Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 28. ágúst 2014
28. tbl. 32. árgangur
„Göngustígurinn“ vinsæll fjarlægðahlutföllum. Sólin er staðsett á Óslandshrauninu en reikistjörnurnar dreifast meðfram stígnum allt að golfvellinum við Silfurnes. Reikistjörnurnar eru mótaðar sem kúlur á enda málmstanga og er stærð þeirra á bilinu 1 mm til 6,5 cm. Þær eru festar á gabbrósteina frá Litlahorni, en auk þess eru upplýsingaskilti við þær allar. Leiðin frá sólinni að Neptúnusi er 2.8 km á lengd og tekur gangan í heild sinni tæpa klukkustund. Út frá líkani af sólkerfinu gerir fólk sér frekar grein fyrir smæð jarðarinnar, smæð Íslands og okkar sjálfra. Jörðin er eini staðurinn í okkar sólkerfi þar sem líf þrífst svo líkanið minnir á mikilvægi þess að umgangast náttúruna vel, allt umhverfið og jörðina í heild sinni.
Myndir: Jóhann Helgi Stefánsson og Snævarr Guðmundsson.
Nýlega var vígsluathöfn og formlega tekið í notkun sólkerfislíkan við göngustíginn meðfram vestur strandlínunni á Höfn. Kristín Hermannsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands sagði frá tilurð verkefnisins og lýsti líkaninu. Í viðtali við Kristínu af þessu tilefni kom m.a. fram; Náttúrustofa Suðausturlands er rannsóknastofnun á sviði náttúrufræða sem er staðsett á Hornafirði og hefur verið starfandi í rúmt ár. Hún starfar eftir lögum frá 1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og er hlutverk hennar m.a. að safna gögnum og stunda vísindalegar náttúrurannsóknir og varðveita heimildir um náttúrufar, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar. Einnig að veita fræðslu um umhverfismál og náttúrufræði og aðstoða við gerð náttúrusýninga. Þau verkefni sem Náttúrustofa Suðausturlands er að vinna að þessa dagana er t.d. uppsetning á líkani sólkerfisins við náttúrustíg á Höfn, rannsaka og mæla ágang gæsa á ræktarlönd á SA-landi, skrá og telja helsingjahreiður í A-Skaftafellssýslu. Rannsaka gróðurleifar á Breiðamerkursandi, mæla skriðjökla og fylgjast með fjarreikistjörnum. Á Náttúrustofu Suðausturlands starfa auk mín Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur með jökla sem sérgrein og í sumar hefur Jóhann Helgi Stefánsson landfræðingur unnið hjá okkur.
Líkan af sólkerfinu Fljótlega eftir að Náttúrustofa var sett á laggirnar fæddist hugmyndin að því að setja upp líkan af sólkerfinu við göngustíginn á Höfn, en stígurinn er mjög hentugur fyrir
líkanið, bæði hvað varðar legu og lengd. Við höfðum líka samband við Grunnskóla Hornafjarðar og báðum þau að taka þátt í þessu verkefni og tókst það vel. Nú eiga allir árgangar skólans frá síðasta vetri efni á skiltunum við líkanið, en skiltin bera einnig tölulegar staðreyndir um sólkerfið og reikistjörnur öllum til fróðleiks og ánægju. Líklega var það þörfin fyrir afþreyingu á Höfn sem hvatti okkur áfram, en einnig viljinn til þess að gera Náttúrustofu Suðausturlands sýnilega. Því sóttum við um styrk til Vina Vatnajökuls í þetta verkefni og fengum úthlutað 1.5 milljónum í verkefnið í byrjun desember 2013. Einnig fengum við styrk frá Atvinnu- og rannsóknarsjóði Sveitarfélagsins Hornafjarðar til að gefa út bækling um líkanið.
Sólin á Óslandshrauni Líkanið er kvarðað niður meira en 2,1 milljarðfalt en er í réttum stærðar- og
Höfum áhuga á fleiri svona verkefnum Okkur langar að halda áfram að vinna með stíginn og setja upp fleiri upplýsingaskilti og fræðandi efni við hann sem tengist náttúrunni. T.d. væri hægt að gera jarðfræði, plöntufræði, dýralífi og norðurljósum skil á skiltum eða með áþreifanlegum upplýsingum. Og við erum einnig mjög ánægð með samstarfið við Grunnskólann og því munum við eflaust reyna að halda því áfram.
Margir lagt verkefninu lið Við viljum þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað okkur við að setja líkanið upp, en Áhaldahús Sveitarfélagsins Hornafjarðar lánaði okkur verkfæri og tæki, Vélsmiðja Hornafjarðar sá um að útbúa allar festingar fyrir reikistjörnurnar og skiltin, Jón Þorgrímsson rennismiður í Reykjavík renndi reikistjörnurnar og skiltin voru prentuð í heimabyggð. Svo komu ótal aðrir að þessu verkefni sem eiga þakkir skilið fyrir vinnu, ráðleggingar eða samvinnu.