Eystrahorn 27. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 7. júlí 2011

27. tbl. 29. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Heimamarkaðsbúðin opnar aftur Nýr aðili hefur tekið við rekstri Heimamarkaðsbúðarinnar í Pakkhúsinu sem opnaði aftur um síðustu helgi. Greinilegt var að fólk tók þessu vel enda hefur búðin skipað sér ákveðinn sess hjá mörgum heimamönnum. Það er ung stúlka úr Reykjavík, Fanney Björg Sveinsdóttir, sem tók að sér að reka búðina á næstunni. Blaðamaður gerði sér erindi í búðina og af gömlum og góðum sið lék honum forvitni á að vita meira um búðina og tók rekstraraðilann tali.

Hafði áhuga á að komast út á land Ég hafði áhuga á að færa mig úr skarkalanum í höfuðborginni og í sveitasæluna til kærastans sem er uppalinn Hornfirðingur. Þetta kom svo upp á borðið með Heimamarkaðsbúðina í gegnum Matís, þá varð ekki aftur snúið og við helltum okkur út í þetta. Er mjög svo hrifin af þessu „concepti“ „Matur beint frá býli“ og það er ótrúlega gaman að fá að komast í kynni við þessar flottu afurðir sem er verið að vinna hér á svæðinu. Svo setur Pakkhúsið og umgjörðin þar skemmtilegan brag en þetta er svo falleg bygging með notalegri stemningu. Er búin að eiga mér draum lengi að opna lítið kaffihús út á landi í gömlu og fallegu húsi, það má kannski segja að sá draumur sé að rætast að einhverju leyti. Hef brennandi áhuga á matvælageiranum og vöruþróun og er einmitt að vinna að meistaraverkefninu mínu á því sviði en ég er að ljúka námi í verkfræði í janúar. Matargerð

Fanney Björg Sveinsdóttir með birkiplattann og silunginn sem sló í gegn um helgina.

Margt á boðstólum • • • • • • • • • •

Sauðaostur frá Akurnesi Jöklableikja frá Hala Ferskt nautakjöt frá Seljavöllum Bayonskinka, beikon o.fl. frá Miðskeri Birkisalt og birkilauf frá Ellu Siggu Reyktur makríll og makrílmyrja frá Unnsteini og Ómari Jöklaís og ferskt nautakjöt frá Árbæ Ferskar kryddjurtir ásamt blómum frá Dilksnesi Heitreyktar og grafnar gæsabringur Rabarbarakaramella með frostþurrkuðum rabarbara úr ríki Vatnajökuls • Jöklamús – krem • Humar og ferskur fiskur frá Skinney – Þinganesi • Þorsklifur unnin hér á Höfn í Hornafirði • Humarsoð frá Kokkinum Svo verður kaffihúsastemning með kaffi frá Te&kaffi og kaffiveitingum. Einnig verður humarsúpa á boðstólum. er sérstakt áhugamál og þá helst að maturinn sé sem næst uppruna sínum en ekki búið að ofvinna hann og bæta ógrynni af aukaefnum í.

Vel tekið Framleiðendur tóku mjög vel í þetta. Það er mikill metnaður hjá þeim og verið er að gera

fjölbreyttar og flottar afurðir. Það eru ekki allir sem geta státað sig af að eiga svona fjölbreytt og ferskt hráefni beint í túnfætinum eins og Hornfirðingar. Viðtökurnar um helgina fóru fram úr björtustu vonum og gaman að sjá hvað heimamenn voru jákvæðir og greinilegt að Heimamarkaðsbúðin skipar stóran sess hér á svæðinu. Fólk var sérstaklega ánægt með að boðið yrði upp á ferskan fisk í sumar. Einnig var fólk mjög hrifið af birkiplattanum og heimareyktum silungi, þetta sló alveg í gegn um helgina og verðum við áfram með plattana til sölu í sumar

Bryddum upp á ýmsum nýjungum Fyrst og fremst er opnunartíminn lengri, við opnum kl. 10:00 á morgnana á virkum dögum og það er opið til kl. 18:00 og á laugardögum verður opið kl. 11:00 – 17:00. Svo verður bryddað upp á ýmsum nýjungum, þemadagar í kringum vörurnar, grillpakkar, „brunchpakkar“, grænmetismarkaður í ágúst og fleira til. Þá er vert að minnast á að það verður hugguleg kaffihúsastemning með ilmandi kaffi, en okkur hefur núverið áskotnast expressovél og getum því boðið upp á expresso, cappucino og latte. Einnig verður humarsúpa á boðstólum. Svo er aldrei að vita nema það verði einhverjir viðburðir enda hefur húsið upp á margt að bjóða.

Opnunartími og heimasíða Búðin er opin alla virka daga frá kl. 10:00 – 18:00 og á laugardögum kl. 11:00 – 17:00. Við ætlum að vera með opið fram í september, hversu lengi fer eftir hversu mikið verður að gera fram eftir hausti. Við erum með heimasíðu fyrir Heimamarkaðsbúðina þar sem hægt verður að skoða vöruúrvalið og fylgjast með því ferskasta hverju sinni www.pakkhusid.com. Heimamarkaðsbúðin er líka á fésbókinni, Matvæli í Ríki Vatnajökuls, matarupplifun úr hafi og haga.

Næsta blað kemur út fimmtudaginn 18. ágúst


2

Fimmtudagur 7. júlí 2011

Heimsmeistari í annað sinn

Sumarferð eldri Hornfirðinga

Einbeittir spilarar, Birgir, Gísli og Páll.

Heimsmeistaramótið í Hornafjarðarmanna fór fram í fimmtánda skipti á Humarhátíðinni. Yfir 100 keppendur mættu til leiks. Úrslitakeppnin var spennandi eins og oftast áður og þurfti að spila bráðabana til að fá úrslit í níumanna úrslitum. Í lokarimmunni milli þriggja spilara voru tveir fyrrverandi heimsmeistarar Gísli frá Brunnum og Birgir Björnsson og þriðji spilarinn var Páll Valdimarsson frá Reykjavík, þekktur landsliðsmaður í brids. Það mátti því búast við hörku spilamennsku eins og reyndin varð. Eftir miklar sviptingar stóð Gísli uppi sem sigurvegari, Páll varð annar og Birgir þriðji. Heimsmeistarar frá upphafi: 2011 Gísli Jóhannsson frá Brunnum í Suðursveit, 2010 Gunnar Ásgeirsson, Höfn, 2009 Hrefna Laufey Kristmundsdóttir, Fáskrúðsfirði, 2008 Þorbergur Torfason frá Hala í Suðursveit, 2007 Halldór Pétursson, Reykjavík, 2006 Magnús Hjartarson, Reykjavík, 2005 Páll Hermannsson, Reykjavík, 2004 Björn Arnarson frá Reynivöllum í Suðursveit, 2003 Birgir Björnsson, Höfn, 2002 Gísli Jóhannsson frá Brunnum í Suðursveit, 2001 Jóna Steindórsdóttir, Hvammi í Lóni 2000 Margrét Eyjólfsdóttir, Höfn, 1999 Margrét Eyjólfsdóttir, Höfn, 1998 Örn Þór Þorbjörnsson, Höfn, 1997 Njáll Sigurðsson, Hafnarfirði.

Eystrahorn

Eystrahorn

Sumarferð eldri Hornfirðinga verður farin dagana 22. - 25. ágúst nk. og Borgarfjörður heimsóttur. Gist verður í þrjár nætur á Hótel Borgarnesi. Kostnaður á hvern einstakling er 38.500- kr. Innifalið er allur akstur og þrjár nætur í gistingu með morgunverði og kvöldverði. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 22. júlí til Jóns í síma 840-6071 eða Arnar í símum 478-1836 / 847-6632. Ennfremur má skrá sig í Ekrunni. Ferðanefnd

Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson sóknarprestur verður í orlofi frá 8. – 30. júlí. Staðgengill hans frá 9. – 23. júlí verður Sr. Karl Valgarður Matthíasson Sími: 868 6984 Netfang: kvm@simnet.is Staðgengill hans frá 24. - 30. júlí verður Sr. Halldór Reynisson sími: 856 1571 Netfang: halldor.reynisson@kirkjan.is

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

@VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& www.inni.is

FÉLAG FASTEIGNASALA

Vildaráskriftina má greiða =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& í Landsbankanum lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h

HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. Ritstjóri og fasteignasali ábyrgðarmaður:. Eymundsson s.. Albert 580 7902

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI

Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Aðstoð:................. Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

SUMARHÚS / HEILSÁRSHÚS

Stafafellsfjöll í lóni

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Glæsilegt og vandað heilsárshús í Stafafellsfjöllum í Lóni, alls 60,3 m². Einstakt tækifæri til að eignast fallegt hús í þessari náttúruparadís.

kIRKJUBRAUT

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

Rúmgott einbýlishús ásamt bílskúr og sólstofu alls 199,1 m². Aðkoma og innkeyrsla hússins er hellulögð og rúmgóð, mikið ræktuð lóð.

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

TIL SÖLU OG LEIGU • fISKHÓLL

LAUST STRAX

Reisulegt 197,1 m² einbýlishús á frábærum stað miðsvæðis, með útsýni til allra átta. Til afhendingar í júlí.


Eystrahorn

Fimmtudagur 7. júlí 2011

Bjóðum upp á kvöldverð

3

Aldrei fleiri fyrirtæki

(aðrar máltíðir ef pantað er með góðum fyrirvara)

Úrvals hráefni úr ríki Vatnajökuls Fiskmetið er humar, þorskur, karfi ofl. Nautakjöt frá Seljavöllum, svínakjöt frá Miðskeri og lambakjöt úr héraði Þorgrímur Tjörvi Halldórsson sér um eldamennsku

Verið velkomin!

Veitingahús • Sími 478 - 1550 • www.arnanes.is

A

ATVINNA

Starfsfólk óskast að Hólabrekku frá og með 1. september nk. Starfið felur í sér stuðning og ummönnun við íbúa Sambýlisins, sem og við atvinnu og hæfingu. Einnig kemur til greina að ráða starfsmenn í afmörkuð verk, eins og heimilishald og bústörf. Unnið er á vöktum en fastur vinnutími getur einnig komið til greina. Öll reynsla af störfum með fatlaða, svo og störfum við búskap, ræktun, heimilishald og handverk er ákjósanleg, sem og góðir mannkostir. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. Upplýsingar gefur Anna í síma 8603972 og Ari í síma 8963972 og á netfang annaegil@mi.is

Búslóð til sölu

Til sölu er nýleg búslóð. Opið hús verður að Tjarnarbrú 3, neðri hæð á laugardaginn 16. júlí frá kl. 13:00 til 15:00. Upplýsingar hjá Jón í síma 696 8606 og Elínu í síma 696 8605.

Atvinna

Óska eftir duglegum starfsmanni í brettasmíði. Upplýsingar gefur Bjössi í síma 893 5444

