Eystrahorn 23. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn 23. tbl. 31. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 13. júní 2013

Sveinbjörg Norðurlandameistari í sjöþraut Sveinbjörg Zophoníasdóttir vann gullverðlaun í sínum aldursflokki 20 - 22 ára og yngri. Norðurlandamótið var haldið í Huddinge í Svíþjóð. Sveinbjörg hlaut samtals 5.212 stig. Önnur í varð Eline Breilid Noregi með 4994 stig, þannig að sigur Sveinbjargar var nokkuð öruggur. Árangur Sveinbjargar er aðeins frá hennar besta. Sveinbjörg hefur þegar náð lágmarki á EM 20 – 22 ára sem fram fer í Tampere í júlí í sumar þar sem hún mun keppa í sjöþraut og langstökki. Næsta stórmót Sveinbjargar verður á Madeira á Spáni sem er Evrópubikar í fjölþrautum en Ísland sendir þangað landsliðið í þraut bæði karla og kvenna.

Fjarmenntanám gefur mikla möguleika Sjö framhaldsskólar á landsbyggðinni hafa ákveðið að bjóða sameiginlega upp á fjarnám með áherslu á starfsnám. Um er að ræða Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra, Menntaskólann á Tröllaskaga, Framhaldsskólann á Húsavík, Menntaskólann á Egilsstöðum, Verkmenntaskóla Austurlands og Framhaldsskólann í AusturSkaftafellssýslu. Í vor verður áhugi kannaður á námi á 15 námsbrautum og í kjölfarið tekin ákvörðun um hvað

verður í boði á haustönn. Námið fer fram með stuttum staðbundum lotum og í fjarnámi. Miðað er við að hægt sé að taka námið samhliða vinnu. Markmið skólanna er einkum að auka framboð á framhaldsskólanám á starfssvæði skólanna og á landinu öllu með hagkvæmum hætti. Nú þegar eru komnar um 40 umsóknir. Nánari upplýsingar er að finna á vef Fjarmenntskólans fjarmenntaskolinn.is og hjá Eyjólfi Guðmundssyni skólameistara Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, eyjolfur@fas.is, 4708070, 8602958.

„Lífið á sjónum og vinnan í landi“ Sjóminjasýning í Skreiðarskemmunni mun opna 17. júní eða á sjálfan Þjóðhátíðardaginn klukkan 11:00. Á sýningunni verður hægt að ganga í gegnum sögu sjósóknar, fiskverkunar og vinnslu sjávarafurða hér í Hornafirði frá síðustu öldum til okkar tíma. Má með sanni segja að sjósókn og útgerð hafi mótað mannlífið á Höfn frá lokum 19. aldar og endurspeglast sú þróun í sýningunni sem ætti að vera við allra hæfi. Tekið verður á móti fólki með harmonikkuleik.

17. júní á Höfn 13:00 Forsala á blöðrum við N1 á Vesturbraut 14:00 Skrúðganga frá N1 14:15 Lúðrasveitin leikur nokkur lög Hátíðarræða bæjarstjóra Ávarp fjallkonunnar Íþróttamaður USÚ heiðraður Fimleikasýning

Andlitsmálun Grillaðar pylsur Hoppukastalar Sjoppa þar sem allur ágóði rennur í ferðasjóð 3. fl. Sindra Ef veður verður slæmt þá færast hátíðarhöldin í íþróttahúsið

Aðeins tvö blöð eftir áður en Eystrahorn fer í sumarfrí


2

Fimmtudagur 13. júní 2013

Íbúafundur vegna unglingalandsmóts 2013 Þriðjudaginn 18. júní kl. 20:30 verður opinn íbúafundur í Nýheimum vegna unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður á Hornafirði um verslunarmannahelgina. Hvetjum íbúa til þess að fjölmenna á fundinn.

Stjórn USÚ og Landsmótsnefnd ULM2013

Tax-Free Tax-Free Tax-free á öllum knattspyrnuskóm út þessa viku Verið velkomin

Vantar húsnæði í nokkra daga

Er að koma í heimsókn frá útlöndum með fjölskyldu mína (við erum fjögur) í gamla heimahéraðið mitt dagana 11. – 25. júlí. Erfitt hefur verið að fá gistingu þessa daga og er ég hér með að kanna hvort einhvers staðar sé hægt að fá aðstöðu, þess vegna svefnpokapláss, einhverja daga á þessu tímabili gegn sanngjarnri greiðslu. Kveðja, Agnes S. Arnórsdóttir frá Brunnhóli

Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Í fyrsta skipti í sögu Hafnar: HÓPMYNDATAKA AF HORNFIRÐINGUM

Þriðjudaginn 2. júlí kl. 19:00 ætlar Siggi Mar að taka hópmynd af íbúum Hornafjarðar og nærsveita. Myndatakan verður í Óslandi og á meðan fólk kemur sér fyrir ætlar Haukur Þorvalds að spila fyrir okkur á nikkuna og hrista okkur saman í söng. Svanfríður E. Arnardóttir

