Eystrahorn 31. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn 31. tbl. 30. árgangur

Fimmtudagur 13. september 2012

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Af landbúnaði

Nú er sumar senn á enda og haustið farið að minna hressilega á sig (með 25 metrum á sekúndu þegar þetta er skrifað). Uppskerustörfum sumarsins að mestu lokið og göngur hafnar. Sumarið var misgott til landbúnaðar eftir svæðum á landsvísu og fóru bændur í Austur – Skaftafellssýslu ekki varhluta af því. Miklir þurrkar fram eftir vori gerðu það að verkum að gróður fór seint af stað, bæði í ræktarlöndum og eins í úthaga. Gefa þurfti fé lengur fram eftir vori en áður þar sem gæsin hreinsaði vorbeitina af túnum víða. Heyskapur byrjaði seinna en vant er og eru sumir að ljúka heyskap núna. Heyfengur var misgóður eftir hreppum hér í sýslu en heilt yfir má segja að uppskera sé um 30% minni þó kannski síst í Nesjum og Öræfum. Talsvert af túnum brann einnig í sumar vegna þurrka og þá hvað mest í Lóni og á Heinabergsaurum í Suðursveit og einnig á Mýrum. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan sem tekin er á Heinabergsaurum 20. júlí er ekkert gras komið og túnið algult. Á einu túni í Lóni þar sem vanalega fást á milli 80 og 90 rúllur komu einungis 19 í sumar. Var það tún slegið svo grasið sem komið var brynni ekki. Ágætis heyskapur var víða í Nesjum en þar er moldar- og mýrarjarðvegur sem ekki er eins viðkvæmur fyrir þurrkum og aurajarðvegur. Kartöfluupptöku í sýslunni er að mestu lokið og var uppskera með mesta móti þrátt fyrir tíðarfarið. Sömu sögu er ekki að segja annarstaðar af landinu og þá helst norðanlands.

Hefurðu áhuga á að fara í göngur? Nú eru smalanir að hefjast og sýnast bændum lömbin ágæt. Venjulega fara margar vinnustundir í göngur og réttir hér í sýslu og landið miserfitt yfirferðar. Hjá flestum bændum er þetta skemmtilegur tími þar sem gaman getur verið að ganga um fjöll eftir fénu og ekki síst þegar vel gengur. Það er hinsvegar svo að ekki tekst að manna allar göngur þar sem oft er smalað á mörgum stöðum sömu dagana. Því var það að frumkvæði stjórnar Ungmennafélagsins Sindra að kalla saman fund með forsvarsmönnum UMF Sindra, Björgunarfélagsins og Ferðafélagsins til að ræða möguleikana á því hvort að áhugi væri hjá bændum á að fá aðstoð við smalanir. Þá gæfist bæjarbúum sem áhuga hafa á að ganga um fjöll að fara með bændum til smalanna. Hafa ber í huga að ekki er nóg að geta gengið um fjöll heldur þarf að kunna að smala en það lærir engin nema fara í fyrsta skiptið. Hugmyndin er sú að hafa einn tengilið sem skráir niður þá sem áhuga hafa á að komast í göngur og hefur yfirsýn yfir fyrirhugaðar göngur í sýslunni. En þar sem liðið er á haustið hefur þetta ekki komist í gagnið en stefnt er að því að gera þetta að ári. Þó geta bændur og þeir sem áhuga hafa á þessu haft samband við undirritaðan eða Þóreyju Bjarnadóttur á netföngin thorey@bssl.is og gretar@bssl.is.

Gestum fjölgar í sundlauginni Gestir í sundlaug Hafnar fyrstu 8 mánuði ársins 2012 voru 40.009 sem eru 5.135 gestum fleiri en fyrstu 8 mánuði ársins 2011. Mesta aukning í sund milli ára var í maí, júlí og ágúst. Einnig hafa sést hér fleiri ferðamenn en í fyrra, hvort sem það eru íslenskir eða erlendir gestir og erum við mjög ánægð með það. Að gefnu tilefni viljum við minna á það að ÓHEIMILT er að fara í sund eða sundlaugargarðinn eftir lokun. Bendum við því á að verði einhver uppvís að slíku athæfi verður það tafarlaust kært til lögreglu. Viljum við ennfremur benda á að garðurinn og sundlaugin eru vöktuð með myndavélum.

