Eystrahorn 22. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 6. júní 2013

22. tbl. 31. árgangur

Sjómenn heiðraðir miklar breytingar á mínum sjómannsferli og aðbúnaður og aðstaða sjómanna gjörbreyst á þessum tíma.“ Jón er kvæntur Elínu Kristjönu Þorvaldsdóttur og eiga þau tvö börn Sveinbjörgu Hafdal, hennar maki er Þorvarður Helgason og Þorvald Hafdal, kvæntur Ingu Guðrúnu Arnþórsdóttur. Barnabörnin eru þrjú. „Að lokum langar mig að hafa eftir vísu sem tengdamóðir mín, Sveinbjörg Eiríksdóttir, orti um mig.” Árin hafa liðið svo undarlega fljótt einkum þegar litið er til baka. Í stórsjó hefur staðið við stýrið marga nótt og stjórnað svo að engan mætti saka.

Reynir Örn Ólason

Reynir Örn Ólason og Jón Hafdal.

Á sjómannadaginn voru fyrrverandi sjómenn heiðraðir fyrir langan og farsælan sjómannsferil á Hornafirði. Að þessu sinni voru heiðraðir þeir Jón Hafdal skipstjóri og útgerðamaður og Reynir Örn Ólason. Í samtali við blaðið höfðu sögðu þeir þetta um sjómannsferilinn;

Jón Hafdal „Ég byrjaði að róa á trillu með fósturföður mínum níu ára gamall á sumrin og átti aflann

sem ég dró. Ég var kokkur á Sævaldi SF sumarið 1965 og átti óslitinn sjómannsferil að undanskyldu Stýrimannanámi (1982-3) og kom í land 2006. Árið 1986 var viðburðarríkt að því leyti að þá var gömlu Hafnareynni sökkt í janúar í Hornafjarðarhöfn þegar togarinn Þórhallur Daníelsson bilaði og bakkaði á bátinn og sökkti henni og togarinn sökk sömuleiðis. Ný Hafnarey var keypt frá Svíþjóð um vorið og var mikið happafley meðan við gerðum hana út. Jú, það voru

„Mér gekk yfirleitt mjög vel á mínum sjómannsferli og á seinni hluta ferilsins var ég á góðum skipum og með góðum skipstjórum og áhöfnum. Það er margt sem er minnisstætt en stundum má satt kyrrt liggja. Siglingarnar frá Englandi og heim gátu oft verið ansi leiðinlegar, sérstaklega í slæmum veðrum og þá var gott að koma heim. Já, breytingarnar, þær voru miklar. Þó held ég að mesta breytingin hafi verið þegar ég fór á yfirbyggt skip og vera að vinna úti á sjó svo gott sem inni. Í minningunni var nánast alltaf gaman nema helst á reknetum enda var ég með frábærum mannskap og alltaf heppinn.“ Eiginkona Reynis er Jóhanna Stígsdóttir og þið eigið tvo syni Séra Gunnar Stíg, kona hans er Fríður Hilda Hafsteinsdóttir og Gísla Örn lögfræðing, sambýliskona hans er Helen Halldórsdóttir.

Isavia styrkir Björgunarfélag Hornafjarðar til bílakaupa Björgunarfélagi Hornafjarðar var boðið til móttöku á Hornfjarðarflugvelli 30. maí síðastliðinn, þar sem formleg afhending fór fram á 1,4 milljóna styrk sem félagið fékk úr styrktarsjóði Isavia til bílakaupa. Við tækifærið sýndi Björgunarfélagið starfsfólki Hornafjarðarflugvallar, forstjóra Isavia og stjórn bílinn og búnað hans. Bíllinn mun nýtast Björgunarfélaginu mjög vel og auka getu þess til að takast á við krefjandi verkefni. Styrktarsjóður Isavia var stofnaður árið 2011 með það fyrir augum að efla hópslysaviðbúnað björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Sérstök

áhersla hefur verið lögð á að styrkja sveitir nærri áætlunarflugvöllum Isavia til kaupa á tækjum og búnaði eða til þess að efla menntun og þjálfun björgunarsveitarmanna. Úthlutun úr Styrktarsjóði Isavia fer fram árlega og nam

úthlutun á nýliðnu ári 12 milljónum króna til 18 björgunarsveita. Á þessu ári hefur verið tilkynnt um ráðstöfun á átta milljónum til 23 björgunarsveita. Upphaflega átti verkefnið að vera til þriggja ára en hefur nú verið framlengt um tvö ár og áherslan útvíkkuð með víðtækari skírskotun m.a. með hliðsjón af vinsælum ferðamannastöðum. Þá verður horft til þess að úthlutanir taki mið af heildstæðu mati á hópslysaviðbúnaði mismunandi svæða, sem og fjölþættu notagildi búnaðarins. Með þessu vill Isavia hjálpa björgunarsveitum að takast á við aukið álag sem fylgir auknum straumi ferðamanna til landsins.

