Eystrahorn 31. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 8. september 2011

31. tbl. 29. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Sveinbjörg Norðurlandameistari Á sunnudaginn keppti Sveinbjörg Zophoníasdóttit fyrir Íslands hönd á Norðurlandameistar U-20 í Kaupmannahöfn. Hún gerði sér lítið fyrir og sigraði í langstökkskeppninni með stökk upp á 6,08 m. sem er besta sem hún hefur stokkið í sumar. Sveinbjörg stökk aðeins eitt stökk sökum krampa sem hún fékk í aftanvert læri og vildi hún ekki taka séns á því að meiða sig og sleppti því að stökkva nema þetta eina stökk sem dugði henni fyrir gullinu. Þetta er mesta afrek sem Sveinbjörg hefur unnið á ferlinum og telst því besti langstökkvari Norðurlandanna U-20 í ár. Nú er Sveinbjörg komin í smá frí og byrjar svo að byggja sig upp aftur í október. Eystrahorn hefur áður birt viðtal við Sveinbjörgu þar sem hún lýsir þjálfunarprógrammi sínu og mikilvægi góðrar ástundunar og heilbrigðs lífernis. Eystrahorn óskar Sveinbjörgu og Guðrúnu þjálfara og móður hennar til hamingju með þennan frábæra árangur.

Árangursríkur samningur Reynir Arnarson, formaður bæjarráðs Hornafjarðar, og Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar undirrituðu á dögunum samning um samstarf um að efla almannavarna- og öryggisstarf í sveitarfélaginu. Samningnum er einnig ætlað að tryggja enn frekar starfsemi björgunarfélagsins, enda er það álit bæjarráðs að félagið sinni öflugu félagsog forvarnarstarfi ásamt því að vera mikilvægur hlekkur í öryggismálum bæjarbúa. Samkvæmt samningum verður hlutverk Björgunarfélagsins að vinna að björgun manna og/eða verðmæta og veita hvers konar aðstoð í neyðartilvikum, þar sem tæki og þekking félagsins getur komið að notum, ásamt því að taka þátt í skipulögðu almannavarnarstarfi. Til að félagið geti uppfyllt markmið sín og sinnt öryggis- og almannaheillahlutverki sínu skal það á hverjum tíma sjá félögum sínum fyrir þeirri þjálfun sem nauðsynleg er. Stefnt er að því að koma upp 7-9 manna sérhæfðum sleða- og fjallahóp á tímabilinu sem mun hljóta sérhæfðari menntun og strangari æfingar en almennir björgunarmenn sveitarinnar. Sveitarfélagið mun styrkja björgunarfélagið til námskeiðshalda, æfinga og búnaðarkaupa til að þetta megi verða. Jafnframt er í samningum stuðningur um rekstur og viðhald björgunarskipsins Ingibjargar. Alls er framlag sveitarfélagsins metið á 2,1 m.kr. á ári en samningurinn gildir frá undirskrift til loka árs 2014.

65 ára afmæli Skinneyjar-Þinganess Opið hús laugardaginn 17. september 2011 Nánari upplýsingar í næsta tölublaði Eystrahorns


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.