Eystrahorn 24. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn 24. tbl. 31. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 20. júní 2013

Sjóminjasýning opnuð

Karlakórinn Jökull söng við opnun sýningarinnar.

Gamla skreiðarskemman, þar sem margir krakkar fengu fyrstu eldskírn sína á vinnumarkaðnum, hefur fengið verðugt hlutverk. 17. júní var opnuð áhugaverð sjóminjasýning sem opin er daglega frá kl. 8:00 - 20:00. Aðalhönnuður er Björn Björnsson sem m.a. hannaði Jöklasýninguna á sínum tíma. Í ávarpi sínu sagði Björn að framtíðarsýn sín væri að Mikligarður yrði gerður að safni sem þjónaði þörfinni á varðveislu og sýningu á sambúð manns og náttúru í héraðinu og einstæðu umhverfi. Karlakórinn Jökull söng viðeigandi lög við opnunina undir fuglabjarginu eins og sést á myndinni. Þessi sýning er góð viðbót við Gömlubúð sem vígð var fyrir nokkrum dögum og sjóbúðina í Miklagarði.

Friðarhlaupið Dagana 20. júní - 12. júlí verður hlaupið Friðarhlaup um allt Ísland. Þá mun alþjóðlegur hópur hlaupara bera logandi Friðarkyndil á milli byggða til að gefa öllum landsmönnum tækifæri á að taka þátt í viðburði sem hefur að leiðarljósi hugsjónir sáttar og samlyndis. Friðarhlaupið, eða Sri Chinmoy OnenessHome Peace Run, eins og það nefnist á ensku, er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem fer fram í öllum heimsálfum ár hvert. Hlaupið er kennt við indverska friðarfrömuðinn Sri Chinmoy (1931-2007) sem m.a. opnaði íslenska Friðarhlaupið árið 1989. Þátttaka barna- og ungmenna er einn af hornsteinum Friðarhlaupsins og leggjum við mikið upp úr því að skipuleggja hana í samstarfi við íþrótta- og ungmennahreyfingar. Hlaupið er í boðhlaupi og geta því allir hlaupið eins langt eða stutt og þeir vilja. Friðarhlaupið kemur á Höfn í Hornafirði þriðjudaginn 25. júní. Öllum er boðið að vera með okkur, sérstaklega þætti okkur vænt um þátttöku barna og ungmenna. Áætluð dagskrá er þessi: Kl. 15:05 Friðarhlaupið kemur í Nesjahverfi Kl. 15:15 Hlaupið af stað Kl. 15:40 Áætluð koma að gatnamótum Suðurlandsvegar og Hafnavegar Kl. 16:05 Áætluð koma að gatnamótum Hafnarbrautar og Dalbrautar Kl. 16:15 Komið að Friðartrénu sem er á miðsvæðinu á Höfn. Stutt dagskrá þar sem Friðarkyndillinn verður látinn ganga og dagskrá fyrir krakka Kl. 17:00 Áætluð dagskrárlok

Næstu heimaleikir • Laugardagur 22. júní kl. 14:00 2. deild karla - Sindri - Ægir • Sunnudagur 23. júní kl. 14:00 2 flokkur karla - Sindri - Grindavík

Björn Björnsson hönnuður.

Allir á völlinn

Skreytum fyrir Humarhátíð Nú er vorhreingerningunni að ljúka og sólin farin að skína. Það fer að líða að Humarhátíð og viljum við hvetja alla til að dusta rykið af APPELSÍNUGULU skreytingunum ykkar. Þetta árið verða veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið, best skreyttu götuna og best skreytta fyrirtækið.

Aðeins eitt blað eftir áður en Eystrahorn fer í sumarfrí


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.