Næsta blað fer í dreifingu föstudaginn 14. júní


2

Fimmtudagur 6. júní 2013

Næstu heimaleikir

Kaþólska kirkjan

Sunnudaginn 9. júní Börnin hittast kl. 11:00 Sunnudagsmessa kl. 12:00 Allir velkomnir

Tilkynning frá Sundlaug Hafnar Starfsfólk sundlaugarinnar gleðst með þeim börnum sem fædd eru árið 2003 þar sem þeim er nú heimilt að koma ein í sund frá og með 1. júní 2013. En allri gleði fylgir einhver alvara og viljum við að gefnu tilefni minna á reglur sundstaða en þar segir: Börnum yngri en 10 ára er óheimill aðgangur að sund-og baðstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. EKKI skal leyfa viðkomandi að hafa fleiri en tvö börn með sér, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna.

Sund, vatn og vellíðan Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Hornafjarðar

Stafafellskirkja

Sunnudaginn 9. júní Messa kl. 11:00 – ferming Prestarnir

Eystrahorn

• Miðvikudaginn 5. júní kl. 17:00 Sindri - Fjarðabyggð/Leiknir 4. fl. kv. • Laugardaginn 8. júní kl. 14:00 Sindri - Grótta í 2. d. ka. • Sunnudagur 9. júní kl. 10:00 Sindri - KA 5 fl. kv. • Sunnudagur 10. júní kl. 12:00 Sindri - KA 5. fl. ka.

Unglingadómaranámskeið í knattspyrnu Námskeiðið verður miðvikudaginn 10. júní kl. 19:00 - 21:00 í Nýheimum. Leiðbeinandi er dómarastjóri KSÍ, Magnús Már Jónsson. Ekkert námskeiðsgjald og skráning er hjá Valdimari í síma 868-6865.

Breytingar á húsnæðiskerfi sveitarfélagsins Vegna mikilla eftirspurnar íbúða og verðbreytinga á húsaleigumarkaði á Höfn hefur sveitarfélagið brugðist við þessari breytingu með því að breyta rekstri húsnæðiskerfis sveitarfélagsins. Breytingin verður til að tryggja enn betur stoðir húsnæðiskerfisins og til að jafna stöðu leigutaka. Samþykkt var að hækka leiguverð á íbúðum til að færa að markaðsverði fyrir almenna leigutaka. Einnig hefur verið samþykkt að taka upp sérstakar húsaleigubætur sem leiðrétta um leið leiguverð til þeirra sem eiga rétt á því. Bæjarráð Hornafjarðar samþykkti á fundi þann 15. apríl s.l. að leiðrétta og samræma leiguverð íbúða sveitarfélagsins við leiguverð á almennum markaði. Öllum leigusamningum hefur verið sagt upp og núverandi leigjendum boðin forleiga á sínum íbúðum eins og segir í húsaleigulögum nr. 36/1994. Allir sem búa í leiguíbúðum sveitarfélagsins geta því sótt aftur um íbúðirnar sem þeir búa í með fyrrnefndum breytingum. Samhliða leiðréttingu leiguverðs verða teknar upp sérstakar húsaleigubætur sem verða greiddar út samkvæmt reglum þar um. Íbúar þurfa að kynna sér þær reglur á heimasíðu bæjarins eða hjá starfsfólki félagsþjónustunnar. Þessar breytingar eru gerðar til að jafnræði gildi meðal þeirra sem eru á almennum leigumarkaði og leigja íbúðir sveitarfélagsins. Uppsögn leigusamninga og reglur um sérstakar húsaleigubætur taka gildi um næstu áramót.

Frá Ferðafélagi Austur-Skaftfellinga Vinnuferð í Kollumúla helgina 15. - 17. júní

Þrif á skála og standsetning fyrir sumarið. Allir velkomnir. Skráning og nánari upplýsingar hjá Möggu í síma 868-7624 og Jóni í síma 8481958.

Símaferð - Útkallsferð

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Okkur vantar 8 – 10 manns til að aðstoða við uppsetningu símamasturs og vindrafstöðvar inn á Kjarrdalsheiði þegar fært verður. Nánari upplýsingar og skráning hjá Möggu í síma 868-7624 og Jóni í síma 848-1958.

Borgarfjörður eystri

Helgarferð í Borgarfjörð eystri helgina 19. – 21. júlí. Nánari upplýsingar og skráning hjá Möggu í síma 868-7624 eða á mallih@simnet.is. Endilega farið að skrá ykkur. Allir velkomnir!

Minnum á Gönguvikan “Ekki lúra of lengi” 6. - 10. júní. Sjá nánar í auglýsingu í síðasta Eystrahorni og á heimasíðunni. Einnig viljum við minna félagsmenn á að árbókin er komin út. Greiða má inn á reikning félagsins nr. 1147-26-6000, kennitala 490295-2169. Gíróseðlar verða sendir út 1.júlí.


Menningarmiðstöð Hornafjarðar Viðburðir í júní 2013

Eystrahorn

Umhverfisviðurkenning Sveitarfélagið óskar eftir tillögum um umhverfisviðurkenningu 2013 frá íbúum sveitarfélagsins.

Dagskrá sjómannadagsins . Forsala aðgöngumiða á sjómannahátíð er 29. og 30. maí kl 17 – 21:00 á Víkinni.

Laugardagurinn 1. júní

JÚNÍ

Viðurkenningar eru veittar í þremur flokkum og þurfa þeir aðilar sem tilnefndir eru að skara framúr eða vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Flokkarnir eru: • Garðar/lóðir í þéttbýli • Lögbýli • Fyrirtæki eða stofnun /lóðir

1. júní

Tekið er við tilnefningum á netfangið runars@hornafjordur.is

Tilnefningar þurfa að berast fyrir 18. júní.

Sjómannadagurinn 2. júní

JÚNÍ

Viðurkenningar verða afhentar á Humarhátíð 28.-30. júní.

12:30 – Sigling báta (ef veður leyfir) Þórir, Skinney, Hvanney og Sigurður Ólafsson 13:00 – Kaffisala Kvennakórsins í matsal Skinney Þinganes, verð 1500 kr. og 500 fyrir börn. 13:30 Kappróður, bryggjuleikir, flekahlaup, koddaslagur, fiskasýning á bryggju og fl. 19:00. Sjómannadansleikur. Rokkabillibandið leika fyrir dansi. Húsið opnar kl 19:00 og borðhald hefst kl 20:00. Miðaverð er 9.500 kr. Selt verður á ballið eftir kl 23:30 í anddyri og miðaverð er 2.500 kr.

Umhverfis-og skipulagsnefnd Hornafjarðar

14:00 – Sjómannamessa , prestur séra Gunnar Stígur, hugvekja Helga Vala. Blómsveigur lagður að minningarreit sjómanna. 15:00 – Hátíðardagskrá á hóteltúni. Ávarp í tilefni dagsins - Lena Hrönn Marteinsdóttir. Sjómenn heiðraðir. Björgunarsveitin vígir nýjan bát. Leikir. Kara mellukast. Sjómannadagsráð 2013. Áhöfnin á Þóri SF 77.

1. júní

Vöruhúsið ætlar að gera sér glaðan dag og vera með kynningu á stafsemi hússins sem tengist listum, tómstundum og verkgreinum klukkan 15:30. Allir velkomnir.

JÚNÍ

3. júní

Bifreiðaskoðun á Höfn 18., 19. og 20. júní Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 14. júní. Næsta skoðun 15., 16. og 17. júlí.

Sumaropnun Bókasafnsins í Nýheimum tekur gildi þann 3. júní. Þá verður opið alla virka daga frá klukkan 10:00 til 16:00 og lokað um helgar.

4. júní

Kvennakór Hornafjarðar verður með tónleikar í Árbæjarkirkju þann 4. júní klukkan 20:00. Á efnisskránni er fjölbreytt tónlist við allra hæfi. Verð er 1500 krónur.

6. 13. 20. og 27. júní

Hirðingjarnir, nytjamarkaður í verslun Steingríms, er opinn alla fimmtudaga frá kl 16:30 til 18:30. Allur ágóði rennur í góð málefni í heimabyggð.

6. til 10. júní og 15. til 17. júní

Þegar vel er skoðað

EKKI LÚRA OF LENGI – gönguvika Ferðafélags Austur -

Skaftfellinga 6 – 10. júní. Allar upplýsingar um ferðir veitir Ragna í síma 6625074. Upplýsingar á næstu síðu


JÚNÍ

7. júní – Steinbítsganga Grasgiljatindur – kvöld og næturferð (3 skór). Brottför frá Höfn kl 17:00. 8. júní – Flyðruganga. Undirheimar Þvottárskriðna (2 skór). Brottför frá Höfn auglýst síðar. 8. júní – Grálúðuganga. Bæjardalur – Starmýradalur (3 skór). Brottför frá Höfn kl 10:00. 9. júní – Keiluganga. Bergárdalur – Þorkelsskarð – Endalausidalur (2 skór). Brottför frá Höfn kl 11:00. 10. Júní – Saltfisksganga. Stafafell – Hvannagil (2 skór). Grill og gönguvikulok. Brottför frá Höfn kl 14:00. 15. til 17. júní Vinnu og skemmtiferð í Kollumúla. Skálinn opnaður og þrifinn, ásamt gönguferðum og skemmtilegheitum. Skrá þarf í ferðina.

Eystrahorn

Kortlagning haftengdrar starfsemi á Höfn

8. júní

Rauða Kross búðin við Víkurbraut er opin frá kl 12:30 til 15:30 laugardaginn 8. júní og er svo farin í sumarfrí.

JÚNÍ

11. 18. og 25. júní

Barnastarf Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar í júní 11. júní: Fyrsta ferð sumarsins er fuglaskoðunarferð um Óslandið með Bjössa Arnarsyni. Hittumst við Nýheima kl 13:00. Nesti og föt eftir veðri. 18. Júní: Lúruveði um Hornafjörðinn með Gísla Karli og Bjössa Arnarsyni. Hittumst við smábátabryggjuna kl 13:00 og nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri og aðstæðum. 25. júní: Plöntuskoðunarferð um Hornafjörð með Rannveigu Einarsdóttir og Bryndísi Hólmarsdóttir. Hittumst við Nýheima kl 13:00. Nesti og föt eftir veðri. Athugið að aldurstakmarkið í Barnastarfsferðir er 7 ára og verð fyrir ferð er 500 krónur.

JÚNÍ

17. júní

Þjóðhátíðardegi Íslendinga fagnað á Hóteltúni klukkan 14:00. skrúðganga frá N1 klukkan 13:30. Ávarp fjallkonu, hátíðarræða, ræða nýstúdents, söngur, leiktæki og hestar fyrir börnin.

27. til 30. júní

Útivistaferð ferðafélagsins í Lónsöræfi með jóga og prjónaívafi. Verð fyrir félagsmenn er 63.000 kr. en 68 fyrir aðra. Innifalið er fararstjórn og jógakennsla (Hulda Laxdal). Akstur frá Höfn, gisting og matur. Skráning í ferð fer fram hjá Huldu í síma 8644952 eða á netfangið hulda@hornafjordur.is

Vikuna 24.-28. júní mun Íslenski sjávarklasinn senda hóp starfsmanna til Hafnar til að taka viðtöl við forsvarsmenn fyrirtækja á svæðinu. Markmið heimsóknarinnar er að kynnast sem flestum fyrirtækjum og sjá þannig sérstöðu hvers og eins fyrirtækis og koma auga á mögulega samstarfsfleti milli fyrirtækja, bæði innan Hafnar og annars staðar á landinu. Mikill áhugi er fyrir verkefninu og bókanir funda eru nú í fullum gangi. Þeir sem vilja taka þátt og eru áhugasamir um þetta verkefni geta haft samband við verkefnastjóra Sjávarklasans, þær Brynju Halldórsdóttur og Sögu Huld Helgadóttur í gegnum brynja@sjavarklasinn.is og sagahuld@sjavarklasinn.is. Íslenski sjávarklasinn er samstarfsverkefni fjölmargra fyrirtækja í haftengdri starfsemi hérlendis. Markmið Sjávarklasans er að tengja saman fyrirtæki í haftengdri starfsemi, auka meðvitund um mikilvægi hafsins í íslenskum efnahag og auka þekkingu á greininni. Eitt af verkefnum Sjávarklasans er kortlagning allrar haftengdar starfsemi á Íslandi í þeim tilgangi að meta umfang sjávarklasans á Íslandi, tengja saman fyrirtæki í haftengdri starfsemi og auka verðmæti íslenskra afurða. Nú þegar hefur öll haftengd starfsemi á Suðurnesjum verið kortlögð, sem leiddi m.a. af sér fullvinnsluverksmiðjuna Codland. Því er vilji fyrir áframhaldandi kortlagningu og er næsti áfangastaður Höfn í Hornafirði. Klasar hafa verið skilgreindir sem landfræðileg þyrping fyrirtækja, birgja, þjónustuaðila og stofnana á ákveðnu sviði sem eru í samkeppni, en eiga þó sameiginlega hagsmuni og stuðningsnet. Samstarf á vettvangi klasa felst í að leiða saman ólíka aðila innan hans eins og t.d. fyrirtæki, opinbera aðila, menntastofnanir og fjármálastofnanir. Þannig er hvatt til samstarfs án þess að draga úr virkri samkeppni og mynda þannig heild sem er aflmeiri en ef hvert fyrirtæki er að vinna eitt og sér að framgangi sinna verkefna. Samvinna ólíkra aðila getur verið formbundin eða laustengd. Þessi samvinna getur leitt til þess að þekking og færni sé miðlað og við það eykst nýsköpun, framleiðni batnar og samkeppnishæfni þeirra er taka þátt í samstarfinu.

