Eystrahorn 24. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 14. júní 2012

24. tbl. 30. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Stærsta skemmtiferðaskipið

Silver Explorer er stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Hornfjarðar og var hér í vikunni. Skipið er vel yfir 6000 brúttólestir að stærð og 104 metrar á lengd. Með skipinu voru 110 farþegar sem lang flestir fóru í ferð að Jökulsárlóninu og í siglingu þar. Lóðsarnir sögðu að það gengi vel að taka inn svona skip; „þetta eru eins og drossíur, kraftmikil skip og meðfærileg“. Von er á næsta farþegaskipi strax um næstu helgi.

Lególiðið komið heim Hornsílin eða The Glaciers eins og lególið Grunnskóla Hornafjarðar kallaði sig á erlendri grundu er nú komið heim úr mikilli ævintýraferð og allir sælir og glaðir. Liðið tók þátt í opna First Lego league Evrópumótinu sem var haldið í Mannheim í Þýskalandi dagana 6. til 9. júní. Alls tóku 68 lið frá 35 löndum þátt í fjölbreyttri keppni og endaði liðið okkar í 30. sæti. Hópurinn vakti hvarvetna athygli og hélt merki Íslands og Hornafjarðar hátt á lofti. Allir gerðu sitt besta og komu heim reynslunni ríkari. Liðið þakkar öllum þeim sem studdu það og styrktu í ferðinni.

8 dagar í Humarhátíð á Höfn


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.