Eystrahorn 24. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 16. júní 2011

24. tbl. 29. árgangur

Golfdagur fjölskyldunnar

Golfdagur fjölskyldunnar er á laugardaginn kemur. Af því tilefni býður Golfklúbbur Hornafjarðar fólki að koma á Silfurnesvöllinn milli kl. 13:00 og 16:00 og kynna sér þessa frábæru fjölskylduíþrótt. Leiðbeinendur verða á æfingasvæðinu og meðal leiðbeinenda verður Ragnhildur Sigurðardóttir margfaldur Íslandsmeistari. Boðið verður upp á pútt- og vippkennslu.

Ragnhildur Sigurðardóttir

Golfþrautir og hoppukastalar. Veitingar í golfskálanum í boði klúbbsins. Frítt er á völlinn og allir velkomnir. Fólk er hvatt til að nota þetta tækifæri til að kynnast góðri fjölskylduíþrótt. Ragnhildur Sigurðardóttir golfkennari verður svo með golfkennslu um helgina. Um er að ræða einkakennslu og nánari upplýsingar gefur Gísli Páll í síma 899 2436.

Opnun Listasafns Hornafjarðar Föstudaginn 24. júní nk. opnar nýr sýningasalur Listasafns Hornafjarðar við hátíðlega athöfn. Salurinn er til húsa í gömlu slökkvistöðinni og opnunarsýningin er á verkum Svavars Guðnasonar. Sýningar verða á verkum Svavars á sumrin en yfir vetrartímann verður fjölbreytt dagskrá innlendra og erlendra listamanna og til að mynda verður sýning á verkum Þorleifs Jónssonar frá Hólum á haustmánuðum. Svavar Guðnason fæddist á Hornafirði 18. nóvember 1909 og fór hann til náms til Reykjavíkur og síðar til Kaupmannahafnar þar sem hann kynntist konu

sinni, Ástu Eiríksdóttur frá Borgarfirði Eystra. Ásta helgaði líf sitt listamanninum og tryggði þeim lifibrauð. Svavar lést í júní 1988 og eftir andlát hans lagði Ásta mikla áherslu á að verkum hans yrði sýndur sá sómi sem þau eiga skilið. Ásta gaf heimasveit Svavars fjöldan allan af verkum og einnig bárust höfðinglegar gjafir úr dánarbúi Svavars og Ástu þegar hún lést í febrúar 2008. Hluti Listasafns Hornafjarðar verður tileinkaður Ástu í svonefndri Ástustofu. Menntamálaráðherra opnar nýja sýningasalinn og hefst athöfnin kl 16:00, allir velkomnir.

Svavar Guðnason, 1946, Gullfjöll. Olía á striga.


2

Fimmtudagur 16. júní 2011

Humarhátíð

Eystrahorn

Tómstundafulltrúi

á fræðslu- og félagssviði sveitarfélagsins Auglýst er eftir tómstundafulltrúa sem hefur umsjón með félagsmiðstöð ungmenna. Um er að ræða 100% starf í 9 mánuði á ári.

Nú fer að styttast í Humarhátíð, en hún verður fyrstu helgina í júlí, 1. - 3. júlí. Þetta er nítjánda Humarhátíðin en sú fyrsta var haldin árið 1992. Fyrirhugað er að að hafa hátíðina með nokkuð hefðbundnu sniði og verður hún á sama stað og í fyrra. Sem dæmi um viðburði á hátíðinni má nefna dansleiki í íþróttahúsinu og í Pakkhúsinu, heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna, kassabílarallý Landsbankans, kúadellulottóið vinsæla, varðeld og söng. Í ár verða nokkrar nýjungar og má þar nefna verkefnið „Ekki lúra of lengi“ sem er á vegum Ferðafélags Austur Skaftafellssýslu en það stendur fyrir fjölda skemmtilegra ferða vikuna fyrir Humarhátíð og hafa eflaust margir fengið upplýsingabækling frá þeim í gegnum bréfalúguna nú þegar. Hægt er að skoða dagskrá félagsins á heimasíðunni www.gonguferdir.is Aðrar nýjungar sem boðið er upp á er kennsla í töfrabrögðum fyrir yngstu kynslóðina. Meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni eru Felix Bergsson sem verður kynnir hátíðarinnar í ár, Björgvin Frans og félagar sem munu sjá um barnadagskrána og stórhljómsveitin Buff sem mun trylla lýðinn í íþróttahúsinu á laugardagskvöldinu. Fullbúin dagskrá Humarhátíðar verður birt um miðjan júní en gróft uppkast af henni verður hægt að nálgast fljótlega á heimasíðu sveitarfélagsins www.rikivatnajokuls.is/ humar Áhugi er fyrir því að fá bæjarbúa til að taka virkan þátt í undirbúningi og skipulagningu hátíðarinnar. Þeir sem vilja taka þátt í því starfi eru beðnir um að hafa samband við Valda í síma 8686865 eða senda póst á sindri@hfn.is

Helstu verkefni: • Veitir félagsmiðstöð forstöðu. • Skipuleggur störf með ungmennum og vinnur með þeim í daglegu starfi. • Vinnur með ungmennaráði. • Samstarf við grunnskóla. • Vinnur að forvörnum með ungmennum. • Kemur að stefnumörkun viðkomandi málaflokks. • Er tengiliður sveitarfélagsins við félag eldri borgara. • Önnur verkefni sem yfirmaður felur honum. Æskilegt er að viðkomandi sé með háskólapróf sem nýtist í starfi. Forstöðumaður þarf að búa yfir reynslu af skipulögðu starfi með ungmennum. Hann skal sýna lipurð í mannlegum samskiptum, búa yfir festu og hafa góða skipulagshæfileika. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar um starfið veitir Stefán Ólafsson, sími 470-8002, netfang stefan@hornafjordur.is Umsóknarfrestur er til 27. júní 2011 og skal stíla umsókn á Stefán Ólafsson, framkvstj. fræðslu- og félagsviðs, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði.

Fimmtudagar eru bíllausir dagar • Drögum úr orkunotkun

Eystrahorn

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

@VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& www.inni.is

FÉLAG FASTEIGNASALA

Vildaráskriftina má greiða =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& í Landsbankanum lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h

HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. Ritstjóri og fasteignasali ábyrgðarmaður:. Eymundsson s.. Albert 580 7902

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI

Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Aðstoð:................. Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

tjarnarbrú

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

NÝTT Á SKRÁ

Skemmtileg og rúmgóð 2ja herbergja íbúð á fyrstu hæð í þríbýli. Sérinngangur. Bílskúr.

fiskhóll

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

LÆKKAÐ VER

Reisulegt 197,1 m² einbýlishús á frábærum stað miðsvæðis, með útsýni til allra átta. Til afhendingar í júlí.

Ð

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

SUMARHÚS -

HEILSÁRSHÚ

STAFAFELLSFJÖLL Í LÓNI

Glæsilegt og vandað heilsárshús í Stafafellsfjöllum í Lóni, alls 60,3 m². Einstakt tækifæri til að eignast fallegt hús í þessari náttúruparadís.

S


Eystrahorn

Fimmtudagur 16. júní 2011

Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru

3

Þakkir fyrir styrki og stuðning

Hallgerðar Valsdóttur Foreldrar, systkini, vinir og aðrir aðstandendur Sr. Sigurður sóknarprestur verður í orlofi frá 18. til 27. júní. Staðgengill hans verður Sr. Karl Valgarður Matthíasson Sími: 868 6984 Netfang: kvm@simnet.is

Rúm og dýnur í öllum stærðum og gerðum Athugið að lokað verður á laugardögum í sumar Opið virka daga kl. 13 - 18

Húsgagnaval

Lególiðið Frumurnar úr Grunnskóla Hornafjarðar er nú komið heim úr frækilegri ferð og allir kátir með hvernig til tókst. Liðið tók þátt í opna First Lego league Evrópumótinu sem var haldið í Delft í Hollandi 2. til 4. júní Frumurnar kepptu við 67 lið frá 30 löndum og stóðu sig með sóma. Hópurinn vakti hvarvetna athygli og hélt merki Íslands

hátt á lofti. Allir gerðu sitt besta og komu heim reynslunni ríkari. Ferðasöguna og myndir er hægt að skoða á www.frumurnar.blog. is. Kostnaður við svona ævintýri er talsverður, en við vorum svo heppin að njóta mikils stuðnings og velvildar margra aðila. Kærar þakkir fyrir stuðninginn. Kveðja Frumurnar

PVC-u GLUGGAR HURÐAR OG GLER Á Íslandi er síbreytileg veðrátta alþekkt. Þess vegna ættu Íslendingar að velja vandaðar byggingavörur sem standast erfið veðurskilyrði og krefjast lágmarks viðhalds. Öll framleiðsla fyrir Glerborg er CE vottuð

Komdu við á söluskrifstofu okkar að Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu. Við bjóðum upp á greiðsluskilmála við allra hæfi.

SÍMI: 565 0000

Dalshraun 13 • 220 Hafnarfjörður • Sími 565 0000 Fax 555 3332 • glerborg@glerborg.is • www.glerborg.is


4

Fimmtudagur 16. júní 2011

Eystrahorn

Málþing um Papa með írskum fræðimönnum Málþings verður haldið í Þórbergssetrinu í Suðursveit á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Málþingið hefst kl 13:00 en að því loknu verður farið inn í Papbýli og skoðaðar fornar rústir sem þar hafa fundist. Málþingið er haldið með erlendum fræðimönnum og sæfarendum, sem siglt hafa um papaslóðir á N-Atlantshafi á írsku skútunni ,,Ár Seachrán”, Ferðalangi. Hún lagði úr höfn frá bænum Ventrý í Kerrý héraði á degi heilags Breandans, sæfara, 16 maí sl. Írski sagnfræðingurinn og sægarpurinn Paddy Barrý stýrir skútunni, en hann þekkir vel til siglinga á norðurhöfum og heimsskautasvæðum. Hann mun lýsa för Ferðalangs, en líka fjalla um fyrri tíma rannsóknarferðir á norðurslóðum. Dr. Jonathan Wooding, sem er kennari við Háskólann í Wales í keltneskri kristni og sagnfræði, mun fjalla um Papa og lýsa stöðum í úthafinu þar sem þeir munu hafa komið sér fyrir til helgihalds á fyrri tíð og gera grein fyrir þeim trúarhugmyndum, er mótuðu hátterni þeirra. Þekktur írskur tónlistarmaður er með í för og mun leika ,,keltneska” tónlist. Málþingið er opið öllum sem hug hafa á efni þess. Fyrsti viðkomustaður skútunnar„Ferðalangs” var

klettaeyjan „Sceilg Mhichíl/ Skellig Michael”, sem er skammt undan Kerrýströndum. Eyjan er klettadrangur en var þó byggð munkum á fyrri tíð, svo sem býkúpulaga steinabyrgi, er enn standa, vitna um og voru vistarverur þeirra og helgidómur. Þaðan lá leiðin á papaslóðir við vesturströnd Írlands og á Suðureyjum. Ein þeirra er „Iona”, þar sem heilagur Kolum Killi kom upp klaustri á öndverðri 6. öld, er varð móðurklaustur fjölda annarra klaustra enda barst trúin þaðan með sínum vestrænu/ keltnesku einkennum vítt um lönd og höf. Í ævisögu Kolum Killa, sem Adómnán, 9. ábóti

17. júní á Höfn

13:00 14:00 14:15 20:00

Forsala á gasblöðrum fyrir skrúðgönguna á Vesturbraut Skrúðganga frá N1 Vesturbraut Lúðrasveit Hornafjarðar flytur nokkur lög Hátíðarávarp Ávarp Fjallkonunnar Ávarp nýstúdents Íþróttamaður USÚ 2010 heiðraður Leikskólabörn syngja Fimleikasýning Hestar fyrir börnin Andlitsmálun Grillaðar pylsur Sjoppa (allaru ágóði af sjoppu og blöðrusölu rennur í ferðasjóð 3 fl. Sindra) Fjölskyldudansleikur í Íþróttahúsi

UMF Sindri

klaustursins, skráði á sjöundu öld, er sagt frá tilraunum til að sigla frá Iona á úthafið í leit að griðarstöðum. Frá Iona var siglt til eyja norður af Skotlandi, Orkneyja og Shetlands þar sem finnast fjöldi papastaða og ummerkja, en ekki tókst þó að koma þar við á öllum þeim stöðum sem áætlað var vegna veðurofsa og ólaga er fylgdu í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum. Hingað til lands kemur Ferðlaangur frá Færeyjum, en þar er bæði að finna örnefni sem vísa til keltneskra sagna og fornar leifar. Brendansvík er t.d. í Kirkjubæ og á Leirvík á Austurey eru ummerki um

bænhús vestrænnar gerðar. Á leiðinni til Íslands verður siglt að Mikinesi þar sem finnast fornar rústir af kirkju, er borið hefur írsk auðkenni. Ferðalangur er væntanlegur frá Færeyjum 15. júní til Djúpavogs eftir að hafa siglt að Papey. 18. júní siglir hann til Vestmannaeyja og kemur þangað samkvæmt áætlun á kvennadaginn 19. júní. Leiðangursmenn hyggjast gæta þar að hugsanlegum ummerkjum um vestræna menn á fyrri tíð. Þeir ætla sér að vera þar á lengsta degi ársins, sumarsólstöðum 21. júní, en þær höfðu mikla þýðingu í hugarheimi Kelta bæði fyrir og eftir að þeir urðu kristnir. Sólin var þeim táknmynd um elsku Guðs, er skapaði heiminn og opinberaðist í mannmynd sinni Jesú Kristi, sem væri ljós heimsins og úthellti geislum sínum yfir líf og heim. Eftir að hafa kynnt sér manngerðu hellanna við Seljaland, sem eru með krossum og trúartáknum á veggjum og hafa verið grafnir út töluvert fyrir ,,viðurkennt” landnám Íslands, svo sem nýlegar rannsóknir Vestur- Íslendingsins dr. Kristjáns Ahronsonar sýna fram á, sigla þeir á Jónsmessu til baka á skútu sinni Ferðalangi til Írlandsstranda.

Sumarblóm, matjurtir, kryddjurtir, trjáplöntur, fjölær blóm og fleira ræktað í Ríki Vatnajökuls

Tilboð

10 stjúpur 990 kr 20% afsláttur af Heiðakvist, Blágreni og Sunnubroddi (gildir til 19. júní)

Gróðrarstöðin Dilksnesi Opið virka daga 13-18 • laugardaga 11-15

ATH lokað 17. júní Sími 849-1920


Eystrahorn

Fimmtudagur 16. júní 2011

Bókun bæjarstjórnar um sjávarútvegsmál Á bæjarstjórnarfundi 9. júní sl. voru sjávarútvegsmál til umræðu og eftirfarandi bókun samþykkt með sex atkvæðum en fulltrúi Samfylkingarinnar sat hjá. Vorið 2009 varaði bæjarráð og bæjarstjórn Hornafjarðar við öllum ákvörðunum sem skaðað gætu sjávarbyggðir landsins og hvatti til þess að ekki verði ráðist í illa ígrundaðar ákvarðanir um breytingar á stjórnun fiskveiða. Í janúar 2011 samþykkti bæjarstjórn bókun þar sem segir að ef sú sátt sem boðuð var í nýársávarpi forsætisráðherra um fiskveiðistjórnun myndi byggja á niðurstöðu starfshóps, sem var settur á laggirnar í júlí 2009 til þess að endurskoða lög um fiskveiðistjórnun og skilaði niðurstöðu í september 2010, bæri að fagna því. Augljóst er að frumvörp þau sem nú eru komin fram byggja ekki á niðurstöðu starfshópsins og eru

