Eystrahorn 22. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 5. júní 2014

22. tbl. 32. árgangur

Spennandi kosningaúrslit Úrslit kosninganna voru spennandi þar sem litlu munaði að þriðji maður á lista sjálfstæðismanna færi inn á kostnað annars manns á lista 3. Framboðsins, aðeins þurftu tvö atkvæði að færast á milli framboðanna. Sömuleiðis var aðeins sjö atkvæða munur á framsóknarlistanum og sjálfstæðilistanum. Þessi niðurstaða ætti ekki að koma á óvart ef skoðaðar eru fyrri kosningar. Kosningaúrslitin árið 2010 voru nokkuð frábrugðin öðrum kosningum og sögulegar en niðurstaðan nú er nánast eins og 2006

Ásgerður Gylfadóttir

Björn Ingi Jónsson

Þórhildur Ásta Magnúsdóttir

Aðal- og varamenn í bæjarstjórn Aðalmenn:

Atkvæði í sæti

Ásgerður Gylfadóttir.....................B................................... 442 Björn Ingi Jónsson....................... D................................... 435 Þórhildur Ásta Magnúsdóttir.......E................................... 292 Kristján Guðnason........................B................................... 221 Lovísa Rósa Bjarnadóttir............. D................................... 218 Gunnhildur Imsland......................B................................... 147 Sæmundur Helgason....................E................................... 146

Varamenn:

Atkvæði í sæti

Ásgrímur Ingólfsson.....................B................................... 111 Páll Róbert Matthíasson.............. D................................... 145 Ragnheiður Hrafnkelsdóttir.........E..................................... 97 Arna Ósk Harðardóttir.................B..................................... 88 Óðinn Eymundsson..................... D................................... 108 Einar Smári Þorsteinsson.............B..................................... 74 Ottó Marvin Gunnarsson.............E..................................... 73

(ótrúlega nálægt hlutföllum) og sýnir svipað munstur og hlutföll og oft hefur verið en þó með undantekningum. Sjálfstæðismenn og 3. Framboðið eru í viðræððum um meirihlutamyndun. Það er ekki alltaf auðvelt að greina hvað hefur áhrif á val kjósenda og verður ekki gert hér. Heldur fyrst og fremst birtar tölulegar upplýsingar. Á kjörskrá voru 1597 kjósendur. Greidd atkvæði voru 1222 sem er 76,52%. Gild atkvæði voru 1169 eða 73,20%, auðir seðlar voru 48 og 5 atkvæðaseðlar ógildir.

Kristján Guðnason

Lovísa Rósa Bjarnadóttir

Gunnhildur Imsland

Sæmundur Helgason

Niðurstöður kosninga 2014 2010 2006 Framsóknarflokkur......... 442 (37,81%) 3..... 588 (48,8%) 4..... 462 (38,8%) 3 Sjálfstæðisflokkur............ 435 (37,21%) 2..... 371 (30,8%) 2..... 429 (36,0%) 2 3. Framboðið.................... 292 (24,98%) 2 Samfylkingin................................................. 179 (14,9%) 1..... 301 (25,3%) 2 Vinstri græn.................................................... 67 (5,6%) 0 Atkvæði (hlutfall) fulltrúar

Kjörsókn í kjördeildum Öræfi........................................................................................................84,38% Suðursveit...............................................................................................85,48% Mýrar.......................................................................................................77,08% Nes...........................................................................................................75,00% Höfn.........................................................................................................76,26% Lón...........................................................................................................57,69%

Tómas Ellert Tómasson ráðinn framkvæmda- og umhverfisstjóri Fyrr í vor var auglýst eftir framkvæmda- og umhverfisstjóra. Eftir ráðningarferli var niðurstaða bæjarráðs að Tómas Ellert Tómasson yrði fyrir valinu. Tómas Ellert er fæddur 1970 og er byggingaverkfræðingur að mennt með MSCE gráðu í burðarþolsverkfræði. Hann hefur stýrt fjölda verkefna fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Tómas Ellert hefur undanfarin þrjú ár starfað sjálfstætt, áður var hann framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Árborgar þar sem hann sá um starfsmannahald og leiðbeindi við lausn ýmissa verkefna. Hann hefur einnig þekkingu á stjórnsýslunni komið að vinnu við umhverfis-og skipulagsmál hjá sveitarfélaginu Árborg og við fjárfestinga-, framkvæmda-og skipulagsmála einnig fráveituframkvæmdir. Helstu verkefni framkvæmda- og umhverfisstjóra er yfirumsjón með framkvæmdum, umhverfis-og tæknimálum í sveitarfélaginu. Umsjón með Gagnaveitu Hornafjarðar, rekstur tölvukerfa, vatns- og fráveitu, sorpmál, almannavarnir, umhverfismál s.s. götur og opin svæði. Ellert eins og hann er kallaður er nú þegar komin til starfa.

