Eystrahorn 31. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 19. september 2013

31. tbl. 31. árgangur

Jöklastika Föstudaginn, 13. september var bronsverið Jöklastika afhjúpað við upplýsingamiðstöðina í Skaftafelli. Listaverkið er hannað af Arngrími Borgþórssyni (sonur Bogga á Sólhól) listamanni en hann hefur sterkar taugar til Skaftafells eftir að hafa verið þar iðulega með föður sínum í „Kaupfélaginu“. Verkið vann hann í Listaháskólanum í Umeå í Svíþjóð en þaðan lauk hann meistaraprófi í myndlist sl. vor. Þetta mun vera fyrsta listaverkið sem sett er upp í þjóðgarðinum, en hann var stofnaður 1967. Á skilti við listaverkið stendur m.a.: Jöklastikan er uppfinning Sigurðar Ingimundarsonar á Kvískerjum (1829 – 1891). Sigurður var um árabil fylgdarmaður þeirra sem fóru á Breiðamerkurjökli milli Suðursveitar og Öræfa. Til að merkja leiðina yfir jökulinn smíðaði Sigurður, í kringum 1870, þríarma stikur úr tré, stikurnar voru þannig gerðar að þær voru áberandi hvernig sem þær ultu. Stikurnar voru notaðar fram undir 1940. Ekki er vitað hve margar stikur Sigurður smíðaði eða lét smíða en engin stika sem Sigurður notaði mun vera til, eftirgerð einnar slíkrar er á Jöklasafninu á Höfn. Jöklastikan

hér við enda göngustígsins var steypt í brons í Listaháskólanum í Umeå í Svíþjóð. Tryggve Lundberg hafði yfirumsjón með verkinu.

Listaháskólinn í Umeå, Skinney –Þinganes á Hornafirði og Vatnajökulsþjóðgarður styrktu gerð og uppsetningu verksins.

SINDRABÆR Höfn

Húrra, nú ætti að vera afmælisball!

Laugardagskvöldið 28.september frá kl. 22:00 - 01:30. Húsið opnar með ljúfri tónlist kl. 21:00.

Þröstur og Júlli hita upp með dixie og djassi frá kl. 21:00 Karlakórinn Jökull syngur gömlu dansana. PAN kvintett stígur á svið. Hilmar og fuglarnir með gullkorn Mortens og Klausen - gestasöngvari Guðlaug. Strákarnir hennar STÍNU með Lögin hans Valda og “sixtees” slagara. Karlakórinn startar ballinu kl. 22:00. Komið tímanlega! Miðaverð er kr. 2.500.- og allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Suðausturlands.

    


2

Fimmtudagur 19. september 2013

Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881

Sunnudaginn 22. september

bjarnanesprestakall.is

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00 Prestarnir

Við viljum senda innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur ómetanlegan stuðning, samúð og vináttu vegna fráfalls og útfarar elsku sonar okkar, bróður og barnabarns

Gunnars Hersis Benediktssonar Skipverja á Skinney sf 20 Benedikt Gunnarsson Halldóra Katrín Guðmundsdóttir Sigurbjörg Sara Benediktsdóttir Sigurbjörg Kristinsdóttir Stefanía Ólöf Jónsdóttir Gunnar Sighvatsson

Aðalfundur Karlakórsins Jökuls

verður haldinn mánudaginn 23. september kl. 20:00 í safnaðarheimili Hafnarkirkju. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir karlar sem hafa gaman af söng og vilja vera með í skemmtilegum félagsskap eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að mæta. "Söngurinn göfgar og glæðir, guðlegan neista í sál."

Aðalfundur Samkórs Hornafjarðar verður haldinn í Safnaðarheimili Hafnarkirkju þriðjudaginn 24. september kl. 20:00. Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir. Stjórnin

Fundur hjá Kvenfélaginu Tíbrá

miðvikudaginn 25. september kl 20:00 í Ekrunni.