Sund, vatn og vellíðan • Sundlaug Hafnar

Túnkort og heyforði Nú styttist í kornþreskingu en ljóst er að uppskera verður misjöfn sökum veðurfars og þá er einnig óljóst hversu mikið mun fara í fugla, en það er stór þáttur varðandi uppskeru. Jarðabótaúttektir fara fram með hefðbundnu sniði og fara þær að hefjast. Þó er ein breyting á þeim en hún er sú að nú er bændum skylt að hafa túnkort. Margir eru þegar komnir með túnkort og sumir með túnkort í vinnslu hjá ráðunautum. Einnig er nægjanlegt að fyrir liggi beiðni um túnkort og er hægt að hafa samband við undirritaðan vegna þess. Í jarðabótaferðunum mun undirritaður einnig kanna heyforða eftir sumarið, hvort vöntun sé á heyi. Undirritaður vill biðja þá sem aflögufærir eru með hey að hafa samband þar sem ljóst er að einhver vöntun verður á heyi. Bjargráðasjóður mun bæta heykaup til þeirra sem ekki hafa nægan heyforða sökum uppskerubrests sbr. Reglur um Bjargráðasjóð. Hreindýrin hljóta að fara láta sjá sig og hvetur undirritaður bændur um að skrá niður hjá sér upplýsingar um hreindýr sem verða á beit hjá þeim í vetur, hvar þau eru og hve mörg eftir atvikum. Þá er einnig gott að taka myndir af þeim. Að lokum vonar undirritaður að haustlægðirnar fari mildum höndum um sveitirnar svo kornuppskera og smalanir gangi að óskum. F.h. Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga Grétar Már Þorkelsson


2

Fimmtudagur 13. september 2012

Hafnarkirkja Sunnudaginn 16. september Messa kl. 14:00

Eystrahorn

Andlát

Ingólfur Vopni Ingvason fiskverkun Skinneyjar og síðar sem yfirvélstjóri hjá SkinneyÞinganes ehf.

Frá víxlu sr. Gunnars Stígs í Skálholtskirkju. Aftari röð f.v. Albert Eymundsson formaður sóknarnefndar Hafnarsóknar, sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir prófastur, sr. Sigurður Grétar Helgason vígsluvottur, sr. Sigurður Kr. Sigurðsson sóknarprestur og sr. Axel Árnason vígsluvottur. Fyrir framan frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup og sr. Gunnar Stígur Reynisson. Mynd Sigþrúður Jónsdóttir.

Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir prófastur setur sr. Gunnar Stíg Reynisson inn í embætti prests. Eftir messu verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Sóknarnefndin - prestarnir Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, sonar, bróður, mágs,svila,tengdasonar og barnabarns

Jónasar Egilssonar Skipstjóra, Dúfnahólum 2 Brynhildur Hall Sigrún Hall Sylvía Hall Egill Jónasson Aðalheiður Hannesdóttir Hannes Ingi Jónsson Borgþór Egilsson Garðar Hall Sigrún Jónsdóttir Hulda Þórhallsdóttir

Signý Knútsdóttir Arna Ásmundardóttir Rannvá Kristina Hall

Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Ingólfur Vopni Ingvason var fæddur á Melum í Fljótsdal 5. mars 1959. Hann lést af slysförum 3. september 2012. Foreldrar hans voru Ingvi Ingólfsson f. 11.11.1924 d. 21.07. 1995 og Helga Eyjólfsdóttir f. 20.02.1921 d. 25.08.2003. Vopni var yngstur fimm systkina, en þau eru Ásgerður f. 13.07.1953, Eyjólfur f. 13.10.1954, Elín f. 10.04.1956 og Bára f. 14.09.1957. Árið 1974 flutti fjölskyldan frá Melum til Hafnar. Vopni lauk skyldunámi í Hallormsstaðaskóla og lauk 2. stigi vélstjórnar 1985. Hann fór snemma að vinna,fyrir 16 ára aldur vann hann í sláturhúsinu á Reyðarfirði og 1975, aðeins 16 ára, fór hann fyrst á sjóinn og stundaði sjómennsku til 1988. Lengst af vann hann sem 1.vélstjóri á Sigurði Ólafssyni SF-44, kom í land 1989 og var vélstjóri við