28. – 29. júní

Humarhátíð á Hornafirði verður haldin dagana 28. – 29. júní. Skrúðgöngur, markaðir, humar, handverk, hönnun og skemmtanir víðsvegar um bæinn. Dagskráin fer í öll hús og nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á www.humar.is og á http://www.facebook.com/hummihumar

Umboðsaðili


Eystrahorn

Fimmtudagur 6. júní 2013

5

Þekkingarsetrið Nýheimar stofnað á Höfn í Hornafirði:

„Góður áfangi“ -segir bæjarstjórinn á Höfn

Þekkingarsetrið Nýheimar á Höfn í Hornafirði var formlega stofnað sl. föstudag, 31. maí. Helstu markmið hins nýja þekkingarseturs eru að efla samstarf stofnana og fyrirtækja í Nýheimum með sérstaka áherslu á menntun, menningu, rannsóknir og nýsköpun. Einnig að stuðla að aukinni virkni einstaklinga, atvinnulífs, stofnana og opinberra aðila með það að leiðarljósi að örva nýsköpun, fjölga störfum og auka lífsgæði á Suðausturlandi. „Þetta er góður áfangi,“ segir Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði. „Með þessu aukum við slagkraftinn í starfi okkar við að auka fjölbreytni í atvinnumálum og að bæta lífsgæði íbúa í víðum skilningi. Það að Nýheimar fái kennitölu gerir stofnunum innan hússins auðveldara um vik að sækja sameiginlega fram gagnvart hinu opinbera og auðveldar með fjármögnun á verkefnum úr ýmsum nýsköpunar- og rannsóknasjóðum.“ Starfsemi hófst í Nýheimum árið 2002 og þar hefur verið óformlegt en öflugt samstarf á milli þeirra stofnana sem þar hafa aðsetur.

Stjórn Þekkingarsetursins Nýheima. Ljósmynd: Sigurður Mar Halldórsson.

Á tíu ára afmæli Nýheima haustið 2012 var ritað undir viljayfirlýsingu milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og aðila innan Nýheima um eflingu Nýheima næstu tíu árin. Fyrsta skrefið í þeirri vinnu var að setja á laggirnar formlega starfsemi undir merkjum Nýheima. Stofnaðilar Þekkingarsetursins

Kvennahlaup ÍSÍ

Nýheima eru Skólaskrifstofa Hornafjarðar, Háskóli Íslands, Framhaldsskólinn í AusturSkaftafellssýslu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ríki Vatnajökuls ehf., Náttúrustofa Suðausturlands, Matís, Menningarmiðstöð Hornafjarðar og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.

Í þriðja sæti á Bretlandi

Einn stærsti íþróttaviðburður ársins

Laugardaginn 8. júní fer hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram. Að venju verður hlaupið frá sundlaug Hafnar. Boðið er upp á þrjár vegalengdir, 3 km, 5 km og 10 km. Þátttökugjald er 1500- kr. fyrir 13 ára og eldri en 1000- kr. fyrir 12 ára og yngri. Innifalið er bolur, drykkur, glaðningur frá Nivea og að sjálfsögðu frítt í sund á eftir. Forsala á bolum og skráning er í Sindrahúsinu að Hafnarbraut 25 og frá kl. 10:00 til 11:00 í sundlauginni á laugardaginn. Slagorð Kvennahlaupsins í ár er „Hreyfum okkur saman“ í tilefni af samstarfi Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ við styrktarfélagið Göngum saman.

Skotpróf

Skotfélag Hornafjarðar stendur fyrir skotprófum fyrir veiðimenn hreindýra 2013. Próf verða haldin miðvikudaginn 12. júní eftir kl. 17:00. Þeir sem eiga eftir að taka prófið geta haft samband við Einar í síma 777 0331 til að fá úthlutuðum tíma.

Lilja Björg Jónsdóttir tók þátt í keppninni Sterkasta kona Bretlands og tók þriðja sætið. Í viðtali við Fréttablaðið segist hún vera "í skýjunum" en hún keppti í flokki mínus 75 kg. Heiti keppninnar er Britain´s International Most Powerful Woman. Lilja hefur tekið á því í vetur, hún keppti í sterkustu konu landsins og var þar í öðru sæti. Hún æfir stíft bæði ein og í Sporthöllinni þar sem hún hefur starfað í vetur. Framundan hjá Lilju er þátttaka í Sterkustu konu heims í október sem verður einnig haldin í Skotlandi. Þar telur hún sig eiga góða möguleika. Lilja Björg þakkar þeim sem studdu hana og þá sérstaklega eiginmanni sínum. En ýmis fyrirtæki hafa einnig stutt við bakið á henni.