Tarot Spámiðlun og Reiki heilun

Verð með einkatíma 14. til 17. júní á Höfn í Hornafirði. Pantanir í síma 8673647 eða reiki@simnet.is

Eystrahorn

Andlát

Guðlaugur Gunnarsson Guðlaugur Gunnarsson Svínafelli í Öræfum andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands að kvöldi 7. júní sl. Guðlaugur, oftast kallaður Lulli var fæddur í Breiðutorfu í Svínafelli 17. september 1924. Hann var elstur af sjö börnum Gunnars Jónssonar í Svínafelli f. 31.01 1891, d. 14.12. 1967 og Sólveigar Pálsdóttur fædd á Keldunúpi á Síðu 20.08 1897, d. 28.10.2006. Systkini Guðlaugs eru í aldursröð: Þuríður f. 29.09 1926, d. 17.11 2012, Pálína Guðrún f. 23.11 1929, maki Svavar Magnússon f. 08.04 1926 d. 15.02 2012, Jón Ólafur f. 07.01 1934, maki Inger Bjarna Ipsen f. 05.08 1944, Halla Þuríður f. 26.05 1935, Jóhanna f. 10.09 1936, Kjartan f. 17.01 1940, maki Anna María Einarsdóttir f. 05.02 1941. Guðlaugur kvæntist Ingibjörgu Ester Einarsdóttur f. 16.05 1931 d. 17.03 1985 frá Blönduósi dóttir Hólmfríðar Hannesdóttur og Einars Scheving Thorsteinsson. Börn Guðlaugs og Ingibjargar Ester eru: 1) Sólveig f. 15.03 1957, maki Ingvar Kristinsson f. 04.09 1956, börn þeirra: a) Kristinn Már, maki Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, b) Ívar Guðlaugur, börn hans eru Ísabella Martha og Emil Kjartan, c) Elva Sara, d) Þorbjörn Ingi. 2) Hannes Guðlaugsson f. 05.12 1958, maki Brynja Dögg Birgisdóttir f. 01.08 1963, börn þeirra: a) Sólveig Dóra, b) Markús Freyr, dætur Brynju a) Kristín Magdalena og b) Hanna Lára. 3) Gunnar f. 16.06 1960, maki Ragna Ragnars f. 20.08 1963, börn þeirra: a) Þórhildur Edda, maki Arnór Ólafsson, sonur þeirra er Gunnar Karl, b) Emilía. 4) Hólmfríður f. 13.01 1963, maki Ármann Guðmundsson f. 21.01 1965, börn þeirra: a) Ingibjörg Ester, maki Brynjar Örn Ellertsson, b) Óskar, c) Víðir, d) Aðalheiður. Lulli flutti úr Breiðutorfu 1948 með foreldrum sínum en þá keyptu hann og faðir hans Vesturbæinn þegar ábúendur þar fluttu til Reykjavíkur. Um sama leyti var hann tvo vetur í Sandfelli og hirðir um búið þar en hann hafði keypt féð af Runólfi í Sandfelli sem þá hafði einnig flutt til Reykjavíkur. Í Vesturbænum var hann til 1980 en þá flutti hann og fjölskyldan í nýtt hús í Víðihlíð. Lulli var alla tíð bóndi í Svínafelli, hann fór tvisvar sinnum á vertíð til Vestmannaeyja og einnig var hann jöklamælingamaður í 60 ár. Sauðfjárræktin var hans líf og yndi, hann var fjárglöggur og þekkti hverja kind með nafni. Hann hafði gaman af að tala um búskap enda fylgdist hann vel með öllu er varðar búskapinn fram á síðasta dag. Hann hafði mikinn áhuga á íþróttum ekki síst aflraunum en einnig fylgdist hann vel með handboltanum í seinni tíð. Lulli var mikil félagsvera og hafði gaman af öllum samkomum, svo sem félagsvist, þorrablótum og Góuhófi sem hann mætti á til 2011. Lulli veiktist mikið 1979 og varð aldrei samur til vinnu eftir það. Hann var fluttur með sjúkraflugvél 15. júní 1979 á spítala og kom heim aftur í ágúst og það lýsir honum og hans lundarfari best hvernig hann tókst á við þessi veikindi og afleiðingar þeirra, hann var fljótur að sætta sig við orðinn hlut og alltaf var stutt í grínið. Lulli flutti á Höfn 1997, hann fór oft í göngur um nágrennið aðallega fyrir innan Höfn þar sem fjárhúsin eru, þar var gaman að ganga og „skoða að“ eins og sagt er. Einnig spilaði hann mikið á spil og hafði gaman af. Fyrstu árin leigði hann sér íbúð en flutti á dvalarheimilið Mjallhvít þegar hann var nýorðinn 85 ára. Þar bjó hann þangað til í janúar á þessu ári en þá fluttist hann á hjúkrunarheimilið á Höfn. Við fjölskyldan viljum þakka þeim fjölmörgu sem hann kynntist á Höfn og reyndust honum vel þar. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands fyrir frábæra umönnun. Útför Guðlaugs fer fram frá Hofskirkju í Öræfum laugardaginn 15. júní kl. 14:00.