Eftirlifandi sambýliskona Vopna er Birna R. Aðalsteinsdóttir f. 5.03.1960, og hófu þau sambúð 1982 á Höfn og fluttu síðar í sitt eigið hús 1986, sem þau unnu að í öllum lausum stundum. Börn þeirra eru Jóhanna Íris f. 27.05.1987, börn hennar eru Karen Hulda f. 30.07.2007 og Hlynur Ingi f. 15.04.2010, sambýlismaður hennar var Finnur Karl Vignisson f. 27.11.1982 þau slitu samvistir 2012. Ingvi f. 30.09.1992 og Anna Soffía f. 14.10.1997. Helsta áhugamál Vopna var hestamennska og var hann ávallt reiðubúinn að rétta vinum sínum hjálparhönd og kom sér þá vel hversu ráðagóður og nýtinn hann var. Vopni sat í stjórn Hestamannafélagsins Hornfirðings. Eins studdi hann börnin vel í íþróttaiðkun þeirra. Útför Ingólfs Vopna verður gerð frá Hafnarkirkju fimmtudaginn 13. september kl. 14:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarfélag Hornafjarðar. Athygli er vakin á því að ef fjölmenni verður í kirkjunni við útförina er hægt að fylgjast með henni á skjá á Hótel Höfn.

Næstu námskeið Austurbrúar Enska • Vínsmökkun Tölvunámskeið • Excel Spænska • Fatasaumur Prjónanámskeið • Útskurður

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Sjá nánar í námsvísi á www.austurbru.is Minni á mörg góð námskeið í fjarfundi frá endurmenntun.hi.is Símar 470-3840 og 470-3800 • nina@austurbru.is


Eystrahorn

Fimmtudagur 13. september 2012

Starfsemi í Kartöfluhúsinu fer vel af stað Óhætt er að segja að Hornfirðingar hafi tekið þeim stöllum í Millibör og Arfleifð í Kartöfluhúsinu vel, en að sögn Ragnheiðar í Millibör þá hafa þær lagt sig allar fram við að anna eftirspurn. Mikil gróska hefur verið hjá hönnuðunum á hafnarsvæðinu og í sumar vöktu glæsilegar tískusýningar sem sýndu nýjustu línur þeirra mikla athygli. „Sumarið fór svo vel af stað að allur lagerinn kláraðist á skömmum tíma, en höfum við nú verið í óða önn að framleiða nýjar vörur í verslunina.“ Þær leggja áherslu á að vera með breiða vörulínu sem höfðar til flestra kvenna og hefur fyrsta lína Millibör „Kynjaverur Hafsins“ fengið frábærar viðtökur. Að sögn Ragnheiðar ætla þær að einbeita sér að því að breikka línuna enn meira, auk þess sem nýjar línur fá að líta dagsins ljós. Eru dömurnar í Kartöfluhúsinu mjög spenntar fyrir fyrstu opnun vetrarins en hún verður föstudaginn 14. september frá kl. 18:00 - 22:00 og laugardaginn 15. september kl. 14:00 - 18:00. „Við hlökkum til að opna aftur eftir sumarfrí með fulla verslun af nýjum vörum og vonumst til að heimamenn sem og gestir líti við hjá okkur um helgina.“ Vert er að taka það fram að vetraropnun verslunarinnar verður í framhaldinu á fimmtudögum kl. 14:00-18:00 og helgaropnanir verða auglýstar sérstaklega.

25 ára afmæli FAS

3

KÖKUBASAR

Eins og fram hefur komið erum við að safna fyrir Danmerkurferð. Næsta laugardag 15. september ætlum við að hafa kökubasar í Nettó kl. 14:30 og þangað til kökurnar verða uppseldar.

Fyrstur kemur fyrstur fær! Nemendur í dönsku 303 í FAS

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum 200 klst. - Verð: 53.000.Námið er ætlað þeim sem eru 23 ára og eldri með stutta formlega skólagöngu. Tilvalið fyrir þá sem hafa farið í raunfærnimat og eiga eftir að ljúka almennum bóklegum greinum og fyrir þá sem eru að hefja nám eftir hlé. Námsþættir eru: Stærðfræði, enska, danska og íslenska. Mögulegt er að fá námið metið til eininga á framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar á heimasíðunni www.tna.is. Fyrirkomulag: Fjarnám á starfsstöðvum Austurbrúar, hefst 15. september og lýkur í apríl 2013. Áætlað er að kennsla fari fram á virkum dögum þrisvar í viku klukkan 9-12 eða 18-21. Tímasetningar verða ákveðnar með tilliti til óska meirihluta þátttakenda. Munið að flest stéttarfélög og starfsgreinafélög veita styrki til greiðslu námskeiðsgjalda. Skráning: www.austurbru.is • Sími 470-3800

