Eystrahorn 29. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn 29. tbl. 30. árgangur

Fimmtudagur 30. ágúst 2012

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Landgræðsluverðlaunin 2012 Landgræðslufélag Öræfinga hélt nýverið upp á 20 ára afmæli sitt. Við þau tímamót var félaginu afhent landgræðsluverðlaunin fyrir vel unnin störf og sérstaklega framlag ungmenna í starfinu. Ungmenni í Öræfum hafa frá árinu 1993 unnið mikilvægt uppgræðslustarf í Öræfum og borið hita og þunga af starfi Landgræðslufélags Öræfinga. Það er óvenjulegt en afar áhugavert við þetta starf að unglingarnir geta byrjað í landgræðsluvinnunni árið sem þau verða 10 ára. Öll ungmenni sem eru á svæðinu, þó að þau séu ekki búsett þar, fá að taka þátt í landgræðslustarfinu til jafns við þá sem eiga heima í Öræfum. Hóparnir hafa sýnt einstakan dugnað og metnað, oft við erfiðar aðstæður og í misjöfnum veðrum. Á stundum hafa þau orðið að ganga í um klukkutíma

Krakkarinr á myndinni eru: Ísak, Víðir, Sigurður Pétur, Aðalheiður, Sandra Rós, Páll Sigurgeir, Oddur, Sunneva, Birta Sól, Elín Helga, Gissur og Óskar.

með bakkaplöntur, áburð og verkfæri á vinnusvæðið, þar sem sumt af þessu landi er mjög erfitt yfirferðar og ekki fært vélknúnum ökutækjum. Þau hafa sýnt mikinn metnað í starfi. Starf ungmennanna í Öræfum er afar áhugaverð fyrirmynd á landsvísu, verðugt dæmi um hvernig hægt er að kveikja varanlegan áhuga á velferð

landsins. Landgræðslufélag Öræfinga var stofnað árið 1992. Það er fyrsta landgræðslufélagið. Megin tilgangur félagsins er að koma á sem samfelldustum nytjagróðri á undirlendi sveitarinnar auk fjallahlíða þar sem gróðurskilyrði og aðstæður til ræktunar gera það kleift. Fyrstu verkefni félagsins voru að friða um 5.000 ha lands með girðingu frá Hofi austur fyrir

Hnappavelli og hefja uppgræðslu á því svæði. Einnig hefur félagið sett upp skógræktargirðingu við Svínafell og sáð melfræi í sandinn norðvestur af Ingólfshöfða. Landgræðslufélagið hélt upp á 10 ára starfsafmæli sitt 17. ágúst 2003. Af því tilefni var farið í skoðunarferð um stærsta landgræðslusvæði félagsins, á Skerjunum milli Hofs og Hnappavalla og sáningar skoðaðar. Einnig afhjúpaði Margrét Hauksdóttir skilti um landgræðslufélagið. Félagið fékk einnig landgræðsluverðlaunin árið 1998. Plantað hefur verið 12-15 þúsund plöntum árlega. Starfsemin er fjármögnuð með styrkjum, m.a. frá Sveitarfélaginu Hornafirði, Suðurlandsskógum og Landbótasjóði Landgræðslunnar auk félagsgjalda. www.land.is

Knattspyrnuvertíð að ljúka Knattspyrnuvertíðinni er að ljúka og af því tilefni hafði blaðið samband við Kristján Guðnason formann knattspyrnudeildarinnar sem hafði þetta að segja um keppnistímabilið; „Meistaraflokkur karla er kominn í úrslit og vann sinn riðil sem var mjög sterkur. Þessi árangur tryggir okkur þátttöku í 3. deildinni á næsta ári en jafnframt eigum við möguleika að komast upp í 2. deild. Úrslitakeppnin hefst á laugardaginn með útileik gegn Íþróttafélagi Hafnarfjarðar og síðari leikurinn verður hér heima þriðjudaginn 4. september. Þessi árangur náðist ekki fyrirhafnarlaust. Þjálfarar og strákarnir hafa lagt á sig mikla og óeigingjarna vinnu. Svona árangur smitar út frá sér og er hvatning fyrir yngri þátttakendur. Þetta er þriðja ár Óla Stefáns

