Eystrahorn 25. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 21. júní 2012

25. tbl. 30. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Gamlabúð komin „heim“ Umhverfi Gömlubúðar, sem komin er á fyrri slóðir aftur, tók miklum breytingum um sl. helgi. Þórhallur Gunnarsson hjá sjónvarpinu átti hugmyndina og hafði frumkvæði að verkefninu. Viðtal við Þórhall og Hjalta Þór bæjarstjóra er á bls. 3 í blaðinu. Ljósmynd: Sigurður Mar

Svava Kr. Guðmundsdóttir

Okkar kona á Höfn Svava tekur vel á móti þér og býður framúrskarandi tryggingar, persónulega ráðgjöf og er til þjónustu reiðubúin í þinni heimabyggð. Verið hjartanlega velkomin – það er alltaf heitt á könnunni!

Þjónustuskrifstofa VÍS á Höfn Hafnarbraut 36 Opið frá 9:00 - 16:00 Sími 4708703


2

Fimmtudagur 21. júní 2012

Sindraleikarnir

Gunnar Stígur Reynisson nýr prestur

Fyrir nokkru var auglýst hálf staða prests í Bjarnanesprestakalli en prestakallið nær nú yfir allt sveitarfélagið eftir að sr. Einar Jónsson lét af störfum vegna aldurs. Ein umsókn barst um stöðuna, frá Gunnari Stígi Reynissyni og hefur valnefnd prestakallsins mælt með að hann verði skipaður í starfið. Gunnar Stígur mun vígjast sem prestur fljótlega og koma þá til starfa. Stígur eins og við köllum hann alltaf hér heima sagði við blaðið; „Það er óhætt að segja að ég sé himinlifandi yfir því að snúa aftur heim. Það að vera skipaður prestur hérna á Höfn er eitthvað sem ég bjóst alls ekki við þegar ég útskrifaðist með Cand. theol. próf í febrúar sl. Það má svo með sanni segja að þetta sé köllun frá

Guði sem og fólkinu hér heima því ég hef fundið fyrir miklum stuðningi og mun ég gera allt sem ég get til að standa undir þeim væntingum sem til mín eru bornar. Ég hlakka mikið til að starfa með sr. Sigurði sem og öllum Hornfirðingum.“ Sr. Sigurður sagðist vera afskaplega ánægður með þessa niðurstöðu og ákveðinn léttir að það skuli vera kominn annar prestur til starfa. Sömuleiðis fagnaði hann því að ungur maður uppalinn Hornfirðingur skuli nú koma heim og starfa í kirkjunni. Þess má geta í leiðinni að sr. Sigurður verður í fríi til 28. júlí. Fyrst um sinn mun sr. Axel Árnason (sími 856-1574) leysa hann af og Gunnar Stígur þegar hann hefur fengið vígslu.

Næsta blað er síðasta blað fyrir sumarfrí.

Eystrahorn

Eystrahorn

Sunnudaginn 24.júní ætlar frjálsíþróttadeild Sindra að vera með sína árlegu Sindraleika. Þar verður keppt í aldursflokkunum 8ára og yngri, boltakast, langstökk og 60m hlaup, 9-10 ára, boltakast, langstökk, 60m og 600m hlaup, 11-12 ára, langstökk, spjótkast, kúluvarp, 60m og 800m hlaup, 13-14 ára og 15-16 ára, langstökk, spjótkast, kúluvarp, 100m og 800m hlaup. Sindraleikarnir hefjast stundvíslega kl 13:00 og gott er að vera mættur hálftíma fyrr til þess að hita upp. Þátttökugjald er kr. 500.- og greiðist við skráningu. Veittir eru verðlaunapeningar fyrir fyrstu 3 sætin í flokkum 11-16 ára en allir þátttakendur 10 ára og yngri fá viðurkenningarpening. Ekki verður keppt í hástökki á Sindraleikunum en hástökksmót fyrir 11 ára og eldri verður svo þriðjudaginn 26.júní kl 17:30. Vonumst til að sjá sem flesta á sunnudaginn kl 13:00. Frjálsíþróttadeild Sindra

ATVINNA Starfsmaður óskast í afleysingu í umönnun á hjúkrunarog sjúkradeild. Þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningi. Upplýsingar veitir Ásgerður K. Gylfadóttir hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði í síma: 470 8630 eða 896 6167 netfang: asgerdur@hssa.is

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

@VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& www.inni.is

FÉLAG FASTEIGNASALA

Vildaráskriftina má greiða =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Hilmar Gunnlaugsson, Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 hrl. og lögg. fasteignasali s. 580 7902

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

Höfðavegur

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

Rúmgóð, falleg og vel skipulögð 4raherb 100,3 m² íbúð á fyrstu hæð í fallegu og velviðhöldnu fjölbýli. Verönd með skjólveggjum.

víkurbraut

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

NÝTT Á SKRÁ

Tilboð óskast í 236,1 m² atvinnuhúsnæði ásamt tækjum til bílaviðgerða, ss lyfta, réttingabekkur, fullkomin sprautuklefi með fylgihlutum ofl.

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

LÆKKAÐ VER

Ð - LAUST ST

hafnarbraut

RAX

Reisulegt 122,8 m² 2ja hæða parhús ásamt 34,5m² bílskúr, samtals 157,3 m². Ágætt viðhald mikið ræktuð lóð laust strax.


Eystrahorn

Fimmtudagur 21. júní 2012

3

Samstaða bæjarbúa einstök

„Samstaða bæjarbúa var einstök og gríðarlega margir lögðu sitt að mörkum til þess að allt tækist sem best.“ sagði Þórhallur Gunnarsson hjá sjónvarpinu eftir að vinnu lauk við að breyta umhverfi við Heppu og Hafnarvík og kvikmynda öll herlegheitin til að nota í mannlífsþætti sem sýndir verða í sjónvarpinu í júlí. Eystrahorn ræddi við Þórhall og Hjalta Þór bæjarstjóra eftir helgina.

