Eystrahorn 30. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 12. september 2013

30. tbl. 31. árgangur

Gróðurmælingar á Skeiðarársandi Nú eru liðin 5 ár frá því að gróðurreitir voru settir niður á vegum FAS. Á hverju hausti hefur verið farið með hóp nemenda til að skoða reitina og kanna breytingar á gróðri. Ferðin krefst jafnan nokkurs undirbúnings til að rannsóknir og mælingar á vettvangi og skráning þeirra takist sem best. Þá er ekki síður mikilvægt að allir nemendur hafi hlutverk til vinnan verði skipulögð og gangi hratt fyrir sig. Yfirleitt fara ríflega sex tímar í ferðina og vinnuna á vettvangi. Frá því að farið var fyrst í ferðina hafa komið upp atriði sem hefur þurft að bregðast við. Þegar reitirnir voru merktir var það gert með steinsteypujárnum og þeir merktir með GPS hniti. Árið á eftir reyndist erfitt að koma auga á reitina því járnin voru mjög samlit umhverfinu. Þá var brugðið á það ráð að setja tréstaur sem var litaður í sterkum lit í eitt hornið og auðveldaði það mjög að finna reitina. Vorið 2011 varð gos í Grímsvötnum og barst mikið af ösku yfir sandinn. Fíngerð askan lagðist yfir svæði og færðist svo til með veðri og vindum. Hún hefur sum staðar náð að kaffæra lágvaxinn, viðkvæman gróður. Þá lék hún merki sem notuð voru til að merkja einstakar plöntur illa svo víða var illmögulegt að greina númer. Til að bregðast við því var nú brugðið á það ráð að nota merki eins og sett eru í sauðfé og þau síðan fest við plöntur með vír. Þá hefur nokkuð verið um að litlar plöntur hafi sést að hausti en hafi jafnvel verið horfnar árið á eftir. Þetta á sérstaklega við um loðvíði. Því var ákveðið núna að merkja einungis plöntur sem eru 10 cm eða hærri. Að þessu sinni kom það í hlut nemenda í umhverfis- og auðlindafræði að fara á Skeiðarársandinn. Alls fóru 15 nemendur

ásamt tveimur kennurum og var nemendum skipt í þrjá hópa. Þó reitirnir fimm séu allir jafnstórir er mjög misjafnt hversu mikið er að gera í hverjum reit. Í reitum fjögur og fimm eru langflestar plöntur og því mest vinnan þar. Í reitum eitt, tvö og þrjú eru ekki margar plöntur og því mun fljótlegra að skoða þá. Einn hópurinn fékk því það hlutverk að fara í reitina þrjá. Áður en farið var í ferðina voru settir hópstjóri og ritari í hvern hóp. Þeir bera ábyrgð á að allt sé gert og rétt skráð á til þess gerð eyðublöð. Aðrir í hópnum sjá svo um talningar á plöntum og mælingar á þeim. Meðal þess sem þarf að gera er að áætla gróðurþekju innan reitsins, telja og flokka trjáplöntur, greina háplöntur, mæla hæð trjáa og finna lengstan árssprota. Ef reklar eru til staðar þarf að áætla fjölda þeirra. Athuga þarf hvort ummerki um skordýr eða beit sjást á plöntunum og eins ef eitthvað er sérstakt í og við reitina. Mesta vinnan að þessu sinni var að skipta um merki á plöntunum. Þá er mikilvægt að taka mynd af hverjum reit og skal þess gætt að myndin sé alltaf tekin frá sama sjónarhorni. Ferðin gekk í alla staði vel. Í fyrstu var ágætt veður en heldur bætti í vind undir hádegi. Það passaði til að þegar farið var til baka gekk á með skúrum. Eftir ferðina hafa nemendur notað tímann til að vinna úr upplýsingunum sem söfnuðust. Að þessu sinni var mjög mikið af lirfum ertuyglu á birkitrjám og sást greinilega að þær tóku hraustlega til matar síns. Á vef Náttúrufræðistofnunar kemur fram að ertuygla sem er fiðrildategund hafi sést hér í auknum mæli á undanförnum árum. Lirfan er mjög áberandi síðsumars og étur mikið áður en hún fellur í jarðveginn

Kaffihornið

býður öllum frítt á völlinn Síðasti heimaleikur Sindra verður gegn KV laugardaginn 14. september kl. 14:00. Kaffihornið býður öllum frítt á völlinn og pulsur meðan á leiknum stendur.

Mætum öll og hvetjum strákana!

þar sem hún púpar sig og bíður vors. FAS hefur um langt skeið lagt á það áherslu að nemendur skoði náttúruna og tileinki sér öguð og skipuleg vinnubrögð. Þá er ekki síður mikilvægt að þeir séu færir um að meta þær breytingar sem verða og bera saman við niðurstöður fyrri ára. Þó það hafi gengið á ýmsu í reitunum okkar í FAS frá byrjun má þó sjá þar greinilegar vísbendingar um að gróðurinn er í mikilli sókn. Sem dæmi má nefna plöntu 3,2 sem er birkiplanta. Þegar hún var fyrst mæld 2009 reyndist hún vera 145 cm en við mælingu núna var hún 174 cm. Líkt og fyrri ár verða niðurstöður ferðarinnar birtar á nattura.fas.is/ Hjördís Skírnisdóttir

Stjörnuverið á Höfn 16. september 2013 Í tilefni af degi íslenskrar náttúru býður Náttúrustofa Suðausturlands, sem nýlega tók til starfa til stjörnuskoðunar í stjörnuverinu. Tvær sýningar verða í boði: kl. 16:00 og kl. 17:00 þann 16.september í Nýheimum. Áhugasamir geta sótt miða í bókasafnið samdægurs, en einungis komast 25 manns á hverja sýningu. Sjá nánar á www.hornafjordur.is

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar


2

Fimmtudagur 12. september 2013

Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881

Sunnudaginn 15. september Messa kl. 11:00

bjarnanesprestakall.is

Prestarnir

Aðalfundur Karlakórsins Jökuls

verður haldinn mánudaginn 23. september kl. 20:00 í safnaðarheimili Hafnarkirkju. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir karlar sem hafa gaman af söng og vilja vera með í skemmtilegum félagsskap eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að mæta.

Eystrahorn

Máni hampaði Launaflsbikarnum UMF Máni úr Nesjum í Hornafirði fór með sigur af hólmi í bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu eftir 5-4 sigur á Spyrni í framlengdum úrslitaleik á Djúpavogi í gær. Félagið hefur ekki áður unnið bikarinn. Sjö lið hófu leik í Launaflsbikarnum í ár og léku einfalda umferð í deild. Máni fékk þar flest stig en Spyrnir var í þriðja sæti. Spyrnir tryggði sér hins vegar sæti í úrslitum með því að vinna UMFB í undanúrslitum á Borgarfirði á meðan Máni sló út ríkjandi meistara frá Norðfirði sem enduðu í fjórða sæti. Arnar Jóel Rúnarsson, Spyrni, var valinn besti leikmaður keppninnar í kjöri fyrirliða þátttökufélaganna. Ingi Steinn Þorsteinsson, Mána, fékk viðurkenningu sem markahæsti leikmaðurinn en hann skoraði fjórtán mörk í sumar.

"Söngurinn göfgar og glæðir, guðlegan neista í sál."

Atvinna Vantar starfsmann í vaktavinnu við afgreiðslu á Olís. Upplýsingar gefur Haukur í síma 840-1718 eða á bensínstöðinni.

Bifreiðaskoðun á Höfn 23., 24. og 25. september

Arnar Þór Guðjónsson

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 20. september.

háls-, nef- og eyrnalæknir verður með stofu á heilsugæslustöð Hornafjarðar 26. - 27. september n.k.

Næsta skoðun 11., 12. og 13 nóvember.

Tímapantanir í síma 470-8600.

