Eystrahorn 23. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn 23. tbl. 31. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 13. júní 2013

Sveinbjörg Norðurlandameistari í sjöþraut Sveinbjörg Zophoníasdóttir vann gullverðlaun í sínum aldursflokki 20 - 22 ára og yngri. Norðurlandamótið var haldið í Huddinge í Svíþjóð. Sveinbjörg hlaut samtals 5.212 stig. Önnur í varð Eline Breilid Noregi með 4994 stig, þannig að sigur Sveinbjargar var nokkuð öruggur. Árangur Sveinbjargar er aðeins frá hennar besta. Sveinbjörg hefur þegar náð lágmarki á EM 20 – 22 ára sem fram fer í Tampere í júlí í sumar þar sem hún mun keppa í sjöþraut og langstökki. Næsta stórmót Sveinbjargar verður á Madeira á Spáni sem er Evrópubikar í fjölþrautum en Ísland sendir þangað landsliðið í þraut bæði karla og kvenna.

Fjarmenntanám gefur mikla möguleika Sjö framhaldsskólar á landsbyggðinni hafa ákveðið að bjóða sameiginlega upp á fjarnám með áherslu á starfsnám. Um er að ræða Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra, Menntaskólann á Tröllaskaga, Framhaldsskólann á Húsavík, Menntaskólann á Egilsstöðum, Verkmenntaskóla Austurlands og Framhaldsskólann í AusturSkaftafellssýslu. Í vor verður áhugi kannaður á námi á 15 námsbrautum og í kjölfarið tekin ákvörðun um hvað

verður í boði á haustönn. Námið fer fram með stuttum staðbundum lotum og í fjarnámi. Miðað er við að hægt sé að taka námið samhliða vinnu. Markmið skólanna er einkum að auka framboð á framhaldsskólanám á starfssvæði skólanna og á landinu öllu með hagkvæmum hætti. Nú þegar eru komnar um 40 umsóknir. Nánari upplýsingar er að finna á vef Fjarmenntskólans fjarmenntaskolinn.is og hjá Eyjólfi Guðmundssyni skólameistara Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, eyjolfur@fas.is, 4708070, 8602958.

„Lífið á sjónum og vinnan í landi“ Sjóminjasýning í Skreiðarskemmunni mun opna 17. júní eða á sjálfan Þjóðhátíðardaginn klukkan 11:00. Á sýningunni verður hægt að ganga í gegnum sögu sjósóknar, fiskverkunar og vinnslu sjávarafurða hér í Hornafirði frá síðustu öldum til okkar tíma. Má með sanni segja að sjósókn og útgerð hafi mótað mannlífið á Höfn frá lokum 19. aldar og endurspeglast sú þróun í sýningunni sem ætti að vera við allra hæfi. Tekið verður á móti fólki með harmonikkuleik.

17. júní á Höfn 13:00 Forsala á blöðrum við N1 á Vesturbraut 14:00 Skrúðganga frá N1 14:15 Lúðrasveitin leikur nokkur lög Hátíðarræða bæjarstjóra Ávarp fjallkonunnar Íþróttamaður USÚ heiðraður Fimleikasýning

Andlitsmálun Grillaðar pylsur Hoppukastalar Sjoppa þar sem allur ágóði rennur í ferðasjóð 3. fl. Sindra Ef veður verður slæmt þá færast hátíðarhöldin í íþróttahúsið

Aðeins tvö blöð eftir áður en Eystrahorn fer í sumarfrí


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.