Allar konur velkomnar

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Eystrahorn

Nýr landshlutabæklingur kominn út Á hverju hausti í tengslum við Vest Norden kaupstefnuna gefur Markaðsstofa Suðurlands út veglegan kynningarbækling um Suðurland þar sem þjónusta fyrirtækja og sveitarfélaga í landshlutanum er kynnt ásamt áhugaverðum stöðum. Núna eru 14 sveitarfélög og rúmlega 160 fyrirtæki á Suðurlandi aðilar að markaðsstofunni. Bæklingurinn er gefinn út í 35.000 eintökum og er honum dreift á upplýsingamiðstöðvar um allt land og á Keflavíkurflugvöll. Í sumar var einnig gefið út aksturskort af Suðurlandi. Útgáfa þessa bæklings er mikilvægur þáttur í kynningarstarfi fyrir Suðurland en í dag er ekki síður mikilvægt að halda úti öflugri kynningu á netinu. Markaðsstofa Suðurlands heldur úti heimasíðunum www.south.is og www.winterwonderland.is ásamt því að vera með síður á Facebook og Twitter. Þá er samvinnan í markaðssetningu innan landshlutans einnig mikilvæg og í samstarfi við fyrirtæki og klasa á Suðurlandi tökum við á móti 8-10 hópum á ári af sölu- og umboðsaðilum í ferðaþjónustu, innlendum sem erlendum.

Laust starf stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Hornafjarðar Störf stuðningsfulltrúa felast í námsaðstoð við nemendur, almennum stuðningi og gæslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem er á heimasíðu skólans. Umsóknarfrestur er til 25. september 2013. http://www2.hornafjordur.is/media/haust2009/ starfsumsokn,-eydublad.pdf Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélagsins við stéttarfélög. Frekari upplýsingar gefur Hulda Laxdal Hauksdóttir í símum 470 8440 og 864 4952, einnig á netfanginu hulda@hornafjordur.is

Skólastjórar

Íbúð til leigu Fjögurra herbergja íbúð til leigu á Höfn. Upplýsingar gefur Hrefna í síma 862-2926.


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. september 2013

Ísland Got talent

10 MILLJÓNIR KRÓNA Í VERÐLAUNAFÉ Stærsta hæfileikakeppni í heimi er nú loksins að koma til Íslands. Stöð 2, með Auðun Blöndal í broddi fylkingar, leitar að fólki á öllum aldri til að taka þátt í Ísland Got Talent. Verðlaunin eru svo sannarlega glæsileg, 10 milljónir króna fyrir siguratriðið! Dómarar þáttarins eru engir aukvisar, Bubbi Morthens, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Á næstunni förum við hringinn í leit að hæfileikaríku fólki sem vill gera alls konar skemmtilegt! Skráning og nánari upplýsingar á stod2.is/talent. Áheyrnarprufur verða á Höfn í Hornafirði 1. október í Sindrabæ kl. 16:00. Við erum að leita að einstaklingum, pörum, litlum hópum og stórum til að taka þátt í Ísland Got Talent. Við erum að leita að fjölbreyttum atriðum: Söngur, dans, uppistand, hljóðfæraleikur, leiklist, íþróttir, áhættuatriði, töfrabrögð, sirkusatriði, gæludýragrín! Allt sem hefur skemmtanagildi! Allir geta tekið þátt á hvaða aldri sem er. Verðlaunin eru svo sannarlega glæsileg fyrir siguratriðið: 10 milljónir króna! Ef þú eða þið teljið ykkur eiga erindi á svið með ykkar framlag takið þá þátt. Komið í prufur. Við tökum vel á móti ykkur.

