Eystrahorn 24. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 14. júní 2012

24. tbl. 30. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Stærsta skemmtiferðaskipið

Silver Explorer er stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Hornfjarðar og var hér í vikunni. Skipið er vel yfir 6000 brúttólestir að stærð og 104 metrar á lengd. Með skipinu voru 110 farþegar sem lang flestir fóru í ferð að Jökulsárlóninu og í siglingu þar. Lóðsarnir sögðu að það gengi vel að taka inn svona skip; „þetta eru eins og drossíur, kraftmikil skip og meðfærileg“. Von er á næsta farþegaskipi strax um næstu helgi.

Lególiðið komið heim Hornsílin eða The Glaciers eins og lególið Grunnskóla Hornafjarðar kallaði sig á erlendri grundu er nú komið heim úr mikilli ævintýraferð og allir sælir og glaðir. Liðið tók þátt í opna First Lego league Evrópumótinu sem var haldið í Mannheim í Þýskalandi dagana 6. til 9. júní. Alls tóku 68 lið frá 35 löndum þátt í fjölbreyttri keppni og endaði liðið okkar í 30. sæti. Hópurinn vakti hvarvetna athygli og hélt merki Íslands og Hornafjarðar hátt á lofti. Allir gerðu sitt besta og komu heim reynslunni ríkari. Liðið þakkar öllum þeim sem studdu það og styrktu í ferðinni.

8 dagar í Humarhátíð á Höfn


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 14. júní 2012

Kvennahlaup ÍSÍ 3 og 5 km í boði

Eins og undafarin ár mun Sindri sjá um kvennahlaup ÍSÍ. Hlaupið fer fram 16. júní og hefst kl. 11:00 hjá sundlauginni. Sala á bolum og skráning verður frá 10:00 sama dag og í Sindrahúsinu miðvikudag og fimmtudag milli 17:00 – 19:00. Sú nýjung tengist hlaupinu núna að sjálfboðaliðar frá Rauðakrossdeild Hornafjarðar verða á staðnum og taka á móti brjóstahöldurum í söfnun félagsins. Að vanda verður boðið upp á Egils kristal, glaðning frá Nivea og að sjálfsögðu frítt í sund fyrir þátttakendur. Nú er um að gera að drífa sig af stað og taka þátt í hollri og góðri hreyfingu. Tvær leiðir eru í boði, 3 km og 5 km. Fyrir hlaupið mun Matthildur Ásmundsdóttir stjórna upphitunaræfingum.

Kvennahlaup í Skaftafelli Kvennahlaupið verður í Skaftafelli klukkan 13:00 16. júní næstkomandi en upphitun hefst klukkan 12:45. Tvær vegalengdir í boði: 2 km og 5 km. Allir þátttakendur fá bol, verðlaunapening og Kristal auk þess sem hlaupurum verður boðið upp á súpu, kaffi og möffins köku í veitingasal Skaftafellsstofu. Ungir sem aldnir velkomnir! Forsala á bolum og frekari upplýsingar í gestastofu en þeim sem koma lengra að er bent á að hafa samband í síma 470-8300 eða á netfangið skaftafell@vjp.is. Gott væri ef fólk skráði sig í vikunni til þess að við getum áætlað fjölda hlaupara og reynt að tryggja að allir fái bol í réttri stærð.

Hafnarkirkja Sunnudaginn 17. júní Þjóðhátíðardaginn Messa kl. 11:00

Sóknarprestur

Eystrahorn Gisting í miðbæ

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Reykjavíkur fyrir ferðafólk. Nóttin kostar 8000- kr. á mann í júní og júlí. Sími 895-0482 eftir kl. 12:00.

Eystrahorn

17. júní á Höfn 13:00 Forsala á blöðrum við N1 Vesturbraut fyrir skrúðgönguna 14:00 Skrúðganga frá N1 Vesturbraut 14:15 Lúðrasveit Hornafjarðar leikur nokkur lög Hátíðarávarp bæjarstjóra Ávarp Fjallkonunnar Ræða nýstúdents Íþróttamaður USÚ heiðraður Leikskólabörn syngja Tónleikar með Óskari Guðnasyni og félögum Andlitsmálun Grillaðar pylsur Hoppukastalar Sjoppa þar sem allur ágóði rennur í ferðasjóð 3. flokks Sindra 20:00 Fjölskyldudansleikur í íþróttahúsinu Athugið að dagskráin verður flutt inn í íþróttahúsið ef illa viðrar

Umf. Sindri

Umhverfisviðurkenning Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012 Óskað er eftir hugmyndum og tillögum um umhverfisviðurkenninguna fyrir árið 2012 frá íbúum Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Umhverfisviðurkenningin verður veitt í þremur flokkum: • Heimili í þéttbýli • Lögbýli • Fyrirtæki / Stofnunum Viðurkenningin er veitt til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr eða verið til fyrirmyndar í umhverfismálum.Tekið er við tilnefningum á netfang. runars@hornafjordur.is Viðurkenningin verður svo afhent á næstkomandi Humarhátíð. Tilnefningar þurf að hafa borist fyrir miðvikudaginn 20. júní 2012. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Yfirmaður Umhverfis og skipulags Sveitafélaginu Hornafjörður


Eystrahorn

Fimmtudagur 14. júní 2012

Spretta Námskeið fyrir fólk á aldrinum 16 – 25 ára dagana 18. – 24. júní

www.eystrahorn.is

Upplýsinga- og gæðastjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar Laust er til umsóknar starf upplýsinga- og gæðastjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Um er að ræða 100% starf í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Starfið heyrir beint undir bæjarstjóra Hornafjarðar. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi um þróun samfélags á Hornafirði og starfsemi Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Starfið felur í sér yfirumsjón þriggja málaflokka hjá sveitarfélaginu, þ.e. upplýsingamálum, gæðamálum og starfsmannamálum. Auk þess mun starfið fela í sér vinnu við önnur tilfallandi verkefni innan stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Helstu verkefni:

Spretta er nafnið á smiðjum sem fara fram dagana 18. – 24. júní á Höfn. Í boði eru þrjár mismunandi smiðjur fyrir ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára og fara þær fram á kvöldin vikuna fyrir Humarhátíð. Afrakstur smiðjanna verður svo sýndur gestum og heimamönnum meðan á hátíðinni stendur. Smiðjurnar sem eru í boði eru: • Ljósmyndun þar sem megináherslan verður lögð á myndir af fólki á sem fjölbreyttastan hátt. • Skapandi skrif þar sem fjallað verður um grundvallaratriði í kvikmyndahandritsgerð. • Kvikmyndagerð þar verður farið í saumana á hvaða lögmál liggja að baki góðri kvikmyndagerð og farið yfir helstu grundvallaratriði Nánari upplýsingar um allar smiðjurnar er að finna á heimasíðunni www.spretta.tumblr.com og á www.facebook.com/spretta Þátttökugjald er 3.000 krónur og hægt er að skrá sig á námskeið með því að senda vefpóst með nafninu sínu, fæðingarári og námskeiðsheiti á sprettur-hornafjordur@live.com

• Hefur yfirumsjón með kynningar- og upplýsingamálum fyrir sveitarfélagið á öllum sviðum þess. • Hefur yfirumsjón með gæðamálum sveitarfélagsins. • Hefur yfirumsjón með starfsmannamálum. • Hefur yfirumsjón með eftirfylgd við gerða samninga sveitarfélagsins við ríki, stofnanir, einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök. • Heldur utan um vef sveitarfélagsins og styður stofnanir við að koma upplýsingum er varða daglegt starf til skila til íbúa. Er ritstjóri heimasíðu sveitarfélagsins. Sér um að heimasíðan sé notendavæn og uppfærð á hverjum tíma. Stefnt skal að því að koma Sveitarfélaginu Hornafirði á framfæri á sem virkastan hátt. • Styður við og eftir atvikum hefur umsjón með stefnumótun fyrir sveitarfélagið • Mótar stefnu í skjalavistun fyrir sveitarfélagið í heild og styður við stofnanir þar að lútandi. • Tekur þátt í tilfallandi vinnuhópum og teymisvinnu eftir því sem við á • Situr fundi bæjarráðs og nefnda sveitarfélagsins sé þess óskað • Önnur tilfallandi verkefni innan stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi. • Góð þekking á sveitarstjórnarstiginu og stjórnsýslu. • Skipulagshæfileikar, ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum. • Góð almenn tölvukunnátta sem felst í að geta öðlast færni á ólíkum tölvukerfum á skjótan hátt. • Góð íslenskukunnátta og færni í að koma frá sér efni í rituðu og töluðu máli. Hæfni í ensku æskileg. • Reynsla af stjórnun æskileg. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri, sími 470-8000, netfang hjaltivi@hornafjordur.is. Umsóknarfrestur er til 25. júní 2012 og skal stíla umsókn á Sveitarfélagið Hornafjörð, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði, merkt upplýsinga- og gæðastjóri.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 14. jĂşnĂ­ 2012

Eystrahorn

Ăšr LegĂłlandi Ă­ KartĂśfluhĂşsiĂ° FjĂślmargir listamenn og hĂśnnuĂ°ir hafa hreiĂ°raĂ° um sig ĂĄ Heppunni og nĂş sĂ­Ă°ast bĂŚttist RagnheiĂ°ur HrafnkelsdĂłttir klĂŚĂ°skeri Ă­ Ăžann hĂłp meĂ° fyrirtĂŚkiĂ° sitt MillibĂśr. Nafngiftin vĂ­sar Ă­ loftvogina sem var mikiĂ° notuĂ° hĂŠr ĂĄĂ°ur og ĂžaĂ° sĂŠrstĂŚĂ°a veĂ°urfar sem viĂ° bĂşum viĂ°. RagnheiĂ°ur er fĂŚdd og uppalin ĂĄ HornafirĂ°i, dĂłttir Ingibjargar og Kela Ă­ Hafnarbúðinni. HĂşn lauk nĂĄmi Ă­ kjĂłlasaumi og klĂŚĂ°skurĂ°i ĂĄriĂ° 2001 og hefur starfaĂ° viĂ° fagiĂ° frĂĄ Ăştskrift auk Ăžess aĂ° sinna Ă˝msum hĂśnnunarstĂśrfum. NĂş sĂ­Ă°ast Ă­ LegĂłlandi, Ăžar sem hĂşn sĂĄ um hĂśnnun og gerĂ° bĂşninga fyrir skemmtigarĂ°inn. AĂ°spurĂ° hvort ekki sĂŠ lĂśng leiĂ° Ăşr LegĂłlandi Ă­ KartĂśfluhĂşsiĂ° segir hĂşn ĂžaĂ° Ă­ rauninni ekki vera. Ég hafĂ°i alltaf hug ĂĄ aĂ° flytja aftur heim eftir klĂŚĂ°skurĂ°arnĂĄmiĂ° svo ĂžaĂ° var bara eĂ°lileg ĂžrĂłun Þótt ĂžaĂ° hafi tekiĂ° mig tĂ­u ĂĄr. ViĂ° fjĂślskyldan fluttumst til Danmerkur sumariĂ° 2005 Ăžegar RĂşnar eiginmaĂ°ur minn hĂłf nĂĄm Ă­ byggingafrĂŚĂ°i viĂ° VIA hĂĄskĂłlann Ă­ Horsens. Ă Ă°ur en viĂ° fĂłrum Ăşt stofnaĂ°i ĂŠg og rak klĂŚĂ°skeraverkstĂŚĂ°iĂ°

KjĂłll & KlĂŚĂ°i viĂ° TryggvagĂśtu Ă­ ReykjavĂ­k og viĂ° ĂžaĂ° vaknaĂ°i ĂĄhugi minn ĂĄ frumkvÜðlastarfi og fyrirtĂŚkjarekstri. NotaĂ°i ĂŠg ĂžvĂ­ tĂŚkifĂŚriĂ° ĂĄ meĂ°an og tĂłk grĂĄĂ°u Ă­ markaĂ°sstjĂłrnun viĂ° sama skĂłla. Ăžegar heim var komiĂ° blundaĂ°i Ă­ mĂŠr aĂ° skapa sjĂĄlfri mĂŠr atvinnu

og Þå er nú gott að vera gift húsasmíðameistara. Við hjónin eyddum dågóðum tíma í Það að finna út hvernig vÌri hÌgt að halda í Þennan hråa stíl sem mÊr finnst einmitt svo sjarmerandi og Êg held að Það hafi tekist vel hjå okkur. Nú, hålfu åri síðar er

meĂ° Ăžeirri Ăžekkingu og reynslu sem ĂŠg hafĂ°i Ă­ farteskinu. FljĂłtlega eftir ĂŠg kom heim fĂłr ĂŠg aĂ° sĂŚkjast eftir hĂşsnĂŚĂ°i fyrir starfsemi ĂĄsamt Ă gĂşstu Ă­ ArfleifĂ°, og tĂłk Skinney-Ăžinganes okkur upp ĂĄ arma sĂ­na og lĂĄnaĂ°i okkur hluta af KartĂśfluhĂşsinu. Þå kom ekki annaĂ° til greina en aĂ° henda sĂŠr Ăşt Ă­ djĂşpu laugina og lĂĄta gamlan draum rĂŚtast. Til aĂ° byrja meĂ° Þå fĂłr ĂŠg Ă­ ĂžaĂ° aĂ° innrĂŠtta KartĂśfluhĂşsiĂ°

Êg búin að stofna hÜnnunar- og klÌðskurðarverkstÌðið MillibÜr ehf. Nýlega hef Êg fengið ÞÌr Berglindi SteinÞórsdóttur og Elínu DÜgg Haraldsdóttur til liðs við mig, enda eru fjÜlmÜrg verkefni framundan. Við stofnun MillibÜr var stefnan tekin å hÜnnun eigin vÜrulínu og verður hún frumsýnd å Humarhåtíð. Við hÜnnun línunnar KYNJAVERUR HAFSINS sÌki Êg innblåstur í hafið og ÞÌr kynjaverur sem