Eystrahorn

Fimmtudagur 13. júní 2013

3

Bjarg fær nýtt hlutverk Það er ánægjulegt að sjá að alltaf eru fleiri gömul hús á Höfn endurbyggð og bætt. Á Sjómannadaginn buðu hjónin Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Snorri Aðalsteinsson fólki að koma í heimsókn í gamla Bjarg og sjá hvernig tekist hefur til með endurbyggingu hússins. Óhætt er að segja að mikil breyting hefur orðið á því og ekki er síður forvitnilegt að heyra hugmyndir þeirra um hlutverk þess eins og fram kemur í viðtalinu;

Hugdetta „Aðdragandinn er svolítið skrítinn,“ segir Sigrún. „Ég greindist með gigt sem varð til þess að ég þurfti að hætta að vinna sem snyrtifræðingur. Eitt kvöld, haustið 2010, vorum við Snorri úti að ganga og fórum fram hjá Bjargi. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af því sem gamalt er og segi í gamni við Snorra hvort við ættum ekki að kaupa Bjarg og gera það upp og hafa þar aðstöðu fyrir listafólk, ég gæti unnið við að markaðssetja það og taka á móti gestunum. Honum leist strax vel á þetta og ekki síst að þarna væri komin vinna fyrir mig þar sem hann vissi að ég yrði óferjandi og óalandi að vera ekki að sýsla við eitthvað. Tilboði okkar var ekki tekið þarna um haustið og við hættum alveg að hugsa um þetta. Í febrúar 2011 fékk ég svo skilaboð frá fasteignasala um hvort við vildum gera annað tilboð, en við létum gamla tilboðið standa og því var tekið. Það skrítna við þetta allt saman er að það hefur aldrei þyrmt yfir okkur í þessu ferli en þetta hefur verið mikil vinna á allri fjölskyldunni. Við hefðum aldrei geta farið í gegnum þetta nema með hjálp fjölda

ætluðum að byggja við húsið undir svölunum sem við bættum við húsið en það var ekki framkvæmanlegt og hefði orðið allt of dýrt svo við bættum aftanvið húsið og kemur það vel út í nýtingu.“

Vinnustofur á neðri hæð „Á neðri hæðinni er tveggja herbergja íbúð og síðan er restin af rýminu niðri vinnustofur. Það að við ákváðum að hafa húsið fyrir listafólk er áhugi okkar beggja á listum og hef ég verið að leika mér í textíl og langar að gera meira af því í framtíðinni. Ég sá tækifæri að fá innblástur og kennslu frá þeim sem kæmu í húsið til dvalar. Húsið verður leigt út í einn til tvo mánuði í senn og getur viðkomandi leigt eitt herbergi á efrihæðinni með aðgang að eldhúsi og stofu og pláss í vinnustofunni

Allir í fjölskyldunni tóku til hendinni. Þorgils fékk nóg að gera og Áróra sömuleiðis.

fólks. Við ákváðum að byrja á umhverfinu í kring, því eins og allir muna var garðurinn skelfilegur, síðan var efri hæðin tekin í gegn og breytt mikið. Aðeins eitt svefnherbergi var þar en í dag eru þau þrjú. Við einsettum okkur að koma efri hæðinni sem fyrst í leigu en það tók okkur samt ár að gera hana tilbúna því við vildum ekki fara of geyst því þá er svo auðvelt að fara fram úr öllum áætlunum. Ég gerði viðskiptaáætlun um verkið og urðum við að fara gætilega svo þetta yrði ekki allt of dýr framkvæmd. Neðri hæðin var mun erfiðari en sú efri, en það var unnið að því að gera meiri lofthæð og húsið ber nafn með rentu, Bjarg, því það þurfti að brjóta heilu björgin þarna inni og mörgum sem að komu til mis mikillar gleði. En þetta hafðist að lokum. Við

eða tekið allt húsið á leigu ef svo ber undir. Við sjáum fyrir okkur að fræðimenn og rithöfundar gætu nýtt aðstöðuna í íbúðinni á neðri hæðinni. Við erum komin í samstarf við háskólasetrið hér á Höfn, grunnskólann og FAS um að nýta krafta þeirra sem verða í Artbjargi. Viðkomandi einstaklingar gætu fengið greitt fyrir námskeið eða annað hjá viðkomandi stofnun til að greiða hluta af dvöl í Artbjargi. Nafnið Artbjarg varð til á Nýsköpunarhelgi sem haldin var hér á Höfn og ég sótti. Ég vildi halda nafni hússins, Bjarg, en bæta við það sem myndi lýsa starfseminni, fór á leitarvélarbestun og sá að mikið var leitað undir Art á erlendum síðum en fáar síður sem byrja á því. Þar með var nafnið komið Artbjarg, og ætti það því