Íslandsmeistarar Efri röð f.v. Nihad Hasecic, þjálfari, Áróra Dröfn, Ólöf María, Ingunn Mist, Sigrún Salka, Adisa, Ingibjörg. Neðri röð f.v.Guðný, Ragna Steinunn, Ylfa, Arney, Ingibjörg Lúcía, Regielly, Hildur.

sem þjálfari hjá okkur og eru áherslur hans um góða ástundun og reglusemi sannarlega að skila sér. Meistaraflokkur kvenna stóð sig með stakri prýði og framar væntingum þrátt fyrir ungt lið og ekki stóran hóp. Ég hef áhuga á að skoða þá möguleika að styrkja liðið fyrir næsta keppnistímabil. Það getur verið mikils virði fyrir ungu

knattspyrnustúlkurnar okkar að hafa í liðinu einstaklinga með meiri reynslu. Ánægjulegasti árangur yngri flokkanna var sigur 4. flokks stúlkna á Íslandsmótinu í 7-manna liðum. Einnig urðu þær Rey Cup meistarar í sínum aldursflokki. Þetta gefur okkur tilefni til að líta björtum augum á framtíð kvennaknattspyrnunnar hér. Aðrir flokkar stóðu sig

með ágætum og meðal annars er 5. flokkur stúlkna að keppa í úrslitum um helgina. Venjan er sú að senda bæði drengi og stúlkur í 3. flokki til Noregs og taka þátt í einu stærsta knattspyrnumóti heims Norway Cup. Þessar ferðir hafa heppnast einstaklega vel og árangur góður. Þess má geta að verið er að undirbúa stofnun yngri flokka ráðs sem með haustinu á að hefja undirbúning að skipulagi næsta sumars í samráði við foreldra og er það von mín að foreldrar verði duglegir að taka þátt í starfinu með okkur áfram sem og hingað til. Mesti og besti árangurinn er samt sá að okkur skuli takast að halda úti svona öflugu og fjölmennu félags- og tómstundastarfi fyrir börn og ungmenni í héraðinu. Að lokum vil ég hvetja alla til að mæta á leikina í úrslitakeppni meistaraflokks og þá leiki sem eftir eru.“

Úrslitakeppni 3. deildar þriðjudaginn 4. september kl. 17:30 - Allir á völlinn!


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 30. ágúst 2012

Umferðin og skólinn Lögreglan minnir á að nú hafa skólarnir hafið starfsemi sína og unga fólkið okkar ferðast um með skólatöskur sínar á háanna tíma. Gætum vel að börnunum okkar og högum akstri miðað við aðstæður. Þá er nauðsynlegt að rifja upp umferðarreglurnar, nota reiðhjólahjálma, ör yggisbelti, endurskin og

Sjáumst í umferðinni! Lögreglan á Höfn

Hin árlega dagsferð félags eldri Hornfirðinga, verður farin um Suðurfirði til Fáskrúðsfjarðar laugardaginn 1. september n.k. kl. 9:00 frá Ekru. Þeir sem áhuga hafa á að fara, skrái sig í Ekru eða hafi samband í síma 8406071 Jón Ingi eða 847-6632 Örn. Félagsmenn hafa forgang. Við hvetjum alla þá sem rétt hafa, til að ganga í félagið.

Ferðanefndin

Námskeið í bókbandi Félag eldri Hornfirðinga hyggst gangast fyrir námskeiði í bókbandi á komandi hausti ef næg þátttaka fæst. Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlega beðnir að hafa samband sem fyrst við Björn í síma 894-7210 eða 478-1110. Félag eldri Hornfirðinga

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Af starfsemi Þekkingarnetsins

umfram allt; ekki gleyma sér í umferðinni.Lögreglan mun halda úti eftirliti með hefðbundnu sniði, og hvetur ökumenn til að vera vakandi og leggja frekar fyrr af stað heldur en vinna upp tíma með hraðakstri.