Ăžar bĂşa. Ég notast viĂ° lĂśgun fiskanna Ăžegar ĂŠg hanna fĂśtin og ĂžaĂ° kemur skemmtilega Ăşt. Ă HumarhĂĄtĂ­Ă°inni verĂ°ur vinnustofan opin alla helgina og Ăžar verĂ°ur hĂŚgt aĂ° sjĂĄ hĂśnnunarferliĂ° ĂĄ skissum, Ăžannig aĂ° allt ferliĂ° frĂĄ hugmynd aĂ° veruleika verĂ°ur sĂ˝nilegt. NĂş Ăžegar hafa magnaĂ°ar marglittur, skrautlegar skĂśtur og seiĂ°andi smokkfiskar litiĂ° dagsins ljĂłs. Ă gĂşsta verĂ°ur aĂ° sjĂĄlfsĂśgĂ°u lĂ­ka ĂĄ staĂ°num ĂĄ hĂĄtĂ­Ă°inni meĂ° mikiĂ° af nĂ˝jum vĂśrum frĂĄ ArfleifĂ°. Yfir hĂĄtĂ­Ă°ina mun KartĂśfluhĂşsiĂ° breytast Ă­ allsherjar tĂ­skumiĂ°stÜð Ăžar sem viĂ° Ă gĂşsta ĂĄsamt fleiri hĂśnnuĂ°um, munum standa fyrir tĂ­skutengdum viĂ°burĂ°um. Einnig verĂ°ur opin verslun alla helgina Ăžar sem meĂ°al annars verĂ°ur hĂŚgt aĂ° nĂĄlgast vĂśrur frĂĄ MillibĂśrum, ArfleifĂ°, Gammi, Volcano Design, Krista Design og Sign. ĂžaĂ° er ĂžvĂ­ ljĂłst aĂ° ĂžaĂ° eru spennandi tĂ­mar framundan hjĂĄ Ăžessari atorkusĂśmu konu sem vill enda ĂĄ ĂžvĂ­ aĂ° Ăžakka HornfirĂ°inum ÞÌr frĂĄbĂŚru mĂłttĂśkur sem hĂşn hefur fengiĂ°.

TĂ­sku SmiĂ°ja

fyrir ungt fĂłlk fyrir og ĂĄ HumarhĂĄtĂ­Ă° 2012 Þåttakendur fĂĄ aĂ° vinna meĂ° Ă­slenskum hĂśnnuĂ°um aĂ° undirbĂşningi og uppsetningu tĂ­skusĂ˝ningar. Allir ĂĄ aldrinum 13-30 ĂĄra sem hafa ĂĄhuga ĂĄ fatahĂśnnun, tĂ­sku, stĂ­liseringum, mĂłdelstĂśrfum eĂ°a uppsetningu viĂ°burĂ°a ĂŚttu ekki aĂ° lĂĄta Ăžetta tĂŚkifĂŚri fram hjĂĄ sĂŠr fara. NĂĄnari upplĂ˝singar og skrĂĄning hjĂĄ: Ă gĂşstu Ă­ 8631475 og RagnheiĂ°i Ă­ 8683619. ÞåtttĂśkugjald 2000 krĂłnur. MĂĄnudagskvĂśld 18, jĂşnĂ­ kl. 20:00-22:00 HvaĂ° er tĂ­ska- hvaĂ° gerir vĂśrur aĂ° tĂ­skuvĂśrum! HvaĂ° er hĂśnnun- fata-, fylgihluta-, skĂł- og skartgripahĂśnnun! NĂĄmsleiĂ°ir innan greinarinnar kynntar. Kynning ĂĄ Ăžeim Ă­slenskum tĂ­skuhĂśnnuĂ°um er munu taka Þått Ă­ verkefninu. HeimanĂĄm- portfĂłlĂ­o/mappa meĂ° Ăşrklippum og hugmyndum fyrir tĂ­skusĂ˝ningu og tĂ­skuljĂłsmyndum.

MiĂ°vikudagskvĂśld 20. jĂşnĂ­ kl. 20:00-22:00 PortfĂłlĂ­Ăł/ mĂśppur kynntar af Þåttakendum umrĂŚĂ°ur og spjall Ăžema sĂ˝ningar ĂĄkveĂ°iĂ° HĂĄr, fĂśrĂ°un og stĂ­lisering-SigrĂşn GylfadĂłttir- Salon SĂşa. TĂ­skusĂ˝ningar og uppsetninghugmyndavinna og gerĂ° fylgihluta fyrir sĂ˝ningu.

FimmtudagskvĂśld 21. jĂşnĂ­ kl. 20:00-22:00 TĂ­skusĂ˝ning undirbĂşin, raĂ°aĂ° upp Ă­ sal, tĂłnlist YDOLQ Y|UXU NOiUDèDU  ¿QJ RJ Ă€HLUD

FĂśstudagur 22. jĂşnĂ­ kl 16:00-22:00 Gesta hĂśnnuĂ°ir halda fyrirlesturreynsla og rĂĄĂ° 17:00- UndirbĂşningur- mĂĄtun 17:00- HĂĄr og fĂśrĂ°un 17:30- FyrirsĂŚtur klĂŚddar 7Ă‹6.86ĂŠ1,1* $UĂ€HLIè MillibĂśr, Gammur, Volcano, Sign, .ULVWD 'UDIQDU 'HVLJQ RJ Ă€


Eystrahorn

Fimmtudagur 14. júní 2012

www.eystrahorn.is

FJALL AMENNSKUNÁM Námið tekur eitt ár og er 60 framhaldsskólaeiningar Áhersla á verklegt útinám á fjöllum og í óbyggðum