Þórhallur Gunnarsson „Það er tæpt ár síðan þessi hugmynd kviknaði í samtölum okkar Sigurðar Þorsteinssonar iðnhönnuðar og mjög ánægjulegt að sjá hana verða að veruleika. Ég ræddi við Hjalta Þór bæjarstjóra ykkar og sagði honum að RÚV myndi leggja til hönnuði og á fáum dögum þyrftu bæjarbúar að framkvæma hugmyndir hönnuðanna. RÚV myndi samhliða þessu gera heimildarþátt um verkefnið. Hann tók strax vel í þetta og sagði mér að flytja ætti Gömlubúð í vor. Við ákváðum því að tengja þann flutning verkefninu.“

glaðir frá þessu verki. Nú er hafnarsvæðið skemmtileg blanda af atvinnustarfsemi og til afþreyingar sem allir geta notið. Markaðurinn við braggana heppnaðist einstaklega vel og ánægjulegt að sjá alla þá sem sýndu afurðir sínar. Ég er líka mjög sáttur við klappirnar aftan við Pakkhúsið sem er orðið skemmtilegt svæði fyrir fjölskyldufólk. Björn Jónsson sem er snillingur á gröfunni og vann dag og nótt í verkefninu en hann á mestan heiður af hreinsun klapparinnar. Það sem stendur upp úr er allt fólkið sem við kynntumst á Hornafirði sem reyndist öllu tökuliðinu og hönnuðum okkar gríðarlega vel. Stefán á Fosshóteli dekraði við okkur allan tímann og allur matur sem við fengum var hreinasta lostæti.“ Mæli með að ferðafólk staldri lengur við á Hornafirði

„Svo fórum við víða um Ríki Vatnajökuls og upplifðum öll þau ævintýri sem svæðið býr yfir. Við fórum meðal annars í magnaða heyvagnaferð út í Ingólfshöfða, á Jökulsárlónið, snjósleðaferð og fjórhjólaferð og Heimamenn hamhleypur hittum fjölmarga bændur sem eru að framleiða einstaklega girnilegan mat um allar sveitir. Ég mæli með því við alla sem „Haukur Ingi var settur í verkefnið ætla að ferðast um landið að staldra lengur við á af hálfu bæjarins og ég get Hornafirði, gista þar og borða góðan mat á hágæða fullyrt að hann vann hreinasta veitingahúsum og fara þaðan í ævintýraferðir um kraftaverk með dugnaði sínum Ríki Vatnajökuls. Jóhann Morávek skipulagði mikla og skipulagshæfileikum. Þegar tónlistarveislu þar sem hver tónlistarsnillingurinn við komum með hönnuðum og af fætur öðrum spilaði fyrir okkur víða um svæðið. kvikmyndatökuliðinu til Hornafjarðar Það var líka skemmtilegt að enda ævintýrið í kjallara á miðvikudaginn var búið að Pakkhússins á laugardagskvöldið með bæjarbúum fara í mikla undirbúningsvinnu og frábærum tónlistarmönnum sem héldu uppi á hafnarsvæðinu og allt klárt til miklu fjöri. Kvikmyndatökulið RÚV og hönnuðirnir þess að fara í breytingarnar sjálfar. upplifðu þessa daga sem mikið ævintýri þrátt Birgir í áhaldahúsinu og allt hans fyrir mikið vinnuálag. Ég hlakka mikið til að sýna fólk reyndist okkur ómetanlegt en landsmönnum afraksturinn í þáttunum Flikk Flakk Birgir var boðinn og búinn að veita alla sína aðstoð þótt stundum litist Krakkarnir létu ekki sitt eftir liggja og tóku til hendinni. í júlí. Ég átti mér þann draum fyrir ári síðan að gera sjónvarpsþátt sem sýndi að þegar íbúar í bæjarfélagi honum ekki á blikuna. Við eigum standa saman allir sem einn gerast kraftaverkin. Það honum mikið að þakka. Ari á Humarhöfninni og Einar Björn í Pakkhúsinu voru eins og jarðýtur og svo má ekki gleyma mönnum gerðist og fyrir það er ég Hornfirðingum þakklátur.“ sagði Þórhallur eins og Ingólfi á Kaffihorninu sem bauð upp á glæsilega veislu að lokum. á laugardagskvöldinu. Ég er sannfærður um að allir geti gengið

Þórhallur og samstarfsfólk.

Hjalti Þór Vignisson „Ég er afar sáttur við helgina. Gaman að sjá hvað margir tóku þátt og hversu svæðið er orðið fallegt. Það þarf að halda áfram og ráðast á önnur svæði með sama hætti. Fólk hefur rætt við mig um umhverfi miðbæjarins, gömlu Shell lóðina, umhverfi félagsheimila í sveitum og fleira. Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem lögðu þarna hönd á plóginn og það verður gaman að sjá hvernig stemningin á Humarhátíðinni um næstu helgi verður á þessu breytta svæði.“

Bæjarstjórinn gaf sér tíma til að spjalla við fólk


4

Fimmtudagur 21. júní 2012

Eystrahorn

Humar, lúra og áll í menningu Hornafjarðar Núna í sumar vinnur Hrefna Rún Kristinsdóttir verkefni á vegum Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Hornafirði, sem ber yfirskriftina „Humar, lúra og áll í menningu Hornafjarðar“. Hrefna Rún er uppalin á Hornafirði en býr þessa dagana í Reykjavík þar sem hún leggur stund á þjóðfræðinám í Háskóla Íslands. Hún er dóttir hjónanna Snæfríðar Hlínar Svavarsdóttur leikskólastjóra og Stefáns Stefánssonar matreiðslumanns. Fólk er hvatt til að taka vel í umleitanir Hrefnu og óskir um viðtöl og upplýsingar. Ef fólk vill hafa frumkvæði og hafa samband við hana þá er símanúmerið 8458548 og netfangið hrk10@hi.is.

Hvert er viðfangsefni verkefnisins? Viðfangsefnið er fyrst og fremst staða álsins, lúrunnar og leturhumarsins í hornfirskri menningu og sérstaða þeirra á landsvísu. Álar hafa t.d. veiðst lengi í nágrenni Hornafjarðar, þó að lægð sé í álaveiðum um þessar mundir. Það finnst margt skemmtilegt skrifað um kvikindið, m.a. hefur Þórbergur Þórðarson fjallað um þennan ,,ófénað” sem fólk í Suðursveit hræddist mjög á þeim tíma sem hann var að alast upp. Hrökkálum, smugálum og þorskálum eru tengdar ýmsar spennandi bábiljur og flökkusagnir. Lúruveiðar eru aldagömul hefð á Hornafirði og hefur hvergi tíðkast annarsstaðar á landinu. Lúran (sandkoli og skarkoli eins og hún er kölluð á öðrum landshornum)

veiddist lengi í Hornafirði og Skarðsfirði. Enn tíðkast að fara með grunnskólabörn á Hornafirði á lúruveiðar á sumrin, þó að lúran sem áður veiddist í firðinum sé að mestu horfin og annar flatfiskur kominn í hennar stað. Lúran er verkuð eftir aldagamalli hefð og síðan matreidd á aldagamlan máta. Hún þótti herramannsmatur, eða eins og Stefán Guðmundsson Hornfirðingur orðaði það í grein sinni í Skírni árið 1963: „Hleypt lúra er besti matur, bragðmikill og ilmsterkur, kitlar bragðlaukana og lætur munnvatnið streyma.“ Síðast en ekki síst er humarinn til umfjöllunar. Leturhumarveiðar og vinnsla hefur í áraraðir verið eitt af aðalsmerkjum Hornafjarðar og má kalla humarinn stolt Hornfirðinga. Humarinn er dýrmætasta útflutningsafurð stærsta útgerðarfélagsins á Hornafirði, SkinneyjarÞinganess, og á góðum degi eru um 84.000 humrum raðað í kassa í humarvinnslu fyrirtækisins - og nefna má að Skinney-Þinganes styrkir verkefnið að hluta. Þá spilar humarinn stórt hlutverk í matarmenningu svæðisins og bjóða allir veitingastaðir hér á Höfn upp á humarrétt af einhverju tagi.

Hvers vegna varð þetta viðfangsefni fyrir valinu; humar, lúra og áll? Á Hornafirði hefur í gegnum tíðina verið gengið á hinar ýmsu auðlindir á svæðinu og helsta bjargræði okkar Hornfirðinga yfirleitt verið hverskyns

Hvert er markmið verkefnisins?

sjávarfang. Við greinumst samt glöggt frá öðrum sjávarþorpum, enda hafa hér verið nýttar ýmsar kynjaskepnur í tímans rás sem lítið eða ekkert hafa verið nýttar annarsstaðar. Þar gegna þessi sérkennilegu dýr höfuðhlutverki; állinn, lúran og humarinn, sem öll hafa veiðst í Hornafirði eða í grennd við hann og sett mark sitt á hornfirska menningu. Humarinn finnst kannski mörgum augljós kostur enda ógrynnin öll af þjóðfræðilegumog vísindalegum upplýsingum til um hann og humarhefðin í hávegum höfð í samtímanum. En hvað álinn og lúruna varðar er löngu tímabært að safna saman sögum og fróðleik um hefðir sem tengjast þessum merkilegu kvikindum. Meðal annars er nauðsynlegt að taka viðtöl við núlifandi Hornfirðinga til að safna saman þekkingu þeirra áður en hún fer í glatkistuna.

Í verkefninu legg ég áherslu á að safna saman hverskyns alþýðlegum, sem og vísindalegum fróðleik sem tengist þessum lífverum, veiðum og nýtingu á þeim, ekki aðeins fornum fróðleik heldur einnig sögum meðal núlifandi Hornfirðinga sem varða efnið. Ég vil að einstaklingsbundnar frásagnir, endurminningar og þekking fái að njóta sín ekki síður en vísindalegar staðreyndir. Í framhaldi af söfnuninni verður síðan fundin ákjósanleg leið til að miðla þekkingunni áfram og er meðal annars stefnt að því að opna sýningu núna síðsumars fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem eru gríðarlega margir í þessum landshluta síðsumars og fram á haust. Leitast verður eftir að hafa niðurstöður verkefnisins auðskiljanlegar, þjóðfræðilegar og með eitthvað boðlegt handa öllum.

Er eitthvað sem þú vilt bæta við að lokum? Já, ég þarf að koma því á framfæri að frásögn einstaklingsins skiptir miklu máli, því að saga okkar býr í menningunni og skilningi fólks á umhverfi sínu og stöðu í því. Mig langar að óska hér með eftir viðmælendum sem hafa frá einhverju að segja í tengslum við ála, lúrur eða humar á Hornafirði, ég er tilbúin að hlusta á hvernig sögur sem er, því fjölbreyttara því betra. Allar ábendingar eru vel þegnar!

Stórdansleikur með hljómsveitinni Á Móti Sól verður haldinn í íþróttahúsinu laugardaginn 23. júní kl. 23:55 - 4:00

Hið eina sanna HUMARHÁTÍAÐRBALL Láttu þig ekki vanta! 18 ára aldurstakmark KND Sindra


Eystrahorn

Fimmtudagur 21. júní 2012

Golfnámskeið fyrir krakka

5

Þjóðakvöld Kvennakórsins

Golfklúbbur Hornafjarðar býður upp á golfnámskeið fyrir krakka í sumar. Þriðjudagur kl. 12:00 - 12:45 Fimmtudagur kl. 12:00 - 12:45 Aldur: 6 - 16 ára

Verð: Frítt Kennarar: Óli Kristján og Guðmundur Borgar Námskeiðið byrjar þriðjudaginn 12. júní Á þjóðakvöldi Kvennakórs Hornafjarðar þetta árið verður athyglinni beint að Serbíu, Bosníu og Króatíu. Félagar í kórnum hafa að vanda viðað að sér fróðleik og hlutum sem tengjast menningu þessara þjóða. Reynt verður að draga fram balkanstemningu í mat og skreytingum, auk þess sem skemmtinefndin hefur leitað uppi spaugilegar hliðar á mannlífinu. Þjóðakvöldið verður í Mánagarði fimmtudaginn 21. júní. Borðhald hefst kl 20:00 en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Fyrir þá sem vilja geyma bílinn heima er tilvalið að fá sér far með Guðbrandi en hann byrjar að keyra frá N1 kl 19:00 og til baka eftir að skemmtun lýkur. Miðaverð er kr 4000 hægt er að kaupa miða í forsölu og við innganginn.


6

Fimmtudagur 21. júní 2012

Eystrahorn

Fiskurinn verður áfram veiddur, en ... Í umræðum um frumvörp ráðherra til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld hafa margir orðið til þess að gera lítið úr varnaðarorðum þeirra sem til sjávarútvegsins þekkja með því að yppta öxlum og segja sem svo að fiskurinn verði áfram veiddur. Þannig er gefið í skyn að allt verði áfram í lagi fyrst fiskurinn verður áfram veiddur og að engu skipti hver veiðir fiskinn, hvernig og við hvaða aðstæður. Því miður er veruleikinn allur annar.

Sitt er hvað, aflamagn og verðmæti í þjóðarbúið Rétt er að hafa í huga að ekki vantaði upp á að fiskurinn væri veiddur árið 1981, en það ár komu 460 þúsund tonn af þorski á land af íslenskum skipum. Engu að síður voru efnahagsaðstæður og afkoma veiðanna með þeim hætti að útvegsmenn treystu sér ekki til að halda veiðum áfram við óbreytt skilyrði og kölluðu flotann í land. Ekki vantaði heldur upp á að fiskurinn væri veiddur í lok níunda áratugar síðustu aldar, en þá var þorskaflinn hátt í 400 þúsund tonn ár eftir ár. Engu að síður var afkoma sjávarútvegsins svo slæm á þessum tíma að stofna þurfti opinbera sjóði á kostnað skattgreiðenda til að styrkja áframhald fiskveiðanna. Það var einmitt til þess að komast út úr þessum vanda sem núverandi

stjórnkerfi fiskveiða með aflahlutdeild og frjálsu framsali var komið á.

Hvernig verða verðmætin til? Verðmæti í sjávarútvegi verða til með skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu auðlindarinnar. Í þessu felst að gætt er hófs í sókn í fiskistofna þannig að þeir haldist í sem hagkvæmastri stærð og hafi burði til að endurnýja sig. Með þessu móti má fá meiri og jafnari afla en ella ár eftir ár og með minni tilkostnaði á hvert tonn af afla, enda er fljótlegra og því kostnaðarminna að sækja tiltekið aflamagn úr stórum stofni en litlum. Jafnframt þarf að gæta þess að aflinn sé ekki sóttur með of stórum fiskiskipaflota svo að aflaverðmætinu sé ekki sóað í að kaupa og reka fiskiskip sem engin þörf er fyrir. En ekki er nóg að veiða fiskinn með skynsamlegum og hagkvæmum hætti—fleira þarf að koma til. Stór hluti þeirra verðmæta sem íslenskur sjávarútvegur skapar verður til vegna þess að fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar

Búningakeppni á Humarhátíð Krakkar, mömmur, pabbar, afar, ömmur, frænkur, frændur og allir! Nú fer að koma að BÚNINGAKEPPNI í skrúðgöngu Humarhátíðar á Höfn. Gangan hefst kl. 18:00 frá N1 og ætla meðlimir úr Lúðrasveit Hornafjarðar að leiða gönguna niður á hátíðarsvæði. Munið eftir búningunum, og reynum að hafa gönguna okkar sem litskrúðugasta. Vegleg verðlaun fyrir allan aldur eru í boði fyrir besta búninginn. Allir hvattir til að föndra eitthvað litskrúðugt fyrir gönguna. Hlökkum til að sjá ykkur og hafa gaman saman.

gerir fyrirtækjunum kleift að sinna þörfum erlendra kaupenda afurðanna á þann hátt sem best verður á kosið. Þannig geta stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja samræmt skipulag veiðanna og vinnslu aflans þörfum kaupendanna. Gerðir eru fyrirfram samningar um afhendingu tiltekins magns afurða af hverri fisktegund í hverri viku ársins í þeirri mynd og í þeim gæðum sem uppfyllir þær kröfur sem hver og einn kaupandi gerir. Allir þessir þættir, og margir fleiri, gera það að verkum að íslenskur sjávarútvegur hefur náð sterkri stöðu til að skapa þjóðarbúinu mikil verðmæti og miklar gjaldeyristekjur í krafti þess skipulags sem sjávarútvegurinn býr við vegna gildandi fyrirkomulags við stjórn fiskveiða.

Hverju myndu frumvörpin breyta? Frumvörpin sem nú eru til meðferðar Alþingis myndu grafa alvarlega undan öllum þeim þáttum sem verðmætasköpun sjávarútvegsins byggist á. Of hátt og illa ígrundað veiðigjald myndi gera greininni ókleift að fjárfesta í skipum og búnaði í þeim mæli sem þarf til að hún haldi stöðu sinni á erlendum mörkuðum. Leiga ríkisins á aflaheimildum, í stað þess að byggja áfram á aflahlutdeild, myndi draga úr hvata til góðrar umgengni um auðlindina og

auka brottkast og aðra sóun. Flutningur veiðiheimilda til annarra en þeirra sem keypt hafa aflahlutdeild myndi eyðileggja þá hagræðingu sem náðst hefur við veiðarnar, auka heildar tilkostnað við fiskveiðar og valda þannig sóun verðmæta auk þess að auka þrýsting á að heimila of mikinn afla. Óvissa um aflaheimildastöðu myndi gera fyrirtækjunum erfitt fyrir um að skipuleggja veiðarnar og gera samninga um afhendingu afurða og þannig grafa undan því verðmæta trausti sem byggt hefur verið upp um áratugi við mikilvægustu kaupendurna. Svona mætti lengi telja.

Stóra spurningin Ef frumvörpin verða að lögum verður fiskurinn eflaust áfram veiddur. Við þurfum þó öll að spyrja okkur hvort við viljum að fiskurinn verði áfram veiddur með þeim ábatasama hætti fyrir þjóðarbúið sem gert er í dag eða með þeim óhagkvæma hætti sem gert var fyrir meira en 20 árum og frumvörpin myndu leiða af sér. Valið ætti ekki að vera erfitt. Nú þurfa stjórnvöld að taka höndum saman við þá sem starfa í atvinnugreininni og nýta sér þekkingu þeirra við að leiða deilur um stjórn fiskveiða til lykta. Nauðsynlegt er að tryggja að fiskurinn verði áfram veiddur á ábatasaman hátt fyrir þjóðarbúið. Ásgeir Gunnarsson

Starf humarskurðarmeistara er laust til umsóknar á Humarhöfninni Kröfur til meistarans umfram almennar hæfniskröfur er að viðkomandi hafi bílpróf og geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á info@humarhofnin.is eða talið við Ara í síma 891 8080

Auglýst eftir íbúð til leigu

Vantar litla íbúð á leigu frá 20. ágúst nk. Reglusemi og öruggar greiðslur. Upplýsingar í síma 847-9445


Eystrahorn

Fimmtudagur 21. júní 2012

Humarsúpukeppni á Humarhátíð

Gönguvikan “Ekki lúra of lengi” 21. - 26. júní 2012

Humarhátíðarnefnd í samstarfi við Skinney - Þinganes ehf langar að efna til humarsúpukeppni laugardaginn 23. júní. Það sem þú þarft að gera er að skrá þig fyrir 21. júní inn á info@humar.is • 10 fyrstu sem skrá sig fá humarkitt í boði Skinneyjar - Þinganess í súpuna • Humarkitt verður afhent á hátíðarsviði í lok dagskrár föstudaginn 22. júní • Elda þarf 3 lítra af súpu og bera fram í hitakönnum á keppnissvæði þar sem gestir og gangandi munu dæma • Sigurvegarinn verður krýndur Humarsúpukóngur/ drottning Humarhátíðar 2012 • Humarhátíðarnefnd leggur til staup til að bjóða súpuna í. • Vegleg verðlaun í boði.

Sunnudagsmorgnar í 780 Félagar í Bútasaumsfélaginu Ræmunum sýna verk sín í Nýheimum og Miðbæ frá 15. júní til 26. júní Opið verður á opnunartíma bókasafns virka daga. Laugardagur 16. júní frá 13:00 til 16:00 Sunnudagur 17. júni frá 13:00 til 16:00 Laugardagur 23.júní frá 13:00 til 17:00 Sunnudagur 24. júní frá 13:00 til 16:00

Verið velkomin Ræmurnar

Trjáplöntur, fjölær blóm, sumarblóm, matjurtir o.fl.

Ýmis sumarblómatilboð Allar plöntur eru ræktaðar í Dilksnesi

Gróðrarstöðin Dilksnesi Opið virka daga kl. 13:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00 Sími 849-1920

Humargangan fimmtudaginn 21. júní Hoffellsdalur - Skuggafoss Lagt af stað frá tjaldstæðinu kl.17:00 Verð kr. 1.000/1.500. Frítt fyrir börn Ferðatími 5 klst. Hækkun 250 m. Göngutími 3 klst. Fært óbreyttum 4x4 bílum. Sameinumst í bíla

Jónsmessuferð sunnudaginn 24. júní Svínafell í Nesjum Lagt af stað frá tjaldstæðinu kl.17:00 Verð kr. 1.000/1.500. Frítt fyrir börn Ferðatími 5 klst. Hækkun 250 m. Göngutími 3 klst. Hægt er að velja um mislangar leiðir

Lúrugangan mánudaginn 25. júní

Gengið yfir Lónsheiði Lagt af stað kl. 12:00 Verð kr. 1.000/1.500. Frítt fyrir börn Ferðatími 7 klst. Hækkun 400 m. Göngutími 5 klst.