Frá Ferðafélaginu

Föstudaginn 14. september kl.12:00 FAS býður upp á súpu og brauð í Nýheimum. Frumflutningur á skólasöng FAS

Allir velkomnir og hvattir til að mæta

Sunnudaginn 16. september verður fjölskylduferð í Álftafjörð í samstarfi við Ferðafélag Djúpavogs. Gengið verður upp á Melrakkanesfjall og inn í Bragðavelli . Fallegt útsýni , fögur vötn, leir og ber. Einnig er boðið upp á veiði í Hamarsá en einhverjir vilja. Lagt af stað frá tjaldstæðinu kl. 9:00. Lagt af stað frá Stekká kl. 10:00 Munið hlýan fatnað, nestisbita og þátttökugjald kr. 1.000,- Grillað verður í lok ferðar. Skráning og upplýsingar hjá Möggu í síma 868-7624 og Röggu í síma 662-5074.

Allir velkomnir

Tónlist – tónlist Geisladiskarnir hans Helga Júlíusar Sun for a lifetime og Kominn heim eru til sölu hjá Gerðu og Unnsteini Fiskhóli 9 Sími 478-1227 og 893-2747


markhonnun.is

LAMBALÆRI Kræsingar & kostakjör

1.492 ÁÐUR 1.798 KR/KG

SLÁTURTÍÐIN LAMBALIFUR

GRÍSAHNAKKI - ÚRB

LAMBAHJÖRTU

MANGÓ/CHILLI

50% A

TUR

ÁT 37% AFSL

295

398

ÁÐUR 469 KR/KG

ÁÐUR 498 KR/KG

TOSCANABRAUÐ BAKAÐ Á STAÐNUM

999

ÁÐUR 1.998 KR/KG

KJÚKLINGABRINGUR - DANSKAR

CHEERIOS

900G

2 PAKKAR 1,2 KG

NÝBAKAÐ TILBOÐ

TTUR

50% AFSLÁ

175 ÁÐUR 349 KR/STK

1.398 KR/PK

999 ÁÐUR 1.198 KR/PK

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


LAMBAHRYGGUR

1.890 ÁÐUR 2.198 KR/KG

ER HAFIN OKKAR KJÚKLINGUR

GRÍSARIF

HEILL FERSKUR

SMOKEY PAPRIKA

HAKKBOLLUR M/BEIKONI 1 KG

AFSLÁTTUR

678

ÁÐUR 1.298 KR/KG

ÍS - SÚKKULAÐI/VANILLU

ÓDÝRT FYRIR HEIMILIÐ 1L

998

ÁÐUR 798 KR/KG

KAFFIPÚÐAR - PREMIUM 36 STK

APPELSÍNUR

TTUR

50% AFSLÁ TTUR

33% AFSLÁ

198 ÁÐUR 295 KR/PK

398 ÁÐUR 498 KR/STK

KR/KG

135

ÁVÖXTUR VIKUNNAR

649

ÁÐUR 269 KR/KG

Tilboðin gilda 14. - 17 . sept. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6

Fimmtudagur 13. september 2012

Eystrahorn

Ferðasagan öll Frásagnir af hestaferð níu félaga í Hestamannafélaginu Hornfirðingi, ásamt tveimur ferðafélögum ofan af Héraði hafa verið fyrirferðarmiklar í fréttum undanfarið. Ónákvæmni hefur gætt í fréttaflutningi af slysinu sem varð í ferðinni þar sem Ingólfur Vopni Ingvason fórst í Jökulsá í Lóni. Hér á eftir verður hins vegar leitast við að segja ferðasöguna frá sjónarhóli ferðafélaganna. Blaðamaður settist niður á dögunum skráði niður eftirfarandi frásögn þeirra.

Langur aðdragandi Langur aðdragandi var að þessari ferð þar sem farið var ríðandi ofan úr Fljótsdal yfir óbyggðirnar og niður í Kollumúla og Lón. Suma hafði dreymt um svona ferðalag lengi og rætt þennan möguleika í fjölda mörg ár, jafnvel áratugi. Það var svo ekki fyrr en í janúar að farið var að skipuleggja ferðina og hún sett á dagskrá síðla sumars. Hópurinn sem lagði upp í ferðina taldi 11 manns, níu frá Höfn auk tveggja „austanmanna“ sem boðið var með, eins og áður hefur komið fram. Leyfi fékkst frá Umhverfisstofnun til þess að fara þessa leið, þar sem hún liggur í gegnum Vatnajökulsþjóðgarð. Fjölmargar ástæður voru fyrir því að þessi tími var valinn til fararinnar frekar en annar, til að mynda aðstæður þátttakenda og hvenær ferðaskálar á leiðinni voru lausir. Ferðin hófst í raun fimmtudaginn 30. ágúst þegar riðið var frá Ægissíðu á Höfn upp í Þórisdal í Lóni til að stilla saman strengi og leyfa hrossunum að kynnast. Við félagarnir lögðum svo af stað upp í Þórisdal á laugardagsmorguninn, 1. september. Þar voru hrossin, 35 talsins, sett á kerrur og bíla og þeim ekið að Melum í Fljótsdal þar sem

aðalferðin hófst. Við gistum á Fljótsdalsgrund um nóttina og elduðum tveggja rétta máltíð, grillkjöt og eftirrétt. Allir fóru snemma í koju þar sem taka átti daginn snemma, ekki seinna en klukkan tíu næsta morgun.

Snemma á fótum Eitthvað vorum við þó árrisulli en reiknað var með því við vorum komnir í hnakkinn klukkan átta á sunnudagsmorguninn og það veitti svo sem ekki af tímanum. Riðið var frá Melum inn Fljótsdal og að Glúmsstöðum í Norðurdal. Þar biðu okkar ferðafélagarnir tveir að austan með heitan hádegismat sem var vel þeginn. Upp úr hádegi var lagt af stað frá Glúmsstöðum nú með 42 hross og

11 ríðandi menn. Áð var að Hamarsseli og því næst haldið í Glúmsstaðasel, innsta bæ í Norðurdal, en bæði þessi býli eru í eyði. Reiðleiðin inn dalinn er einkar falleg og riðnir eru mjúkir moldarstígar þar til komið er að Dýjafelli sem ber nafn með rentu. Þar tóku við endalausar mýrar og dý og sukku sum hrossin vel í. Afar fagurt var þó um að litast og fallegt jökulsárgljúfrið sem liggur eftir endilöngum dalnum. Einna mikilfenglegastur var Kirkjufossinn sem fellur í þremur stöllum niður í djúpt gljúfrið. Þar var tekið túristastopp og myndir teknar af náttúruperlunni. Svæðið við fossinn kalla heimamenn „Smuguna“ og um hana lá leið að Hrakströnd. Þar er gangnamannakofi sem ferðafélagar okkar að austan ákváðu að hafa sem næturstað þá um nóttina. Við Hornfirðingarnir héldum þó ögn lengra, að Ufsastíflu þar sem nátthagi fyrir hrossin var tilbúinn. Eyjólfur, bróðir Vopna og bóndi á Melum, hafði útbúið þar hólf og beið eftir okkur og keyrði að Laugafelli þar sem við gistum. Þennan dag riðum við rúma 40 km. Að Laugarfelli vorum við komnir rétt fyrir klukkan átta um kvöldið. Þar beið okkar heitur matur og heitur pottur og þar var gott að láta þreytuna líða úr sér. Veðrið hafði leikið við okkur um daginn, vel lá á mannskapnum og margt rætt um kvöldið.

Væta og fjölbreytt landslag

F.v. Ingólfur Ásgrímsson, Ásgeir Núpan Ágústsson, Karl Ágúst Guðnason, Jóhann Þórólfsson (sem aðstoðaði við akstur austur), Örn Þór Þorbjörnsson, Kristján V Björgvinsson, Páll Guðmundsson, Jón Birkir Finnsson, Gunnar Ásgeirsson og Ingólfur Vopni Ingvason.