Námsbrautin hentar: QHPHQGXP VHP YLOMD |èODVW DOKOLèD K IQL t IMDOODPHQQVNX

Vettvangsferðir með kennara og á eigin vegum

VWDUIVIyONL t IHUèDìMyQXVWXI\ULUW NMXP iKXJDV|PXP XP IMDOODPHQQVNX RJ ~WLYLVW VHP VpUVYLè t DOPHQQX VW~GHQWVQiPL

Starfsþjálfun í ferðaþjónustufyrirtækjum Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu Sími 470 8070 | fas@fas.is | www.fas.is

Humarhátíðargleði 21. júní – 24. júní á Víkinni. Það verður ávinningur að skemmta sér hjá okkur ! Fimmtudagskvöld: Trúbador mun koma ykkur í stuðið fyrir hátíðina frá 23-02. Verð 1000 kjéll. Snillingarnir í hljómsveitinni Dans á Rósum munu halda uppi fjörinu á föstudags- og laugardagskv. eins og þeim einum er lagið. Þeir eru fjölhæfir og höfða bæði til ungu jafnt sem eldri kynslóðarinnar. 2500 kall kostar inn hvort kvöldið. Nýjung verður þetta árið og er hægt að gera frábær kaup með því að versla sér armband í forsölu. Armbandið mun kosta 2500 kr. og gildir það frá fimmtudegi - sunnudags og svo mikið meira !! Með armbandinu færðu aðgang á Víkina öll kvöldin og virkar armbandið einnig sem happdrættismiði og handhafar hljóta einnig sértilboð á barnum og af matseðli alla helgina. Vinningar eru ekki af verri endanum. Hver vill ekki vinna ferð fyrir 2 með Herjólfi á Þjóðhátíð og aðgangs passa í dalinn. Þrír aðilar fá endurgreidd armböndin sín og þrír munu hljóta pizzu vinninga. Reiknaðu dæmið til enda !! 18 Ára aldurstakmark. MUNA SKILRÍKIN

Þessar vinkonur ætla að komast í pottinn og eiga möguleika á að næla sér í miða til eyja á Þjóðhátíð. Dettur þú í lukkupottinn ?

Víkin er hér fyrir þig á Humarhátíð 2012 !!! Sími 4782300


6

Fimmtudagur 14. júní 2012

Eystrahorn

Ferð til Söderhamn í Svíþjóð Á fundi starfsmanna í Nýheimum á vorönn 2011 var ákveðið að kjósa í nefnd sem hefði það hlutverk að finna sambærilegan stað og Nýheimar með svipað hlutverk og starfsemi. Tilefnið var að árið 2012 fagna Nýheimar 10 ára afmæli og FAS 25 ára afmæli sínu. Athuga átti hvort hægt væri að finna sambærilegan stað með það í hyggju að sjá hvað aðrir eru að gera og einning að miðla af okkar reynslu. Undirbúningshópurinn hóf strax leit að öðrum „Nýheimum“ en það reyndist þrautinni þyngra. Á endanum þóttist undirbúningshópurinn finna slíkan stað í Svíþjóð í Söderhamn sem þýðir „Suðurhöfn“ en þar er stofnunin CFL (Centrum för flexibelt lärande). Þar á bæ kættust menn þegar ósk frá okkur barst um samstarf og hugsanlega ráðstefnu. Í um ár hefur undirbúningshópurinn verið í sambandi við CFL í Söderhamn og á þeim tíma hefur heimsókn og dagskrá verið undirbúin. Ráðstefnan var haldin 30. maí til 1. júní s.l. Alls fóru 22 frá Höfn í ferðina. Þar af voru 14 þátttakendur frá mismunandi stofnunum í Nýheimum, fjórir fulltrúar frá sveitarfélaginu og fjórir makar. Fyrsta daginn var sagt frá starfseminni í CFL í Söderhamn og hvernig bæjaryfirvöld þar reyna að styrkja starfsemina og efla nýsköpun í atvinnustarfsemi. Næsta dag var komið að okkur að segja frá starfseminni í Nýheimum. Það kom flestum ef ekki öllum á óvart hversu margt

Hluti þátttakenda á ráðstefnunni

staðirnir eiga sameiginlegt. Þar má sem dæmi nefna að svipuð hugmyndafræði er að baki hjá báðum aðilum með svipaðar áherslur. Báðir staðirnir eru t.d. að reyna að skapa fjölbreyttara atvinnulíf þannig að unga fólkið vilji búa þar áfram og sjá menntun sem lykilatriði í framtíðar uppbyggingu atvinnugreina og þátttöku almennings í uppbyggingu sterkara samfélags. Þá fagna bæði CFL og Nýheimar10 ára afmæli sínu á þessu ári. Eftir hádegi fyrstu tvo dagana gafst kostur á að skoða ýmsa starfsemi, s.s. nýsköpun, skóla, afþreyingarstarf fyrir ungmenni og menningarstarf í sveitarfélaginu. Síðasta daginn

var svo verið að skoða hugsanlega samstarfsfleti en alls komu 15 uppástungur að ýmis konar sameiginlegum verkefnum. Þess má geta að nú þegar er farið að vinna í fyrsta verkefninu, en nemendur í heilsugeira hafa áhuga á því að koma til Hafnar í byrjun október og skoða hvernig staðið er að heilsugæslu og þjónustu við sjúklinga hér. Önnur hugsanleg samstarfsverkefni eru t.d. kennaraskipti og ýmis rannsóknarverkefni sem snúa meðal annars að þeirri hugmyndafræði sem þessi setur eru byggð á. Íslensku þátttakendurnir eru mjög ánægðir með góðar móttökur og viðmót. Ytra komu tæplega

