Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 28. júní 2012
26. tbl. 30. árgangur
Humarhátíð í blíðu Humarhátíðin fór vel fram í góðu veðri. Fjölbreytt dagskrá var alla dagana og vel sótt. Nýja hafnarsvæðið skapar sérstaka umgjörð fyrir svona samkomur. Á myndinni eru leikskólabörn í heimsókn hjá Nónu og Fúsa að skoða best skreytta húsið á hátíðinni.
Efnilegt íþróttafólk Við 17. júní hátíðarhöldin og á Humarhátíðinni var ungu fólki veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í sínum íþróttagreinum. Öll eiga það sameiginlegt að vera valin í landslið Íslands. Eystrahorn átti stutt rabb við unga fólkið eftir afhendingu viðurkenninganna.
Sveinbjörg Zóphoníasdóttir 20 ára frjálsíþróttakona
ég valin í fjórða sinn íþróttamaður USÚ. Það var ánægjulegt að koma heim á Humarhátíð og taka við þessari viðurkenningu sem ég er þakklát fyrir. Næsta mót mitt er fjölþrautarmót sem fram fer í Belgíu 7.-8. júlí og síðan hef ég náð lágmarki í langstökki og kúluvarpi á NM U23 sem fer fram í Jessheim í Noregi 21.-22. júlí. Nú vantar mig bara 10 stig í þraut til að komast á EM U23 í Finnlandi á næsta ári og stefni að ná því á þessu ári.“
María Selma Haseta 16 ára knattspyrnukona
Sveinbjörg er dóttir Guðrúnar Ingólfsdóttur og Zóphoníasar Torfasonar. „Já, ég vann til bronsverðlauna á Norðurlandameistaramótinu U23 sem fram fór í Sandnes í Noregi um helgina, fékk 5290 stig en átti áður 5158 stig. Ég er ánægð með þessar framfarir enda þriðji besti árangur íslenskrar konu frá upphafi. Ég bætti mig í þremur greinum af sjö; í spjótkasti, kúluvarpi, og 100m grindahlaupi. Það vildi svo til að á sama tíma og ég var að vinna bronsið þá var
Foreldrar Maríu eru Milina Haseta og Míralem Haseta. „Ég hef alltaf sparkað fótbolta síðan ég var lítil stelpa og æfði og spilaði með öllum yngri flokkum Sindra. Síðan hef ég spilað með meistaraflokki og okkur er búið að ganga mjög vel í sumar og erum í 2 sæti í riðlinum eins og er. Ég var valin í landslið U17 í fyrra og lék minn fyrsta landsleik sem var vináttuleikur við Dani. Síðan fór ég með liðinu til Sviss á Evrópumótið. Þar lékum við í riðli með Sviss, Belgíu og Englandi. Þar lék ég minn fyrsta alvöru landsleik á vinstri kanti. Við komumst því miður ekki áfram en þessi upplifun og tilfinning var frábær. Þetta var búið að vera draumur í mörg ár. Já, ég stefni hærra og vonast til þess að geta spilað í efstu deild og fleiri landsliðum.“
Felix Gíslason 17 ára blakmaður Felix er sonur Gísla Vilhjálmssonar og Þórdísar Einarsdóttur. „Ég byrjaði 13 ára að æfa blak og hef æft síðan með hléum. Ég hef leikið í yngri flokkum Sindra og meistaraflokki frá því að ég var 15 ára. Ég var valinn í landsliðið U17 í fyrra og fór með liðinu til Svíþjóðar á Norðurlandamót. Þar lékum við fjóra leiki gegn Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum og Danmörku. Við töpuðum reyndar öllum leikjunum en þrátt fyrir það held ég að þetta sé samt það skemmtilegasta sem ég hef gert um ævina. Það á eftir að koma í ljós hvort ég verð valinn áfram í landslið en auðvitað stefni ég á það. Já, ég æfi líka fótbolta með 2. flokki og ætla að halda áfram í íþróttum meðan áhuginn er til staðar.“
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 28. júní 2012
Eystrahorn
Í formi 2012
Atvinna Vantar meiraprófsbílstjóra á steypubíl í sumar. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í síma 478-2454 (Lovísa) og 895-2454 (Jón)
Rósaberg ehf
Afmæli
Kæru ættingjar og vinir. Í tilefni af sjötíu ára afmæli mínu býð ég ykkur að þiggja veitingar í sumarbústað mínum í Stafafellsfjöllum föstudaginn 6. júlí eftir kl 18:00. Vinsamlegast gleymið gjöfunum. Hittumst hress og kát.
Arnar H. Bjarnason
Afmæli Í tilefni 90 ára afmælis míns býð ég öllum ættingjum, vinum og kunningjum mínum í kaffi í Ekrusalnum sunnudaginn 22. júlí kl. 15:00 – 19:00. Með von um að sjá ykkur sem flest Lilja Aradóttir
Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Næsta blað kemur út 16. ágúst Auglýsingum og efni þarf að skila þriðjudaginn 14. ágúst
Undirbúningshópur fyrir Íformi 2012 sem verður haldið 14. - 15. september, mætti óvenju snemma til starfa þetta árið eða í fyrstu viku júní. Mikill hugur er í mannskapnum að gera mótið jafngott og í fyrra og helst aðeins betra. Greinastjórar eru allir þeir sömu nema í golfi en þar kemur enginn annar en Gestur Halldórsson til með að vera okkur innan handar og þar komum við ekki að tómum kofanum enda Gestur búinn að starfa lengi að félagsmálum. Greinarnar verða trúlega þær sömu og í fyrra að viðbættri einni styttri hlaupavegalengd þar sem hlaupaáhugi hefur verið að aukast í sveitarfélaginu. Margir hafa stundað stífar æfingar frá í fyrra en aðrir eru að skríða úr fylgsnum sínum núna með vorinu og svo bætast vonandi fleiri við þegar líður á sumarið. Brenniboltinn er með æfingar á miðbæjarsvæðinu kl. 18:00, oldboys sprikla kl. 20:30 á mánudögum og miðvikudögum, Guðrún Ingólfs er boðin og búin að gefa góð ráð í frjálsum en fastir æfingatímar verða ekki settir fyrr en nær dregur móti. Golf, blak, bridge, og hlauparar sjá enn um sig sjálfir. Við erum búin að lofa hvort öðru að vera duglegri að skrifa og leyfa fólki að fylgjast betur með hvernig undirbúningur gengur. Einnig er það von okkar að aðrir komi með „góðar hugmyndir“ sem gætu hjálpað okkur í að styrkja mótið og auðvitað eru allar hugmyndir vel þegnar. Lokakvöldið, slúttið, uppskeruhátíðin eða hvað á að kalla geimið hefur verið að flækjast fyrir okkur og erum við að reyna að útbúa skoðanakönnun á Facebook til að fá vilja fólks upp á borðið. Hvernig kvöldið á að líta út, verðlaunaafhending eða ekki, matur eða ekki og hversu flottur þá? Að lokum hvetur undirbúningshópur fyrir Íformi alla til að koma sér í eilítið betra form hvort sem fólk ætlar að keppa í haust eða ekki því þó svo að fólk finni ekki grein á þessu móti þá er fullt annað um að vera. T.d. er ferðafélagið með fullt af skemmtilegum göngum í sumar og prógramm sem gaman er að taka þátt í, sundlaugin er hér í miðjum bænum og alltaf jafn heilsusamlegt að synda og svo mætti lengi telja.
Ekkert dorm allir Íform Húsnæði til leigu
Iðnaðarhúsnæði að Víkurbraut 2. n.h. ca 100m2. Möguleiki á 50m2. Upplýsingar í síma 845-1200 Magnús eða 868-6865 Valdemar.
Bíll óskast
Vil kaupa minni gerð af fólksbíl. Þarf að vera vel með farinn og ekki mikið keyrður. Verð á bilinu kr. 200 - 900 þús. Upplýsingar í síma 896-6412.
Íbúð óskast
Óska eftir 3 - 4 herbegja íbúð eða einbýlishúsi til leigu í lengri tíma, a.m.k. ár. Hafið samband við Stíg í síma 862-6567.
Eystrahorn
Fimmtudagur 28. júní 2012
Kirkjugarðurinn stækkar
www.eystrahorn.is
Góður sigur hjá stúlkunum
Meistaraflokkur kvenna Meistaraflokkur kvenna fékk Hauka úr Hafnarfirði í heimsókn á Humarhátíðinni og vann verðskuldað 2 – 0. Okkar stúlkur gerðu út um leikinn í upphafi leiks og tókst að halda hreinu þó Haukarnir hafi gert harða hríð að marki Sindra í upphafi síðari hálfleiks og með vindinn í bakið. Mörk heimastúlkna skoruðu Valdís Ósk úr víti og María Birkis.
Meistaraflokkur karla Liðið lék gegn Berserkjum í Reykjavík sl. fimmtudag og máttu þola sitt fyrsta tap í riðlinum. Leiknum lauk með 2 – 1 sigri heimamanna eftir að Berserkir höfðu leitt 2 – 0 í hálfleik. Atli Haraldsson skoraði mark okkar manna. Við þennan ósigur missti liðið af efsta sæti en riðillinn er mjög jafn og það er greinilegt að spennandi keppni er framundan.
3. flokkur karla
Framkvæmdir við stækkun kirkjugarðsins á Höfn standa nú yfir og var sannarlega orðið tímabært að ráðast í slíka stækkun. Ákveðið var að breikka garðinn til norðurs og ætti þessi breyting að duga a.m.k næstu tuttugu árin. Nýi hluti garðsins verður lægri en núverandi garður og grjóthleðsla úr gabbrói með gróðri mynda umgjörð hans. Kristján Ingi Gunnarsson, sem er reyndur hleðslumaður, sér um þá framkvæmd en hann hefur áður komið að grjóthleðslum í garðinum. Til að forðast misskilning er rétt að benda á að framkvæmdir við kirkjugarða er samstarfsverkefni sveitarfélaga og kirkjugarðsstjórna og lýtur ákveðnum lögum. Rekstur kirkjugarða er aðskilinn frá rekstri kirkjunnar. Oft er þó ráðinn sameiginlegur starfsmaður, eins og í Hafnarsókn, vegna hagræðingar sem af því hlýst. Kostnaður kirkjugarðsins af framkvæmdinni er fjármagnaður með styrk úr Kirkjugarðasjóði og stuðningi ýmissa aðila hér heima fyrir og íþyngir því ekki daglegum rekstri garðsins. Ekkert launungamál er að rekstur kirkjugarðsins á Höfn er erfiður eins og víðar eftir gífurlega skerðingu á lögbundnum kirkjugarðsgjöldum sem yfirvöld hafa nú viðurkennt. Erfitt er að draga úr kostnaði kirkjugarða við greftranir eins og gefur að skilja. Kirkjugarðsstjórnin leggur mikla áherslu á að kirkjugarðar innan Hafnarsóknar séu fallegir, vel hirtir og öllum til sóma. Það er skylda okkar gagnvart þeim sem gengnir eru á vit feðra sinna og ættingja sem vilja heiðra minningu þeirra með fallegri umgjörð í kirkjugarðinum.
Strákarnir okkar léku um helgina við Val úr Reykjavík. Valsmenn höfðu sigur 3 – 2 eftir hetjulega baráttu okkar drengja. Á þriðjudaginn töpuðu okkar strákar á útivelli gegn Fjarðabyggð/Leikni 4 - 1 eftir að jafn var í hálfleik 1 - 1.
Næstu heimaleikir Meistaraflokkur karla Laugardagur 30. júní kl. 12:00 Sindri - Ísbjörninn 2. flokkur karla Sunnudagur 1. júlí kl. 15:00 Sindri - Grótta
Bjarnanesprestakall Sóknarpresturinn séra Sigurður Kr. Sigurðsson verður í fríi til 28. júlí. Staðgengill hans er sr. Axel Árnason og sími hans er 856-1574. Nýráðinn prestur Gunnar Stígur Reynisson kemur svo til starfa um miðjan júlí. Símanúmer hans er 862-6567. Tjaldvagn til sölu
Til sölu Ægistjaldvagn með fortjaldi. Árgerð 2000. Mjög vel með farinn. Upplýsingar 478-1257 eða 848-2979.