Félag eldri Hornfirðinga

Eystrahorn

Eystrahorn

Til sölu

Húsbúnaður til sölu vegna brottflutnings. T.d. ísskápur sem nýr, þvottavél ársgömul, sófasett o.fl. velútlítandi. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 478-1191 og 864-1191

Námskeiðið Leiðin að hjarta gestsins, vor 2011

Þekkingarnet Austurlands hefur rekið starfsstöð í Nýheimum frá því í september 2006. Framan af var verkefnisstjórinn Ragnhildur Jónsdóttir eini starfsmaðurinn, en starfsemin óx mjög hratt svo ráðinn var annar starfsmaður, Nína Síbyl Birgisdóttir í um 70% hlutastarf til viðbótar. Þær stöllur hafa lagt sig fram um að veita Hornfirðingum góða þjónustu á sviði menntunar og náms- og starfsráðgjafar. Í Nýheimum er aðstaða fyrir fullorðið fólk til að stunda fjarnám þar sem bæði er í boði aðstaða í námsveri með nettengingu svo og aðgangur að fjarfundabúnaði. Starfsemin hefur í aðalatriðum verið þríþætt; • Margvísleg fræðslutilboð og námskeið fyrir fullorðið fólk á vinnumarkaði, fyrirtæki og stofnanir . • Náms- og starfsráðgjöf og skipulagning og framkvæmd raunfærnimats, • Þjónusta við fjarnema í háskólanámi. Nú hefur Þekkingarnet Austurlands verið lagt niður en starfsemi þess heldur hins vegar áfram inni í nýstofnaðri stoðstofnun á Austurlandi sem hlotið hefur nafnið Austurbrú. Ragnhildur lét af störfum fyrr í sumar er hún tók við starfi fræðslustjóra Hornafjarðar. Nína verður hins vegar starfsmaður Austurbrúar og sinnir námskeiðshaldi eins og hún hefur gert undanfarin ár og vakin er athygli á því að auglýst er hér í blaðinu eftir nýjum verkefnastjóra á fræðslusviði Austurbrúar.

Hafnarkirkja Sunnudaginn 2. september Messa kl. 11:00 Sr. Gunnar Stígur Reynisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti.

Prestarnir

Opin æfing hjá Samkórnum Klukkan 20:00 þriðjudaginn 4. september verður opin æfing hjá Samkór Hornafjarðar. Allir sem hafa áhuga á söng og langar að syngja í kór og hafa gaman að, eru velkomnir til okkar að kynna sér starfið. Kórmeðlimum stendur til boða raddþjálfun hjá kórstjóra, sem meðlimir hafa verið að nýta sér með góðum árangri. Hlökkum til að sjá sem flesta. Stjórn Samkórs Hornafjarðar


Eystrahorn

Fimmtudagur 30. ágúst 2012

Ertu í leit að nýju áhugamáli?

www.eystrahorn.is

Réttindagæslumaður Réttindagæslumaður fólks með fötlun á Austurlandi verður á ferðinni um Hornafjörð í næstu viku. Þeir sem vilja hitta undirritaða vinsamlegast hringið í síma 858-1964 milli kl. 9:00 og 12:00 virka daga og við finnum okkur tíma saman. Einnig er hægt að senda tölvupóst á sigurlaug.gisladottir@rett.vel.is Vonast til að hitta ykkur sem flest. Með kveðju, Sigurlaug Gísladóttir Réttindagæslumaður fólks með fötlun á Austurlandi

Laugardaginn 8. september munu félagasamtök í Austur – Skaftafellssýslu kynna starfsemi sína fyrir gestum og gangangi í Nýheimum. Veturinn er fram undan og félagsstarf í sýslunni að vakna til lífsins eftir sumarfrí. Mikið er um fjölbreytt félagasamtök á svæðinu og nóg er í boði fyrir þá sem eru í leit að nýju áhugamáli, hvort sem það er hreyfing, tómstundir, handverk eða líknarstarf af einhverju tagi. Á degi sem þessum er kjörið tækifæri til að kynna sér nýjan félagskap og hvað er í boði. Kynningin er opin öllum og hefst klukkan 13:00 og stendur til klukkan 16:00. Boðið verður upp á tónlistaratriði og að sjálfsögðu verður kaffi á könnunni.

