Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 19. júní 2014
24. tbl. 32. árgangur
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa sjálfstæðismenn og 3Framboðið myndað meirihluta í bæjarstjórn Hornafjarðar. Í málefnasamningi framboðanna kemur fram að Björn Ingi Jónsson efsti maður á D-lista verði ráðinn bæjarstjóri. Af því tilefni hafði Eystrahorn samband við Björn Inga og tók við hann eftirfarandi viðtal. Ég er fæddur á Húsavík 26. apríl 1968 og bjó með foreldrum mínum í Hafrafellstungu í Öxarfirði fyrstu 4 ár ævinnar. Árið 1972 fluttumst við til Hornafjarðar og voru systkinin þá orðin fimm en eitt bættist við eftir að til Hornafjarðar var komið. Í skólagöngu minni við grunnskólann á Höfn æfði ég ýmsar íþróttir með Sindra en fann mig aldrei sem mikinn íþróttamann, en ílengdist þó við það að æfa karate í nokkur ár. Áhugamál og tómstundir hafa alla tíð tengst útiveru og hverslags ferðalögum. Ég hef starfað innan björgunarsveitanna nánast alla mína tíð og sat í stjórn Björgunarfélags Hornafjarðar í yfir tíu ár og starfaði sem formaður mikinn hluta þess tíma. Ég útskrifaðist sem rafeindavirki frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1990 og kláraði síðan meistaranám í sömu grein fimm árum síðar. Lauk diplóma námi í Rafmagnsiðnfræði og Rekstrariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008. Ég er giftur Hrafnhildi Magnúsdóttur og saman eigum við eina dóttur en þar fyrir utan eigum við þrjá drengi. Í september 2013 kom svo í heiminn afastelpa sem búsett er í Danmörku, svo eigum hundinn Mikka og tvær íslenskar hænur.
Starfsferill og þátttaka í sveitarstjórnarmálum Síðan ég lauk námi hef ég starfað við mitt fag fyrst hjá Pósti og Síma síðan við tölvuþjónustu og núna síðustu 6 árin rekið mitt eigið fyrirtæki í þessum geira. Ég hóf
Brýn verkefni og framtíðarsýn
þátttöku í sveitarstjórnarmálum árið 2006 og setið í bæjarstjórn og bæjarráði síðan þá auk Skipulags og umhverfisnefndar, sem og formaður almannavarna í AusturSkaftafellssýslu og varaformaður svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs frá stofnun hans. Samfélagsmál hafa alltaf skipt miklu máli hjá mér á einn eða annan hátt. Í uppvexti mínum þótti eðlilegt og sjálfsagt að taka þátt í að bæta það samfélag sem maður býr í. Ég tel mig vera vel undirbúinn til að takast á við starfið því eins og fram hefur komið hef ég setið í bæjarstjórn síðustu átta ár og þekki því vel hvernig stjórnsýslan vinnur. Þar sem ég hef búið hér nánast alla mína æfi þekki ég samfélagið okkar vel sem ég tel vera mikinn styrk.
Bætt aðstaða í Bárunni
Þótt fótboltaæfingar hafi færst út á grasvellina er ennþá verið að bæta aðstöðuna í Bárunni og sl. mánudag afhenti Gunnar Ásgeirsson ýmis hjálpartæki til notkunar í húsinu og á æfingum eins og sjá má á myndinni sem tekin var við það tækifæri. Björn Ingi Jónsson nýr bæjarstjóri ásamt fulltrúum Sindra og ungum fótboltasnillingum tóku við gjöfinni.
