Eystrahorn 29. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn 29. tbl. 31. árgangur

Fimmtudagur 5. september 2013

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Heimsókn innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og föruneyti komu í heimsókn til Hornafjarðar 22. ágúst. Var heimsóknin liður í yfirreið ráðherra um Suðurland. Bæjarfulltrúar og starfsfólk sveitarfélagsins tóku á móti hópnum í ráðhúsinu og áttu um einnar klukkustundar fund þar sem rætt var um samgöngumál, lögreglumál og stöðu atvinnulífs. Bæjarfulltrúar lögðu áherslu á mikilvægi þess að ljúka skoðun á hvort og þá hvernig hægt væri að auka dýpi á Grynnslunum fyrir utan Hornafjarðarós. Sögðu að Grynnslin væru takmarkandi þáttur í þróun útgerðar á staðnum. Vegamál voru jafnframt fyrirferðarmikil á fundinum. Vegamálastjóri, sem var í för með ráðherra, greindi frá að byrjað væri á mælingum á vegastæði fyrir veg um Hornafjörð og að ráðgert sé að framkvæmdir hefjist árið 2015. Bæjarfulltrúar lögðu áherslu á að veglagningunni yrði flýtt eins og kostur er en jafnframt hugað að undirbúningi vegaframkvæmda í Lóni. Auk þess nefndu þau að um 20 einbreiðar brýr væru í sveitarfélaginu sem ógnaði umferðaröryggi vegfarenda, ekki síst með sívaxandi umferð yfir sumarmánuðina. Framtíð Reykjavíkurflugvallar og innanlandsflug eru hvort tveggja mál sem ráðherra og starfsfólk í ráðuneytinu eru með á sínum borðum. Áherslan er að tryggja framtíð öruggra samgangna til og frá Reykjavík. Áréttuðu bæjarfulltrúar mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir öryggi íbúa á Hornafirði auk þess að vera mikilvægur hluti af ferðaþjónustu í héraðinu. Þá var lögð áhersla á að Hornafjarðarflugvöllur gæti tekið á móti smærri farþegaflugvélum og ferjuflugi til og frá Evrópu. Í lok fundar var rætt um embætti

sýslumanns og stöðu lögreglumála í héraðinu. Vegna fjarlægðar í önnur héruð og mikilvægi lögreglunnar fyrir öryggi íbúanna þá væru fjórar stöður í lögregluliðinu lágmark að mati bæjarfulltrúa. Eftir heimsókn í ráðhúsið hélt ráðherra í þjónustustöð Vegagerðarinnar og skrifstofu Sýslumannsins.

Nýr starfsmaður

RíkiVatnajokuls.is verður hornafjordur.is

Þórhildur Kristjánsdóttir, þroskaþjálfi mun hefja störf á félagssviði Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Starfið sem er nýtt mun fela m.a. í uppeldisráðgjöf við foreldra og börn og samstarfi við leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu ásamt öðrum tilfallandi verkefnum í tengslum við málefni barna og ungmenna með fatlanir. Þá mun Þórhildur einnig sinna annarri uppeldisráðgjöf í samvinnu við aðra starfsmenn sviðsins. Þórhildur er 49 ára og er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði en hefur einnig lokið Þroskaþjálfanámi frá HÍ og diplómanámi í sérkennslufræðum. Þá hefur hún starfað við málefni fatlaðra og barna á einn eða annan hátt síðan 1984, nú síðast sem sérkennari við Grunnskóla Hornafjarðar þar sem hún starfaði áður sem deildarstjóri sérkennslu. Á árunum 1999-2004 gegndi Þórhildur stöðu ráðgjafarþroskaþjálfa hjá sveitarfélaginu og leysti m.a. félagsmálastjóra af störfum um tíma. Þórhildur hóf störf 1. ágúst og býður starfsfólk Ráðhússins hana velkomna til starfa.

Samvélagsvefurinn Ríki Vatnajokuls sem hefur notað lénið rikivatnajokuls.is mun frá með 1. sept. formlega nota lénið hornafjordur.is líkt og gert var í upphafi þegar vefurinn fór í loftið árið 2003. Þeir sem nota Samfélagsvefinn sem upphafssíðu þurfa að gera viðeigandi breytingar í sínum vafra (t.d. Internet Explorer, Firefox eða Google Chrome) annars mun ferðaþjónustuvefurinn koma inn sem upphafssíða. Notendur vefsins hafa tekið eftir því að breytingar hafa verið gerðar á vefnum síðustu mánuði eða frá því að Sveitarfélagið Hornafjörður eignaðist vefinn sem áður var í eigu og rekinn af Hátíðni. M.a. hefur merki vefsins verið breytt í Hornafjörður og hefur vefurinn sjálfkrafa færst af rikivatnajokuls.is yfir á hornafjordur.is. Sveitarfélagið hefur afhent Ferðaþjónustuklasanum Ríki Vatnajokuls ehf lénið rikivatnajokuls.is og mun það félag nota lénið fyrir ferðaþjónustusíðu sína. Einnig mun lénið riki.is sem notað hefur sem flýtileið fyrir samfélagsvefinn einnig fylgja með til ferðaþjónustunnar.


2

Fimmtudagur 5. september 2013

Vígsla kaþólsku kapellunnar á Höfn í Hornafirði Kæru vinir. Fyrir einu ári opnaði biskupinn okkar, msgr. Pétur Bürcher, húsið okkar á Höfn í Hornafirði við hátíðlega athöfn. Öllum er nú boðið í vígslu kapellunnar, sem hefst laugardaginn 7. september 2013 kl. 20:00 með samkomu, rósakransbæn og tilbeiðslustund til kl. 21:00. Við viljum sameinast við páfa okkar Frans og allt gott fólk sem er að biðja fyrir friði í Sýrlandi og Mið-Austurlöndum og koma í messu kl. 13:00 8. september 2013. Biskupinn okkar mun blessa kapelluna hátíðlega og gefa henni nafnið Kapella heilagrar fjölskyldu og heilags Jean Marie Vianney. Eftir messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar. Þið eruð öll hjartanlega velkomin.

