Eystrahorn Fimmtudagur 30. júní 2011
26. tbl. 29. árgangur
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Svavarssafn og Ástustofa
Við opnunarhátíðina. Björg Erlingsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Karl Ómar Jónsson og Svandís Svavarsdóttir.
Við undirskrift samningsins. Hjalti Þór Vignisson, Svandís Svavarsdóttir og Björg Erlingsdóttir.
Fjölmenni var við opnun og vígslu Listasafns Hornafjarðar, Svavarssafni, í gömlu slökkvistöðinni sl. föstudag. Eystrahorn hefur áður gert málinu góð skil en ávörp fluttu við athöfnina Ásgerður Gylfadóttir forseti bæjarstjórnar, Svandís Svavarsdóttir menntamálaráðherra, Halldór Björn Runólfsson safnastjóri Listasafns Íslands og Karl Ómar Jónsson sem hefur verið fulltrúi aðstandenda Svavars í öllum
undirbúningi málsins og að öðrum ólöstuðum á mestar þakkir fyrir hvernig til hefur tekist. Fram kom í máli þessara aðila mikil ánægja með safnið og aðstöðuna. Áður en dagskráin hófst var skrifað undir tvo samninga, annars vegar um stofnframlag ríkisins til Listasafnsins, alls 17 m.kr. og viljayfirlýsingu um framlag ráðuneytis til reksturs menningarmiðstöðvar fyrir árin 2012 og 2013, 4 m.kr. hvort ár.
Svava Kr. Guðmundsdóttir
Okkar kona á Höfn Svava tekur vel á móti þér og býður framúrskarandi tryggingar, persónulega ráðgjöf og er til þjónustu reiðubúin í þinni heimabyggð. Verið hjartanlega velkomin – það er alltaf heitt á könnunni!
Þjónustuskrifstofa VÍS á Höfn Hafnarbraut 36 Opið frá 9:00 - 16:00 Sími 4708703