Eins og ég sagði í aðdraganda kosninga og kemur fram í málefnasamningi bæjarstjórnar þá er afar brýnt að auka fjölbreytni í atvinnulífinu í sveitarfélaginu. Til að það sé mögulegt verðum við að ýta undir að í boði sé húsnæði fyrir fólk sem vill setjast hér að og góð grunnþjónusta er einnig mikilvægur þáttur sem hefur áhrif á hvar fólk vill búa. Þetta er fallegt sveitarfélag og hér er mjög gott að búa. Það ásamt því sem ég hef áður minnst á tel ég séu góð skilyrði til að sveitarfélagið geti vaxið og dafnað. Fjölbreyttara atvinnulíf gerir staðinn áhugaverðan til búsetu. Aukin þróun í ferðaþjónustu yfir vetrartímann gefur mikla möguleika á fjölgun heilsársstarfa í greininni og einnig er mikilvægt að sjávarútvegurinn fái það svigrúm sem hann þarf til að vaxa og dafna. Ný atvinnutækifæri eru að skapast í landbúnaði með aukinni fullvinnslu á svæðinu ásamt tengingu veitingahúsa við uppruna vörunnar. Skapandi greinar eru að verða æ mikilvægari hluti af því að gera samfélag fjölbreyttara og áhugaverðara til búsetu. Þetta starf leggst mjög vel í mig. Það eru tækifæri í að það skuli vera nokkur endurnýjun í bæjarstjórn en jafnframt styrkur af því fólki sem er með reynslu. Einnig býr starfsfólk sveitarfélagsins yfir mikilli og góðri þekkingu á sínum málum. Það verður spennandi og gaman að takast á við þau verkefni sem bíða okkar á þessu kjörtímabili og nýta þá þekkingu og reynslu sem er fyrir hendi.
Nýr hjúkrunarstjóri Í j úní 2014 tók Björg Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur við af Valgerði Hönnu Úlfarsdóttur sem hjúkrunarstjóri á hjúkrunardeild HSSA. Björg er fædd 1980 á fæðingardeild Skjólgarðs sem var og hét. Hún er Hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands og með viðbótarnám bráðatæknis frá Uppsala Háskóla. Björg hefur unnið á HSSA bæði fyrir og eftir útskrift úr hjúkrunarfræðideildinni, frá árunum 2011 -2014 á bráðamóttöku í Fossvogi og nú undanfarna mánuði í Noregi.
Næsta blað, 26. júní, er síðasta blað fyrir sumarfrí.
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 19. júní 2014
Hofskirkja í Öræfum Kvöldguðsþjónusta sunnudaginn 22.júní kl. 20:00
Eystrahorn
Hundrað ár frá fæðingu Ragnars í Skaftafelli
Prestarnir
Kaþólska kirkjan Sunnudagur 22. júní Hl. messa kl. 12:00. Séra Denis O´Leary sóknarprestur í Maríukirkju les hana. Eftir messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar. Verið hjartanlega velkomin.
Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu
Óvissuferð
Árleg óvissuferð Ferðafélagsins á Jónsmessu verður farin mánudagskvöldið 23. júní. Mæting við tjaldstæði kl 19:00 og tekur ferðin um 4 klst. Munið hollt og gott nesti og góða skó. Allir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins, börn eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Komi hundar með í ferðir eru þeir á ábyrgð eigenda. Ól skal vera meðferðis. Dagsferðir kosta 500 kr. Þeir sem ekki eru á bíl borga 1000 -1500 kr. til bílstjórans. Nánari upplýsingar gefur Ragna í síma 662-5074.
Íbúð til leigu
Tveggja herbergja íbúð í bílskúr til leigu. Laus 1. júlí. Upplýsingar í síma 846-4420.
Bílskúrssala
Verð með bílskúrssölu dagana 25. – 30. júní í Miðtúni 12 (Draumalandi). Nýtt hjónarúm, ýmis varningur, nýtt eða nýlegt s.s. fatnaður og skór, ullarvörur, töskur, veski og ýmislegt til hannyrða. Upplýsingar í síma 864-7670.
Hjónin í Hæðum, þau Laufey Lárusdóttir og Ragnar Þorsteinn Stefánsson.
