Eystrahorn 27. tbl. 2010

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 8. júlí 2010

27. tbl. 28. árgangur

Eystrahorn

Vel heppnuð Humarhátíð Mikil ánægja er hvernig til tókst með humarhátíðina í ár. Allir sem blaðið hefur haft samband við, jafnt þeir sem stóðu að hátíðinni og atriðum sem og almennir þátttakendur telja að hátíðin hafi farið einstaklega vel fram. Valdimar Einarsson framkvæmdastjóri hátíðarinnar hafði þetta að segja; Hátíðin

gekk ljómandi vel þrátt fyrir rigninguna og að dagskráin riðlaðist aðeins vegna þess. Allir viðburðir voru vel sóttir enda góð og vönduð dagskrá. Það var greinilegt að fólk var í hátíðarskapi og ekki þurfti að hafa afskipti af neinum á 700 manna balli í íþróttahúsinu. Það er alveg óhætt að hrósa unga fólkinu

HM í HM

framkomu þess þegar á heildina er litið. Starfsfólk tjaldstæðins á sömuleiðis hrós skilið hvernig það tók á málum og leysti mál þeirra sem lentu í vandræðum vegna bleytu. Skreytingarnar vöktu athygli og það má búast við að humarliturinn verði áfram einkennislitur hátíðarinnar á næstu árum.

Dýrmæt gjöf

F.v. Magnús Sigurðsson, Gunnar Ásgeirsson og Björn Ólafsson.

Hjalti Þór Vignisson og Karl Ómar Jónsson við afhendingu gjafarinnar.

Fjórtánda Heimsmeistaramótið í HornafjarðarMANNA fór fram á Humarhátíðinni. Yfir 100 keppendur mættu til leiks. Aldrei fyrr hefur úrlitakeppnin verið jafn spennandi og í ár. Í níumanna úrslitum voru allir jafnir á tveimur borðum af þremur og þurfti að spila bráðabana til að fá úrslit.

Föstudaginn 2. júlí var sýningin Svavar Guðnason, Rökræður hugans opnuð í Nýheimum. Af þessu tilefni afhenti Karl Ómar Jónsson sveitarfélaginu formlega gjöf úr dánarbúi Ástu Eiríksdóttur, ekkju Svavars en hún lést í febrúar 2008. Áður hafði Ásta fært sveitarfélaginu fjölda verka eftir Svavar auk þess sem aðrir hafa gefið verk hans til Hornafjarðar. Ásta hélt áfram að tryggja hag Svavars eftir andlát hans og lagði mikla áherslu á að æviverki hans yrði sýndur sá sómi sem hann og þau bæði eiga skilið. Verkin sem færð eru sveitarfélaginu nú eru olíuverk og vatnslitamyndir auk teikninga, krítarmynda og skissubóka, samtals um 130 verk. Auk listaverka fylgdi gjöfinni munir úr búi þeirra hjóna, sófi frá foreldrum Svavars, bækur

Í lokarimmunni milli þriggja spilara fór Gunnar Ásgeirsson, Höfn með sigur af hólmi, annar varð Magnús Sigurðsson , Reykjavík og Björn Ólafsson Suðursveitungur og fyrrverandi Hornafjarðarmeistari varð í þriðja sæti.

Heimsmeistarar frá upphafi:

2009 Hrefna Laufey Kristmundsdóttir, Fáskrúðsfirði 2008 Þorbergur Torfason, Hala í Suðursveit 2007 Halldór Pétursson, Reykjavík 2006 Magnús Hjartarson, Reykjavík 2005 Páll Hermannsson, Reykjavík 2004 Björn Arnarson, Reynivöllum í Suðursveit 2003 Birgir Björnsson, Höfn 2002 Gísli Jóhannsson, Brunnum í Suðursveit 2001 Hildur Steindórsdóttir, Hvammi í Lóni 2000 Margrét Eyjólfsdóttir, Höfn 1999 Margrét Eyjólfsdóttir, Höfn 1998 Örn Þór Þorbjörnsson, Höfn

Næsta blað kemur út 12. ágúst

og munir tengdir starfi hans og ævi. Fyrir átti sveitarfélagið um 130 verk og heildarfjöldi því um 260 verk eftir Svavar Guðnason. Gjöf Ástu til Hornfirðinga er grunnur að myndarlegu safni um ævi og störf Svavars og ber gjöfin vitni þeirri umhyggju sem hún bar fyrir manni sínum, arfleifð hans og heimasveit þar sem verkin eiga hvar best heima. Vorið 2011 stendur til að opna sýningasal þar sem verk Svavars verða til sýnis auk þess sem sýningar verða settar upp með verkum annarra listamanna í fortíð og nútíð. Á sýningunni í Nýheimum má skoða margt það sem fylgdi málverkagjöfinni auk þess sem hægt er að horfa á heimildamyndir og viðtalsþætti við Svavar. Sýningin verður opin á opnunartíma Bókasafnsins til loka ágúst.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 27. tbl. 2010 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu