Eystrahorn 22. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 31. maí 2012

22. tbl. 30. árgangur

Til hamingju með sjómannadaginn Góður fundur í Nýheimum um mannlífsþátt RÚV Síðasta föstudag var haldinn kynningarfundur um fyrirhugaðan mannlífsþátt sem Ríkissjónvarpið stefnir á að taka upp 15.-16. júní n.k. Megin inntak og hugmynd að verkefninu er að gera grein fyrir umbreytingu á ákveðnu svæði, kynnast því sem er að gerast innan þess og um leið kynna mann- og menningarlíf þess samfélags sem tekur þátt í verkefninu. RÚV hefur fjóra hönnuði á sýnum snærum sem koma að hugmyndavinnu fyrir svæðið og leggja einnig til hugmyndir fyrir áhugasama innan þess. Fundurinn var ágætlega sóttur og mættu um 30 manns á fundinn. Haukur Ingi Einarsson gerði grein fyrir aðdraganda verkefnisins og helstu verkþáttum sem snúa að sveitarfélaginu. Þeir eru einna helst málun þriggja lykilmannvirkja á Heppunni ( Gamlabúð, Graðaloftið og Mikligarður. ) Búa til tímabundið einstefnugötu frá steinasafninu að Pakkhúsinu og verður það gert með því að bæta trjágróðri í götuna o.fl. Afmarka göngusvæði frá akandi umferð meðfram Miklagarði, gera klöpp sýnilega milli Graðalofts og Pakkhúss. Einnig að útbúa sölubása þar sem smáframleiðendur matvæla og hannyrðafólk geta kynnt og selt vörur sýnar. Básarnir eru síðan nothæfir ef söluaðilar vilja við önnur tækifæri svo sem við Humarhátíð, unglingalandsmót, fjórðungsmót hestamanna með viðkomu skemmtiferðaskipa til Hafnar o.fl. Næst kynnti Dagný Bjarnadóttir og Örn Smári hugmyndir hönnunarhópsins að ýmsum

Heppan og Hafnarvíkin munu taka miklum breytingum á næstunni.

útfærslum á svæðinu, m.a. hvar hægt væri að koma fyrir sölubásum, gera útisvæði fyrir gangandi gesti, hönnun umbúða sem hægt væri að nýta sem söluvöru undir matvæli, logo fyrir Hafnarvík – Heppu o.fl skemmtilegt. Að lokum sköpuðust skemmtilegar umræður og fólk kom sínum hugmyndum á framfæri t.d. kom hugmynd um að útbúa kræsingar úr humarklóm og fella inn í söluumbúðir sem

hönnuðir voru búnir að gera drög að og rætt var um heiti og útlit logos o.fl. Fasbókarsíða verður stofnuð utan um verkefnið á næstu dögum þar sem íbúar geta komið með hugmyndir, skráð þátttöku o.fl. Nú vinna hönnuðir áfram að hugmyndavinnu og er stefnt að því að halda annan kynningarfund í næstu viku eða föstudaginn 8. júní kl. 12:00 í Nýheimum.

22 dagar í Humarhátíð á Höfn


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.