Næstkomandi laugardag, 21. júní, verður þess minnst, með samkomu í Freysnesi, að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Ragnars Stefánssonar fyrsta þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli. Ragnar var fæddur 22. júní 1914 og bjó nær allan sinn aldur í Hæðum í Skaftafelli. Samkundan í Freysnesi á laugardaginn hefst klukkan 13.30, þar munu nokkrir sem þekktu Ragnar segja frá kynnum sínum af honum og heimilinu í Hæðum. Boðið verður uppá kaffiveitingar og allir velkomnir.
DJ Darknez Aron Þormar Thomasson er aðeins 15 ára gamall plötusnúður, og starfar undir nafninu DJ Darknez . Hann er búinn að sinna tónlistinni í 5 ár og hefur slegið rækilega í gegn. Hlutirnir fóru að gerast fyrir alvöru í fyrra, en þá tróð hann upp fyrir fullu húsi, eða vel á þriðja þúsund manns. „Ég er á fullu að bóka út sumarið núna, og þetta er náttúrulega bara æði,“ segir Aron. Aron stendur ekki einn í þessu en foreldrar hans hafa stutt dyggilega við bakið á honum. „Ég vil sérstaklega þakka mömmu og pabba fyrir frábæra aðstoð við þetta! Ég gæti þetta ekki án þeirra,“ segir Aron. Svo er hann ekki enn kominn með bílpróf vegna ungs aldurs og þarf því oft að láta skutla sér á staði. „Já, ég enda oft á því að spyrja pabba hvort hann vilji ekki skutla mér á gigg,“ segir Aron að lokum og hlær. Við óskum Aroni að sjálfsögðu alls hins besta og velfarnaðar í framtíðinni. Aron Þormar var í starfskynningu á Eystrahorni.
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Snorri Snorrason lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari Sími 580-7915
nýtt á skrá
Leigufélagið Kjarni ehf
Leigufélagið á 3 íbúðir í fjöleignahúsinu Silfurbraut 6-8 á Höfn,2 tveggja herbergja og 1 þriggja herbergja, góð lán áhvílandi og góðir leigusamningar í gildi.
heiðarbraut
Gott 136,8m² 6 herb, einbýlishús ásamt 37,1 m² bílskúr, húsið er einangrað, klætt og í góðu viðhaldi. Góð verönd og lóð.
hagatún
el skipulagt, mikið endurnýjað 127,5 m² einbýlishús ásamt 40m² bílskúr, 4 svefnherbergi, góð verönd, mikið ræktuð lóð, góð staðsetning.
DAGSKRÁ HUMARHÁTÍÐAR Á HÖFN 26. - 29. júní
Fimmtudaginn 26. júní
10-13 / 16-20 Millibör og KalZi sýna það nýjasta í Kartöfluhúsinu. 19:00
Þjóðakvöld kvennakórsins í Mánagarði Matur, glens og gaman. Sætaferðir frá N1 kl. 19:00. Húsið opnar kl. 19:00, dagskrá hefst kl. 19:30. Allt á IKEA verðlagi.
23:00
Hljómsveitin Gullfoss heldur tónleika á Víkinni til heiðurs CCR.
Föstudagur 27. júní 06:45 - 12:00 Sundlaug Hafnar - Frítt í sund 08:00 - 20:00 Gamlabúð - Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs - Upplýsingamiðstöð 08:00 - 20:00 Skreiðarskemma - Sjóminjasýning 08:00 - 20:00 Mikligarður - Verbúð - aðstaða fiskverkafólks fyrr á tímum 09:00 - 16:00 Svavarssafn -Sýning á verkum Svavars Guðnasonar 10:00 - 13:00 Kartöfluhúsið - Millibör og KalZi sýna það nýjasta hjá sér 12:00 - 18:00 Huldusteinn -Steinasafn 13:00 - 15:00 Grillaðar pylsur og andlitsmálning í boði Húsasmiðjunnar 15:00 - 19:00 Litli listaskálinn á Sléttunni - til sýnis og sölu eru verk eftir Gingó , þema sólsetur 16:00
Sindrabær - barnadagskrá - Laddi og Jón Arnór töframaður
16:00
Opnun Svavarssýningar í Svavarssafni
19:00
Opnun leiktækja og markaða á hátíðarsvæði
19:00 - 20:30 Humarsúpa um allan bæ 20:30
Kartöfluhús -Tískusýning Millbör og KalZi
21:00 - 22:30 Hátíðarsvæði - setning Humarhátíðar og hátíðardagskrá, Laddi, Hjörtur Hauser og Jón Arnór töframaður og fleiri flott atriði. 22:30 - 01:00 Íþróttahús - Stórtónleikar með hljómsveitinni Kaleo - heimahljómsveitin Vibrato hitar upp 23:00 - 02:00 Sindrabær - Gömludansaball - Karlakórinn Jökull syngur og leikur fyrir dansi 23:00 - 04:00 Víkin - Dansleikur með Hljómsveitinni Gullfoss
Laugardagurinn 28. júní 06:45 - 12:00 Sundlaug Hafnar - frítt í sund 08:00 - 20:00 Gamlabúð – Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs – Upplýsingamiðstöð 08:00 - 20:00 Mikligarður - Verbúð - aðstaða fiskverkafólks fyrr á tímum 09:00
Silfurnesvöllur - Humarhátíðarmót - glæsileg verðlaun frá Skinney- Þinganesi
13:00
Kassabílarallí í boði Landsbankans - Laddi startar rallíinu
13:00
Opnun leiktækja og markaða á hátíðarsvæði
13:00 - 20:00 Skreiðarskemma - Sjóminjasýning 14:00
Hátíðarsvæði – Laddi,Hjörtur Hauser. Söngvakeppni barna, undirleikari Heiðar Sigurðsson
Gaman við sjávarsíðuna - Harmonikubræður
Jón Arnór töframaður
Tilraun til heimsmets í humarlokugerð Gísli Hótel Höfn
14:00
Sindravöllur - Sindri/Ægir - 2. deild karla - frí humarsúpa fyrir vallargesti
14:00 - 17:00 Vöruhús - Eyrún Axelsdóttir og Elísabet Þorsteinsdóttir hafa vinnustofur sínar opnar 14:00 - 17:00 Vöruhús - Fab Lab verkstæði 14:00 - 19:00 Litli listaskálinn á Sléttunni - Gingó 15:00
Hátíðarsvæði - heilgrillað lamb. Í boði Sauðfjárbænda
16:00
Á túninu hjá Trölla - Kúadellulottó
Hestar teymdir undir börnum
16:30
Sindravöllur - Sindri/Fram - 1. deild kvenna - frí humarsúpa fyrir vallargesti
17:00
Bugðuleira - Burn out keppni
20:30
N1 - skrúðganga að hátíðarsvæði - Lúðrasveit Hornafjarðar undir stjórn Jóhanns Morávek leiðir gönguna ásamt Kvennakór Hornafjarðar
21:00
Hátíðarsvæði - hátíðardagskrá, Laddi, Hjörtur Hauser, Jón Arnór töframaður og Kvennakór Hornafjarðar
Ásgarður - Brenna og brennusöngur með Hauki Þorvalds og Bróa
24:00 - 04:00 Íþróttahús -stórdansleikur með Parket
Víkin-pöbbastemning
Sunnudagurinn 29. júní 08:00 - 20:00 Gamlabúð - Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs - Upplýsingamiðstöð 08:00 - 20:00 Skreiðarskemma - Sjóminjasýning 08:00 - 20:00 Mikligarður - Verbúð - aðstaða verbúðarfólks fyrr á tímum 10:00 - 12:00 Frítt í sund 12:00
Sindravellir - Sindri/KF Dalvík 4. fl. kvenna
12:00 - 16:00 Markaðir og leiktæki opna 13:00 - 16:00 Kartöfluhús - Millibör og KalZi 13:00 - 17:00 Svavarssafn - Sýning á verkum Svavars Guðnasonar 13:00
Sindravellir – Sindraleikarnir - frjálsíþróttamót fyrir börn og unglinga
10:00 - 12:00 Sindrabær - æfing fyrir söngvakeppni barna í höndum Heiðars Sigurðssonar 10:30 - 12:30 Sindrabær - Andlitsmálun barna 11:00
Heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna í íþróttahúsinu á Höfn
12:00 - 18:00 Huldusteinn - Steinasafn 13:00 - 19:00 Kartöfluhúsið - Millibör og KalZi
Birt með fyrirvara um breytingar
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 19. júní 2014
Sýningin Land/brot í Þórbergssetri í sumar
Eystrahorn
Höfðingleg gjöf
Listakonurnar Svanborg Matthíasdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir og Ingiríður Óðinsdóttir.
Á sýningunni land/brot í Þórbergssetri má sjá brot af verkum úr smiðju ARKANNA. ARKIR er hópur tíu listakvenna sem hefur um margra ára skeið stundað bókverkagerð af ýmsum toga. Meðlimir hópsins sinna öllu jafnan fjölbreyttri listsköpun á sviði málara- og grafíklistar, textíllistar, ritlistar, myndalýsinga og hönnunar. Bókverk er samheiti yfir myndverk sem tengjast á einhvern hátt bókinni sem formi og hugtaki. Listamennirnir nálgast listformið á ólíkan hátt. Verkin á sýningunni tengjast flest á einhvern hátt landi eða löndum í breiðum skilningi: landi sem jörð og náttúru, eða landi sem afmörkuðu svæði á jarðarkringlunni eins og það er skilgreint með landamærum og nafngiftum. Sýningin land/brot verður þáttur í stærra verkefni eða röð sýninga, en með sýningunni á Hala vilja ARKIR leggja land undir fót og hefja nýja ferð um margbrotnar lendur bókverkanna. Sjón er sögu ríkari og allir eru velkomnir í Þórbergssetur í sumar að njóta þessarar einstöku sýningar. Sjá einnig á arkir.wordpress.com
Kassabílarall Landsbankans Árvisst kassabílarall Landsbankans á Humarhátíð fer fram laugardaginn 28. júní. Kassabílarallið hefst kl. 13.00 á planinu við Landsbankann en keppendur eru beðnir um að mæta kl. 12.30. Keppendur geta verið á aldrinum 6-12 ára. Allir fá viðurkenningu en verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta kassabílinn, þann flottasta og hraðskreiðasta. Skráning og nánari upplýsingar eru í útibúi Landsbankans. Sjáumst á Humarhátíð! Starfsfólk Landsbankans á Hornafirði.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
Björg Sigurjónsdóttir nýr hjúkrunarstjóri á hjúkrunardeild, Valgerður Hanna Úlfarsdóttir, fráfarandi hjúkrunarstjóri, Þórey Bjarnadóttir, formaður Kvenfélagsins Óskar og Steinvör Símonardóttir, gjaldkeri Kvenfélagsins Óskar.
Starfsfólk á hjúkrunardeild HSSA tók á móti höfðinglegri gjöf frá Kvenfélaginu Ósk í Suðursveit á dögunum en kvenfélagið gaf hjúkrunardeildinni sjúkrarúm. Mikið álag hefur verið á hjúkrunardeildinni á þessu ári og oft á tíðum hefur verið yfirfull deildin. Það kom sér því sérstaklega vel þegar Kvenfélagið færði stofnuninni þessa frábæru gjöf en það er gott að vita til þess hversu mikillar velvildar Heilbrigðisstofnunin nýtur meðal íbúa sveitarfélagsins. Við viljum þakka Kvenfélaginu Ósk kærlega fyrir gjöfina.
Eystrahorn
Fimmtudagur 19. júní 2014
www.eystrahorn.is
Heiðraðir á sjómannadaginn mínum. Fyrir utan sjómennskuna hef ég alla starfsævina, 55 ár, unnið við fisk. Hann var ekki stór radíusinn um vinnusvæðið frá því að fara um borð við bryggjuna og í Miklagarðskjallarann og þaðan í frystihúsið í Krossey.
Það er hefð á sjómannadegi að heiðra sérstaklega fyrrverandi sjómenn. Í ár voru þeir frændur og félagar Davíð Ragnarsson og Gísli Gunnarson heiðraðir. Ritstjóri fékk þá til að setjast niður yfir kaffibolla í smá rabb af þessu tilefni. Eins og sönnum Skaftfellingum sæmir voru þeir hógværðin uppmáluð og vildu nú ekki gera mikið úr sjómannsferli sínum. Þeir voru skipsfélagar á gömlu Akureynni og Davíð var á þeirri nýju. Þess vegna var tilvalið að taka myndina af þeim við nýju Akureyna sem er verðugur minnisvarði því ótrúlega margir ungir sjómenn hófu sjómannsferilinn þar og fengu sína eldskírn.
Telja sig lánsama
Davíð Ragnarsson Ég byrjaði til sjós 1954 á gamla Helga sem var aðeins 27 tonna bátur. Gústi Run (Ágúst Runólfsson) var skipstjóri og við vorum á síld fyrir norðan land. Ég var svo á ýmsum bátum hér á vetrarvertíðum á línu og netum og fimm sumur á síld. Var m.a. á Hvanney með Kristgeiri Jónassyni, á Helga með Tryggva Sigjónssyni og síðar Óla Run (Ólafi Runólfssyni), með Kela (Rafnkeli Þorleifssyni) á Ingólfi, Á Sigurfara með Sigga Lár (Sigurði Lárussyni), Með Sigfinni Gunnarssyni á Mími og á nýju Akureynni 1964 – 1965. Sjómannsferlinum lauk ég sem beitningamaður á Steinunni 1966.
Gísli Gunnarsson Sjómannsferill minn hófst 1958 á síld með Óla Run á Helga. Síðar var ég með Hauk á
Akureynni. Eftir Helga slysið við Færeyjar gerði ég hlé á sjómennsku meðal annars af tillitsemi við foreldra mína og fjölskyldu. Þar fórst Bragi bróðir minn ásamt sex öðrum skipsfélögum en Helgi Símonarson mágur minn og Gunnar Ásgeirsson björguðust eftir miklar hrakningar. Ég tók svo upp þráðinn 1971 og var á Skinney með Birgi Sigurðssyni og síðast vertíðin var á reknetum árið 1981 á Vísi með Jóni Gunnari Helgasyni systursyni
Þeir félagar telja sig hafa verið lánsama, sjómannsferilinn farsælan og þeir sloppið að mestu við óhöpp eða slys. Davíð minnist þess þó að eitt sinn hafi brotnað fjögur rif þegar hann hrasaði er verið var að draga línu í leiðinda veðri. Mest eiga þeir góðar minningar af sjómennskunni en auðvitað var þetta stundum hörku púl og aðstæður og aðbúnaður allur annar en í dag. Það gat til dæmis verið þröngt um borð á litlu bátunum á síldinni, það gátu þrír menn borðað í einu í lúkarnum og svo var ekkert salerni. Sótt var alla leið til Jan Mayen og þá var oft tæpt með að vatn og annað dygði allan túrinn. Nótaveiðarnar með nótabátunum segja þeir að hafi verið skemmtilegast veiðiskapurinn því návígið var svo mikið við síldina en reknetin aftur á móti leiðinleg. Það voru ekki mikil samskipti við fjölskyldurnar á síldarvertíðunum þar sem veiðarnar voru oftast fyrir norðan og austan land en jafnvel var farið til Vestmannaeyja. En umfram allt eru þeir þakklátir fyrir að hafa alltaf verið með góðum mannskap, skipstjórum og mörgum skemmtilegum karakterum. Þeim félögum er óskað til hamingju með heiðursveitinguna.
Hársnyrtistofan verður lokuð fimmtudaginn 19. júní og föstudaginn 20 júní. Tímapantanir í síma 478-1780. Jóna Margrét og Ellý María.
