Eystrahorn 29. tbl. 32. árgangur
Fimmtudagur 4. september 2014
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Flugeldasýning á Jökulsárlóni í fjórtánda sinn! Flugeldasýningin á Jökulsárlóni er löngu orðin að árvissum viðburði og var hún haldin laugardagskvöldið 23. ágúst s.l. í fjórtánda sinn. Sýningin sem var glæsileg að vanda stóð yfir í um 40 mínútur og mættu um 1700 manns til að upplifa sjónarspilið. Rútuferðir voru frá Höfn, Skaftafelli og Klaustri sem allar voru vel nýttar enda er viðburðurinn mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Var eftirtektarvert í ár hve mikið erlendum ferðamönnum hefur fjölgað á sýningunni. Sýningin er samstarfsverkefni á milli ferðaþjónustunnar Jökulsárlóni, Björgunarfélags Hornafjarðar og Ríkis Vatnajökuls en upphaflega hélt Einar Björn á Jökulsárlóni hana fyrir starfsfólkið sitt um verslunarmannahelgar til þess að þeir gætu gert sér dagamun eins og aðrir þá helgi. Hratt barst hróður þessarar flottu flugeldasýningar og fljótlega fór annað heimafólk að mæta á sýninguna auk þess sem gestir á nærliggjandi svæðum í Suðursveit og Öræfum mætti einnig til að upplifa ljósadýrðina. Með auknum fjölda jókst þörfin á vörslu á svæðinu og er henni nú sinnt af Björgunarfélagi Hornafjarðar sem einnig leggur til flugelda sýningarinnar. Ferðaþjónustan Jökulsárlóni leggur metnað í að stilla sýningunni sem
Ljósmynd: Stephan Mantler.
flottast upp og Ríki Vatnajökuls kynnir viðburðinn innanlands sem utan svo sem flestir fái notið. Aðgangseyrir sýningarinnar rennur óskiptur til Björgunarfélagsins og kemur sér vel við þau fjölmörgu verkefni sem sveitin tekur að sér. Ber sveitin öllum sem að
sýningunni komu og öllum þeim fjölmörgu gestum sem mættu á viðburðinn bestu þakkir fyrir stuðninginn. Árdís Erna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls.
Hólmar Hallur aflahæstur á landinu
Hólmar Hallur Unnsteinsson trillukarl á Huldu SF var aflahæstur á landinu af strandveiðimönnum. Í viðtali við hann kom m.a. fram; „Veiðarnar í sumar hafa gengið sæmilega, en oft var erfitt að finna þorskinn. Það er ekki hægt að ganga að honum vísum eins og var hægt hérna fyrir nokkrum árum. Veðrið í sumar var einstaklega gott og hægt að stunda veiðarnar af krafti. Þrátt fyrir gott veður þurftum við hér á Hornafirði ansi oft að nota allan okkar tíma sem okkur er skammtaður til veiðanna. Hver veiðiferð
má ekki standa lengur en 14 klst. frá höfn í höfn og oft náðist skammturinn ekki á þeim tíma. Skammturinn er 650 þorskígildi, en það jafngildir 774 kg af óslægðum þorski, eða 944 kg af ufsa.Fiskurinn var mjög góður, uppistaðan í aflanum hjá mér var þorskur (rúm 27 tonn) og ufsi (15 t). Verðið var lágt í byrjun sumars, en þegar leið á hækkaði það og þá aðallega vegna brælu á miðunum annarsstaðar á landinu. Það eru nú engin helstu mið, menn róa yfirleitt á þau svæði þar sem veður er gott. En svæðið sem við höfum verið að veiða á er frá Ingólfshöfða og langleiðina að Papey og því stundum ansi langt að sækja skammtinn. Mig grunar að afkoma trillukarla sé mjög misjöfn. En ef menn stunda þetta krafti og leggja sig alla fram þá ætti þetta alveg að geta gengið.“
Slær gömlu körlunum við Til gamans má geta þess að Hólmar er fjórði ættliður trillukarla sem allir eru ennþá að; „Já, Sigurður Jónsson (Siggi Bessa) langafi minn gerir út bátinn Glað SU á net og handfæri frá Djúpavogi. Þráinn Sigurðsson afi gerir út
bátana Emily SU á handfæri, Birnu SU á net og Amöndu SU nýjan 31 Cleopatra netabát. Unnsteinn Þráinsson faðir minn gerir út bátinn Sigga Bessa sem er Cleopatra 38 á línu og handfæri. Svo er ég með Huldu SF á handfærum.“
Heildarafli strandveiðibáta á Hornafirði í sumar Kg. Róðrar Hulda............................43.310.............. 55 Örn II............................36.912.............. 55 Sæunn...........................36.498.............. 52 Auðunn.........................30.191.............. 44 Herborg........................27.143.............. 40 Von SF..........................26.879.............. 45 Jökull............................26.782.............. 43 Uggi..............................25.542.............. 41 Húni..............................20.718.............. 49 Stígandi........................15.998.............. 30 Rún..................................7.318.............. 15 Staðarey..........................4.695.............. 18 Lundi..............................4.003................ 9
www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar
2
Fimmtudagur 4. september 2014
Icelandic for foreignes - 60 lessons Icelandic courses will be held according to numbers of participants. Courses will start in January and February. To sign up icelandic id-number (kennitala) is needed. Íslenskunámskeið verða haldin á þeim stöðum þar sem næg þátttaka fæst. Til að innritast þarf þátttakandi að hafa íslenska kennitölu. Kennt er tvisvar í viku. Miðað er við a.m.k. 80% viðveru til að ljúka námskeiði.
Eystrahorn
Haustlita sinfónía í gróðrarstöðinni Dilksnesi
Garðeigendur athugið að haustið er góður gróðursetningartími – lítil vökvunar vinna. 15% afsláttur af öllum plöntum. 30 – 50% afsláttur af völdum tegundum. Afslátturinn gildir til 11. september. Opið virka daga 15:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 14:00. Þess utan eftir samkomulagi. Sími 849 - 1920. Verið velkomin
Kynningarfundur verður í Nýheimum 8. september kl. 20:00. Leiðbeinandi: Jóhann Pétur Kristjánsson kennari. Verð: 37.000 + 4000 námsefni.
Aðalfundur Kvennakórs Hornafjarðar
verður haldinn í Sindrabæ föstudaginn 12. september kl 19:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýheimum Hornafirði - Sími 560-2050
Samkór Hornafjarðar
Að loknum fundi gerum við okkur glaðan dag saman. Bjóðum nýjar og upprennandi söngkonur sérstaklega velkomnar, en hlökkum líka til að hefja nýtt söngár með þeim sem hafa starfað með kórnum um lengri eða skemmri tíma. Stjórnin
Framhaldsaðalfundur Samkórs Hornafjarðar verður haldinn þriðjudaginn 16.september 2014 kl. 20:00 í safnaðarheimili Hafnarkirkju. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin
Næsti heimaleikur 2. deild karla - Sindravellir Laugardaginn 6. september kl. 16:00
Sindri - Dalvík/Reynir
Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Starfsmaður í Þrykkjuna félagsmiðstöð Auglýst er eftir starfsmanni í Þrykkjuna, félagsmiðstöð ungmenna. Um er að ræða 30% starf frá september til loka maí. Helstu verkefni: • Starfa með ungmennum á opnunartíma Þrykkjunnar. • Önnur verkefni sem yfirmaður felur honum. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar um starfið veitir Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri í síma 470 8000 eða á ragnhildurj@hornafjordur.is og Vilhjálmur Magnússon í síma 862-0648 eða á vilhjalmurm@hornafjordur.is. Umsóknir, berist til Ragnhildar Jónsdóttur fræðslustjóra á netfangið ragnhildurj@hornafjordur.is
Eystrahorn
Fimmtudagur 4. september 2014
Sunddeild Sindra
3
Fimleikadeild Sindra Æfingar hefjast hjá fimleikadeild Sindra þann 8. september samkvæmt stundaskrá. Fyrsta vikan er gjaldfrjáls því um að gera að mæta og prófa. Hlökkum til að sjá sem flesta. Mánudagur 15:20-16:20 (1.-2. bekkur) 15:20 -16:50 (6.-7. bekkur / dans og þrek) 16:20-17:10 (Leikskóli 4-5 ára) 16:20-17:40 (3. bekkur / dans og þrek)) 17:40-19:10 (4.-5. bekkur / dans og þrek) 17:30 -19:30 (8.-10. bekkur)
Í vor lauk sunddeild Sindra starfi sínu með flottu lokahófi þar sem krakkarnir skemmtu sér saman í fatasundi, pizzuveislu og bíóferð. Allir iðkendur sunddeildarinnar fengu þátttökupening og veitt voru sérstök verðlaun fyrir bestu mætinguna, mestu framfarirnar og besta félagann auk sundmanns ársins. Á síðasta sundári var farið á tvö mót á Djúpavog, gullmót KR í Reykjavík og Minningarmót Hennýjar á Eskifirði. Í nóvember í fyrra fengum við til okkar Brian Marshall sem meðal annars hefur þjálfað íslenska landsliðið í sundi og haldnar voru æfingabúðir á Höfn í samstarfi við sunddeild Þróttar á Neskaupsstað. Stefnt er að því að endurtaka slíkt námskeið á Neskaupsstað í vetur. Við bjóðum alla sem áhuga hafa á að stunda sund velkomna. Æfingar byrja mánudaginn 8. september 2014. Þjálfarar verða Trausti Magnússon og Goran Basrak. Þeir sem æfa sund fá 50% afslátt af árskorti í sundlaugina. Minnt er á tómstundarstyrk sem er 20 þús. á ári.
Æfingar verða sem hér segir: • C – hópur 3. - 4. bekkur þriðjud. og fimmtud. kl. 16:45 – 17:25. • B – hópur 5. - 6. bekkur mánud. og miðvikud. kl. 16:45 – 17:45. • A – hópur 7. bekkur og eldri, mánud. kl. 17:30 – 19:00, miðvikud. kl. 19:30 – 21:00 og fimmtud. kl. 17:30 – 19:00
Frá vinstri: Sandra Rós (sundmaður ársins), Íris Mist (besti félaginn), Agnes (mestu framfarirnar) og Guðný Olga (besta mætingin).
Líkamsrækt Leikfimi í Ekrusal verður á þriðjudögum kl. 16:30. Vatnsleikfimi í sundlauginni verður á fimmtudögum kl. 15:00 í vetur. Fyrsti tími fimmtudaginn 4. september kl. 15:00. Leiðbeinandi: Sigurborg Jóna Björnsdóttir. Stjórn Félags eldri Hornfirðinga
Miðvikudagur 15:20-16:20 (1.-2. bekkur) 15:20-17:20 (6.-7. bekkur) 16:20-17:40 (3. bekkur) 17:20-19:10 (4.-5. bekkur) 17:30 -19:30 (8.-10. bekkur) Föstudagur 16:30-17:30 (1.-2. bekkur) 16:30-18:20 (4.-5. bekkur) 17:30-18:50 (3. bekkur) 18:20-20:20 (6.-7. bekkur) 18:30-20:30 (8.-10. bekkur) Laugardagur 09:00-09:40 (Leikskóli-yngri hópur) - byrjar 20. september. 09:40-10:20 (Leikskóli-eldri hópur) - byrjar 20. september 10:20-11:20 (8.-10. bekkur) 11:00-12:30 (6. -7. bekkur) 12:10-13:40 (4.-5. bekkur)
Nýr starfsmaður
Margrét Gauja Magnúsdóttir var nýverið ráðin sem náms- og starfsráðgjafi í hlutastarfi við Framhaldsskólann í AusturSkaftafellssýslu en jafnframt sem verkefnastjóri við Þekkingarnet Suðurlands einnig í hlutastarfi. Margrét, sem er menntuð uppeldisog menntunarfræðingur með atvinnulífsfræði sem aukagrein, hefur undanfarin ár starfað við kennslu í Garðaskóla í Garðabæ en jafnhliða setið sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Í Bæjarstjórn hefur hún lengstum setið í Umhverfis- og framkvæmdaráði, síðustu fjögur ár sem formaður, jafnhliða öðrum nefndarstörfum og sem forseti Bæjarstjórnar. Þá hefur Margrét setið um árabil í stjórn SORPU Bs. og lét í vor af störfum sem stjórnarformaður. Margrét er varþingmaður Samfylkingarinnar í Suð- Vesturkjördæmi og sat tímabundið á þingi síðast liðin vetur. Margrét er gift Davíð Arnari Stefánssyni landfræðingi og verkefnastjóra Nýheima og saman eiga þau þrjú börn á öllum skólastigum.
Fab Lab Hönnunarsmiðja Hefur þú áhuga á hönnun, nýsköpun eða handverki. Fab Lab smiðjan gefur einstaklingum tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framvæmd með því að hanna, móta og jafnvel framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Hugmyndafræði Fab Lab smiðja er að miðla þekkingu og tengja saman fólk sem hefur áhuga á hönnun. Komdu við og kynntu þér smiðjuna, Vöruhúsið er opið fyrir alla!
Hannaðu skartgripi, skilti, spil, sandala, veggjaskraut, hljóðfæri...hvað sem er!
Námskeið í Vöruhúsinu Námskeið í vektorteiknun, Inksckape, 25.-26. sept. Námskeið í forritun og Arduino iðntölvum í október. Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur forstöðumaður Vöruhúss.
1.479 kr.
MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI
Kjúklingasalat
Veitingatilboð 1.449 kr.
Bearnaise-borgari franskar, lítið Kit Kat og 0,5 l Coke í dós
3.479 kr.
Fjölskyldutilboð
4 ostborgarar, franskar og 2 l Coke
N1 Höfn Sími: 478 1940
Opið: Mánudaga til fimmtudaga 08:00-22:00 Föstudaga og laugardaga 09:00-22:00 Sunnudaga 10:00-22:00
Eystrahorn
Fimmtudagur 4. september 2014
Fjallskil í Hornafirði og fleira skemmtilegt Það hefur löngum verið siður að rækta og smala fé og má færa fyrir því rök að slík iðja hefjist fyrir allt að tíuþúsund árum síðan eða um 8500 f.kr. í hinni fjarlægu Suðvestur-Asíu. Það skal því ekki koma neinum á óvart að slíkt hið sama hefur átt sér stað hér á landi frá hinu herrans ári 871 (+/- 2 ár (e.kr.), líkt og hið eiginlega landnám er talið eiga sér stað. En féð hefur alla tíð verið þrætuepli! Fyrir utan að sauðféð hélt í okkur Íslendingum lífinu fyrstu árhundruðin með því að vera étin upp til agna og nýtt til hins ýtrasta, þá hefur hún verið orsakavaldur skrautlegustu deilna sem sögur fara af. Vil ég þá nefna eina sögu sérstaklega í því samhengi, þar sem ég get rakið skyldleika til....þó langt aftur auðvitað. En svo var að bræður tveir norður í landi höfðu rekið saman bú um hríð og hafði búskapurinn gengið ósköp vel og voru þeir orðnir vel fjáðir fyrir vikið. Haust eitt dró þó til tíðinda. Bræður fóru í leitir og gekk vel þar til skall á stórhríð. Annar bróðirinn gafst upp og hélt heim á leið með ekkert fé, hinn bróðirinn hélt áfram og kom heim tveimur dögum síðar nær dauða en lífi með nær allt féð sem leitað var að. Nú varð heldur betur tekist á og urðu vinaslit milli þeirra bræðra. Sá sem heim fór úr leitum hrökklaðist yfir bæjarlækinn og reisti þar annan bæ en hinn bróðirinn varð eftir á gamla bænum. Þeir bræður töluðust aldrei við aftur en tjáðu sig þó með hnefa-steytum framan í hvorn annan yfir bæjarlækinn þegar tími gafst milli búverka. Þetta þótti saga til næsta bæjar og hefur lifað með okkur í tæp 200 ár. Svo er það blessaður sauðaþjófnaðurinn! Hafa viðurlögin og refsingar við þeirri iðju verið æði frumlegar í gegnum aldirnar svo ekki sé minnst á mannorðsbrestinn sem hlýst af viðurnefninu „sauðaþjófur“. Sem dæmi um refsingu hér áður fyrr má nefna 54 vandarhögg og 16 mánaða „tilsjón lögreglustjórnarinnar“ sem eldri kona í Þingeyjarsýslu fékk sig dæmda í árið 1861, þótti sá dómur mildur. Einnig þóttu rassskellingar, húðstrýkingar og útlegðardómar vinsæl refsing. Frægastur þeirra útilegumanna er án efa fjalla-Eyvindur. Eru hans „sauðaþjófsafrek“ fræg og teljast næstum til hetjudáða nú til dags, enda var hann mikill kappi og með eindæmum útsjónasamur. En það er nokkuð ljóst að blessað sauðféð hefur mörgu veseninu valdið á sínum líftíma hér á landi og mun eflaust gera áfram. En svo ég víki mér að efninu, sem ég tel persónulega vera hið skemmtilegasta, þá komst ég að því, ekki fyrir alls löngu, að fjallskil í héraði og utanumhald er í minni umsjá. Fyrr hefði ég á átt dauða mínum von en þessari vinnu! En jæja, fyrst þetta er á mínu borði þá skal ég sjá um það. En áður en lengra er haldið vil ég þetta segja, verri manneskju í verkið er vandfundin, svona til þess að vera hreinskilin. En við skulum ekki gleyma okkur í smáatriðum. Með þessari tölu er ég annarsvegar að vara bændur við því að ég hringi í þá nú á næstunni og spyrji misviturlegra spurninga og hinsvegar mun ég eflaust gera eitthvað mjög asnalegt eins og að bjóða mig fram í smölun! Langar mig í þessu samhengi að kasta fram orðinu, seinnitíðaleitir, ég mun eflaust bjóða mig fram í þær, því það hljómar mjög svo fagmannlega. En að öllu gríni slepptu þá vona ég að framtíðin verði björt hér í héraði hvað varðar öll fjallskil og þeirri stemningu sem þessari hefð fylgir. Ég er því orðin frekar spennt að sjá sauðféð sem menn munu draga í dilka nú í haust og enn spenntari að smakka! Óska ég öllum velfarnaðar á fjalli, smalakveðjur, Vala Garðarsdóttir, forstöðumaður Hornafjarðarsafna
5
Góður gangur og gott útlit
Ásgeir Gunnarsson útgerðastjóri hjá Skinney-Þinganesi er sáttur við veiðar og vinnslu í sumar; “Veiðar í sumar gengu almennt vel. Humarveiði var jöfn og góð í allt sumar á vestursvæðunum við Eldey og Jökuldýpi. Makríl- og síldveiðar hafa einnig gengið vel og eigum við óveitt um 2.000 tonn af þessum tegundum. Eins og fram hefur komið áður réðumst við í endurnýjun á uppsjávarlínunni í byrjun sumars. Smá byrjunarörðugleikar voru í upphafi við að ná upp góðum afköstum í vinnslunni, en með þolinmæði og frábæru starfsfólki sjáum við nú fyrir endann á þeim erfileikum. Verið er að leggja lokahönd á hönnun á dælubúnaði sem mun dæla hráefni frá frystihúsinu yfir í bræðsluna í gegnum rör sem liggja undir höfnina. Reiknum við með að taka þann búnað að fullu í notkun á næstu loðnuvertíð. Nýja kvótaárið leggst ágætlega í okkur sem störfum í þessum geira, þó svo að við hefðum viljað sjá meiri úthlutun í ýmsum tegundum, þá aðallega þorski, humri og síld.”
Málþing um málefni hafnarinnar og grynnslin Hafnarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar boðar til málþings um grynnslin og innsiglingu um Hornafjarðarós. Málþingið verður haldið 10. september kl. 11:30 á Hótel Höfn og hefst með súpu í boði Hafnarstjórnar.
Dagskrá: • Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar setur ráðstefnuna • Gísli Viggósson verkfræðingur: Hornafjarðarós, rannsóknir og úrbætur • Sandra Rán Ásgrímsdóttir verkfræðingur hjá Vegagerðinni: Rannsóknir á Grynnslunum og áhrif á siglingar • Sigurður Sigurðarson strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni: Grynnslin hver er niðurstaðan og hvað er til ráða • Ásgeir Gunnarsson útgerðarstjóri hjá SkinneyÞinganesi: Grynnslin – nútíð og framtíð • Umræður – umræðuhópar • Sigurður Guðmundsson forstöðumaður Hornafjarðarhafnar tekur saman niðurstöður úr umræðum og slítur málþinginu Málþinginu líkur kl. 15:30 Málþingsstjóri er Lovísa Rósa Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar
6
Fimmtudagur 4. september 2014
Eystrahorn
Félagslífið í FAS og samfélagið okkar Á skólasetningardaginn í FAS var félagsstarf nemenda einnig sett af stað eins og gert hefur verið undanfarin ár. Öllum nemendum býðst að skrá sig í hóp þar sem þeir vinna að áhugamálum sínum og undirbúa dagskrá með viðburðum út önnina. Hóparnir sem stofnaðir voru þessa önnina eru: Tónlistarog kvikmyndaklúbbur, Leiklistarklúbbur, Viðburðaklúbbur, Íþrótta- og heilsuklúbbur og Ljósmyndaklúbbur. Á fyrsta fundi hjá hverjum klúbbi er skipaður formaður og mynda formennirnir nemendaráð ásamt forseta og varaforseta. Klúbbarnir eru með fundi einu sinni í viku þar sem farið er yfir þau mál sem að þeirra klúbbi standa og skipulagi komið á þá viðburði sem framundan eru. Þeir skrifa fundargerð um hvern fund sem þeir skila af sér og hafa þá betra utanumhald um hvað farið hefur fram á undanförnum fundum. Að auki hittist nemendaráðið einu sinni í viku til þess að stilla saman strengi sína. Hver klúbbur fyrir sig sér um að halda nokkra viðburði á önninni með það að markmiði að nemendur geti skemmt sér saman og er það gott tækifæri til að kynnast betur utan skólans. Þeir viðburðir sem eru á dagskrá í haust eru til dæmis kvikmyndakvöld, þemadagar, böll, íþróttamót og margt fleira. Fyrir þessa vinnu fá nemendur síðan einingar. Það er þó ekki einungis fyrir einingarnar sem nemendur taka þetta að sér. Að taka þátt í félagslífi er stór þáttur af því að vera
framhaldsskólanemi og er þroskandi að takast á við þá ábyrgð sem fylgir því að halda utan um félagsstarfið. Það er ávinningur fyrir alla nemendur er vel tekst til. Við vitum að sérhver nemendahópur hefur sín áhugamál og félagsmál nemenda er ekki hægt að njörva niður í fastar og endanlegar skorður. Starfið að félagsmálum nemenda í FAS á undanförnum árum hefur gefið góða raun og við viljum áfram bæta það. Þess vegna viljum við líka höfða til ykkar, foreldra og aðstandenda, að þið fylgist með því starfi sem unglingarnir ykkar taka þátt í. Þetta á til dæmis við um þá viðburði sem auglýstir verða á vegum nemenda. Það felst í því hvatning og örvun fyrir ungt fólk þegar það sér að tekið er eftir því jákvæða og uppbyggilega sem það fæst við.