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 5. júní 2014

Eystrahorn

Barnastarf Menningarmiðstöðvar

Hafnarkirkja

Messa á hvítasunnudag kl. 11:00 Ferming

Bjarnaneskirkja

Messa á hvítasunnudag kl. 14:00 Ferming

Brunnhólskirkja

Messa á hvítasunnudag kl. 16:00 Ferming Prestarnir

Kaþólska kirkjan

Líkt og fyrri sumur mun Menningarmiðstöðin standa fyrir ferðum fyrir börn á aldrinum 7 til 12 ára. Börn 6 ára og yngri verða að vera í fylgd með fullorðnum. Viðfangsefnin eru margvísleg líkt og fyrr, veiðiferðir, siglingar, fuglaferðir, pottaferð og fleira. Samið hefur verið við Fallastakk ehf. um akstur í lengri ferðum. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og hafa með sér gott nesti. Skráning er á bókasafninu í síma 4708050 og í afgreiðslunni. 500 kr. kostar í ferðirnar og hefur sama verð haldist frá upphafi. Lagt verður af stað frá bókasafni kl: 13:00 nema annað sé tekið fram. Ferðirnar verða auglýstar á facebooksíðu Hornafjarðasafna og á heimasíðu sveitarfélagsins. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í fuglaskoðun á þriðjudaginn 10.júní kl 13:00.

Hvítasunnudagur 8. júní

Börnin hittast kl. 11:00 Hl. messa kl. 12:00 Skriftir frá kl. 11:00 Eftir hl. messu er öllum gestum boðiða ð þiggja kaffiveitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir

ATVINNA

Ferðir sumarið 2014

Heilbrigðisstofnun Suðausturlands auglýsir eftir starfsfólki í mötuneyti hjúkrunarheimilis og skóla. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan ágúst, um er að ræða framtíðarstarf. Laun og starfskjör taka mið af samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga. Áhugasamir hafið samband við Kristján S. Guðnason, kristjang@hssa.is eða í síma 470-8640.

• • • • • • • • •

10. júní 24. júní 1. júlí 8. júlí 15.júlí 22. júlí 29. júlí 5. ágúst 12. ágúst • 19. ágúst

Fuglaskoðun í Óslandi Lúruveiði í Hornafirði ( mæting á smábátabryggjuna) Vöruhúsið Ferð í Heinaberg Pottaferð að Hoffelli Skreiðarskemma, verbúð og Gamlabúð Fjöruferð að Horni og víkingaþorpið heimsótt Mikley Björn lóðs ( mæting á bryggjuna á Lóðsinum) Hvað er byggðasafn? Byggðasafnið heimsótt og starfstöðvar skoðaðar Óvissuferð.

Áheitahlaup Bílskúrssala Verð með bílskúrssölu dagana eftir hvítasunnu í Miðtúni 12 (Draumalandi). Nýtt hjónarúm, ýmis varningur nýtt eða nýlegt s.s. fatnaður og skór, ullarvörur og ýmislegt til hannyrða. Upplýsingar í síma 864-7670. Sesselja

