Eystrahorn Fimmtudagur 27. júní 2013
25. tbl. 31. árgangur
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Mikil eftirsókn er í sölubása á Humarhátíð Aldrei hefur verið meiri ásókn í að fá sölubása á Humarhátíð og úrvalið af varningi verður ótrúlega fjölbreytt. Gestir hátíðarinnar geta fengið sér að borða, bæði humarlokur, humarsúpu, humarklær og konfekt frá Hólabrekku. Einnig verður ýmis fatnaður til sölu bæði á börn og á fullorðna og er fatnaðurinn að mestu unnin af heimafólki. Þá verða seldar ýmsar snyrtivörur og skart unnið úr náttúrunni. Meðal annars sem verður í sölubásum okkar: • Siggi litli og Ingólfur - humar, heitar og kaldar samlokur, súpa. • Linda steinastjakar - náttúrusteinar úr fjörunni • Náttúrusnyrtivörur úr sjávarfangi www.andra.is • Konfekt frá Hólabrekku • Ullavörur frá Gallerý hjá Tótu, facebook: Galleryhjatotu • Carters föt.barnaspil og vörur fyrir börn abcleikfong.is • Allt Merkilegt sérmerktur fatnaður og margt fleira alltmerkilegt.is
• • • • • • • • • • • • • •
Kusk collection ull. roð.leður, Erna Postulín og skart fyrir börn og fullorðna Sjoppa Volare snyrtivörur Ágústa Arfleifð Ragnheiður Millibör Félagar frá Handraðanum Candyfloss Skartgripir og salt frá Saltverk Reykjanesi Heimamarkaður Hleinin humarlokur Finindi.is Elísabet Óli prik barnavörur www.oliprik.is Kozy by Alma www.kozywool.com
Humarsúpa um allan bæ Íbúar Hafnar bjóða gestum og gangandi í humarsúpu föstudaginn 28. júní frá kl. 19:00-20:30. Súpan verður veitt á eftirtöldum stöðum: • Rauðatorgið – Leirusvæði • Hólabraut 18 – Unnur og Öddi • Sandbakki – Miðbær • Silfurbraut 31 – Jóga og Reynir • Kirkjubraut 32 – Kristín og Kalli • Hagatún 9 – Gunnhildur og Marta Eftir súpuna verður Hornafjarðarkvöld í Bárunni kl. 21:00 - 23:00 þar sem verður glæsileg dagskrá. Sjá nánar á humar.is.
Hópmynd af Hornfirðingum í Óslandi Eins og áður hefur komið fram í EH verður hópmyndataka úti í Óslandi þriðjudaginn 2. júlí kl. 19:03. Fólk er vinsamlegast beðið um að fara ekki akandi upp Óslandshraunið heldur leggja bílunum annarsstaðar. Sigurður Mar er ljósmyndari og Haukur Helgi tekur nokkur vel valin sjóaralög á nikkuna. Svanfríður Eygló Arnardóttir er hugmyndasmiður og hvatamaður að þessu verkefni sem hún segir sig hafa dreymt um lengi. Svanfríður sem býr erlendis er í heimsókn hér á æskuslóðum og henni fannst upplagt að kanna hvort þessi hugmynd væri ekki þess virði að láta á hana reyna. Skorað er á alla sem hafa tök á að mæta vel greiddir og vel búnir til fótanna og gera þennan atburð skemmtilegan og eftirminnilegan. Sjáumst hress og kát. Svanfríður Eygló
Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús
2
Fimmtudagur 27. júní 2013
Eystrahorn
Kaþólska Kirkjan
Andlát
Sunnudaginn 30. júní Börnin hittast kl. 11:00 Sunnudagsmessa kl. 12:00 Allir velkomnir!
Sigurður Jóhannsson Sigurður Jóhannsson var fæddur á Hnappavöllum þann 8. september 1924. Hann lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jónsdóttir og Jóhann Ingvar Þorsteinsson. Sigurður var yngstur þriggja sona þeirra en hinir voru: Þorsteinn bóndi og kennari í Svínafelli í Öræfum og Jón bóndi á Hnappavöllum. Þeir eru báðir látnir. Sigurður bjó félagsbúi með Jóni bróður sínum og Guðlaugu konu hans og seinna Gísla syni þeirra í Vestur-Hjáleigunni á Hnappavöllum. Um árabil fór hann á vertíð á veturna og var fjórtán vertíðir í Vestmannaeyjum við fiskvinnslu hjá Vinnslustöðinni og eftir það nokkrar vertíðir á Höfn. Haustið 1998 hætti hann búskap og flutti til Hafnar í Hornafirði og bjó lengst af í íbúð fyrir aldraða í Ekru. Þá færði hann sig yfir á dvalarheimilið í Mjallhvít og þaðan fór hann svo síðastliðið haust á hjúkrunardeildina. Sigurður var ókvæntur og barnlaus. Útför hans fór fram frá Hofskirkju í Öræfum 25. júní síðastliðinn.
Sumarferðin Sumarferð eldri Hornfirðinga um Norðurland. Brottför frá Ekru laugardaginn 29. júní kl. 9:00 Ferðanefndin Bíll til sölu
Suzuki Grand Vitara. Árgerð 2009. Ekinn 86 þús. km. Sjálfskiptur með topplúgu. Verð 3,2 m.kr. Upplýsingar 892-8890.
Bátur til sölu
Ejvinds plastbátur ásamt vagni til sölu ef viðunandi tilboð berst. Báturinn er með tvöfaldan byrðing 4,2 m að lengd, 1,6 m. á breidd. (Vélarvana) Upplýsingar í síma 897-1113.