Morguninn eftir lögðum við af stað klukkan níu, langur dagur fyrir höndum og veðrið ekki jafn ljúft og daginn áður. Þegar við vorum að stíga á bak byrjaði að úða þannig að allir fóru í regngalla, sem betur fer, því þegar að við vorum rétt lagðir af stað þá rigndi hressilega á okkur. Leiðin lá eftir vegi um öræfi að Sauðárvatni sem var um 25 km leið. Frá Sauðárvatni var enginn vegslóði sem við gátum fylgt, þannig að við tók stórgrýtt landslag, heldur illt yfirferðar. Ekki bætti rigningin og lítið skyggni úr skák. Frá


Eystrahorn

Fimmtudagur 13. september 2012

Sauðárvatni var haldið í suður og komið að Víðidalsdrögum. Þau eru heldur ekki árennileg, stórgrýtt með bröttum brekkum. Þegar við vorum komnir yfir Víðidalsdrög og Kollumúlaheiði áðum við stutta stund og þá létti aðeins til svo að við sáum m.a. hvar Axarfellsfossinn steyptist niður. Nú var farið að styttast í áfangastað. Riðið var meðfram Tröllakrókahnaus, tignarlegum með stuðlabergi og nú sást aðeins niður á Tröllakrókana. Þarna fyllist maður lotningu fyrir náttúrunni svo ekki sé talað um þegar komið er af öræfum þar sem lítið er að sjá nema urð og grjót. Því næst lá leiðin niður Leiðartungur. Þar þurftum við að teyma hestana og þegar niður var komið var áð á grasbala í kjarrinu og fundur haldinn til að ákveða hvaða leið skyldi fara. Ýmsir möguleikar voru ræddir en niðurstaðan varð sú að fara yfir Jökulsána á svokölluðu Norðlingavaði en vaðið er þekkt og hefur verið farið áratugum og öldum saman. Dagleiðin var þá orðin um 50 km.

Farið yfir Jökulsá Sjö félagar fóru með hestana yfir ána en tveir fóru gangandi niður að Múlaskála. Áin var stríð og straumhörð og ekki auðveld m.a. vegna stórgrýtis. Vopni fór síðastur út í ána þegar aðrir voru komnir yfir. Þegar hann var rétt kominn út í ána dettur hesturinn, Vopni fellur í hana og þeir reka niður ána. Vopna tókst að halda í tauminn sem gaf sig að lokum og þar með var líftaug hans brostin. Enginn mannlegur máttur eða kraftur hefði nægt til að synda og stjórna sér í kröftugri ánni eins og hún var fyrir neðan vaðið, auk þess var Vopni kappklæddur og þungur. Okkur tókst að fylgja honum eftir ríðandi á bakkanum vestan megin nokkra stund og þeir sem voru gangandi austan megin hlupu hvað þeir gátu en aðstæður voru með þeim hætti að engin tök voru til að koma honum til hjálpar. Vopna rak síðan niður ána um 1,5 km þar sem við fundum hann fyrir neðan göngubrúna á broti úti í miðri ánni. Um einn og hálfur klukkutími leið þar til við komum að honum látnum. Um leið og Vopni féll í ána kölluðum við á björgunarsveitina en við höfðum tetra-talstöð með í ferðinni. Í framhaldinu var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og enn og aftur sannast hversu mikilvæg björgunartæki þyrlurnar eru. Aðdáunarvert var að sjá starfsmenn þyrlunnar athafna sig á slysstað við erfið skilyrði.

Áð í Kollumúlaheiði. Axarfellsfoss í baksýn.

Ástæða er til að leiðrétta þann misskilning sem kom fram í fréttaflutningi að menn og hestar hafi verið í sjálfheldu á eyri úti í ánni. Áðurnefnd eyri er í raun landsvæði framan við Lambatungurnar vestan megin árinnar. Enginn var í hættu þar en til að komast áfram þurfti að fara yfir Lambatungnaá sem rennur í Jökulsá. Hún var síst árennilegri en Jökulsáin við þessar aðstæður þar sem hún rennur í þröngum farvegi. Af þeim sökum var ákveðið að þyrlan tæki okkur og ferjaði á Illakamb og hestarnir skildir eftir enda ekki í neinni hættu. Björgunarsveitin beið okkar á Illakambi með bíla til að flytja okkur niður á Höfn. Þar var vel tekið á móti okkur í Slysavarnarhúsinu af aðstandendum okkar, prestum og slysavarnarfélögum. Síðastliðinn föstudag fórum við ásamt félögum úr hestamannafélaginu og björgunarsveitarfólki að sækja hestana. Gekk það vel, hestar vel haldnir, samstaða góð og samhugur mikill í hópnum eftir þetta alvarlega áfall.

Vopni og austanmennirnir Páll Jónsson og Jón Þór Þorvarðarson.

