Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 23. júní 2011
25. tbl. 29. árgangur
Mikið á sig lagt Það fór ekki framhjá fólki á Hornafirði að mikið stóð til á laugardaginn og þyrla Landhelgisgæslunnar sveimaði lengi dags yfir svæðinu. Ástæðan var að björgunarsveitirnar og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru að æfa björgun úr sjó. Það er aðdáunar- og þakkarvert hvað björgunaraðilar eru tilbúnir að leggja hart að sér til að vera sem best í stakk búnir til að bregðast við þegar útkall kemur vegna björgunarstarfa.
Þjóðakvöld Kvennakórsins Það verður afrísk stemmning á þjóðakvöldi Kvennakórsins fimmtudaginn 30. júní sem að þessu sinni verður haldið í Mánagarði. Kórkonur standa í ströngu við að kynna sér afríska menningu og lofa að það verði sannkölluð veisla fyrir augu, eyru og ekki síst bragðlaukana. Húsið opnar klukkan 19:30 og skemmtidagskráin hefst hálftíma síðar. Miðaverð er kr. 3500. Guðbrandur bílstjóri ætlar að bjóða upp á sætaferðir frá N1 og búast má við óvæntum
uppákomum á leiðinni. Kvennakórinn hefur 4 sinnum haldið Þjóðakvöld áður við upphaf Humarhátíðar. Þar hefur víða verið komið við; á Spáni, í Þýskalandi, í Norður –Ameríku og á Írlandi og nú leggjum við undir okkur heila heimsálfu, Afríku. Góð aðsókn hefur verið að þessum skemmtunum og þétt setinn bekkurinn. Það er því öruggara að tryggja sér miða tímanlega. Forsala miða byrjar fimmtudaginn 23. júní kl 16:00 í Jaspis í Miðbæ.
Nú styttist í Humarhátið og allir tilbúnir