ekki til þess fallin að eyða óvissu fyrir sjávarbyggðir né skapa sátt um nýtingu auðlindarinnar. Bæjarstjórn Hornafjarðar telur mikilvægt að vandað verði til verka í þessum efnum, bæði er lýtur að breytingum á fiskveiðistjórnun til skamms tíma sem og langs tíma. Bæjarstjórn Hornafjarðar vill benda á að bæjarráð Hornafjarðar hefur þegar ákveðið að gerð verði sjálfstæð könnun á áhrifum frumvarpanna fyrir Hornafjörð. Það er slæmt fyrir umræðu um málið að hvorki liggi fyrir greining á áhrifum frumvarpanna fyrir þjóðina í heild né starfsfólk í sjávarútvegi og íbúa í einstökum byggðarlögum sem eiga mikið undir sjávarútvegi komið áður en frumvörpin eru lögð fram á Alþingi. Bæjarstjórn Hornafjarðar leggur því til að afgreiðslu beggja frumvarpa verði frestað og næstu mánuðir nýttir í samráð um mótun framtíðarskipulags fiskveiðistjórnunar sem almenn sátt geti tekist um.

5

Ævintýra- og leikjanámskeið Sindra Annað leikjanámskeið Sindra hefst 20. júní og stendur til 1. júlí Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 5 - 9 ára Flott dagskrá frá kl. 9:00 - 12:00 en boðið upp á gæslu frá kl. 8:00 Verð 7.000 kr. en 10.000 kr. fyrir systkini Umsjón Kristinn Guðlaugsson s. 849 4378

GOSLOKA

TILBOÐ GILDIR EKKI AF vörum merktar LÆGSTA LÁGA VERÐ HÚSASMIÐJUNNAR GILDIR EINGÖNGU Í VERSLUN HÚSASMIÐJUNNAR HÖFN ÚT JÚNÍ.

20%

TUR AFSLÁT LNINGU AF ÚTIMÁ N. OG VIÐARVÖR Gildir út júní


markhonnun.is

LAMBALÆRI

ÞURRKRYDDAÐ FERSKT

Kræsingar & kostakjör

Opið frá 12 - 18 á 17. júní!

25 % afsláttur

1.199

kr/kg áður 1.599 kr/kg

GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ! LAMBARIB-EYE

M/HVÍTLAUK OG ROSMARIN

20%

LAMBASIRLOINSNEIÐAR KRYDDAÐAR

LAMBALÆRISSNEIÐAR FERSKAR

afsláttur

3.198

1.499

kr/kg áður 3.998 kr/kg

1.698

kr/kg áður 1.698 kr/kg

LAMBAGRILLLEGGIR FERSKIR

kr/kg áður 1.998 kr/kg

GRILLPYLSUR 10 STK 480 G

HAMBORGARAR GRILL 4 X 80 G FERSKIR

34%

afsláttur

30%

20%

afsláttur kr/kg

áður 1.398 kr/kg

295

kr/pk.

áður 369 kr/pk.

KLEINUHRINGIR - SÚKKULAÐI

99

395

kr/pk.

40% afsláttur

áður 598 kr/pk.

40%

afsláttur

299

kr/stk.

kr/stk. áður 498 kr/stk.

áður 165 kr/stk.

179

kr/pk. áður 358 kr/pk. Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes

MÖNDLUKAKA

50%

JARÐARBER 250G

afsláttur

Tilboðin gilda 16.-19. júní eða meðan birgðir endast

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

979

afsláttur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.