Tapað fundið
Umboðsaðili
Tapast hefur brúnn göngujakki. Var tekinn í misgripum á laugardagskvöldið í Pakkhúsinu. Vinsamlega skilið honum í Pakkhúsið eða hringið í síma 899-8910.
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 28. júní 2012
Miklar framkvæmdir
Eystrahorn
Aflabrögð 1. - 25. júní Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.
Það fer ekki framhjá fólki að framkvæmdir, stórar og smáar, eru víða í sveitarfélaginu. Þar eiga í hlut jafnt sveitarfélagið sem fyrirtæki og einstaklingar. Þetta skapar mikla vinna hjá iðnaðarmönnum og verktökum sem láta vel af verkefnastöðu hjá sér. Það er í frásögu færandi að fjórar íbúðir eru að rísa hratt á Leirunni og verktakar hafa áhuga
Það eru ekki aðeins stóru verktakarnir sem standa í stórræðum. Þeir yngstu láta líka hendur standa fram úr ermum og leggja mikið í sínar framkvæmdir eins og sjá má.
á að halda áfram á þeirri braut gangi vel að selja þessar en tvær eru óseldar eins og er.
Jón Þröstur heimsmeistari
Hvanney SF 51.................... dragn........... 7... 157,8...blandaður afli Sólborg RE 270................... dragn........... 1..... 23,1...koli 19,7 Sigurður Ólafsson SF 44.... humarv....... 3..... 25,3...humar 5,9 Skinney SF 20..................... humarv....... 5...... 109...humar 30,7 Þórir SF 77.......................... humarv....... 4..... 76,3...humar 22,8 Steinunn SF 10.................... botnv........... 3...... 227...þorskur/ufsi Þinganes SF 25................... rækjut......... 2..... 45,6...rækja 33,8 Benni SU 65........................ lína/handf... 7..... 23,7...þorskur 9,0 Beta VE 36.......................... lína............... 7..... 27,9...þorskur/ýsa Guðmundur Sig SU 650..... lína............. 13... 101.5...þorskur 92,6 Ragnar SF 550..................... lína............. 12... 101,6...þorskur 86,5 Auðunn SF 48..................... handf........... 5....... 7,5...ufsi 6,5 Dögg SU 118....................... handf........... 8..... 22,5...ufsi 19,2 Kalli SF 144......................... handf........... 6....... 5,9...þorskur/ufsi Siggi Bessa SF 97............... handf........... 6..... 27,6...ufsi 24,6 Silfurnes SF 99................... handf........... 5....... 5,1...ufsi/þorskur Sævar SF 272...................... handf........... 7..... 21,0...ufsi 19,9 Von SF 2.............................. handf........... 1....... 0,5...ufsi/þorskur Örkin SU 119...................... handf........... 7..... 12,4...ufsi 10,8 Ásgrímur Halld. SF 270..... flotv............. 2...... 996...síld/makríll Jóna Eðvalds SF 200.......... lotv.............. 1...... 949...síld/makríll
Strandveiðibátar sem lönduðu á Hornafirði Dögg SU 229....................... handf........... 8....... 2,9...þorskur Elvis GK 80......................... handf........... 7....... 4,8...ufsi/þorskur Hafsól KÓ 11....................... handf........... 9....... 5,3...þorskur/ufsi Halla Sæm SF 23................ handf......... 11....... 5,8...þorskur/ufsi Haukafell SF 111................ handf........... 9....... 5,5...þorskur/ufsi Herborg SF 69.................... handf......... 11....... 8,9...ufsi/þorskur Hulda SF 197...................... handf......... 12..... 10,9...ufsi/þorskur Húni SF 17.......................... handf......... 10....... 5,3...ufsi/þorskur Jökull SF 75......................... handf........... 9....... 6,8...þorskur/ufsi Staðarey SF 15.................... handf........... 5....... 2,9...Þorskur 2,0 Stakkur SH 503................... handf........... 7....... 3,4...þorskur/ufsi Sæborg SU 48..................... handf........... 3....... 9,6...ufsi 8,4 Sæunn SF 155..................... handf......... 12..... 11,1...ufsi/þorskur Uggi SF 47.......................... handf......... 11....... 9,4...ufsi/þorskur Örn II SF 70........................ handf......... 11....... 9,4...þorskur/ufsi Heimild: www.fiskistofa.is
Sumarblóm í öllum regnbogans litum, salat, krydd, jarðarber, vínrabarbari og allar algengustu garðplönturnar.
