Eystrahorn 27. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 21. ágúst 2014

27. tbl. 32. árgangur

Youth Port ungmennaverkefni

Þann 7. ágúst komu til landsins ungmenni frá Svíþjóð og hófst þá Youth Port verkefnið sem hefur verið lengi í undirbúningi hjá félagsmiðstöðinni Þrykkjunni og ungmennahúsi Söderhamn. Eins og sagt hefur verið frá áður þá fjallar verkefnið um jökla, hlýnun loftslags og áhrif þess á landslagið. Markmið verkefnisins er einnig að efla æskulýðsstarfið í ungmennahúsunum og gefa þátttakendum tækifæri til að læra á óformlegan hátt um náttúru og menningu annars lands. Þegar búið var að sækja sænska hópinn á Keflavíkurflugvöll var strax haldið austur á Hornafjörð. Hópurinn var þreyttur eftir langt ferðalag en tilhlökkunin mikil að hefja verkefnið daginn eftir. Um morguninn 8. ágúst hittust allir þátttakendur í Heppuskóla en hópurinn frá Svíþjóð gisti þar allan tímann. Strax var farið að keyra dagskrána og fyrst var haldinn kynningarfundur um Erasmus plús styrktaráætlunina og Evrópu Ungafólksins en það eru helstu styrktaraðilar verkefnisins. Eftir kynningarfundinn þá var farið í hópefli og kom þá strax í ljós að allir þátttakendur náðu mjög vel saman. Eftir hópefli var farið í göngutúr um bæinn en okkar ungmenni höfðu undirbúið kynningu um sögu bæjarins og helstu hús

og kennileyti. Að því loknu var Vöruhúsið skoðað hátt og lágt. Það var fyrirfram ákveðið að fyrsti dagurinn færi í það að láta hópinn kynnast og því var farið í sund og um kvöldið var smá skemmtun í Vöruhúsinu þar sem þau fóru í leiki af ýmsu tagi. Næstu fjóra daga eða frá 9. til 12. ágúst var stíf dagskrá þar sem unnið var í þema verkefnisins. Hér er upptalning á því sem meðal annars var gert: Siglt á Jökulsárlóni, unnið verkefni um lónið og bráðnun jökulsins, ísjakar í fjöru skoðaðir og dýralíf við lónið. Komið við á Þórbergssetri, bleikjueldi skoðað og fjósið á Hala. Hoffellsjökull og Hoffellslón skoðað og farið í heitu pottana. Farið í gönguferð frá Skálafellsjökli (frá brúnni) að Heinabergslóni. Víkingaþorpið skoðað og fjöruferð. Einnig voru haldnir vinnufundir og ráðstefna þar sem Helga Þórelfa Davids sérfræðingur hélt fyrirlestur um Vatnajökulsþjóðgarð og loftlagsbreytingar. Snævarr Guðmundsson landfræðingur hélt einnig fyrirlestur um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á erlenda og íslenska jökla. Við viljum þakka þeim fyrir fagleg og fræðandi erindi sem vöktu mikla athygli hjá hópnum. Á milli þess að vinna verkefni, fara í skoðunarferðir og sitja fyrirlestra þá var alltaf stutt í fjörið og

haldin voru skemmtikvöld og íþróttakvöld í Mánagarði og spilað og sungið við hvert tækifæri. Einnig voru krakkarnir duglegir að elda saman og fræðast um menningu og líf hvers annars. Það var því með trega sem íslensku þátttakendurnir kvöddu þau sænsku á planinu fyrir framan Heppuskóla og haldið var á Keflavíkurflugvöll með viðkomu á Geysi, Gullfossi og Þingvöllum. Næstu skef í Youth Port eru að okkar krakkar fara út til Söderhamn 16. ágúst þar sem skoðuð verða svæði þar sem löngu horfnir jöklar hafa mótað náttúruna. Það eru allir mjög spenntir í hópnum og hlakka til að takast á við næsta hluta verkefnisins. Við viljum þakka þeim fyrirtækjum sem hafa lagt okkur lið. Sérstaklega viljum við þakka útgerð Sigðurðar Ólafssonar fyrir fjárstuðning og fyrir að hafa gefið humar. Við viljum einnig þakka Kaffi Horninu, Þórbergssetri og Grunnskóla Hornafjarðar fyrir að hafa lánað okkur skólastofur og matreiðslustofu. Youth Port hópurinn mun halda áfram með fjáröflun á næstu vikum og þeir sem vilja leggja verkefninu lið er bent á að hafa samband við Vilhjálm eða Dagbjörtu Ýr tómstundafulltrúa. Áfram Youth Port. Þrykkjan

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 21. ágúst 2014

Eystrahorn

Frá Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu

Áður auglýstri messu í Stafafellskirkju og messukaffi í Fundarhúsinu nk. sunnudag er frestað og verður auglýst síðar.

