Eystrahorn 30. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn 30. tbl. 30. árgangur

Fimmtudagur 6. september 2012

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Bókhaldsstofan skiptir um eigendur Á mánudaginn var undirritaður sölu- og kaupsamningur á Bókhaldsstofunni. Hermann Hansson hefur selt Barða Ingvaldssyni, endurskoðanda, allt hlutafé í Bókhaldsstofunni ehf. og fóru eigendaskiptin fram nú um mánaðarmótin. Barði Ingvaldsson er löggiltur endurskoðandi og hefur undanfarin 15 ár starfað hjá endurskoðunar fyrir tækinu Deloitte hf. Meðal verkefna sem hann hefur annast í störfum sínum fyrir Deloitte hf. er þjónusta við ýmis fyrirtæki á Höfn, svo sem Skinney Þinganes hf. og dótturfyrirtæki, einnig Vélsmiðju Hornafjarðar ehf. og allmarga aðra smærri aðila. Bókhaldsstofan ehf. var stofnuð árið 1980. Frumkvæði að stofnun hennar áttu endurskoðendurnir Sigurður Tómasson og Guðjón Eyjólfsson hjá Stoð-endurskoðun hf í Reykjavík ásamt fyrirtækjum og einstaklingum á Höfn.

Vorið 1983 keypti Sigþór Guðmundsson allt hlutafé félagsins og tók við rekstrinum. Sigþór átti fyrirtækið þar til í nóvember 2002 þegar núverandi eigandi, Hermann Hansson, keypti hlut Sigþórs. Hjá Bókhaldsstofunni starfa nú fjórir starfsmenn í þremur

Humar, lúra og áll

Í síðustu viku var opnuð sýningin HUMAR, LÚRA OG ÁLL Í MENNINGU HORNAFJARÐAR, í kjallara Pakkhússins. Sýningin er afrakstur vinnu Hrefnu Rúnar Kristinsdóttur þjóðfræðinema, en Hrefna Rún hefur í sumar unnið að verkefninu við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Höfn. Sýningin er unnin upp úr hvoru tveggja ritheimildum sem og viðtölum sem Hrefna Rún tók við Hornfirðinga í sumar. Sýningin verður opin á milli kl. 18 og 22 fram í síðustu viku september, en

stöðugildum. Aðspurður hvað tæki við hjá Hermanni svaraði hann; „Ég er með nokkur verkefni hér á Bókhaldsstofunni sem ég þarf að ljúka á næstu vikum auk þess sem ég geri ráð fyrir að kynna Barða þau verkefni sem við höfum verið að vinna að og sömuleiðis kynna hann fyrir

viðskiptamönnum fyrirtækisins. Að því loknu er um það samið að ég verði hér í hlutastarfi fram á næsta vor.“ Barði var ánægður þegar blaðamaður hitti hann og sagði m.a.; „Flutningurinn til Hornafjarðar leggst vel í mig. Auðvitað er þetta átak fyrir fjölskylduna að taka sig upp og flytja út á land – gegn straumnum - en það eru allir tilbúnir að taka slaginn og að takast á við ný verkefni. Það er spennandi að taka við rekstri Bókhaldsstofunnar sem hefur verið undir styrkri hendi Hermanns undanfarin ár og er ég viss um að ég tek þar við góðu búi. Ég þekki Hornfirðinga ekki nema af góðu einu svo ég er bjartsýnn á framhaldið. Bókhaldsstofan mun í minni eigu hér eftir sem hingað til leitast við að veita þjónustu á sviði bókhaldsog fjármála auk framtalsaðstoðar og skyldra verkefna gegn sanngjörnu endurgjaldi.“

Bjarney Jóna með bikar

þá verður hún flutt til Reykjavíkur og sett upp á Vísindavöku Háskóla Íslands. Ætlunin er að setja sýninguna aftur upp næsta vor svo ferðamenn geti kynnt sér þennan þátt í hornfirskri menningu. Öll sýningarspjöldin hafa verið þýdd á ensku og geta erlendir ferðamenn því einnig notið sýningarinnar. Í tilefni opnunarinnar birti Hrefna Rún þessar vísur eftir sjálfa sig á boðskortinu. Ef þekkingu ert þyrstur í um þjóðleg fiskafræði, notaðu þitt næsta frí niðri á hafnarsvæði. Matbjörg, sjór og sumarmál, sagnir einstaklinga um leturhumar, lúru og ál í lífi Hornfirðinga. Hornfirðingar og gestir eru hvattir til að skoða sýningu Hrefnu Rúnar í Pakkhúskjallaranum.

Síðast liðið vor tóku þær Brynja Rut Borgarsdóttir og Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir þátt í framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum fyrir hönd FAS. Þar náði Bjarney Jóna þeim stórglæsilega árangri að sigra í skeiði á hestinum Grun frá Hafsteinsstöðum en hann er í eigu Pálma Guðmundssonar. Þetta er jafnframt besti árangur FAS á mótinu hingað til. Verðlaunin voru ekki af verri endanum en Bjarney Jóna fékk bikar til eignar og gjafabréf fyrir fóðurbæti. Fyrir sigurinn fékk hún líka stóran og stæðilegan farandbikar sem búið er að áletra með nafni hennar. Bikarinn verður geymdur í FAS fram að næsta móti. Nemendur sem hafa áhuga á hestum eru hvattir til að kynna sér mótið og jafnvel til að taka þátt í því næsta vor.


2

Fimmtudagur 6. september 2012

Eystrahorn

Mikill áhugi á dönsku

Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem glöddu mig með ýmsu móti í tilefni 90 ára afmælis míns 23. júlí s.l. og gerðu mér þessi tímamót ógleymanleg.

Í framhaldsskólanum eru kenndir tveir áfangar í dönsku. Segja má að það séu skylduáfangar til stúdentsprófs. Nú bregður hins vegar svo við að fleiri nemendur en nokkru sinni fyrr í sögu skólans stunda nám í dönsku 303, sem er valáfangi. Nú hefur orðið að ráði að nemendur ásamt kennaranum ætla í nóvember í náms- og kynnisferð til Danmerkur. Nemendur þurfa síðan að gera grein fyrir ferðinni og því sem fyrir augu ber með því að skila dagbók og ritgerð á dönsku. Vegna þess hversu þessi mikla aðsókn kom á óvart þá er því miður ekki unnt að sækja um styrki til fararinnar. Því mun hópurinn standa fyrir ýmisskonar fjáröflun á næstu vikum. Einnig munu nemendur heimsækja fyrirtæki og falast eftir styrk til fararinnar. Það er von okkar að sem flestir sæki þá atburði sem í boði verða. Einnig er það von okkar að okkur verði vel tekið í þeim fyrirtækjum sem við heimsækjum. Nemendur og kennari

Kærar kveðjur Lilja Aradóttir

ATVINNA

Norðlenska auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar í sláturhúsi fyrirtækisins á Höfn haustið 2012. Sláturtíð hefst 18. september og stendur til 31. október.

• Almennt verkafólk á sláturlínu • Verktaki í svíðningu Nánari upplýsingar veitir Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri í síma 460 8805 eða jona@nordlenska.is. Hægt er að fylla út rafræna umsókn á www.nordlenska.is/atvinna.

Umboðsaðili

Minnum á vígslu kaþólsku kapellunnar Athöfnin fer fram laugardaginn 8. september kl. 14:00.

Rauðakrossbúðin verður opin laugardaginn 8. september og mánudaginn 24. september

Eftir messu er öllum þátttakendum boðið í smá veislu. Það eru allir velkomnir. Kaþólski söfnuðurinn á Hornafirði

Eystrahorn

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

@VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& www.inni.is

FÉLAG FASTEIGNASALA

Vildaráskriftina má greiða =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Hilmar Gunnlaugsson, Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 hrl. og lögg. fasteignasali s. 580 7902

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

NÝTT Á SKRÁ

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

- TILBOÐ ÓSK

AST

gistihús í ríki vatnajökuls Um er að ræða Gistiheimilið Ásgarð á Höfn. Í húsinu eru 36 tveggjamanna herbergi með baði auk íbúðar. Húsið stendur í jaðri byggðarinnar og þaðan er eitthvert “magnaðasta útsýni sem um getur frá gististað á landinu”, annarsvegar yfir Hornafjörð til jökla og hins vegar yfir Hornafjarðarhöfn.

NÝTT Á SKRÁ

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

- TILBOÐ ÓSK

VESTURBRAUT

AST

Fallegt 130,4 m² endaraðhús við Vesturbraut m/ innbyggðum 28,3 m² bílskúr, alls 158,7 m² vinsæl raðhúsalengja byggð 1988 á góðum stað með frábæru útsýni.

