Eystrahorn 27. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn 27. tbl. 30. árgangur

Fimmtudagur 16. ágúst 2012

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Aðalfundur Skinneyjar-Þinganess hf. Aðalfundur Skinneyjar-Þinganess hf. var haldinn fimmtudaginn 5. júlí 2012. Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður flutti skýrlu stjórnar, í henni komu fram áhyggjur stjórnarinnar af þeirri óvissu sem ennþá ríkir í sjávarútveginum. Afkoma félagsins var góð rekstrarárið 2011 eins og lykiltölur sína. Tilvitnanir úr skýrslu stjórnar:

hætti og sannarlega koma þau lög í veg fyrir að hægt verði að standa eðlilega að uppbyggingu útgerðanna með endurnýjum fiskiskipaflotans, sem þó er mikil þörf á.

Blikur innanlands og utan

Sáttanefndin hunsuð Á síðasta aðalfundi vék ég að þeirri óvissu sem þá ríkti í málefnum sjávarútvegsins og þeirri miklu vanþekkingu sem virðist á málefnum hans hjá helstu ráðmönnum þjóðarinnar og kaffibollaspekingunum í borgríkinu. Frá þeim fundi hafa orðið miklar sviptingar í þessum málum, m.a með lagasetningu sem virðist hafa það eitt að markmiði að eyðileggja þann árangur sem náðst hefur á undanförnum tveimur áratugum í sjávarútvegi. Sú málamiðlun sem aðilar höfðu náð í svokallaðri Sáttanefnd um endurskoðun fiskveiðistjór nunarker fisins um það sem nefnt var „Samningaleiðin“ í málum sjávarútvegsins var að engu höfð af ríkisvaldinu sem var þó aðili að þeim samningum.

Sértækar aðgerðir gleymdar Það sem er furðulegt í þessu samhengi er að útvegsmenn búa

Mynd: Hlynur Pálmason

við kvótakerfi sem ríkisvaldið hefur að sjálfsögðu staðið fyrir að setja en ekki útgerðarmenn. Sú kynslóð sem hæst hefur nú um kvótakerfið hefur aldrei leitt hugann að því hvers vegna kerfinu var komið á eða hefur a.m.k ekki skilning á því. Menn muna ekki þá tíð að ríkisvaldið varð sífellt að koma sjávarútveginum (og þar með ríkissjóði) til

aðstoðar með sértækum aðgerðum, gengisfellingum, skuldaskilasjóðum, þróunarsjóði og hvað þetta allt nefndist.

Endurnýjun flotans tefst Með nýjum ofurskattalögum á að reyna að koma í veg fyrir að það takist með sómasamlegum

Upplýsingar úr ársskýrslu Hluthafar eru 148. Meðalfjöldi starfa var um 230 og yfir 450 einstaklingar voru á launaskrá. Fyrirtækið gerir út tvö uppsjávarskip, tvö togveiðiskip og þrjá vertíðarbáta og hefur yfir um 13.000 tonna þorsígildiskvóta að ráða.

Lykiltölur úr ársreikningi 2011 Rekstrartekjur samstæðunnar...............................................10,3 milljarður kr. Hagnaður eftir skatta................................................................2,2 milljarður kr. Eignir........................................................................................23,7 milljarður kr. Eigið fé.......................................................................................6,1 milljarður kr. Arðgreiðslur................................................................................ 400 milljónir kr. Eignarfjárhlutfall..........................................................................................26,2%

Flugeldasýning Þann 18.ágúst kl. 23:00 verður flugeldasýning í nágrenni Nesjahverfis, í landi Meðalfells. Flugeldasýningin mun vara í 10 mínútur og er vegna brúðkaups. Bændur í nágrenninu eru vinsamlegast beðnir að koma dýrum í hús telji þeir þörf á því. Leyfi hefur fengist fyrir sýningunni, með því skilyrði að auglýsa hana í Eystrahorni svo bændur í nágrenninu geti gert ráðstafanir með dýr. Annars er það von brúðhjónanna að ekki verði mikil truflun af sýningunni og að sjálfsögðu vona þau að sem flestir, brúðkaupsgestir sem Hornfirðingar, njóti sýningarinnar.