Þegar vel er skoðað

Frá Ferðafélaginu

Síðasta ferð sumarsins verður að Klukkugili í Suðursveit sunnudaginn 15. september kl. 13:00. Farið frá tjaldstæðinu. Munið nesti og útivistarfatnað. 500- kr. fyrir 16 ára og eldri. Upplýsingar gefur Ragna í síma 662-5074. Allir velkomnir

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Íþróttasálfræði ráðgjafi

Knattspyrnudeild Sindra auglýsir að frá og með 2. september mun starfa íþróttasálfræðiráðgjafi hjá deildinni. Kristján Ebenezarson mun vera knattspyrnudeildinni innan handar næstu átta vikur sem hluti af mastersnámi í íþróttasálfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Helstu verkefni hans eru að fræða 3. og 4. flokk karla og kvenna um nytsemi íþróttasálfræði til að ná árangri í íþróttum. Hægt að senda fyrirspurnir á idr12keb@student.lu.se til að fá nánari upplýsingar um störf Kristjáns.


Eystrahorn

Fimmtudagur 12. september 2013

3

Ásættanlegur árangur Óli Stefán þjálfari meistaraflokks er nokkuð sáttur við árangurinn í sumar en liðið á eftir tvo leiki, úti og heima. Óli sagði þetta í viðtali við blaðið: “Sumarið hefur gengið nokkuð vel hjá okkur og við erum að ná markmiðinu að festa liðið í sessi í þessari sterku deild. Þegar maður fer yfir tímabilið má segja að ég sé nokkuð sáttur en ég hefði samt viljað vera með 6-8 stigum fleiri því við höfum allt of oft ekki náð að sigra leiki þar sem við spilum vel og höfum yfirhöndina. Það má kannski segja að þar vanti reynsluna í að klára leiki. Meirihluti leikmanna okkar hafa bara reynslu af því að spila í neðstu deild og því vantar oft á tíðum smá þroska í að klára jafna leiki. Strákarnir öðlast því frábæra reynslu í sumar sem nýtist liðinu í framhaldinu. Ég er mjög ánægður með það að leikstíll okkar er að skila árangri. Við höfum unnið markvisst að því að tileinka okkar faglegan leik þar sem við viljum halda boltanum innan liðsins og búa til sóknir þar sem allir vita hvað þeir eru að gera. Við eigum núna tvo leiki eftir af mótinu og ég legg ofuráherslu á það að við klárum mótið með stæl. Það er mikilvægt að slaka ekki á heldur verðum við að eiga góðan endasprett og komast eins hátt og mögulegt er því það verður gott veganesti fyrir næstu ár. Framhaldið er því spennandi en ég vil að við setjumst niður núna í haust og setjum okkur nýtt fimm ára plan þar sem unnið verður að frekari uppbyggingu knattspyrnunnar hér á Hornafirði.

Kartöfluhúsið opnar á ný eftir breytingar fimmtudaginn 12. september. kl. 12:00.

Fjölbreyttur og fallegur fatnaður og fylgihlutir. Hannað og framleitt á Hornafirði og Djúpavogi.

Opið í vetur: Fimmtudaga Föstudaga Laugardaga

kl. 12:00 – 18:00 kl. 12:00 – 18:00 kl. 12:00 – 16:00

www.facebook.com/kartofluhusid

HÖFN

Svo vil ég hvetja fólk til að mæta á síðasta heimaleikinn laugardaginn 14. september gegn KV sem eru efstir núna.”

KJÚKLINGASALAT 1.395 kr.

FRÁBÆR OG FREISTANDI VEITINGATILBOÐ DJÚPSTEIKT PYLSA

+

N1 HÖFN SÍMI: 478 1940

með osti, frönskum á milli og ½ líter gos í plasti

779 kr.

+

+

+

+

SELJAVALLABORGARI franskar, lítið prins póló og ½ líter gos í plasti

1.459 kr.

PYLSA MEÐ ÖLLU lítið prins póló og ½ líter gos í plasti

595 kr.


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 4 0 0

www.kia.com

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum

Kia stórsýning við Miðbæ, Höfn, 14. september kl. 12-17

cee’d dísil - verð frá 3.370.777 kr.

180.000 kr. kaupauki fylgir nýjum Kia cee'd - fyrstir koma fyrstir fá Vetrardekk og 100.000 kr. eldsneytiskort

Sportage 2.0 dísil 4WD - verð frá 5.990.777 kr.

420.000 kr. kaupauki fylgir nýjum Kia Sportage - fyrstir koma fyrstir fá Vetrardekk, dráttarbeisli og 100.000 kr. eldsneytiskort

Komdu og reynsluaktu sparneytnum Kia Kia fjölskyldan er stór og fjölbreytt og mætir ólíkum þörfum fólks fyrir góða og örugga bíla. Þeir eiga líka ýmislegt sameiginlegt og ættarsvipurinn leynir sér ekki. Frábær nútímaleg hönnun, einstök sparneytni og tækni í fremstu röð eru þar á meðal. Að ógleymdri 7 ára ábyrgðinni, sem greinir Kia frá öllum öðrum bílum sem í boði eru. Komdu á sýninguna og finndu réttan Kia fyrir þig og þína. Flestar gerðir Kia bíla verða á staðnum. Við tökum vel á móti þér.

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.


Fljótlega eftir að álver Alcoa Fjarðaáls tók til starfa við Reyðarfjörð hófu AFL Starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands samráð við United Steel Workers í Bandaríkjunum og Australian Workers Union í Ástralíu vegna málefna starfsmanna í Alcoa verksmiðju. Samstarfið er orðið að alþjóðlegu tengslaneti með þátttöku verkalýðsfélaga í 5 heimsálfum. 16. september nk. munu félög innan þessa tengslanets efna til margvíslegra aðgerða til að sýna samstöðu með öðru verkafólki sem starfar hjá ALCOA. Í dreifiriti þessa tengslanets, sem þýtt hefur verið á nokkur tungumál og dreift verður í verksmiðjum ALCOA um heim allan, segir m.a.: Með því að taka þátt í þessari aðgerðaviku eru starfsmenn Alcoa að krefjast: Sanngjarnra launa. Fjöldi verkalýðsfélaga er að hefja samningaviðræður við Alcoa á næstu vikum og mánuðum. Við krefjumst sanngjarnra launahækkana og annarra kjarabóta. Öryggi og heilbrigði á vinnustað. Alcoa verður alltaf og allsstaðar að halda öryggisstefnu fyrirtækisins og láta velferð starfsmanna vera í fyrsta sæti. Réttsins til að skipuleggja verkalýðsfélög og tilheyra verkalýðsfélagi. Alcoa verður að virða grundvallarmannrétti verkafólks til að skipuleggja verkalýðsfélög og virða samningsrétt þeirra félaga. Ef Alcoa tekur ekki undir kröfur okkur – hafa verkalýðsfélög innan „Veraldartengsla hjá Alcoa“ einsett sér að vinna saman til að knýja fyrirtækið til að virða þessar kröfur.


1.494

afsláttur

áður 1.698 kr/kg

Markhonnun ehf

12%

Kræsingar & kostakjör grísa mínútusteik fersk

21% 1.689 afsláttur

áður 2.138 kr/kg

lambalæri

ferskt - nýslátrað kjötbúðingur 490 gr

296

34%

afsláttur

áður 449 kr/pk

gulrófur íslenskar

180

áður 359 kr/kg

Hakkbollur 1kg

899

25%

afsláttur

áður 1.198 kr/pk

50%

afsláttur

Þvottaefni blenda sensitive 1.17

299 áður 499 kr/pk

appelsínusafi

Calypso 200ml

59

25%

afsláttur

áður 79 kr/stk

40%

afsláttur

Croissant

m/osti og skinku

160

30%

afsláttur

áður 229 kr/stk

Tilboðin gilda 12. - 15. september Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.