Mánudaginn 9. júní stendur Hornafjarðardeild RKÍ fyrir áheitahlaupi vegna flóðanna í Bosníu, Serbíu og Króatíu. Hlaupið verður frá Djúpavogi og lagt verður af stað til austurs frá Rauða kross húsinu kl. 7.30 og áætlað að hlaupið hefjist klukkan 8.30 frá Djúpavogskirkju. Búist er við hlaupurunum um kl. 20 og endastöðin er við Rauða kross húsið við Víkurbraut og þar verður boðið uppà eitthvað gott í gogginn. Allir eru hvattir til að slást í hópinn og hlaupa með síðasta spölinn eða hvenær sem er á leiðinni. Þeir sem vilja styrkja hlaupið er bent á að leggja inn á reikning söfnunarinnar í Sparisjóði Hornafjarðar númer 1147- 05- 404000 kt. 62078- 2439. Þeir sem vilja taka þátt er bent á að hafa samband við Miralem Haseta hvatamann söfnunarinnar í síma 8918642.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari Sími 580-7915

nýtt á skrá

kirkjubraut

Glæsilegt og vel skipulagt einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Húsið stendur á frábærum útsýnistað og er lóðin umhverfis húsið einstaklega glæsileg og vel hönnuð. Bílastæði eru malbikuð og stéttar steyptar og hellulagðar.

til leigu og hafnarbraut

sölu

Vel skipulögð 4ra herb. 81,4 m² neðri sérhæð í miðbæ Hafnar ásamt 27,7 m² bílskúr, samtals 109,1m². laus 1. Júlí.

Nýtt á skrá

bugðuleira

6 eignarhluta atvinnuhúsnæði stálgrindahús í smíðum, 2 hlutar verða 121,5m² og 4 hlutar verða 60,5 m². Seljast sér eða saman með sameiginlegri lóð.


Eystrahorn

Fimmtudagur 5. júní 2014

Suðursveit er staðurinn

Orkubóndinn 2 er námskeið sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Orkusetur Orkustofnunar og tvö frumkvöðlafyrirtæki, stendur fyrir og er ætlað einstaklingum, fyrirtækjum, landeigendum og bændum sem vilja virkja bæjarlækinn í smáum en hagkvæmum stíl. Á haustmánuðum ársins 2009 fór Nýsköpunarmiðstöð Íslands af stað með námskeiðið Orkubóndinn og var það námskeið ætlað þeim sem vildu framleiða eigin orku. Vaxandi áhugi er fyrir því að beisla orku, hvar sem hana er að finna og á Íslandi er ógrynni af endurnýtanlegri orku sem fellur til og er hægt að nýta. Því var farið að stað með Orkubóndann til að koma til móts við áhugafólk um virkjun orku, einstaklinga, fyrirtæki, landeigendur og bændur sem hafa áhuga á að beisla orkuna heima fyrir. Námskeiðið var haldið víða um land og sóttu um 800 manns námskeiðin sem þóttu takast afar vel. Nú ætlar Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Orkusetur Orkustofnunar og frumkvöðlafyrirtæki að standa fyrir námskeiðinu Orkubóndinn 2 og verður námskeiðið haldið á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, laugardaginn 14. júní frá klukkan 10:00 - 17:00. Ef vel tekst til er stefnt á að fara með námskeiðið Orkubóndann 2 um landið á næstu misserum. Skráning á námskeiðið fer fram á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, www.nmi.is. Verð fyrir námskeiðið er 5.000 kr. og er hádegismatur og kaffi innfalið í verðinu.

www.eystrahorn.is

Æfingar að hefjast hjá frjálsíþróttadeildinni Nú fara að hefjast æfingar í frjálsum og verða tveir hópar. Annarsvegar 11 ára og yngri og verður þar boðið uppá 6 vikna námskeið. Æfingartíminn þar verður kl. 14:00 mánudaga til fimmtudags. Þjálfari yngri hópsins verður María Hjördís Karlsdóttir. Námskeiðið byrjar miðvikudaginn 4. júní kl. 14:00 og verður skráning á staðnum. Hjá eldri hópnum verður byrjað þriðjudaginn 10. júní kl. 16:00, en nánar verður farið yfir æfingarplan og þjálfun í samráði við iðkendur þá. Eins verður gerð grein fyrir því á hvaða mót farið verður í sumar.

FAS og Fjarmenntaskólinn bjóða upp á fjölbreytilegt starfsnáms á næstu haustönn Í FAS: Fjallamennskunám og vélstjórnarnám Í Fjarmenntaskólanum: Félagsliðanám, húsasmíði, kvikmyndanám, listljósmyndun, myndlist, skólaliðanám, leikskólaliðanám, pípulagnir, sjúkraliðanám, skapandi tónlist, skrifstofu- og verslunarnám, stuðningsfulltrúanám og tækniteiknun.