Innritun nýnema skólaárið 2014-2015 stendur yfir. Síðasti umsóknardagur er mánudagurinn 25. ágúst. Umsækjendur sækja um í gegn um hornafjordur.is/ tonskoli.

Prestarnir og sóknarnefnd

Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar og sækja um í tónskólanum (Sindrabæ) mánudaginn 25. ágúst frá kl. 15:00 - 18:00.

Laus störf í sauðfjársláturtíð

Norðlenska leitar að duglegu og jákvæðu starfsfólki í almenn störf í sauðfjársláturtíð á Höfn. Slátrun hefst 16. september og stendur til loka október. Rafræn umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Norðlenska, www.nordlenska.is Frekari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 840 8805 eða netfang jona@nordlenska.is Norðlenska er eitt öflugasta matvælaframleiðslufyrirtæki landsins með um 180 starfsmenn að jafnaði. Fyrirtækið hlaut nýlega gullmerki jafnlaunaúttektar PwC til marks um að jafnrétti kynjanna er haft að leiðarljósi við launaákvarðanir. Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu

Allir þeir sem telja sig vera á biðlista, þurfa að endurnýja umsókn sína. Þeir nemendur sem voru í námi á síðasta ári og skiluðu inn umsókn í vor, þurfa ekki að sækja aftur um. Framhaldsskólanemendur eru beðnir um að skila inn ljósriti af stundatöflu sinni. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 470-8460 á umsóknartíma, inn á heimasíðu skólans og tonskoli@hornafjordur.is

Skólastjóri

Síðustu dagar útsölunnar

Allt að 70% afsláttur af völdum vörum

Verið velkomin

Berja og fjölskylduganga í Breiðamerkurfjall í Öræfum

Lagt af stað frá tjaldstæði SKG Höfn kl. 09:00. Einnig er hægt að mæta við Fjallsárlón kl. 10:00. Kláfur verður notaður til að ferja fólk yfir í fjallið. Gangan og berjaferðin tekur um 5 klst. Muna að taka með berjatínur, ílát og nesti. Leiðsögumaður verður Gísli Jónsson Hnappavöllum. Upplýsingar gefur Kristín Hermannsdóttir í síma 863-4473. Allir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins, börn eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Komi hundar með í ferðir eru þeir á ábyrgð eigenda. Ól skal vera meðferðis. Dagsferðir kosta 500 kr. Þeir sem ekki eru á bíl borga 1000-1500 kr. til bílstjórans.

Kaffi Nýhöfn lokar fyrir daglega starfsemi sunnudaginn 24. ágúst kl. 18:30. Um leið og við þökkum fyrir frábærar móttökur í sumar minnum við á að í vetur bjóðum við upp á úrvals smurbrauð fyrir hópa á Kaffi Nýhöfn eða á vinnustaði og í heimahús. Upplýsingar á ot@nyhofn.is

Bestu þakkir fyrir sumarið frá starfsfólkinu á Kaffi Nýhöfn

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari Sími 580-7915

miðtún

nýtt á skrá

Mikið endurnýjuð 101,7 m² efri sérhæð með góðri sameiginlegri lóð. 4 svefnherbergi, laus fljótlega

nýtt á skrá

Dalbraut „Mjólkurstöðin“ Um er að ræða 658 m² atvinnuhúsnæði. Góð lofthæð, auðvelt að breyta innra skipulagi og breyta í minni einingar. Laust strax

hagatún

laust strax

Vel skipulagt, mikið endurnýjað 127,5 m² einbýlishús ásamt 40m² bílskúr, 4 svefnherbergi, góð verönd, mikið ræktuð lóð, góð staðsetning.


Eystrahorn

Fimmtudagur 21. ágúst 2014

www.eystrahorn.is

Flokkum betur í endurvinnslutunnuna

Sprautunálar eiga að fara í sér pakkningar sem fást í Apóteki

Ekki má setja fatnað og skó í endurvinnslutunnuna

Frá því að sveitarfélagið tók í notkun tveggja tunnu sorpkerfi þar sem í aðra tunnuna er sett almennt sorp og í hina endurvinnanleg efni hafa íbúar verið duglegir að flokka en betur má gera í þeim efnum. Við frekari flokkun á efni úr endurvinnslutunnunum kemur í ljós að of mikið af almennu sorpi er sett í þær. Einnig er nokkuð um að blautar og óhreinar umbúðir séu settar þar með en það veldur því að mikið magn af efni sem annars er endurvinnanlegt er flokkað sem sorp hjá endurvinnsluaðila á Reyðarfirði og er því urðað þar. Sveitarfélagið ber kostnað af flutningi á endurvinnsluefninu og af urðun á því sem ekki er hægt að endurvinna. Það er því afar mikilvægt að allt efni sem í endurvinnslutunnu fer sé endurvinnanlegt og ekki óhreint. Upplýsingar frá endurvinnsluaðila segja að eðlilegt magn af almennu sorpi úr slíkum tunnum sé 5% til 7% en frá Hornafirði hefur hlutfallið verið 14,7% og fór við síðustu losun í 17,1%. Á þessum tölum má sjá að við getum gert mun betur í þessum málum. Meðfylgjandi myndir sýna varning sem ekki er endurvinnanlegur. Meðal þess sem ekki fer í endurvinnslu er t.d. skór og töskur, flíkur, kjötáleggsbréf og umbúðir með álfilmu einnig á ekki að setja hlutina í poka og binda fyrir. Sveitarfélagið hvetur íbúa til að nota margnota innkaupapoka sem dreift var í hús á þessu ári. Einnig fást í Nettó umhverfisvænir maíspokar sem passa í fötur undir heimilissorp í stað plastpoka en plast eyðist illa á sorphaugum.

Ekki setja endurvinnsluefni í plastpoka

Óhreinar umbúðir eiga ekki að fara í endurvinnslutunnuna

Atvinna

Meiraprófsbílstjóra vantar hjá Eimskip Höfn frá 15. september til 31. október Upplýsingar gefur Heimir í síma 894-4107

Umboðsaðili

Langar þig í nám í vetur? Í þinni heimabyggð!

Nám í Nýheimum á Höfn - haustönn 2014

Er þetta ekki eitthvað fyrir mig?

Ýmist dagnám eða kvöldnám     

Fagnámskeið III fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu - 77 stundir Hönnunar og frumkvöðlasmiðja (fab lab) – 120 stundir Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú – 9 einingar á önn, fjarkennsla Lestur og ritun (Skref til sjálfsbjargar í lestri og ritun) - 60 stundir Auk fjölda námskeiða sem auglýst verða í námsvísi sem kemur út í byrjun september.

Allar nánari upplýsingar um námið hjá Margréti Gauju (gauja@fraedslunet.is) eða hjá Nínu Sibyl (nina@hfsu.is) og í símum 560 2050 og 560 2030 þar sem einnig er hægt að innrita sig. Kíktu líka á http://fraedslunet.is, þar er hægt að sjá námsframboðið.

Umhverfisviðurkenning Óskað er eftir tillögum um umhverfisviðurkenningu 2014 frá íbúum sveitarfélagsins. Viðurkenning er veitt í þremur flokkum og þurfa þeir aðilar sem tilnefndir eru að skara framúr eða vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Flokkarnir eru: • Garðar/lóðir í þéttbýli • Lögbýli • Fyrirtæki eða stofnun /lóðir Tekið er við tilnefningum á netfagnið tomasellert@hornafjordur.is. Einnig má hafa samband við umhverfistjóra sveitarfélagsins í síma 470 8003. Tilnefningar þurfa að berast fyrir 29. ágúst. Umhverfis-og skipulagsnefnd Hornafjarðar


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 21. ágúst 2014

Eystrahorn

Komin(n) í sitt besta form - Bætum heilsuna með þátttöku Íformi 5. - 6. september nk. óskir um rástíma út af öðrum greinum þá reyna stjórnendurnir á golfvellinum að vera liðlegir eins og venjulega. Strandblakið á líka að byrja kl. 9:00 á strandblaksvöllunum en ef veðurguðirnir svíkja gefin loforð þá verður það flutt inn. Frjálsar hefjast síðan kl. 11:00 og veður tímaseðill birtur fljótlega. Fótboltinn byrjar kl. 13:00 í Bárunni. Brenniboltinn æfingasvæðinu, ekki við sitt þá inn og fótbolti skiptis eða á húsinu.

byrjar kl. 14:00 á en ef veðurguðirnir standa verður brenniboltinn fluttur og brennibolti spilaður til sitthvorum helmingnum í

Hnitið byrjar svo kl. 15:00 í íþróttahúsinu.