Lokum kl. 15:00 föstudaginn 28. júní
Gleðilega humarhátíð
Reiðhjól til sölu
Notað reiðhjól til sölu á kr. 15.000,-. Nánari upplýsingar í síma 891-6732. Ragnhildur
Eystrahorn er farið í sumarfrí. Jaspis
Næsta blað kemur út 15. ágúst.
Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Litlabrú 1 • 780 Höfn • Sími 580 7915 @VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& Garðarsbraut 5 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821 lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h
Snorri Snorrason, Hilmar Gunnlaugsson, lögg. fasteignasali hrl. og lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, s. 580 7902 Höfn, Sími 580 7915
Hilmar Gunnlaugsson, Sigríður hrl. og lögg. fasteignasali, Kristinsdóttir, lögmaður Egilsstöðum, Sími 580 7902
Hjördís Hilmarsdóttir, Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. fasteignasali lögg. og lögg. leigumiðlari, leigumiðlari s.Egilsstöðum, 580 7908 Sími 580 7908
Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI
ISSN 1670-4126
SnorriMagnússon, Snorrason, Sigurður lögg. lögg. fasteignasali, fasteignasali Egilsstöðum, s. 580 Sími 580 79077916
PéturSigurður Eggertsson, Magnússon, lögg. fasteignasali, lögg. Húsavík, fasteignasali s. 580 7907 Sími 580 7925
sumarfrí
Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent
FÉLAG FASTEIGNASALA
Fasteignasalan INNI, Umboð TM og Jaspis hársnyrtistofa verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 10. Júlí, opna aftur mánudaginn 22. júlí Stafafellsfjöll í Lóni
Til sölu er 3.000m² lóðarréttindi ásamt eldra 25 m² sumarhúsi. Lóðin er innarlega í sumarhúsabyggðinni, afgirt með neysluvatnsborholu.
Kirkjubraut
Glæsilegt 2ja hæða 191,1 m² einbýlishús ásamt bílskúr 4- 5 svefnherb., tvennar svalir, vönduð eign.
Vegna Fasteignasölu hafið samband við INNI á Egilsstöðum 580-7905, vegna TM hafið samband við TM í Reykjavík 515-2000.
Eystrahorn
Eystrahorn
Fimmtudagur 27. júní 2013
Andlát
3
Af bloggi bæjarstjóra
Sigurður Sigurbergsson Sigurður Sigurbergsson fæddist á Stapa í Hornafirði 6. apríl 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Höfn, mánudaginn 17. júní 2013. Foreldrar hans voru hjónin Björg Einarsdóttir húsfreyja á Stapa, f. 26. ágúst 1900, d. 11. desember 1977 og Sigurbergur Sigurðsson bóndi, f. 4. apríl 1896, d. 29. desember 1985. Sigurður var elstur þriggja systkina, en þau eru 1)Rannveig húsfreyja á Dynjanda í Nesjum, f. 20. október 1929, búsett á Höfn, gift Jens Olsen frá Reyðarfirði og 2)Einar bóndi í Þinganesi, f. 28. júlí 1935, kvæntur Hönnu Jónsdóttur frá Akurnesi, búsett á Höfn. Sigurður kvæntist 24. nóvember 1957, Guðnýju Valgerði Gunnarsdóttur húsfreyju, f. 24. október 1935, frá Vagnsstöðum í Suðursveit. Foreldrar hennar eru Sigríður Þórarinsdóttir, f. 28. febrúar 1893, d. 16. júlí 1969 frá Borgarhöfn og Gunnar Jens Gíslason, f. 28. nóvember 1904, d. 12. september 1992 frá Vagnsstöðum. Systkini Valgerðar eru Halldóra, f. 1930, búsett á Höfn og Þórarinn Guðjón, f. 1932, búsettur á Höfn. Börn Sigurðar og Valgerðar eru: 1. Sigurbjörg, f. 9. janúar 1956, lífeindafræðingur á Akureyri, maki Hjörleifur Einarsson. Börn þeirra: 1.1)Vala, f. 6. maí 1977, maki Angel Ruiz-Angulo. Börn: Fríða f. 12. ágúst 2008 og Alfonso f. 2. des.2010. 1.2)Anna, f. 21. september 1986, sambýlismaður Arnar Marteinsson. 1.3) Einar, f. 28. ágúst 1988. 2. Sigríður Gunnþóra, f. 12. mars 1957, skrifstofumaður á Sauðárkróki, maki Ingimar Birgir Björnsson. Börn þeirra: 2.1)Ása Björg, f. 2. febrúar 1984, maki Grétar Þór Þorsteinsson. Barn Árelía Margrét, f. 4. ágúst 2011. 2.2)Katrín Eir, f. 9. júní 1988. 2.3)Gunnar Tjörvi, f. 3. nóvember 1992. 3. Hallur, f. 20. apríl 1958, sjómaður á Höfn, maki Elínborg Hallbjörnsdóttir. Börn þeirra: 3.1)Kristín, f. 28. febrúar 1992, sambýlismaður Olgeir Halldórsson. 3.2)Hallmar, f. 17. nóvember 1993. 3.3)Gísli Þórarinn, f. 15. ágúst 1999. 3.4)Sigurður Guðni, f. 14. desember 2000. 4. Sigurlaug Jóna, f. 6. maí 1962, læknaritari, Garðabæ, maki Guðni Olgeirsson. Börn þeirra: 4.1)Finnur Kári, f. 16. maí 1982, maki Guðný Halla Hauksdóttir. Barn: Margrét Hekla, f. 21. sept. 2008. 4.2)Signý Heiða, f. 29. apríl 1986, sambýlismaður Friðrik Guðjónsson. 4.3)Gerður, f. 13. júní 1993, unnusti Snæþór Guðjónsson. 5. Hulda Steinunn, f. 19. nóvember 1967, bóndi á Stapa, maki Jón Ágúst Sigurjónsson. 5.1)Sigurður Óskar, f. 31. júlí 1987. 5.2)Björn Ármann, f. 31. mars 1992. 5.3)Gísli Skarphéðinn, f. 24. maí 1999. 6. Gísli Skarphéðinn, f. 10. febrúar 1970, d. 27. maí 1998, bifreiðarstjóri, maki Sædís Guðný Hilmarsdóttir. Barn þeirra: 6.1)Haukur Smári, f. 26. júní 1996. Sigurður starfaði á yngri árum við vegagerð í Austur-Skaftafellssýslu og tók síðar við búi foreldra sinna á Stapa. Þá starfaði hann um tíma í mötuneyti varnarliðsins á Stokksnesi. Söngur og tónlist áttu hug hans allan og var hann virkur í kirkjukórum og einn af stofnendum Karlakórsins Jökuls. Útför Sigurðar fer fram frá Hafnarkirkju föstudaginn 28.júní kl. 14:00. Jarðsett verður í Laxárkirkjugarði.
