Eystrahorn 25. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 26. júní 2014

25. tbl. 32. árgangur

Humarhátíð um helgina Tuttugasta og önnur Humarhátíðin verður haldin um helgina. Margt er um að vera og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Mikið af góðum skemmtiatriðum þar sem Laddi verður í stóru hlutverki og kemur fram í ýmsum gervum, Jón Arnór töframaðurinn ungi sem heillað hefur fólk á öllum aldri sýnir listir sínar og tónleikar með Kaleó svo eitthvað sé nefnt. Dagskráin hefst eins og oft áður á fimmtudegi með tónlistarviðburðum á Víkinni og Pakkhúsinu að ógleymdu þjóðakvöldi Kvennakórsins sem verður í Mánagarði.

Humarhátíðarnefnd og tilkynna það. Kassabílasmiðja er nýtt hjá okkur núna og er boðið uppá aðstoð við smíði á bílum og lagfæringu á þeim gamla. Smiðjan er í Vöruhúsinu og er um að gera að hitta á Finn, en endilega að koma með foreldri, og eða afa og ömmu. Til stendur að reyna að bæta met í Humarlokugerð frá því í fyrra og verður fróðlegt að sjá hversu löng hún verður þetta árið.

Eitt af einkennum Humarhátíðar eru sölubásar og er enn hægt að fá pláss með því að hafa samband við Kristínu í síma 696 4532. Humarsúpa um allan bæ sló í gegn í fyrra og er ætlunin að gera enn betur í ár. Súpa verður í boði á eftirtöldum stöðum: • Rauðatorginu (Leirusvæði, Sæmundur), • Hólabraut 18 (Unnur og Öddi), • Silfurbraut 31 (Jóka og Reynir), • Hagatún 9 ( Gunnhildur og Marta), • Sandbakka 26 (Guðbjörg) • Hlíðartún 21 (Bugga og Óli Björn)

Eins verður boðið upp á súpu á Sindravöllum á laugardag þegar Sindri mætir Ægi í 2. deild karla og Fram í 1. deild kvenna. Þá er boðið uppá súpu eftir 9 holur fyrir keppendur í golfmótinu.

Fyrir utan þetta allt má nefna ýmsa listviðburði og handverkssýningar, Heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna, Kassabílarallýið er á sínum stað í boði Landsbankans, barnadagskrá í Sindrabæ, söngvarakeppni barna, dansleiki, harmonikku stemningu, Humarhátíðargolfmót, knattspyrnuleiki, frjálsíþróttamót og hoppukastalar . Að sjálfsögðu fer þetta allt vel með góða veðrinu og hátíðarskapinu og hvetjum við alla kynna sér dagskrána í þaula.

Ef einhver vill bætast á listann og bjóða í súpu er um að gera að hafa samband við

Nefndin

HM í HM

Heimsmeistaramótið í HornafjarðarMANNA verður kl. 11:00 á laugardaginn í íþróttahúsinu 1. verðlaun Flug með Flugfélaginu Erni fyrir tvo Peningaverðlaun 25.000- kr. - Sparisjóðurinn 2 kg. humaraskja - Skinney-Þinganes

3. verðlaun Veisla fyrir tvo á Hótel Höfn (15.000 kr.) Peningaverðlaun 10.000- kr. - Landsbandkinn 2 kg. humaraskja - Skinney-Þinganes

2. verðlaun Sigling á Jökulsárlóni fyrir tvo Peningaverðlaun 15.000- kr. - Landsbankinn Hlaðborð á Smyrlabjörgum fyrir tvo 2 kg. humaraskja - Skinney-Þinganes

4.– 9. verðlaun Meðal vinninga: kjötlæri og lambahryggur frá Norðlenska, gæða saltfiskur og humar frá Skinney – Þinganesi og úttekt í Nettó. Að lokum eru svo nokkrir vinningar dregnir úr öllum skorkortum svo allir eiga möguleika á verðlaunum.

Útbreiðslustjóri

Næsta blað kemur út 14. ágúst


2

Fimmtudagur 26. júní 2014

Eystrahorn

Ferð í Berufjörð

Hafnarkirkja

Sunnudaginn 6. júlí Messa kl. 20:00

Félag eldri Hornfirðinga efnir til dagsferðar í Berufjörð föstudaginn 4. júlí nk. kl. 10:00 frá Ekru. Skráning í Ekru eða í síma 894-7210 (Björn).

Bjarnaneskirkja Sunnudaginn 13. júlí Messa kl. 20:00

Ferðanefnd

Brunnhólskirkja Sunnudaginn 20. júlí Messa kl. 14:00

Sumarferð

Kálfafellsstaðarkirkja

Sumarferð Félags eldri Hornfirðinga um Austurland verður farin 21. - 23. ágúst nk.

Sunnudaginn 27. júlí Messa kl. 14:00 í tilefni af Ólafsmessu (29. júlí).

Gist í Hóteli Svartaskógi tvær nætur.

Prestarnir

Áætlaður kostnaður á mann í tveggja manna herbergi með morgunverði, kvöldverði og akstri er kr. 33.000-.

Kaþólska kirkjan

Skráning í Ekru eða í síma 894-7210 (Björn) eða 847-6632 (Örn) fyrir 15. júlí nk.

Hl. messur í kapellunni í sumar: - Sunnudaginn 29.06. - Sunnudaginn 13.07. - Sunnudaginn 27.07. - Sunnudaginn 10.08. - Sunnudaginn 30.08.

Ferðanefnd

Hl. messa byrjar kl. 12:00. Eftir hl. messu er öllum boðið að þiggja kaffiveitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Tónleikar í Kálfafellsstaðarkirkju á Ólafsmessu

Fögur er jörðin Skaftfellskur menningarviðburður í Kálfafellsstaðarkirkju að lokinni messu 27. júlí kl 15:00.

Kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir á Höfn

Þórdís Sævarsdóttir söngkona frá Rauðabergi og Óskar Guðnason tónlistamaður frá Höfn flytja lög Óskars við ljóð Kristínar Jónsdóttur frá Hlíð.

Dagana 30. júní og 1. júlí verður Ragnhildur Magnúsdóttir kvensjúkdómaog fæðingarlæknir með móttöku á Heilsugæslustöðinni á Höfn.

Ljóðin eru úr ljóðabók hennar Bréfi til næturinnar. Gönguferð að Völvuleiði undir Hellaklettum í lok dagskrár

Tímabókanir í síma 470-8600. Tekið er við kortum.

Allir velkomnir

Þórbergssetur og Kálfellsstaðarkirkja

Eystrahorn

sumarfrí jaspis

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

til afhendin Snorri Snorrason lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari Sími 580-7915

gar strax¡

Trölli söluskáli

Söluskáli með skyndibita, pizzur, hamborgara, kjúkling ofl. Gott atvinnutækifæri

Hársnyrtistofan verður lokuð frá 30. júní til 7. júlí. Heiða Dís og! Sveinbjörg

sumarfrí TM og inni Skrifstofa TM og Fasteignasölunnar INNI verður lokuð frá 30. júní til 14. júlí. Fyrir TM hafið samband í 515-2000, fyrir INNI 580-7915. Snorri

Jaspis Hársnyrtistofa – Sími 478 2000 Heiða Dís Einarsdóttir Hársnyrtimeistari.


Eystrahorn

Fimmtudagur 26. júní 2014

3

Tíska, textíll og taumlaus gleði! Mikil gróska hefur verið í Vöruhúsinu í vetur og í saumastofunni á efstu hæðinni sem eitt sinn var vefnaðarvörudeildin í KASK. Saumastofan er bæði kennslustofa hjá FAS og vinnustofa hjá Ragnheiði Hrafnkelsdóttur sem á og rekur Millibör, hjá henni vinna þær Birna Aðalsteinsdóttir og Berglind Steinþórsdóttir. Í júní bættist við starfsmannahópinn en þá hóf Lukka Óðinsdóttir störf í Kartöfluhúsinu og mun hún sjá um að standa vaktina þar ásamt því að afgreiða í nýrri netverslun www.millibor. is Ólöf Inga systir Ragnheiðar er einnig búin að vera á saumastofunni í sumar, en hún býr í Danmörku ásamt sinni fjölskyldu og er lærður fatatæknir. Í vetur bauðst nemendum í FAS að taka áfanga í fatasaum þar sem farið er í ýmis tækniatriði er varða sníðagerð og fatahönnun og var það Ragnheiður sem sá um kennsluna. Það var mikil aðsókn í þessa áfanga og greinilegt er að áhuginn á fatahönnun og saumaskap er mikill og frábært tækifæri fyrir nemendur að geta lært grunninn í fatasaum hér í heimabyggð fyrir þá sem hafa áhuga á að feta þessa braut í framtíðinni. Afrakstur nemendanna var sýndur í Vöruhúsinu á opnum dögum en einnig var haldin tískusýning á konukvöldinu sem var á Hótel Höfn í apríl. Á Humarhátíðinni verður haldin tískusýning í Kartöfluhúsinu og verður hún á föstudagskvöldinu kl. 20:30 áður en dagskráin á Hátíðarsvæðinu byrjar. Að þessu sinni eru

það Millibör og KalZi sem ætla að sýna en KalZi er merki sem Berglind Steinþórsdóttir stendur á bakvið, hún er einnig að vinna með TöfraTröll sem er barnalína og mun hún líta dagsins ljós í haust. Þar sem Berglind er að hætta að vinna í Millibör og er á leiðinni í hönnunarnám í haust ákváðu þær stöllur að

halda kveðjupartí í formi tískusýningar og við vonum að þið hafið gaman af. Tískusýningin er skipulögð af þeim Lukku, Nejru Mesetovic og Ömnu Hasecic og munu þær sjá um að skipuleggja hár, förðun, tónlist og annað er viðkemur svona stórviðburði. Kartöfluhúsið verður opið alla helgina, þar verða vörur frá Millibör, Arfleifð og Kalza en einnig ætlar Una Baldvinsdóttir að sýna útskriftarverkefnið sitt í textíl. Una er frænka Ara Lú og Maríu og er að vinna á Kaffi Nýhöfn í sumar en hún er einnig með vinnuaðstöðu í Vöruhúsinu. Hún hefur lokið BA prófi í Myndlist frá Listaháskóla Íslands og tók master í textíl í Svíþjóð. Þau ykkar sem hafa áhuga á textíl ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara. Þetta er aðeins brot af þeim afrakstri sem kemur úr Vöruhúsinu en þar er margt annað í gangi og er Vöruhússtjórinn Vilhjálmur Magnússon þessa dagana að undirbúa hönnunarsmiðjuna eða FabLab eins og það er kallað réttu nafni. Um helgina er fólki boðið að koma og sjá hvernig það virkar. Þannig að það eru virkilega skemmtilegir tímar framundan og mikil gróska í skapandi greinum, hönnun og tónlist á Höfn og það verður gaman að fylgjast með því sem kemur úr Vöruhúsinu í framtíðinni. Gleðilega Humarhátíð! Berglind og Ragnheiður

Nýtt dreifikerfi RÚV Um 100 tegundir og kvæmi af trjám og runnum, skógarplöntur, fjölær blóm (ca 120 tegundir), sumarblóm, salat, kryddjurtir. Tilboð:

10 daggarbrár 1000kr. 10 stjúpur 1000kr. Snædrífa áður 1390kr nú 1000kr Fjallarós áður 2250kr nú 1950kr