Líkamsrækt Leikfimi í Ekrusal byrjar þriðjudaginn 10. september kl.16:30 Vatnsleikfimi í sundlauginni byrjar fimmtudaginn 12. september kl.15:00 Umsjónamaður: Sigurborg Jóna Björnsdóttir Félag eldri Honfirðinga

ATVINNA

Eystrahorn

Andlát

Gunnar Hersir Benediktsson Gunnar Hersir var fæddur 1. september 1990, en hann fórst við störf á Skinney SF 20 þann 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Benedikt Gunnarsson f. 11.09 1963 sonur hjónanna Stefaníu Jónsdóttur og Gunnars Sighvatssonar sem eru búsett á Höfn, og Halldóra Katrín Guðmundsdóttir f.19. 05. 1966 dóttir Guðmundar Illugasonar d. 1989 og Sigurbjargar Kristinsdóttur, búsett í Hafnarfirði. Systir Gunnars er Sigurbjörg Sara f. 06.08 1989, nemi í Háskólanum í Reykjavík. Gunnar Hersir ólst upp á Höfn, gekk þar í grunnskóla og byrjaði í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu en fór síðan í Tækniskólann þar sem hann var í vélstjórnarnámi. Meðfram námi var hann til sjós og hafði verið öll sumur frá 14 ára aldri en þá byrjaði hann að róa á trillu með pabba sínum. Gunnar var búinn að vera til sjós á nokkrum bátum, aðallega frá Höfn en einnig frá Grindavík og undanfarin sumur átti hann sitt fasta pláss á Skinney SF 20. Gunnar Hersir og Sara systir hans voru náin og miklir félagar auk þess sem frænkur hans í báðar ættir skipuðu stóran sess í vinahópi hans enda var Gunnar Hersir vinamargur og voru félagarnir sjaldan langt undan og oft gestkvæmt á neðrihæðinni í Hagatúni 15. Hann átti mörg áhugamál, eins og stangveiði, golf, fjórhjólaferðir og á veturna var farið á snjóbretti og með félögunum í fótbolta í hverri viku. Útför Gunnars Hersis fer fram frá Hafnarkirkju föstudaginn 6. september kl. 14:00. Hægt verður að fylgjast með útförinni á sjónvarpsskjá á Hótel Höfn. Þeir sem vilja minnast Gunnars Hersis láti Björgunarfélag Hornafjarðar njóta þess.

Við leitum að sjálfstæðum og skipulögðum starfsmanni með ríka þjónustulund í sölu- og afgreiðslustarf. Starfið felst í ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra. Vinnutíminn er frá kl. 13:00 til kl. 17:00/18:00 virka daga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir Hanný Pétursdóttir lyfjafræðingur í síma 478-1224 eða netfang: hanny@lyfja.is

Frá Ferðafélaginu

Berjaferð í Álftafjörð Laugardaginn 7. september verður farið í berjaferð inn í Starmýradal í Álftafirði. Ekið verður hjá Starmýri 1 upp á Lónsheiði. Leiðin er aðeins fær fjórhjóladrifs bílum. Lagt verður af stað frá þjónustumiðstöð SKG (tjaldstæði) kl. 10:00. Munið berjatínur, ílát undir berin, hlýjan fatnað og nestisbita.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Íbúð til leigu

Til leigu 55 fm. studíóíbúð á Höfn . Íbúðin getur verið fullbúin húsgögnum og eldhúsbúnaði ef þess er óskað. Laus strax, Upplýsingar í síma 894-4391.

Allir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins. Þátttökugjald er 500- kr. fyrir 16 ára og eldri. Þeir sem koma ekki á bíl muna eftir bensínpening. Börn eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Komi hundar með í ferðir eru þeir á ábyrgð eigenda og skulu vera í taumi. Nánari upplýsingar veitir Elsa í síma 849-6635


Eystrahorn

Fimmtudagur 5. september 2013

Frjálsar íþróttir á unglingalandsmóti

Aðalfundur Kvennakórs Hornafjarðar verður haldinn fimmtudaginn 5. september kl. 20:00. Mæting við vigtina niðri við höfn. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

Blundar í þér söngkona? Vertu þá hjartanlega velkomin á aðalfundinn :)

Icelandic for foreigners A course in Icelandic for foreigners will be presented in Nýheimar, September 9th. at 8 o´clock pm. In the meeting we will determine whether we have a minimum number of participants to start a course in Icelandic for foreigners this fall semester. For further information please contact Árdís in Austurbrú tel. 470-3841 or email: ardis@austurbru.is Áróra Dröfn Ívarsdóttir sigrar í 100m. hlaupi.