Tombólustelpur

3

Óli yfirþjálfari Stjórn knattspyrnudeildar hefur ákveðið að ráða Óla Stefán Flóventsson þjálfara í fullt starf sem yfirþjálfara allra flokka meðfram þjálfun meistara- og 2. flokks karla. Tilgangurinn er að bæta enn betur skipulag á æfingum og samræma þjálfun allra flokka. Umfang knattspyrnudeildar er orðið það mikið að nauðsynlegt er að hafa aðila sem getur haft yfirsýn yfir starfsemina og samræmt störf þjálfarana og allra sem að starfsemina koma þ.m.t. þátttakendur og foreldra. Óli Stefán hefur sýnt það í störfum sínum hér undanfarin ár með reglusemi og festu að vænta má mikils af honum í þessu starfi. Hann mun ekki aðeins sinna þjálfun og umsjón með æfingum allra flokka heldur jafnframt sinna forvarnarmálefnum, fjáröflunum og ýmsum örðum þáttum starfsins.

Tillaga að deiliskipulagi á Meðalfelli Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi á Meðalfelli í Sveitarfélaginu Hornafirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Markmið skipulagsins felst í eftirfarandi: Hanna vélarskemmu þar sem haft verður að leiðarljósi að byggingin falli vel að landslagi og þeim byggingum sem fyrir eru. Deiliskipulag ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu verður til sýnis á bæjarskrifstofu Hornafjarðar Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 17. september til og með 28. júní - 29. október 2013. Breytingartillagan ásamt greinargerð er á heimasíðu sveitarfélagsins. http://www2.hornafjordur.is/ stjornsysla undir skipulag í kynningu. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 29. oktober 2013. Athugasemdum skal skilað skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið runars@hornafjordur.is. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillöguna innan tilskilins frests telst henni samþykkur. F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar 17. september 2013. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, umhverfis- og skipulagsfulltrúi

Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 5.494 kr. og færðu Rauða krossinum á Hornafirði. Þær heita Aníta Ýr Óðinsdóttir, Natalía Ósk Óðinsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Hafdís Jóhannesdóttir og Álfhildur Auðunsdóttir.


Æfingar hefjast aftur hjá knattspyrnudeild miðvikudaginn 25. september Æfingatafla auglýst síðar á heimasíðu umfsindri.is og víðar.

Matráður óskast

Matráður óskast í veitingasölu Nýheima fram að áramótum. Upplýsingar veitir Eyjólfur Guðmundsson í síma 4708070 eða eyjolfur@fas.is Umsóknir sendist á eyjólfur@fas.is.

Fundur í Hornafjarðardeild Félags hrossabænda verður haldinn í Mánagarði, fimmtudaginn 19. sept. kl. 20:00. Fundarefni: Inntaka nýrra félagsmanna og starfið framundan. Félag hrossabænda - Hornafjarðardeild

HEILSULEIKSKÓLINN KRAKKAKOT AUGLÝSIR Hefur þú gaman af að vinna með börnum? Hefur þú áhuga á hreyfingu og góðri heilsu? Heilsuleikskólinn Krakkakot auglýsir eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda í 100 % stöðu. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun greidd samkvæmt kjarasamningum KÍ eða AFLs og Sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur rennur út 27. október 2013. Tekið er á móti umsóknum hjá leikskólastjóra eða aðstoðarleikskólastjóra á Krakkakoti og í síma 470-8480. Snæfríður H. Svavarsdóttir, leikskólastjóri