að koma ofarlega upp á lista þegar leitað er undir Art.“

Saga hússins „Við vildum gera sögu hússins skil og settum upp upplýsingaskilti hér fyrir utan. Það var skemmtileg vinna að grafast fyrir um söguna. Þess má geta að Einar Eiríksson frá Hvalnesi byrjaði með verslun sína í þessu húsi. Við vorum alltaf ákveðin frá byrjun að húsið yrði formlega opnað á Sjómannadag og í minningu Júlíusar bróður míns en hann fórst af slysförum á sjó aðeins 22 ára gamall árið 1975. Við vildum líka að lóðin yrði lifandi og okkur var vel tekið þegar við fórum þess á leit við bæjarfélagið að fá lánaða muni eins og vélina sem er komin á lóðina, til að hafa til sýnis fyrir gesti og gangandi. Næstu árin ætlum við að hafa sýningu sem tengist sjávarútvegi og sjósókn. Það er einlæg ósk okkar að með varðveislu á þessu gamla húsi í hjarta bæjarins skapist meira líf í miðbænum og með tenginu við Nýheima. Við héldum okkur við sjávarþemað því við eigum að vera stolt af því að eiga heima í sjávarplássi líkt og Höfn er og hefur verið. Við vonum líka að með tilkomu Artbjargs styðji það við listalífið hér og komi með nýja og ferska strauma.“


4

Fimmtudagur 13. júní 2013

Frá Tónskóla A-Skaft.

Eystrahorn

Hringnum lokað

Hægt er að innrita nýnema í Tónskóla A-Skaft. fyrir skólaárið 2013-2014 á heimasíðu skólans, hornafjordur.is/tonskoli Skólastjóri

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir

Nýtt deiliskipulag Krossey og Heilbrigðistofnun Suðausturlands (HSSA) Lýsing Lýsing felur í sér eftirfarandi: Krossey, markmið: Endurskipulag umferðar. Skilgreina byggingamagn og byggingareiti á byggðum og óbyggðum lóðum. Heimila stækkun og sameiningu lóða og lokun gatna. Auka umferðaröryggi gangandi vegfarenda og gera húsakönnun. HSSA, markmið: Að tryggja að hjúkrunarrými og aðstaða sé í samræmi við lög og auknar kröfur. Tryggja aukið framboð af þjónustuíbúðum. Bæta þjónustu við núverandi notendur þjónustunnar. Að tryggja nægt rými vegna aðstöðu vistmanna, starfsfólks og annarra þátta samfara þjónustu HSSA við íbúa. Auka framboð áhugaverðra íbúðarlóða í sveitarfélaginu. Lýsing verður til sýnis í Ráðhúsi Sveitafélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn frá 12. júní – 1. júlí 2013 og á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.hornafjordur.is/stjornsysla/ Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. júlí 2013 og skal senda þær á netfangið runars@hornafjordur.is eða skila þeim í Ráðhús Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn. F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar 12. júní 2013 Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Umhverfis- og skipulagstjóri

Á dögunum gerðist Rangárþing ytra aðili að Markaðsstofu Suðurlands. Þar með hafa öll sveitarfélög á meginlandi Suðurlands gengið til liðs við Markaðsstofuna og standa ásamt tæplega 200 ferðaþjónustufyrirtækjum að baki því öfluga kynningarstarfi sem rekið er á hennar vegum. Markaðsstofa Suðurlands hefur verið starfrækt frá árinu 2009 til að sinna markaðssetningu á þessum landsfjórðungi sérstaklega jafnt innanlands sem utan. Með vaxandi fjölda ferðamanna til landsins verður æ mikilvægara fyrir Sunnlendinga að vinna saman að markvissri kynningu og upplýsingagjöf um fjórðunginn. Markaðsstofa Suðurlands heldur úti vefnum www.south.is þar sem skráð eru öll ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurlandi, sem hafa leyfi til starfa frá Ferðamálastofu. Einungis fyrirtæki sem kjósa að vera aðilar að Markaðsstofunni fá hins vegar ítarlegri skráningu um þá þjónustu sem þau veita auk birtingu mynda. Einnig er árlega gefinn út landshlutabæklingurinn “South Iceland – the Official Tourist Guide” og er skráningu þar eins háttað og á heimasíðunni. Mælingar sýna að vefurinn er mikið heimsóttur og stöðug eftirspurn er eftir bæklingnum sér í lagi hjá þeim mikla fjölda ferðamanna sem kýs að ferðast á eigin vegum. Fastur liður í starfi Markaðsstofunnar er að skipuleggja kynnisferðir um Suðurland fyrir starfsfólk ferðaskrifstofa og ferðaheildsala en það er ódýr og skilvirk leið til að kynna þeim þá fjölbreyttu þjónustu og afþreyingarmöguleika sem ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi hafa að bjóða. Á undanförnum vikum hefur Markaðsstofan t.a.m. staðið fyrir þremur kynnisferðum um Suðurland fyrir starfsfólk bókunar- og upplýsingamiðstöðva. Ein ferð var farin um Árnessýslu, ein um Rangárþing og V-Skaftafellssýslu og ein um A-Skaftafellssýslu. Ferðirnar voru vel sóttar og mikil ánægja með þær meðal þátttakenda. Í tengslum við nýhafið beint flug Icelandair til St. Pétursborgar tókum við í byrjun júní einnig á móti hópi rússneskra ferðaskrifstofuaðila þar sem fjölmargir ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi kynntu þeim þjónustu sína.