Sumarönn í fimleikum

Boðið verður upp á sumarönn hjá fimleikadeild Sindra fyrir 11 ára og eldri vegna Unglingalandsmótsins í sumar. Tveir tímar verða í viku í íþróttahúsinu fyrir eldri og yngri hóp. Þjálfari er Ragnar Magnús Þorsteinsson. Æfingar byrja 10. júní og eru þátttakendur beðnir að skrá sig og fá nánari upplýsingar hjá Huldu í síma 690-5770. Einnig er hægt að senda tölvupóst á lukkasvans@gmail.com. Með von um góða þátttöku • Fimleikadeild Sindra


6

Fimmtudagur 6. júní 2013

Félagsmót Hornfirðings 2013

Sparisjóðsmótið

Félagsmót Hornfirðings og úrtaka fyrir FM2013 verða haldin að Fornustekkum helgina 8. - 9. júní. Dagskrá hefst kl. 14:00 á laugardeginum og er keppt í eftirfarandi flokkum í réttri röð: • Ungmennaflokkur • Unglingaflokkur • Barnaflokkur • B-flokkur • A-flokkur • Tölt Að vanda verður farið ríðandi í Skógey um kvöldið að móti loknu, eftir að menn hafa snætt dýrindis súpu í Stekkhól, eða um kl. 20:00 Á sunnudeginum hefst dagskrá kl. 13:00 og verða dagskrárliðir eftirfarandi: • Mótið sett • Pollaflokkur • Ungmennaflokkur • Unglingaflokkur • Barnaflokkur • B-flokkur • A-flokkur • Tölt • Unghross (ATH. það verður að senda netfang á tobbagunn@gmail.com) • 100 m fljúgandi skeið • 300 m stökk Skráningar eru á vefsíðunni: sportfengur.com (Nánari leiðbeiningar á Facebook/Hestamannafélagið). Skráningagjald er kr. 3000,- en frítt fyrir keppendur í barna- og pollaflokki. Ath. greiða verður skráningargjald og senda kvittun á netfang: tobbagunn@gmail.com svo skráning verði gild. Skráningarfrestur rennur út 6. júní. kl. 16:00. Til þess að geta tekið þátt í móti þessu þurfa menn að vera búnir að borga félagsgjöldin.

Hádegisfundur um framtíð áætlunarflugs til Hafnar Miðvikudaginn 12. júní kl. 12:00 í Nýheimum

Frekari upplýsingar á www.hornafjordur.is

Eystrahorn

9,6 milljónir í verkefni á Hornafirði Í apríl síðastliðnum auglýstu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Um var að ræða fjármuni til styrkveitinga úr Vaxtarsamningi Suðurlands, Sóknaráætlun Suðurlands og fjármagn sameiginlegum sjóðum sveitarfélaganna sem áður var úthlutað af Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands. Þessar styrkveitingar hafa nú verið sameinaðar hjá SASS með sameiginlegum úthlutunum tvisvar á ári. Á stjórnarfundum SASS og Vaxtarsamnings Suðurlands, sem haldnir voru á dögunum, var ákvarðað um styrkveitingar fyrri hluta þessa árs. SASS bárust alls 89 umsóknir að þessu sinni og hafa þær aldrei verið fleiri á þessu sviði. Samþykkt var að veita 28 verkefnum styrk að upphæð samtals 31.450.000, kr. • Uppbygging innviða og markaðssókn perlumölsverksmiðjunnar á Stokksnesi - Litlahorn ehf. - 3.500.000 • Markaðssókn á humarsoði til Danmerkur - Mathúsið ehf. 2.000.000 • Markaðssókn - Millibör ehf. - 1.000.000 • Foodtrail, staðbundin matvæli í héraði - Ríki Vatnajökuls - 600.000 • Markaðssókn leiðsagnar um nýjar gönguleiðir - Iceguide ehf. 500.000 • Markaðssetning heilsutengdrar ferðaþjónustu - Lára Marteinsdóttir - 500.000 • Framleiðsla á repjuolíu til manneldis, vöruþróun og markaðsmál Hjalti Egilsson - 500.000 • Jöklaís, sælgæti úr sveitinni, vöruhönnun og markaðsmál - Jón Kristinn Jónsson og Sigurlaug Gissurardóttir - 450.000 • Reyktar sjávarafurðir - Sólsker ehf. - 300.000 • Vöruþróun á geitaafurðum frá Lækjarhúsum í suðursveit - Laufey Guðmundsdóttir - 300.000 Góð kynning var á styrkveitingunum að þessu sinni og voru meðal annars haldnir 9 kynningarfundir víðsvegar um landshlutann. Greinilegt er að mikil eftirspurn er eftir fé til ýmissa þarfa verkefna til uppbyggingar í atvinnulífi á Suðurlandi. Það er von samtakanna að úthlutanir þessar beri tilætlaðan árangur, um eflingu atvinnulífs, nýsköpunar og fjölgun starfa á Suðurlandi – með tíð og tíma. Stuðningur SASS er þó ekki einvörðungu bundinn við styrkveitingar, því ráðgjöf á vegum SASS stendur öllum til boða. Í sumum tilvikum ráðgjöf sá stuðningur sem skilar mestum árangri. Öllum umsækjendum verður boðið viðtal hjá ráðgjöfum SASS í framhaldi, um stöðu og framtíð þeirra verkefna og um mögulega aðkomu SASS að þeim framfara verkefnum.

Föstudaginn 7. júní kl. 14:00 verður Gamlabúð formlega opnuð með vígslu nýrrar fræðslusýningar Vatnajökulsþjóðgarðs, á 5 ára afmæli þjóðgarðsins. Allir velkomnir!


Eystrahorn

Fimmtudagur 6. júní 2013

7

Gamlabúð opnuð á ný

Föstudaginn 7. júní næstkomandi, á 5 ára afmæli Vatnajökulsþjóðgarðs, verður Gamlabúð formlega opnuð á ný með vígslu nýrrar sýningar. Húsið hefur fengið rækilega andlitslyftingu og nýtt hlutverk, sem gesta-stofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs. Í Gömlubúð munu gestir fá fræðslu um Vatnajökulsþjóðgarð allan, en einkum þó um náttúrufar og sögu suðausturhluta þjóðgarðsins ásamt upplýsingum um þjónustu, gönguleiðir og afþreyingu í næsta nágrenni. Lítil minjagripaverslun er í húsinu. Hið tæplega 150 ára gamla hús á sér merka sögu, þar sem það hefur m.a. verið flutt af grunni sínum þrisvar sinnum. Gamlabúð hét áður Krambúðin, en húsið var upphaflega byggt árið 1864 á Papósi í Lóni, en síðan flutt til Hafnar í Hornafirði 1897. Við flutninginn var húsið tekið niður og svo er sagt að smiðirnir hafi merkt hvern planka jafnharðan og hann var fjarlægður, sem flýtti fyrir uppbyggingunni á Höfn. Flutningur

Gömlubúðar markaði á þeim tíma upphaf Hafnar sem verslunarstaðar og húsið gengdi áfram hlutverki verslunarhúss þar í um 80 ár eða til 1977 að húsið var flutt að Sílavík. Byggðasafn Austur-Skaftafellssýslu var þar síðan til húsa frá 1980 fram til 2012. Nú hefur Gamlabúð enn verið flutt, nánast á sinn gamla stað við Hafnarvík þar sem hún tekur við nýju hlutverki. Húsið er í eigu Sveitarfélagsins Hornafjarðar en Vatnajökulsþjóðgarður leigir það undir starfsemi sína næstu árin. Arkitektastofan Gláma-Kím sá um hönnun húss og innréttinga. Fjölmargir iðnaðarmenn og verktakar komu að endurbyggingunni en yfirverktaki var Þingvað. Í nýrri sýningu í um 150 ára gömlum vistarverum er fjallað um náttúru svæðisins í víðu samhengi, um áhrif Vatnajökuls á landmótun, dýralíf og gróður, en einnig mannlífið sem þrifist hefur milli illfærra jökulfljóta um aldir. Innréttingar, sýningarspjöld og skápar eru með þeim hætti að falla vel að anda hússins og að auðvelt

sé að fjarlægja síðar án þess að skilja eftir sár eða valda skemmdum. Sýningarstjóri og sýningarhönnuður er Þórunn S. Þorgrímsdóttir og í sýningarstjórn eru Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði og Björn Gísli Arnarson, safnvörður á Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Sýningin er unnin í samráði við menningar- og náttúruvísindastofnanir á Höfn og aðra sérfræðinga sem stundað hafa rannsóknir og/eða hafa sérþekkingu á svæðinu. Menningarmiðstöð Hornafjarðar leggur til ýmsa muni, náttúrugripi og ljósmyndir á sýninguna. Vinir Vatnajökuls veittu styrk til sýningagerðarinnar. Margir hafa lagt hönd á plóg, bæði við endurbyggingu hússins sem og vinnu við sýninguna og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. Aðgangur er ókeypis. Gamlabúð verður opin daglega frá kl. 11.0018.00, til 7. júní en eftir það verður opið frá kl 8.00-20.00 út ágúst. Í september verður opið frá kl. 11.00-18.00. Einnig er fyrirhugað að hafa húsið opið allt árið.

,,Boðið heim” í Þórbergssetur og á Hala ,,Að yrkja óreiðu” Endilega skreppið í sveitina, bókmenntir, ferðaþjónusta, veitingar beint frá býli Næstkomandi sunnudag 9. júní verður opin dagskrá í Þórbergssetri tengd bókmenntum, menningarferðaþjónustu og verkefni á vegum Ferðaþjónustu bænda undir heitinu ,,Bændur bjóða heim.” Dagskráin hefst klukkan 14:00 með málþingi í Þórbergssetri. Þrír starfsmenn Þórbergsseturs og Gistiheimilisins á Hala flytja erindi. Það eru þau Berglind Ýr Sveinbjörnsdóttir og Kristján Hannesson sem bæði eru með mastersgráðu í bókmenntafræði og Martina Ceolin frá Ítalíu en hún er master í germönskum fornfræðum og tungumálum ( Germanic Philology ) og er að hefja doktorsnám við Háskóla Íslands næsta haust í. íslenskum miðaldarfræðum (Medieval Icelandic studies) jafnframt því að læra íslensku. Það verður forvitnilegt að heyra hvað þau hafa fram að færa og hvernig þau tengja dvöl og störf á Hala við nám sitt og áhugasvið. Eitt af meginmarkmiðum Þórbergsseturs er að nýta sér og miðla þekkingu fræðimanna til ferðamanna og byggja þannig markvisst upp menningarferðaþjónustu tengda

menningararfi íslensku þjóðarinnar. Dagskráin er afar áhugaverð, en hún tengist námi þeirra undanfarin ár og er eftirfarandi: Að yrkja óreiðu: • Translating Generic Hybrids: the Case of Áns saga Bogsveigs; Martina Ceolin • Innan endimarka sálarinnar: Að skapa persónuleika í bókmenntum; Kristján Hannesson • Skáldveruleikinn: Um lífsspekulasjónir Þórbergs Þórðarsonar; Berglind Ýr Sveinbjörnsdóttir

Kaffiveitingar verða á borðum og síðan er gestum boðið í skoðunarferð í Þórbergssetur, um gistiheimilin á Hala og að fylgjast með endurbyggingu gamla íbúðarhússins á Breiðabólsstað. Nú er verið að gera upp þetta gamla hús og breyta því í tvær íbúðir, sem í byrjun verða leigðar út til ferðamanna. Elsti hluti hússins var byggður árið 1934, yfirsmiður var Lúðvík Magnússon frá Lækjarhúsum og viðbyggingin sem er frá árinu 1954, var teiknuð af Þorsteini Þorsteinssyni frá Reynivöllum, en heimamenn munu að mestu leyti hafa séð um byggingu þeirrar álmu. Yfirsmiður nú er Halldór Guðmundsson frá Lækjarhúsum. Húsið á sér mikla sögu, en Svíinn Hans Ahlmann lýsir því í bók sinni,Ríki Vatnajökuls og segir á svo eftirminnilegan hátt, að ,, honum hafi fundist hann vera kominn að mörkum hins byggilega heims” þegar hann kom suður yfir Steinasand. Allir eru velkomnir á Hala til að njóta bókmenntaumræðu, svala forvitni og anda að sér sumarloftinu í ,,Sveit sólar”, Suðursveitinni. Aðgangur er ókeypis.


LAMBAFILE FERSKT

Kræsingar & kostakjör

3.799 ÁÐUR 4.577 KR/KG

NAUTAFILE

GRÍSAHNAKKSNEIÐAR

KALKÚNASNEIÐAR

LÆRISNEIÐAR

3.499

1.846

1.398

1.884

FERSKT

ÁÐUR 4.429 KR/KG

M/SÍTRÓNUGRASI

BEINLAUSAR, PIPAR/BBQ

ÁÐUR 2.398 KR/KG

ÁÐUR 2.219 KR/KG

SALT & PIPAR

ÁÐUR 2.298 KR/KG

37% AFSLÁTTUR

GRILL GRÍSARIFJABITAR

449 ÁÐUR 598 KR/KG

AGÚRKUR ÍSL. ÚRVALS

PIPAR/HVÍTLAUKS/ BERNAISSÓSUR 270 ML

25% AFSLÁTTUR

HUNANGSTERTA KRISTJÁNS BAKARÍ

699 ÁÐUR 998 KR/STK

EMERGE ORKUDRYKKUR 250 ML

259

COCA COLA DIET 6X330ML

398

ÁÐUR 498 KR/PK

79

75

ÁÐUR 119 KR/STK

ÁÐUR 150 KR/STK

50% AFSLÁTTUR 34% AFSLÁTTUR

PEPSI & PEPSI MAX 33CL DÓSIR

79

ÁÐUR 99 KR/STK

SUNPRIDE SAFI 200ML APPELSÍNU ANANAS/EPLA

47

ÁÐUR 59 KR/STK

30% AFSLÁTTUR

Tilboðin gilda 6.júní - 9.júní Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.