og vel merktar. Allir velkomnir
• 4. flokkur kvenna Sindravellir föstudaginn 1. júní kl 18:00 • Sindri - Grótta • 3. deild karla Sindravellir laugardagur 2. júní kl 16:00 • Sindri - Léttir • 3 flokkur karla Sindravellir laugardagur 2. júní kl. 18:00 • Sindri - Afturelding
markhonnun.is
Eystrahorn
Tilboðin gilda 31. MAÍ - 3. JÚNÍ
Fimmtudagur 31. maí 2012
7
LAMBALÆRI FROSIÐ Kræsingar & kostakjör
1.198 ÁÐUR 1.498 KR/KG
SUMARLEGAR STEIKUR GRÍSALUND
NAUTAGRILLSTEIK
NAUTAKOTELETTUR
USA
M/HVÍTLAUK OG RÓSAPIPAR
FERSK
30% A
FSLÁTTUR
VERÐ NÚ
1.949
VERÐ NÚ
2.099
ÁÐUR 2.598 KR/KG
ÁÐUR 2.998 KR/KG
CROISSANT M/SKINKU OG OSTI BAKAÐ Á STAÐNUM
KJÚKLINGAVÆNGIR HVÍTLAUKS - GRILL
40%
NÝBAKAÐ TILBOÐ
TTUR
50% AFSLÁ VERÐ NÚ
115
ÁÐUR 229 KR/STK
1.386 ÁÐUR 1.898 KR/KG
ANANAS FERSKUR
AFSLÁ
TTUR
TTUR
50% AFSLÁ
VERÐ NÚ
VERÐ NÚ
299
149
ÁÐUR 498 KR/KG
ÁVÖXTUR VIKUNNAR
VERÐ NÚ
ÁÐUR 298 KR/KG
www.netto.is | Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
Skinney Ăžinganes hf / Krossey / S 470 8100 / Fax 470 8101 / sth@sth.is