Eystrahorn 23. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn 23. tbl. 32. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 12. júní 2014

Landsbyggðarvinir verðlauna Öræfakrakkana Í vetur hafa fjórir nemendur á miðstigi og unglingastigi Grunnskólans í Hofgarði unnið verkefni á vegum Landsbyggðarvina, en þetta félag kallar á vinnu unglinga í grunnskólum landsins. Unnin eru verkefni þar sem áhersla er lögð á að draga fram hugmyndir um framfarir í heimabyggð. Fjórmenningarnir, þeir Stefán Freyr Jónsson, Gissur Gunnarsson, Ísak Einarsson og Styrmir Einarsson unnu til fyrstu verðlauna í hugmyndavinnu fyrri hluta verkefnisins, og í seinni hlutanum deildu þeir fyrstu verðlaunum með Grunnskólanum á Hólmavík . Síðari hluti verkefnisins var nánari útfærsla á því hvernig hugmyndirnar úr fyrri hluta gætu komist í framkvæmd. Þetta voru peningaverðlaun og voru þau afhent við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu í Reykjavík 22. maí s.l. Nemendur gerðu þar grein fyrir verkefnunum og útfærslu. Grunnskólinn í Hrísey og Víðstaðaskóli í Hafnarfirði fengu einnig viðurkenningar. Allir verðlaunahafar fengu viðurkenningarskjöl og boli sem merktir voru Landsbyggðarvinum. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra ávarpaði samkomuna ásamt fleirum, m.a. frá stjórnsýslu heimabyggða þeir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrar, og Kristján Guðnason bæjarstjórnarmaður á Höfn. Sú hugmynd sem kom frá Grunnskólanum í Hofgarði um að byggja sögusafn með veitingastað var þyngst á metunum að tryggja fjórmenningunum verðlaunin en hinar hugmyndirnar voru að auka fullvinnslu afurða í heimabyggð þar sem ferðamenn ættu kost á fjölbreyttum heimaunnum réttum og svo voru útfærðar hugmyndir um útitafl og aðstöðu til að iðka

F.v. aftari röð: Pálína Þorsteinsdóttir, Stefán Freyr Jónsson, Gissur Gunnarsson, Kristján Guðnason og fyrir framan eru þeir Styrmir Einarsson og Ísak Einarsson

bogfimi, eða útbúa bogfimigarð. Markmið þeirra félaga var að skapa fleiri störf og fjölga íbúum. Skólinn hefur nú á stefnuskrá að halda verkefninu vakandi næsta vetur með upplýsingasöfnun. Í samstarfi við Einar og Matthildi á Hofsnesi er áformað að byrja á því að gera ýmislegt úr sögu sveitarinnar sýnilegt í kaffiaðstöðu sem þau eru að undirbúa í kaupfélagshúsinu

á Fagurhólsmýri en þar munu þau einnig hafa aðstöðu fyrir sitt ferðþjónustufyrirtæki, Öræfaferðir. Landsbyggðarvinir stuðla m.a. að verndun náttúrulegra og menningarlegra verðmæta, svo og sögulegra minja. Vonandi á þetta verkefni skólans eftir að vaxa og dafna í framtíðinni með aðkomu margra; að varðveita sögu sveitarinnar ásamt því að njóta matarmenningar og afþreyingar í Öræfum.

Kvennahlaup

Sjóvá og ÍSÍ 14. júní Hlaupið verður frá Sundlauginni kl. 11:00. Þátttökugjald 1000 krónur fyrir 12 ára og yngri en 1500 krónur fyrir 13 ára og eldri Bolur fylgir gjaldinu og frítt í sund

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.