Eystrahorn 28. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 18. ágúst 2011

28. tbl. 29. árgangur

Manneskjan og ísinn

Sunnudaginn 14. ágúst sl. opnaði Sigurður Mar Halldórsson ljósmyndasýningu við Hoffellsjökul. Sýningin hefur fengið heitið Manneskjan og ísinn og á myndunum má sjá samspil nakins líkama og hinnar nöktu náttúru sem kemur undan ógnarfargi jökulsins þegar hann bráðnar. Hugmyndin að myndunum er

sótt í þjósögur og vættatrú en að öðru leyti lætur hann öðrum eftir að túlka myndirnar. Þetta er þriðja sýningin sem Sigurður heldur með þessu sniði, þ.e. að sýna myndirnar á sama stað og þær voru teknar. Fyrri sýningar voru í Hallormsstaðaskógi og á sandinum við Horn. Sýningin verður opin eitthvað fram á

haustið og fínt að fá sér göngutúr og kíkja á myndirnar sem eru meðfram göngustígnum og njóta náttúrunnar sem er stórbrotin við Hoffellsjökul. Svo er upplagt að bregða sér í pottana hjá Dúdda og Ingibjörgu eftir gönguferðina. Gestabók sýningarinnar er á www.marason.is.

Fiskveiðistjórnunin í deiglunni KPMG hefur skilað áfangaskýrslu um áhrif svokallaðs "minna frumvarps" sjávarútvegsráðherra á Sveitarfélagið Hornafjörð vegna breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Í fundargerð bæjarráðs 15. ágúst kemur eftirfarandi fram: „Flosi Eiríksson og Sigurjón Örn Arnarson komu inn á fundinn undir þessum lið og kynntu niðurstöður sínar um afleiðingar af minna frumvarpi um fiskveiðistjórnun 70/2011. Flosi gerði grein fyrir vinnunni. Helstu niðurstöður KPMG um áhrif minna frumvarpsins á Hornafjörð eru að veiðiheimildir

dragast saman sem nemur 581 þorskígildistonni sem er um 2,3% af heildaraflamarki á staðnum, að aflaverðmæti á staðnum lækkar um 190 m.kr., að samdrátturinn geti þýtt að sex störf tapist við veiðar auk afleiddra starfa og að sveitarfélagið verði af allt að 17 m.kr. í útsvartekjum sem eru 2,5% af útsvarstekjum sveitarfélagsins. Á móti kemur afli strandveiðibáta á Hornafirði sem þýðir að nettó dragist aflaheimildir saman um 450 þorskígildistonn. Kom fram að von er á niðurstöðum um áhrif stærra frumvarpsins á næstu dögum.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.