Sextánda Unglingalandsmót UMFÍ var haldið hér á Hornafirði um verslunarmannahelgina. Alls voru 595 keppendur sem tóku þátt í frjálsíþróttum og þar af voru 46 keppendur frá USÚ. Við erum mjög ánægð með þátttöku okkar krakka og eins með árangur þeirra á mótinu. Veður var því miður ekki alveg nógu gott til að hægt hefði verið að setja met þar sem vindurinn var heldur mikill en mikil tilþrif sáust á vellinum og sjá mátti að við eigum mikið af efnilegu frjálsíþróttafólki hér á Hornafirði. Til helstu afreka má nefna að Áróra Dröfn Ívarsdóttir varð meistari í 100 m. hlaupi 14 ára á 12,72 sek. Áróra varð einnig í 2. sæti í langstökki stökk 4,40 m. Freyja Sól Kristinsdóttir var í 10. sæti í 80 m. hlaupi 13 ára. Hafdís Ýr Sævarsdóttir komst í úrslit í 60 m. hlaupi 12 ára og endaði í 11. sæti. Hún varð sömuleiðis fimmta í hástökki, stökk jafn hátt og sú sem lenti í þriðja sæti. Guðlaug Jóna Karlsdóttir varð meistari í kúluvarpi 18 ára með kasti upp á 8,35 m. Anna Soffía Ingólfsdóttir varð í 7.sæti í 100 m. hlaupi 16-17 ára á 13,48 sek. Kristofer Hernandez var í 2.-3ja sæti í undanúrslitum í 60 m. hlaupi 12 ára. Hildur Margrét Björnsdóttir varð í 6.-7. sæti í 60 m. hlaupi 11 ára. María Birkisdóttir varð meistari í 800 m. hlaupi 18 ára á 2:34,66 mín. og hún varð í 2.sæti í 100m. hlaupi á 13,98 sek. USÚ átti hluta í fjórum 4x100m.boðhlaupssveitum. 18 ára stúlkur urðu meistarar á 1:00,50 mín. Sveitina skipuðu Siggerður Aðalsteinsdóttir, Dóra Björg Björnsdóttir, Ljósbrá Dögg Ragnarsdóttir og María Birkisdóttir. Í flokki 16-17 ára stúlkna keppti Anna Soffía með blandaðri sveit og enduðu þær í 2. sæti á 0:55,92 mín. Í flokki 14 ára stúlkna hljóp Áróra með blandaðri sveit og urðu þær meistarar á tímanum 0:53,69 mín. 13 ára stúlkur urðu í 3ja sæti á 1:01,46 mín. Sveitina skipuðu Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir, Guðbjörg Halldóra Ingólfsdóttir, Guðný Árnadóttir og Ylfa Beatrix N. Stephensdóttir. Þessi upptalning sýnir að okkar krakkar stóðu sig mjög vel sem og margir fleiri þó svo að allir hafi ekki komist á pall enda var mikil gleði á frjálsíþróttavellinum og í herbúðum USÚ. Það var einróma álit allra, sem við hittum á landsmótinu, að gott skipulag hefði verið á vellinum og eins var mikil ánægja með að tímaseðlar stóðust alla helgina. Það er ekki síst að þakka sérgreinastjórunum okkar Zophoníasi Torfasyni og Þórgunni Torfadóttur sem höfðu veg og vanda að skipulagningu frjálsíþróttamótsins. Við hjá Frjálsíþróttadeild Sindra viljum þakka þeim systkinum kærlega fyrir þeirra störf og undirbúning þessa landsmóts og eins viljum við þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu okkur á vellinum sjálfum því án þeirra væri ekki hægt að halda svona mót. Stjórn Frjálsíþróttadeildar Sindra

Islandzki dla obcokrajowców Będzie spotkanie w Nýheimar 9. września o godzinie 20:00. To spotkanie jest dla obcokrajowców, którzy chcą się uczyć islandzkiego. Na tym spotkaniu będzie ustalenie kto by chciał się uczyć. Jeśli są jakieś pytania, można zadzwonić na numer 4703841, wyslać email na ardis@austurbru.is albo pogadać z Árdís w Austurbrú.

Íslenska fyrir útlendinga Kynningarfundur á íslenskunámskeiði fyrir útlendinga verður í Nýheimum mánudaginn 9. september kl. 20:00. Á fundinum verður kannaður áhugi á slíku námskeiði á vorönn. Nánari upplýsingar eru hjá Árdísi í Austurbrú í síma 470-3841 eða með tölvupósti ardis@austurbru.is

Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á haustönn 2013 er til 15. október n.k. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is).

Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd

3


4

Fimmtudagur 5. september 2013

Eystrahorn

Tilraunir á nýtingu sjávarfallaorku Það vakti athygli þegar gerð var tilraun á Mikleyjarálnum með sjávarfallahverfli sem verið er að hanna og prófa. Hugmyndasmiðurinn er Valdimar Össurarson uppfinningamaður og í samtali við blaðið sagði hann frá verkefninu.

Aðdragandi Aðdragandinn að verkefninu er nokkuð langur hvað varðar hugmyndasmíðina. Ég ólst upp í Kollsvík, sem er útvík vestur á fjörðum þar sem orka hafsins er greinileg, bæði í öldum og sjávarföllum, en raforkuflutningur um langa leið í raflínum er óöruggur og kostnaðarsamur. Það þarf engan snilling til að velta upp spurningum við þær aðstæður: Hversvegna er ekki reynt að nýta orkuna sem er þarna í bæjarhlaðinu? Tæknin til þess er þegar til staðar; það þarf aðeins að púsla henni saman á viðeigandi hátt. Þessi spurning hefur þvælst í hausnum á mér í nær hálfa öld án þess að færi gæfist til aðgerða, en ég hef reynt að fylgjast með allri þróun á þessu sviði erlendis. Það var ekki fyrr en ég varð atvinnulaus árið 2008 að tóm gafst til að föndra við þær hugmyndir sem þá höfðu mótast í mínum haus. Byrjað var á að smíða líkan úr plexigleri og fara með það út í læk. Þar vann þessi litli hverfill eins og til var ætlast, þróunarstarfið hófst upp frá því og varð nokkuð margþætt. Ég byrjaði á því að sækja um einkaleyfi til að kanna nýjungagildi minna hugmynda og tryggja rétt á þeim. Mér til nokkurrar furðu reyndist enginn hafa hugsað á þessa vegu áður og því ljóst að verulegt svigrúm var til þróunar á þessari aðferð. Enn furðulegra fannst mér að þetta reyndist vera fyrsta einkaleyfið fyrir íslenskum hverfli, þrátt fyrir að þjóðin byggi sína raforkuöflun á hverflum. Ég stofnaði fyrirtækið Valorku ehf. til að standa fyrir þróuninni; fékk vinnuaðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú og aðgang að góðu straumkeri til prófana á hverflalíkönum. Einnig fékk ég ýmsa góða sérfræðinga til aðstoðar, en sá öflugi hópur á mikinn þátt í þróunarstarfinu. Ég sá fljótlega að hérlendis hefur enginn skilningur verið á mikilvægi sjávarorku fyrir okkar framtíðahagsmuni. Í fyrstu var mér góðlátlega tjáð að hérlendis væri nægt vatnsafl og jarðhiti um alla framtíð, þó síðar hafi rammaáætlun sýnt fram á annað. Enga styrki var að fá í þessa „vitleysu“ í upphafi, og það var ekki fyrr en Tækniþróunarsjóður hóf að senda umsóknir til mats erlendis að styrkur fékkst. Þó sá sjóður hafi síðan verið hryggjarstykkið í stuðningi við verkefnið þá hefur annan stuðning iðulega skort, og gert erfitt um vik varðandi áætlanagerð. Verkefnið hefur notið viðurkenningar erlendis. Það varð t.d. fyrsta íslenska uppfinningin til að vera valin „besta uppfinning heims“, en árið 2011 hlaut það slíka útnefningu af Alþjóðasamtökum hugvitsfélaga og Sænska uppfinningasambandinu. Þegar farið var að þróa þessa fyrstu íslensku sjávarfallahverfla varð fljótt ljóst að jafnframt þyrfti að hefja rannsóknir á umfangi sjávarfallaorku við landið og aðstæðum til nýtingar á hverjum stað. Engar rannsóknir í þá veru liggja fyrir og engar mælingar hafa

verið gerðar á straumhraða í hinum orkuríku röstum landsins. Valorka efndi því til samstarfs við Hafrannsóknastofnun, sem er hinn formlegi rannsóknaraðili sjávarauðlinda, ásamt nokkrum öðrum aðilum m.a. Sveitarfélaginu Hornafirði. Meginhlutverk þess samstarfs er að ýta úr vör heildstæðum straumarannsóknum sem verði grunnur að kortlagningu umfangs og nýtingarmöguleika sjávarorku við landið. Enn sem fyrr er barist við skilningsleysi stjórnvalda og stofnana, en skilningur hefur farið vaxandi með aukinni kynningu. Eitt verkefni enn hefur orðið hlutskipti mitt, þó það hafi ekki verið ætlunin: Ég hef þurft að beita mér fyrir því að stjórnvöld mótuðu stefnu um rannsóknir og nýtingu sjávarorku. Þar hefur gagnast mér best að vísa beint í skýrslur um slíkar rannsóknir í grannlöndum okkar, s.s. Írlandi, Bretlandi og Noregi. Séu þær niðurstöður yfirfærðar á Ísland eftir flatarmáli landanna má ætla að hérlendis sé heildarumfang sjávarfallaorku um 330 Terawattstundir á ári. Það má svo bera saman við það að allt virkjað afl á Íslandi í dag er um 18 TWst á ári. Ég náði því fram að þingsályktunartillaga var lögð fram, borin fram af þriðjungi þingheims úr öllum flokkum, en hún hefur í þrígang dagað uppi án afgreiðslu. Ég hef núna vilyrði fyrir því að hún verði enn lögð fram á komandi þingi.

Fimm gerðir af hverflum Hverfill minn hefur þróast hratt frá því að fyrstu prófanir hófust og nú eru af honum fimm megingerðir. Grunnur þeirra er allur hinn sami og hins ævaforna vatnshjóls; ásinn þverstæður á straumstefnuna, en munurinn sá að blöðin eru með breytilegri afstöðu til straumstefnu þannig að hverfillinn getur unnið á kafi í straumnum. Hugsanlega eru þetta fyrstu grundvallarbreytingar vatnshjólsins í tvö þúsund ár. Þróunarferlið lýsir örlögum hins gamla og æruverðuga vatnshjóls: Í V1, sem var fyrsta gerðin, eru hliðar vatnshjólsins ummyndaðar í keilu; öxullinn brotinn í tvennt; hverju blaði skipt og það sett á liði. Þá má halla hjólhliðunum þannig að blöðin eru opin öðrumegin við ásinn en lokuð hinumegin, sem veldur því að straumurinn snýr hjólinu. Í V2 eru settir pinnar í stað hjólhliðanna þannig að blaðendarnir geta verið lengri og blaðið stýrir sér betur í straumnum, auk þess sem settir eru „vængir“ á blöðin sem velta hjólinu til eftir straumstefnunni. Þar með var kominn hverfill sem vinnur við straum úr báðum áttum en þó með ábreyttri snúningsátt, sem er einkenni allra síðari hverfla minna. Í V3 er farið nokkuð aðrar leiðir, en þar er hjólhliðin aðeins ein og blöðin á lið báðumegin á henni; lítillega sveigð í jaðarinn. Straumurinn kemur inn í þá sveigju; opnar blöðin; fer með þau yfir og lokar þeim á gagnstæðum hjólhelmingi. Þar sem sá hverfill er á beinum ás má raða mörgum á sama öxul og margfalda aflið á sameiginlegan rafal. Gerð V4 er einnig á beinum öxli, en þar eru blöðin á pörum; hverju blaði er fest á pinna sem gengur í gegnum öxulinn og á gagnstæðum enda hans er öðru blaði fest sem snýr hornrétt á hitt m.v. straumstefnuna. Þannig er annað blaðið flatt fyrir straumi meðan hitt snýr


Eystrahorn

jaðri í straumstefnu og straumurinn sér um hlutverkaskipti þeirra þegar hverfillinn snýst. Síðasta gerðin sem prófuð hefur verið er V5, en það er sú gerð sem prófuð hefur verið í sjó í Hornafirði. Þessi gerð sameinar ýmsa kosti hinna en er einfaldari að gerð og hefur komið best út í kerprófunum. Hverfillinn er á beinum öxli og án hjólhliða. Hvert blað er sjálfstætt og situr á pinna sem hallar lítið eitt á öxlinum. Straumurinn kemur á blaðið flatt; færir það aftur fyrir þar til hann kemur í bak þess og lokar því. Blaðið snýr svo jaðri í strauminn þegar það gengur gegn honum. Halli pinnans veldur því síðan að straumurinn kemur meira á aðra hliðina og opnar blaðið aftur. Þannig verður hámarksátak öðrumegin öxulsins en hverfandi lítil mótstaða á hinum hverfilhelmingnum og hverfillinn skilar afli. Þegar straumurinn skiptir um stefnu vinnur hverfillinn á sama hátt, en blöðin eru þá opin á gagnstæðum hverfilhelmingi; snúningsáttin er sú sama. Á þeirri gerð sem prófuð var í Mikleyjarál voru 10 blöð; 5 í hvorum helmingi sem hölluðu lítillega hvort gegn öðru. Hvert blað er um einn fermetri í því líkani. Hverflinum er komið fyrir í lyftiramma á fleka, þannig að lyfta má honum úr sjó. Aflið er fært upp á yfirborð með keðju; á ás í mælahúsi flekans. Á hinum enda mæliássins er bremsa og þar á milli er átaks- og hraðamælir með rafrænum álestri. Um leið er straumhraði mældur með öðrum mæli. Rafmagn á mælana fæst með lítilli rafstöð. Búnaður er á þessari prófunarstöð til að framleiða rafmagn í litlum mæli. Það hefur enn ekki verið gert en þegar þar að kemur verður það fyrsta raforkuframleiðsla úr sjó hérlendis. Flekanum er haldið á floti af tveimur tvöföldum plaströrum sem lokuð eru í enda. Belgir í endum veita aukið flotmagn og straumlínulögun. Flekanum er lagt við stjóra í báðar straumáttir og getur unnið við báðar straumstefnur. Umsókn um einkaleyfi hefur verið lögð fram fyrir gerð V5 og má búast við að það verði veitt. Lítillega er sagt meira frá einkennum hverrar hverfilgerðar á vefnum www.valorka.is . Ásamt þróun hverflanna er unnið að þróun aðferðar til lagningar þeirra, en þeir verða að öllu leyti neðansjávar; líklega staðsettir í röstum við annes; nokkrir saman í hverflabúi og orkan tekin á land með sæstreng. Einnig er unnið að þróun ölduvirkjunar af nýstárlegri gerð sem gæti orðið hluti af þessum orkubúum.

Aðstæður heppilegastar í Hornafirði Þróun sjávarfallahverfla fer fram í nokkrum þrepum og þeirri meginreglu hef ég fylgt. Eftir fyrstu hugmyndavinnu voru smíðuð lítil líkön til prófunar í straumkeri, um 50 cm í þvermál. Annað þrep er prófun stærri líkana í sjávarföllum. Ég fór þá leið að prófa minn hverfil, um 2 m í þvermál, neðan í fljótandi fleka. Til þess þarf stað með hæfilega sterkum straumi; skjól fyrir úthafsbáru; stutt frá sjósetningaraðstöðu og tiltölulega nærri þjónustu og byggð. Um nokkurn tíma hefur verið leitað að slíkum hentugum stað til prófana, en fljótlega varð ljóst að hvergi myndu

Fimmtudagur 5. september 2013

aðstæður vera heppilegri en í Hornafirði. Staðurinn býr yfir öllum þeim kostum sem áður voru nefndir en þar við bættist að bæjarstjórnin reyndist mjög áhugasöm um prófanirnar og reiðubúin að leggja þeim lið eftir föngum. Talið var vænlegast að leggja flekanum í Mikleyjarál, sem er sundið inn af Hornafjarðarhöfn; í átt til Skarðsfjarðar. Fyrir lágu mælingar Siglingastofnunar á sundinu, sem er um 10-12 m djúpt og um 70m breitt með yfir 1 m/sek hámarksstraumhraða. Sá hraði er reyndar yfir kjörsviði hverfilsins en hægt er að lyfta honum úr sjó yfir harðasta fallið og einnig er gott að sjá hegðun hans við yfirálag. Þriðja meginþrep þróunarinnar er smíði frumgerðar í fullri stærð og prófun hennar í nokkurn tíma á völdum stað utan stranda. Í endanlegri mynd verður hverfillinn að öllu leyti neðansjávar; undir ölduróti en þó nokkuð frá botni. Endanleg stærð ræðst að nokkru af aðstæðum á hverjum stað; dýpi og straumhraða, en gæti orðið um eða yfir 10 m í þvermál.

Þarf frekari prófanir Ég hef, ásamt aðstoðarmanni mínum Jóhanni Eyvindssyni, farið tvær ferðir til prófana í Hornafirði; í júlí og í byrjun ágúst, en það var nokkru á eftir áætlun. Fyrri prófunin varð nokkuð endaslepp vegna tveggja atvika sem upp komu. Botnfestingar losnuðu, svo flekinn slóst undan straumi, en einnig kom í ljós að hverfilblöðin voru helst til veikbyggð og létu undan hinum mikla straumþunga í Mikleyjarál. Því náðust ekki mælingar í þessari ferð, en hinsvegar kom í ljós að tilraunastöðin sjálf stóð sig með miklum ágætum, þrátt fyrir að í henni séu fjölmargar nýjungar sem þarna voru prófaðar í fyrsta skipti. Það var verulegur árangur, þar sem nú er í fyrsta skipti komin tilraunastöð fyrir hverflaprófanir í sjó hérlendis. Aftur var farið til prófana, og nú með styrktum blöðum. Sem fyrr aðstoðuðu hafnarstarfsmenn með lóðsbátnum við að leggja út drekum og koma flekanum á sinn stað. Þó nú væri reynt að festa drekana betur í botn þá losnuðu þeir þegar straum herti, þannig að prófanir urðu styttri en ætlað var. Áður hafði þó tekist að ná mælingum sem mér sýndist veita nokkuð góða mynd af virkni hverfilsins. Þegar þær mælingar komu síðar í hendur sérfræðinga til mats þótti þeim þó nokkuð skorta þar á og nú er ljóst að frekari prófanir þarf áður en fullyrt verður um afköst hverfilsins. Fyrirliggjandi gögn gefa þó góðar vonir um að hverfillinn standi undir væntingum og verði sú lausn sem honum er ætlað. Orkan í Mikleyjarál og öðrum sundum Hornafjarðar er allmikil. Í ljósi þeirrar hröðu þróunar sem nú á sér stað í þróun sjávarfallahverfla má búast við að tækni verði tiltæk innan nokkurra ára til nýtingar þessarar orku, sé það vilji heimamanna. Ekki er víst að minn hverfill sé sá hentugasti fyrir straumhörðustu sundin, enda er kjörsvið hans heldur hægari straumur. Honum er einkum ætlað að nýta orku í hinum víðfeðmu og algengu annesjaröstum utan fjarða, en þar

5

verður straumhraði sjaldan eins mikill. Eftir þessar sjóprófanir í Hornafirði núna er hann líklega fremstur á heimsvísu í þeim flokki hverfla. Núna liggur fyrir að breyta hverflinum og öðru í uppsetningu tilraunarinnar í ljósi fenginnar reynslu. Æskilegt væri að komast í eitt rennsli prófana enn á þessu hausti, en óvíst er að það takist. Framundan eru miklar annir hjá mér við að ljúka skýrsluskilum og reyna að tryggja fé til áframhaldandi prófana og þróunar. Sá bardagi tekur ótrúlegan tíma, enda er stuðningsumhverfi nýsköpunar ekki að öllu leyti til fyrirmyndar. Stjórnvöld hafa verið fremur sinnulaus um starfsemi frumkvöðla og ekki nýtt vel þau tækifæri sem íslenskt hugvit hefur skapað, og í efni hefur litlu skipt hvaða flokkar eru við völd. Ég þarf núna að kynna minn árangur fyrir alþingi og ríkisstjórn og leitast við að opna augun fyrir þeim möguleikum sem felast í nýtingu sjávarorku. Vonandi næ ég þó að koma aftur á Hornafjörð til prófana fyrir veturinn. Mikilvægt er að þá verði unnt að tryggja betri festur til að flekinn haldist á sínum stað.

Þakklátur fyrir alla aðstoðina

Valdimar Össurarson

Mig langar að koma á framfæri þökkum til Hornfirðinga fyrir þann áhuga og aðstoð sem mitt verkefni hefur notið. Bæjarstjórnendur hafa fylgst af áhuga með mínu verkefni, svo að segja frá upphafi, og buðu aðstöðu til prófana ásamt annarri aðstoð. Starfsmenn bæjarins og Hornafjarðarhafnar hafa verið boðnir og búnir til aðstoðar við mitt verkefni og veitt ómetanlega aðstoð, m.a. hefur lóðsbáturinn Björn lóðs verið notaður til að koma fyrir botnfestum og leggja flekanum. Hafi allir þökk sem veittu þessu verkefni lið. Hinn almenni áhugi Hornfirðinga á verkefninu hefur komið skemmtilega á óvart, en fjöldi manns lagði leið sína að þessu nýstárlega fikti þegar verið var að setja flekann saman. Þessi áhugi kann að skýrast af hinum sérstæðu aðstæðum og auðlindum sem Hornafjörður býr yfir til sjávarorkunýtingar og prófana. Mikleyjaráll er svo hentugur til prófana sjávarfallatækni að líklega er leitun að öðru eins í okkar heimshluta. Vert væri að skoða hvort þær aðstæður gætu skapað bænum möguleika til framtíðar. Orkan í sundunum er auðlind sem bíður nýtingar. Hvort minn hverfill reynist hentug lausn í því efni verður tíminn að leiða í ljós. Önnur og mikið stærri auðlind bíður nýtingar utan strandarinnar, en þar eru gífurlega víðfeðm og aflmikil straumasvæði, auk þess sem þar er einna mest ölduorka við norðanvert Atlantshaf. Ég lít því björtum augum til frekari prófana á Hornafirði og samstarfs við Hornfirðinga.


Þórir Úlfars: Hljómborð, gítar, bassi 1,2,4; trommur 1,2,4; munnharpa, raddir, upptökustjórn, útsetningar, hljóðblöndun og lokafrágangur. Óskar Guðna: Gítar 1 og3, ukulele, hljóðritun, útsetningar, lokafrágangur, hönnun á umslagi og ljósmyndir. Pálmi Gunnars: Bassi, kontarbassi og bassasóló 15. Hafþór S. Guðmunds: Trommur, ásláttur og þvottabretti. Pétur V. Péturs: Gítar 2, 4, 5, 7 og 10. Örvar Kristjáns: Harmónika 4og 11. Bryndís H. Gylfa: Celló 5 og 7. Óskar Gujóns: Sópransaxafónn 12. Þorsteinn Magnús: Gítarsóló 14. Unnur B. Björns: Fiðla 9.

Óskar Guðnason

Kristín Jónsdóttir

6

Fimmtudagur 5. september 2013

Arnbjörg H. Valsdóttir Í lögum: 1, 3 og 13

Ragnheiður Gröndal Í lagi: 2

Unnur Birna Björnsdóttir Í lögum: 6, 9, 10, 11, 12 og 14

Söngur - Vocals: Unnur B. Björnsdóttir Arnbjörg H.Valsdóttir, Ragnheiður H.Pálmadóttir, Ragnheiður Gröndal Arnar Jónsson

Ragnheiður H.Pálmad. Í lögum: 4, 5 og 7

Fögur er jörðin - Beautiful Earth 3:28 Vöggugjöf - Birthgift 5:03 Úr huldulandi - From the land of Spirits 2:48 Í vændum vor - Spring is coming 2:37 Undir laufþaki - Under a canopy of leafs 4.10 Dagrenning - Brake of Dawn 3:33 Ég veit ekki hvenær – I don´t know when 2:57 Mynd - Picture 3:55

Ljóð - Poetry: Kristín Jónsdóttir

9. Fylgja - Ghost 3:38 10. Til næturinnar - To the Night 4:02 11. Löngun - Desire 3:38 12. Gefðu mér - Give me 4:09 13. Haustkvöld - Autumn Evening 3:46 14. Alla leið - To the Limit 3:20 15. Í þagnardal - In the Valley of Silence 2:46

Lög - Music: Óskar Guðnason

Kveðja Óskar Guðna 5 690351 123371

Thai Lindin 002

1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.

Arnar Jónsson í lögum: 8 og 15

Fögur er jörðin Beautiful Earth

Vetraráætlun Strætó á landsbyggðinni Þann 15. september tekur vetraráætlun Strætó á landsbyggðinni gildi og mun áætlunin gilda til 17. maí 2014. Leið 51: Þrjár ferðir á viku, þriðjudag, föstudag og sunnudag, á milli Víkur og Hafnar í Hornafirði eins og síðasta vetur. Verður ekki í pöntunarþjónustu.

Beautiful Earth

Ég mun verða með nýju geislaplötuna Fögur er jörðin til sölu í Nettó á Höfn 5. - 7. september, ásamt barnaefni og eldri diskum.

Fögur er jörðin

Kæru Hornfirðingar !

Eystrahorn

Icelandic Folk Music

Fræðsluerindi um réttindagæslu fyrir fatlað fólk

Réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Austurlandi verður með fræðslu um lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk og aðgerðir til að draga úr nauðung í þjónustu við þann hóp. Fræðslan verður í fundarsal Ráðhúsi Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 þriðjudaginn 10. september kl 13:00 Þeir sem vilja ná tali af réttindagæslumanni þennan dag geta pantað viðtal í síma 858-1964 eða á netfangið sigurlaug.gisladottir@rett.vel.is Hlakka til að sjá ykkur. Réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Austurlandi Sigurlaug Gísladóttir

Bæjarmálafundur Almennur fundur verður haldinn í húsi Slysavarnafélagsins fimmtudaginn 12. september næstkomandi klukkan 20:00. Dagskrá: 1. Aðalskipulag 2. Deiliskipulag. 3. Önnur sveitarstjórnarmál. Allir velkomnir og við hvetjum íbúa sveitarfélagsins til að koma og kynna sér hugmyndir að breytingum á aðal- og deiliskipulagi sem verið er að gera. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Námskeið Íslenskt sjávarfang hafinu heim dyrum Íslenskt sjávarfang „úr húrafinu heim að að dyrum“ Heppa Matarhöfn ehf þakka viðskiptavinum Heppa M atarhöfn ehf vill vill þakka viðskiptavinum sínum sínum fyrir fyrir frábærar móttökur á þjónustu fyrirtækisins frábærar móDökur á þjónustu fyrirtækisins síðan það hsíðan óf það hóf starfsemi 2013 um leið bjóða nýja starfsemi í maí 2013 í omaí g um leið bog jóða nýja viðskiptavini velkomna í hópinn. viðskiptavini velkomna í hópinn.

„Komdu í áskriM á glænýju og fersku sjávarfangi hjá Heppu Matarhöfn “ Komdu glænýju og Matarhöfn Fimmtudagar eru ífiáskrift skidagar Oáölskyldunnar hjá fersku Heppu Msjávarfangi atarhöfn og á mhjá illi kHeppu lukkan 16:00 og 18:00 á

hverjum fimmtudegi keyrum við út glænýjum fiski heim að dyrum viðskiptavina okkar um alla Höfn. Fimmtudagar eru fiskidagar fjölskyldunnar hjáokkar Heppu Á milli sem Við breytum um sjávarfang í viku hverri svo að viðskiptavinir fái að Matarhöfn. njóta þess OölbreyTleika íslenskur sjávarútvegur uppá ð bjóða. fimmtudegi keyrum við út glænýjum fiski klukkan 16:00 oghefur 18:00 á ahverjum

heim að edyrum okkarhum alla MHöfn. Mjög einfalt r að skrá viðskiptavina sig í áskriM á sjávarfangi já Heppu atarhöfn og jafn einfalt er að skrá sig úr áskriM. Sendið einfaldlega póst á pósVangið okkar heppa@heppa.is eða hringið Fjólu í síma 8539595 og og ræðið Við breytum um sjávarfang í viku hverri svo að að njóta við hana og komið með ykkar óskir sem við reynum með öllu að viðskiptavinir uppfylla. Minnum okkar einnig áfái Fiskbúð Heppu Matarhafnar á neTnu á slóðinni Dp://heppa.is/ þar sem þið geTð einnig fylgt að okkur á facebook og fengið þess fjölbreytileika semhíslenskur sjávarútvegur hefur uppá bjóða. nýjustu fré]r. Mjög einfalt að, Kskrá sig kír áskrift á sjávarfangi hjá Heppu Matarhöfn Bestu verðin eru í er áskriM eila 1450 kg, Þorskur 1650 kr kg , Karfi 1640 kr kg, langa 1570 kr ýsa 1og 790 jafn kr kg

jávarfang er adentu Sendið í frauðplastkössum með kælimoDum l að viðhalda hámarksgæðum Steinbítur 650 að kr kskrá g. Allt ssig einfalt1er úr áskrift. einfaldlega póst áTpóstfangið okkar alla leið Tl viðskipta vina okkar. „Eigum einnig salVisk ,saltaðar kinnar ,gellur og fleira sælgæT úr hafinu“ Sendum einnig heppa@heppa.is eða hringið í Fjólu í síma 853-9595 og og ræðið við hana og sjávarfang hvert á land sem er. komið með ykkar óskir sem við reynum að uppfylla. Minnum einnig á Fiskbúð

Heppu Matarhafnar á netinu á slóðinni http://heppa.is/ þar sem þið getið einnig fylgt okkur á facebook og fengið nýjustu fréttir.