30 manns að því að undirbúa heimsókn okkar. Ljóst er að miklu máli skiptir fyrir dreifðar byggðir að geta byggt upp þekkingu innan „héraðs“ þar sem lagður er grundvöllur að frekari uppbyggingu og þróun á samfélögunum okkar. Nýheimar og CFL eru þekkingarsetur sem vinna að eflingu og þróun á fjölbreyttu sviði með sameiginlegt markmið. Við heimsóknir eins og þessa myndast tengsl þar sem hægt er að vinna að stærri verkefnum en við ein og sér gætum ráðið við og vonum við að þessi ferð marki upphafið að farsælu og spennandi samstarfi milli Hafnar og Suðurhafnar í Svíþjóð.

Fjarnám og stúdentspróf í umhverfis- og auðlindafræði Frá og með haustönn 2012 verður hægt að stunda nám í umhverfis- og auðlindafræði á framhaldsskólastigi í fyrsta sinn hér á landi. Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu er einn fjögurra framhaldsskóla sem stendur að nýrri umhverfis- og auðlindabraut og samstarfsverkefni um fjarmenntaskólann. is. Um er að ræða fjarnám til stúdentsprófs sem nemendur geta stundað hvar sem þeir eru búsettir. Um allan heim snúast stærstu viðfangsefnin í nútíð og framtíð um samspilið milli nýtingar og verndunar auðlinda. Það sést á heitum umræðum hér á landi undanfarin misseri, þar sem spurt er; „hvernig á að nýta auðlindir lands og sjávar, hvar á að virkja og hvað á að vernda?“ Hagkerfi heimsins byggja á því að nýta auðlindir, án þess þó að eyðileggja þær. Á þetta reynir í öllum atvinnugreinum, sjávarútvegi, landbúnaði,

iðnaði og ferðaþjónustu. Í náminu á umhverfisog auðlindabraut fléttast náttúruvísindi og félagsvísindi saman á spennandi hátt. Auk kjarnagreina er boðið upp á áfanga í auðlindafræði, umhverfisfræði, vistfræði, landafræði, og hagfræði. Auk FAS standa Menntaskólinn á Egilsstöðum, Fjölbrautaskóli

Snæfellinga og Menntaskólinn á Tröllaskaga að umhverfis- og auðlindabrautinni, sem er fyrsta námið sem boðið verður upp á undir merkjum Fjarmenntaskólans. Nemendur staðsettir vítt og breitt um landið, eða hvar sem er í heiminum, munu tengjast sem einn hópur í gegnum námið, vinna að einstaklingsog hópverkefnum og staðbundnum rannsóknarverkefnum. Líkt og í staðbundnu námi stendur nemendum til boða námsráðgjöf og stuðningur. Námið leggur góðan grunn að háskólanámi og störfum á sviðum sem tengjast umhverfismálum og nýtingu og verndun auðlinda. Mikil alþjóðleg nýsköpun og gerjun er að eiga sér stað í þessum málum og bendir allt til þess að aukin þörf verði fyrir fólk með slíka þekkingu á komandi árum. Allar nánari upplýsingar er að finna á www. fjarmenntaskolinn.is.


Eystrahorn

Fimmtudagur 14. júní 2012

Mikið sparkað

www.eystrahorn.is

Lifandi tónlist verður á Víkinni helgina 15. - 16. júní

Rökkurbandið lofar góðri stemningu á föstudags- og laugardagskvöld frá 11:30 og fram eftir nóttu.

Meistaraflokkur kvenna Meistaraflokkur kvenna spilaði tvo leiki í vikunni. Í bikarkeppninni tapaði liðið fyrir Keflavík 3-1. Leikurinn var frekar jafn og þriðja mark gestanna kom í uppbótartíma eftir að okkar stúlkur voru búnar að pressa stíft til að reyna að jafna. Mark Sindra skoraði María Selma Haseta. Seinni leikur stúlknanna var gegn ÍA hér heima þar sem rokið lék stórt hlutverk í markalausum leik. Sindrastelpurnar eiga lof skilið fyrir góða baráttu gegn sterku liði Akraness. Stelpurnar eru í öðru sæti riðilsins með 7 stig.

Meistaraflokkur karla Liðið spilaði við Stálúlf í Kópavoginum og lauk honum með sigri Sindra 4-0 þar sem Kekic, Atli A og Kristinn Þór (2) skoruðu mörkin. Sindri er í öðru sæti A-riðils með 8 stig eftir fjóra leiki og lítur liðið mjög vel út, gott spil með þétta vörn.