Makrílgangan mánudaginn 25. júní Undraheimar Þvottárskriðna Lagt af stað kl. 12:00 Verð kr. 1.000/1.500. Frítt fyrir börn Ferðatími 6 klst. Hækkun engin. Göngutími 4 klst.

Ufsagangan þriðjudaginn 26. júní

Papós - Kastárdalur - Húsadalur - Kex Lagt af stað frá tjaldstæðinu kl.14:00 Verð kr. 2.000/3.000. Börn kr. 1.000 Ferðatími 7 klst. Hækkun 600 m. Göngutími 5 klst. Grillað í lok ferðar

Þorskgangan þriðjudaginn 26. júní

Papós - Horn Lagt af stað frá tjaldstæðinu kl.14:00 Verð kr. 2.000/3.000. Börn kr. 1.000 Ferðatími 7 klst. Hækkun 600 m. Göngutími 5 klst. Grillað í lok ferðar Hægt er að ganga styttri leið, eða mæta bara í grillið Börn eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Komi hundar með í ferðir eru þeir á ábyrgð eigenda, ól skal vera meðferðis. Vinsamleg tilmæli til þeirra sem ekki fara á eigin bíl að taka þátt í eldsneytiskostnaði (0 - 50 km. kr. 500, 50 - 100 km. kr. 1000)

Ferðafélag Austur-Skaftfellinga

7


markhonnun.is

8

Fimmtudagur 21. júní 2012

Eystrahorn

TTUR

LÁ 33% AFS Kræsingar & kostakjör

HUMAR 1 KG SKELBROT

HUMAR 2 KG ASKJA

3.998

1.998 ÁÐUR 2.980 KR/KG

ÁÐUR 5.998 KR/KG

SÓL OG HUMARSKAP GRÍSAKÓTELETTUR RAUÐVÍNSKRYDDAÐAR

KJÚKLINGAVÆNGIR

GRILLPYLSUR OSTA - 300 G

HVÍTLAUKS - GRILL

TTUR

30% AFSLÁ

TTUR 24% AFSLÁ

1.290

384

ÁÐUR 1.698 KR/KG

565

GRILL

TTUR

ÁÐUR 665KR/STK

30% AFSLÁ

ÁÐUR 698 KR/KG

ÁÐUR 498 KR/KG

ÁÐUR 549 KR/PK

LAMBARIFJUR

489

299

SS VÍNARPYLSUR 10 STK

GRÍSA T - BEIN

% AFSLÁTTUR

22

1.792 ÁÐUR 2.298 KR/KG

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

CAJP’S


a nn ð n ri ver gin lfu a da 0 aá rð tu 0 tt sti ös 6: ó. ró a f l.1 t íþ ll æ í k et So rab jún ði N og ind 2. bo 2 í íS

Eystrahorn

Fimmtudagur 21. júní 2012

9

GRÍSABÓGSNEIÐAR BBQ

798 ÁÐUR 998 KR/KG

Í NETTÓ KJÚKLINGABRINGUR

GRÍSAFÍLE

OKKAR - 3 STK

SÚKKULAÐIBITAR

SNEIÐAR - LOUISIANA

CAPRI - 200 G

199 ÁÐUR 249 KR/PK

TUR

21% AFSLÁT

1.990

1.499 ÁÐUR 1.898 KR/KG

ÁÐUR 2.398 KR/KG

PEPSI/PEPSI MAX 330 ML

75 COKE 6X 330 ML

KR STK

398

KR 6 STK

X-TRA FLÖGUR SALT

379

KR/PK

X-TRA FLÖGUR

SOUR CREAM ONION

Tilboðin gilda 21. - 24. JÚNÍ Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


10

Fimmtudagur 21. júní 2012

Eystrahorn

Stelpurnar áhugasamar

Í gær var fyrsta kvöld TískuSmiðjunnar og mættu 20 áhugasamar stelpur á öllum aldri til að læra um allt sem tengist tísku. Lokahnykkurinn á Smiðjunni er TískuSýning á föstudaginn sem verður algjörlega ólýsanlega mögnuð. Samsýning 7 íslenskra hönnuða, 20 fyrirsætur, hljóðkerfi, ljósabúnaður, ljósmyndarar og margt margt fleira sett upp að mestu leyti af þátttakendum Smiðjunnar.

Lausar stöður deildastjóra við Grunnskóla Hornafjarðar Um er að ræða tvær 50% stöður deildarstjóra á sitt hvoru stigi skólans 1. – 6. bekk annars vegar og 7. – 10. bekk hins vegar. Viðkomandi gæti fyllt upp í 100% stöðu með kennslu á viðkomandi stigi. Deildarstjórar stiga koma að daglegu skólastarfi hvor á sínu skólastigi auk þess að hafa yfirumsjón með stoðþjónustu stigsins. Þeir eru hluti af stjórnendateymi skólans og þar af leiðandi í forsvari fyrir faglega þróun í skólanum. Aðrar lausar kennarastöður við skólann eru; • sérkennsla • staða þroskaþjálfa

Laus störf við Grunnskóla Hornafjarðar Auglýst er eftir stuðningsfulltrúum og skólaliða við Grunnskóla Hornafjarðar. Starf stuðningsfulltrúa felst í námsaðstoð við nemendur, almennum stuðningi og gæslu. Um er að ræða störf bæði á yngra og eldra stigi skólans.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi KÍ við LS.

Starf skólaliða er á yngra stigi og felst í gæslu nemenda, ræstingu og aðstoð í matsal.

Umsóknum um stöður skal skilað skriflega til skólastjórnenda fyrir 1. júlí n.k. með upplýsingum um menntun, réttindi, starfsreynslu og meðmælendur.

Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem er á heimasíðu skólans. www.rikivatnajokuls.is/atvinna

Nánari upplýsingar veitir Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri í síma 470 8400 / 899 5609 thorgunnur@hornafjordur.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélagsins við stéttarfélög. Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 8995609 og á netfanginu thorgunnur@hornafjordur.is


Eystrahorn

Fimmtudagur 21. júní 2012

Svavar / náttúran - sagan Sögusýning um Svavar Guðnason listmálara

Sögusýning um Svavar Guðnason listmálara sem ber heitið „Svavar / náttúran – sagan“ var opnuð í Listasafni Hornafjarðar 16. júní sl. Sýningin er unnin af Huldu Rós Sigurðardóttur list- og menningarfræðingi en hún hefur rannsakað líf og list Svavars síðastliðin ár. Á sýningunni gefur að líta æviágrip og fræðslu um líf og list Svavars úr ýmsum áttum. Hluti af sýningunni fjallar um uppruna Svavars sem tengist sögu Hafnar. Með verkefninu er markmiðið meðal annars að

kynna Svavar fyrir gestum á litríkan, lifandi og skemmtilegan hátt. Sýningin er unnin út frá meistaraverkefni Huldu Rósar í hagnýtri menningarmiðlun. Verkefnið fjallar meðal annars um það hvernig má nýta menningararf til miðlunar og uppbyggingar á Hornafirði. Fjallað er um uppruna Svavars og ár hans á Hornafirði en einnig hvernig hann tengdist svæðinu eftir að hann flutti burt. Hann var listamaður „úr ríki Vatnajökuls“ ekki síst vegna þess að einstök náttúrutilfinning hans birtist endurtekið í málverkinu, í viðtölum og umræðu um listamanninn. Það er rétt eins og að í huganum hafi Svavar tekið með sér náttúrufegurðina á æskuslóðunum hvert sem hann fór. Það að Svavar hafi verið fæddur og uppalinn á Hornafirði, auk þess sem hann tengdist landslaginu tilfinningaböndum, skapar fjölmörg tækifæri í menningartengdri ferðaþjónustu. Verkefnið er styrkt af Vinum Vatnajökuls og verður sýningin opin út sumarið.