Umsóknir á fas.is og fjarmenntaskolinn.is

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi: • 10:00 Endurnýjanlegu orkugjafarnir, setning námskeiðsins, Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands • 10:20 Að virkja bæjarlækinn. Bjarni Malmquist Jónsson, rafiðnfræðingur og framkvæmdastjóri BMJ • 11:15 Virkjun sjávar. Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri Valorku ehf. • 12:00 Virkjun sjávarfalla. Bjarni Maríus Jónsson, verkfræðingur. • 12:20 Hádegisverður • 13:30 Regluverkið og stuðningur við aðgerðir. Sigurður Ingi Friðleifsson Orkusetrinu/Orkustofnun • 14:30 Umræður og fyrirspurnir - hugmyndir þátttakenda reifaðar • 16:00 Kaffi • 16:45 Formleg lok og skoðunarferð að virkjuninni að Jaðri.

Frá Tónskóla A-Skaft. Umsókn fyrir skólaárið 2014-2015

Hægt er að sækja um fyrir nýnema á heimasíðu skólans www.hornafjordur.is/tonskoli Nánari upplýsinga má einnig finna á þeirri síðu. Skólastjóri

UPPBOÐ Eftirtaldir munir verða boðnir upp að Hafnarbraut 36 bakvið sýsluskrifstofu, laugardaginn 7. júní 2014 kl. 14:00: Freyr frá Dynjanda nr. IS2003/177360, Hæra frá Stafafelli nr.IS2003/277067, Ljóma frá Stafafelli nr. IS2000/177066, Míla frá Stafafelli nr. IS2002/277066, Náma frá Stafafelli nr.IS2001/277067, Neisti frá Stafafelli nr.IS2004/177068, Skuggi frá Stafafelli nr. IS2004/177066, Sæla frá Stafafelli nr. IS2004/277067, Toppur frá Stafafelli nr. IS2005/177066, og Þíða frá Stafafelli nr. IS2004/277069. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Höfn, 3. júní 2014


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 5. júní 2014

Viðbrögð forystumanna framboðanna eftir kosningar Fyrir hönd framboðs Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra viljum við þakka kjósendum og þeim fjölmörgu sem unnu með okkur í aðdraganda kosninganna fyrir stuðninginn. Síðustu tólf ár hafa Framsóknarmenn verið í meirihluta bæjarstjórnar og síðustu fjögur í hreinum meirihluta með fjóra bæjarfulltrúa af sjö. Í kosningunum sl. laugardag fékk framboðið kjörna þrjá bæjarfulltrúa, töluvert lægra fylgi en fyrir fjórum árum og var kjörsókn ekki eins góð og áður. Einnig var talsvert af auðum seðlum sem gefur til kynna að þeir kjósendur hafi ekki verið sáttir við framboðin sem í boði voru. Rekstur sveitarfélagsins hefur verið góður, við skilum af okkur góðu búi sem gefur góða möguleika til framtíðar. Við þökkum íbúum sveitarfélagsins fyrir gott samstarf á síðasta kjörtímabili þar sem íbúar voru duglegir að taka þátt í íbúafundum og ráðstefnum á vegum sveitarfélagsins. Einnig viljum við óska nýjum bæjarfulltrúum til hamingju með sæti sitt í bæjarstjórn. Við bæjarfulltrúar Framsóknar og stuðningsmanna þeirra munum leggja okkar af mörkum til að vinna sveitarfélaginu til heilla hér eftir sem hingað til. Þín rödd - okkar vinna! Ásgerður K. Gylfadóttir, Kristján S. Guðnason og Gunnhildur Imsland Að afloknum kosningum vilja frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir þann mikla og góða stuðning sem þeim var sýndur. Aukið hlutfall atkvæða sem féll okkur til handa eru mikil hvatning til góðra verka fyrir okkar samfélag. Mjótt var á munum milli lista þar sem einungis örfá atkvæði skáru úr um að við fengum ekki þriðja manninn inn, sem sýnir að hvert einasta atkvæði skiptir máli. Ekki verður horft framhjá því að þessi úrslit gefa til kynna að íbúar sveitarfélagsins vilja breytingu í stjórn bæjarins og erum við tilbúin að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem framundan eru. Nú eru í gangi meirihlutaviðræður milli Sjálfstæðisflokksins og 3. Framboðsins og ekki annað að merkja en þær gangi vel og niðurstaða verði komin á það samstarf síðar í vikunni. Björn Ingi Jónsson og Lovísa Rósa Bjarnadóttir Kæru Hornfirðingar Fyrir hönd 3. Framboðsins þökkum við kærlega fyrir stuðninginn við okkur á kjördag. Við erum afar stolt af því að hafa fengið tvo fulltrúa í sveitarstjórn og það má með sanni segja að okkar björtustu vonir hafi ræst. Úrslit kosningana sýna að meirihluti Hornfirðinga vill sjá breytingar og við munum gera okkar besta að fylgja því eftir. Okkur hlakkar til að starfa fyrir ykkur í sveitarstjórn, verkefnin eru mörg stór og vandasöm. En með jákvæðni, kraft og metnað að leiðarljósi munum við starfa í sveitarstjórn, ykkur til heilla. Þóra og Sæmundur