Ný sending af pottum og körfum. Stafrænt dreifikerfi RÚV verður tekið í notkun í áföngum á árinu 2014. Nú er komið að Höfn 780, dreifbýli Höfn 781 og Öræfum 785. 21 júlí verður skipt yfir í stafrænar útsendingar. Upprunalega var áætlað að loka gamla dreifikerfinu 30. júní en af tæknilegum ástæðum hefur því verið frestað til 21. júlí. Ef þú býrð á þessu svæði, ert ekki með myndlykil og notar loftnet er ráðlegt að fara inn á eftirfarandi vefsíður til að fá nánari upplýsingar: www.ruv.is/stafraent, www.vodafone.is/ sjonvarp/ruv eða www.sart.is, eða hringja í þjónustuver Vodafone í síma 1414. Stafræn tækni hefur rutt sér til rúms á fjölmörgum sviðum mannlífsins á síðastliðnum árum. Hljómplötur og plötuspilarar eru löngu horfin úr almenningseign og hljómsnældur og segulbönd heyra sögunni til. Nýrri fyrirbæri eins og DVD, VOD og minnislyklar hafa komið í staðinn. Um allan heim er verið að leggja niður hliðrænt dreifikerfi sjónvarps. Það hefur þegar verið gert í nágrannalöndum okkar og verður gert í áföngum á þessu ári hjá RÚV. Góðu fréttirnar eru að með stafrænum útsendingum aukast myndgæðin til muna.

Athugið að allar plöntur eru ræktaðar í Dilksnesi. Opnunartími í júní og júlí: Opið virka daga kl. 13:00 -18:00 Laugardaga kl. 11:00 - 15:00

Verið velkomin

Gróðrarstöðin Dilksnesi


4

Fimmtudagur 26. júní 2014

Eystrahorn

Þjóðakvöld Kvennakórsins

Komið er að hinu árlega þjóðakvöldi Kvennakórs Hornafjarðar og nú hefur Svíþjóð orðið fyrir valinu. Við gerum nokkrum af þjóðarréttum Svía skil og drögum upp góðlátlega grínmynd af því sem okkur finnst einkenna þessa nágranna okkar. Að venju verður veislan í Mánagarði fimmtudaginn fyrir Humarhátíð og hefst kl 19:30, og að sjálfsögðu verður Guðbrandur með sætaferðir frá N1 kl 19. Miðaverð er 4000 kr. Miðasala hefst þriðjudaginn 24. júní á ganginum fyrir framan Jaspis og verður fram að þjóðakvöldi, einnig er hægt að panta miða hjá Lúcíu í síma 866-8030.

Bílstjóri óskast Pósturinn á Höfn óskar eftir að ráða bílstjóra í framtíðarstarf. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund sem á auðvelt með samskipti. Vinnutími er frá 8:30-16:45 og þarf viðkomandi að geta hafið störf 1. ágúst 2014. Umsóknarfrestur er til 14. júlí Umsóknum skal skilað í netfangið sigridurl@postur.is eða á Pósthúsið á Höfn merkt: Pósturinn Sigríður Lucia Þórarinsdóttir Stöðvarstjóri Hafnarbraut 21 780 Höfn

Opnun sýningar á verkum Svavars Guðnasonar í Svavarssafni, föstudaginn 27. júní kl. 16:00. Léttar veitingar í boði Starfsfólk Hornafjarðarsafna

Vantar þig aukavinnu í sumar? Leitum að manneskju til að þrífa í Dyngju, tilvalin aukavinna um helgar í sumar og hentar einnig vel með skóla í vetur. Leitum að manneskju sem er: · Vandvirk og nákvæm · Skipulögð · Drífandi og dugleg · Sýnir sjálfstæð vinnubrögð Frekari upplýsingar í síma 846-0161.

Fatagámur við N1 Við viljum benda á að það er mjög mikilvægt að það sem fer í gáminn þarf að vera í LOKUÐUM pokum með vel bundið fyrir.Ef ykkur vantar poka til að setja í þá eru pokar í hólfi utan á gámnum sem er öllum að kostnaðarlausu að nota.


Eystrahorn

Fimmtudagur 26. júní 2014

Aukaflug í sumar

Mikil eftirspurn er eftir aukaflugi hjá Flugfélaginu Erni til Hafnar á þriðjudögum, laugardögum og sunnudögum í sumar. Af þeirri ástæðu eru sæti laus frá Höfn þessa daga sem taldir eru upp hér að neðan. Nánari upplýsingar má fá í símum 562-2640 eða 478-1250. Dags: Brottför HFN Lending RVK 28. júní (lau)....................... 10:00............................................11:00 29. júní (sun)...................... 11:30............................................12:30 5. júlí (lau).......................... 10:00............................................11:00 6. júlí (sun)......................... 11:30............................................12:30 8. júlí (þri).......................... 11:30............................................12:30 12. júlí (lau)........................ 10:00............................................11:00 13. júlí (sun)....................... 11:30............................................12:30 15. júlí (þri)........................ 11:30............................................12:30 19. júlí (lau)........................ 11:30............................................12:30 20. júlí (sun)....................... 11:30............................................12:30 22. júlí (þri)........................ 11:30............................................12:30 26. júlí (lau)........................ 11:30............................................12:30 27. júlí (sun)....................... 11:30............................................12:30 29. júlí (þri)........................ 11:30............................................12:30 2. ágúst (lau)...................... 10:00............................................11:00 5. ágúst (þri)...................... 11:30............................................12:30 12. ágúst (þri).................... 11:30............................................12:30 16. ágúst (lau).................... 10:00............................................11:00 17. ágúst (sun)................... 11:30............................................12:30 19. ágúst (þri).................... 11:30............................................12:30 24. ágúst (sun)................... 11:30............................................12:30 30. ágúst (lau).................... 10:00............................................11:00 31. ágúst (sun)................... 11:30............................................12:30

Í tilefni Humarhátíðar veður 20% afsláttur af öllum skóm.

