Eystrahorn 30. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 11. september 2014

30. tbl. 32. árgangur

Dagur íslenskrar náttúru Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur þann 16. september nk. í Listasal Svavars Guðnasonar kl. 16:00. Veittar verða viðurkenningar í þremur flokkum. Þeir aðilar sem tilnefndir eru hafa skarað framúr og verið til fyrirmyndar í umhverfismálum og umhverfisvernd innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þeir verðlaunaflokkar sem um ræðir eru, lóðir í þéttbýli sem og lóðir lögbýla, fyrirtæki og stofnanir. Tilgangur þessa dags er að hvetja almenning til að huga að sínu nánasta umhverfi og verndun þess. Náttúra landsins er okkar mikilvægasta auðlind og því ber okkur að virða hana og vernda svo komandi kynslóðir geti notið hennar líkt og við í sátt og samlyndi.

Hornafjörður Í Sveitarfélaginu Hornafirði eru margar náttúruperlur og fögur náttúran svo langt sem augað eygir. Á undanförnum árum hafa áningastaðir, gönguleiðir, útivistarsvæði og upplýsingaskilti verið skipulögð bæði í þéttbýli og í sveitum þar sem hægt er að njóta náttúrunnar og fræðast um leið um landið og það sem fyrir augum ber. Innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru einstakir staðir á borð við Esjufjöll í Breiðamerkurjökli, Skaftafell, Jökulsárlón og Fjallsárlón sem og Heinasvæðið, Hjallanes, Fláajökull, Haukafell, Lónsfjörður og svo mætt lengi telja. Inn á Höfn er Óslandið sem er fólkvangur en þar er varplendi fjölda fuglategunda og mikil útivistarparadís. Þar er m.a. hægt að kynna sér umhverfið og fræðast um sólkerfið á náttúrustígnum sem liggur að hluta til í gegnum fólkvanginn.

Náttúruminjaskrá Í héraðinu eru allmörg svæði á náttúruminjaskrá ekki er víst að allir geri sér grein fyrir þeim fjölda en þar á meðal eru Lónsfjörður, Hvalnes, Þórisdalur, Skarðsdalur, Laxárdalur, Nes og Skarðsfjörður. Þar með talið fjörur, grunnsævi, eyjar og sker í Skarðsfirði öllum ásamt Álaugarey. Baulutjörn á Mýrum er þarna á meðal sem og allt umhverfi Hoffellsjökuls og Skálafellsjökuls.

Einnig eru Heinabergsfjöllin og fjalllendi mest í Suðursveit, Steinadalur, Staðarfjall, Hrollaugseyjar, Breiðamerkursandur og Jökulsárlón. Í Öræfum eru það jökulöldur við Kvíárjökul, Eystrihvammur, Kvíamýrarkambur, Hamrarnir milli Gljúfursá og Salthöfða og Sandfell. Ljóst er að náttúran skiptir okkur sköpum og því okkar sameiginlega verkefni að leifa henni ætíð að njóta vafans.

Hólabrekkuafurðir í Miðbænum Hólabrekkuafurðir hafa fengið leyfi til að vera með söluaðstöðu í anddyri Miðbæjar einn dag í viku í haust. Stefnt er á föstudagana, en það getur aðeins verið breytilegt, þar sem söluaðilar hafa í mörg önnur horn að líta. Haustið er uppskerutíminn og því vilja Hólabrekkuafurðir gefa Hornfirðingum kost á að geta keypt ferskt lífrænt ræktað grænmeti , beint úr garðinum. Einnig verður konfektið okkar á boðstólum svo og grænkálspestóið, sem er ofur hollt. Þegar líða fer að jólum er aldrei að vita nema einhverra nýjunga sé að vænta. Hólabrekkuafurðir hafa tekið þátt í matarmörkuðum á liðnu ári, s.s. á Handverkshátíð á Hrafnagili,bæði í fyrrasumar og núna í sumar. Einnig tóku Hólabrekkuafurðir þátt í matarmörkuðum í Reykjavík , bæði í fyrra og á þessu ári, þar á meðal núna um síðustu mánaðarmót í Hörpu. Við höfum fengið mjög góðar viðtökur á öllum

þessum mörkuðum og til marks um það vorum við búin að selja allt upp um kl. 14:00 á sunnudag, á síðasta markaðinum í Hörpu en markaðurinn stóð til kl. 17:00 bæði laugardag og sunnudag. Tilgangur Hólabrekkuafurða er að veita íbúum Sambýlisins Hólabrekku atvinnu og hæfingu, með það að markmiði að geta umbunað íbúunum og greitt þeim laun allan ársins hring. Rekstraraðilar Hólabrekku, þau Anna og Ari hafa komið starfsemi Hólabrekkuafurða á fót og kostað til hennar. Þau hafa byggt upp aðstöðu til forræktunar á grænmeti og hús sem í er vinnsla til matvælaframleiðslu og vinnustofa fyrir handverk. Anna segir að Hornfirðingar hafa ávallt tekið vel á móti þeim og gert góðan róm að afurðunum og eru afar þakklát fyrir það. Við hlökkum til að sjá okkar viðskiptavini , bæði gamla og nýja í Miðbæ í haust.

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.