Beint frá býli - Miðskersbúið Opið laugardag kl. 13:00 - 16:00. Grillkjöt, kryddsteikur, kótilettur, lundir og fleira Velkomin í sveitina, Pálína og Sævar Kristinn, www.midsker.is

Eystrahorn

Vertu á vegi! Í vinnuferð starfsmanna Vatnajökulsþjóðgarðs á Heinabergssvæðið á dögunum sáust greinileg ummerki utanvegaaksturs, hjólför eftir bíl og fjórhjól. Okkur finnst því ástæða til að vekja athygli á því að óheimilt er að aka utan vega og við því eru ströng viðurlög. Hjólför geta myndast auðveldlega hvort sem er á grónu landi, söndum eða melum. Þau eru mikið lýti í landi og geta orðið upphafið að gróður og jarðvegsrofi. Sjáanleg hjólför utan vega ýta oft undir utanvegaakstur ferðamanna sem telja að það sé í lagi þar sem einhver annar hefur greinilega farið þarna um. Þar sem straumur ferðamanna til landsins eykst ár frá ári er hætta á því að við sitjum uppi með stórt vandamál vegna þessa ef við hjálpumst ekki öll að við að vernda landið okkar. Ef fólk verður vitni að akstri utan vega er það beðið um að tilkynna það til lögreglu eða þjóðgarðsstarfsmanna. Með bestu óskum um gott og farsælt ferðasumar. Fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs, Helga Árnadóttir.

Einbýlishús til sölu

Um er að ræða fallegt og vel skipulagt 133,8 m² einbýlishús ásamt 33,2 m² bílskúr, samtals 167 m². Húsið er á rólegum stað innst í botngötu.

Þakjárn var endurnýjað á íbúðarhúsi 2008 og bílskúr 2013 um leið voru þökin yfirfarin, skipt um timbur þar sem þurfti en ekki var skipt um þakkanta. Gluggar og gler: nýtt gler í hluta og nýr gluggi er í stafni að götu. Upplýsingar hjá INNI FASTEIGNASALA sími 580-7915.

Úrval af fallegum

fermingargjöfum

og öðrum tækifærisvörum Opið kl. 13:00 - 18:00 virka daga Lokað á laugardögum í sumar

Húsgagnaval

Íslandsmótið í knattspyrnu Sindravellir fimmtudaginn 5. júní kl. 17:00 4. flokkur kvenna A-lið

Sindri – Völsungur

Sindravellir föstudaginn 6. júní kl. 20:00 2. flokkur karla

Sindri/Máni – Grindavík

Sindravellir laugardaginn 7. júní kl. 16:30 2. deild karla

Sindri – Afturelding


Eystrahorn

Fimmtudagur 5. júní 2014

www.eystrahorn.is

Flottir fimleikar

Gönguvika Ferðafélags Austur-Skaftafellssýslu

Ekki lúra of lengi

Fimmtudaginn 12. júní hefst Gönguvika Ferðafélags Austur Skaftafellssýslu. Boðið verður upp á fjölbreyttar göngur í fallegu umhverfi. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem þeir hafa áhuga á náttúruskoðun, léttum göngum eða bröttum fjöllum. 12. júní fimmtudagur kl 17:00

Lúruganga um Hjallanes Í Suðursveit

Hækkun ca. 100 m. Göngulengd ca. 4 klst. Verð 1000 kr. Frítt fyrir börn. 13. júní föstudagur kl 17:00

Grásleppuganga á Borgarhafnarfjall í Suðursveit Hækkun 300 m. Göngulengd ca. 4 klst. Frítt í þessa ferð. 14. júní laugardagur kl 10:00 Djúpavogshreppur

Krabbaganga um undirheima Þvottárskriða

Ferðin er fyrir allan aldur en er sérstaklega skemmtileg fyrir börn. Verð 1000 kr. Frítt fyrir börn. Boðið upp á kaffi,kakó og kleinur í lok ferðar. 14. júní laugardagur kl 10:00 Djúpavogshreppur

Steinbítsganga Rjúpnadalur-Össurárdalur

Hækkun ca 550 m. Leiðin er ca. 11 km. Göngulengd ca. 6 klst. Verð 1000 kr. Frítt fyrir börn. Boðið upp á kaffi, kakó og kleinur í lok ferðar. 15. júní sunnudagur kl 11:00 Höfn

Karfaganga Kambaleið að Illakambi og vinnuferð í Múlaskála

Hækkun 500 m. Göngulengd ca. 6 klst. Þarf að skrá sig í þessa ferð. Verð auglýst síðar. 16. júní

Vinnugleði á Lónsöræfum

Hugsanlega verður farið í göngutúr til að hvíla hugann frá vinnugleðinni. Frekari upplýsingar gefa Magga P í síma 868-7624 og Ragna P í síma 662-5074. Einnig er bent á Facebook síðu félagsins. Farið frá tjaldstæðinu í allar ferðarnar. Allir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins, börn eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Komi hundar með í ferðir eru þeir á ábyrgð eigenda. Ól skal vera meðferðis. Dagsferðir kosta 500 kr. Þeir sem ekki eru á bíl borga 1000-1500 kr. til bílstjórans.

Mikið og gott starf hefur verið í fimleikadeild Sindra í vetur en nú eru fimleikarnir komnir í sumarfrí. Okkur langaði að deila með ykkur því síðast sem gert var á vordögum í fimleikadeildinni. Þann 16. maí lögðu 10 stelpur úr 4. flokki, 2 þjálfarar og 2 farastjórar leið sína til Akureyrar til að keppa á vormóti fimleikasambandsins í hópfimleikum. 700 aðrir iðkendur lögðu leið sína til Akureyrar frá fjölmörgum félögum. Sindrastelpur stóðu sig vel í hvívetna, en sérstaklega er gaman að segja frá því að þær náðu þeim frábæra árangri að lenda í 1. sæti á trampólíni með einkunina 9,94 sem er virkilega vel gert. Eftir öll áhöld þá enduðu sindrastelpur í 3 sæti í 4.flokki B og er það glæsilegur árangur. Margt annað var gert á Akureyri annað en að keppa og má þar nefna keilu, bæjarrölt, sundferð og ísferð. Þessi ferð heppnaðist alveg gríðalega vel og var skemmtileg frá byrjun til enda, er það ekki síst að þakka farastjórunum og fimleika mömmunum þeim Hanný og Jóhönnu. Þökkum við þeim kærlega fyrir sinn þátt í ferðinni. Gaman er að segja frá því að í maí var haldið innanfélagsmót fimleikadeildarinnar sem hefur verið endurvakið og er haldið árlega. Þar kepptu iðkendur í 5. - 10. bekk í stökkfimi, þar sem keppt er á tveimur áhöldum trampi og dýnu. Einnig voru veittar viðurkenningar og verðlaun fyrir starfið í vetur. Eftir kosningu þjálfara hlutu eftirfarandi iðkendur viðurkenningar: Besti félaginn:....................... María Andersen Mestu framfarirnar:............. Angela Rán Egilsdóttir Besta ástundunin:................. Eydís Arna Sigurðardóttir Fimleikamaður ársins:......... Arney Bragadóttir

Úrslit á innanfélagsmótinu voru eftirfarandi: 5. bekkur dýna

6. bekkur tramp

5. bekkur tramp

6. bekkur samanlagt

1. Aníta Aðalsteinsdóttir 2. Angela Rán Egilsdóttir 3. Karen Ása Benediktsdóttir 1. 2. 3.

Arna Ósk Arnarsdóttir Aníta Aðalsteinsdóttir Angela Rán Egilsdóttir og Karen Ása Benediktsdóttir

5. bekkur samanlagt

1. Aníta Aðalsteinsdóttir 2. Angela Rán Egilsdóttir og Arna Ósk Arnarsdóttir

6. bekkur dýna

1. Hildur Margrét Björnsdóttir 2. María Romy Felekesdóttir 3. Gréta Sól Ingólfsdóttir

1. Hildur Margrét Björnsdóttir 2. María Andersen 3. María Romy Felekesdóttir 1. Hildur Margrét Björnsdóttir 2. María Romy Felekesdóttir 3. María Andersen

7. - 10. bekkur dýna

1. Arney Bragadóttir 2. Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir 3. Tinna Marín Sigurðardóttir

7. - 10. bekkur tramp

1. Arney Bragadóttir 2. Tinna Marín Sigurðardóttir 3. Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir

7. - 10. bekkur samanl. 1. Arney Bragadóttir 2. Tinna Marín Sigurðardóttir 3. Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir

Bestu kveðjur, Fimleikadeild Sindra


Auglýsing um deiliskipulag í Stafafellsfjöllum Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á 202. fundi sínum þann 15. maí 2014 tillögu að nýju deiliskipulagi sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan var kynnt frá 30. janúar til og með 13. mars 2014. Athugasemdafrestur rann út 13. mars 2014. Athugasemdir bárust, bréf hefur verið sent til þeirra sem gerðu athugasemdir og þeim kynnt ákvörðun bæjarstjórnar og svör við athugasemdum. Deiliskipulagstillagan verður send ásamt fylgigögnum til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Þeir sem óska upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins. Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Auglýsing um deiliskipulag við Fjallsárlón og Hnappavelli Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 15. maí 2014 að auglýsa tillögur að nýju deiliskipulagi við Fjallsárlón og Hnappavelli. skv. 1. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillögur fela í sér eftirfarandi: Fjallsárlón: Markmið með gerð deiliskipulagsins er að, sníða ramma um ferðamennsku á svæðinu án þess að umhverfið láti á sjá. Lagning stíga og markvissar framkvæmdir á áningastöðum. Stýra umferð markvisst bæði gangandi og akandi og koma upp nauðsynlegri ferðamannaaðstöðu eins og þjónustuhúsi og salernisaðstöðu. Hnappavellir: Markmið með gerð deiliskipulagsins er að skilgreina og ramma forsendur fyrir uppbyggingu nýs hótels í landi Hnappavalla. Deiliskipulagstillögurnar verða til sýnis í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 5. júní – 17. úlí 2014 og á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.hornafjordur.is/stjornsysla undir skipulag í kynningu. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 17. júlí 2014 og skal skila skriflega á Ráðhús Hornafjarðar Hafnarbraut 27 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulagsfulltrúi

TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚIN Hikið ekki við að hafa samband – Við tökum vel á móti ykkur Alhliða bókhalds- og reikningsskilaþjónusta • Bókhald • Sölureikningar • Launavinnsla • Ársreikningagerð • Skattframtöl fyrirtækja og einstaklinga • Skattaráðgjöf Ráðgjöf • Fyrirtækjaráðgjöf • Stjórnsýsluráðgjöf • Menningarráðgjöf

Starfsfólk hjá R3-Ráðgjöf, sitjandi frá vinstri: Margrét Garðarsdóttir, Erla S. Erlingsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Þóra Kristín Gunnarsdóttir. Standandi frá vinstri: Gísli Sverrir Árnason, Garðar Jónsson og Tryggvi Árnason

R3-Ráðgjöf ehf. | Síðumúla 33 Reykjavík | Sími: 588 5800 | www.r3.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.