Sumaropnun í Kartöfluhúsinu Mánudaga til föstudaga kl. 10:00 - 13:00 kl. 16:00 - 20:00 Laugardaga

Olga með tónleika

A cappella Sönghópurinn Olga (Olga Vocal Ensemble) mun halda tónleika í Hafnarkirkju föstudaginn 4. júlí kl. 20:00. Í Olgu eru fimm ungir menn sem stunda tónlistarnám við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Þeir eru allir í söngnámi hjá Jóni Þorsteinssyni. Bjarni Guðmundsson syngur fyrsta tenór, Jonathan Ploeg annan tenór, Gulian van Nierop og Pétur Oddbergur Heimisson syngja fyrsta bassa og Philip Barkhudarov syngur annan bassa. Efnisskrá sumarsins er einkar fjölbreytt, frá Alicia Keys til Poulenc, frá Mendelssohn til Bruno Mars. Aðgangseyrir er 1500 kr. fyrir nema, ellilífeyrisþega og öryrkja en kr. 2500 fyrir aðra. Ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri. Stelpur og konur sem bera nafnið Olga fá frítt á tónleikana. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á: http://midi.is/tonleikar/1/8305. Fyrsti geisladiskur Olgu kemur út í lok júní og mun hópurinn selja þá á tónleikunum. Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um hópinn þá er hægt að finna upplýsingar um Olgu á heimasíðu hópsins, www.olgavocalensemble.com, þar er hægt að nálgast hljóðdæmi og fleira skemmtilegt sem tengist hópnum.

Nýr matseðill Verið velkomin

Gleðilega Humarhátíð

Óskum öllum gleðilegrar Humarhátíðar

kl. 12:00 - 16:00

Hlökkum til að sjá ykkur!

5

Hleinin verður opin frá kl. 20:00 á föstudagskvöldi og frá 12:00 á laugardaginn.


Kræsingar & kostakjör

-50% lambagrillsneiðar ESjA kílóverð VERð áðuR 1.298,-

1.090,-

-25%

grísakótelettur RAuðVínSkRyddAðAR kílóverð VERð áðuR 2.398,-

1.199,kjúklingaleggir 2 kg poki kílóverð VERð áðuR 798,-

599,-

-40% kjúklingavængir tex mex kílóverð VERð áðuR 598,-

nautalunDir Danskar kílóverð

359,-

3.789,-50%

-40%

grísagrillsneiðar stjörnuGrís kílóverð VERð áðuR 1.498,-

899,-

-40% organic pizzur 3 teG stykkjaverð VERð áðuR fRá 579 ,-

grísarifjabitar Grill kílóverð VERð áðuR 898,-

498,-

449,-40%

orkubolti - brauð 750 g bakað á staðnum stykkjaverð VERð áðuR 498,-

299,-

-36% heimilisbrauð myllan stykkjaverð VERð áðuR 355,-

213,-

fitnessbrauð rúgkjarnabrauð mestemacher stykkjaverð VERð áðuR 259,-

166,-

-30%

pecan vínarbrauð bakað á staðnum stykkjaverð VERð áðuR 198,-

139,-

Tilboðin gilda 26. - 29. júní 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


-40kR Doritos 3 teG pokaverð VERð áðuR 239

Discovery SAlSASóSuR 290G stykkjaverð VERð áðuR 389,-

199,-

299 ,-

Þú færð allt fyrir

frábæra humarhátíð í Nettó!

freezy monsters frosthyrnur pakkaverð

299,-30%

-50%

vatnsmelónur fRá Spáni kílóverð VERð áðuR 259,-

130,-

pepsi eða pepsi max 33 cl stykkjaverð VERð áðuR 99,-

69,-

ms kókómjólk 6 í pakka pakkaverð VERð áðuR 499,-

469,-

fabfresh ilmsprey stykkjaverð

299,-

www.netto.is | Mjódd · Grandi · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


Humarhátíð á Víkinni

Fimmtudagskvöldið 26. júní ætla nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins að heiðra eina mestu rokksveit allra tíma Creedence Clearwater Revival. Á efnisskránni verða helstu verk Creedence Clearwater og leiðtoga hennar John Fogerty flutt í bland við efni af sólóferli Fogerty. Fáir hafa gert tónlist CCR betri skil en söngvarinn Birgir Haraldsson, kenndur við Gildruna og Gullfoss sem hefur löngum verið kallaður hinn íslenski Fogerty. Með honum er einnig samstarfsfélagi til margra ára Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari en Birgir og Sigurgeir voru báðir meðlimir CCR-Reykjavík og Gildrumezz sem hljóðrituðu tvær plötur með efni Creedence Clearwater Revival á seinni hluta síðustu aldar. Með þeim leika Ingimundur Benjamín Óskarsson, Sigfús Óttarsson og Snorri Snorrason en þeir eru allir meðlimir hljómsveitarinnar Gullfoss.

Þetta er eitthvað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Föstudagskvöldið 27. júní verður stórdansleikur með hljómsveitinni Gullfoss og verður dansað fram á rauða nótt enda nóttin ætíð ung í firðinum fagra.


Olga sækir Ísland heim

26. júní – 20:00 – í Tjarnarborg á Ólafsfirði 29. júní – 20:00 – í Hvolnum á Hvolsvelli 1. júlí – 20:00 – í Langholtskirkju í Reykjavík 2. júlí – 20:30 – í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði 4. júlí – 20:00 – í Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði

WWW.OLGAVOCALENSEMBLE.COM Kassabílarall Landsbankans Árvisst kassabílarall Landsbankans á Humarhátíð fer fram laugardaginn 28. júní. Kassabílarallið hefst kl. 13.00 á planinu við Landsbankann en keppendur eru beðnir um að mæta kl. 12.30. Keppendur geta verið á aldrinum 6-12 ára. Allir fá viðurkenningu en verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta kassabílinn, þann flottasta og hraðskreiðasta. Skráning og nánari upplýsingar eru í útibúi Landsbankans. Sjáumst á Humarhátíð! Starfsfólk Landsbankans á Hornafirði.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Sterna hóf hringmiðaferðir þann 2.júní og keyrir alla daga til 10. september. Ferðinar eru í tengslum við hringmiðakerfi Sterna. Ljósmyndastopp við Skógafoss, Seljalandsfoss og Jökulsárlón.

12a - Höfn - Vík - Reykjavík

12 - Reykjavík - Vík - Höfn Frá:

Tími:

Daglega

7:30

Reykjavík (Harpa Tónlistarhús) Selfoss (N1 Bensínstöð)

8:25

Frá:

Daglega

Höfn (Tjaldstæði og Farfuglaheimilið)

Tími

7:30

Jökulsárlón ( Stoppum fyrir bátsferðina)

8:50/10:20

Hella (Olís Bensínstöð/Árhús)

08:55/09:05

Skaftafell (Upplýsingamiðstöð)

11:20/11:35

Hvolsvöllur (N1 Bensínstöð)

09:15/09:20

Kirkjubæjarklaustur (N1 Bensínstöð)

12:35/13:05

(09:40)*

Vík (N1 Bensínstöð)

14:05/14:10

Seljalandsfoss

09:50/10:10

Skógar (Tjaldstæði)

14:40/15:00

Skógar (Tjaldstæði)

10:40/11:00

15:30/15:50

Vík (N1 Bensínstöð)

Seljalandsfoss

11:30/12:00

(Landeyjahöfn)*

Kirkjubæjarklaustur (N1 Bensínstöð)

13:00/13:05

Hvolsvöllur (N1 Bensínstöð)

Skaftafell (Upplýsingamiðstöð)

14:05/14:20

Hella (Olís Bensínstöð/Árhús)

16:45

Jökulsárlón (Stoppum fyrir bátsferðina)

15:20/17:00

Selfoss (N1 Bensínstöð)

17:15

Reykjavík (Harpa Tónlistarhús) *Endastöð

18:15

(Landeyjahöfn)*

Höfn (Tjaldstæði og Farfuglaheimilið)

18:00

(16:05) 16:25/16:35

* Stoppum í Landeyjahöfn sé þess óskað - Vinsamlegast látið vita klukkustund fyrir brottför - Sími 551 1166 Bílfreyja frá Sterna er um Borð í 12/12a rútunum

frítt þráðlauSt net um Borð í Sterna rútunum

12&12a Verðdæmi Höfn <> Klaustur Höfn <> Skógar: Höfn <> Landeyjahöfn: Höfn <> Reykjvík:

4.600 6.800 7.700 9.900

kr kr kr kr

Hægt er að kaupa miða um borð í rútunni, í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi Reykjavíkur eða á www.sterna.is. Sími: 551 1166



DAGSKRÁ HUMARHÁTÍÐAR Á HÖFN 26. - 29. júní Fimmtudagur 26. júní

09:00 - 21:00 Mjólkurstöðin - opnun listsýningar - Hlynur Pálmason sýnir kvikmyndaverk, videoverk, hljóð- & ljósmyndaverk, málverk og skúlptúra 09:00 - 21:00 Mikligarður viðbygging - Hlynur Pálmason verður með opið stúdíó á „Graðalofti“ 10-13 og 16-20 Kartöfluhúsið - Millibör og KalZi sýna það nýjasta hjá sér. 19:00

Mánagarður -Þjóðakvöld Kvennakórs Hornafjarðar. Sætaferðir frá N1 kl. 19:00. Matur, glens og gaman. Húsið opnar kl.19:00 - dagskrá hefst kl. 19:30. Allt á Ikea verðlagi.

23:00

Víkin - Tónleikar hjómsveitarinnar Gullfoss í þessu tilfelli „Travelling Band“ til heiðurs Creedence Cleawater Revival

23:00

Pakkhúsið - Pakkhúsbandið sér um fjörið

Föstudagur 27. júní

06:45 - 12:00 Sundlaug Hafnar - Frítt í sund 08:00 - 20:00 Gamlabúð - Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs - Upplýsingamiðstöð 08:00 - 20:00 Skreiðarskemma - Sjóminjasýning 08:00 - 20:00 Mikligarður - Verbúð - aðstaða fiskverkafólks fyrr á tímum 09:00 - 21:00 Mjólkurstöðin - Sýning Hlyns Pálmasonar opin 09:00 - 21:00 Mikligarður viðbygging - Hlynur Pálmason verður með opið stúdíó á „Graðalofti“ 09:00 - 16:00 Svavarssafn -Sýning á verkum Svavars Guðnasonar 10:00 - 13:00 Kartöfluhúsið - Millibör og KalZi sýna það nýjasta hjá sér 12:00 - 18:00 Huldusteinn -Steinasafn 13:00 - 15:00 Grillaðar pylsur í boði Húsasmiðjunnar og andlitsmálning fyrir börn 15:00 - 19:00 Litli listaskálinn á Sléttunni - til sýnis og sölu eru verk eftir Gingó - þema: Sólsetur 16:00

Opnun Svavarssýningar í Svavarssafni

16:00

Sindrabær - barnadagskrá - Laddi og Jón Arnór töframaður

19:00

Opnun leiktækja og markaða á hátíðarsvæði

19:00 - 20:30 Humarsúpa um allan bæ 20:30

Kartöfluhús -Tískusýning Millbör og KalZi

20:45 - 21:00 Hátíðarsvæði - DJ Darknez hitar upp fyrir hátíðardagskrá 21:00 - 22:30

Hátíðarsvæði - setning Humarhátíðar og hátíðardagskrá:Laddi og Hjörtur Hauser, Hljómsveitin Kaleo, Harmonikkubræður og mörg önnur óvænt atriði

22:30 - 01:00 Íþróttahús - Stórtónleikar með hljómsveitinni Kaleo - heimahljómsveitin Vibrato hitar upp 23:00 - 02:00 Sindrabær - Gömludansaball - Karlakórinn Jökull syngur og leikur fyrir dansi 23:00 - 04:00 Víkin – Dúndur dansleikur með hljómsveitinni Gullfoss

Laugardagur 28. júní

08:00 - 20:00 Gamlabúð – Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs – Upplýsingamiðstöð 08:00 - 20:00 Mikligarður - Verbúð - aðstaða fiskverkafólks fyrr á tímum 09:00 - 21:00 Mjólkurstöðin - Hlynur Pálmason sýnir kvikmyndaverk, videoverk, hljóð- & ljósmyndaverk, málverk og skúlptúra-aðgangseyrir kr. 500

höndum Heiðars Sigurðssonar

10:30 - 12:30 Sindrabær - Andlitsmálun barna 10:00 - 12:00 Sundlaug Hafnar - frítt í sund 11:00 Íþróttahúsið á Höfn - Heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna 12:00 - 18:00 Huldusteinn - Steinasafn 13:00 Kassabílarallí í boði Landsbankans - Laddi startar rallíinu 13:00

Opnun leiktækja og markaða á hátíðarsvæði

13:00 - 19:00 Kartöfluhúsið - Millibör og KalZi 14:00 - 19:00 Litli listaskálinn á Sléttunni - Gingó 14:00

Hátíðarsvæði: Laddi og Hjörtur Hauser, Jón Arnór töframaður, söngvakeppni barna, óvænt tónlistaratriði, tilraun til heimsmets í humarlokugerð - fyrir framan skreiðarskemmurnar, gaman við sjávarsíðuna - Harmonikkubræður.

14:00

Sindravöllur - Sindri/Ægir - 2. deild karla - frí humarsúpa fyrir vallargesti

15:00

Hátíðarsvæði -heilgrillað lamb

15:30 - 17:00 Á túninu hjá Trölla - Hestar teymdir undir börnum 16:00

Á túninu hjá Trölla- Kúadellulottó

16:30

Sindravöllur - Sindri/Fram - 1. deild kvenna - frí humarsúpa fyrir vallargesti

17:00 - 18:00 Olísplan - Pollapönk íspinnar fyrir börnin 17:00

Bugðuleira - Burn out keppni

20:00

Skreiðarskemma - Sjóminjasýning

20:30

N1 - skrúðganga að hátíðarsvæði - Lúðrasveit Hornafjarðar undir stjórn Jóhann Morávek leiðir gönguna ásamt Kvennakór Hornafjarðar

21:00 Hátíðarsvæði - hátíðardagskrá, Laddi, Hjörtur Hauser, Jón Arnór töframaður og Kvennakór Hornafjarðar

Ásgarður - Brenna og brennusöngur með Hauki Þorvalds og Bróa

24:00-04:00 Íþróttahús - stórdansleikur meðhljómsveitinni Parket

Víkin-pöbbastemning

Sunnudagur 28. júní

08:00 - 20:00 Gamlabúð - Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs - Upplýsingamiðstöð 08:00 - 20:00 Skreiðarskemma - Sjóminjasýning 08:00 - 20:00 Mikligarður - Verbúð - aðstaða verbúðarfólks fyrr á tímum 09:00 - 21:00 Mjólkurstöðin - Sýning Hlyna Pálmasonar 09:00 - 21:00 Mikligarður viðbygging – Hlynur Pálmason verður með opið stúdíó á „Graðalofti“ 10:00 - 12:00 Frítt í sund 12:00 Sindravellir - Sindri/KF Dalvík 4. fl. kvenna 12:00 - 16:00 Markaðir og leiktæki opna 13:00 - 16:00 Kartöfluhús - Millibör og KalZi 13:00 - 17:00 Svavarssafn - Sýning á verkum Svavars Guðnasonar 13:00

Sindravellir – Sindraleikarnir - frjálsíþróttamót fyrir börn og unglinga

14:00 - 17:00 Vöruhús - Eyrún Axelsdóttir og Elísabet Þorsteinsdóttir hafa vinnustofur sínar opnar. 14:00 - 17:00 Vöruhús - Fab Lab verkstæði

09:00 - 21:00 Mikligarður viðbygging - Hlynur Pálmason verður með opið stúdíó á „Graðalofti“ 09:00

Silfurnesvöllur - Humarhátíðarmót - glæsileg verðlaun frá Skinney Þinganes

10:00 - 12:00 Sindrabær - æfing fyrir söngvakeppni barna í

www.humar.is


Skinney - Þinganes Fréttabréf - júní 2014

Skinney-Þinganes hf. er eitt af öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Árin 2013 og 2014 hafa að mörgu leyti verið sérstök og merkileg hjá félaginu vegna mikilla fjárfestinga og framkvæmda og meiri fjölbreytni í starfsemi þess. Eigendur og stjórnendur félagsins eru sífellt að huga að breytingum og hagræðingu til að auka afköst og verðmæti framleiðslunnar og mæta aukinni samkeppni innanlands og utan. Jafnframt er unnið að því að bæta vinnuumhverfi starfsfólks og tryggja betur öryggi þess. Gera má ráð fyrir því að fjárfestingar síðustu missera, auk þeirra sem framundan eru, nemi hátt í fjórum milljörðum króna.

Fjölbreyttari rekstur Heildarfjöldi starfsmanna hjá fyrirtækinu er um 290 manns. Skinney-Þinganes er eigandi eða meðeigandi í öðrum félögum og fyrirtækjum svo sem Selbakka ehf. (kúabúið í Flatey á Mýrum), Útgerðarfélaginu Vigri ehf. (línubátur), Iceland Pelagic ehf. (sölufyrirtæki) og Ajtel Iceland ehf. (niðursuðuverksmiðja). Með breytingum og meiri fjölbreytni í starfseminni skilgreinir félagið sig nú sem alhliða matvælaframleiðslufyrirtæki.

Landvinnslan Fyrirtækið rekur saltfiskverkun árið um kring auk þess að frysta í stórum stíl humar, loðnu, makríl og síld. Þá er ótalin mjöl- og lýsisvinnsla, hrognavinnsla, sundmagaverkun ásamt fleiru. Við þessa starfsemi vinna 150–170 manns.


Stærsta fjárfestingin Stærsta og umfangsmesta fjárfesting sem félagið hefur ráðist í eru breytingar sem verið var að ljúka við á vinnslulínu uppsjávarfisks. Síðasta loðnulöndun var í byrjun mars og þá var strax hafist handa við verkið. Þakið var rofið á húsinu og gömlu frystarnir hífðir upp. Stórvirkum vinnuvélum var síðan slakað niður til að brjóta gólf og stækka gryfjuna sem frystarnir hvíla í. Frystum var fjölgað úr sjö í tíu og hver þeirra er mun stærri en áður. Fjöldi iðnaðarmanna var um 50 þegar mest var. Helstu verktakar voru Skaginn og Frost en iðnaðarmenn frá öðrum fyrirtækjum komu að verkinu ásamt starfsmönnum Skinneyjar-Þinganess. Með þessum breytingum tvöfaldast afköst við frystingu á loðnu úr 380 tonnum í 760 tonn á sólarhring. Til að ná þessum afköstum þurfti einnig að endurnýja vogir og pokavélar og stækka kassaenda. Byggt var við vélasalinn þar sem frystivélar voru stækkaðar og þeim fjölgað. Einnig var byggð ný 280m2 umbúðageymsla samhliða þessum breytingum. Hækka þurfti húsþök til að koma fyrir nýjum frystum og vogum í húsið. Veiðar hefjast um næstu mánaðamót og þá verður hægt að prufukeyra nýju uppsjávarlínuna. Í kjölfar þessara framkvæmda verður síðan hugað að endurnýjun og stækkun bolfiskvinnslu félagsins.

Bátaflotinn Fyrirtækið gerir út átta fiskiskip: tvö uppsjávarskip, tvö togveiðiskip, þrjú fjölveiðiskip sem geta verið á netum, snurvoð og trolli og auk þess línubátinn Guðmund Sig. Alls eru um 100 menn í áhöfnum þessara báta. Fyrirtækið leggur áherslu á gott viðhald og umhirðu skipanna og leitast við að hafa aðbúnað fyrir áhafnir sem bestan. Öll skipin eru t.d. með gervihnattasjónvarpi auk þess sem internetaðgangur er um borð.

Endurbætur á Jónu Eðvalds Uppsjávarveiðiskipið Jóna Eðvalds fór til Póllands í miklar endurbætur strax að lokinni loðnuvertíð í mars sl. Skipið var byggt í Noregi árið 1975 og hefur gengið í gegnum miklar breytingar í gegnum árin. Árið 2004 var skipt um vél, spil og brú og árið 2008 voru frystitæki tekin úr skipinu og kælilestum fjölgað. Jafnframt var sett öflugt RSW-kælikerfi fyrir lestir skipsins. Nýjustu endurbætur voru gerðar í Nauta skipasmíðastöðinni í Gdynja í Póllandi. Helstu breytingar á skipinu fólust í að skipta um stál og endurnýja einangrun í öllum lestum (9 talsins). Þá voru lestir sandblásnar og málaðar. Íbúðir (klefar) áhafnar voru endurnýjaðar ásamt messa og eldhúsi. Löndunarkerfi var tvöfaldað til að koma til móts við aukin vinnsluhraða í landi. Tæki í brú voru endurnýjuð og skipið heilmálað. Eigendur og skipverjar eru einstaklega ánægðir með hvernig til hefur tekist með verkið sem tók alls 74 daga. Verkið var unnið í samvinnu við verkfræðistofuna Skipasýn og sá hluti af áhöfninni um eftirlit með verkinu á meðan á því stóð.


Nýr línubátur Vigur SF-80 Nýr 30 tonna línubátur er í smíðum sem kemur í staðinn fyrir Ragnar og Guðmund Sig. Ragnar var seldur síðastliðið haust og til stendur að selja Guðmund Sig. Nýsmíðin verður afhent í nóvember nk. Báturinn er smíðaður hjá Víkingbátum ehf. í Reykjavík og verður fyrsti báturinn af þessari stærð og gerð sem smíðaður hefur verið fyrir Íslendinga. Búið er að gefa bátnum nafn og mun hann heita Vigur SF-80. Báturinn tekur 18 tonn af fiski í körum í lest og verður allur aðbúnaðar til vinnu og meðhöndlun á fiskinum mun betri en í þeim bátum sem fyrir voru. Á millidekki verður tímastillt blæði- og kælikar sem tryggir að allur fiskur blóðrenni jafnt og vel áður en hann fer í kör í lest. Allur aðbúnaður áhafnar batnar til muna t.d. með rúmgóðri stakkageymslu, tveimur tveggja manna klefum og rúmgóðu eldhúsi með fullkomnum eldunartækjum.

Umhverfisvænni fiskimjölsverksmiðja Fiskimjölsverksmiðjan var rafvædd í desember á síðasta ári. Samfara því var settur upp rafskautsketill og byggt nýtt ketilhús. Hér er um sérstaklega umhverfisvæna framkvæmd að ræða og að sjálfsögðu gjaldeyrissparandi þar sem hætt verður að brenna olíu og rafmagn tekur við sem orkugjafi. Leggja þurfti sérstakan rafstreng frá tengistöðinni upp við Bergárfoss til þess að anna rafmagnsflutningum fyrir þessa aðgerð.

Merkileg framkvæmd Samhliða því að rafvæða fiskimjölsverksmiðjuna var ráðist í að leggja rör undir höfnina. Það var gert með því að dýpka hluta hafnarinnar með dýpkunarprammanum Trölla þvert yfir höfnina frá fiskiðjuveri og út í Ósland og sökkva fjórum rörum ofan í. Einnig þurfti að rjúfa bakkana báðum megin hafnar til þess að fá réttan halla á rörin. Segja má að þessi framkvæmd skili þríþættum ávinningi: í fyrsta lagi voru rafmagnskaplarnir vegna fiskimjölsverksmiðjunnar þræddir í eitt rörið, í öðru lagi verður öllum fiski, afskurði sem unnið verður í verksmiðjunni dælt í gegnum eitt rörið frá fiskiðjuverinu í fiskimjölsverksmiðjuna og í þriðja lagi mun ljósleiðari, símalínur og ýmis annar flutningur fara eftir rörunum. „Froskurinn“ (flutningabíll með opna kerru) fór 3000 ferðir á milli fiskiðjuvers og verksmiðju á síðasta ári sem gera um það bil 22.000 tonn af hráefni sem keyrt var á milli. Hér er um verulega hagræðingu að ræða og sparnað samfara jákvæðum umhverfislegum áhrifum.

Sölufyrirtækið Iceland Pelagic ehf. Iceland Pelagic ehf. er sölufyrirtæki í sameiginlegri eigu með Ísfélagi Vestmannaeyja. Félagið hélt áfram að vaxa og dafna á síðasta ári eins og það hefur gert allt frá stofnun þess. Árið 2013 seldi félagið rúmlega eitt hundrað og fimmtán þúsund tonn af afurðum fyrir um 26 milljarða króna.


Flatey Á haustdögum 2013 keypti dótturfélagið Selbakki ehf. bújörðina Flatey á Mýrum með allri áhöfn. Með í kaupunum fylgdi eyðijörðin Haukafell. Síðar keypti félagið einnig Einholt á Mýrum. Með þessum kaupum var brotið blað í sögu félagsins, sem haslar sér nú völl sem alhliða matvælaframleiðslufyrirtæki. Í Flatey er rekið eitt stærsta mjólkurbú landsins. Þar eru nú 110 mjólkandi kýr, geldneyti og kvígur í uppeldi eru 200 talsins eða samtals 310 gripir. Búið hefur nú framleiðslurétt fyrir 700.000 lítra og stendur til að auka hann. Á búinu starfa einungis þrír fastir starfsmenn en sér til fulltingis hafa þeir tvo mjólkurróbóta sem annast allar mjaltir. Flatey er rúmlega 2000 ha. og þar af er ræktað land um 650 ha. Flatey er tvímælalaust ein besta bújörð landsins. Selbakki ehf. hugar nú að frekari uppbyggingu og jafnvel að byggja þarna nútímalegt fjós til að auka framleiðsluna því markaðir fyrir mjólkurafurðir eru nú mjög góðir. Einnig stendur til að fegra umhverfið með skjólbeltum, trjám og runnum. Kaup Selbakka ehf. á jörðinni styrkir aðra landbúnaðarstarfsemi í héraðinu sem átt hefur nokkuð undir högg að sækja. Til að nýta góðar starfsmannaíbúðir í Flatey er rekin þar gistiþjónustu undir nafninu Heinaberg Gesthouse.

Samfélagsstuðningur Skinney-Þinganes leggur áherslu á eflingu byggðarlagsins og ver á hverju ári hluta af hagnaði sínum til góðgerðar- og líknarmála og í stuðning við ýmsa samfélagslega starfsemi, svo sem íþrótta- og tómstundastarf. Saga byggðarlagsins og sjávarútvegs er samofin og góð tengs við samfélagið á svæðinu eru fyrirtækinu afar mikilvæg.

Heimasíða félagsins - www.sth.is Nýleg heimasíða félagsins, www.sth.is, hefur hlotið góðar viðtökur. Þar eru helstu upplýsingar um félagið og starfsemi fyrirtækja þess. Á síðunni er meðal annars hægt að fylgjast með siglingum bátanna og afla þeirra.

Lykiltölur úr ársreikningi 2013 Rekstrartekjur samstæðunnar............................... 10,6 milljarðar kr. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA)... 3,6 milljarðar kr. Eignir..................................................................... 23,8 milljarðar kr. Eigið fé.................................................................... 9,8 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall.........................................................................41,5%

Stjórn félagsins Gunnar Ásgeirsson Birgir Sigurðsson Ingvaldur Ásgeirsson Katrín Ásgrímsdóttir Siggerður Aðalsteinsdóttir

Varamenn Ingólfur Ásgrímsson Ásgerður Arnardóttir

Helstu stjórnendur Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Ásgeir Gunnarsson, útgerðarstjóri Guðmundur Gunnarsson, framleiðslustjóri

Skinney-Þinganes hf | Krossey

780 Hornafjörður | Kennitala: 480169-2989 | Sími: 470 8100 Fax: 470 8101 | Tölvupóstur: sth@sth.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.