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

NÝTT Á SKRÁ

RÁNARSLÓÐ

- 19,5 M

Mikið endurnýjað steinsteypt 126,6 m² tveggja hæða einbýlishús ásamt 16,2 m² bílskúr, samtals 142,4m² Húsið hefur verið klætt og einangrað að utan, skipt um glugga og gler, eldhús, lagnir gólfefni ofl. Góð lóð er við húsið og mikið útsýni.


Eystrahorn

Fimmtudagur 6. september 2012

3

Spennandi úrslitakeppni - sæti í 2. deild í húfi Meistaraflokkur Sindra er kominn áfram í úrslitakeppni 3. deildar eftir að hafa sigrað ÍH í báðum leikjum liðanna, 5 – 1 og 4 -1. Næst leikur liðið við Leikni Fáskrúðsfirði um sæti í 2. deild og verður fyrri leikurinn hér á Höfn laugardaginn 8. september kl. 14:00 og útileikurinn á Fáskrúðsfirði miðvikudaginn 12. september kl 17:15.

Frítt verður á völlinn og grillaðar pylsur í boði Mikaels ehf. fyrir leik. Í hálfleik fá þátttakendur í 5., 6. Og 7. Flokki afhentar viðurkenningar fyrir góða ástundun og árangur í sumar. Nú er mikilvægt að fjölmenna á völlinn og standa við bakið á strákunum.

ALLIR Á VÖLLINN Á LAUGARDAGINN!

Sveitarfélagið Hornafjörður rekur Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á grunni þjónustusamnings við íslenska ríkið. Starfssvæðið nær frá Skeiðarársandi í vestri að Hvalnesskriðum í austri. Hornafjörður er blómstrandi samfélag með liðlega 2100 íbúa, þar af búa um 1700 manns á Höfn í Hornafirði. Höfn er öflugur útgerðarbær, ferðaþjónusta er vaxandi í öllu sveitarfélaginu og fjölbreyttur landbúnaður stundaður til sveita. Félags- og menningarlíf er öflugt. Öll almenn þjónusta er á staðnum.

Framkvæmdastjóri HSSA Laust er til umsóknar starf framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands. Helstu verkefni:

• Stýrir daglegum rekstri HSSA • Hefur yfirumsjón með starfsmannamálum á stofnuninni • Er tengiliður HSSA við opinberar stofnanir á sviði heilbrigðis- og öldrunarmála • Starfar með stjórn HSSA að stefnumótun og gerð samninga um rekstur stofnunarinnar • Umsjón með áætlanagerð og uppgjöri fyrir stofnunina • Situr fundi bæjarráðs Hornafjarðar sé þess óskað • Önnur tilfallandi verkefni sem yfirmaður felur viðkomandi

Menntun og hæfniskröfur:

• Háskólapróf sem nýtist í starfi • Góð þekking á heilbrigðis- og öldrunarmálum • Skipulagshæfileikar, ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum • Jákvætt viðmót og frumkvæði • Góð almenn tölvukunnátta • Góð íslenskukunnátta og færni í að koma frá sér efni í rituðu og töluðu máli • Reynsla af stjórnun nauðsynleg

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar veita: Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Sími 470-8000 hjaltivi@hornafjordur.is Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is Inga Steinunn Arnardóttir inga@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 16. september nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is með upplýsingum um náms- og starfsferil ásamt kynningarbréfi.

SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700

www.hagvangur.is


markhonnun.is

GRÍSABÓGUR FERSKUR

TUR T Á L S F A 32%

Kræsingar & kostakjör

598 ÁÐUR 879 KR/KG

BESTU TILBOÐIN GRÍSAHAKK

GRÍSASNITSEL

958 ÁÐUR 1.198 KR/KG

GRÍSAGÚLLAS

1.198 ÁÐUR 1.498 KR/KG

1.198 ÁÐUR 1.498 KR/KG

TTUR

50% AFSLÁ GRÆNMETI VIKUNNAR BLÓMKÁL ÍSLENSKT

230 ÁÐUR 459 KR/KG

GRÍSAHNAKKI BEINLAUS

1.294 ÁÐUR 1.598 KR/KG

NAUTAÞYNNUR

FERSKAR

1.792 ÁÐUR 2.298 KR/KG

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


LAMBABÓGUR FROSINN

!

BA M O B VERÐ

699

KR/KG

Í NETTÓ KJÚKLINGAVÆNGIR HVÍTLAUKS-GRILL

395

KJÚKLINGABORGARI M/BRAUÐI

GELLUR BLÁMAR

ÁÐUR 589 KR/PK

299 ÞORSKHNAKKAR LÉTTSALTAÐIR BLÁMAR

1.594 ÁÐUR 1.898 KR/KG

TTUR

33% AFSLÁ

1.591 ÁÐUR 1.989 KR/KG

MORGUNKORN

NÝ BÖKUÐ RÚNSTYKKI

FLINTSTONES 3 TEG. 250G

ALLAR TEGUNDIR

TTUR

50% AFSLÁ

159 ÁÐUR 199 KR/PK

40

NÝBAKAÐ TILBOÐ

ÁÐUR 498 KR/KG

ÁÐUR 79 KR/STK

Tilboðin gilda 6. - 9. september Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6

Fimmtudagur 6. september 2012

Íslenska fyrir útlendinga Kynningafundur vegna námskeiða í íslensku fyrir útlendinga verður 10.09.2012 kl. 20:00 í Nýheimum. Á fundinum verður ákveðið á hvaða tíma kennslan fer fram og hvaða stig (1-4) verða kennd. Allir sem hafa áhuga á íslenskukennslu í vetur eru beðnir að mæta.

Breyttur opnunartími í september Opið frá 11.00 - 17:00 alla virka daga

Jöfnunarstyrkur til náms - Umsóknarfrestur á haustönn 2012 er til 15. október -

Kennari: Magnhildur Gísladóttir Nánari upplýsingar hjá Austurbrú (áður Þekkingarnet Austurlands) í síma 470-3840, nina@austurbru.is Spotkanie organizacyjne dotyczace kursu jezyka islandzkiego dla obcokrajowców odbedzie 10.09.2012 o godzinie 20:00, Nýheimum. Na spotkaniu podjeta zostanie decyzja w jakim terminie i w jakich grupach (tj. na jakim poziomie 1-4) odbywac beda sie zajecia. Wszystkich zainteresowanych zapraszamy. Dodatkowe informacje udzielone sa w Austurbrú pod numerem 470-3840 lub nina@austurbru.is Courses in Icelandic for foreigners will start with meeting 10.09.2012 at 20:00 in Nýheimum. In the meeting decision will be made by attendees when the classes occur and also what stage (1-4) will be offered. Everyone interested is urged to attend the meeting.

HÖFN

Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem verða að stunda nám fjarri heimili sínu. Dvalarstyrkur (fyrir þá sem verða að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Umsóknarfrestur vegna haustannar 2012 er til 15. október næstkomandi!

Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd

Further information at Austurbrú tel: 470-3840 or nina@austurbru.is

+

Eystrahorn

=

FJÖLSKYLDUTILBOÐ franskar kartöflur og 4 lítil Prins Póló

2.795 kr.

EÐA

FRÁBÆR OG FREISTANDI VEITINGATILBOÐ +

+

= =

N1 HÖFN SÍMI: 478 1940

BERNAISE BORGARI sósa, ½ ltr. gos í plasti og lítið Prins Póló

1.279

kr.

KJÚKLINGASALAT 1.349 kr.


Starfsdagur grunnskólastarfsmanna 14. september 2012 Félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags er starfa í grunnskólum – við bjóðum til árlegs starfsdags 14. september nk. í húsnæði félagsins að Búðareyri 1, Reyðarfirði.

Félagsmenn FOSA eru velkomnir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á gunnar@asa.is eða í síma 4700 303. Við munum aðstoða við að skipuleggja ferðir frá þéttbýlisstöðum félagssvæðisins. Eins og áður verða fróðleg erindi um skólastarfið og önnur mál. Við bjóðum síðan upp á kvöldverð að dagskrá lokinni. AFL vekur athygli á því að nú erum við í fyrsta sinn með hluta dagskrárinnar tvískiptan – með sérstakt erindi fyrir starfsfólk mötuneyta. Dagskrá. 10:00 Kaffi 10:15 Setning – Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags 10:20 Hegðun barna og viðbrögð - Skólaskrifstofa Austurlands 10:20 Matseld - getum við gert betur, Þráinn Lárusson (salur uppi). 12:15 Hádegisverður 13:00 14:15 15:10 15:30 15:50 17:30 17:55 18:00

Að meta eigin streitu og streituvanda Guðmundur Ingi Sigbjörnsson Heilsuefling – leiðin að settu marki - Fjóla Þorsteinsdóttir Kaffihlé Verkalýðsfélagið og samfélagið Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags Vinnuhópar Pallborðsumræður – allir með Slit Kvöldverður



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.