Markaðsstofa Suðurlands hefur nú verði starfrækt í tvö ár og unnið ötullega að því að styrkja hlutdeild fyrirtækja á Suðurlandi í ferðamannastraumnum og þjónustu við ferðamenn. Síðastliðinn vetur var tekin upp sú nýbreytni að bjóða ferðakaupendum í kynnisferðir um svæðið. Davíð Samúelsson framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar er ekki í vafa um að kynning af þessu tagi skili sér í auknum fjölda ferðamanna inn á svæðið: “Vel skipulagðar kynnisferðir fyrir ferðakaupendur er einföld og ódýr leið til markaðssetningar fyrir ferðaþjónstufyrirtækin meðal helstu ferðasala inn á svæðið erlendis. Með þessu móti fáum við á einu bretti heim á hlað fjölda ferðaheildasala og ferðaskrifstofa sem ekki er víst að við hefðum náð til eftir öðrum leiðum. Svo eru það gömul sannindi og ný að fátt hefur meiri áhrif en heimsókn heim í hérað. Það skiptir ekki síst máli fyrir minni fyrirtækin, sem hafa takmörkuð fjárráð til markaðssetningar. Það eru ekki síst þau sem við vinnum fyrir” segir Davíð, sem segir fjölda fyrirtækja sem gerast aðilar að markaðsstofunni fara stöðugt vaxandi og þau séu fljót að sjá ávinninginn af því að setja traust sitt á hana. Í ár hafa 30 bæst í hóp þeirra 140 fyrirtækja sem njóta þjónustu markaðsstofunnar og þeirrar markaðssetningar sem hún getur boðið. Á næstunni kemur út nýr landshlutabæklingur helgaður þjónustufyrirtækjum á Suðurlandi.

Þar eru skráð öll ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu, en ítarleg grein eru þó eingöngu gerð fyrir þeim fyrirtækjum sem eru aðilar að Markaðsstofunni. Sams konar bæklingur er gefinn út í öllum landshlutum og hann virkar því sem eins konar lykill að þeim. Davíð bendir á að það skipti ekki síst máli fyrir allan þann fjölda ferðamanna sem kýs að ferðast á eigin vegum um landshlutann. “Það skiptir miklu máli að hafa á einum stað uppfærðar upplýsingar um þá þjónustu sem er í boði þegar menn ferðast um svæðið. Við rekum öfluga heimasíðu og uppfærum hana stöðugt. Ferðamenn eru hins vegar ekki með aðgang að netinu á öllum tímum og ótrúlega margir stóla eingöngu á bæklinginn okkar þegar þeir fara um Suðurland” segir Davíð, sem segir enn tekið við skráningum í bæklinginn fram til 15. júlí nk. Markaðsstofan leitar stöðugt tækifæra til að lengja ferðamannatímann og vetrarferðamennska á Suðurlandi er sannarlega komin til að vera. Markaðsstofan setur í haust fókusinn á alla þá möguleika sem bjóðast í vetrarferðamennsku á svæðinu, en fá svæði eru aðgengilegri ferðamönnum á veturna en Suðurland. Markaðsstofan vill líka höfða til innlendra ferðamanna og vekja athygli á þeim tækifærum sem eru til að halda eftirminnilega árshátíð á Suðurlandi, starfsmannaferðir, hvataferðir, ráðstefnur í óviðjafnanlegu umhverfi o.s.frv.


4

Fimmtudagur 7. júlí 2011

Eystrahorn

Karlakórinn í Nýja Íslandi Karlakórinn Jökull fór í vikuferð til Kanada í júní s.l. og söng þar formlega tvenna tónleika, auk þess að taka lagið í nokkrum kirkjum. Hópurinn frá Hornafirði samanstóð af 25 söngmönnum, söngstjóra og undirleikara, auk eiginkvenna og tveggja gesta, samtals rétt ríflega 50 manns. Ferðin var skipulögð af ferðanefnd kórsins í samráði við Jónas Þór hjá Vesturheimi sem jafnframt var fararstjóri í ferðinni. Flogið var beint til Winnipeg í Manitoba-fylki þar sem kórinn gisti á hóteli fyrstu fjórar næturnar. Á þriðja degi ferðarinnar (14. júní) fór hópurinn í dagsferð með rútu til Nýja Íslands norður við Winnipegvatn. Byrjað var á því að koma við í Árborg og heimsækja þar hjónin Einar og Rósalind Vigfusson á heimili þeirra. Einar sem á ættir sínar að rekja til Hornafjarðar er landsfrægur í Kanada fyrir listilega útskorna fugla sína. Rósalind er tónlistarmaður sem hefur unnið mikið með barnakórnum og kom með einn slíkan í heimsókn til Hornafjarðar fyrir nokkrum árum. Því næst var farið í skoðunarferð um Íslendingabyggðina á eyjunni Heclu (Mikley) og endað í Gimli þar sem kórinn hélt tónleika í The Waterfront Center. Íslendingar stóðu fyrir gerð tónleikasalarins í húsinu sem var vígður árið 2001. Íslendingafélagið á staðnum sá um að auglýsa tónleikana og bauð svo upp á veitingar á eftir. Um 150 manns mættu á tónleikana í Gimli, mestmegnis eldra fólki sem hafði mikinn áhuga á að spjalla við kórinn á íslensku að