Árnanes veitingahús Opið öll kvöld í sumar frá kl. 18:30 – 21:00 Fjölbreyttur matseðill með áherslu á hráefni úr héraði, sjá www.arnanes.is Kokkurinn er ítalskur, Alessandro Pozzan Verið velkomin Sími 478-1550


Eystrahorn

Fimmtudagur 13. júní 2013

5

Frjálsar, frjálsar, frjálsar Nýr vefmiðill - kvótinn.is Nú eru frjálsíþróttirnar komnar á fullt skrið og það stefnir í hörku skemmtilegt sumar. Við stefnum á nokkur skemmtileg mót og það fyrsta er Meistaramót 11-14 ára og er 22.-23. júní í Kaplakrika. Síðan eru það Sindraleikarnir fyrir 16 ára og yngri, sem að vanda verða haldnir sunnudaginn á Humarhátíð sem nú ber upp á 30. júní. Sumarhátíð ÚÍA á Egilsstöðum verður helgina 13. - 14. júlí. Svo er það að sjálfsögðu Unglingalandsmótið um verslunarmannahelgina sem er hér á Höfn og þar ætlum við okkur stóra hluti. Meistaramót Íslands 15 - 22 ára verður svo haldið á 10. - 11. ágúst í Reykjavík, ekki komin nánari staðsetning. Æfingatímar eru eftirfarandi: 10 ára og yngri: þriðju-, miðviku- og fimmtudaga kl. 12:00. Þjálfari Jóhann Bergur sími 8489117. 11 ára og eldri: mánu-, þriðju-, miðviku- og fimmtudaga kl. 18:30. Þjálfarar eru: Einar Ásgeir Ásgeirsson sími 8644903 og Jóhanna Íris Ingólfsdóttir sími 8481645. Æfingagjöldin fyrir tímabilið eru 15.000,- fyrir 10 ára og yngri en 20.000,- fyrir 11 ára og eldri. Nú er tíminn til að koma sér í form fyrir öll þessi mót og byrja að æfa. Margar greinar í boði s.s. spretthlaup, langhlaup, grindahlaup, langstökk, hástökk, þrístökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast. Endilega komdu og vertu með okkur í sumar og taktu þátt í þessari skemmtilegu íþrótt! Stjórn frjálsíþróttadeildar Sindra

Næstu leikir Sindra • Laugardagur 15. júní kl. 14:00 Sindri - Fjölnir 1. d kv. • Þriðjudagur 18. júní kl. 19:00 Sindri – Fjarðab./Leiknir/Höttur 2. fl. ka. Mynd: Gunnar Stígur Reynisson

Sindri mætir úrvalsdeildarliði Fylkis í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar miðvikudagur 19. júní kl 19:15.

Nýr vefmiðill kvótinn.is hefur hafið göngu á netinu. Ritstjóri vefjarins er Hjörtur Gíslason einn reyndasti sjávarútvegsblaðamaður landsins. Að sögn Hjartar verður vefmiðillinn með alls kyns fréttir af sjónum og landvinnslunni og fylgist náið með allri þróun, tækni og tækjabúnaðar, er tengjast vinnslu og veiðum: “Við verðum líka með mannlegar fréttir til dæmis með því að spjalla við fólk á sjónum og í landi því svo sannarlega er á vísan að róa Hjörtur Gíslason ritstjóri þegar sótt er í sjávarútveginn eftir fréttum. Hann er óþrjótandi uppspretta frétta og frásagna af margvíslegu tagi, enda undirstöðuatvinnugrein frá örófi alda. Fólk og fiskur verður viðfangsefni okkar og við munum jafnframt leitast við að efla þekkingu fóks á undirstöðuatvinnuveginum með vandaðri og óvilhallri umfjöllun” Framkvæmdastjóri og útgefandi kvótinn.is er Ólafur M. Jóhannesson.

