Eystrahorn 26. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 28. júní 2012

26. tbl. 30. árgangur

Humarhátíð í blíðu Humarhátíðin fór vel fram í góðu veðri. Fjölbreytt dagskrá var alla dagana og vel sótt. Nýja hafnarsvæðið skapar sérstaka umgjörð fyrir svona samkomur. Á myndinni eru leikskólabörn í heimsókn hjá Nónu og Fúsa að skoða best skreytta húsið á hátíðinni.

Efnilegt íþróttafólk Við 17. júní hátíðarhöldin og á Humarhátíðinni var ungu fólki veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í sínum íþróttagreinum. Öll eiga það sameiginlegt að vera valin í landslið Íslands. Eystrahorn átti stutt rabb við unga fólkið eftir afhendingu viðurkenninganna.

Sveinbjörg Zóphoníasdóttir 20 ára frjálsíþróttakona

ég valin í fjórða sinn íþróttamaður USÚ. Það var ánægjulegt að koma heim á Humarhátíð og taka við þessari viðurkenningu sem ég er þakklát fyrir. Næsta mót mitt er fjölþrautarmót sem fram fer í Belgíu 7.-8. júlí og síðan hef ég náð lágmarki í langstökki og kúluvarpi á NM U23 sem fer fram í Jessheim í Noregi 21.-22. júlí. Nú vantar mig bara 10 stig í þraut til að komast á EM U23 í Finnlandi á næsta ári og stefni að ná því á þessu ári.“

María Selma Haseta 16 ára knattspyrnukona

Sveinbjörg er dóttir Guðrúnar Ingólfsdóttur og Zóphoníasar Torfasonar. „Já, ég vann til bronsverðlauna á Norðurlandameistaramótinu U23 sem fram fór í Sandnes í Noregi um helgina, fékk 5290 stig en átti áður 5158 stig. Ég er ánægð með þessar framfarir enda þriðji besti árangur íslenskrar konu frá upphafi. Ég bætti mig í þremur greinum af sjö; í spjótkasti, kúluvarpi, og 100m grindahlaupi. Það vildi svo til að á sama tíma og ég var að vinna bronsið þá var

Foreldrar Maríu eru Milina Haseta og Míralem Haseta. „Ég hef alltaf sparkað fótbolta síðan ég var lítil stelpa og æfði og spilaði með öllum yngri flokkum Sindra. Síðan hef ég spilað með meistaraflokki og okkur er búið að ganga mjög vel í sumar og erum í 2 sæti í riðlinum eins og er. Ég var valin í landslið U17 í fyrra og lék minn fyrsta landsleik sem var vináttuleikur við Dani. Síðan fór ég með liðinu til Sviss á Evrópumótið. Þar lékum við í riðli með Sviss, Belgíu og Englandi. Þar lék ég minn fyrsta alvöru landsleik á vinstri kanti. Við komumst því miður ekki áfram en þessi upplifun og tilfinning var frábær. Þetta var búið að vera draumur í mörg ár. Já, ég stefni hærra og vonast til þess að geta spilað í efstu deild og fleiri landsliðum.“

Felix Gíslason 17 ára blakmaður Felix er sonur Gísla Vilhjálmssonar og Þórdísar Einarsdóttur. „Ég byrjaði 13 ára að æfa blak og hef æft síðan með hléum. Ég hef leikið í yngri flokkum Sindra og meistaraflokki frá því að ég var 15 ára. Ég var valinn í landsliðið U17 í fyrra og fór með liðinu til Svíþjóðar á Norðurlandamót. Þar lékum við fjóra leiki gegn Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum og Danmörku. Við töpuðum reyndar öllum leikjunum en þrátt fyrir það held ég að þetta sé samt það skemmtilegasta sem ég hef gert um ævina. Það á eftir að koma í ljós hvort ég verð valinn áfram í landslið en auðvitað stefni ég á það. Já, ég æfi líka fótbolta með 2. flokki og ætla að halda áfram í íþróttum meðan áhuginn er til staðar.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 26. tbl. 2012 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu