Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 11. september 2014
30. tbl. 32. árgangur
Dagur íslenskrar náttúru Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur þann 16. september nk. í Listasal Svavars Guðnasonar kl. 16:00. Veittar verða viðurkenningar í þremur flokkum. Þeir aðilar sem tilnefndir eru hafa skarað framúr og verið til fyrirmyndar í umhverfismálum og umhverfisvernd innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þeir verðlaunaflokkar sem um ræðir eru, lóðir í þéttbýli sem og lóðir lögbýla, fyrirtæki og stofnanir. Tilgangur þessa dags er að hvetja almenning til að huga að sínu nánasta umhverfi og verndun þess. Náttúra landsins er okkar mikilvægasta auðlind og því ber okkur að virða hana og vernda svo komandi kynslóðir geti notið hennar líkt og við í sátt og samlyndi.
Hornafjörður Í Sveitarfélaginu Hornafirði eru margar náttúruperlur og fögur náttúran svo langt sem augað eygir. Á undanförnum árum hafa áningastaðir, gönguleiðir, útivistarsvæði og upplýsingaskilti verið skipulögð bæði í þéttbýli og í sveitum þar sem hægt er að njóta náttúrunnar og fræðast um leið um landið og það sem fyrir augum ber. Innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru einstakir staðir á borð við Esjufjöll í Breiðamerkurjökli, Skaftafell, Jökulsárlón og Fjallsárlón sem og Heinasvæðið, Hjallanes, Fláajökull, Haukafell, Lónsfjörður og svo mætt lengi telja. Inn á Höfn er Óslandið sem er fólkvangur en þar er varplendi fjölda fuglategunda og mikil útivistarparadís. Þar er m.a. hægt að kynna sér umhverfið og fræðast um sólkerfið á náttúrustígnum sem liggur að hluta til í gegnum fólkvanginn.
Náttúruminjaskrá Í héraðinu eru allmörg svæði á náttúruminjaskrá ekki er víst að allir geri sér grein fyrir þeim fjölda en þar á meðal eru Lónsfjörður, Hvalnes, Þórisdalur, Skarðsdalur, Laxárdalur, Nes og Skarðsfjörður. Þar með talið fjörur, grunnsævi, eyjar og sker í Skarðsfirði öllum ásamt Álaugarey. Baulutjörn á Mýrum er þarna á meðal sem og allt umhverfi Hoffellsjökuls og Skálafellsjökuls.
Einnig eru Heinabergsfjöllin og fjalllendi mest í Suðursveit, Steinadalur, Staðarfjall, Hrollaugseyjar, Breiðamerkursandur og Jökulsárlón. Í Öræfum eru það jökulöldur við Kvíárjökul, Eystrihvammur, Kvíamýrarkambur, Hamrarnir milli Gljúfursá og Salthöfða og Sandfell. Ljóst er að náttúran skiptir okkur sköpum og því okkar sameiginlega verkefni að leifa henni ætíð að njóta vafans.
Hólabrekkuafurðir í Miðbænum Hólabrekkuafurðir hafa fengið leyfi til að vera með söluaðstöðu í anddyri Miðbæjar einn dag í viku í haust. Stefnt er á föstudagana, en það getur aðeins verið breytilegt, þar sem söluaðilar hafa í mörg önnur horn að líta. Haustið er uppskerutíminn og því vilja Hólabrekkuafurðir gefa Hornfirðingum kost á að geta keypt ferskt lífrænt ræktað grænmeti , beint úr garðinum. Einnig verður konfektið okkar á boðstólum svo og grænkálspestóið, sem er ofur hollt. Þegar líða fer að jólum er aldrei að vita nema einhverra nýjunga sé að vænta. Hólabrekkuafurðir hafa tekið þátt í matarmörkuðum á liðnu ári, s.s. á Handverkshátíð á Hrafnagili,bæði í fyrrasumar og núna í sumar. Einnig tóku Hólabrekkuafurðir þátt í matarmörkuðum í Reykjavík , bæði í fyrra og á þessu ári, þar á meðal núna um síðustu mánaðarmót í Hörpu. Við höfum fengið mjög góðar viðtökur á öllum
þessum mörkuðum og til marks um það vorum við búin að selja allt upp um kl. 14:00 á sunnudag, á síðasta markaðinum í Hörpu en markaðurinn stóð til kl. 17:00 bæði laugardag og sunnudag. Tilgangur Hólabrekkuafurða er að veita íbúum Sambýlisins Hólabrekku atvinnu og hæfingu, með það að markmiði að geta umbunað íbúunum og greitt þeim laun allan ársins hring. Rekstraraðilar Hólabrekku, þau Anna og Ari hafa komið starfsemi Hólabrekkuafurða á fót og kostað til hennar. Þau hafa byggt upp aðstöðu til forræktunar á grænmeti og hús sem í er vinnsla til matvælaframleiðslu og vinnustofa fyrir handverk. Anna segir að Hornfirðingar hafa ávallt tekið vel á móti þeim og gert góðan róm að afurðunum og eru afar þakklát fyrir það. Við hlökkum til að sjá okkar viðskiptavini , bæði gamla og nýja í Miðbæ í haust.
www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 11. september 2014
Haustfagnaður Kvenfélagsins Tíbrár
Kaþólska kirkjan Sunnudaginn 14. september. Hl. messa byrjar kl. 12:00. Eftir hl. messu er öllum boðið að þiggja kaffiveitingar.
Kvenfélagið Tíbrá fagnar 90 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni var ákveðið að haustfundur myndi verða með öðruvísi sniði þetta árið. Við ætlum að hittast í Ekrunni fimmtudaginn 18. september kl. 18:00 og sameinast í bíla. Ferðinni er heitið í Karlsbrekku í Lóni, þar verður grillað og farið í haustlitagönguferð. Hvetjum allar félagskonur til að mæta og nýjar konur eru hjartanlega velkomnar. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síðasta lagi mánudaginn 15. september á netfangið tibrakonur@gmail.com eða í síma 861-8603 eftir klukkan 17:00.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu
Breiðamerkursandur
Fyrir hönd stjórnar Tíbrár, Björk Pálsdóttir
Laugardagur 13. september Lagt af stað frá Þjónustumiðstöð SKG Höfn. kl. 09:00 Gengið frá Jökulsárlóni að Fjallsárlóni. Leiðin er um 15 km löng og tekur ferðin um 7 klst. Upplýsingar gefur Þóra í síma 899-2697. Allir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins, börn eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Komi hundar með eru þeir á ábyrgð eigenda, ól skal vera meðferðis. Dagsferðir kosta 500 kr. Þeir sem ekki eru á bíl borga 1000-1500 kr. til bílstjórans.
Áhættumat starfa Námskeið fyrir vinnustaði
Samkvæmt nýlegri reglugerð (920/2006) skal gera skriflega áætlun um ör yggi og heilbrigði á öllum vinnustöðum. Áhættumat starfa er hluti af slíkri áætlun. Vinnueftirlitið heldur námskeið þar sem kennd er aðferð til nota við gerð áhættumats. Námskeiðið er ætlað atvinnurekendum, öryggisnefndum, ráðgjöfum, eftirlitsaðilum og öðrum sem áhuga hafa á að fræðast um gerð áhættumats. Námskeiðið verður haldið í salnum hjá Afli á Höfn miðvikudaginn 1. október Staður: Höfn kl. 9:00 - 12:00 Skráning í síma 5504670 eða á netfangið:austur@ver.is
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Eystrahorn
Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði Vinnueftirlitið heldur námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á Höfn í Hornafirði 1. - 2. október 2014 í salnum hjá Afli. Námskeiðið stendur yfir í tvo daga, frá kl. 9:00 til 16:00 (hádegishlé milli 12:00 og 13:00). Námskeiðsgjald er krónur 36.400 sem greiðist af atvinnurekanda sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Skráning er hjá Vinnueftirlitinu á Austurlandi í síma 550-4670 eða með tölvupósti á netfangið austur@ver.is fyrir 25.09.2014
ATH mjög áríðandi er að skrá sig
Gönguferð
á degi íslenskrar náttúru
Náttúrustofa Suðausturlands stendur fyrir gönguferð með leiðsögn á Degi íslenskrar náttúru, þriðjudaginn 16. september kl. 17:00. Gengið verður frá "sólinni" á Óslandshæð eftir göngustígnum að Leiðarhöfða.
Allir velkomnir og við vonumst til að sjá sem flesta
Eystrahorn
Fimmtudagur 11. september 2014
www.eystrahorn.is
Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf í boði Í Sveitarfélaginu Hornafirði er fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf í boði þar sem fólk á öllum aldri getur iðkað íþróttir eða stundar tómstundir við frábærar aðstæður. Starf á slíkum vettvangi gegnir ekki aðeins mikilvægu uppeldishlutverki fyrir börnin okkar heldur virkar það einnig sem undirstaða menningar í samfélaginu öllu. Með því að halda úti virku íþrótta- og tómstundastarfi gerum við einnig börnunum okkar kleift að þroskast og dafna, finna styrkleika sína og
koma betur undirbúin út í samfélagið. Það getur þó reynst dýrt að stunda íþróttir og tómstundir og til að koma til móts við það býður sveitarfélagið upp á tómstundastyrk fyrir börn á aldrinum 6-16 ára. Styrkurinn hljóðar upp á 20.000,- krónur ár hvert og eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að sækja um styrkinn í afgreiðslu Ráðhússins gegn framvísun kvittunar. Aðgerðahópur í lýðheilsu- og forvörnum (ALF)
Íþrótta- og tómstundastarf Sindra 2014 - 2015 Grein Tengiliður Netfang Fótbolti................................................................................Valdimar Einarsson............................................................sindri@hfn.is Fimleikar.............................................................................Hulda Björk Svansdóttir.....................................................lukkasvans@gmail.com Frjálsar................................................................................Herdís Tryggvadóttir.........................................................herdist@hornafjordur.is Körfubolti............................................................................Hjálmar Jens Sigurðsson....................................................hjalmar74@gmail.com Sund.....................................................................................Stefanía Sigurjónsdóttir......................................................stefanias@hornafjordur.is Blak......................................................................................Sævar Þór Gylfason............................................................saevar@hornafjordur.is Kraftlyftingar......................................................................Sævar Guðmundsson.........................................................sindri@hfn.is Badminton..........................................................................Borgþór Freysteinsson......................................................borgthor@hornafjordur.is Skíði.....................................................................................Gunnar Ingi Valgeirsson....................................................gunnaringi@hornafjordur.is
Annað íþrótta- og tómstundastarf Félag Tengiliður Sími/netfang Akstursíþróttafélag A-Skaft...............................................Margeir Guðmundsson......................................................899-3395 Sporthöllin..........................................................................Kolbrún Björnsdóttir..........................................................sporthollin@sporthollin.is Vöruhúsið...........................................................................Vilhjálmur Magnússon.......................................................vilhjalmurm@hornafjordur.is Björgunarfélag Hornafjarðar............................................Jóna Margrét Jónsdóttir.....................................................bf.hornafjardar@gmail.com Golfklúbbur Hornafjarðar.................................................Gísli Páll Björnsson............................................................gislip@centrum.is Tónskólinn..........................................................................Jóhann Morávek.................................................................tonskoli@hornafjordur.is Hestamannafélagið Hornfirðingur...................................Bryndís Hólmarsdóttir.......................................................hestur@hornafjordur.is Kvennakór Hornafjarðar...................................................Erna Gísladóttir..................................................................kvennakor@hornafjordur.is Samkór Hornafjarðar.........................................................Kristín Jóhannesdóttir........................................................samkor@hornafjordur.is Karlakórinn Jökull..............................................................Heimir Örn Heiðarsson.....................................................hp-synir@eldhorn.is Ferðafélagið........................................................................Rannveig Einarsdóttir.........................................................ferdafelag@gonguferdir.is Félag eldri Hornfirðinga....................................................Björn Kristjánsson..............................................................bjossik@simne.tis
Strákar, fyrsta kótelettukvöld vetrarins verður þriðjudaginn 16. september.
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 11. september 2014
Eystrahorn
Fræðslunetið 15 ára Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi á fimmtán ára afmæli í ár, en það var stofnað á degi símenntunar árið 1999. Starfsemin hefur vaxið og blómstrað í þessi fimmtán ár og nú hafa á átjánda þúsund Sunnlendinga sótt námskeið eða menntun af einhverju tagi hjá Fræðslunetinu. Yfir þrjú þúsund hafa þegið náms- og starfsráðgjöf og 160 manns hafa nú lokið raunfærnimati sem er nýjasti liðurinn í starfseminni. Það er skemmtilegt frá því að segja að í vor var stærsti hópur sem lokið hefur raunfærnimati hér á landi útskrifaður hjá Fræðslunetinu eða alls 78 einstaklingar. Matið fór fram í 5 mismunandi greinum og eru Sunnlendingar mjög duglegir að nýta sér þetta úrræði en raunfærnimat styttir leið fólks með starfsreynslu á tilteknu sviði til að ljúka námi, t.d. iðnnámi. Starfssvæðið hefur nú stækkað í austur, hingað á Höfn í Hornafjörð og erum við Hornfirðingar sérstaklega boðin velkomin á afmælisárinu. Starfssvæðið nær nú yfir allt Suðurland að Vestmannaeyjum undanskildum. Í þessari viku kemur námsvísir haustannar út. Þar má finna námsframboð annarinnar, námskeið, fræðsluerindi og síðast en ekki síst einingabært nám fyrir fullorðið fólk, auk ýmissa upplýsinga um starfsemina. Á haustönn er boðið uppá fjölbreytt einingabært
nám. Auk hefðbundinna bóknámsgreina verður t.d. boðið uppá listasmiðjur eins og fatasaum og Fab lab sem er 12 vikna nám með það að markmiði að styðja við handverk og hönnun. Nemandi mótar hugmynd og þróar að fullunninni vöru. Einnig verður farið í helstu atriði hvað varðar undirbúning stofnunar fyrirtækis. Engar kröfur um listhneigð eða fagmennsku, allir geta tekið þátt og er skráningarfrestur til 20. september. Boðið verður uppá fagnám fyrir ófaglært starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og brúarnám fyrir leikskólaliða, stuðningsfulltrúa og félagsliða í fjarkennslu. Þá verður haldin námsbraut fyrir fólk með skerta starfsgetu sem kallast „Nám og starf“. Einnig verður boðið uppá sívinsæl námskeið eins og sláturgerð, skyndihjálp, tölvunám, stjörnuskoðun og fl. Fræðslunetið hefur haldið námskeið fyrir fatlaða í samstarfi við Fjölmennt. Í haust verður boðið uppá smíðanámskeið, brjóstsykursgerð, matreiðslu og útivist o.fl. Símenntunaráætlun sveitarfélagsins hefur verið í gangi síðan 2012. Fræðslunetið skipuleggur námskeið eftir hugmyndum og þörfum starfsmanna sveitarfélagsins. Það sem verður á döfinni í haust er öryggisvarðanámskeið, Peppnámskeið með Þorsteini Guðmundssyni
grínleikara, skyndihjálp, umhverfisvæn ræsting, fíknir og þráhyggja, gildi hreyfingar og fl. Íslenska fyrir útlendinga hefur verið kennd í mörg ár og hefst kennsla núna hefst 10. september og enn er opið fyrir skráningar. Verið er að undirbúa vorönn 2014 hjá Fræðsluneti Suðurlands hér á Höfn í Hornafirði og eru komnar ýmsar hugmyndir um fjölbreytt og skemmtileg námskeið. Við hjá Fræðslunetinu fögnum líka nýjum hugmyndum og tillögum af ýmsu tagi. Hópar eða klúbbar geta líka beðið okkur um að skipuleggja námskeið sem haldið yrði í heimahúsi eða hvar sem er. Við hjá Fræðslunetinu viljum hvetja Hornfirðinga til að nýta sér þá þjónustu sem veitt er og fjölbreytt námsframboð. Námsvísinn er tilvalið að hafa á náttborðinu og glugga í fyrir svefninn. Það má líka alltaf nálgast nýjustu upplýsingar á Facebook og á vefnum okkar http://fraedslunet.is og þar er líka hægt að skrá sig á námskeið, auk þess er hægt að hafa samband í síma 560 2030. Við hvetjum Hornfirðinga til að læra allt lífið. Nína Sibyl Birgisdóttir og Margrét Gauja Magnúsdóttir verkefnastjórar hjá Fræðsluneti Suðurlands á Höfn í Hornafirði
SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi Til úthlutunar eru 45 milljónir króna Umsóknarfrestur er til og með 22. september Eftirfarandi forsendur og áherslur verða lagðar til grundvallar við mat á umsóknum 2014: • Vöruþróun og nýsköpun til dæmis í matvælaiðnaði og ferðaþjónustu • Vöruþróun og markaðssetning ferðaþjónustu utan háannar • Markaðssókn fyrir vörur og þjónustu á nýja markaði • Fjármögnun verkefnastjórnunar í stærri rannsóknar- og þróunarverkefnum á Suðurlandi • Klasar og uppbygging þeirra • Tímabundin ráðning starfsmanna með sérþekkingu til að hagnýta möguleika fyrirtækis til vaxtar Ofangreindar áherslur eru ekki skilyrði fyrir styrkveitingu. Verkefni þar sem fyrirtæki og stofnanir vinna saman að rannsóknum, þróun og fræðslu njóta forgangs. Mótframlag verkefnis þarf að vera að lágmarki 50% en mótframlag getur verið í formi vinnuframlags. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga. Þegar áfallinn kostnaður er ekki styrkhæfur. Horft er til þess að verkefni leiði til varanlegs ábata fyrir samfélagið og séu atvinnuskapandi til lengri tíma. Stuðningur SASS við styrkþega, frumkvöðla og einstök verkefni, getur einnig falið í sér tímabundna vinnuaðstöðu hjá SASS og/eða beina aðstoð ráðgjafa við verkefnið. Styrkveitingar til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar eru fjármagnaðar með samningi um framlög til byggðaþróunar á Suðurlandi árið 2014 og með fjármagni frá SASS. Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa SASS og þiggja aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið sass@sudurland.is. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi.
SASS - Selfoss Austurvegur 56 480-8200
SASS – Hvolsvöllur
Ormsvöllur 1 480-8200
SASS – Vestmannaeyjar
Þekkingarsetur VE 480-8200
SASS - Höfn Nýheimar 480-8200
Eystrahorn
Fimmtudagur 11. september 2014
www.eystrahorn.is
Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar
Þann 19. ágúst var lokaferðin í barnastarfinu, hefð er fyrir því að það sé óvissuferð. Að venju var það rúta frá Fallastakk ehf. sem beið fyrir utan Nýheima. Það voru spenntir krakkar, sem vissu ekkert hvert átti að halda, sem fylltu rútuna. Olgeir bílstjóri lagði íbyggin af stað og spurningarnar dundu á honum. „Hvert erum við að fara?“ „Er þetta langt ?“ „ Förum við með flugvél?“ Haldið var vestur á Mýrar og beygt inn að Haukafelli
ferðir á vegum Menningarmiðstöðvarinnar þetta árið. Þær voru vel sóttar en auðvitað misvinsælar. Vinsælasta ferðin var lúruveiði með Gísla Karli sem sló öll met, þurfti Gísli og hans hjálparlið að fara fjórar ferðir. Ferðin að Horni heppnaðist mjög vel, veðrið gott og krakkarnir kátir. Það var gaman að ganga í Bólstaðagilið og heyra Þórhildi landvörð
þar sem ferðinni var heitið. Kveikt var upp í grillinu og haldið í göngu ferð að ánni. Flestir drifu sig úr sokkum og skóm og byrjuðu að vaða. Nokkrir fóru nú bara úr buxunum til að þær yrðu ekki blautar. Að lokum voru snæddar grillaðar pylsur af bestu list. Allir fóru heim saddir og sælir. Alls voru farnar 11
segja frá tröllskessunni Ólgu sem býr í gilinu. Pottarnir í Hoffelli alltaf vinsælir enda mjög gott að busla þar. Ferðin í Mikley var einstök og er vonandi komin til að vera, hægt er að eyða heilum degi í Mikley, skoða fuglalíf og gamlar menningarminjar. Starfsfólk Menningarmiðstöðvarinnar vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í ferðunum eða gerðu okkur kleyft að gera þær að veruleika en
mest þó starfsmanni Fallastakks ehf. Olgeiri Jóhannessyni fyrir einstaka lipurð og góða samveru. Fallastakkur ehf. fær bestu þakkir fyrir að gera lengri ferðir mögulegar, því bíllaus förum við ekki langt. Svona starf getur ekki gengið nema með velvilja samfélagsins og hans njótum við sannarlega. Við hlökkum til að sjá sem flesta í barnastarfinu að ári. Starfsfólk Menningarmiðstöðvarinnar/ Hornafjarðarsafna
Pókermót
-2.500kr- tvöfaldur sjéns-
Fimmtudaginn 11. september kl 20:00 á Víkinni. Þáttökugjald er kr. 2.500,- og geta leikmenn keypt sig 1x inn aftur þegar þeir detta út, fyrir sama gjald (frjálst val). Opið er fyrir skráningu í 60 mín. eftir að mótið hefst. Sértilboð fyrir þá sem sitja við leik: - Stór fyrir lítinn á barnum - 15% af pizzum - Frítt kaffi - Frítt öl eða gos fyrir þá sem mæta og skrá sig áður en mót hefst. Athugið að 18 ára aldurstakmark er í spil og 20 ára á barinn.
Bifreiðaskoðun á Höfn 22., 23. og 24. september. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 19. september. Næsta skoðun er 17., 18. og 19. nóvember. Þegar vel er skoðað
Dæmi um hvað EKKI má fara Í Endurvinnslutunnuna Garðhúsgögn
Gler
Sprautur / Spiliefni
Fatnaður /Tuskur
Óhreinar umbúðir
Matarleifar