11

Pakkhúsið á Humarhátíð Fimmtudagur 22:00 Tónleikar með Mr. Silla, Snorra Helga og Hugleiki Dagssyni. Miðaverð 2000 kr. Föstudagur 20:00 Pöbba-stemning í Pakkhúskjallaranum 23:00 Hulda og Rökkurbandið halda uppi stemningunni í Pakkhúskjallaranum Laugardagur 23:00 Hin heimsfræga Hljómsveit Hauks Þorvalds leikur fyrir dansi. Miðaverð 2000 kr.

Bland á striga

Töfrafjör á Humarhátíð

Smári Jónsson Skagamaður er með myndlistasýningu á Hótel Eddu Nesjum sem hann kallar „Bland á striga“. Í samtali við Eystrahorn sagði Smári; „Ég er búinn að stunda nám í Myndlistarskóla Mosfellsbæjar undanfarin þrjú ár og hef lokið þar fjögurra þrepa grunnnámi og tekið einn framhalds áfanga. Ég var búinn að vera að dunda við myndlist í 18 ár áður en ég fór í þetta nám. Var reyndar búinn að fara á tvö námskeið hjá öðrum og er núna að stíga mín fyrstu skref í að koma mér á framfæri. Þetta verður þriðja einkasýning mín en ég hef tekið þátt í nokkrum samsýningum. Það sakar ekki að geta þess að ég er bróðir Guðjóns Péturs Jónssonar á Edduhótelinu hér. Það eru allir velkomnir á sýninguna en hún mun standa eitthvað fram á sumarið.“

Töfranámskeiðið sló Íslandsmet á Humarhátíðinni 2011 þar sem mættu yfir 200 krakkar! Töfrafjörið heldur áfram og nú verða kennd ný brögð í Sindrabæ sem verður svo sannarlega troðfullur eins og í fyrra!


12

Fimmtudagur 21. júní 2012

Humarhátíðartilboð 20% afsláttur af öllum fatnaði og skóm miðvikudag, fimmtudag og föstudag

Verslun Dóru

Opið virka daga kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 18:00

Humarhátíðartilboð fimmtudag - laugardag 25% afsláttur af * sundfatnaði * bolum (konu og karla) * barnafatnaði

Eystrahorn

KJÖRSKRÁ Kjörskrá vegna forsetakosninganna 30. júní 2012 liggur frammi frá 20. júní til kjördags hjá eftirtöldum aðilum: Kjördeild I • Öræfi Pálína Þorsteinsdóttir Svínafelli Kjördeild II • Suðursveit Steinþór Torfason Hala Kjördeild III • Mýrar Ari Hannesson Klettatúni Kjördeild IV • Nes Halldór Tjörvi Einarsson Hraunhóli 8 Kjördeild V • Höfn Bæjarskrifstofur (heildarkjörskrá) Kjördeild VI • Lón Sigurður Ólafsson Stafafelli Yfirkjörstjórn: Jón Stefán Friðriksson Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir Hermann Stefánsson


Eystrahorn

Fimmtudagur 21. júní 2012

13

KJÖRFUNDUR

Kjörfundir vegna forsetakosninganna 30. júní 2012 verða sem hér segir: Kjördeild I

Öræfi

Hofgarður

Frá kl. 12:00

Kjördeild II

Suðursveit

Hrollaugsstaðir

Frá kl. 12:00

Kjördeild III

Mýrar

Holt

Frá kl. 12:00

Kjördeild IV

Nes

Mánagarður

Frá kl. 12:00 til kl. 22:00

Kjördeild V

Höfn

Sindrabær

Frá kl. 09:00 til kl. 22:00

Fundarhús

Frá kl. 12:00

Kjördeild VI Lón

Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í Sindrabæ á kjördag. Kjósendur geta átt von á að verða krafðir um skilríki á kjörstað. Yfirkjörstjórn: Jón Stefán Friðriksson Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir Hermann Stefánsson

Kassabílarall Landsbankans

Krakkar 6-12 ára munið Kassabílarall Landsbankans á laugardaginn kl. 13:00 Nú þarf að bretta upp ermar og fá pabba og mömmur, afa og ömmur, systur og bræður til að aðstoða Skráning í bankanum


14

Fimmtudagur 21. júní 2012

Skreiðarskemman

Á Humarhátíð verður opið í Skreiðarskemmunni kl. 13:00 - 21:00 og þar gefur að líta verkefni sem kallað er Skreiðarskemman – sjóminjasafn í vexti. Eins og Hornfirðingar vita hefur breyting orðið á sýningaraðstöðu Byggðasafnsins með flutningi Gömlubúðar og unnið er að framtíðarfyrirkomulagi safnamála, en um leið höldum við áfram uppbyggingu á safnkosti safnsins. Einn liður í uppbyggingu safnkostsins er að sinna betur minjum um sjósókn og fiskvinnslu og þurfum við hjálp heimamanna við að hafa allar klær úti og safna öllu því sem viðkemur lífinu við höfnina og á sjónum. Starfsmenn Byggðasafns hafa komið upp í Skreiðarskemmunni vísi að sjóminjasafni og vilja með hjálp Hornfirðinga gæða skemmuna lífi og auka við safnkost Byggðasafnsins. Laugardaginn 23. júní verða starfsmenn safnsins í Skreiðarskemmunni kl. 13:00 - 17:00 og viljum við hvetja alla þá sem vilja leggja okkur lið, með sögum, myndum eða munum að heimsækja okkur og taka þátt í þessu verkefni okkar. Þeir sem ekki geta heimsótt okkur í Skreiðarskemmunni geta leitað til starfsmanna Menningarmiðstöðvarinnar í Nýheimum alla virka daga eða í síma eða tölvupósti, 470 8054 eða bjorn@hornafjordur.is

Skreytum bæinn okkar fyrir Humarhátíð á Höfn

Eystrahorn

Flottasta tækið

Gunnar Pálmi og Jón Vilberg við bílinn góða með um 100 verðlaunabikara sem unnist hafa á hann gegnum árin.