2. flokkur karla Breiðablik/Augnablik komu í heimsókn og sigraði Sindri í bráðfjörugum og æsi spennandi leik 3-2 þar sem Hallmar, Eiríkur Snær og Mirza skoruðu mörkin.

4. flokkur kvenna Stelpurnar skruppu til Reykjavíkur og gerðu sér lítið fyrir og unnu 7-5 sem var síst of stór sigur miðað við gang leiksins.

3. flokkur karla Strákarnir fóru til Vestmannaeyja og spiluðu við gríðarlega sterkt lið ÍBV og máttu þola 5-0 tap þrátt fyrir að hafa barist hetjulega allan leikinn.

2. flokkur kvenna Spiluð var heil umferð hér heima í 7 manna bolta hjá stúlkunum. Okkar stúlkur sigruðu Neista/Tindastól 8–0 og Fylki/ÍR 2-1

Næstu leikir Laugardagur 9. júní kl. 16:00 • 1. deild kvenna, Höttur - Sindri (á Egilsstöðum)

Föstudagur 15. júní • Kl. 20:00 2. flokkur karla Sindri -Hamar

Laugardagur 16. júní • Kl. 16:00 3. d. karla Sindri – KFS • Kl. 14:00 3. fl. karla Sindri – Leiknir/KB • Kl. 13:00 3. fl. kvenna keppir á Fellavelli við Hött og Einherja

Rökkurbandið spilar fjölbreytta tónlist þar sem flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Aðgangseyrir 1.500 kr. 18 ára aldurstakmark.

Munið skilríkin

Trjáplöntur, fjölær blóm,sumarblóm, matjurtir o.fl.

Ýmis sumarblómatilboð Allar plöntur eru ræktaðar í Dilksnesi

Gróðrarstöðin Dilksnesi Opið virka daga kl. 13:00 - 18:00 Langur laugardagur 16. júní • opið kl. 10:00 - 17:00 Lokað 17. júní • Sími 849-1920

Ævintýra- og leikjanámskeið Sindra

Annað námskeið sumarsins verður 18. - 29. júní

Námskeiðið er fyrir 6 - 9 ára börn Dagskrá frá kl. 9:00 - 12:00 en boðið er upp á gæslu frá kl. 8:00 Umsjónamaður er Guðrún Ása Jóhannsdóttir


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 14. júní 2012

Starf humarskurðarmeistara er laust til umsóknar á Humarhöfninni

Eystrahorn

,,Óþrotlegur auður“ Ljósmyndasýning í Þórbergssetri

Kröfur til meistarans umfram almennar hæfniskröfur er að viðkomandi hafi bílpróf og geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á info@humarhofnin.is eða talið við Ara í síma 891 8080

17. júní í Nesjum UMF. Máni heldur árlega þjóðhátíðarskemmtun 17. júní. Dagskrá verður með svipuðu móti og undanfarin ár og að vanda verður farið í gönguferð sem ætti að henta öllum. Við leggjum af stað frá Mánagarði klukkan 13. Allir eru velkomnir og munið eftir skriffærunum.

Stjórn UMF. Mána

Laugardaginn 16. júní kl. 14:00 verður ljósmyndasýningin ,,Óþrotlegur auður“ opnuð í Þórbergssetri. Sýningin er metnaðarfull og nýstárleg og markmiðið er að tengja bókmenntatexta úr verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar við ljósmyndir og standa þannig fyrir kynningu á stórbrotnu landslagi Skaftafellssýslna með nýstárlegri framsetningu. Sýningunni er ætlað að auka þekkingu ferðamanna á fjölbreytilegri náttúru í Skaftafellssýslum, en um leið að kalla fram hughrif, upplifun og áhuga á að heimsækja aftur og aftur þetta einstaka landsvæði til að njóta náttúrunnar―bæði að sumri til og vetri. Í verkum Þórbergs Þórðarsonar má víða finna einstakar lýsingar á náttúru og umhverfi. Textabrot úr verkum hans kallast á við stórkostlegar ljósmyndir þeirra Þorvarðar Árnasonar áhugaljósmyndara og Tony Prower ljósmyndara. Myndirnar eru allar teknar í Ríki Vatnajökuls, bæði vetur og sumar og á nóttu og degi. Sýningin verður opin í allt sumar og Hornfirðingar eru hjartanlega velkomnir að koma í heimsókn í Þórbergssetur og skoða sig um, því alltaf er eitthvað nýtt að sjá.

Fyrir humarhátíð Erum með appelsínugult sprey í hárið og appelsínugula hárlengingarlokka.

Umhverfis- og auðlindafræði

– stúdentspróf í fjarnámi

G NÝJUN

Hefur þú áhuga á umhverfismálum og stóru spurningunum um verndun og nýtingu auðlinda?

