Eystrahorn 22. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 5. júní 2014

22. tbl. 32. árgangur

Spennandi kosningaúrslit Úrslit kosninganna voru spennandi þar sem litlu munaði að þriðji maður á lista sjálfstæðismanna færi inn á kostnað annars manns á lista 3. Framboðsins, aðeins þurftu tvö atkvæði að færast á milli framboðanna. Sömuleiðis var aðeins sjö atkvæða munur á framsóknarlistanum og sjálfstæðilistanum. Þessi niðurstaða ætti ekki að koma á óvart ef skoðaðar eru fyrri kosningar. Kosningaúrslitin árið 2010 voru nokkuð frábrugðin öðrum kosningum og sögulegar en niðurstaðan nú er nánast eins og 2006

Ásgerður Gylfadóttir

Björn Ingi Jónsson

Þórhildur Ásta Magnúsdóttir

Aðal- og varamenn í bæjarstjórn Aðalmenn:

Atkvæði í sæti

Ásgerður Gylfadóttir.....................B................................... 442 Björn Ingi Jónsson....................... D................................... 435 Þórhildur Ásta Magnúsdóttir.......E................................... 292 Kristján Guðnason........................B................................... 221 Lovísa Rósa Bjarnadóttir............. D................................... 218 Gunnhildur Imsland......................B................................... 147 Sæmundur Helgason....................E................................... 146

Varamenn:

Atkvæði í sæti

Ásgrímur Ingólfsson.....................B................................... 111 Páll Róbert Matthíasson.............. D................................... 145 Ragnheiður Hrafnkelsdóttir.........E..................................... 97 Arna Ósk Harðardóttir.................B..................................... 88 Óðinn Eymundsson..................... D................................... 108 Einar Smári Þorsteinsson.............B..................................... 74 Ottó Marvin Gunnarsson.............E..................................... 73

(ótrúlega nálægt hlutföllum) og sýnir svipað munstur og hlutföll og oft hefur verið en þó með undantekningum. Sjálfstæðismenn og 3. Framboðið eru í viðræððum um meirihlutamyndun. Það er ekki alltaf auðvelt að greina hvað hefur áhrif á val kjósenda og verður ekki gert hér. Heldur fyrst og fremst birtar tölulegar upplýsingar. Á kjörskrá voru 1597 kjósendur. Greidd atkvæði voru 1222 sem er 76,52%. Gild atkvæði voru 1169 eða 73,20%, auðir seðlar voru 48 og 5 atkvæðaseðlar ógildir.

Kristján Guðnason

Lovísa Rósa Bjarnadóttir

Gunnhildur Imsland

Sæmundur Helgason

Niðurstöður kosninga 2014 2010 2006 Framsóknarflokkur......... 442 (37,81%) 3..... 588 (48,8%) 4..... 462 (38,8%) 3 Sjálfstæðisflokkur............ 435 (37,21%) 2..... 371 (30,8%) 2..... 429 (36,0%) 2 3. Framboðið.................... 292 (24,98%) 2 Samfylkingin................................................. 179 (14,9%) 1..... 301 (25,3%) 2 Vinstri græn.................................................... 67 (5,6%) 0 Atkvæði (hlutfall) fulltrúar

Kjörsókn í kjördeildum Öræfi........................................................................................................84,38% Suðursveit...............................................................................................85,48% Mýrar.......................................................................................................77,08% Nes...........................................................................................................75,00% Höfn.........................................................................................................76,26% Lón...........................................................................................................57,69%

Tómas Ellert Tómasson ráðinn framkvæmda- og umhverfisstjóri Fyrr í vor var auglýst eftir framkvæmda- og umhverfisstjóra. Eftir ráðningarferli var niðurstaða bæjarráðs að Tómas Ellert Tómasson yrði fyrir valinu. Tómas Ellert er fæddur 1970 og er byggingaverkfræðingur að mennt með MSCE gráðu í burðarþolsverkfræði. Hann hefur stýrt fjölda verkefna fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Tómas Ellert hefur undanfarin þrjú ár starfað sjálfstætt, áður var hann framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Árborgar þar sem hann sá um starfsmannahald og leiðbeindi við lausn ýmissa verkefna. Hann hefur einnig þekkingu á stjórnsýslunni komið að vinnu við umhverfis-og skipulagsmál hjá sveitarfélaginu Árborg og við fjárfestinga-, framkvæmda-og skipulagsmála einnig fráveituframkvæmdir. Helstu verkefni framkvæmda- og umhverfisstjóra er yfirumsjón með framkvæmdum, umhverfis-og tæknimálum í sveitarfélaginu. Umsjón með Gagnaveitu Hornafjarðar, rekstur tölvukerfa, vatns- og fráveitu, sorpmál, almannavarnir, umhverfismál s.s. götur og opin svæði. Ellert eins og hann er kallaður er nú þegar komin til starfa.

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 22. tbl. 2014 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu