Eystrahorn 27. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 7. júlí 2011

27. tbl. 29. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Heimamarkaðsbúðin opnar aftur Nýr aðili hefur tekið við rekstri Heimamarkaðsbúðarinnar í Pakkhúsinu sem opnaði aftur um síðustu helgi. Greinilegt var að fólk tók þessu vel enda hefur búðin skipað sér ákveðinn sess hjá mörgum heimamönnum. Það er ung stúlka úr Reykjavík, Fanney Björg Sveinsdóttir, sem tók að sér að reka búðina á næstunni. Blaðamaður gerði sér erindi í búðina og af gömlum og góðum sið lék honum forvitni á að vita meira um búðina og tók rekstraraðilann tali.

Hafði áhuga á að komast út á land Ég hafði áhuga á að færa mig úr skarkalanum í höfuðborginni og í sveitasæluna til kærastans sem er uppalinn Hornfirðingur. Þetta kom svo upp á borðið með Heimamarkaðsbúðina í gegnum Matís, þá varð ekki aftur snúið og við helltum okkur út í þetta. Er mjög svo hrifin af þessu „concepti“ „Matur beint frá býli“ og það er ótrúlega gaman að fá að komast í kynni við þessar flottu afurðir sem er verið að vinna hér á svæðinu. Svo setur Pakkhúsið og umgjörðin þar skemmtilegan brag en þetta er svo falleg bygging með notalegri stemningu. Er búin að eiga mér draum lengi að opna lítið kaffihús út á landi í gömlu og fallegu húsi, það má kannski segja að sá draumur sé að rætast að einhverju leyti. Hef brennandi áhuga á matvælageiranum og vöruþróun og er einmitt að vinna að meistaraverkefninu mínu á því sviði en ég er að ljúka námi í verkfræði í janúar. Matargerð

Fanney Björg Sveinsdóttir með birkiplattann og silunginn sem sló í gegn um helgina.

Margt á boðstólum • • • • • • • • • •

Sauðaostur frá Akurnesi Jöklableikja frá Hala Ferskt nautakjöt frá Seljavöllum Bayonskinka, beikon o.fl. frá Miðskeri Birkisalt og birkilauf frá Ellu Siggu Reyktur makríll og makrílmyrja frá Unnsteini og Ómari Jöklaís og ferskt nautakjöt frá Árbæ Ferskar kryddjurtir ásamt blómum frá Dilksnesi Heitreyktar og grafnar gæsabringur Rabarbarakaramella með frostþurrkuðum rabarbara úr ríki Vatnajökuls • Jöklamús – krem • Humar og ferskur fiskur frá Skinney – Þinganesi • Þorsklifur unnin hér á Höfn í Hornafirði • Humarsoð frá Kokkinum Svo verður kaffihúsastemning með kaffi frá Te&kaffi og kaffiveitingum. Einnig verður humarsúpa á boðstólum. er sérstakt áhugamál og þá helst að maturinn sé sem næst uppruna sínum en ekki búið að ofvinna hann og bæta ógrynni af aukaefnum í.

Vel tekið Framleiðendur tóku mjög vel í þetta. Það er mikill metnaður hjá þeim og verið er að gera

fjölbreyttar og flottar afurðir. Það eru ekki allir sem geta státað sig af að eiga svona fjölbreytt og ferskt hráefni beint í túnfætinum eins og Hornfirðingar. Viðtökurnar um helgina fóru fram úr björtustu vonum og gaman að sjá hvað heimamenn voru jákvæðir og greinilegt að Heimamarkaðsbúðin skipar stóran sess hér á svæðinu. Fólk var sérstaklega ánægt með að boðið yrði upp á ferskan fisk í sumar. Einnig var fólk mjög hrifið af birkiplattanum og heimareyktum silungi, þetta sló alveg í gegn um helgina og verðum við áfram með plattana til sölu í sumar

Bryddum upp á ýmsum nýjungum Fyrst og fremst er opnunartíminn lengri, við opnum kl. 10:00 á morgnana á virkum dögum og það er opið til kl. 18:00 og á laugardögum verður opið kl. 11:00 – 17:00. Svo verður bryddað upp á ýmsum nýjungum, þemadagar í kringum vörurnar, grillpakkar, „brunchpakkar“, grænmetismarkaður í ágúst og fleira til. Þá er vert að minnast á að það verður hugguleg kaffihúsastemning með ilmandi kaffi, en okkur hefur núverið áskotnast expressovél og getum því boðið upp á expresso, cappucino og latte. Einnig verður humarsúpa á boðstólum. Svo er aldrei að vita nema það verði einhverjir viðburðir enda hefur húsið upp á margt að bjóða.

Opnunartími og heimasíða Búðin er opin alla virka daga frá kl. 10:00 – 18:00 og á laugardögum kl. 11:00 – 17:00. Við ætlum að vera með opið fram í september, hversu lengi fer eftir hversu mikið verður að gera fram eftir hausti. Við erum með heimasíðu fyrir Heimamarkaðsbúðina þar sem hægt verður að skoða vöruúrvalið og fylgjast með því ferskasta hverju sinni www.pakkhusid.com. Heimamarkaðsbúðin er líka á fésbókinni, Matvæli í Ríki Vatnajökuls, matarupplifun úr hafi og haga.

Næsta blað kemur út fimmtudaginn 18. ágúst


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 27. tbl. 2011 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu