Eystrahorn 23. tbl. 29. árgangur
Fimmtudagur 9. júní 2011
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Sveinbjörg tvisvar á verðlaunapalli á Smáþjóðaleikunum Frjálsíþróttakonan Sveinbjörg Zóphoníasdóttir heldur áfram að bæta sig og standa undir væntingum. Hún er nýkomin heim eftir frækilega frammistöðu á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein og þótti blaðamanni Eystrahorns tilefni til að ræða við hana.
aðeins jóga með mömmu í vetur og það var líka frábært inn á milli, að gera eitthvað annað og læra að anda og slaka á, á milli stríða. Æfingarnar eru rosalega misjafnar eftir því hve langt ég er frá keppnistímabili og hvort ég er í uppbyggingu eða að létta mig fyrir keppni.
Keppti í þremur greinum
Mörg mót framundan Það eru nokkur mót framundan í sumar og næsta mót sem ég fer á er Norðurlandameistaramót unglinga í fjölþraut þann 18. og 19. júní næstkomandi. Ég er búin að tryggja mig inn á Evrópumeistaramót 19 ára og yngri í Eistlandi í júlí og síðan fer ég vonandi til Portúgals á Evrópubikar í fjölþraut. Síðan fer ég á Norðurlandameistaramót unglinga í stökum greinum í september. Önnur mót eru óákveðin en ég vonast til að komast líka á einhver mót hérlendis í sumar.
Ég keppti í hástökki, langstökki og kúluvarpi. Ég keppti í fyrsta sinn í langstökki og kúluvarpi með A-landsliðinu í þessari ferð, en í fyrra keppti ég aðeins í hástökki með landsliðinu. Ég ætlaði fyrst ekki að gefa kost á mér í hástökk og kúluvarp en núna sé ég alls ekki eftir því þar sem það voru þær greinar sem ég hreppti bronsverðlaun í.
Bjóst ekki við að komast á pall Árangurinn sjálfur kom mér í sjálfu sér ekki á óvart heldur var það hversu ofarlega í sæti ég var með þennan árangur á mótinu. Ég bjóst aldrei við því að þessi árangur sem ég náði myndi duga mér á pall, en það kennir manni bara það að keppni er aldrei ákveðin fyrirfram, og það er einmitt það sem gerir þetta svona skemmtilegt. En fyrir mér var þetta mjög mikill heiður að komast á pall á svona stóru móti eins og þessu og vonandi heldur sumarið bara áfram að vera svona flott.
Draumur í dós Það var algjör draumur í dós að fá að keppa á þessu móti. Við krakkarnir í landsliðinu erum farin að þekkjast svo vel og þessar ferðir verða alltaf skemmtilegri og skemmtilegri. Það er svo gott fyrir mig að komast stundum í burtu frá því að vera alltaf ein og í það að hitta krakka sem eru að gera nákvæmlega það sama og ég, og vita hvað það er að leggja hart að sér til þess að verða ein af þeim bestu. Aðstæðurnar
Sveinbjörg varð í þriðja sæti í hástökki.
úti í Liechtenstein voru góðar, veður var gott og landslagið var eins og því hafi verið kippt út úr einhverju ævintýri. Sumir voru þó óánægðir með dómgæsluna á mótinu en ég lenti persónulega aldrei í veseni með það.
Gera betur en á síðasta ári Ég hef einfaldlega sett mér þau markmið að gera betur en á síðasta ári. Ég vil ekki vera að gefa út neinar yfirlýsingar um hvað það nákvæmlega er en ég er búin að æfa vel á þessu tímabili og er alveg laus við meiðsli og vesen (7,9,13) svo að ég stefni bara hátt.
Þarf að vera skynsamur, áhugsamur og svolítið klikkaður Að vera valin í A-landslið til þess að keppa á svona stóru móti er náttúrulega alveg frábært í fyrsta lagi, ég hefði aldrei hugsað mér að vera komin svona langt, svona
ung þegar ég byrjaði að æfa af krafti árið 2006. En til þess að ná svona árangri þarf maður aðallega að vera skynsamur, áhugasamur og svolítið klikkaður (á góðan hátt). Maður þarf að vera tilbúin til að leggja ýmislegt á sig, eins og t.d. að taka auka æfingar og hugsa vel um mataræðið. Í mínu tilfelli hef ég mikið verið að æfa ein, en mikilvægt er að hafa í huga, sama hvort maður er að stunda einstaklingsíþrótt eða hópíþrótt að það er mikilvægt vera sinn besti æfingafélagi og vera duglegur að demba sér út í djúpu laugina og fara út fyrir þægindahringinn stöku sinnum. Ég haga þannig æfingum að ég æfi 6x í viku, 2-3 tíma í senn. Stundum tek ég tveggja klukkustunda æfingu á vellinum og fer svo út að hjóla í klukkutíma á kvöldin, eða tek stundum 3 tíma æfingu á vellinum þar sem ég fer vel yfir tækniatriðin. Á veturna hleyp ég töluvert, lyfti mikið og tek nóg af þreki og styrktaræfingum. Ég stundaði
Fæ góðan stuðning og er þakklát Í fyrsta lagi fæ ég minn helsta og besta stuðning frá mömmu (þjálfaranum mínum) og allri fjölskyldunni minni eins og hún leggur sig. Það eru allir tilbúnir til þess að fylgjast með manni og styðja mann þegar á reynir. Svo auðvitað fæ ég rosalega góðan stuðning frá bænum, fyrirtækjum og íþróttafélögum á Hornafirði, sem ég er virkilega þakklát fyrir. Það er svo frábært að tilheyra svona bæjarfélagi sem er tilbúið til að styðja mann í einu og öllu. Ég vil bara þakka öllum á Hornafirði sem standa við bakið á mér í þessum ævintýrum mínum og vona bara að ég sé að skila til baka því sem fólk býst við af mér! Ég kann rosalega vel að meta allan þann stuðning sem ég fæ. Síðan vil ég líka benda á að verðlaunapeningarnir sem ég fékk á Smáþjóðarleikunum verða til sýnis í Sport-X í Miðbæ ef fólk vill skoða.