Foreldrar
Leggjum áherslu á að Humarhátíðin er fjölskylduhátíð. Tökum tillit til barna og ungmenna.
Fyrir nokkru fékk ég kynningu á úttekt eins bankans á rekstri og fjárhagslegri stöðu sveitarfélaga. Hún var í samræmi við ýmsar aðrar úttektir að undanförnu og sýnir fram á sterka fjárhagslega stöðu Hornafjarðar. Við erum í þriðja sæti af öllum sveitarfélögum á Íslandi. Bankinn greinir enginn veikleikamerki hjá Hornafirði. Það væri líka mikilvægt fyrir okkur að fá mælingar á öðrum þáttum sem skipta máli til að meta árangur af starfinu. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) buðu nýverið upp á samstarf um gerð atvinnustefnu. Tók ég því fagnandi og í næstu viku verða lögð drög að vinnunni. Sveitarfélagið hefur ráðist í fjölmörg verkefni til stuðnings atvinnulífi, frá ýmsum hliðum. Ég tók saman drög að minnispunktum til að undirbúa mig fyrir fund með starfsfólki SASS um málið. Í drögunum stendur m.a. um aðgerðir sveitarfélagsins á undanförnum árum: • Stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á svæðinu sem leiddi til stofnunar Ríki Vatnajökuls ehf. • Gerður var samningur við bændur um þróun í kornrækt sem leitt hefur til þess að heildstæð drög liggja fyrir um landbúnaðarstefnu fyrir héraðið. • Ráðist hefur verið í viðamiklar greiningar á stöðu sjávarútvegs og áhrifum af fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. • Komið hefur verið á tengslum við aðila sem þróa lausnir í nýtingu sjávarstrauma, vatnsafls og vinds til orkunýtingar. Haldin var stór orkuráðstefna á Hornafirði. • Sett var upp matarsmiðja á vegum Matís með stuðningi sveitarfélagsins. Hugmyndir hafa verið unnar um eflingu og stækkun matarsmiðjunnar. • Stofnun atvinnu- og rannsóknasjóðs og síðan eflingu á þeim sjóði. Úthlutað hefur verið til tugi verkefna á margvíslegum sviðum atvinnulífs. • Fyrir liggur stefnumörkun um uppbyggingu skapandi greina og tekin hafa verið skref á grunni hennar með aðstöðusköpun og starfsemi í Vöruhúsi. • Sett var á laggirnar Náttúrustofa Suðausturlands ses. undir forystu Sveitarfélagsins Hornafjarðar í samvinnu við Skaftárhrepp. • Starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið efld að frumkvæði Sveitarfélagsins Hornafjarðar í samvinnu við stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. • Eignir hafa verið seldar undir atvinnustarfsemi á síðustu árum. • Í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð og Ríki Vatnajökuls ehf. var efnt til ráðstefnu um hvernig nýta megi tækifærin sem stofnun þjóðgarðsins hefur í för með sér. Fjallamennskunám, frumkvöðlastarf í þeirri grein og markaðssetning svæðisins sem fjallahérað var eitt afsprengi þeirrar ráðstefnu. • Gengið var til liðs við Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands sem síðar rann inn í Samtök sunnlenskra sveitarfélaga til að efla stuðning við þróun atvinnulífs á svæðinu. • Sveitarfélagið hefur lagt mikla vinnu í að tryggja áframhaldandi rekstur starfsemi Nýheima og stofnana sem þar eru innan veggja.