Alltaf einhver tilboð í gangi Allar plöntur eru ræktaðar í Dilksnesi
Gróðrarstöðin Dilksnesi Heimsmeistaramótið í Hornafjarðarmanna fór fram að vanda á Humarhátíð. Eins og alltaf áður var keppnin jöfn og spennandi. Jón Þröstur Jónsson (tengdasonur Einars Karls og Halldóru Ingólfs) stóð uppi sem sigurvegari, í öðru sæti var Aðalbjörg Steindórsdóttir og Gunnar Páll Halldórsson í því þriðja.
Í júní og júlí er opið virka daga kl. 13:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Í ágúst er opið eftir samkomulagi. Sími 849-1920
Nýr og spennandi matseðill
Meðal rétta er:
Heill humar í hvítvíni og sítrónuolíu Humartríó Hótelsins Humarpasta ravioli Nautalund bernaise Nautalund og humar Önd og humar Grænmetisréttir Ofnbakað epli með ís frá Árbæ Djúpsteiktur ís frá Árbæ Eldgos í Vatnajökli
KJÖRFUNDUR
Kjörfundir vegna forsetakosninganna 30. júní 2012 verða sem hér segir: Kjördeild I
Öræfi
Hofgarður
Frá kl. 12:00
Kjördeild II
Suðursveit
Hrollaugsstaðir
Frá kl. 12:00
Kjördeild III
Mýrar
Holt
Frá kl. 12:00
Kjördeild IV
Nes
Mánagarður
Frá kl. 12:00 til kl. 22:00
Kjördeild V
Höfn
Sindrabær
Frá kl. 09:00 til kl. 22:00
Fundarhús
Frá kl. 12:00
Kjördeild VI Lón
Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í Sindrabæ á kjördag. Kjósendur geta átt von á að verða krafðir um skilríki á kjörstað. Yfirkjörstjórn: Jón Stefán Friðriksson Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir Anna Halldórsdóttir
markhonnun.is
TILBOÐIN GILDA 28.JÚNÍ - 1. JÚLÍ
LAMBALÆRISSNEIÐAR GRILL
Kræsingar & kostakjör
SLÁTTUR
30% AF
1.679 ÁÐUR 2.398 KR/KG
VERIÐ VELKOMIN Í NETTÓ! KJÚKLINGALEGGIR
GRÍSAHNAKKI
VÍNARPYLSUR
SLÁTTUR 30% AF
MEXICO MAGNPAKNING
BEINLAUS - PIRI PIRI
10 STK - 513 G
LÁTTUR
25% AFS LÁTTUR
23% AFS
699
1.692
389
ÁÐUR 519 KR/PK
ÁÐUR 998 KR/KG
ÁÐUR 2.198 KR/KG
NÝBAKAÐ TILBOÐ VIKUNNAR
BAKAÐ Á STAÐNUM USA
95
ÁÐUR
1.692
SVÍNAKÓTELETTUR
GRÍSAHNAKKI
REYKTAR
PIPAR OG BBQ
ÁÐUR 2.198 KR/KG
VERÐ NÚ
189 KR/STK
1.596
50% AFSLÁ
TTUR
EMERGE
ÁÐUR 1.698 KR/KG
TTUR
HJÓNABANDSSÆLA OKKAR
-ORKUDRYKKUR -250 ML
50% AFSLÁ TTUR
36% AFSLÁ
PLÓMUR
500 G ASKJA
492
79
ÁÐUR 769 KR/PK
KR STK
199
ÁÐUR 398 KR/ASKJAN
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
ÁVÖXTUR VIKUNNAR
KLEINUHRINGIR