Við þekkjum umræðuna um neyslu áfengis og vímuefna unglinga. Það hefur til dæmis verið sláandi að sjá í niðurstöðum rannsókna að áfengisdrykkja íslenskra unglinga eykst verulega strax við upphaf skólagöngu í framhaldsskóla. Slíkar vísbendingar ber að taka alvarlega. Neitum því að hér sé um sjálfsagðan hlut að ræða. Fylgjumst því með. Styðjum við bakið á unga fólkinu þegar það tekur jákvæðu og skemmtilegu skrefin í lífinu. Við myndum öll þetta samfélag og þurfum að styrkja jákvæða ímynd og efla frumkvæði meðal unga fólksins okkar. Selma Hrönn Hauksdóttir félagsmálafulltrúi nemenda og Zophonías Torfason skólameistari
Námskeið í hugrænni atferlismeðferð Námskeiðið byggist á fræðslu og heimaverkefnum þar sem kenndar eru aðferðir hugrænu atferlismeðferðarinnar til að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar, kvíða og þunglyndi. Námskeiðið fer fram í 8 – 10 manna hópi, tvo tíma í senn á tveggja vikna fresti, 8 skipti samtals. Hver þátttakandi vinnur út frá sínum forsendum og ekki er krafist þess að fólk tjái sig í tímum frekar en það vill. Aðal áherslan er á að reyna að tileinka sér það sem manni sjálfum kemur best til að bæta líðan sína og auka sjálfsbjargargetu. Skráning fer fram á HSSA í síma 470 8600 eða á netfanginu hssa@hssa.is Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 11. september. Verð kr. 20.000,Athugið að mörg stéttarfélög m.a. Afl starfsgreinafélög taka þátt í kostnaði við námskeið. Leiðbeinandi er Birgir Þór Guðmundsson sálfræðingur.
Laugardaginn 6. september verður safnað fyrir innanlandsverkefnum Rauða krossins, sem eru fjölmörg um land allt. Má þar nefna meðal annars, heimsóknarvini, neyðarvarnir, áfallahjálp, fataúthlutanir og fjölskylduaðstoð. Með söfnuninni Göngum til góðs vill Rauði krossinn gefa fólki í landinu tækifæri til að gefa af sér, ekki einungis með því að gefa fé heldur einnig til að sameinast um brýn málefni og sýna samhug sinn í verki með því að gerast sjálfboðaliði eina dagsstund.
Samfélagsábyrgð í verki Við viljum gjarnan fá alla sem bauk geta valdið til að vinna með okkur við að safna fjármunum til innanlandsstarfs Rauða krossins. Til að kraftarnir nýtist sem best er mikilvægt að skrá sig fyrirfram en það er þó ekki nauðsynlegt. Skráning þátttöku fer fram á heimasíðu Rauða krossins raudikrossinn.is en þar getur þú valið þér söfnunarstöð sem hentar þér best. Opnunartími söfnunarstöðvarinnar á Höfn verður frá kl. 10.00-14.00 og er hún í húsi Rauða krossins að Víkurbraut.
