26. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn 26. tbl. 31. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 15. ágúst 2013

Glæsilegt Unglingalandsmót á Hornafirði Ljósmyndir: Kristján Jónsson

Góð aðstaða til íþróttaiðkunar og öflugur hópur sjálfboðaliða voru lykillinn að vel heppnuðu Unglingalandsmóti sem haldið var á Höfn um verslunarmannahelgina. Hornafjörður hefur nú endanlega stimplað sig inn sem einn af ákjósanlegustu stöðum á landinu fyrir Unglingalandsmót UMFÍ. Undirbúningur hafði staðið yfir í næstum ár á vegum landsmótsnefndar en á síðustu vikum stækkaði hópurinn þegar kom að uppsetningu keppnis- og tjaldsvæða. Á mánudagsmorgun komu fjölmargar vinnufúsar hendur saman og gengu frá eftir mótið. Keppni hófst snemma á föstudag og lauk ekki fyrr en síðdegis á sunndag. Sérgreinastjórar unnu frá morgni til kvölds landsmótshelgina

til að allt gengi snurðulaust fyrir sig. Keppt var í frjálsum íþróttum, fimleikum, skák, starfsgreinum, körfuknattleik, strandblaki, fótbolta og mótocrossi. Framlag tuga sjálfboðaliða á keppnis- og tjaldsvæðinu alla helgina var ómetanlegt. Af gestum að dæma þótti það mikill kostur að keppni fór fram á sama svæði og þannig hafi ekki þurft að fara um langan veg ef unglingarnir voru að keppa í mörgum greinum. Unglingalandsmótin eru fyrst og fremst fjölskylduhátíð. Á kvöldvökum stigu á stokk Páll Óskar, Jón Jónsson, Parket, Stuðlabandið og fleiri. Auk þess var í boði ýmiss afþreying fyrir unga og aldna alla daga. Á miðsvæðinu voru afhjúpaðir þakkarskildir

um Unglingalandsmótin 2007 og 2013. Mótin hafa hreyft við íþróttamálum í héraðinu og verið hvatning til frekari uppbyggingar og iðkunar. Íþróttir og tómstundastarf er mikilvægur hlekkur í daglegu lífi þeirra sem byggja staðinn. Það er því engin ástæða til annars en að halda áfram á sömu braut, stefna fljótlega að því að halda landsmót hér aftur og bæta aðstöðuna enn frekar. Öllum þeim sem komu að framkvæmd mótsins eru færðar sérstakar þakkir. Íbúar geta verið stoltir af framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ árið 2013. Matthildur Ásmundardóttir, formaður USÚ

Á heimasíðunni blandan.is skrifar Freyr Ólafsson eftirfarandi:

Sigur sjálfboðaliðanna Um liðna helgi sótti ég heim Höfn í Hornafirði, ásamt tveimur sonum mínum, þriggja og ellefu ára. Unglingalandsmót togaði okkur til sín. Ég hef verið upptekinn af starfi sjálfboðaliða í íþróttum og víðar. Eftir þessa helgi er það starf þeirra sem stendur uppúr. Ég leyfi mér að segja að sjálfboðaliðarnir á Höfn voru sigurvegarar helgarinnar! Frammistaða sjálfboðaliðanna var mögnuð. Sama hvert var litið stóðu þeir vaktina. Á frjálsíþróttavellinum var frábærlega mannað. Knattspyrnuhúsi var breytt í körfuknattleikshöll. Klósettþrif, andlitsmálun, tjaldvarsla, brautarvarsla í hoppiköstulum, dómgæsla í körfubolta, knattspyrnu, svo eitthvað sé nefnt. Allsstaðar voru það greiðviknir og glaðlegir sjálfboðaliðar sem stóðu vaktina. Augljóslega af mikilli ánægju. Gáfu af sér. Sveitarfélag með rétt um tvö þúsund íbúa tók þannig á móti okkur feðgum að vindstrengurinn stífi gleymist, greiðvikni ekki. Til hamingju Hornafjörður. Til hamingju UMFÍ. Takk fyrir okkur!

hornafjordur.is er nýtt netfang samfélagsvefsins


2

Fimmtudagur 15. ágúst 2013

Kirkjudagur á Stafafelli

Eystrahorn

Erum að ráða starfsfólk í sláturtíð

Sunnudaginn 18. ágúst

Norðlenska leitar að duglegu og jákvæðu starfsfólki til almennra starfa á sláturlínu í haust. Einnig þurfum við að ráða starfsmann með lyftararéttindi.

Messa kl. 14:00 Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Kristín Jóhannesdóttir Félagar úr Samkór Hornafjarðar leiða safnaðarsöng. Kirkjukaffi í Fundarhúsinu eftir messu.

Fyrsti vinnudagur er 17. september og sláturtíð stendur yfir út október. Frekari upplýsingar veitir Jóna í síma 460-8800 eða netfang jona@nordlenska.is. Hægt er að sækja um rafrænt á www.nordlenska.is.

Sóknarprestur - sóknarnefnd

Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför

Sigurðar Jóhannssonar

Ólöf K. Ólafsdóttir

frá Hnappavöllum í Öræfum Víkurbraut 29, Höfn, Hornafirði

augnlæknir

Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands fyrir góða umönnun.

verður með stofu á Heilsugæslustöð Hornafjarðar dagana 26. - 29. ágúst næstkomandi. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.

Ingunn Jónsdóttir, Guðrún Jóhanna Jónsdóttir, Gísli Sigurjón Jónsson, Kristbjörg Jónsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Pálína Þorsteinsdóttir, Halldór Þorsteinsson og fjölskyldur.

ATH að ekki er tekið við kortum.

Þökkum af alhug þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð vegna andláts og útfarar

Sigurðar Sigurbergssonar Stapa

Rafbylgjumælingar og varnir

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands fær sérstakar þakkir fyrir afar hlýlega umönnun.

Rafbylgjur geta haft eftirfarandi áhrif á fólk: mígreni, höfuðverk, svefntruflanir, vöðvabólgu, exem, fótaverki. Sömuleiðis á júgurbólgur í kúm og sauðfé og myglusvepp í húsum.

Valgerður Gunnarsdóttir Sigurbjörg Sigurðardóttir Hjörleifur Einarsson Sigríður G. Sigurðardóttir Ingimar B. Björnsson Hallur Sigurðsson Elínborg Hallbjörnsdóttir Sigurlaug J. Sigurðardóttir Guðni Olgeirsson Hulda St. Sigurðardóttir Jón Ág. Sigurjónsson Sædís G. Hilmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Upplýsingar í síma 581-1564 eða 892-3341 Heimasíða: gardar.len.is

Litlabrú 1 • 780 Höfn • Sími 580 7915 @VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& Garðarsbraut 5 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

FÉLAG FASTEIGNASALA

lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h

Snorri Snorrason, Hilmar Gunnlaugsson, lögg. fasteignasali hrl. og lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, s. 580 7902 Höfn, Sími 580 7915

Hilmar Gunnlaugsson, Sigríður hrl. og lögg. fasteignasali, Kristinsdóttir, lögmaður Egilsstöðum, Sími 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir, Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. fasteignasali lögg. og lögg. leigumiðlari, leigumiðlari s.Egilsstöðum, 580 7908 Sími 580 7908

SnorriMagnússon, Snorrason, Sigurður lögg. lögg. fasteignasali, fasteignasali Egilsstöðum, s. 580 Sími 580 79077916

PéturSigurður Eggertsson, Magnússon, lögg. fasteignasali, lögg. Húsavík, fasteignasali s. 580 7907 Sími 580 7925

Humarhöfnin Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Einstakt atvinnut ækifæri á Höfn í Hornafir ði

Humarhöfnin,www.humarhofnin.is, vel rekið og stöndugt veitingahús í blómlegum rekstri er til sölu. Humarhöfnin er staðsett í einu af eldri húsum Hafnar í sögufrægri byggingu Kaupfélags AusturSkaftfellinga. Humarhöfnin er afar vinsæl og í hópi betri veitingastaða að mati notenda www.tripadvisor.co.uk

bugðuleira

Nýtt á skrá

Til sölu er gott 109,2 fm atvinnuhúsnæði á góðum stað. Gott skipulag, starfsmannaaðstaða og góð aðkoma. Hentar undir hverskonar atvinnurekstur.