Gunnar Pálmi Pétursson gerir það ekki endasleppt þegar kemur að torfærubílaíþróttinni. Nú eru liðin 10 ár síðan hann keppti síðast á fræga bílnum sínum sem hann vann flest verðlaunin á. Hann hefur verið að endursmíða farartækið undanfarin tvö ár og brá sér á bíladaga á Akureyri á þjóðhátíðardaginn og sýndi tækið þar. Það er skemmst frá að segja að þetta var skemmtilegt „comeback“ því bíllinn fékk 1. verðlaun sem verklegasta keppnistækið á sýningunni og vakti mikla athygli. Gunnar Pálmi sagðist oft fá þá spurningu hvernig hann tími að nota svona flottan bíl í torfærukeppni. Það er ekki vandamál; Í keppnum fer bíllinn í vinnuföt sem eru úr plasti og þess á milli klæði ég hann í sparifötin eins og sést á myndinni og bíllinn verður notaður í þremur mismunandi keppnisgreinum í sumar. Sjálfur keppi ég í sandspyrnu en strákarnir mínir Jón Vilberg í torfæru og Pálmi Freyr í götuspyrnu.“

HM í HM

Nú er Humarhátíð á Höfn að hefjast og tími til kominn að skreyta. Tökum höndum saman og gerum hátíðina skemmtilega. Þema hátíðarinnar er að sjálfsögðu APPELSÍNUGULUR. Verðlaun verða veitt á aðalsviðinu á laugardagskvöld fyrir best skreyttu götuna og best skreytta húsið. Endilega byrjum að skreyta sem fyrst því dómnefnd tekur rúntinn á föstudagkvöld og laugardagsmorgun. Munum að taka góða skapið með okkur á Humarhátíðina og njóta skemmtunarinnar.

Humarhátíðartilboð 15% afsláttur af kjólum, bolum og toppum fimmtudag, föstudag og laugardag Opið á laugardaginn kl. 13:00 - 16:00

Gleðilega Humarhátíð!

Heimsmeistaramótið í HornafjarðarMANNA verður kl. 13:30 á laugardaginn í íþróttahúsinu Útbreiðslustjóri


Eystrahorn

Fimmtudagur 21. júní 2012

Heimaleikir Sindra á næstu vikum

15

Kynning á frisbígolfi Kynning á frisbígolfi verður á tjaldstæði Hornafjarðar laugardaginn 23. júní frá kl.13:00. Komið og kynnist skemmtilegu fjölskyldusporti. Nánar á folf.is. Sveitarfélagið Hornafjörður

Skotfélag Hornafjarðar stendur fyrir skotprófum fyrir veiðimenn hreindýra 2012.

Meistaraflokkur kvenna

• Laugardagur 23. júní kl. 12:00 Sindri - Haukar • Laugardagur 7. júlí kl. 16:30 Sindri - Fjölnir • Laugardagur 21. júlí kl. 12:00 Sindri - ÍR

Meistaraflokkur karla

• • • •

Laugardagur 30. júní kl. 12:00 Sindri - Ísbjörninn Laugardagur 7. júlí kl. 14:00 Sindri - Árborg Laugardagur 14. júlí kl. 16:00 Sindri - Ægir Laugardagur 28. júlí kl. 16:00 Sindri - Stál-úlfur

2. flokkur karla

• Laugardagur 23. júní kl. 14:00 Sindri - Njarðvík • Sunnudagur 1. júlí kl. 15:00 Sindri - Grótta • Sunnudagur 22. júlí kl. 17:00 Sindri - Grindavík

3. flokkur karla

• Sunnudagur 24. júní kl. 14:00 Sindri - Valur • Föstudagur 6. júlí kl. 20:00 Sindri - Selfoss/Ægir • Föstudagur 27. júlí kl. 20:00 Sindri - ÍBV

4. flokkur kvenna

• Föstudagur 6. júlí kl. 17:00 Sindri - Njarðvík/Þróttur • Fimmtudagur 19. júlí kl. 17:00 Sindri - Hrunamenn

4. flokkur karla

• Laugardagur 14. júlí kl. 13:00 Sindri - Hrunamenn • Laugardagur 14. júlí kl. 16:00 Sindri - Hamar

5. flokkur kvenna

• • • •

Miðvikudagur 18. júlí kl. 14:00 Miðvikudagur 18. júlí kl. 14:50 Miðvikudagur 18. júlí kl. 17:20 Miðvikudagur 18. júlí kl. 18:10

A-lið B-lið A-lið B-lið

Sindri - Höttur Sindri - Höttur Sindri - Fjarðab/Leiknir Sindri - Fjarðab/Leiknir

Foreldrar knattspyrnuiðkenda Knattspyrnudeild Sindra heldur dansleik í íþróttahúsinu nk. laugardagskvöld. Þeir foreldrar sem lagt geta okkur lið í fatahengið, dyravörslu og öðru sem til fellur hafi samband við Valdemar framkvæmdastjóra í síma 868 - 6865.

Stjórn Knattspyrnudeildar Sindra

Próf verða haldin miðvikudaginn 27. júní eftir kl. 17:00, fimmtudaginn 28. júní eftir kl. 17:00 og laugardaginn 30. júní eftir kl. 09:00. Þeir sem eiga eftir að taka prófið geta haft samband við Einar í síma 777 0331 til að fá úthlutuðum tíma.

Atvinna

Starfsmaður óskast við eitt besta tjaldsvæðið á Íslandi Upplýsingar í síma 478-1606 eða á staðnum, tjaldsvæðinu á Höfn


Humarhátíð 2012 Miðvikudagur 20. júní Undirdjúp Humarhátíðar á Höfn opin alla daga 16:00 - 18:00 Vinnustofa - Eyrún Axelsdóttir í Miklagarði Vinnustofa Sigurðar Einarssonar Jöklamús á Graðalofti Fimmtudagur 21. júní Undirdjúp Humarhátíðar á Höfn opin alla daga Vinnustofa - Jöklamús á Graðalofti 10:00 - 18:00 Vinnustofa - Millibör og Arfleifð í Kartöflugeymslu Millibör - Hönnunarsýningin „Kynjaverur hafsins”. 16:00 - 18:00 Vinnustofa - Eyrún Axelsdóttir í Miklagarði 17:00 Humarganga - Ferðafélag Austur-Skaftfellinga. Hoffellsdalur-Skuggafoss. Lagt verður af stað frá tjaldsvæði. 20:00 Þjóðakvöld Kvennakórs Hornafjarðar verður í Mánagarði. Sætaferðir frá N1 kl. 19:00. Húsið opnar kl. 19:30 20:00 Mótorkross sýning við Drápskletta 22:00 Tónleikar í Pakkhúsi með Mr. Silla, Snorra Helga og Hugleiki Dagssyni 23:00 - 02:00 Trúbador á Víkinni 09:00 - 12:00 11:00 - 12:00 13:00 - 16:00 13:00 - 21:00 12:30 - 13:30 14:30 - 15:30 16:00 - 22:00 16:00 17:00 - 20:00 18:00 18:30 18:30 18:30 - 23:00 18:30 - 23:00 20:00 20:00 21:30 23:00 23:30

