Eystrahorn 30. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn 30. tbl. 30. árgangur

Fimmtudagur 6. september 2012

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Bókhaldsstofan skiptir um eigendur Á mánudaginn var undirritaður sölu- og kaupsamningur á Bókhaldsstofunni. Hermann Hansson hefur selt Barða Ingvaldssyni, endurskoðanda, allt hlutafé í Bókhaldsstofunni ehf. og fóru eigendaskiptin fram nú um mánaðarmótin. Barði Ingvaldsson er löggiltur endurskoðandi og hefur undanfarin 15 ár starfað hjá endurskoðunar fyrir tækinu Deloitte hf. Meðal verkefna sem hann hefur annast í störfum sínum fyrir Deloitte hf. er þjónusta við ýmis fyrirtæki á Höfn, svo sem Skinney Þinganes hf. og dótturfyrirtæki, einnig Vélsmiðju Hornafjarðar ehf. og allmarga aðra smærri aðila. Bókhaldsstofan ehf. var stofnuð árið 1980. Frumkvæði að stofnun hennar áttu endurskoðendurnir Sigurður Tómasson og Guðjón Eyjólfsson hjá Stoð-endurskoðun hf í Reykjavík ásamt fyrirtækjum og einstaklingum á Höfn.

Vorið 1983 keypti Sigþór Guðmundsson allt hlutafé félagsins og tók við rekstrinum. Sigþór átti fyrirtækið þar til í nóvember 2002 þegar núverandi eigandi, Hermann Hansson, keypti hlut Sigþórs. Hjá Bókhaldsstofunni starfa nú fjórir starfsmenn í þremur

Humar, lúra og áll

Í síðustu viku var opnuð sýningin HUMAR, LÚRA OG ÁLL Í MENNINGU HORNAFJARÐAR, í kjallara Pakkhússins. Sýningin er afrakstur vinnu Hrefnu Rúnar Kristinsdóttur þjóðfræðinema, en Hrefna Rún hefur í sumar unnið að verkefninu við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Höfn. Sýningin er unnin upp úr hvoru tveggja ritheimildum sem og viðtölum sem Hrefna Rún tók við Hornfirðinga í sumar. Sýningin verður opin á milli kl. 18 og 22 fram í síðustu viku september, en

stöðugildum. Aðspurður hvað tæki við hjá Hermanni svaraði hann; „Ég er með nokkur verkefni hér á Bókhaldsstofunni sem ég þarf að ljúka á næstu vikum auk þess sem ég geri ráð fyrir að kynna Barða þau verkefni sem við höfum verið að vinna að og sömuleiðis kynna hann fyrir

viðskiptamönnum fyrirtækisins. Að því loknu er um það samið að ég verði hér í hlutastarfi fram á næsta vor.“ Barði var ánægður þegar blaðamaður hitti hann og sagði m.a.; „Flutningurinn til Hornafjarðar leggst vel í mig. Auðvitað er þetta átak fyrir fjölskylduna að taka sig upp og flytja út á land – gegn straumnum - en það eru allir tilbúnir að taka slaginn og að takast á við ný verkefni. Það er spennandi að taka við rekstri Bókhaldsstofunnar sem hefur verið undir styrkri hendi Hermanns undanfarin ár og er ég viss um að ég tek þar við góðu búi. Ég þekki Hornfirðinga ekki nema af góðu einu svo ég er bjartsýnn á framhaldið. Bókhaldsstofan mun í minni eigu hér eftir sem hingað til leitast við að veita þjónustu á sviði bókhaldsog fjármála auk framtalsaðstoðar og skyldra verkefna gegn sanngjörnu endurgjaldi.“

Bjarney Jóna með bikar

þá verður hún flutt til Reykjavíkur og sett upp á Vísindavöku Háskóla Íslands. Ætlunin er að setja sýninguna aftur upp næsta vor svo ferðamenn geti kynnt sér þennan þátt í hornfirskri menningu. Öll sýningarspjöldin hafa verið þýdd á ensku og geta erlendir ferðamenn því einnig notið sýningarinnar. Í tilefni opnunarinnar birti Hrefna Rún þessar vísur eftir sjálfa sig á boðskortinu. Ef þekkingu ert þyrstur í um þjóðleg fiskafræði, notaðu þitt næsta frí niðri á hafnarsvæði. Matbjörg, sjór og sumarmál, sagnir einstaklinga um leturhumar, lúru og ál í lífi Hornfirðinga. Hornfirðingar og gestir eru hvattir til að skoða sýningu Hrefnu Rúnar í Pakkhúskjallaranum.

Síðast liðið vor tóku þær Brynja Rut Borgarsdóttir og Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir þátt í framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum fyrir hönd FAS. Þar náði Bjarney Jóna þeim stórglæsilega árangri að sigra í skeiði á hestinum Grun frá Hafsteinsstöðum en hann er í eigu Pálma Guðmundssonar. Þetta er jafnframt besti árangur FAS á mótinu hingað til. Verðlaunin voru ekki af verri endanum en Bjarney Jóna fékk bikar til eignar og gjafabréf fyrir fóðurbæti. Fyrir sigurinn fékk hún líka stóran og stæðilegan farandbikar sem búið er að áletra með nafni hennar. Bikarinn verður geymdur í FAS fram að næsta móti. Nemendur sem hafa áhuga á hestum eru hvattir til að kynna sér mótið og jafnvel til að taka þátt í því næsta vor.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.