Eystrahorn

Fimmtudagur 15. ágúst 2013

Málverkasýning

3

Laust hlutastarf við Grunnskóla Hornafjarðar Grunnskóli Hornafjarðar auglýsir eftir textílkennara í hlutastarf á yngra stigi fyrir næsta vetur. Launakjör samkvæmt kjarasamningi KÍ og LS. Umsóknum um skal skilað skriflega til skólastjórnenda fyrir 20. ágúst n.k. með upplýsingum um menntun, réttindi, starfsreynslu og meðmælendur. Nánari upplýsingar veita skólastjórarnir Hulda Laxdal Hauksdóttir og Þórgunnur Torfadóttir í síma 470 8400 hulda@hornafjordur.is, thorgunnur@hornafjordur.is

Nú stendur yfir myndlistasýning Sesselju Ásgeirsdóttur, Hugmynd um Höfn, í fremra rými Listasafnsins í Ráðhúsinu. Á sýningunni gefur að líta bæði olíu- og vatnslitamyndir sem hún hefur málað á síðustu árum og landslagsmyndir úr Austur – Skaftafellssýslu prýða meðal annars sýninguna. Sesselja reyndi ekki fyrir sér í myndlist fyrr en eftir að hún hætti að vinna sökum aldurs og byrjaði á því að sækja námskeið í teikningu og málun. Fyrsta námskeiðið var í félagsmiðstöð eldri borgara að Vesturgötu 7 en þar var hún hvött til þess að fara í Myndlistarskólann í Reykjavík þar sem hún var við nám í fjórar annir og sækir reglulega myndlistarnámskeið víða. Sesselja hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Þetta er önnur einkasýning Sesselju en sú fyrsta fór fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og bar hún heitið Hugmynd. Sesselja Ásgeirsdóttir, sem oftast er kölluð Sella, er mörgum Hornfirðingum kunn, en hún á ættir að rekja hingað í sýslu og dvaldi hér sem barn hjá Ingvari Þorlákssyni og Guðrúnu Sigurðardóttur á Þrastarhóli (Kirkjubraut 6) á sínum tíma. „Það var yndislegur tími og að kynnast öllu þessu góða fólki hér, flest frænkum og frændum. Þess vegna er það sérstaklega ánægjulegt fyrir mig að koma með myndirnar mínar hingað og halda sýningu.“ sagði Sella, en hún keypti Draumaland (Miðtún 12) fyrir mörgum árum til að styrkja tengslin og ræturnar við Hornafjörð. Sýningin er sölusýning og stendur til og með 4. október. Aðgangur að Listasafninu er ókeypis og opnunartími þess er frá kl 9:00 til 12:00 og 13:00 til 15:30.

Endurvinnslan vill minna fólk á að ekki er tekið við umbúðum sem eru án skilagjalds. Ekki er skilagjald á umbúðum undan ávaxtaþykkni, mjólkurdrykkjum, matarolíu, tómatsósu eða þvottalegi. Þessum umbúðum má skila í grenndargámana Almenna reglan er að drykkjarumbúðir, fyrir utan þær umbúðir sem innihalda vín, þurfa að hafa innihaldið vatn með eða án kolsýru, eða vatnsblönduð efn til drykkjar, til að vera skilagjaldsskyldar. Um er að ræða tilbúna drykkjavöru sem hægt er að drekka beint úr viðkomandi umbúðum. Endurvinnslumóttakan á Höfn er opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00.

Íbúð til leigu

Mjög góð og vel staðsett 100 fm. þriggja herberja íbúð í miðbæ Hornafjarðar til leigu. Laus frá 1. nóvember 2013. Allar aðrar upplýsingar er hægt að nálgast í síma 869-8272 eða 478-2468.

Bíll til sölu

Til sölu Nissan Double cab, árg. 1999, ekinn 156 þús. km. Verð 590 þús. Nánari upplýsingar síma 896-8579.

Fiskabúr til sölu

Saltvatnsfiskabúrið með Nemó og Dóru er til sölu í Lóubúð. Tilboð óskast. Sími 896-1786

Bifreiðaskoðun á Höfn 19., 20. og 21. ágúst Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 16. ágúst. Næsta skoðun 23., 24. og 25. september.