www.hjaltithor.is
4
Fimmtudagur 27. júní 2013
Sindrabær 50 ára
Eystrahorn
Stuðningsfulltrúi Laus störf stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Hornafjarðar á yngra og eldra stigi. Störf stuðningsfulltrúa felast í námsaðstoð við nemendur, almennum stuðningi og gæslu. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf 12. ágúst nk. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem er á heimasíðu skólans. Umsóknarfrestur er til 22. október. http://www2.hornafjordur.is/media/haust2009/ starfsumsokn,-eydublad.pdf
Menningar -og tónlistarhúsið Sindrabær er 50 ára. Vígsluhátíðin fór fram í febrúar 1963 með kaffi og kruðiríi og balli um kvöldið þar sem Kalli, Berta og Gunnlaugur Þröstur spiluðu. Þetta menningarhús var mikil lyftistöng fyrir íbúana og hafa ófáir menningarviðburðir farið þar fram þó segja megi að dansleikir, kvikmyndir og leikstarfsemi hafi haft þar yfirhöndina. Enn þann dag í dag er Sindrabær með stórt hlutverk en starfsemi Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu er þar með höfuðstöðvar sínar. Annað slagið er slegið upp böllum og bíóum og er þannig viðhaldið að hluta til þeim þáttum sem voru nær allsráðandi í starfseminni eins og fyrr segir. Mér persónulega er Sindrabær kær sem og vonandi mörgum Hornfirðingnum, þar hef ég leikið fyrir dansi, séð um húsið í fjarveru Ragga Björns sem var framkvæmdastjóri Sindrabæjar í fjölda ára. Þar var félagsmiðstöðin Þrykkjan með sína starfsemi meðan ég kom að málefnum hennar og minnisstæðar eru mér leiksýningarnar sem þar fóru fram. Nú veit ég ekki hvað sveitarfélagið hugsar sér að gera til að minnast þessara tímamóta en allavega verður afmælisball í afmælisbarninu á föstudagskvöldið á Humarhátíðinni og koma þar við sögu tvær hljómsveitir. Annarsvegar Smáfuglarnir sem er skipuð drengjum sem komið hafa við sögu dansleikja í Sindrabæ þeim Ragga Meysa, Bróa, Gulla Sig, Bjössa Gylfa og Hauki Helga. Hin hljómsveitin er Hljómsveit Hauks og Bjartur sem Hornfirðingar kannast eitthvað við . Þá ætlar Stáni Haux söngvari Parkets að stíga á svið. Nokkur hljómsveitarnöfn skjóta upp kollinum við þessi skrif s.s. Gustuk, Ringulreið, PAN quintett, Forhúð, Svartar sálir, Kalli og Berta, Þokkabót, Hljómsveit Grétars Örvars, Ítrekun, Mamma skilur allt, Kormákur, Kox ofl. ofl. Gaman hefði verið að geta náð saman einhverju af því fólki sem stóð í menningunni í Sindrabæ saman og rifja upp bæði gamla takta og söguna. Við stöndum í þakkarskuld við það fólk og félagasamtök sem beittu sér fyrir byggingu Sindrabæjar og margir eiga minningar og voru þátttakendur í því sem þar fór fram bæði í nútíð og fortíð. Til hamingju afmælisbarnið og gleðilega Humarhátíð Haukur H. Þorvaldsson
Heimamarkaður á Miðskeri Heimamarkaðurinn á Miðskeri verður opinn í sumar eftir samkomulagi. Þú gerir boð á undan þér, hringir í síma 863-0924 eða 478-1124. Grillkjöt, beikon, egg og fleira. Verslið beint frá býli. Velkomin í sveitina, Pálína og Sævar Kristinn
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélagsins við stéttarfélög. Frekari upplýsingar gefa skólastjórar í síma 8995609 og á netfanginu thorgunnur@hornafjordur.is og í síma 8644952 og á netfanginu hulda@hornafjordur.is
Skólastjórar
Auglýsing um umsóknir um skólavist í leikskólum Hornafjarðar Þeir foreldrar sem hyggjast sækja um leikskóladvöl fyrir börn sín skólaárið 2013 – 2014 eru vinsamlegast beðnir um að gera það fyrir 30. júní. Þetta á jafnframt við um börn sem fædd eru seinni hluta árs 2012. Eyðublöð er hægt að nálgast í Ráðhúsi Hornafjarðar eða á vef sveitarfélagsins: http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/ upplysingar/Umsoknir/ Fræðslustjóri
DAGSKRÁ HUMARHÁTÍÐAR Á HÖFN 27. - 30. júní Fimmtudaginn 27.júní til sunnudagsins 30. júní
Lónsöræfi : „Í fótspor formæðranna“, Ganga, jóga og prjónaskapur, ferð á vegum Ferðafélags Austur-Skaftfellinga.
