Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 19. september 2013
31. tbl. 31. árgangur
Jöklastika Föstudaginn, 13. september var bronsverið Jöklastika afhjúpað við upplýsingamiðstöðina í Skaftafelli. Listaverkið er hannað af Arngrími Borgþórssyni (sonur Bogga á Sólhól) listamanni en hann hefur sterkar taugar til Skaftafells eftir að hafa verið þar iðulega með föður sínum í „Kaupfélaginu“. Verkið vann hann í Listaháskólanum í Umeå í Svíþjóð en þaðan lauk hann meistaraprófi í myndlist sl. vor. Þetta mun vera fyrsta listaverkið sem sett er upp í þjóðgarðinum, en hann var stofnaður 1967. Á skilti við listaverkið stendur m.a.: Jöklastikan er uppfinning Sigurðar Ingimundarsonar á Kvískerjum (1829 – 1891). Sigurður var um árabil fylgdarmaður þeirra sem fóru á Breiðamerkurjökli milli Suðursveitar og Öræfa. Til að merkja leiðina yfir jökulinn smíðaði Sigurður, í kringum 1870, þríarma stikur úr tré, stikurnar voru þannig gerðar að þær voru áberandi hvernig sem þær ultu. Stikurnar voru notaðar fram undir 1940. Ekki er vitað hve margar stikur Sigurður smíðaði eða lét smíða en engin stika sem Sigurður notaði mun vera til, eftirgerð einnar slíkrar er á Jöklasafninu á Höfn. Jöklastikan
hér við enda göngustígsins var steypt í brons í Listaháskólanum í Umeå í Svíþjóð. Tryggve Lundberg hafði yfirumsjón með verkinu.
Listaháskólinn í Umeå, Skinney –Þinganes á Hornafirði og Vatnajökulsþjóðgarður styrktu gerð og uppsetningu verksins.
SINDRABÆR Höfn
Húrra, nú ætti að vera afmælisball!
Laugardagskvöldið 28.september frá kl. 22:00 - 01:30. Húsið opnar með ljúfri tónlist kl. 21:00.
Þröstur og Júlli hita upp með dixie og djassi frá kl. 21:00 Karlakórinn Jökull syngur gömlu dansana. PAN kvintett stígur á svið. Hilmar og fuglarnir með gullkorn Mortens og Klausen - gestasöngvari Guðlaug. Strákarnir hennar STÍNU með Lögin hans Valda og “sixtees” slagara. Karlakórinn startar ballinu kl. 22:00. Komið tímanlega! Miðaverð er kr. 2.500.- og allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Suðausturlands.