Eystrahorn 24. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 19. júní 2014

24. tbl. 32. árgangur

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa sjálfstæðismenn og 3Framboðið myndað meirihluta í bæjarstjórn Hornafjarðar. Í málefnasamningi framboðanna kemur fram að Björn Ingi Jónsson efsti maður á D-lista verði ráðinn bæjarstjóri. Af því tilefni hafði Eystrahorn samband við Björn Inga og tók við hann eftirfarandi viðtal. Ég er fæddur á Húsavík 26. apríl 1968 og bjó með foreldrum mínum í Hafrafellstungu í Öxarfirði fyrstu 4 ár ævinnar. Árið 1972 fluttumst við til Hornafjarðar og voru systkinin þá orðin fimm en eitt bættist við eftir að til Hornafjarðar var komið. Í skólagöngu minni við grunnskólann á Höfn æfði ég ýmsar íþróttir með Sindra en fann mig aldrei sem mikinn íþróttamann, en ílengdist þó við það að æfa karate í nokkur ár. Áhugamál og tómstundir hafa alla tíð tengst útiveru og hverslags ferðalögum. Ég hef starfað innan björgunarsveitanna nánast alla mína tíð og sat í stjórn Björgunarfélags Hornafjarðar í yfir tíu ár og starfaði sem formaður mikinn hluta þess tíma. Ég útskrifaðist sem rafeindavirki frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1990 og kláraði síðan meistaranám í sömu grein fimm árum síðar. Lauk diplóma námi í Rafmagnsiðnfræði og Rekstrariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008. Ég er giftur Hrafnhildi Magnúsdóttur og saman eigum við eina dóttur en þar fyrir utan eigum við þrjá drengi. Í september 2013 kom svo í heiminn afastelpa sem búsett er í Danmörku, svo eigum hundinn Mikka og tvær íslenskar hænur.

Starfsferill og þátttaka í sveitarstjórnarmálum Síðan ég lauk námi hef ég starfað við mitt fag fyrst hjá Pósti og Síma síðan við tölvuþjónustu og núna síðustu 6 árin rekið mitt eigið fyrirtæki í þessum geira. Ég hóf

Brýn verkefni og framtíðarsýn

þátttöku í sveitarstjórnarmálum árið 2006 og setið í bæjarstjórn og bæjarráði síðan þá auk Skipulags og umhverfisnefndar, sem og formaður almannavarna í AusturSkaftafellssýslu og varaformaður svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs frá stofnun hans. Samfélagsmál hafa alltaf skipt miklu máli hjá mér á einn eða annan hátt. Í uppvexti mínum þótti eðlilegt og sjálfsagt að taka þátt í að bæta það samfélag sem maður býr í. Ég tel mig vera vel undirbúinn til að takast á við starfið því eins og fram hefur komið hef ég setið í bæjarstjórn síðustu átta ár og þekki því vel hvernig stjórnsýslan vinnur. Þar sem ég hef búið hér nánast alla mína æfi þekki ég samfélagið okkar vel sem ég tel vera mikinn styrk.

Bætt aðstaða í Bárunni

Þótt fótboltaæfingar hafi færst út á grasvellina er ennþá verið að bæta aðstöðuna í Bárunni og sl. mánudag afhenti Gunnar Ásgeirsson ýmis hjálpartæki til notkunar í húsinu og á æfingum eins og sjá má á myndinni sem tekin var við það tækifæri. Björn Ingi Jónsson nýr bæjarstjóri ásamt fulltrúum Sindra og ungum fótboltasnillingum tóku við gjöfinni.

Eins og ég sagði í aðdraganda kosninga og kemur fram í málefnasamningi bæjarstjórnar þá er afar brýnt að auka fjölbreytni í atvinnulífinu í sveitarfélaginu. Til að það sé mögulegt verðum við að ýta undir að í boði sé húsnæði fyrir fólk sem vill setjast hér að og góð grunnþjónusta er einnig mikilvægur þáttur sem hefur áhrif á hvar fólk vill búa. Þetta er fallegt sveitarfélag og hér er mjög gott að búa. Það ásamt því sem ég hef áður minnst á tel ég séu góð skilyrði til að sveitarfélagið geti vaxið og dafnað. Fjölbreyttara atvinnulíf gerir staðinn áhugaverðan til búsetu. Aukin þróun í ferðaþjónustu yfir vetrartímann gefur mikla möguleika á fjölgun heilsársstarfa í greininni og einnig er mikilvægt að sjávarútvegurinn fái það svigrúm sem hann þarf til að vaxa og dafna. Ný atvinnutækifæri eru að skapast í landbúnaði með aukinni fullvinnslu á svæðinu ásamt tengingu veitingahúsa við uppruna vörunnar. Skapandi greinar eru að verða æ mikilvægari hluti af því að gera samfélag fjölbreyttara og áhugaverðara til búsetu. Þetta starf leggst mjög vel í mig. Það eru tækifæri í að það skuli vera nokkur endurnýjun í bæjarstjórn en jafnframt styrkur af því fólki sem er með reynslu. Einnig býr starfsfólk sveitarfélagsins yfir mikilli og góðri þekkingu á sínum málum. Það verður spennandi og gaman að takast á við þau verkefni sem bíða okkar á þessu kjörtímabili og nýta þá þekkingu og reynslu sem er fyrir hendi.

Nýr hjúkrunarstjóri Í j úní 2014 tók Björg Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur við af Valgerði Hönnu Úlfarsdóttur sem hjúkrunarstjóri á hjúkrunardeild HSSA. Björg er fædd 1980 á fæðingardeild Skjólgarðs sem var og hét. Hún er Hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands og með viðbótarnám bráðatæknis frá Uppsala Háskóla. Björg hefur unnið á HSSA bæði fyrir og eftir útskrift úr hjúkrunarfræðideildinni, frá árunum 2011 -2014 á bráðamóttöku í Fossvogi og nú undanfarna mánuði í Noregi.

Næsta blað, 26. júní, er síðasta blað fyrir sumarfrí.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.