Fimmtudaginn 27. júní 10:00 - 18:00 Kartöfluhús-Aldrei meira úrval af flottum fatnaði og fylgihlutum framleiddum á Hornafirði og Djúpavogi 19:30 Mánagarður -Þjóðakvöld kvennakórsins 20:00 Hafnarkirkja -Pascal Pinon ásamt blásaratríói. Efniskrá - klassísk verk í bland við frumsamið efni. Markmið tónleikanna er að gestir og gangandi geti hlýtt á fallega tóna í fallegu umhverfi sér að kostnaðarlausu. 23:00 - 02:00 Víkin dansleikur - Hljómsveitin DJ Hrönn Tooth
Föstudagur 28. júní 06:45 - 12:00 Sundlaug Hafnar - Frítt í sund 08:00 - 20:00 Gamlabúð – Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs – Upplýsingamiðstöð 08:00 - 20:00 Skreiðarskemma - Sjóminjasýning 08:00 - 20:00 Mikligarður – Verbúð – Aðstaða verbúðarfólks 09:00 - 16:00 Svavarssafn – Sýning á verkum Svavars Guðnasonar 13:00 Mikligarður – Eyrún Axelsdóttir verður með opna vinnustofu Litli listaskálinn á Sléttunni - Gingó 13:00 - 16:00 Grillaðar pylsur í boði Húsasmiðjunnar 16:00 Sindrabæ - Barnadagskrá - Leikararnir Rúnar Freyr og Jóhannes Haukur skemmta 18:00 - 21:00 Veiðarfærahús Sigurðar Ólafssonar - Ásmundur Friðriksson verður með sýningu á pastelverkum og málverkum . Öll pastelverkin á sýningunni eru í nýútkominni bók sem kynnt verður á sama stað. Bókin fjallar um æsku hans, Heimaeyjargosið og skemmtilega samferðamenn í lífi hans og verður til sölu á staðnum. 17:00 Mótokrossbraut við Drápskletta - Mótokrosssýning 18:30 Opnun leiktækja og markaða á hátíðarsvæði 19:00 - 20:30 Humarsúpa um allan bæ 21:00 - 23:00 Hornafjarðarkvöld í Bárunni – Opnunaratriði: The Bankura band leikur afróbeat. Setning Humarhátíðar – Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri setur hátíðina Leikararnir Rúnar Freyr og Jóhannes Haukur sjá um kynningar og eru skemmtilegir milli atriða Tískusýning - Arfleifð og Millibör Stakir Jakar - Stjórnadi er Guðlaug Hestnes Hljómsveitin ALOCOLA Þórdís Imsland og Kolbrún Ólafsdóttir taka lagið – Meðleikarar Ármann og Birkir Kvennakór Hornafjarðar Ungir leikarar úr Greese bregða á leik 23:00 Pakkhúsið - Hljómsveitin Horny Stones 24:00 Víkin - Hljómsveitin Tandoori Johnsson 23:00 Sindrabær - 50 ára afmælisball. 23:00-00:30 Smáfuglarnir leika eldridansana, síðan tekur hljómsveit Hauks Þorvaldssonar við ásamt Bjarti Loga Finnssyni. Gestasöngvari er Stjáni í Parket. Ekta Sindrabæjarstemning
Laugardagurinn 29. júní 08:00 - 20:00 Gamlabúð – Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs - Upplýsingamiðstöð 08:00 - 20:00 Skreiðarskemma - Sjóminjasýning 08:00 - 20:00 Mikligarður – Verbúð – Aðstaða verbúðarfólks fyrr á tímum 13:00 - 17:00 Svavarssafn – Sýning á verkum Svavars Guðnasonar 10:00 - 18:00 Kartöfluhús – Arfleifð og Millibör - Aldrei meira úrval af flottum fatnaði og fylgihlutum framleiddum á Hornafirði og Djúpavogi. 09:00 Silfurnesvöllur - Humarhátíðar golfmót 10:00 - 12:00 Sundlaug Hafnar - Frítt í sund 11:00 Íþróttahúsið á Höfn - Hornafjarðarmanni 10:00 - 12:00 Sindrabær - Æfing fyrir söngvakeppni 12:00 - 13:00 Sindrabær - Einar Mikael töframaður með töfranámskeið fyrir börn
13:00 Kassabílarallí í boði Lí 13:00 - 17:00 Veiðarfærahús Sigurðar Ólafssonar - Ásmundur Friðriksson verður meðsýningu á pastelverkum og málverkum . Öll pastelverkin á sýningunni eru í nýútkominni bók sem kynnt verður á sama stað. Bókin fjallar um æsku hans, Heimaeyjargosið og skemmtilega samferðamenn í lífi hans og verður til sölu á staðnum. 13:00 Mikligarður – Eyrún Axelsdóttir verður með opna vinnustofu Litli listaskálinn á Sléttunni - Gingó 13:00 Opnun leiktækja og markaða á hátíðarsvæði 13:30 Nýheimar: Fyrirlestur “Vinir í vestri” . Atli Ásmundsson fyrrverandi ræðismaður í Winnipeg segir frá lífi og starfi meðal Vestur-Íslendinga 14:00 Barnadagskrá á hátíðarsviði Söngvarakeppni barna 15:00 Heillgrillað lamb í boði sauðfjárbænda Hornafjarðarhöfn - Gaman við sjávarsíðuna Harmonikka við Pakkhúsið Tilraun til heimsmets í Humarlokugerð 14:00 Sindravellir Sindri - Afturelding - 2. deild karla - Boðið uppá Humarsúpu Kúadellulottó 16:30 Sindravellir Sindri - Grindavík í 1 deild kvenna - Boðið upp á Humarsúpu 17:00 Burn out 20:30 N1 Skrúðganga að íþróttavellinum – Lúðrasveit Hornafjarðar leiðir gönguna Glens og gaman á íþróttavellinum undir stjórn Kvennakórs Hornafjarðar Dagskrá á hátíðarsviði Rúnar Freyr og Jóhannes Haukur leikarar og kynnar halda áfram með stuðið Eyþór Ingi skemmtir Einar Mikael töframaður töfrar enn Verðlaun veitt fyrir best skreytta húsið, fyrirtækið og hverfið Afhending Umhverfisverðlauna Hornafjarðar Brenna við Óslandsveginn - Skemmtarar spila af fingrum fram 21:30 Pakkhús – Jazz Combo Hornafjarðar leikur jazz og blues 23:30 Pakkhúskjallari - Hljómsveitin Parket 23:00 Víkin - Pöbbastemning 24:00 - 04:00 Íþróttahús - Stórdansleikur með Eyþóri Inga og Hljómsveitinni Arthur
Sunnudagurinn 30 júní 10:00 - 12:00 Frítt í sund 12:00 - 16:00 Markaðir og leiktæki opna 12:00 - 16:00 Kartöfluhús – Arfleifð og Millibör 08:00 - 20:00 Gamlabúð – Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs - Upplýsingamiðstöð 08:00 - 20:00 Skreiðarskemma - Sjóminjasýning 08:00 - 20:00 Mikligarður – Verbúð – Aðstaða verbúðarfólks fyrr á tímum 13:00 - 17:00 Svavarssafn – Sýning á verkum Svavars Guðnasonar 13:00 - 18:00 Veiðarfærahús Sigurðar Ólafssonar - Ásmundur Friðriksson verður með sýningu á pastelverkum og málverkum. 13:00 Sindraleikarnir á Sindravöllum (frjálsíþróttamót)
Menningarmiðstöð Hornafjarðar Menningarmiðstöð Menningarmiðstöð Hornafjarðar Hornafjarðar Viðburðir í júlí 2013 Viðburðir í júlí 2013 Viðburðir í júlí 2013 Opið allar helgar
2. júlí
Listasafn Hornafjarðar – Svavarssafn er opið allar helgar í sumar milli kl. 13:00 – 17:00. Verið velkomin.
Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar fer í bátsferð um Hornafjörðinn. Skráning á Bókasafninu í síma 4708050. Hlökkum til að sjá ykkur!
Þriðjudaginn 2. júlí kl. 19:00 Fjölmennum og tökum þátt í skemmtilegri uppákomu. Munið að leggja ekki bílnum uppi á Óslandshrauninu.
16. júlí Júlí
Júlí
2. júlí – Hópmyndataka í Óslandi
5., 6. og 7. júlí
Opið alla daga
Litlir Landverðir í Skaftafelli. Rannsóknarleiðangrar með landverði fyrir 6-12 ára. Mæting kl. 16:00 við Spóastaði (salernishúsið vestast á tjaldsvæðinu).
Skreiðarskemman er opin alla daga frá kl. 8:00 – 20:00. Verið velkomin.
Alla daga nema sunnudaga
Gönguferð um Heinabergssvæði – alla daga nema sunnudaga til 15.ágúst. Mæting kl. 10:00 við Heinabergsafleggjara austan Kolgrímu. Nánari upplýsingar á www.vjp.is.
Júlí
5., 6. og 7. júlí
Litlir Landverðir í Skaftafelli. Rannsóknarleiðangrar með landverði fyrir 6-12 ára. Mæting kl. 16:00 við Spóastaði (salernishúsið vestast á tjaldsvæðinu).
9. júlí
Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar ætlar í fjöruferð að Horni og skoða Víkingaþorpið. Skráning á Bókasafninu í síma 4708050. Sjáumst!
23. júlí Júlí
Júlí
Sumarlestur Bókasafnsins
Sumarlesturinn er byrjaður fyrir alla skólakrakka. Skráning á Bókasafninu . Veglegir vinningar í boði fyrir duglega lestrarhesta!
Safnaferð með Barnastarfi Menningarmiðstöðvarinnar. Skráning á Bókasafninu í síma 4708050. Hlökkum til að sjá ykkur!
Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar heimsækir Dýragarðinn í Hólmi. Skráning á Bókasafninu – 4708050. Sjáumst!
30. júlí
Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar ætlar í pottana í Hoffelli. Skráning á Bókasafninu – 4708050. Munið sundfötin!
Sumaropnun Bókasafnsins Bókasafnið er opið alla virka daga milli kl. 10:00 og 16:00. Verið velkomin!
Sumarfrí
Rauða Kross búðin við Víkurbraut er komin í sumarfrí.
Geymið auglýsinguna!
Eystrahorn
Fimmtudagur 27. júní 2013
Sindraleikarnir Sunnudaginn 30.júní ætlar frjálsíþróttadeild Sindra að vera með sína árlegu Sindraleika. Þar verður keppt í aldursflokkunum 8ára og yngri, boltakast, langstökk og 60m hlaup, 9-10 ára, boltakast, langstökk, 60m og 600m hlaup, 11-12 ára, langstökk, spjótkast, kúluvarp, 60m og 800m hlaup, 13-14 ára og 15-16 ára, langstökk, spjótkast, kúluvarp, 100m og 800m hlaup. Sindraleikarnir hefjast stundvíslega kl 13:00 og gott er að vera mættur hálftíma fyrr til að hita upp. Þátttökugjald er kr. 1000.- og greiðist við skráningu. Vonumst til að sjá sem flesta á sunnudaginn kl 13:00.