Föstudagurinn 22. júní 2012 Undirdjúp Humarhátíðar á Höfn opin alla daga Frítt í sund Vinnustofa - Jöklamús í Graðalofti „Töfrafjör” fyrir galdrakrakka er magnað töfranámskeið í Sindrabæ Einar Mikael töframaður Grillaðar pylsur í boði Húsasmiðjunnar við verslunina Ljósmynda sýning - Hlynur Pálmason á Graðalofti „Töfrafjör” fyrir galdrakrakka er magnað töfranámskeið í Sindrabæ Einar Mikael töframaður Sýningin Töfrafjör með Einari Mikael fyrir alla unga sem aldna Vinnustofa - Eyrún Axelsdóttir í Miklagarði Latibær, Solla og Íþróttaálfurinn í Sindrabæ Litli listaskálinn á Sléttu, Gingó verður á staðnum Skrúðganga og búningakeppni. Lúðrasveit Hornafjarðar leiðir gönguna. Gangan fer frá N1. Setning Humarhátíðar á hátíðarsviði Kynnar á sviði Jói G og Halli Óla Barnaskemmtun Tónlistaratriði - Lúðrasveit Hornafjarðar og söngkonur Latibær - Solla og Íþróttaálfurinn Umhverfisviðurkenning Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012 Kvennakór Hornafjarðar Tónlistaratriði/ Humarþruman Töframaðurinn Einar Mikael Harmonikkubræður Andri Snær og Bragi Fannar taka lagið Tónlistaratriði - Alocola Grill verða á hátíðarsvæði Markaðir á hátíðarsvæði Leiktæki opna á hátíðarsvæði Tískusýning 7 þekktra hönnuða - í Kartöflugeymslu. Arfleifð, Millibör, Gammur, Volcano, Sign, Krista, Dröfn Design og fl. Pöbba-stemning í Pakkhúskjallaranum Humarþruman verður með tónleika í íþróttahúsi „Prinspóló”, „Ojba Rasta” og „Jónas Sigurðsson og ritvélar framtíðarinnar” koma fram. Húsið opnar kl. 21:00 Hulda og Rökkurbandið í Pakkhúsinu Víkin - Dans á Rósum heldur uppi fjörinu. Munum skilríkin

09:00 - 12:00 09:00 10:00 11:00 - 20:00 11:00 - 13:00 13:00 13:00 - 21:00 13:00 - 17:00 13:00 - 17:00 13:00 - 21:00 13:30 14:00 - 18:00 14:00 - 18:00 14:00 - 22:00 14:00 - 18:00 15:00 15:00 16:00 16:00 16:00 17:00 21:00 21:00 - 23:00 21:00 - 23:00 21:30 23:00 23:30 00:00 - 04:00 09:00 - 12:00 13:00 12:00 - 16:00 11:00 - 15:00 12:00 - 16:00 12:00 - 16:00 13:00 - 19:00 17:00

Laugardagur 23. júní 2012 Undirdjúp Humarhátíðar á Höfn opin alla daga Frítt í sund Humarhátíðarmót í golfi Vinnustofa - Jöklamús á Graðalofti Gönguferð um Hafnarvík-Heppu, mannvirki skoðuð og sagan dregin fram. Leiðsögumaður Sigurður Hannesson. Gangan hefst við Humarhöfnina Litli listaskálinn á Sléttu, Gingó verður á staðnum Spretta - lokadagur. Vinnustofur sem hafa verið í gangi alla vikuna. Auglýst síðar Æfing fyrir söngvakeppni barna og skráning í Sindrabæ Kassabílarallý Landsbankans. Íspinnar í boði Landsbankans Ljósmynda sýning - Hlynur Pálmason á Graðalofti Nýheimar - Bókasafn. Bútasaumsfélagið Ræmurnar með sýningu Listasafn Hornafjarðar - Sýning á verkum Svavars Guðnasonar „Til Ástu minnar” og sögusýning Huldu Rósar Sigurðardóttur „Svavar/Náttúra-sagan” Skreiðarskemman „Sjóminnjasafn í vexti” Heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna í íþróttahúsi Markaðir á hátíðarsvæði Leiktæki á hátíðarsvæði Vinnustofa - Millibör og Arfleifð. Gammur, Volcano, Sign, Krista, Dröfn Design o.fl. verða einnig með sölu í Kartöflugeymslu Millibör - Hönnunarsýningin „Kynjaverur hafsins”. Vinnustofa - Eyrún Axelsdóttir í Miklagarði Hreystikeppni Sporthallarinnar á hátíðarsvæði Grill í boði sauðfjárbænda í Austur-Skaftafellssýslu og Meistarafélags kjötiðnaðarmanna á hátíðarsvæði Tónlistaratriði Villa verður á vinnustofu Millibör í Kartöflugeymslu Söngkeppni barna á hátíðarsviði Íslandsmót knattspyrnu kvenna - Sindri -Haukar Burn Out keppni við Fiskhólinn Skemmtidagskrá hefst á hátíðarsvæði Kynnar á sviði Jói G og Halli Óla Barnaskemmtun Skíðadeild Sindra - Verðlaunaafhending í Söngkeppni Skíðadeildar Vinningshafi í Söngkeppni Skíðadeildar Sindra tekur lagið Verðlaunaafhending - best skreytta húsið og best skreytta hverfið Burn Out - Verðlaunaafhending Magni í Á Móti Sól mætir á svið Humarsúpukeppni heimamanna Leiktæki á hátíðarsvæði Markaður á hátíðarsvæði Humarklær í boði Skinneyjar-Þinganess og Matís Pöbba-stemning í Pakkhúskjallaranum Hljómsveit Hauks Þorvalds í Pakkhúsinu Dans á Rósum heldur uppi fjörinu á Víkinni. Munum skilríkin Á Móti Sól leika á stórdansleik í íþróttahúsi á vegum Knattspyrnudeildar Sindra Sunnudagurinn 24. júní 2012 Undirdjúp Humarhátíðar á Höfn opin alla daga Frítt í sund Sindraleikar á Sindravöllum - frjálsíþróttamót 16 ára og yngri Leiktæki á hátíðarsvæði Litli listaskálinn á Sléttu, Gingó verður á staðnum Vinnustofa - Jöklamús á Graðalofti Markaðir á hátíðarsvæði Vinnustofa - Millibör og Arfleifð. Gammur, Volcano, Sign, Krista, Dröfn Design o.fl. Verða einnig með sölu í Kartöflugeymslu Millibör - Hönnunarsýningin „Kynjaverur hafsins”. Ljósmyndasýning - Hlynur Pálmason á Graðalofti Jónsmessuferð Ferðafélags Austur-Skaftfellinga. Svínafell í Nesjum. Lagt af stað frá tjaldsvæði.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.