Eystrahorn 29. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn 29. tbl. 31. árgangur

Fimmtudagur 5. september 2013

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Heimsókn innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og föruneyti komu í heimsókn til Hornafjarðar 22. ágúst. Var heimsóknin liður í yfirreið ráðherra um Suðurland. Bæjarfulltrúar og starfsfólk sveitarfélagsins tóku á móti hópnum í ráðhúsinu og áttu um einnar klukkustundar fund þar sem rætt var um samgöngumál, lögreglumál og stöðu atvinnulífs. Bæjarfulltrúar lögðu áherslu á mikilvægi þess að ljúka skoðun á hvort og þá hvernig hægt væri að auka dýpi á Grynnslunum fyrir utan Hornafjarðarós. Sögðu að Grynnslin væru takmarkandi þáttur í þróun útgerðar á staðnum. Vegamál voru jafnframt fyrirferðarmikil á fundinum. Vegamálastjóri, sem var í för með ráðherra, greindi frá að byrjað væri á mælingum á vegastæði fyrir veg um Hornafjörð og að ráðgert sé að framkvæmdir hefjist árið 2015. Bæjarfulltrúar lögðu áherslu á að veglagningunni yrði flýtt eins og kostur er en jafnframt hugað að undirbúningi vegaframkvæmda í Lóni. Auk þess nefndu þau að um 20 einbreiðar brýr væru í sveitarfélaginu sem ógnaði umferðaröryggi vegfarenda, ekki síst með sívaxandi umferð yfir sumarmánuðina. Framtíð Reykjavíkurflugvallar og innanlandsflug eru hvort tveggja mál sem ráðherra og starfsfólk í ráðuneytinu eru með á sínum borðum. Áherslan er að tryggja framtíð öruggra samgangna til og frá Reykjavík. Áréttuðu bæjarfulltrúar mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir öryggi íbúa á Hornafirði auk þess að vera mikilvægur hluti af ferðaþjónustu í héraðinu. Þá var lögð áhersla á að Hornafjarðarflugvöllur gæti tekið á móti smærri farþegaflugvélum og ferjuflugi til og frá Evrópu. Í lok fundar var rætt um embætti

sýslumanns og stöðu lögreglumála í héraðinu. Vegna fjarlægðar í önnur héruð og mikilvægi lögreglunnar fyrir öryggi íbúanna þá væru fjórar stöður í lögregluliðinu lágmark að mati bæjarfulltrúa. Eftir heimsókn í ráðhúsið hélt ráðherra í þjónustustöð Vegagerðarinnar og skrifstofu Sýslumannsins.

Nýr starfsmaður

RíkiVatnajokuls.is verður hornafjordur.is

Þórhildur Kristjánsdóttir, þroskaþjálfi mun hefja störf á félagssviði Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Starfið sem er nýtt mun fela m.a. í uppeldisráðgjöf við foreldra og börn og samstarfi við leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu ásamt öðrum tilfallandi verkefnum í tengslum við málefni barna og ungmenna með fatlanir. Þá mun Þórhildur einnig sinna annarri uppeldisráðgjöf í samvinnu við aðra starfsmenn sviðsins. Þórhildur er 49 ára og er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði en hefur einnig lokið Þroskaþjálfanámi frá HÍ og diplómanámi í sérkennslufræðum. Þá hefur hún starfað við málefni fatlaðra og barna á einn eða annan hátt síðan 1984, nú síðast sem sérkennari við Grunnskóla Hornafjarðar þar sem hún starfaði áður sem deildarstjóri sérkennslu. Á árunum 1999-2004 gegndi Þórhildur stöðu ráðgjafarþroskaþjálfa hjá sveitarfélaginu og leysti m.a. félagsmálastjóra af störfum um tíma. Þórhildur hóf störf 1. ágúst og býður starfsfólk Ráðhússins hana velkomna til starfa.

Samvélagsvefurinn Ríki Vatnajokuls sem hefur notað lénið rikivatnajokuls.is mun frá með 1. sept. formlega nota lénið hornafjordur.is líkt og gert var í upphafi þegar vefurinn fór í loftið árið 2003. Þeir sem nota Samfélagsvefinn sem upphafssíðu þurfa að gera viðeigandi breytingar í sínum vafra (t.d. Internet Explorer, Firefox eða Google Chrome) annars mun ferðaþjónustuvefurinn koma inn sem upphafssíða. Notendur vefsins hafa tekið eftir því að breytingar hafa verið gerðar á vefnum síðustu mánuði eða frá því að Sveitarfélagið Hornafjörður eignaðist vefinn sem áður var í eigu og rekinn af Hátíðni. M.a. hefur merki vefsins verið breytt í Hornafjörður og hefur vefurinn sjálfkrafa færst af rikivatnajokuls.is yfir á hornafjordur.is. Sveitarfélagið hefur afhent Ferðaþjónustuklasanum Ríki Vatnajokuls ehf lénið rikivatnajokuls.is og mun það félag nota lénið fyrir ferðaþjónustusíðu sína. Einnig mun lénið riki.is sem notað hefur sem flýtileið fyrir samfélagsvefinn einnig fylgja með til ferðaþjónustunnar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.