7
Áhöfnin á Húna II kemur til Hafnar
Frjálsíþróttadeild Sindra
Ráðhúsið verður lokað frá kl. 12:00 föstudaginn 28. júní
Ítalskt kvöld með Kvennakór Hornafjarðar Í Mánagarði 27. júní kl. 19:30 Aðgangseyrir 4.000,Sætaferðir frá N1 kl. 19:00 Miðapantanir hjá Nínu 866-5114 og Luciu 866-8030
Áhöfnin á Húna II, Slysavarnafélagið Landsbjörg og RÚV kynna sumarævintýri í sjávarbyggðum Íslands í sumar – Áhöfnina á Húna. Húni II siglir í kringum landið í júlí og Áhöfnin rokkar í hverri höfn! Áhöfnin er hljómsveit skipuð tónlistarmönnunum Jónasi Sig, Láru Rúnars, Mugison, Ómari Guðjónssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Gíslasyni. Hljómsveitin kom fram í fyrsta sinn í söfnunarþætti fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg á RÚV föstudagskvöldið 31. maí. Hugmyndin um að sigla hringinn í sumar og halda tónleika í sjávarbyggðum kviknaði í vetur í samtölum tónlistarmannanna og Jóns Þórs Þorleifssonar. Strax var ákveðið láta gott af sér leiða í ferðinni og var Slysavarnafélaginu Landsbjörg boðið að selja inn á tónleikana og safna peningum í starfsemi sína. RÚV hefur ákveðið að fylgja túrnum eftir með sjónvarps- og útvarpsþáttagerð í allt sumar. Gerðir verða 6 tuttugu mínútna sjónvarpsþættir þar sem fylgst verður með ævintýrum áhafnarinnar á leiðinni. Sá fyrsti fer í loftið 28. júní. Að auki verða 3 beinar útsendingar frá Reyðarfirði, Stykkishólmi og Akureyri. Það verða klukkutíma langir skemmtiþættir sem Margrét Blöndal og Felix Bergsson leiða. Húni II er 50 ára gamall eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri. Hann var gerður út frá Hornafirði í mörg ár og hét þá Haukafell. Margir þekkja þennan fallega bát sem gjarnan liggur við Torfunesbryggju í miðbæ Akureyrar. Hann hefur aldrei áður gegnt hlutverki rokkbáts. Felix sagði um heimsóknina; „Við erum að fá bæjarfélögin með okkur í að búa til skemmtilega móttöku. Sumir ætla að mæta með börnin og veifa fánum, sumir bjóða Áhöfninni í léttan mat, sumir ætla að syngja þegar þau koma í höfn og sumir ætla að sigla bátum (já eða synda) á móti skipinu. Möguleikarnir eru ótæmandi og við erum opin fyrir öllu sem er skemmtilegt. Mugison hefur sagt að það sem hann vill fyrst og fremst sjá útúr þessu verkefni er að fólk komi SAMAN, vinni saman og hafi það skemmtilegt saman.“
Tónleikarnir á Hornafirði verða laugardaginn 6. júlí kl. 20:00
Fimmtudagur 27. júní 2013
Eystrahorn
Humarhátíð 2013 • Föstudagur 28.júní
50 ára afmælisball Sindrabæjar Smáfuglarnir ásamt Bróa leika eldridansana frá kl. 23:00 til 00:30
Síðan tekur hljómsveit Hauks og Bjartur Logi við stuðinu til kl. 03:00 Gestasöngvari er Stjáni í Parket
BÍLAHJÁLP VÍS BJARGAR MÁLUNUM! SÍMI
8
560 5000
Ekta Sindrabæjarstemning Aldurstakmark 18. ár • Miðaverð kr. 1.500,-
VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS
Kassabílarall Landsbankans Krakkar græið kassabílinn
Kassabílarall Landsbankans laugardaginn 29. júní kl 13:00. Keppendur mæta kl.12:30 Skráning er hafin í útibúi Landsbankans. Hvetjum alla krakka á aldrinum 6-12 ára að skrá þátttöku sína.
Eystrahorn
Fimmtudagur 27. júní 2013
HM í HM
Heimsmeistaramótið í HornafjarðarMANNA verður kl. 11:00 á laugardaginn í íþróttahúsinu
9
Fiskirí og vinnsla Ljósmynd: Runólfur Hauksson
1. verðlaun Flug með Flugfélaginu Örnum fyrir tvo Peningaverðlaun 25.000- kr. - Landsbankinn 2 kg. humaraskja - Skinney-Þinganes 2. verðlaun Sigling á Jökulsárlóni fyrir tvo Peningaverðlaun 15.000- kr. - Sparisjóðurinn Hlaðborð á Smyrlabjörgum fyrir tvo 2 kg. humaraskja - Skinney-Þinganes 3. verðlaun Veisla fyrir tvo á Hótel Höfn (10.000 kr.) Peningaverðlaun 10.000- kr. - Sparisjóðurinn 2 kg. humaraskja - Skinney-Þinganes 4.– 9. verðlaun Meðal vinninga: kjötlæri og lambahryggur frá Norðlenska, gæða saltfiskur og humar frá Skinney – Þinganesi og úttekt í Nettó. Að lokum eru svo nokkrir vinningar dregin úr öllum skorkortum svo allir eiga möguleika á verðlaunum.
Útbreiðslustjóri
„Góður júnímánuður“, sagði Einar Jóhann hjá Fiskmarkaðnum. „Hvanney sem er á snurvoð hefur landað góðum afla m.a. ýsu, steinbít og kola. Færabátarnir sem eru með kvóta hafa sömuleiðis aflað vel, aðallega ufsa“. Ásgeir hjá Skinney-Þinganesi hafði þetta að segja um aflabrögð og vinnslu; „Góður gangur hefur verið í humarveiðum. Skipin hafa verið nær eingöngu í Skeiðarárdýpi undanfarnar vikur og hefur humarinn verið óvenju stór og góður. Góð ýsu og kolaveiði hefur verið í snurvoðina hjá Hvanney. Steinunn er búinn með kvóta sinn á þessu fiskveiðiári og er að gera sig klára á makrílveiðar. Uppsjávarskipin eru búin að landa tvisvar sinnum makríl og norsk- íslenskri síld. Þannig að það má segja að verkefnin séu næg þessa stundina.“
Aflabrögð í júní Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51....................... dragnót......... 9.... 163,0...blandaður afli
Næstu heimaleikir Sindra • • • • • • • • • •
Laugardaginn 29. júní kl. 14:00 Sindri - Afturelding í 2. d. ka. Laugardaginn 29. júní kl. 14:00 Sindri – Grindavík 1. d. kv. Þriðjudaginn 2. júlí kl. 20:00 Sindri – Höttur 2. d. ka. Sunnudaginn 7. júlí kl. 14:00 Sindri - Grótta 2. fl. ka. Sunnudaginn 28. júlí kl. 14:00 Sindri - Snæfellsnes 2. fl. ka. Laugardaginn 13. júlí kl. 16:30 Sindri ÍR 2. d. ka. Laugardaginn 27. júlí kl. 16:00 Sindri – KR 1. d. kv. Miðvikudaginn 31. júlí kl. 20:00 Sindri – Dalvík/Reynir 2. d. ka. Laugardaginn 10. ágúst kl. 16:00 Sindri Njarðvík 2. d. ka. Sunnudaginn 11. ágúst kl. 11:00 Sindri – Keflavík 1. d. kv.
