Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 6. júní 2013
22. tbl. 31. árgangur
Sjómenn heiðraðir miklar breytingar á mínum sjómannsferli og aðbúnaður og aðstaða sjómanna gjörbreyst á þessum tíma.“ Jón er kvæntur Elínu Kristjönu Þorvaldsdóttur og eiga þau tvö börn Sveinbjörgu Hafdal, hennar maki er Þorvarður Helgason og Þorvald Hafdal, kvæntur Ingu Guðrúnu Arnþórsdóttur. Barnabörnin eru þrjú. „Að lokum langar mig að hafa eftir vísu sem tengdamóðir mín, Sveinbjörg Eiríksdóttir, orti um mig.” Árin hafa liðið svo undarlega fljótt einkum þegar litið er til baka. Í stórsjó hefur staðið við stýrið marga nótt og stjórnað svo að engan mætti saka.
Reynir Örn Ólason
Reynir Örn Ólason og Jón Hafdal.
Á sjómannadaginn voru fyrrverandi sjómenn heiðraðir fyrir langan og farsælan sjómannsferil á Hornafirði. Að þessu sinni voru heiðraðir þeir Jón Hafdal skipstjóri og útgerðamaður og Reynir Örn Ólason. Í samtali við blaðið höfðu sögðu þeir þetta um sjómannsferilinn;
Jón Hafdal „Ég byrjaði að róa á trillu með fósturföður mínum níu ára gamall á sumrin og átti aflann
sem ég dró. Ég var kokkur á Sævaldi SF sumarið 1965 og átti óslitinn sjómannsferil að undanskyldu Stýrimannanámi (1982-3) og kom í land 2006. Árið 1986 var viðburðarríkt að því leyti að þá var gömlu Hafnareynni sökkt í janúar í Hornafjarðarhöfn þegar togarinn Þórhallur Daníelsson bilaði og bakkaði á bátinn og sökkti henni og togarinn sökk sömuleiðis. Ný Hafnarey var keypt frá Svíþjóð um vorið og var mikið happafley meðan við gerðum hana út. Jú, það voru
„Mér gekk yfirleitt mjög vel á mínum sjómannsferli og á seinni hluta ferilsins var ég á góðum skipum og með góðum skipstjórum og áhöfnum. Það er margt sem er minnisstætt en stundum má satt kyrrt liggja. Siglingarnar frá Englandi og heim gátu oft verið ansi leiðinlegar, sérstaklega í slæmum veðrum og þá var gott að koma heim. Já, breytingarnar, þær voru miklar. Þó held ég að mesta breytingin hafi verið þegar ég fór á yfirbyggt skip og vera að vinna úti á sjó svo gott sem inni. Í minningunni var nánast alltaf gaman nema helst á reknetum enda var ég með frábærum mannskap og alltaf heppinn.“ Eiginkona Reynis er Jóhanna Stígsdóttir og þið eigið tvo syni Séra Gunnar Stíg, kona hans er Fríður Hilda Hafsteinsdóttir og Gísla Örn lögfræðing, sambýliskona hans er Helen Halldórsdóttir.
Isavia styrkir Björgunarfélag Hornafjarðar til bílakaupa Björgunarfélagi Hornafjarðar var boðið til móttöku á Hornfjarðarflugvelli 30. maí síðastliðinn, þar sem formleg afhending fór fram á 1,4 milljóna styrk sem félagið fékk úr styrktarsjóði Isavia til bílakaupa. Við tækifærið sýndi Björgunarfélagið starfsfólki Hornafjarðarflugvallar, forstjóra Isavia og stjórn bílinn og búnað hans. Bíllinn mun nýtast Björgunarfélaginu mjög vel og auka getu þess til að takast á við krefjandi verkefni. Styrktarsjóður Isavia var stofnaður árið 2011 með það fyrir augum að efla hópslysaviðbúnað björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Sérstök
áhersla hefur verið lögð á að styrkja sveitir nærri áætlunarflugvöllum Isavia til kaupa á tækjum og búnaði eða til þess að efla menntun og þjálfun björgunarsveitarmanna. Úthlutun úr Styrktarsjóði Isavia fer fram árlega og nam
úthlutun á nýliðnu ári 12 milljónum króna til 18 björgunarsveita. Á þessu ári hefur verið tilkynnt um ráðstöfun á átta milljónum til 23 björgunarsveita. Upphaflega átti verkefnið að vera til þriggja ára en hefur nú verið framlengt um tvö ár og áherslan útvíkkuð með víðtækari skírskotun m.a. með hliðsjón af vinsælum ferðamannastöðum. Þá verður horft til þess að úthlutanir taki mið af heildstæðu mati á hópslysaviðbúnaði mismunandi svæða, sem og fjölþættu notagildi búnaðarins. Með þessu vill Isavia hjálpa björgunarsveitum að takast á við aukið álag sem fylgir auknum straumi ferðamanna til landsins.
Næsta blað fer í dreifingu föstudaginn 14. júní