Þakkir og samúðarkveðjur Við ferðafélagarnir viljum nota tækifærið og þakka Björgunarsveitinni, Landhelgisgæslunni, prestum, slysavarnarfélögum og öllum þeim sem að hafa stutt við bakið á okkur á þessum erfiðu tímum. Jafnframt sendum við Birnu, fjölskyldu hennar og öðrum sem eiga um sárt að binda við fráfall Vopna, einlægar samúðarkveðjur.

Drengur góður og traustur félagi

Ferðafélagarnir og vinir Vopna bera honum vel söguna. Lýsa honum sem einstaklega traustum og ábyggilegum samstarfsmanni, trygglyndum og miklum vini vina sinna. Hann var alltaf boðinn og búinn að aðstoða við hvað sem var hvort sem var í vinnunni eða í hestamennskunni. Vopni var hestamannfélaginu ómetanlegur liðsmaður, ósérhlífinn og áhugasamur í öllum þeim störfum. Hann þótti sérstaklega natinn og þolinmóður við erfið hross og kunni betur að hemja hesta sem aðrir gáfust jafnvel upp á að eiga við. Hann hafði sterkar skoðanir á hlutunum, gat staðið fastur á sínu og sömuleiðis verið dálítill hrekkjalómur í sér en á góðlátlegan hátt. Hans verður sárt saknað í félagahópnum og skarð hans vandfyllt en góðar minningar lifa og ylja.

7


Í FORMI

Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

14. - 15. september 2012

Í formi mótið verður um næstkomandi helgi. Undanfarin ár hefur mótið tekist mjög vel og almenn ánægja þátttakenda og þeirra sem standa að mótinu. Nú er þess vænst að fleiri þátttakendur verði með en áður. Allir sem tök hafa á eru hvattir til að vera með.

Í FORMI

Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

Keppnisgreinar

Skemmtun í Pakkhúsinu á laugardagskvöldi

Föstudagskvöld

• Bridge í Heppuskóla kl 18:00 • Hornafjarðarmanni í Heppuskóla kl 20:00

Húsið opnar 19:30, borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00 (matur og mót kr. 7.500,-)

Laugardagur

• Golf byrjar á Silfurnesvelli kl 10:00 og stendur allan daginn (skráning í golfskála) • Blak kvenna í íþróttahúsi kl 09:00 til 10:30 • Blak karlar í íþróttahúsi kl 10:30 til 12:00 • Lengra hlaupið (12,6km) kl 10:30 til 11:30 á frjálsíþróttavelli • Styttra hlaupið (6 km) 10:45 til 11:30 á frjálsíþróttavelli

Matseðill: Forréttur: Blandaðir smáréttir. Humar, hörpuskel, tvíreykt hangikjöt, saltfiskur og hráskinka. Aðalréttur: Hægeldað lamb og langtímaelduð grísasíða með BBQ teriyaki, rótargrænmeti og rauðvínsgljáa.

Eftir hádegi

• • • • •

Brennibolti konur 12:00 til 14:00 á íþróttasvæði Knattspyrna karlar á íþróttasvæði 12:00 til 14:30 Hnit í íþróttahúsi frá kl 13:00 til 14:30 Skráning í greinar í frjálsum á íþróttavelli kl 13:45 Frjálsar hefjast kl 14:00 á frjálsíþróttavelli • Kl. 14:00 80m konur 30 -44 ára • Kl. 14:05 80m konur 45 og eldri • Kl. 14:10 80m karlar 45 og eldri • Kl. 14:15 80m karlar 30-44 ára • Kl 14:20 Kringla karlar, kúla konur. • Kl 15:00 Langstökk konur og karlar • Kl 15:45 Kúla karla, Kringla konur • Kl 16:20 Hástökk konur og karlar frjálsaðferð • Knattspyrna konur kl 15:30 á íþróttasvæði

Eftirréttur: Skyr, súkkulaði, hafrar og rabbabari

Eyjólfur Kristjánsson stórsöngvar mun taka lagið í Pakkhúsinu meðan á kvöldverði stendur.

Eftir borðhald verður pöbbastemning í kjallaranum fram eftir nóttu.

Skráning á www.iformi.is

Nóna ehf

SIGURÐUR ÓLAFSSON EHF

Steinsmíði

Páll Róbert Mattíasson • 693 7014

Aldurstakmark 25 ár


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.