Eystrahorn Fimmtudagur 25. ágúst 2011
29. tbl. 29. árgangur
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Töðugjöld í Gömlubúð
Laugardaginn 27. ágúst fara fram töðugjöld í Gömlubúð. Hátíðin er liður í Lifandi safni Menningarmiðstöðvar og Gömlubúðar þar sem boðið hefur verið upp á fjölbreytta viðburði á safninu í sumar. Húsið opnar klukkan 13:00 með mótorhjólasýningu. Boðið verður upp á ýmsar uppákomur á meðan á töðugjöldunum stendur, leikir verða fyrir börnin og hoppukastalar. Hilmar og fuglarnir stíga svo á svið klukkan 16:00 og boðið verður upp á þjóðlegar veitingar. Allir eru velkomnir á hátíðina og fólk er hvatt til að mæta í þjóðbúningi.
Margir flokkar í úrslitum í fótboltanum Meistaraflokkur karla leikur á laugardaginn kl. 14:00 við KB úr Breiðholti á Leiknisvellinum og heimaleikur Sindra verður á Sindravöllum á þriðjudaginn 30. ágúst kl. 17:30. Fyrir leikinn verður uppskeruhátíð hjá yngri flokkunum og í hálfleik fá Íslandsmeistararnir í 3. flokki kvenna sigurlaunin sín afhent. Hornfirðingar og stuðningsfólk á höfuðborgarsvæðinu er hvatt til að mæta í Breiðholtið og hvetja Sindrastrákana vel. Úrslitakeppni 3.fl. karla í 7-manna
bolta fer fram um helgina á Sindravöllum. Þar keppa auk Sindra, Snæfellsnes, Skallagrímur og UMFL. Stúlkurnar í 5. fl. fara til Akureyrar og keppa í úrslitakeppninni um helgina. Stúlkurnar í 2. flokki kvenna leika tvo heimaleiki í þessari viku, í dag kl. 17:00 gegn Álftanesi/Haukum og á laugardaginn kl. 16:00 gegn ÍBV. Mætum vel á Sindravelli til að hvetja unga fólkið til dáða. Með góðum stuðningi geta áhorfendur verið eins og tólfti liðsmaðurinn.