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir Lýsingu v. breytinga á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar Lýsing felur í sér eftirfarandi: Efnistaka við Svínafell, Nesjum. Stækkun frístundabyggðar við Brekku / Stafafell – Stafafellsfjöll Íbúabyggð í landi Brekku Lýsing verður til sýnis í Ráðhúsi Sveitafélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn frá og með 9. júní til og með 16. júní 2013 og á heimasíðu sveitarfélagsins. http://www2.hornafjordur.is/ stjornsysla/ Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 16. júní 2013 og skal senda þær á netfangið runars@hornafjordur.is eða skila þeim í Ráðhús Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Kynningafundur um tillögu að breytingu á aðalskipulagi verður í Ráðhúsi Hornafjarðar 18. júní kl. 13:00-15:00. F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar 9. júní 2013 Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Umhverfis- og skipulagstjóri


6

Fimmtudagur 13. júní 2013

Eystrahorn

Sparisjóðsmót Hornfirðings 2013

Verðlaunahafar í ungmennaflokki, knapi mótsins lengst til hægri

Verðlaunahafar í B-flokki, fegursti gæðingur mótsins lengst til hægri.

Sparisjóðsmót Hornfirðings var haldið helgina 8.-9. júní. Forkeppnin sem fór fram á laugardaginn var jafnframt úrtaka fyrir Fjórðungsmót á Austurlandi sem haldið verður hér í Hornafirði dagana 20.-23. júní. Mótið fór í alla staði vel fram og fengum við ágætt veður þótt rignt hefði töluvert á sunnudaginn. Það kom þó ekki niður á glæsileika hrossanna og var hestakostur góður og keppnin mjög spennandi, enda barist um sæti á fjórðungsmóti. Við eigum því von á spennandi móti hér þar sem keppendur frá Vík í Mýrdal og að Dalvík hafa þátttökurétt. Byrjað var með svokallaðan pollaflokk fyrir tveimur árum og hefur það mælst vel fyrir hjá yngstu knöpunum að fá að ríða nokkra hringi með aðstoðarmanni. Í ár tóku átta börn þátt á aldrinum 2-7 ára. Allir þátttakendur fengu viðurkenningu. Úrslit urðu eftirfarandi (fimm efstu hestar með einkunn í sviga verða fulltrúar Hornfirðings á fjórðungsmóti):

Barnaflokkur

1. Ragnheiður Inga Björnsdóttir / Ör frá Hlíðarbergi (7,90)

Unglingaflokkur 1. 2. 3. 4.

Þuríður Inga Gísladóttir / Limra frá Hlíðarbergi 8,04 (7,75) Gerður Arna Guðjónsdóttir / Þoka frá Holtsenda 2 7,46 (7,73) Eyjalín Harpa Eyjólfsdóttir / Fold frá Ási 7,01 (7,77) Anna Soffía Ingólfsdóttir / Bylgja frá Hestgerði 0,00 (gerði ógilt)

Ungmennaflokkur 1. 2. 3. 4.

Bjarney Jóna Unnsteinsd. / Heiðdís frá Syðstu-Fossum 8,38 (8,27) Brynja Rut Borgarsdóttir / Von frá Bjarnanesi 8,26 (8,15) Helgi Vigfús Valgeirsson / Erpur frá Efri-Gróf 7,65 (7,82) Guðmundur Davíð Sigurðsson / Busla frá Bjarnanesi 7,63 (7,56)

B-flokkur 1. 2. 3. 4. 5.

Klerkur frá Bjarnanesi / Eyjólfur Þorsteinsson 8,88 (8,55) Magni frá Hólum / Daníel Jónsson 8,65 (8,46) Flygill frá Horni I / Ómar Ingi Ómarsson 8,60 (8,32) Örvar frá Sauðanesi / Ómar Ingi Ómarsson 8,29 (8,21) Lukka frá Bjarnanesi / Eyjólfur Þorsteinsson 8,03 (8,24)

A-flokkur 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.

Ásgerður frá Horni I / Ómar Ingi Ómarsson 8,48 (8,02) Glæsir frá Lækjarbrekku 2 / Friðrik Reynisson 8,46 (8,33) Grunur frá Hafsteinsstöðum / Pálmi Guðmundsson 8,30 (8,15) Glettingur frá Horni I / Elisabeth Trost 8,25 (8,12) Eyvör frá Eiðisvatni / Bjarney Jóna Unnsteinsd. 8,24 (8,10) Hljómur frá Horni I / Ómar Ingi Ómarsson (8,21 – mætir ekki í úrslit) Skriða frá Horni I / Ómar Ingi Ómarsson (8,11- mætir ekki í úrslit)

Töltkeppni - úrslit 1. 2. 3. 4. 5.

Ómar Ingi Ómarsson / Flygill frá Horni I 7,03 (7,33) Pálmi Guðmundsson / Gleði frá Lækjarbrekku 2 6,11 (6,33) Bjarney Jóna Unnsteinsd. / Heiðdís frá Syðstu-Fossum 5,89 (6,17) Eyjólfur Kristjónsson / Iðunn frá Ási 5,50 (5,60) Jóna Stína Bjarnadóttir / Gullbrá frá Fornustekkum 0,00 (4,90- mætti ekki í úrslit)

Unghross í tamningu (fædd 2008-9) 1. 2. 3. 4.