Við styttu Jóns Sigurðssonar.

Tæpum 5000 km að heiman.

tónleikum loknum. Urðu þar meira að segja frændafundir í nokkrum tilvikum! Þessi stund var ólýsanleg; vingjarnlegt viðmót gestanna og upprunastoltið og löngunin til að halda tengsl við það sem íslenskt er. Sérstakir gestir tónleikanna voru Atli Ásmundsson, ræðismaður Íslands í Winnipeg, og Þrúður Helgadóttir, eiginkona hans, svo

og hjónin Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdóttir og Jóhann Páll Valdimarsson og Guðrún Sigfúsdóttir. Tókust tónleikarnir mjög vel og var sérstök stemning þegar kórinn söng “Þó þú langförull legðir” eftir Stephan G. Stephansson og nokkrir gestanna stóðu upp. Einnig tóku gestir undir með kórnum í “Á sprengisandi” og í þjóðsöngnum.

Uppistaðan í dagskrá kórsins var íslenskt efni ásamt nokkrum erlendum lögum. Kynningar á lögunum voru samdar af þeim Jóhanni Morávek og Soffíu Auði Birgisdóttur sem þýddi og las þær á ensku, auk þess sem Kristín Gestsdóttir flutti tvö ljóð á íslensku. Þann 16. júní fór kórinn svo vestur yfir sléttuna miklu í um 450 km langt ferðlag til Vatnabyggðar í Saskatchewan-fylki þar sem gist var í bænum Yorkton næstu tvær nætur. Daginn eftir – þjóðhátíðardaginn 17. júní - var farið í skoðunarferð um svæðið, undir leiðsögn heimamanna, þar sem meðal annars var komið við í minningarreit um þá Íslendinga sem settust að í Vatnabyggð. Síðan var kórnum boðið í mikla garðveislu sem Íslendingafélagið sá um. Um kvöldið hélt kórinn svo tónleika í Íslendingabænum Foam Lake og var boðið upp á þjóðhátíðarkaffi og smádansleik sem kórinn stóð fyrir að tónleikum loknum. Því miður komu færri gestir en reiknað hafði verið með þar sem það rigndi svo mikið að 106 vegir á svæðinu lokuðust. Þrátt fyrir þetta úrhelli komu rúmlega 70 manns á tónleikana, þar á meðal fólk sem ók 200 km leið til þess að vera við þessi hátíðarhöld. Allir ferðalangarnir komu glaðir og ánægðir heim eftir velheppnaða ferð sem skilaði nýrri þekkingu um Kanada til þeirra, sem og skýrum vitnisburði um öflugt tónlistarog menningarlíf á Hornafirði til tónleikagesta og annarra sem kórinn hitti á ferðalagi sínu.

Humarhátíðin fór vel fram Humarhátíð á Hornafirði lauk á sunnudag eftir eindæma blauta helgi. Varla hefur komið dropi úr lofti frá því í lok maí en um leið og Humarhátíð hófst af krafti þá dembdist niður rigningin og hætti ekki fyrr en seint á sunnudegi. Að öðru leyti heppnaðist Humarhátíðin vel og mikið líf var í bænum. Góð aðsókn var á menningarviðburði en mikið af þeim var í boði. Tónleikar, þjóðakvöld Kvennakórsins, myndlistarsýningar, sögusýningar, tískusýningar og margt margt fleira fyllti dagskrá Humarhátíðar alla helgina. Frumflutningur var á Humarhátíðarlaginu „Ég fer á Humarhátíð“ á hátíðarsviðinu á föstudagskvöld en útsetning á laginu Dude looks like a lady sem frægast er

í flutningi hljómsveitinni Aerosmith var í höndum þeirra félaga, Birgis Reynissonar, Bjartmars Ágústssonar, Sigurðar Mar Halldórssonar, Júlíusar Sigfússonar og Kristjáns Haukssonar. Vönduð barnadagskrá var á hátíðinni í ár og mikið um að vera. Meðal þeirra sem skemmtu börnunum voru Íþróttaálfurinn úr Latabæ, Björgvin Franz og svo var galdrakennsla hjá Einari Mikael sem vakti mikla lukku. Kassabílarallí Landsbankans var á sínum stað og mættu 9 bílar til keppni. Dansleikir helgarinnar fóru vel fram eins og hátíðin öll. Humarhátíðarnefnd þakkar Hornfirðingum öllum fyrir góða Humarhátíð.

Atburðir á Humarhátíð voru vel sóttir.


Eystrahorn

Fimmtudagur 7. júlí 2011

Skrautrunnar, trjáplöntur, fjölær blóm, matjurtir, kryddjurtir, sumarblóm og fleira ræktað í Ríki Vatnajökuls

5

Sýning Tolla

Tilboð 10 salat og kálplöntur (sömu tegundar)890,- kr. 20 lítil sumarblóm (sömu tegundar) áður 2800,- kr. nú 1950,- kr. 20% afsláttur af flestum stóru blómunum ATH fleiri tilboð.

Gróðrarstöðin Dilksnesi Opið virka daga 13-18 • laugardaga 11-15 Sími 849-1920

TÓNLEIKABALL Laugardagskvöldið 9. júlí kl. 22:30 verður tónleikaball á Víkinni með Gylfa Ægissyni, Rúnari Þór og Megasi

Samvinna þessarra þriggja landsþekktu, en í leiðinni gjörólíku manna sem aldrei hafa komið fram saman á tónleikum fyrr, verða mikil skemmtun enda allir þekktir fyrir frábærar lagasmíðar og textagerð. Á tónleikunum ætla þeir að spila mörg af sínum þekktustu lögum. Aðgangseyrir aðeins kr. 2000.18 ára aldurstakmark

VÍKIN

Tolli áritar listaverkabók sína fyrir sýningargest við opnunina.

Listamaðurinn Tolli opnaði sýningu á verkum sínum sl. fimmtudag í Kartöfluhúsinu. Íslenskt landslag hefur á einn eða annan máta fylgt Tolla allan hans feril en síðustu ár hefur hann einbeitt sér að landslagsverkum og á sýningunni má líta lítið sýnishorn þeirrar þróunar. Mikill fjöldi gesta kom á opnunina en hún verður opin alla daga nema mánudaga frá 13:00 - 17:00 til 31. júlí. Myndirnar á sýningunni er litskrúðugar og ljóðrænar náttúrumyndir þar sem birtan og litagleðin skila áhrifaríkum hughrifum listamannsins af íslenskri náttúru. Verkin á sýningunni eru til sölu og eins er hægt að nálgast bók Tolla. Áhugasömum er einnig bent á heimasíðuna www. tolli.is.