Sófasett + sófaborð til sölu

Til sölu er sófasett 3 +1+1 vel með farið, leðurlíki, rauðbrúnt. Þeir sem áhuga hafa á viðskiptum hafi samband við Hauk Helga í síma 897-8885. Sofnið yfir sjónvarpinu í góðu sófasetti !

Þegar vel er skoðað


Viltu vinna með hressu og skemmtilegu fólki á líflegum vinnustað? Ef svo er þá getum við bætt við okkur starfsmönnum á véladeild og bíladeild. Reynsla af viðgerðum æskileg. Upplýsingar í síma 478-1341 Kristinn og 478-1775 Steinþór.

Vefmyndavélar í Bárunni Settar hafa verið upp fjórar vefmyndavélar í Bárunni til að auka öryggi iðkenda. Hægt er að nálgast myndavélarnar á heimasíðu Sveitarfélagsins hornafjordur.is neðst á síðunni Þá þarf að niðurhala forriti. Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri

Atvinna Ræsting í Vöruhúsi að Hafnarbraut 30 Starfsmaður óskast til ræstinga í Vöruhús, sem allra fyrst. Greitt samkvæmt ræstingauppmælingu Starfsgreinasambands Íslands. Umsóknir, berist til Ragnhildar Jónsdóttur fræðslustjóra á netfangið ragnhildurj@hornafjordur.is sem jafnframt veitir hún frekari upplýsingar í síma 470-8000.

Leiðbeinandi í félagsmiðstöð Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir leiðbeinanda í fullt starf í félagsmiðstöðina Þrykkjuna í Vöruhúsi. Umsækjandi þarf að búa yfir ákveðinni festu, hafa góða skipulags- og stjórnunarhæfileika, vera lipur í mannlegum samskiptum og hafa hreint sakavottorð. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun á sviði tómstundafræða eða aðra þá menntun sem nýtist í starfi.

Ábyrgðar- og starfssvið: • Leiðbeinandi í félagsmiðstöð starfar með börnum og unglingum í félagsmiðstöðinni og er undirmaður tómstundafulltrúa. • Hann skipuleggur starf félagsmiðstöðvar í samvinnu við Þrykkjuráð og tómstundafulltrúa. • Hefur samskipti við skóla og félagasamtök vegna starfsemi félagsmiðstöðvar. • Heldur utan um starf ungmennaráðs og starfar með því. • Vinnur að forvörnum.

Atvinna Auglýst er eftir sundlaugarverði við Íþróttamiðstöð Hornafjarðar. Um er að ræða 100% starf til framtíðar. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf strax. Starfstími er í samræmi við vaktatöflu. Einungis er um að ræða stöðu fyrir kvenmenn. Helstu verkefni eru afgreiðsla, þrif og almennt eftirlit með gestum og húsinu. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Ingi Valgeirsson, sími 899-1968. Netfang: www.gunnaringi@hornafjordur.is Umsóknarfrestur er til 26. ágúst 2013 og skal stíla umsókn á: Gunnar Ingi Valgeirson, Íþróttamiðstöð Hornafjarðar Hafnarbraut 27. 780 Höfn. Gunnar Ingi Valgeirsson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja Hornafjarðar.

Laun og starfskjör taka mið af samningum Launanefndar Sveitarfélaga og samningum viðkomandi stéttarfélaga. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst nk. Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá, berist til Vilhjálms Magnússonar tómstundafulltrúa á netfangið vilhjalmurm@hornafjordur.is sem jafnframt veitir rekari upplýsingar í síma 470-8475 / 862-0648.

Hlutastarf í félagsmiðstöð Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf 3-4 kvöld í viku í félagsmiðstöðina Þrykkjuna í Vöruhúsi. Umsækjandi þarf að vera orðinn 20 ára, hafa frumkæði, vera lipur í mannlegum samskiptum og hafa hreint sakavottorð. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af starfi með börnum og ungmennum. Laun og starfskjör taka mið af samningum Launanefndar Sveitarfélaga og samningum viðkomandi stéttarfélaga. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst nk. Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá, berist til Vilhjálms Magnússonar tómstundafulltrúa á netfangið vilhjalmurm@hornafjordur.is sem jafnframt veitir frekari upplýsingar í síma 470-8475 / 862-0648.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.