Eystrahorn 27. tbl. 30. árgangur
Fimmtudagur 16. ágúst 2012
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Aðalfundur Skinneyjar-Þinganess hf. Aðalfundur Skinneyjar-Þinganess hf. var haldinn fimmtudaginn 5. júlí 2012. Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður flutti skýrlu stjórnar, í henni komu fram áhyggjur stjórnarinnar af þeirri óvissu sem ennþá ríkir í sjávarútveginum. Afkoma félagsins var góð rekstrarárið 2011 eins og lykiltölur sína. Tilvitnanir úr skýrslu stjórnar:
hætti og sannarlega koma þau lög í veg fyrir að hægt verði að standa eðlilega að uppbyggingu útgerðanna með endurnýjum fiskiskipaflotans, sem þó er mikil þörf á.
Blikur innanlands og utan
Sáttanefndin hunsuð Á síðasta aðalfundi vék ég að þeirri óvissu sem þá ríkti í málefnum sjávarútvegsins og þeirri miklu vanþekkingu sem virðist á málefnum hans hjá helstu ráðmönnum þjóðarinnar og kaffibollaspekingunum í borgríkinu. Frá þeim fundi hafa orðið miklar sviptingar í þessum málum, m.a með lagasetningu sem virðist hafa það eitt að markmiði að eyðileggja þann árangur sem náðst hefur á undanförnum tveimur áratugum í sjávarútvegi. Sú málamiðlun sem aðilar höfðu náð í svokallaðri Sáttanefnd um endurskoðun fiskveiðistjór nunarker fisins um það sem nefnt var „Samningaleiðin“ í málum sjávarútvegsins var að engu höfð af ríkisvaldinu sem var þó aðili að þeim samningum.
Sértækar aðgerðir gleymdar Það sem er furðulegt í þessu samhengi er að útvegsmenn búa
Mynd: Hlynur Pálmason
við kvótakerfi sem ríkisvaldið hefur að sjálfsögðu staðið fyrir að setja en ekki útgerðarmenn. Sú kynslóð sem hæst hefur nú um kvótakerfið hefur aldrei leitt hugann að því hvers vegna kerfinu var komið á eða hefur a.m.k ekki skilning á því. Menn muna ekki þá tíð að ríkisvaldið varð sífellt að koma sjávarútveginum (og þar með ríkissjóði) til
aðstoðar með sértækum aðgerðum, gengisfellingum, skuldaskilasjóðum, þróunarsjóði og hvað þetta allt nefndist.
Endurnýjun flotans tefst Með nýjum ofurskattalögum á að reyna að koma í veg fyrir að það takist með sómasamlegum
Upplýsingar úr ársskýrslu Hluthafar eru 148. Meðalfjöldi starfa var um 230 og yfir 450 einstaklingar voru á launaskrá. Fyrirtækið gerir út tvö uppsjávarskip, tvö togveiðiskip og þrjá vertíðarbáta og hefur yfir um 13.000 tonna þorsígildiskvóta að ráða.
Lykiltölur úr ársreikningi 2011 Rekstrartekjur samstæðunnar...............................................10,3 milljarður kr. Hagnaður eftir skatta................................................................2,2 milljarður kr. Eignir........................................................................................23,7 milljarður kr. Eigið fé.......................................................................................6,1 milljarður kr. Arðgreiðslur................................................................................ 400 milljónir kr. Eignarfjárhlutfall..........................................................................................26,2%
Flugeldasýning Þann 18.ágúst kl. 23:00 verður flugeldasýning í nágrenni Nesjahverfis, í landi Meðalfells. Flugeldasýningin mun vara í 10 mínútur og er vegna brúðkaups. Bændur í nágrenninu eru vinsamlegast beðnir að koma dýrum í hús telji þeir þörf á því. Leyfi hefur fengist fyrir sýningunni, með því skilyrði að auglýsa hana í Eystrahorni svo bændur í nágrenninu geti gert ráðstafanir með dýr. Annars er það von brúðhjónanna að ekki verði mikil truflun af sýningunni og að sjálfsögðu vona þau að sem flestir, brúðkaupsgestir sem Hornfirðingar, njóti sýningarinnar.
Það er mjög brýnt að stjórnvöld geri upp við sig hvort útgerð á að vera „félagsmálaaðstoð“ eða arðbær atvinnugrein og marki stefnu í því til langs tíma. Standveiðikerfið, sem komið var á fyrir nokkrum árum, ber þess merki að vera n.k. félagsmálaaðstoð, því útilokað er að stunda strandveiðar þannig að hámarksafrakstur verði af nýtingu auðlindarinnar með þeim hætti. Þrátt fyrir alla þá óvissu sem hefur verið um málefni greinarinnar í held sinni þá hefur okkur tekist vel að halda sjó þó vissulegu séu nú margar blikur á lofti, bæði innanlands og utan.
Minni afli, meiri verðmæti Í skýrslu Aðalsteins Ingólfssonar framkvæmdarstjóra kom m.a. fram að minnkun var á heildaraflamagni, en aukning í verðmætum frá árinu áður. Heildarafli skipa félagsins var 66.539 tonn að verðmæti 4.496 m.kr. Lykiltölur sem Aðalsteinn gerði grein fyrir eru í rammanum með fréttinni.