Kvöldskemmtunin

Ein af þeim áskorunum sem maður þarf að takast á við, kominn af léttasta skeiði, er að draga úr afleiðingum ýmissa synda sem maður ber lengur utan á sér en æskilegt er. Eftir nokkra rauðvínssopa tekur marga daga að jafna sig og grillkjöt sumarsins situr á manni í marga mánuði. Þó maður komi sér í form getur það horfið út í veður og vind á undra skömmum tíma ef maður viðheldur því ekki. Þegar þú lesandi góður ert búinn að finna hreyfingu sem þér hentar, hvort sem það er íþróttagrein sem í boði er á Hornafirði eða ferð bara út að labba með þinni/þínum heittelskaða þá endilega vertu duglegur að stunda það því þá verður auðveldara að slá í gegn með þátttöku í Íformi 2015. Við verðum ekki öll meistarar þetta árið en við skulum öll koma okkur af stað og hafa gaman saman

fyrstu helgina í september. Verðið á mótið hefur verið ákveðið og óhætt er að segja að verðhjöðnun á Hornafirði er Íslandsmet ef ekki heimsmet. Langtímamarkmið okkar er þó fyrst og fremst betri líðan og betri heilsa og hreyfing, samvera og gott verð stuðlar svo sannarlega að hvorutveggja.

Þátttökugjald og tímasetningar Ef keppt er í einni grein þá kostar það 2.000 kr. en til að keppa í eins mörgum og þú hefur áhuga á eða úthald í þá þarf einungis að bæta við 1.500 kr. sem sagt tvær eða fleiri 3.500 kr. Keppt verður í brids á föstudagskvöldið og hefst bridskeppnin kl. 19:00. Laugadagurinn hefst með látum.

Á boðstólnum verður hin margrómaða hornfiska humarsúpa í forrétt og í aðalrétt verður skaftfellskt fjallalamb að hætti matreiðslumeistaranna. Meðlætið verður ekki skorið við nögl og verð á drykkjum viðráðanlegt. Til að loka fæðuhringnum verður svo kaffi og konfekt. Kvöldskemmtunin kostar einungis 5.000 kr. og ef þú hefur keppt í fleiri en einni grein þá færð þú matinn og mótið á 8.000 kr. Ef hjón keppa bæði þá geta þau farið út að borða og montast með árangurinn eftir daginn fyrir einungis 15.000 kr.

Rástími í golfið er kl. 9:00 en ef það eru sér

Næstu heimaleikir 2. deild karla - Sindravellir Laugardaginn 23. ágúst kl. 16:00

Sindri - ÍR

2. flokkur karla - Sindravellir Sunnudaginn 24. ágúst kl. 12:00

Máni/Sindri - Snæfellsnes

Hársnyrtistofan Flikk Lokað 20., 21. og 22. ágúst Birna

Ákveðið hefur verið að brydda upp á þeirri nýbreytni núna að hafa kvöldskemmtunina á laugadagskvöldinu í Golfskálanum. Húsið opnar kl 19:30 og hefst borðhald kl. 20:00. Matseðillinn er ekki af verri endanum og matreiðslumeistararnir heimsfrægir á Hornafirði.

