Eystrahorn 25. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 27. júní 2013

25. tbl. 31. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Mikil eftirsókn er í sölubása á Humarhátíð Aldrei hefur verið meiri ásókn í að fá sölubása á Humarhátíð og úrvalið af varningi verður ótrúlega fjölbreytt. Gestir hátíðarinnar geta fengið sér að borða, bæði humarlokur, humarsúpu, humarklær og konfekt frá Hólabrekku. Einnig verður ýmis fatnaður til sölu bæði á börn og á fullorðna og er fatnaðurinn að mestu unnin af heimafólki. Þá verða seldar ýmsar snyrtivörur og skart unnið úr náttúrunni. Meðal annars sem verður í sölubásum okkar: • Siggi litli og Ingólfur - humar, heitar og kaldar samlokur, súpa. • Linda steinastjakar - náttúrusteinar úr fjörunni • Náttúrusnyrtivörur úr sjávarfangi www.andra.is • Konfekt frá Hólabrekku • Ullavörur frá Gallerý hjá Tótu, facebook: Galleryhjatotu • Carters föt.barnaspil og vörur fyrir börn abcleikfong.is • Allt Merkilegt sérmerktur fatnaður og margt fleira alltmerkilegt.is

• • • • • • • • • • • • • •

Kusk collection ull. roð.leður, Erna Postulín og skart fyrir börn og fullorðna Sjoppa Volare snyrtivörur Ágústa Arfleifð Ragnheiður Millibör Félagar frá Handraðanum Candyfloss Skartgripir og salt frá Saltverk Reykjanesi Heimamarkaður Hleinin humarlokur Finindi.is Elísabet Óli prik barnavörur www.oliprik.is Kozy by Alma www.kozywool.com

Humarsúpa um allan bæ Íbúar Hafnar bjóða gestum og gangandi í humarsúpu föstudaginn 28. júní frá kl. 19:00-20:30. Súpan verður veitt á eftirtöldum stöðum: • Rauðatorgið – Leirusvæði • Hólabraut 18 – Unnur og Öddi • Sandbakki – Miðbær • Silfurbraut 31 – Jóga og Reynir • Kirkjubraut 32 – Kristín og Kalli • Hagatún 9 – Gunnhildur og Marta Eftir súpuna verður Hornafjarðarkvöld í Bárunni kl. 21:00 - 23:00 þar sem verður glæsileg dagskrá. Sjá nánar á humar.is.

Hópmynd af Hornfirðingum í Óslandi Eins og áður hefur komið fram í EH verður hópmyndataka úti í Óslandi þriðjudaginn 2. júlí kl. 19:03. Fólk er vinsamlegast beðið um að fara ekki akandi upp Óslandshraunið heldur leggja bílunum annarsstaðar. Sigurður Mar er ljósmyndari og Haukur Helgi tekur nokkur vel valin sjóaralög á nikkuna. Svanfríður Eygló Arnardóttir er hugmyndasmiður og hvatamaður að þessu verkefni sem hún segir sig hafa dreymt um lengi. Svanfríður sem býr erlendis er í heimsókn hér á æskuslóðum og henni fannst upplagt að kanna hvort þessi hugmynd væri ekki þess virði að láta á hana reyna. Skorað er á alla sem hafa tök á að mæta vel greiddir og vel búnir til fótanna og gera þennan atburð skemmtilegan og eftirminnilegan. Sjáumst hress og kát. Svanfríður Eygló

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.