Hönnunar og frumkvöðlasmiðja Fab Lab - frá hugmynd að veruleika
Námskeiðið verður kennt á haustönn frá september til desember 2014. Markmiðið er að styrkja einstaklinga í að móta hugmynd og þróa hana að fullunninni vöru. Námsmaðurinn þarf ekki að vera listamaður eða í framleiðslu, allir geta tekið þátt. Vilhjálmur Magnússon leiðbeinandi í Fab Lab í Vöruhúsinu sér um hugmyndvinnu og hönnun sem er stærsti hluti námskeiðsins. Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Nánar um starfsemi Vöruhússins á Facebook/Vöruhúsið. Bókleg kennsla verður í lágmarki. Útivera, heimsóknir og verkleg kennsla verður í fyrirrúmi. Farið verður fagmannlega í öll þau atriði sem talin eru upp hér á eftir.
•
Hugmyndavinna
•
Hönnun
•
Verkefnastjórnun
•
Fjárhagsáætlunargerð
•
Markaðsgreining
•
Lög og reglur
•
Markaðssetning
Námskeiðið hefst 29. september 2014. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum frá 17:00-20:00 í 12 vikur og þrjá laugardaga eftir samkomulagi. Námið er samtals 80 klst. Meta má allt námið til allt að 10 eininga á framhaldsskólastigi. Allar nánari upplýsingar veitir Nína Síbyl ☎560-2050. Verð aðeins 28.000.- (niðurgreitt af Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins). Skráningarfrestur er til 20. september.
Kíktu inn á http://fraedslunet.is/namskeið
Í FORMI
Á HÖFN Í HORNAFIRÐI
5. - 6. september 2014
Í FORMI
Á HÖFN Í HORNAFIRÐI
Keppnisgreinar og mótsgjald Eins og áður hefur komið fram er mótsgjaldið breytt frá undanförnum keppnum. Nú er hægt að borga fyrir eina grein og kostar það þá 2000 kr. en ef menn vilja keppa í fleiri greinum þá eru það 3500 kr. og eina sem stoppar menn eftir þá upphæð er úthaldið.
Föstudagskvöld í Golfskálanum
• Hnit: Kl. 15:00 í íþróttahúsinu.
• Brids kl. 19:00
• Tímaseðill í frjálsum:
Laugadagur:
• Kl. 11:00 80 m hlaup konur
• Golf: Kl. 9:00 (ef óskir eru um annan rástíma þá vinsamlega hafið samband við greinastjóra)
• Kl. 11:10 80 m hlaup karlar • Kl. 11:20 kúluvarp konur
• Strandblak: Kl. 9:00 (fært inn í íþróttahús ef veður verður slæmt).
• Kl. 11:20 spjótkast karlar
• Frjálsar: Kl. 11:00 á Sindravöllum, sjá tímaseðil hér fyrir neðan.
• Kl. 11:50 kúluvarp karlar
• Fótbolti: Kl. 13:00 í Bárunni. • Brennibolti: Kl. 14:00 á æfingarsvæðinu (fært inn í Báruna ef þurfa þykir).
• Kl. 11:50 langstökk konur • Kl. 12:20 spjótkast konur • Kl. 12:20 langstök karlar • Kl. 12:50 3000 m hlaup konur • Kl. 12:50 5000 m hlaup karlar
Skemmtun í Golfskálanum
Húsið opnað kl. 19:30 og miðaverð er einungis 7000 kr. matur og mót en 5000 fyrir þá sem mæta eingöngu á borðhaldið.
Forréttur: Hin heimsfræga hornfiska humarsúpa með nýveiddum humri úr Breiðamerkurdýpi og úrvals rjóma úr héraði. Aðalréttur: Skaftfellskt lambalæri að hætti Gauta og Stjána með úrvals meðlæti frá Seljavöllum og sósu sem kokkarnir einir geta galdrað fram. Eftirréttur: Kaffi og konfekt
Stór trúbadorinn Júlli Fúsa mun skemmta meðan á borðhaldi stendur og verðlaunaafhending fer fram.
Hind
Eystrahorn