Aflabrögð 20. júní - 3. júlí (2 vikur) Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51..................... dragnót.....8..112,0.......ýsa 62,9 Sigurður Ólafsson SF 44..... humarv.....3....21,2.......humar 8,5 (halar) Skinney SF 20...................... humarv.....2....41,0.......humar 12,5 Þórir SF 77........................... humarv.....3....46,6.......humar 17,4 Steinunn SF 10..................... botnv.........3..188,4.......blandaður afli Benni SU 65 ........................ lína.............8....49,7.......þorskur 37,9 Beta VE 36........................... lína.............7....27,9.......þorskur 13,1 Guðmundur Sig SU 650 . ... lína ...........8....76,7.......þorskur 66,8 Ragnar SF 550 .................... lína.............8..100,8.......þorskur 90,7 Auðunn SF 48 ..................... handf.........5......6,5.......ufsi 4,7 Dögg SU 118........................ handf.........5....32,6.......ufsi 29,7 Halla Sæm SF 23................. handf.........3......9,8.......ufsi 9,1 Hanna SF 74......................... handf.........3......2,7.......þorskur 1,9 Herborg SF 69..................... handf.........7......5,8.......þorskur 4,1 Húni SF 17 .......................... handf.........7......5,5.......þorskur 4,0 Kalli SF 144 ......................... handf.........7......9,5.......þorskur 6,5 Siggi Bessa SF 97 ............... handf.........2......3,3.......ufsi 2,2 Silfurnes SF 99 ................... handf.........4......6,7.......ufsi 4,0 Stígandi SF 72 . ................... handf.........8......8,3.......þorskur 6,9 Sæunn SF 155 ..................... handf.........7......5,7.......þorskur 3,4 Uggi SF 47 .......................... handf.........7......6,2.......þorskur 4,1 Örn II SF.............................. handf.........7......6,8.......þorskur 4,1 Þinganes SF 25.................... flotv...........3....95,0.......makríll 91,0 Ásgrímur Halld SF 250....... flotv.............1.508 t. síld og 580 t. makríll Jóna Eðvalds SF 200........... flotv.............1300 t. síld og 410 t. makríll Heimild: www.fiskistofa.is Bátar Skinneyjar-Þinganess eru búnir að veiða 3.930 tonn af 13.010 tonna aflaheimildum í norsk-íslenskusíldinni og 1.274 tonn af 6.314 tonna aflaheimildum í makríl. Útlit er fyrir að næg vinna verði í humri og síld út sumarið að sögn starfsmanna Skinneyjar-Þinganess.


markhonnun.is

NAUTAINNRALÆRI

FERSKT

Kræsingar & kostakjör

44 % afsláttur

1.998

kr/kg áður 3.549 kr/kg

GRILL OG GOTTERÍ KALKÚNAGRILLSNEIÐAR

KJÚKLINGAVÆNGIR

KJÚKLINGABRINGUR

NETTÓ

NETTÓ

20%

35%

afsláttur

afsláttur

1.169

2.295

kr/kg áður 1.798 kr/kg

279

kr/kg Líttu á verðið!

SKÚFFUKAKA ODÝRT FYRIR HEIMILIÐ

kr/kg áður 349 kr/kg

RISAAMÁKÖKUR BAKAÐ Á STAÐNUM* MJÓLKUR- EÐA DÖKKT SÚKKULAÐI

30%

afsláttur

NEKTARÍNUR 750 G ASKJA

50%

afsláttur

50%

afsláttur

349

áður 499 kr/stk.

ÓLÍFUOLÍA

500 ML VENJULEG EÐA EXTRA VERGIN

189

99

kr/stk. GILDIR EKKI UM NETTÓ SALAVEGI*

kr/pk. áður 378 kr/pk.

kr/stk. áður 198 kr/stk.

TÓMATSAFI

35%

1 LÍTRI

afsláttur

35%

TÓMATSÓSA

715 G

298

kr/stk.

áður 459 kr/stk.

199

kr/stk.

áður 259 kr/stk.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes

125

afsláttur

kr/stk.

áður 179 kr/stk.

Tilboðin gilda 7.-10. júlí eða meðan birgðir endast


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.