Það er mjög brýnt að stjórnvöld geri upp við sig hvort útgerð á að vera „félagsmálaaðstoð“ eða arðbær atvinnugrein og marki stefnu í því til langs tíma. Standveiðikerfið, sem komið var á fyrir nokkrum árum, ber þess merki að vera n.k. félagsmálaaðstoð, því útilokað er að stunda strandveiðar þannig að hámarksafrakstur verði af nýtingu auðlindarinnar með þeim hætti. Þrátt fyrir alla þá óvissu sem hefur verið um málefni greinarinnar í held sinni þá hefur okkur tekist vel að halda sjó þó vissulegu séu nú margar blikur á lofti, bæði innanlands og utan.

Minni afli, meiri verðmæti Í skýrslu Aðalsteins Ingólfssonar framkvæmdarstjóra kom m.a. fram að minnkun var á heildaraflamagni, en aukning í verðmætum frá árinu áður. Heildarafli skipa félagsins var 66.539 tonn að verðmæti 4.496 m.kr. Lykiltölur sem Aðalsteinn gerði grein fyrir eru í rammanum með fréttinni.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 16. ágúst 2012

Hafnarkirkja Sunnudaginn 19. ágúst Messa kl. 11:00

Eystrahorn

Ferðaþjónusta og framtíðarsýn

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup prédikar. Sr. Gylfi Jónsson ávarpar söfnuðinn. Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls syngur og leiðir safnaðarsöng ásamt Samkór Hornafjarðar. Organistar verða Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir.

Sóknarprestur

Kirkjudagur á Stafafelli Sunnudaginn 19. ágúst Messa kl. 14:00 Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup prédikar. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Organisti er Kristín Jóhannesdóttir og Samkór Hornafjarðar leiðir safnaðarsöng. Kirkjukaffi í Fundarhúsinu eftir messu.

Sóknarprestur og sóknarnefnd

Bifreiðaskoðun á Höfn 20., 21. og 22. ágúst. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 17. ágúst. Næsta skoðun 1., 2. og 3. október.

Þegar vel er skoðað

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Það er sérkennileg staðreynd að á háannatíma ferðaþjónustunnar í Sveitarfélaginu Hornafirði hafi tveimur helstu söfnum og sýningum á Höfn verið lokað. Hér er að sjálfsögðu átt við Byggðasafnið og Jöklasýninguna. Er ekki nokkur tímaskekkja í ákvörðunum okkar samfélagsstjórnar, að leggja niður Jöklasýninguna? Ég tel það hafa verið mikil mistök. Að sjálfsögðu þarf að endurskoða rekstur svona sýningar og veit ég að rekstrartölur hafa verið háar og þess vegna nauðsynlegt að gera breytingar. En breytingar á ekki að gera með slíka sýningu nema með framtíðarplön á borðinu. Jöklasýningin er ein sinnar tegundar á landinu og gefur staðnum sérstöðu gagnvart öðrum stöðum landsins. En hvað er að gerast og hverjir hafa heimild til að taka einhliða þessar ákvarðanir að leggja niður byggðasafnið og Jöklasýninguna á sama ári, án þess að leggja fram einhver framtíðarplön fyrir okkur íbúana? Við sem rekum ferðaþjónustu hér í héraðinu – halda úti hótelum, gistiheimilum, matsölustöðum og bjóðum uppá afþreyingu af ýmsum toga – eigum heimtingu á því að sveitarfélagið leggi greininni lið og styðji við það verkefni að laða til okkar innlenda sem erlenda ferðamenn. Lítum á síðastliðið sumar. Hvað var gert til að efla aðsókn að sýningunni? Nákvæmlega ekkert; ekki einu sinni því komið í framkvæmd að hengja upp skilti utanhúss síðan byggingin var máluð, heldur voru þau látin liggja fyrir hunda og manna fótum við útidyrnar, eins og til að segja ferðamanninum að hér væri klárlega ekkert að sjá. Gerum okkur grein fyrir því að mjög líklega bíða önnur sveitarfélög hér í nágrenni við okkur eftir þessu tækifæri, að ná í þessa sérstöðu. Það eru til fjölmargar sýningar og söfn en bara ein JÖKLASÝNING. Á sama tíma er varið milljónum í sjónvarpsþátt sem okkur Hornfirðingum var talin trú um að væri til að kynna staðinn okkar og segja frá hvað hér væri að gerast. Hver varð raunin? Þáttur um þrjá hönnuði sem fengu að leika lausum hala og voru með endurteknar yfirlýsingar um óreiðu og skipulagsleysi í störfum heimamanna. Ég hvet aðra til að láta í sér heyra um þessi mál og hvetja þá sem hér stjórna að leggja fram framtíðaráætlanir. Þrúðmar Þrúðmarsson

Sundþjálfari óskast

Sunddeild Sindra leitar eftir sundþjálfara. Tilvalið sem aukavinna t.d. með skóla. Allar nánari upplýsingar gefur Þuríður í síma 895-1973 og á g1611@simnet.is


Eystrahorn

Fimmtudagur 16. ágúst 2012

www.eystrahorn.is

Safnamál á tímamótum Breytingar Listasafn Svavars Guðnasonar var opnað sumarið 2011 og er opið alla virka daga ársins og um helgar á sumrin. Þar eru fjölbreyttar sýningar á málverkum, ljósmyndum og öðrum listaverkum settar upp með reglulegum hætti. Listasafnið skapar sveitarfélaginu sérstöðu á landsvísu en nær hvergi er safn sem stenst alla gæðastaðla Listasafns Íslands. Þá fjárfesti sveitarfélagið fyrir nokkrum árum í þjónustuhúsi fyrir safnastarfsemina, að Álaleiru þar sem færi gefst á að skrá, varðveita og rannsaka gripi. Gamlabúð var flutt aftur á hafnarsvæðið nú í vor. Byggðasýning sem þar hefur verið undanfarin 30 ár var tekin niður. Í vetur verður húsið undirbúið á ný fyrir gestakomur. Ný sýning verður sett upp í samvinnu sveitarfélagsins og Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem sambýli mannsins við hina einstöku náttúru svæðisins mun verða grunnstefið. Þar verður tvinnað saman efnistökum hinnar eldri sýningar í Gömlubúð og Jöklasýningar með þá miklu fræðslu um jökla sem þar er að finna. Á Íslandi hefur sýningum og söfnum fjölgað mjög á undanförnum árum. Hér í sveitarfélaginu var Þórbergssetur og Huldusteinn opnuð eftir að Jöklasýning var endurbætt árið 2005 að ógleymdu áðurnefndu Listasafni. Að auki er sýning í gestastofunni í Skaftafelli. Hin nýja sýning í Gömlubúð er því fimmta sýningin sem til staðar verður í sveitarfélaginu.

Sérstaða Hugmyndir hafa verið nefndar um að setja upp sýningu í Holti á gripum Sigurðar Filipussonar í samvinnu við nýstofnað átthagafélag á Mýrum. Einnig hefur sveitarfélagið, í gegnum atvinnu- og rannsóknasjóð, stutt þónokkra aðila til að hefja forkönnun á því að miðla sögu einstakra jarða héraðsins með uppbyggingu sýninga. Ef til þess kemur verða þær unnar samkvæmt skilyrðum og viðmiðunum í lögum og reglum um safnamál, íslenskum og alþjóðlegum. Markmiðið með þessu er að gera hinu gamla landbúnaðarsamfélagi skil í sínu rétta umhverfi, miðla menningararfinum til ferðamanna og auka aðgengi allra íbúa sveitarfélagsins að því að kynnast og fræðast um hið horfna samfélag. Það er jafnframt mikilvægt að gera

uppruna og þróun byggðar á Höfn skil, sem verslunar og útgerðarstaðar. Samhliða uppbyggingu sýninga til sveita um gamla landbúnaðarsamfélagið verður unnið að undirbúningi og uppsetningu sýningar um þróun Hafnar. Í sumar hafa íbúar fengið að sjá vísi að sjóminjasafni þróast við Heppuna, í Skreiðarskemmunni svokallaðri. Á næstu mánuðum og misserum verður síðan unnið að þróun, hönnun og uppsetningu varanlegrar sýningar um sögu Hafnar. Grunnstefið í allri þessari uppbyggingu verður sérstaða: að byggja safnamál á sérstöðu svæðisins og þróun samfélags en ekki síður að skapa svæðinu sérstöðu á meðal annarra safnasvæða á landinu. Það þarf að gæta vel að því að gera ekki alltaf það sama og aðrir heldur að draga fram séreinkenni héraðsins og skapa þannig aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Sú sérstaða felst ekki síst í hinu mikla sambýli mannsins við reginöfl náttúrunnar, voldugasta jökul utan heimskautanna á aðra höndina og Atlantshafið á hina.

Viðburðir og skapandi starf Hlutverk sveitarfélagsins á sviði menningarmála er víðtækara en að halda úti sýningum og söfnum. Það verður sífellt betur viðurkennt að skapandi hugsun er mikilvæg fyrir jákvæða

Reiðnámskeið Stefnt er að því að halda reiðnámskeið/byrjendanámskeið dagana 27. ágúst – 3. september. Nánari upplýsingar og skráning í síma 865-3302 og á erpur@eldhorn.is fyrir 19. ágúst n.k. Hestamannafélagið Hornfirðingur

þróun byggðar. Sú hugsun sprettur ekki upp úr hvaða jarðvegi sem er. Menningarstarf og félagslíf hefur þar mikið að segja því í samskiptum við annað fólk kynnumst við fleiri sjónarmiðum og myndum traust sem seinna er mikilvægt á opinberum vettvangi sem og í viðskiptum. Þá er hið skapandi starf jafnframt atvinnugrein í sjálfu sér og sífellt umfangsmeiri í nútímaþjóðfélagi. Ungt fólk sækir sífellt meira á þann vettvang (mætti nefna listir ýmiskonar, hönnun, handverk, afþreyingariðnað og fjölmiðlun). Fólk sem starfar innan skapandi greina hefur komið sér upp færni til að leysa úr margvíslegum vanda í mannlegu samfélagi og uppfylla væntingar og óskir neytenda, og gera lífið skemmtilegra. Hlutverk sveitarfélagsins er að styðja við slíka frumkvöðla og hvetja fólk áfram.

Fjölbreytni Framtíðarsýnin er að Sveitarfélagið Hornafjörður verði þekkt fyrir fjölbreytni í menningarmálum þar sem áhersla er lögð á að miðla sérstöðu svæðisins í gegnum söfn og sýningar og byggja upp atvinnulíf þar sem skapandi fólk hefur aðstöðu og stuðning til að þróa vörur sínar og þjónustu.

Vegna brottflutnings hef ég hætt rekstri Slökkvitækjaþjónustu Hornafjarðar. Ég vil þakka viðskiptavinum mínum til sjávar og sveita viðskiptin s.l. 10 ár. Jón Stefán Friðriksson

