Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 26. júní 2014
25. tbl. 32. árgangur
Humarhátíð um helgina Tuttugasta og önnur Humarhátíðin verður haldin um helgina. Margt er um að vera og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Mikið af góðum skemmtiatriðum þar sem Laddi verður í stóru hlutverki og kemur fram í ýmsum gervum, Jón Arnór töframaðurinn ungi sem heillað hefur fólk á öllum aldri sýnir listir sínar og tónleikar með Kaleó svo eitthvað sé nefnt. Dagskráin hefst eins og oft áður á fimmtudegi með tónlistarviðburðum á Víkinni og Pakkhúsinu að ógleymdu þjóðakvöldi Kvennakórsins sem verður í Mánagarði.
Humarhátíðarnefnd og tilkynna það. Kassabílasmiðja er nýtt hjá okkur núna og er boðið uppá aðstoð við smíði á bílum og lagfæringu á þeim gamla. Smiðjan er í Vöruhúsinu og er um að gera að hitta á Finn, en endilega að koma með foreldri, og eða afa og ömmu. Til stendur að reyna að bæta met í Humarlokugerð frá því í fyrra og verður fróðlegt að sjá hversu löng hún verður þetta árið.
Eitt af einkennum Humarhátíðar eru sölubásar og er enn hægt að fá pláss með því að hafa samband við Kristínu í síma 696 4532. Humarsúpa um allan bæ sló í gegn í fyrra og er ætlunin að gera enn betur í ár. Súpa verður í boði á eftirtöldum stöðum: • Rauðatorginu (Leirusvæði, Sæmundur), • Hólabraut 18 (Unnur og Öddi), • Silfurbraut 31 (Jóka og Reynir), • Hagatún 9 ( Gunnhildur og Marta), • Sandbakka 26 (Guðbjörg) • Hlíðartún 21 (Bugga og Óli Björn)
Eins verður boðið upp á súpu á Sindravöllum á laugardag þegar Sindri mætir Ægi í 2. deild karla og Fram í 1. deild kvenna. Þá er boðið uppá súpu eftir 9 holur fyrir keppendur í golfmótinu.
Fyrir utan þetta allt má nefna ýmsa listviðburði og handverkssýningar, Heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna, Kassabílarallýið er á sínum stað í boði Landsbankans, barnadagskrá í Sindrabæ, söngvarakeppni barna, dansleiki, harmonikku stemningu, Humarhátíðargolfmót, knattspyrnuleiki, frjálsíþróttamót og hoppukastalar . Að sjálfsögðu fer þetta allt vel með góða veðrinu og hátíðarskapinu og hvetjum við alla kynna sér dagskrána í þaula.
Ef einhver vill bætast á listann og bjóða í súpu er um að gera að hafa samband við
Nefndin
HM í HM
Heimsmeistaramótið í HornafjarðarMANNA verður kl. 11:00 á laugardaginn í íþróttahúsinu 1. verðlaun Flug með Flugfélaginu Erni fyrir tvo Peningaverðlaun 25.000- kr. - Sparisjóðurinn 2 kg. humaraskja - Skinney-Þinganes
3. verðlaun Veisla fyrir tvo á Hótel Höfn (15.000 kr.) Peningaverðlaun 10.000- kr. - Landsbandkinn 2 kg. humaraskja - Skinney-Þinganes
2. verðlaun Sigling á Jökulsárlóni fyrir tvo Peningaverðlaun 15.000- kr. - Landsbankinn Hlaðborð á Smyrlabjörgum fyrir tvo 2 kg. humaraskja - Skinney-Þinganes
4.– 9. verðlaun Meðal vinninga: kjötlæri og lambahryggur frá Norðlenska, gæða saltfiskur og humar frá Skinney – Þinganesi og úttekt í Nettó. Að lokum eru svo nokkrir vinningar dregnir úr öllum skorkortum svo allir eiga möguleika á verðlaunum.
Útbreiðslustjóri
Næsta blað kemur út 14. ágúst