Réttindagæslumenn skulu fylgjast með högum fatlaðs fólks á sínu svæði og vera því innan handar við réttindagæslu hvers konar, hvort sem það er vegna meðferðar einkafjármuna þess, þjónustu sem það á rétt á eða varðandi önnur persónuleg réttindi eða einkamál þess. Búi hinn fatlaði einstaklingur á heimili fyrir fatlað fólk skal forstöðumaður viðkomandi heimilis veita réttindagæslumanni þær upplýsingar sem honum eru nauðsynlegar vegna starfs síns.

Gríptu tækifærið!

Starf á fræðslusviði Austurbrúar VERKEFNASTJÓRI Á HORNAFIRÐI Verkefnastjóri ber ábyrgð á starfsemi Austurbrúar á Hornafirði. Hann þarf að hafa góða samskiptahæfileika, tungumálakunnáttu, búa yfir frumkvæði og skapandi hugsun og geta unnið sjálfstætt. Helstu verkefni: • Þjónusta, aðstoð og upplýsingagjöf til háskólanema. • Samstarf við háskóla og kynning á háskólanámi. • Umsjón með verkefnum á sviði framhaldsfræðslu. • Öflun verkefna á sviði fræðslu og nýsköpunar. • Markaðssetning starfseminnar á svæðinu. • Kennsla á námskeiðum og önnur tilfallandi störf. Hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg, kennsluréttindi á framhaldsskólastigi er kostur, reynsla og þekking á mennta- og markaðsmálum er kostur svo og reynsla af stjórnun verkefna. Búseta á Hornafirði er skilyrði, starfsstöð er í Nýheimum. Í umsókn þurfa að koma fram ítarlegar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umsóknir berist til Austurbrúar, Kreml, Egilsbraut 11, 740 Neskaupstað eða í tölvupósti á netfangið gudrun@austurbru.is fyrir 9. september 2012. Nánari upplýsingar veita Ragnhildur Jónsdóttir í síma 470 8002 og Guðrún Á Jónsdóttir í síma 470 3830. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 30. ágúst 2012

Eystrahorn

Í formi 2012 Mótið Mótið sjálft er í undirbúningi og gengur bara vel. Tímaseðillinn er að verða tilbúinn og tilboðin í matinn streyma inn. Sennilega er óhætt að segja að Íformi 2012 bjóði verðbólgunni byrginn þar sem mótsgjaldið verður það sama og síðast og allt útlit er á að maturinn verði á mjög viðráðanlegu verði.

Verðlaun, reglur og skráning Æfingar og upplýsingar Þá er haustið komið, skólar byrjaðir og við sem erum á besta aldrinum farin að rembast við að koma okkur í form. Hvernig sem á því stendur virðist maður alltaf þurfa meiri og meiri tíma til að ná upp dampi og svo finnst manni líka vanta upp á sprengikraftinn þegar á hólminn er komið. En maður huggar sig við að sjálfsagt er eins fyrir öðrum komið. Æfingar fyrir einstakar greinar eru byrjaðar og er tímataflan hér fyrir neðan. Þeir sem vilja fá tilsögn í frjálsum geta haft samband við Guðrúnu Ingólfs í síma 896-8928 og er hún boðin og búin að veita hana, hver veit kannski verður til annar Norðurlandameistari og

þá í öldungaflokki. Þær greinar sem verður keppt í í frjálsum eru 80 m hlaup, langstökk, hástökk, kúla og kringla, svo verður náttúrulega hlaupið 12,6 km og ca 5km en það er verið að mæla skemmtilega hlaupaleið fyrir það hlaup. Golfarar og spilarar verða að æfa sig eins og aðrir en engin verður tilsögnin, þeir veða bara að treysta á eigið ágæti.

Mótsstjórnin hefur ákveðið að í ár verða engin verðlaun veitt. Verðlaunaafhendingin hefur tekið langan tíma og mælst mis vel fyrir, en auðvitað verða veittar viðurkenningar fyrir merkilegar uppákomur í greinunum en það er alfarið á hendi viðkomandi greinastjóra. Ákveðið hefur verið að færa þátttökualdur kvenna niður í 20 ár í blaki og fótbolta til samræmis við önnur mót á landinu en með þeim skilyrðum

að það má ekki hafa nema 2 konur undir þrítugu í hverju liði og þær mega ekki hafa keppt í Íslandsmótinu í sumar. Hjá körlum verður aldurinn 30 ár eins og undafarið og í hverju liði mega eingöngu vera 2 leikmenn sem hafa spilað í Íslandsmótinu í ár. Skráning er hafin og er bæði hægt að skrá sig á heimasíðu mótsins www.iformi.is eða senda póst á sindri@hfn.is. Þá þarf að taka fram í hvað greinum á að keppa og einnig ef það eru sér óskir um rástíma í golfinu. Þeir sem ætla á lokahófið taka það að sjálfsögðu fram og láta vita ef þeir bjóða makanum með og hann hefur ekki verið að keppa. Tímaseðill, matseðill og þátttökugjöld verða birt við fyrsta tækifæri á www.iformi.is. Íformi 2012 hvetur alla Hornfirðinga að finna sér grein eða greinar og fara að æfa því ekkert er skemmtilegra en reyna á sig og fá útrás fyrir adrenalín flæðið í góðra vina hópi.

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

17:30 Hlaupahópur

18:00 Brennibolti

17:30 Hlaupahópur

17:00 - 19:00 Hnit í Mánagarði

19:30 - 21:00 Hnit

19:40 - 21:10 Balk KVK

18:00 - 20:00 Hnit

20:00 Fótbolti KVK

18:00 - 19:00 Blak KVK

21:10 - 23:00 Blak KK

19:00 Fótbolti KK

19:00 Fótbolti KK 20:00 - 21:00 Blak KK

Á hverju hefur þú áhuga? Söngur Íþróttir Leiklist Garðyrkja Kvenfélög Handverk Gönguferðir

Félagasamtök í sýslunni kynna starfsemi sína í Nýheimum 8. september frá klukkan 13:00 til 16:00

Trúarlegt starf Skógrækt Líknarstarf Björgunarstarf Handverk Tónlist Félagsstarf

Gríptu tækifærið og finndu þér nýtt áhugamál Menningarmiðstöð Hornafjarðar


Eystrahorn

Fimmtudagur 30. ágúst 2012

útölulok! Útsölunni lýkur föstudaginn 31. ágúst. Aukinn afsláttur!

Verslun Dóru

Opið virka daga kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 18:00

Frjálsíþróttamót Mána

www.eystrahorn.is

Auglýsing um skipulag Sveitarfélagið Hornafjörður Tillaga að nýju deiliskipulagi. Deiliskipulag við útfall Jökulsá á Breiðamerkursandi, Jökulsárlóni. Deiliskipulag Þjónustusvæðis Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar , skv.1. mgr. 41. gr. Skipulagslög nr. 123/2010 Markmið skipulagsins felst, í meginatriðum, í eftirfarandi: Afmörkun bílastæða og bílaumferðar.

Nú er komið að hinu árlega frjálsíþróttamóti Mána en það verður haldið sunnudaginn 2. september kl. 13:00 á íþróttavellinum á Höfn.

• Afmörkun byggingarreita og skilgreining byggingarheimilda fyrir þær þjónustubyggingar sem nauðsynlegt verður talið að byggja.

Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum: • 10 ára og yngri • 11-12 ára • 13 ára og eldri Þátttökugjald 500 kr. á einstakling Sjálfboðaliðar alltaf velkomnir. Hvetjum foreldra til að mæta með yngri börnum. Mætum sem flest hress og kát.

AÐALFUNDUR Aðalfundur Kvennakórs Hornafjarðar verður haldinn þann 6. september 2012 kl 19:00 í Golfskálanum Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf Hlökkum til að hitta ykkur allar og hefja starfið af krafti.