Atvinnu- og menningarmálanefnd


markhonnun.is

USA nautagrillsteik Kræsingar & kostakjör

tur t á l s f a 40%

1.799 áður 2.998 kr/kg

bestu tilboðin plómUr

ýSUflök

kjúklingUr

okkAR - fERSkuR

500 G ASkjA

okkAR - fRoSin

ttUr

50% AfSlá

199

694

áður 398 kr/pk

987

áður 798 kr/kg

áður 1.299 kr/kg

X-trA kAffi

pepSi/pepSi mAX

400 GR

330 Ml

Ur 0 kr AfSlátt

10

289 áður 389 kr/pk

ttUr

34% AfSlá

HAmBorgArAr eASy UppþvottAlögUr XXl 6500 STk.MlfRySTiVARA

2fyrir 1

65

199

áður 99 kr/stk

áður 398 kr/2stk

kr/2stk

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


BrAzil grísavöðvi

1.198 áður 1.498 kr/kg

Í Nettó glóAldin SAfi - 1l

gUlrótArBrAUð BAkAð á StAðnUm*

50% AfSláttUr

39% AfSláttUr

áður 489 kr/stk

tAlent eldHúSrúllUr

169 áður 225 kr/stk

coop SAlerniSpAppír 16 STk

4 STk

*Gildir ekki um Nettó Salaveigi

298

299

NÝBAKAÐ

pizzUr nice’n eASy

áður 598 kr/stk

comfort tAUmýkir 750 G

ttUr

40% AfSlá

179 áður 298 kr/pk

869 áður 1.198 kr/pk

299 áður 399 kr/stk

Tilboðin gilda 16. - 19. ágúst Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Eystrahorn 27. tbl. 30. árgangur

www.eystrahorn.is

Næstu heimaleikir Föstudagur 17. ágúst kl. 17:00 • 4. flokkur kvenna Sindri – Grindavík

Laugardagur 18. ágúst kl. 16:00 • 3. deild Sindri – Berserkir Síðasti heimaleikur í riðlakeppni og úrslitaleikur um efstu sætin.

Mánudagur 20. ágúst kl. 19:00 • 1. deild Sindri – Fjarðabyggð/Leiknir Frítt á völlinn í boði TM sem styrkir kvennaknattspyrnuna.

Föstudagskvöldið 17 ágúst. Þessir heiðurmenn þeir Gylfi, Rúnar og Megas hafa ákveðið að snúa aftur í fjörðinn fagra og skemmta Hornfirðingum með söng og gleði. Eins og þeir orðuðu það „Hornfirðingar eru frábærir heim að sækja og virkilega gaman að spila hér.“ Tónleikarnir hefjast kl. 23:00 Mætið tímanlega til að ná ykkur í sæti því ekki verður hægt að panta miða á tónleikana.

Atvinna Starfsmann vantar í félagsmiðstöð. Um er að ræða 30% starf seinni hluta dags. Í starfinu felst að vinna með tómstundafulltrúa við að skipuleggja tómstundastarf og vinna með börnum og ungmennum. Einnig önnur verkefni sem tómstundafulltrúi felur honum. Umsóknum skal skila til fræðslustjóra Ragnhildar Jónsdóttur, í Nýheimum eða á netfangið ragnhildurj@hornafjordur.is. Nánari upplýsingar í síma 891-6732. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst n.k.

Tónleikar Hornfirðingar og nærsveitarmenn Kirkjukór Möðruvallaklausturskirkju í Hörgársveit verður með tónleika í Hafnarkirkju föstudaginn 17. ágúst 2012 kl 20:00 Fjölbreytt efnisskrá Einsöngvarar eru Ari Erlingur Arason og Rósa María Stefánsdóttir Stjórnandi og undirleikari kórsins er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir

Miðaverð 2000 kr.

PARKETBALL Laugardagskvöldið 18. ágúst frá kl. 23:00 og fram á nótt. Þetta verður eina ball sumarsins með elskuðustu og dáðustu hljómsveit Hornfirðinga, PARKET. Það er engin afsökun að mæta ekki, þetta er síðasti sjens til að sletta úr klaufunum áður en blákaldur hversdagsleikinn tekur við Vertu á Víkinni því ÞEIR verða þar!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.