Veitingasala í Nýheimum Óskað er eftir rekstaraðila að veitingasölu í Nýheimum á Hornafirði. Fullbúið lítið eldhús er á staðnum. Fyrirkomulag á rekstri og nánara skipulag er samkomulagsatriði milli rekstraraðila Nýheima og viðkomandi aðila. Kjörin rekstrareining fyrir einstakling. Stofnanir Nýheima hafa það að markmiði að efla heilsu og vellíðan nemenda og starfsmanna og mikilvægt að það sé haft að leiðarljósi við skipulag veitingaþjónustunnar. Áhugasamir hafi samband við Zophonías Torfason sem veitir nánari upplýsingar í síma 4708072 og í netfanginu skolameistari@fas.is Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu Menningarmiðstöð Hornafjarðar Rannsóknarsetur Háskóla Íslands


Eystrahorn

Fimmtudagur 21. ágúst 2014

www.eystrahorn.is

Umgengni endurspeglar innri mann

Umgengni um íþróttamannvirki sveitarfélagsins hafa alls ekki verið viðunandi undanfarið eins og meðfylgjandi myndir sýna. Höfða ég bæði til aðstandenda og iðkenda um að taka höndum saman og bæta hér úr. Mikill metnaður hefur verið lagður í að gera hér frábæra aðstöðu til íþróttaiðkunar. Okkur ber því skylda til að sýna bæði aðstöðunni, mannvirkjum og því fólki sem hefur stuðlað að uppbyggingunni þá sjálfsögðu virðingu að ganga vel um og eyðileggja ekki hlutina. Þetta á ekki síst við um Báruna sem er algjör bylting fyrir alla íþróttaiðkun í sveitarfélaginu. Umgengninni þetta sumarið verður ekki lýst nema með einu orði „hræðileg“ rusl og drasl út um allt, gervigrasið rifið upp svo að fyllingarefnið dreifist út um allt og skemmdir unnar á æfingatækjum og salernum. Strandblaksvellir við Báruna hafa heldur

ekki farið varhluta af þessu. Blakdeildin hefur verið með bolta við vellina svo að gestir og gangandi geti æft og leikið sér á völlunum sem gekk vel síðasta sumar en nú bregður svo við að þessir boltar hverfa jafn óðum. Hlaupabraut umhverfis Sindravöll og æfingavellir hafa einnig fengið aðra umgengni en æskilegt er. Umferð hjóla og hunda er bönnuð á þessum svæðum. Í leiðinni má minnast á göngu- og hjólreiðarstíga sem hafa verið lagðir íbúum og gestum sveitarfélagsins til yndisauka. Eins og nafnið ber með sér eru þetta göngustígar og þar af leiðandi ekki ætlaðir fyrir bílaumferð. Endurtekin skal hvatning til foreldra og forráðamanna barna og ungmenna að vera til fyrirmyndar með góðri umgengni og fræðslu. Með fyrirfram þökk. Forstöðumaður íþróttamannvirkja Hornafjarðar.

Trúbbadjamm á Víkinni föstudaginn 22. ágúst Júlli og félagar djamma með gestum inn í nóttina Frábær stemming Ókeypis inn

1. deild kvenna Sunnudaginn 24. ágúst kl. 16:00

Sindri - Þróttur Reykjavík

ATVINNA Veitingahúsið Víkin óskar eftir starfsfólki fyrir vetrarstarfið. Um er að ræða alls konar hlutastörf sem henta vel með annarri vinnu. Áhugasamir setji sig í samband við framkvæmdarstjóra Víkurinnar, Guðmund A. Ragnarsson í síma 478-2300 eða vikini@simnet.is.

Þetta er síðasti heimaleikur stúlknanna í sumar og að því tilefni býður TM öllum frítt á völlinn. Mætum og hvetjum ungu stúlkurnar.


markhonnun.is

SKIPULAGÐUR

Kræsingar & kostakjör

MORGUNVERÐARBOX

aukahólf+skeið

SNÆÐINGUR Í SKEMMTILEGU BOXI

FRÁ

998 kr

SALATBOX

1.398 kr

SALATBOX MEÐ KÆLIKUBBI, HNÍFAPÖRUM OG SÓSUBOXI SALATBOX MEÐ AUKAHÓLFUM, HNÍFAPÖRUM OG SÓSUBOXI

NESTISBOX

1.798 kr

NESTISBOX MEÐ SAFAFLÖSKU OG ÞREMUR AUKAHÓLFUM

FJÖLDI BOXA verð frá

598 kr

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

SISTEMA LEIKUR! HVAÐ ER Í ÞÍNU SISTEMA BOXI? Taktu mynd af flottu nesti, birtu hana á Facebook eða Instagram merkta #sistemanesti og þú gætir unnið flotta vinninga! nánar netto.is/sistema

www.netto.is | Mjódd · Grandi · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.