Eystrahorn 24. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn 24. tbl. 31. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 20. júní 2013

Sjóminjasýning opnuð

Karlakórinn Jökull söng við opnun sýningarinnar.

Gamla skreiðarskemman, þar sem margir krakkar fengu fyrstu eldskírn sína á vinnumarkaðnum, hefur fengið verðugt hlutverk. 17. júní var opnuð áhugaverð sjóminjasýning sem opin er daglega frá kl. 8:00 - 20:00. Aðalhönnuður er Björn Björnsson sem m.a. hannaði Jöklasýninguna á sínum tíma. Í ávarpi sínu sagði Björn að framtíðarsýn sín væri að Mikligarður yrði gerður að safni sem þjónaði þörfinni á varðveislu og sýningu á sambúð manns og náttúru í héraðinu og einstæðu umhverfi. Karlakórinn Jökull söng viðeigandi lög við opnunina undir fuglabjarginu eins og sést á myndinni. Þessi sýning er góð viðbót við Gömlubúð sem vígð var fyrir nokkrum dögum og sjóbúðina í Miklagarði.

Friðarhlaupið Dagana 20. júní - 12. júlí verður hlaupið Friðarhlaup um allt Ísland. Þá mun alþjóðlegur hópur hlaupara bera logandi Friðarkyndil á milli byggða til að gefa öllum landsmönnum tækifæri á að taka þátt í viðburði sem hefur að leiðarljósi hugsjónir sáttar og samlyndis. Friðarhlaupið, eða Sri Chinmoy OnenessHome Peace Run, eins og það nefnist á ensku, er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem fer fram í öllum heimsálfum ár hvert. Hlaupið er kennt við indverska friðarfrömuðinn Sri Chinmoy (1931-2007) sem m.a. opnaði íslenska Friðarhlaupið árið 1989. Þátttaka barna- og ungmenna er einn af hornsteinum Friðarhlaupsins og leggjum við mikið upp úr því að skipuleggja hana í samstarfi við íþrótta- og ungmennahreyfingar. Hlaupið er í boðhlaupi og geta því allir hlaupið eins langt eða stutt og þeir vilja. Friðarhlaupið kemur á Höfn í Hornafirði þriðjudaginn 25. júní. Öllum er boðið að vera með okkur, sérstaklega þætti okkur vænt um þátttöku barna og ungmenna. Áætluð dagskrá er þessi: Kl. 15:05 Friðarhlaupið kemur í Nesjahverfi Kl. 15:15 Hlaupið af stað Kl. 15:40 Áætluð koma að gatnamótum Suðurlandsvegar og Hafnavegar Kl. 16:05 Áætluð koma að gatnamótum Hafnarbrautar og Dalbrautar Kl. 16:15 Komið að Friðartrénu sem er á miðsvæðinu á Höfn. Stutt dagskrá þar sem Friðarkyndillinn verður látinn ganga og dagskrá fyrir krakka Kl. 17:00 Áætluð dagskrárlok

Næstu heimaleikir • Laugardagur 22. júní kl. 14:00 2. deild karla - Sindri - Ægir • Sunnudagur 23. júní kl. 14:00 2 flokkur karla - Sindri - Grindavík

Björn Björnsson hönnuður.

Allir á völlinn

Skreytum fyrir Humarhátíð Nú er vorhreingerningunni að ljúka og sólin farin að skína. Það fer að líða að Humarhátíð og viljum við hvetja alla til að dusta rykið af APPELSÍNUGULU skreytingunum ykkar. Þetta árið verða veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið, best skreyttu götuna og best skreytta fyrirtækið.

Aðeins eitt blað eftir áður en Eystrahorn fer í sumarfrí


2

Fimmtudagur 20. júní 2013

Hofskirkja í Öræfum

Kvöldmessa sunnudaginn 23. júní kl. 20:00 Sr. Gunnar Stígur Reynisson

Þökkum heimamönnum fyrir góðar viðtökur eftir að við opnuðum og óskum Hornfirðingum öllum sólríks sumars. Minnum á gott kaffi, kökur og belgískar vöfflur við höfnina í allt sumar. Starfsfólk Pakkhússins

Ítalskt kvöld með Kvennakór Hornafjarðar Í Mánagarði 27. júní kl. 19:30 • Aðgangseyrir 4.000,Sætaferðir frá N1 kl. 19:00

Miðapantanir hjá Nínu 866-5114 og Luciu 866-8030

Jónsmessumót í golfi Föstudaginn 21.júní kl. 20:00 Vanur og óvanur spila saman

Eystrahorn

Að leiðarlokum Fimmtudaginn 6. júní sl. sat ég minn síðasta bæjarstjórnarfund í bæjarstjórn Hornafjarðar. Ég hef átt sæti í bæjarstjórn Hornafjarðar í rúm sjö ár eða allt frá því að ég náði kjöri í bæjarstjórnarkosningum árið 2006. Ástæðan fyrir því að ég baðst lausnar frá setu í bæjarstjórn á þessum tímapunkti er sú að ég og fjölskylda mín höfum flust búferlum vegna nýrra starfa í Vík í Mýrdal. Þessi sjö ár í bæjarstjórn Hornafjarðar hafa í senn verið lífleg, skemmtileg og lærdómsrík. Kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn hefur auðnast að eiga gott samstarf um mikilvæg málefni er varða sveitarfélagið. Það er mikilsvert og ber að þakka. Samstaða hefur verið um stærstu og brýnustu málin þó stundum hafi auðvitað verið tekist á um einstök mál og blæbrigðamunur verið á afstöðu einstakra bæjarfulltrúa. En allir hafa verið sameinaðir í því að gera sitt besta fyrir hönd sveitarfélagsins og íbúa þess og bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum. Sveitarfélagið Hornafjörður stendur styrkum fótum um þessar mundir og þá ekki bara út frá fjárhagslegum viðmiðum. Samfélagið stendur á traustum grunni og hvarvetna sem maður kemur finnur maður fyrir sköpunarkrafti og ekki síður viljanum til þess að efla og auðga samfélagið. Af þessum sökum er ég bjartsýnn fyrir hönd samfélagsins á Hornafirði og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Sem bæjarfulltrúi öðlast maður tækifæri að starfa með fjölbreyttum hópi fólks og er það einn skemmtilegasti þáttur starfsins. Við þessi tímamót hjá mér vil ég þakka félögum mínum bæjarstjórn Hornafjarðar samfylgdina og samstarfið á síðustu sjö árum sem og starfsmönnum sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst vil ég nota þetta tækifæri til þess að þakka íbúum sveitarfélagsins kærlega fyrir samstarfið og samfylgdina á þessum tíma. Slíkt samstarf er án efa það verðmætasta sem maður tekur út úr bæjarfulltrúastarfinu. Einnig vil ég þakka það traust sem mér hefur verið sýnt með því að veita mér brautargengi í kosningum til þess að gegna trúnaðarstöfum fyrir kjósendur í sveitarfélaginu. Ég vona að mér hafi tekist að standa undir því. Árni Rúnar Þorvaldsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hornafjarðar

Gróðrarstöðin Dilksnesi Sumarblóm, matjurtir, fjölær blóm, tré, runnar o.fl. Nær allar plöntur ræktaðar í Dilksnesi.

Tilboð vikunnar 20% afsláttur á sýrenum Opið virka daga kl. 13:00 -18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00

Verð kr. 2.500,- parið

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Frá Ferðafélagi Austur-Skaftfellinga Óvissuferð sunnudaginn 23. júní kl. 19:00

Ferðin mun taka u.þ.b. 4 klst. Mæting við Þjónustumiðstöð SKG (tjaldstæði) og munið eftir nestinu. Kaffi í boði Ferðafélagsinns í lok ferðar.

Allir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins. 500 kr. fyrir 16 ára og eldri. Börn eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Komi hundar með í ferðir eru þeir á ábyrgð eigenda og skulu vera í taumi. Nánari upplýsingar veitir Ragna í síma 662-5074.


Eystrahorn

Fimmtudagur 20. júní 2013

Mikill áhugi á heimsókn Sjávarklasans til Hafnar Íslenski sjávarklasinn mun sækja Höfn heim vikuna 24.-28. júní til að taka viðtöl við fyrirtæki á svæðinu í haftengdri starfsemi. Fjölmörg fyrirtæki hafa brugðist vel við erindi Sjávarklasans og hafa nú þegar verið bókaðir fundir með forsvarsmönnum á fjórða tug fyrirtækja. Markmið þessara funda verður að kynnast fyrirtækjunum og koma auga á sérstöðu hvers og eins fyrirtækis. Er þetta hluti af einu af stærri verkefnum Sjávarklasans sem er kortlagning allrar haftengdar starfsemi á Íslandi í þeim tilgangi að meta umfang sjávarklasans á Íslandi, tengja saman fyrirtæki í haftengdri starfsemi og auka verðmæti íslenskra sjávarafurða. Fleiri sem vilja taka þátt og eru áhugasamir um verkefnið geta haft samband við verkefnastjóra Sjávarklasans þær Brynju Halldórsdóttur og Sögu Huld Helgadóttur í gegnum brynja@sjavarklasinn.is og sagahuld@sjavarklasinn.is.

Tónleikar Hljómsveitin Pascal Pinon mun ferðast hringinn í kringum landið í sumar og halda tónleika í 5 kirkjum ásamt blásaratríói. Fimmtudagskvöldið 27. júní ætla þær að vera með tónleika í Hafnarkirkju klukkan 20:00. Hljómsveitirnar munu fyrst koma fram í sitthvoru lagi og síðan saman. Leikin verða klassísk verk í bland við frumsamin. Verkefnið hlaut styrk úr tónlistarsjóði Kraums sem gerir það að verkum að frítt er inn á alla tónleikana og þeir sem hafa áhuga geta hlýtt á hugljúfa og fallega tónlist í fallegu umhverfi.

3

Lausar stöður við leikskólann Lönguhóla Framtíðarstörf: Um er að ræða eina deildarstjórastöðu og kennarastöðu á deild. Óskað er eftir leikskólakennara, grunnskólakennara eða þroskaþjálfa. Ef ekki fást uppeldismenntaðir starfsmenn í störfin verða ráðnir ófaglærðir. Umsækjendur þurfa að hafa gaman af börnum, góða samskiptahæfileika, sjálfstæði í vinnubrögðum, vera jákvæðir, samviskusamir og hafa ánægju af útiveru. Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf um miðjan ágúst 2013. Nánari upplýsingar hjá Margréti Ingólfsdóttur leikskólastjóra í síma 470-8490 eða netfangið margreti@hornafjordur.is Umsóknir skal senda til Margrétar leikskólastjóra fyrir 5. júlí 2013.


SVÍNABÓGUR

Kræsingar & kostakjör

GRILLSAGAÐUR

697

VERÐSPRENGJA! KJÚKLINGABRINGUR

KINDAFILLE

1.998

3.097

OKKAR - 3STK

ÁÐUR 2.498 KR/KG

KRYDDAÐ

ÁÐUR 996 KR/KG

GRILL KINDAINNRALÆRI

GRILL GRÍSAFILLE

2.598

1.884

FERSKT LAMBA PRIME

STÓRLÚÐA 1.FL

2.699

1.998

KRYDDAÐ

ÁÐUR 4.489 KR/KG

ÁÐUR 3.289 KR/KG

SNEIÐAR

ÁÐUR 2.298 KR/KG

31% AFSLÁTTUR

GRILLPYLSUR

LAMBALÆRISSNEIÐAR

398

1.884

TOSCANA 320G

ÁÐUR 498 KR/PK

FERSKT

M/HVÍTLAUK OG RÓSMARÍN

ÁÐUR 3.749 KR/KG

ÁÐUR 2.298 KR/KG

28% AFSLÁTTUR

BLÁBER BOX 125G

249 ÁÐUR 498 KR/PK

KARTÖFLUSALAT 500GR MATUR & MÖRK

347

26% AFSLÁTTUR

ÁÐUR 469 KR/STK

50% AFSLÁTTUR

243

ÁÐUR 2.895 KR/KG

31% AFSLÁTTUR

SÓDAVATN 2L

ARIEL ACTILIFT COLOR/REGULAR

97

1.987

CO-OPERATIVE

4,74 LÍTRAR, 65ÞVOTTAR

ÁÐUR 149 KR/STK

ÁÐUR 2.798 KR/PK

HRÁSALAT 380GR MATUR & MÖRK

FROSIN

29% AFSLÁTTUR 35% AFSLÁTTUR

ÁÐUR 329 KR/STK

Tilboðin gilda 20. - 23.júní Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.