Trú frá Ási / Eyjólfur Kristjónsson Styrkur frá Bjarnanesi / Torfi Þorsteinn Sigurðsson Nál frá Horni / Elisabeth Trost NN frá Fornustekkum / Jóna Stína Bjarnadóttir

Að vanda var valinn knapi mótsins og í þetta skiptið var það Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir. Í umsögn dómara sagði m.a. að knapi hefði sýnt mikla prúðmennsku innan vallar, vel undirbúin og fagleg. Einnig var valinn fegursti gæðingur mótsins en það var að þessu sinni Klerkur frá Bjarnanesi. Nú fer í hönd mikil vinna við undirbúning fjórðungsmóts og vonum við að sem flestir félagsmenn geti tekið þátt í honum, þetta er stórt verkefni fyrir lítið félag. Vonandi sjáum við sem allra flesta á vellinum 20.-23. júní nk.


Eystrahorn

Fimmtudagur 13. júní 2013

7

DAGSKRÁ HUMARHÁTÍÐAR Á HÖFN 27. - 30. júní Fimmtudaginn 27. júní

Barnadagskrá

Mánagarður: Þjóðakvöld kvennakórsins í Mánagarði

Heilgrillað lamb í boði sauðfjárbænda

Hafnarkirkja: Pascal Pinon ásamt blásaratríói í Hafnarkirkju. Efniskrá: klassísk verk í bland við frumsamið efni

Gaman við sjávarsíðuna

Harmonikka við Pakkhúsið

Tilraun til heimsmets í humarlokugerð

Kúadellulóttó

Mótocrosssýning og boðið uppá humarsúpu

14:00

Sindravellir Sindri - Afturelding í 2 deild karla - boðið uppá humarsúpu

16:30

Sindravellir Sindri - Grindavík í 1 deild kvenna - boðið upp á humarsúpu

Burn out

20:30

Skrúðganga frá Vesturbraut að íþróttavellinum

Glens og gaman á íþróttavellinum undir stjórn Kvennakórsins Hornafjarðar

19:00 - 20:30 Humarsúpa um allan bæ

Dagskrá á hátíðarsviði

21:00 - 23:00 HORNAFJARÐARKVÖLD Í BÁRUNNI

Rúnar Freyr og Jóhannes Haukur

Setning Humarhátíðar

Eyþór Ingi

Leikararnir Rúnar Freyr og Jóhannes Haukur eru kynnar og skemmta milli atriða

Einar Mikael töframaður

Tískusýning Arfleifð / Millibör

Verðlaun fyrir best skreytta húsið og hverfið

Stakir Jakar

Umhverfisverðlaun Hornafjarðar

Hljómsveitin ALOCOLA

Brenna við Óslandveginn (Haukur og Brói) kynnar og töframaður

Þórdís Imsland og Kolbrún Ólafsdóttir taka lagið

Pakkhús

Kvennakór Hornafjarðar

Stórdansleikur í íþróttahúsinu Eyþór Ingi og Hljómsveitin ARTHUR

Skemmtiatriði heimamanna og fleira og fleira

21:00

Víkin: Hljómsveitin Tandoori Johnsson spilar frá miðnætti

Sunnudagurinn 30. júní

Pakkhúsið: Tónleikar með Bigbandi Hornafjarðar

Sindrabær 50 ára afmælisdansleikur með hljómsveit Hauks Þorvalds

Víkin: Hljómsveitin DJ Hrönn Tooth frá kl. 23 - 02 Pakkhúsið Sýningar opna

Föstudagur 28. júní Sýningar og söfn, vinnustofur opna Æfing fyrir söngvakeppni 13:00 - 16:00 Grillaðar pylsur í Húsasmiðjunni

Barnadagskrá í Sindrabæ

Mótocross sýning og boðið upp á humarsúpu

Opnun leiktækja og markaða

Laugardagurinn 29. júní 09:00

Humarhátíðar golfmót

9:00 - 12:00

Frítt í sund

11:00

Hornafjarðarmanni í íþróttahúsinu

Kassabílarallí LÍ

Einar Mikael töframaður í Sindrabæ með dagskrá fyrir börn

Leiktæki og markaðir opna

13:30

Nýheimar: Fyrirlestur "Vinir í vestri". Atli Ásmundsson fyrrverandi ræðismaður í Winnipeg segir frá lífi og starfi meðal Vestur- Íslendinga

Söngvarkeppni barna á hátíðarsviði

9:00 - 12:00

Frítt í sund

Markaðir og leiktæki opna

13:00

Sýningar opna

Sindraleikarnir á Sindravöllum (frjálsíþróttamót)

Enn vantar módel í tískusýningu. STELPUR og STRÁKAR endilega látið skrá ykkur Ef þið lumið á litlum og skemmtilegum atriðum þá látið Kristínu vita í síma 4708017 / 6964532 Í saltfiskskemmu eru enn laus söluborð Tímasetningar og endanleg DAGSKRÁ birt síðar


8

Fimmtudagur 13. júní 2013

Þórhildur ráðin sérfræðingur í málefnum barna og ungmenna

Eystrahorn

Auglýsing um umsóknir um skólavist í leikskólum Hornafjarðar Þeir foreldrar sem hyggjast sækja um leikskóladvöl fyrir börn sín skólaárið 2013 – 2014 eru vinsamlegast beðnir um að gera það fyrir 30. júní. Þetta á jafnframt við um börn sem fædd eru seinni hluta árs 2012.

