Eystrahorn 29. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn 29. tbl. 30. árgangur

Fimmtudagur 30. ágúst 2012

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Landgræðsluverðlaunin 2012 Landgræðslufélag Öræfinga hélt nýverið upp á 20 ára afmæli sitt. Við þau tímamót var félaginu afhent landgræðsluverðlaunin fyrir vel unnin störf og sérstaklega framlag ungmenna í starfinu. Ungmenni í Öræfum hafa frá árinu 1993 unnið mikilvægt uppgræðslustarf í Öræfum og borið hita og þunga af starfi Landgræðslufélags Öræfinga. Það er óvenjulegt en afar áhugavert við þetta starf að unglingarnir geta byrjað í landgræðsluvinnunni árið sem þau verða 10 ára. Öll ungmenni sem eru á svæðinu, þó að þau séu ekki búsett þar, fá að taka þátt í landgræðslustarfinu til jafns við þá sem eiga heima í Öræfum. Hóparnir hafa sýnt einstakan dugnað og metnað, oft við erfiðar aðstæður og í misjöfnum veðrum. Á stundum hafa þau orðið að ganga í um klukkutíma

Krakkarinr á myndinni eru: Ísak, Víðir, Sigurður Pétur, Aðalheiður, Sandra Rós, Páll Sigurgeir, Oddur, Sunneva, Birta Sól, Elín Helga, Gissur og Óskar.

með bakkaplöntur, áburð og verkfæri á vinnusvæðið, þar sem sumt af þessu landi er mjög erfitt yfirferðar og ekki fært vélknúnum ökutækjum. Þau hafa sýnt mikinn metnað í starfi. Starf ungmennanna í Öræfum er afar áhugaverð fyrirmynd á landsvísu, verðugt dæmi um hvernig hægt er að kveikja varanlegan áhuga á velferð

landsins. Landgræðslufélag Öræfinga var stofnað árið 1992. Það er fyrsta landgræðslufélagið. Megin tilgangur félagsins er að koma á sem samfelldustum nytjagróðri á undirlendi sveitarinnar auk fjallahlíða þar sem gróðurskilyrði og aðstæður til ræktunar gera það kleift. Fyrstu verkefni félagsins voru að friða um 5.000 ha lands með girðingu frá Hofi austur fyrir

Hnappavelli og hefja uppgræðslu á því svæði. Einnig hefur félagið sett upp skógræktargirðingu við Svínafell og sáð melfræi í sandinn norðvestur af Ingólfshöfða. Landgræðslufélagið hélt upp á 10 ára starfsafmæli sitt 17. ágúst 2003. Af því tilefni var farið í skoðunarferð um stærsta landgræðslusvæði félagsins, á Skerjunum milli Hofs og Hnappavalla og sáningar skoðaðar. Einnig afhjúpaði Margrét Hauksdóttir skilti um landgræðslufélagið. Félagið fékk einnig landgræðsluverðlaunin árið 1998. Plantað hefur verið 12-15 þúsund plöntum árlega. Starfsemin er fjármögnuð með styrkjum, m.a. frá Sveitarfélaginu Hornafirði, Suðurlandsskógum og Landbótasjóði Landgræðslunnar auk félagsgjalda. www.land.is

Knattspyrnuvertíð að ljúka Knattspyrnuvertíðinni er að ljúka og af því tilefni hafði blaðið samband við Kristján Guðnason formann knattspyrnudeildarinnar sem hafði þetta að segja um keppnistímabilið; „Meistaraflokkur karla er kominn í úrslit og vann sinn riðil sem var mjög sterkur. Þessi árangur tryggir okkur þátttöku í 3. deildinni á næsta ári en jafnframt eigum við möguleika að komast upp í 2. deild. Úrslitakeppnin hefst á laugardaginn með útileik gegn Íþróttafélagi Hafnarfjarðar og síðari leikurinn verður hér heima þriðjudaginn 4. september. Þessi árangur náðist ekki fyrirhafnarlaust. Þjálfarar og strákarnir hafa lagt á sig mikla og óeigingjarna vinnu. Svona árangur smitar út frá sér og er hvatning fyrir yngri þátttakendur. Þetta er þriðja ár Óla Stefáns

Íslandsmeistarar Efri röð f.v. Nihad Hasecic, þjálfari, Áróra Dröfn, Ólöf María, Ingunn Mist, Sigrún Salka, Adisa, Ingibjörg. Neðri röð f.v.Guðný, Ragna Steinunn, Ylfa, Arney, Ingibjörg Lúcía, Regielly, Hildur.

sem þjálfari hjá okkur og eru áherslur hans um góða ástundun og reglusemi sannarlega að skila sér. Meistaraflokkur kvenna stóð sig með stakri prýði og framar væntingum þrátt fyrir ungt lið og ekki stóran hóp. Ég hef áhuga á að skoða þá möguleika að styrkja liðið fyrir næsta keppnistímabil. Það getur verið mikils virði fyrir ungu

knattspyrnustúlkurnar okkar að hafa í liðinu einstaklinga með meiri reynslu. Ánægjulegasti árangur yngri flokkanna var sigur 4. flokks stúlkna á Íslandsmótinu í 7-manna liðum. Einnig urðu þær Rey Cup meistarar í sínum aldursflokki. Þetta gefur okkur tilefni til að líta björtum augum á framtíð kvennaknattspyrnunnar hér. Aðrir flokkar stóðu sig

með ágætum og meðal annars er 5. flokkur stúlkna að keppa í úrslitum um helgina. Venjan er sú að senda bæði drengi og stúlkur í 3. flokki til Noregs og taka þátt í einu stærsta knattspyrnumóti heims Norway Cup. Þessar ferðir hafa heppnast einstaklega vel og árangur góður. Þess má geta að verið er að undirbúa stofnun yngri flokka ráðs sem með haustinu á að hefja undirbúning að skipulagi næsta sumars í samráði við foreldra og er það von mín að foreldrar verði duglegir að taka þátt í starfinu með okkur áfram sem og hingað til. Mesti og besti árangurinn er samt sá að okkur skuli takast að halda úti svona öflugu og fjölmennu félags- og tómstundastarfi fyrir börn og ungmenni í héraðinu. Að lokum vil ég hvetja alla til að mæta á leikina í úrslitakeppni meistaraflokks og þá leiki sem eftir eru.“

Úrslitakeppni 3. deildar þriðjudaginn 4. september kl. 17:30 - Allir á völlinn!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.