Aflabrögð í júlí og ágúst Þar sem Eystrahorn var í frí í sex vikur í júlí og ágúst er hér samantekt á afla í þeim mánuðum. Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51....................... dragnót......... 2...... 45,6...blandaður afli Skinney SF 20........................ humarv....... 11.... 224,1...humar 45,4 Þórir SF 77............................. humarv...... 13.... 281,9...humar 68,4 Hvanney SF 51....................... flotv............... 3.... 151,9...makríll 123,9 Skinney SF 20........................ flotv............... 2.... 104,2...maríll/síld Steinunn SF 10....................... flotv............... 2.... 107,4...makríll/síld Þinganes SF 25...................... flotv............. 14.... 484,4...makríll 354,4 Þórir SF 77............................. flotv............... 2.... 104,9...makríll 98,7 Benni SU 65........................... lína................ 3...... 16,5...þorskur 78,7 Guðmundur Sig SU 650........ lína................ 4...... 30,8...þorskur 24,3 Ragnar SF 550...................... lína................ 4...... 23,5...þorskur 13,6 Auðunn SF 48........................ handf.......... 25...... 14,2...ufsi/þorskur Benni SU 65........................... handf.......... 12...... 14,1...makríll Dögg SU 118.......................... handf.......... 28...... 90,5...makríll 85,4 Hafsól KÓ 11.......................... handf.......... 13...... 10,1...ufsi 6,7 Halla Sæm SF 23................... handf............ 7...... 11,0...ufsi 9,4 Haukafell SF 111................... handf.......... 13...... 23,7...ufsi 13,8 Herborg SF 69....................... handf.......... 23...... 17,1...þorskur/ufsi Hulda SF 197......................... handf.......... 28...... 15,7...þorskur/ufsi Húni SF 17............................. handf.......... 26...... 12,2...þorskur/ufsi Jökull SF 75............................ handf.......... 26...... 16,1...þorskur 9,4 Kalli SF 144............................ handf.......... 19...... 16,9...þorskur/ufsi Lundi SF 12............................ handf............ 9........ 4,8...ufsi/þorskur Siggi Bessa SF 97.................. handf.......... 27...... 83,5...makríll Silfurnes SF 99...................... handf............ 6........ 4,8...þorskur/ufsi Staðarey SF 15....................... handf.......... 12........ 7,4...þorskur/ufsi Stígandi SF 72........................ handf.......... 20........ 9,5...þorskur/ufsi Sæunn SF 155........................ handf.......... 28...... 19,9...ufsi/þorskur Sævar SF 272......................... handf.......... 18...... 65,4...ufsi 53,3 Uggi SF 47............................. handf.......... 26...... 18,9...þorskur/ufsi Örn II SF 70........................... handf.......... 31...... 23,8...þorskur/ufsi Ásgrímur Halld. SF 270........ flotv............. 13.. 5.050 t...makríll/síld Jóna Eðvalds SF 200............. flotv............. 13.. 4.350 t...makríll/síld Heimild: www.fiskistofa.is


Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 1998-2018 Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingum á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 1998-2018 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar felast í: Stækkun frístundasvæðis í landi Brekku / Stafafells og skilgreining íbúðarsvæðis í landi Brekku. Nýtt efnistökusvæði í landi Svínafells í Nesjum. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu mun liggja frammi við þjónustuborð í Ráðhúsi sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 frá 9. september 2013 til 21. október 2013 og á heimasíðu sveitarfélagsins www. hornafordur.is/stjornsysla undir skipulag í kynningu. Tillagan verður einnig aðgengileg hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögurnar til og með 21. október 2013. Athugasemdum skal skilað skriflega eða í tölvupósti til skipulagsdeildar, Hafnarbraut 27, eða með tölvupósti skipulag@hornafjordur.is. 8. september 2013 Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson umhverfis- og skipulagsstjóri

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir.

Nýtt deiliskipulag Heilbrigðistofnun Suðausturlands (HSSA) Lýsing felur í sér eftirfarandi markmið: • Að tryggja að hjúkrunarrými og aðstaða sé í samræmi við lög og auknar kröfur. Tryggja aukið framboð af þjónustuíbúðum. • Bæta þjónustu við núverandi notendur þjónustunnar. • Að tryggja nægt rými vegna aðstöðu vistmanna, starfsfólks og annarra þátta samfara þjónustu HSSA við íbúa. • Auka framboð áhugaverðra íbúðarlóða í sveitarfélaginu. Lýsing verður til sýnis í Ráðhúsi Sveitafélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn frá 19. – 24. sept. 2013 og á heimasíðu sveitarfélagsins. http:// www.hornafjordur.is/stjornsysla Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu. Frestur til að skila inn ábendingum er til 24. sept. 2013 og skal senda þær á netfangið skipulag@hornafjordur. is eða skila þeim í Ráðhús Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn. F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar 19. september 2013 Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson umhverfis- og skipulagsstjóri