Þórhildur Kristjánsdóttir, þroskaþjálfi mun hefja störf á félagssviði Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Starfið sem er nýtt mun fela m.a. í sér uppeldisráðgjöf við foreldra og börn og samstarf við leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu ásamt öðrum tilfallandi verkefnum í tengslum við málefni barna og ungmenna með fatlanir. Þá mun Þórhildur einnig sinna annarri uppeldisráðgjöf í samvinnu við aðra starfsmenn sviðsins. Þórhildur er 49 ára og er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði en hefur einnig lokið Þroskaþjálfanámi frá HÍ og diplómanámi í sérkennslufræðum. Þá hefur hún starfað við málefni fatlaðra og barna á einn eða annan hátt síðan 1984, nú síðast sem sérkennari við Grunnskóla Hornafjarðar þar sem hún starfaði áður sem deildarstjóri sérkennslu. Á árunum 1999-2004 gegndi Þórhildur stöðu ráðgjafarþroskaþjálfa hjá sveitarfélaginu og leysti m.a. félagsmálastjóra af störfum um tíma. Þórhildur hefur störf 1. ágúst og býður starfsfólk Ráðhússins hana velkomna til starfa.

Eyðublöð er hægt að nálgast í Ráðhúsi Hornafjarðar eða á vef sveitarfélagsins: http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/ upplysingar/Umsoknir/ Fræðslustjóri

AFL Starfsgreinafélag hefur tekið í notkun orlofskerfi þar sem félagsmenn geta skoðað laus tímabil og bókað sjálfir á netinu og gengið frá greiðslu. Slóðin er www.orlof.asa.is. Ef símanúmerið þitt eða netfang er ekki þekkt í félagakerfinu þarftu að hafa samband við skrifstofur félagsins og láta skrá þessar upplýsingar. Annars dugar kennitalan til að byrja að bóka. AFL Starfsgreinafélag. AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is

Héraðsprent

Bókaðu þig sjálf(ur) í orlofsíbúð


SJÓMINJASÝNING Á HÖFN / HÖFN MARITIME EXHIBITION

LÍFIÐ Á SJÓNUM OG VINNAN Í LANDI / LIFE AT SEA AND WORK ASHORE

OPNUÐ 17. JÚNÍ 2013 KL.11 - OPIN DAGLEGA/OPEN DAILY 08 - 20


VIR LAU KA D SUMA SUN GAR AGA: ROP NU NU DAG DA A: 09:00 N: GA 09: : 1 00 - 20:0 2:0 - 18 0 018: :00 00

Kræsingar & kostakjör

NAUTAINNRALÆRI

2.499

FERSKT

ÁÐUR 3.845 KR/KG GRÍSAKÓTELETTUR

35% AFSLÁTTUR KJÚKLINGUR

HUNANGS

1.793

OKKAR - HEILL

BBQ LAMBALÆRISSNEIÐAR

ÁÐUR 949 KR/KG

ÁÐUR 2.285 KR/KG

759

ÁÐUR 2.359 KR/KG

1.897

LAMBALÆRI ÍSLANDSKRYDDAÐ

1.390

ÁÐUR 1.598 KR/KG

24% AFSLÁTTUR

VÍKINGASTEIK

KJARNAFÆÐI

RELENTLESS ORKUDRYKKUR

EMERGE ORKUDRYKKUR

ÁÐUR 249 KR/STK

ÁÐUR 119KR/STK

1.490 187

79

ÁÐUR 1.790 KR/STK

500 ML

KREMKEX

SÆTAR

249

163

X-TRA - SÚKKUL.

ÁÐUR 289 KR/PK

KARTÖFLUR

250 ML

296 ÁÐUR 389KR/PK

KLEINUHRINGUR

MASSARÍNA

95

659

ÁÐUR 189 KR/STK

50% AFSLÁTTUR

X-TRA

24% AFSLÁTTUR

SÚKKULAÐI

ÁÐUR 325 KR/KG

KAFFI

34% AFSLÁTTUR 50% AFSLÁTTUR

KRISTJÁNS

ÁÐUR 1.098 KR/PK

40% AFSLÁTTUR

Tilboðin gilda 13. - 17.júní Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.