Nýtt bindi í ritröðinni Kirkjur Íslands Í tilefni þess að út er komið nýtt bindi – hið tuttugasta og þriðja – í ritröðinni Kirkjur Íslands býður Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Biskupsstofa og Hið íslenska bókmenntafélag til málstofu og opnunar sýningar í Hótel Eddu Skógum föstudaginn 20. júní kl. 16.00. Hótel Edda Skógum er rekin í hinum rómaða héraðsskóla sem teiknaður var af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins. Friðaðar kirkjur í Skaftafellsprófastsdæmi. Dagskrá: • Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og ritstjóri: • Kirkjur Íslands. • Þórður Tómasson safnvörður: • Guðshús í Mýrdal. • Guðmundur L. Hafsteinsson arkitekt og safnvörður húsasafns Þjóðminjasafns: • Friðaðar kirkjur í Skaftafellsprófastsdæmi. • Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir sérfræðingur í munasafni Þjóðminjasafns: • Nokkrir gripir, fornir og nýir, í kirkjum í Skaftafellsprófastsdæmi.
Að erindum loknum mun séra Halldóra J. Þorvarðardóttir prófastur opna sýningu um kirkjur, gripi og minningarmörk sem byggir á ritverkinu. Fundarstjóri er Sverrir Magnússon forstöðumaður Byggðasafnsins í Skógum. Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum. Kirkjur Íslands eru vandaðar og glæsilegar bækur sem opna sýn inn í mikilvægan þátt í íslenskri menningarsögu. Til útgáfunnar var stofnað í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi. Áætlað er að bókaflokkurinn verði 28 bindi og útgáfunni ljúki 2016. Að útgáfunni standa Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag. Verið velkomin til málstofu og opnunar sýningar föstudaginn 20. júní klukkan 16:00 að Hótel Eddu Skógum.
Íslandsmótið í knattspyrnu Mánavöllur sunnudaginn 22. júní kl. 12:00 4. deild karla
Máni – KH
Sindravellir sunnudaginn 22. júní kl. 14:00 3. flokkur karla
Sindri – ÍBV / KFR
Sindravellir sunnudaginn 22. júní kl. 16:00 2. flokkur karla
Sindri / Máni – Grótta
Framsóknarfélag Austur Skaftfellinga boðar til almenns fundar sem haldinn verður fimmtudaginn 19. júní 2014. Fundurinn er haldinn í „Papóshúsinu“ við Álaugarveg 3 og hefst klukkan 17.00 Fundarefni: - Útslit kosninga - Málefnasamningur nýrrar bæjarstjórnar - Verkefnin framundan
Strandblak í dag Blakdeild Sindra verður með tvö námskeið í strandblaki
í dag fimmtudaginn 19. júní. Kl. 18:30 – 20:00 nýliðar. Kl. 20:00 – 21:30 vanir spilarar.
Hvetjum karla og konur á öllum aldri að koma og prófa. Kennari er Karl Sigurðsson landsliðsþjálfari í strandblaki. Engin þátttökugjöld - námskeiðin eru í boði blakdeildarinnar
KIRKJUR ÍSLANDS
Stjórnin
Lausar stöður við leikskólann Lönguhóla Hornafirði Framtíðarstarf: Um er að ræða leikskólakennara stöður. Leikskólinn er útileikskóli og hefur stuðst við hugmyndafræði Reggio Emilia. Umsækjendur þurfa að hafa gaman af börnum, góða samskiptahæfileika, sjálfstæði í vinnubrögðum, vera jákvæðir, samviskusamir og hafa ánægju af útiveru. Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf um miðjan ágúst 2014. Nánari upplýsingar hjá Margréti Ingólfsdóttur leikskólastjóra í síma 4708-2490 eða netfangið margreti@hornafjordur.is Umsóknir skal senda á Margréti leikskólastjóra fyrir 4.júlí 2014.
Friðaðar kirkjur í Skaftafellsprófastsdæmi. Í tilefni útkomu 23. bindis í ritröðinni Kirkjur Íslands býður Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Biskupsstofa og Hið íslenska bókmenntafélag til málstofu og opnunar sýningar í Hótel Eddu Skógum föstudaginn 20. júní kl. 16.00.