Vorum einnig að fá Color Bug púður litina sem fara úr í næsta hárþvotti. Því ekki að breyta um lit annan hvern dag? Verið velkomin • Jóna og Ellý

Fjarnám Stúdentspróf Samþætting raunvísinda og félagsgreina Nám fyrir framtíðina

Nánari upplýsingar: fjarmenntaskolinn@fjarmenntaskolinn.is Sími 460 4246

MENNTASKÓLINN Á EGILSSTÖÐUM

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Hárstofa Jónu Margrétar • Vesturbraut 2 • Sími 478-1780


Eystrahorn

Fimmtudagur 14. júní 2012

Humarhátíð á Höfn Dagana 22. - 24. júní 2012

Humarhátíðarganga og búningakeppni hefst hjá N1 kl. 18:00. Vegleg verðlaun í boði fyrir allan aldur. Við viljum hvetja alla að taka þátt í að gera gönguna okkar sem litskrúðugasta með heimatilbúnum skiltum og öðru skemmtilegu. Setning Humarhátíðar á Höfn hefst kl 18:30 strax á eftir göngu á sama stað og síðustu 2 ár.

Frá skreytinganefnd Tökum höndum saman og prýðum bæinn okkar APELSÍNUGULAN. Best skreytta húsið 2012 og best skreytta hverfið 2012 fá glæsileg verðlaun!

Hornafjarðarmanni Viljum við minna á að Heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna verður í íþróttahúsinu klukkan 13:30 á laugardag. Mótið hefur verið haldið á hverri Humarhátíð í mörg ár og er það Albert Eymundsson sem átti hugmyndina af mótinu og stjórnar því að vanda. Allir velkomnir að taka þátt

Dagskrá Dagskrá Humarhátíðar á Höfn er að finna á netinu www. humar.is og https://www.facebook.com/hummihumar. Hvetjum alla til að kynna sér dagskrána, en einnig verður hún send í öll hús á Hornafirði.

Humarsúpukeppni Humarhátíðarnefnd, í samstarfi við Skinney-Þinganes langar að efna til Humarsúpukeppni laugardaginn 23. júní. Það sem þú þarft að gera er að skrá þig inn á info@humar.is • 10 fyrstu sem skrá sig fá humarkitt í súpuna í boði SkinneyjarÞinganess • Humarkitt verður afhent á hátíðarsviði í lok dagskrár föstudaginn 22. júní • Elda þarf 3 lítra af súpu og bera hana fram í hitakönnum á keppnissvæði þar sem gestir og gangandi munu dæma og verður sigurvegarinn krýndur Humarsúpukóngur/drottning Humarhátíðar 2012 • Humarhátíðarnefnd skaffar staup til að bjóða súpuna í og telur atkvæði • Vegleg verðlaun í boði.

9

Gjöf frá félagi heyrnarlausra Á dögunum fengum við á Lönguhólum heimsókn frá manni sem heitir Ólafur Siggeirsson. Hann færði okkur gjöf frá félagi heyrnalausra á Íslandi. Öll börn bæði á Krakkakoti og á Lönguhólum fengu litabók með mynd af dýrum til að lita og á sömu blaðsíðu er mynd hvernig á að tákna dýrið á táknmáli. Einnig gaf hann segla og veggspjald með íslenska stafrófinu með táknum. Þökkum við félagi heyrnalausra kærlega fyrir þessa góðu gjöf. Félag heyrnalausra benti mér á síðu sem mig langar að deila með ykkur og er slóðin á hana http://signwiki.is/ þar er allskonar kennsluefni um táknmál. Maríanna Jónsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri

Félag eldri Hornfirðinga Athugði að sumerferðin okkar á Rángárvelli og Vestmannaeyjar. Farið verður frá Ekru kl. 9:00 að morgni 23. júní. Ferðanefndin

Úrval af rúmum og dýnum í öllum gerðum og stærðum NÝTT • NÝTT Bleikur, gulur, fjólublár og fleiri litir Vinsælir, smart og góðir hnífar sem kokkarnir Hrefna Sætran og Yesmine Olsson mæla með

Húsgagnaval

Opið kl. 13:00 - 18:00 Lokað á laugardögum í sumar Sími 478-2535 / 898-3664


taka höndum saman!

Hornfirðingar

Þeir sem vilja skrá sig geta sent tölvupóstpóst á Hauk Inga Einarsson (haukuri@hornafjordur.is) sem heldur utan um verkefnalista fyrir dagana.

Lifandi tónlist, matur og meira segja hægt að horfa á EM í beinni á risatjaldi.

Mætum öll niður á hafnarsvæðið þessa daga, tökum þátt og sýnum samtakamátt Hornfirðinga.

Dagana 15. og 16. júní, föstudag og laugardag, verður tekinn upp sjónvarpsþáttur RÚV í Sveitarfélaginu Hornafirði og gengur þátturinn m.a. út á að bæta ásýnd hafnarsvæðisins, með það að markmiði að skapa áhugaverðan og fallegan stað fyrir ferðamenn jafnt sem heimafólk.

Heppa Matarhöfn


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.