Það var hart barist þegar Sindrastrákar í 2. flokki unnu Grindavík 4 - 0. Ljósmynd: Valdemar Einarsson.
Sigurður Ólafsson SF 44....... humarv........ 1........ 6,1...blandaður afli Skinney SF 20........................ humarv........ 5.... 102,6...humar 43,2 Þórir SF 77............................. humarv........ 4...... 67,1...humar 19,2 Steinunn SF 10....................... botnv............ 4.... 316,5...blandaður afli Þinganes SF 25...................... rækjuv.......... 2...... 58,2...rækja 24,0 Benni SU 65........................... lína.............. 13...... 88,6...þorskur 71,3 Guðmundur Sig SU 650........ lína.............. 15...... 91,3...þorskur 80,9 Ragnar SF 550........................ lína.............. 14.... 105,1...þorskur 96,5 Auðunn SF 48........................ handf............ 6........ 4,4...ufsi 2,3 Dögg SU 118.......................... handf............ 8...... 36,6...ufsi 30,0 Dögg SU 229.......................... handf............ 9........ 2,6...þorskur 2,9 Hafsól KÓ 11.......................... handf............ 9........ 4,6...þorskur 2,9 Halla Sæm SF 23................... handf............ 7...... 13,6...ufsi 11,4 Haukafell SF 111................... handf.......... 10...... 14,3...ufsi 7,8 Herborg SF 69....................... handf............ 8........ 5,7...ufsi 3,1 Hulda SF 197......................... handf.......... 11........ 9,7...ufsi 7,5 Húni SF 17............................. handf............ 8........ 2,9...þorskur/ufsi Jökull SF 75............................ handf............ 6........ 3,4...þorskur 2,0 Kalli SF 144............................ handf.......... 10...... 10,1...þorskur/ufsi Lundi SF 12............................ handf............ 1........ 0,5...þorskur 0,5 Siggi Bessa SF 97.................. hanf............ 12...... 38,8...ufsi 31,5 Silfurnes SF 99...................... handf............ 8...... 12,6...þorskur/ufsi Staðarey SF 15....................... handf............ 2........ 0,8...þorskur/ufsi Stígandi SF 72........................ handf............ 6........ 3,8...þorskur/ufsi Sæunn SF 155........................ handf............ 9........ 5,8...ufsi/þorskur Sævar SF 272......................... handf.......... 10...... 22,8...ufsi 19,5 Uggi SF 47............................. handf............ 8........ 6,9...þorskur/ufsi Örn II SF 70........................... handf.......... 10........ 8,5...ufsi 5,0 Ásgrímur Halld. SF 270........ flotv............... 1..... 235 t...makríll/síld Jóna Eðvalds SF 200............ flotv............... 1..... 840 t...makríll/síld
BLÁBERJAKRYDDAÐ LAMBALÆRI
Kræsingar & kostakjör
1.392 ÁÐUR 1.698 KR/KG GRÍSAHNAKKI
FOLALDAVÖÐVAR
1.999
1.889
HUNANGS
ÁÐUR 2.352 KR/KG
KRYDDLEGNIR
ÁÐUR 2.998 KR/KG
LAMBAGRILLSNEIÐAR
KJÚKLINGAVÆNGIR
1.976
389
SALT & PIPAR
TEX MEX
ÁÐUR 2.566 KR/KG
37% AFSLÁTTUR
ÁÐUR 598 KR/KG
35% AFSLÁTTUR
LAMBALÆRISSNEIÐAR FERSKAR
1.999
ÁÐUR 2.298 KR/KG
RJÓMAÍS 1 L
VANILLA/SÚKKULAÐI
349 ÁÐUR 698 KR/STK
BAGUETTE 280 GR BAKE OFF
115
ÁÐUR 229 KR/STK
KARAMELLUTERTA BAGUETTE 440GR BAKE OFF
199
KRISTJÁNSBAKARÍ
692 ÁÐUR 899 KR/STK
ÁÐUR 398 KR/STK
50% AFSLÁTTUR
VATNSMELÓNA
DAZ ÞVOTTAEFNI
ÁÐUR 178 KR/KG
1.198
89
2.58 KG
ÁÐUR 1.498 KR/PK
50% AFSLÁTTUR
EMERGE ORKUDRYKKUR
JUBBLY FROSTPINNAR
250 ML
COLA/APPELSÍNU/JARÐARBERJA
ÁÐUR 119 KR/STK
ÁÐUR 359 KR/PK
69
197
42% AFSLÁTTUR 50% AFSLÁTTUR
Tilboðin gilda 27. - 30.júní Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.