Bestu verðin eru í áskrift: keila 1450 kr/kg, þorskur 1650 kr/kg , karfi 1640 kr/kg, langa 1570 kr/kg, ýsa 1790 kr/kg steinbítur 1650 kr/kg. Allt sjávarfang er afhent í frauðplastkössum með kælimottum til að viðhalda hámarksgæðum. Eigum einnig saltfisk , saltaðar kinnar, gellur og fleira sælgæti úr hafinu. Sendum sjávarfang hvert á land sem er.

Námskeið fyrir stjórnendur lyftara, traktora og minni jarðvinnuvéla verður haldið í húsi AFLs (Vökulshúsinu) á Hornafirði ef næg þátttaka næst. Námskeiðið verður mánudaginn 16. september og þriðjudaginn 17. september 2013 og byrjar kl. 15:00 báða dagana. Nánari upplýsingar og skráning í síma 550-4670 eða á netfanginu austur@ver.is


Eystrahorn

Fimmtudagur 5. september 2013

Grunnskólastarfsmenn í AFLi Starfsdagur grunnskólastarfsmanna verður haldinn föstudaginn 13. september n.k. í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 Reyðarfirði. Dagskrá og nánari upplýsingar hjá félaginu. AFL sér um skipulag ferða Sjá nánar á www.asa.is Skráning í 4700300 eða gunnar@asa.is í síðasta lagi miðvikudaginn 11. september

7

Almennur félagsfundur í verkamannadeild Boðað er til félagsfundar í verkamannadeild AFLs mánudaginn 9. september kl. 17:00 að Búðareyri 1 Reyðarfirði, 1. hæð Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á ársfund Starfsgreinasambandsins 2. Önnur mál. Ferðir á fundinn eru skipulagðar á skrifstofum félagsins.

Atvinna

Atvinna

Leiðbeinandi í æskulýðsog tómstundastarfi

Bókasafns- og upplýsingafræðingur með kennsluréttindi

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir starfsmanni til starfa í Vöruhúsi sem er vettvangur skapandi greina á Hornafirði. Þungamiðjan liggur í tómstundastarfi með ungmennum. Umsækjandi þarf hafa frumkvæði, skipulagshæfileika, búa yfir ákveðinni festu, vera lipur í mannlegum samskiptum og hafa hreint sakavottorð. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun á sviði tómstundafræða eða aðra þá menntun sem nýtist í starfi.

Ábyrgðar- og starfssvið:

• Er undirmaður tómstundafulltrúa og umsjónarmanns Vöruhúss. • Starfar að þróun list- og verkgreina. • Skipuleggur starf félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunnar í samvinnu við Þrykkjuráð og tómstundafulltrúa. • Starfar með börnum og unglingum í félags- og tómstundastarfi. • Hefur samskipti við skóla og félagasamtök vegna félagsog tómstundastarfs. • Heldur utan um starf ungmennaráðs og starfar með því. • Vinnur að forvörnum á breiðum grunni. Laun og starfskjör taka mið af samningum Launanefndar Sveitarfélaga og samningum viðkomandi stéttarfélaga. Umsóknarfrestur er til 10. sept. nk. Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá, berist til Vilhjálms Magnússonar tómstundafulltrúa á netfangið; vilhjalmurm@hornafjordur.is sem jafnframt veitir frekari upplýsingar, s: 470 8475/862-0648.

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) ásamt Hornafjarðarsöfnum auglýsa eftir bókasafns- og upplýsingafræðingi, æskilegt er að viðkomandi hafi kennsluréttindi. Um er að ræða 100% ótímabundið stöðugildi við framhaldsskólann og Hornafjarðarsöfn. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, en eigi síðar en í janúar 2014.

Starfslýsing

• Sér um rekstur bókasafns skólans • Annast bókakaup, flokkun, skráningu, frágang og útlán á gögnum safnsins • Sér um safnkynningar í samráði við kennara og aðstoðar nemendur og kennara við verkefnavinnu, heimildaleitir og gagnaöflun • Aðstoð við Héraðsskjalasafn Hornafjarðarsafna • Kennsla við Framhaldsskólann í áföngum sem lúta að rannsókna- og verkefnavinnu • Það sem fellur til innan safns og skóla í samvinnu við aðra starfsmenn

Hæfnis- og menntunarkröfur

• Reynsla í starfi bókasafns- og upplýsingafræðings • BA-próf í bókasafns- og upplýsingafræði ásamt kennsluréttindum • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð • Frumkvæði í starfi • Hæfni í mannlegum samskiptum Umsóknarfrestur er til 25.september 2013 Frekari upplýsingar veitir Vala Garðarsdóttir forstöðumaður Hornafjarðarsafna í síma 4708052 eða á netfanginu vala@hornafjordur.is


Markhonnun ehf

30%

afsláttur

Kræsingar & kostakjör lambainnralæri

lambabógur 692

ferskur

kryddlegið

35% 2.274 afsláttur

áður 3.499 kr/kg

áður 989 kr/kg

kjúklingabringur

lífrænt sýróp 1l

2.086

999

100% hreint kjöt

áður 2.398 kr/kg

mangó fersk

249

áður 498 kr/kg

londonlamb kea

ws blue agaVe

1.844

áður 1.298 kr/stk

50%

afsláttur

ÞVottaefni blenda sensitiVe 1.17

299

40%

afsláttur

áður 499 kr/stk

25%

afsláttur

áður 2.459 kr/kg

Vínarbrauð

m/pecanhnetum

119 áður 198 kr/stk

Tilboðin gilda 05. - 08. september Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

40%

afsláttur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.