Í FORMI

Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

20. - 21. september 2013

Íformi mótið skemmtilega verður um næstkomandi helgi. Undanfarin ár hefur mótið tekist með miklum ágætum og er almenn ánægja þátttakenda og þeirra sem staðið hafa að mótinu. Allir sem tök hafa á eru hvattir til að vera með. Sama verð og undanfarin ár kr. 3.500. Verðlaun veitt fyrir skrautlegustu búningana í brennó og flottustu tilþrifin í öðrum greinum, og verða þau verðlaun veitt á kvöldskemmtun.

Í FORMI

Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

Keppnisgreinar

Föstudagskvöld

• Strandblak karla og kvenna við Báruna kl. 18:00 • Bridge í Heppuskóla kl 20:00 Laugardagur

• Golf byrjar á Silfurnesvelli kl.09:00 Texas scramble (skráning á golf.is og Í golfskálanum) • Fótbolti kvenna kl 10-11 í Bárunni • Brennibolti 11-12 á íþróttasvæðinu • Hnit í íþróttahúsinu 12-15 • Fótbolti karla 13-15 í Bárunni • Frjálsar íþróttir hefjast kl 13:00 13:00 100 m konur 30-44 ára 13:05 100 m karlar 30-44 ára 13:10 80 m konur 45+ 13:15 80m karlar 45+ 13:20 langstökk konur og karlar 14:10 kúluvarp konur 14:10 spjótkast karlar 14:30 kúluvarp karlar 14:30 spjótkast konur

Skráning í allar greinar á tjarnarbru1@simnet.is

SIGURÐUR ÓLAFSSON EHF

Skemmtun í Pakkhúsinu á laugardagskvöldi

Húsið opnar 19:30, borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00 (matur og mót kr. 7.500,-)

Matseðill: Forréttur: Blandaðir smáréttir. Aðalréttur: Hægeldað lambafilllet Eftirréttur: Heimagerður súkkulaðidesert

Hera Björk Þórhallsdóttir tekur nokkur lög meðan á borðhaldi stendur Eftir borðhald verður pöbbastemning í kjallaranum fram eftir nóttu. Aldurstakmark 25 ár


Gluggar & Garðhús hf.

Viðhaldsfríir gluggar og hurðir Yfir 40 litir í boði

Glæsilegir sólskálar lengja sumarið og gera sælureitinn ómótstæðilegan

Starfsmenn Glugga og Garðhúsa verða á

Höfn í Hornafirði föstudaginn 27. september frá kl. 10 -18 Hægt er panta tíma í s. 554 4300 eða senda tölvupóst á margret@solskalar.is

Nánari ar á upplýsing lar.is ka www.sols Smi›sbú› 10 | 210 Gar›abær | Sími: 554 4300 | Fax: 564 1187


Markhonnun ehf

Taktu þátt í Änglamark bleyjuleik með Nettó Þú kaupir einn pakka af Änglamark bleyjum, skrifar nafn, símanúmer og netfang aftan á kassakvittun og setur í Änglamark kassann í næstu Nettó verslun. Frábærir vinningar verða dregnir út 1.nóvember næstkomandi. Fyrsti vinningur: 30.000kr. gjafabréf í Nettó ásamt gjafakörfu með Änglamark barnavörum.

Ofnæmisprófaðar Bleyjur

lamark g n A a u lík Prófað ana, 299kr.! lút blautk

Änglamark bleyjurnar eru umhverfisvænar og innihalda engin ónauðsynleg aukaefni svo sem ilm- og mýkingarefni.

Mini 3-6kg á 1.298kr, Midi 5-8kg, Maxi 7-16kg, Junior 12-22kg á 1.989 kr.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.