• Helstu gönguleiðir og útsýnisstaðir þar sem æskilegt og / eða nauðsynlegt má telja að gripið verði til markvissrar mannvirkjagerðar og yfirborðsfrágangs til að forða sliti og skemmdum. Deiliskipulag , ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu, verður til sýnis á bæjarskrifstofu Hornafjarðar, Hafnarbraut27, á venjulegum opnunartíma, frá og með mánudeginum 23. júlí, 2012, til og með mánudeginum 3. september 2012. Breytingartillagan, ásamt greinargerð, er einnig til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins, http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/upplysingar/ skipulag/deiliskipulag/ Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til mánudagsins. 3. september, 2012 og skal skila skriflega eða á netfangið runars@hornafjordur.is , Athugasemdum skal skilað á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillöguna innan tilskilins frests, telst henni samþykkur.

Bjóðum nýja félaga hjartanlega velkomna Stjórnin

F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar, 19. júlí, 2012. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, Yfirmaður Umhverfis og Skipulags


Eystrahorn 29. tbl. 30. árgangur

Rauðakrossbúðin verður opin laugardaginn 8. september og mánudaginn 24. september

www.eystrahorn.is

Vígsla kaþólsku kapellunnar á Höfn

Með gleði tilkynnum við að laugardaginn þann 8. september kl. 14:00 kemur kaþólski biskupinn Mons. Pétur Burcher til Hornafjarðar til að vígja nýju kapelluna og opna hana formlega. Eftir messu er öllum þátttakendum boðið í smá veislu í húsi okkar að Hafnarbraut 40. Allir eru hjartanlega velkomin. Fyrir hönd kaþólskra á Hornafirði bróðir David kaþólskur sóknarprestur á Austurlandi

Þessir duglegu drengir héldu tombólu á dögunum. Þeir söfnuðu 1.118 krónum og gáfu Rauða krossinum. Drengirnir heita Magnús Már Vilhjálmsson, Stígur Aðalsteinsson, Björn Ívar Vilhjálmsson og Friðrik Björn Friðriksson.

Styrkir til eflingar nýsköpunar og samkeppnishæfni atvinnulífsins á Suðurlandi Umsóknafrestur er til og með 2. október 2012 Vaxtarsamningur Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar klasa og framgang rannsókna og þróunar á sviði orkunýtingar á Suðurlandi. Til orkunýtingar má meðal annars telja aukna verðmætasköpun frá sunnlenskri orku, hagkvæmni í orkunýtingu, nýjungar á sviði orkugjafa, sjálfbæra orkunýtingu, orkusparnað, innlenda orkugjafa og vistvænt eldsneyti. Óskað er eftir umsóknum um samstarfsverkefni í það minnsta þriggja fyrirtækja sem tengjast nýsköpun með skýrri verðmætasköpun. Starfsvæði Vaxtarsamnings Suðurlands markast af Hellisheiði í vestri og eystri mörkum Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Gerð er krafa til þess að verkefnin styðji atvinnulíf og samfélag svæðisins. Í boði eru 20 milljónir. Mótframlag verkefnisins þarf að vera að lágmarki 50%. Verkefni þar sem fyrirtæki og stofnanir koma saman og vinna að rannsóknum, þróun og fræðslu njóta alla jafna forgangs. Að auki verður horft til þess að verkefnið skili ábata og störfum út í samfélagið. Í umsókninni á að koma fram lýsing á verkefninu, skýr útlistun á nýnæmi hugmyndarinnar og ætluðum ávinningi ásamt kostnaðarfjármögnunar- og tímaáætlun. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga. Rafræn umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur má finna á vef Atvinnuþróunarfélags Suðurlands www.sudur.is. Umsóknafrestur er til og með 2. október 2012 Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband tímanlega og þiggja ráðgjöf hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands www.sudur.is í síma 4808210 og 4812961

... í tengslum við úthlutunina verður boðið uppá kynningarfund í húsnæði Atvinnuþróunarfélags Suðurlands að Austurvegi 56, Selfossi klukkan 13:00 föstudaginn 31. ágúst, þar sem farið verður yfir úthlutunarreglur og umsóknaferli Vaxtarsamnings.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.