Eystrahorn 31. tbl. 32. árgangur
Fimmtudagur 18. september 2014
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Ársskýrsla HSSA
Fræðslufundur í febrúar 2013.
Nú í sumar var birt ársskýrsla HSSA fyrir árið 2013 en hana má nálgast í heild sinni á heimasíðu HSSA, www.hssa.is. Þar er að finna ýmsar tölulegar upplýsingar um starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar. Heilbrigðisstofnunin starfar eftir stefnu sem samþykkt var haustið 2012, kjörorð HSSA eru ALÚÐ - ÖRYGGI – ÞEKKING. Framtíðarsýn stofnunarinnar er: • ·Að vera leiðandi í að tryggja velferð og heilbrigði íbúa sveitarfélagsins með grunnheilbrigðisþjónustu og umönnun aldraðra og sjúkra. • ·Uppfyllir kröfur löggjafans og notenda um öryggi og gæði. • Er eftirsóttur vinnustaður með starfsfólk í fremstu röð af báðum kynjum, með góða færni og faglegan metnað. • Skapar hvetjandi umhverfi til rannsókna, þróunar og fjarlækninga. • Sýna ráðdeild í rekstri. • Leita leiða til að bæta þjónustuna með
Þorrablót 2012.
mælikvörðum á árangur sem stofnunin þarf og vill uppfylla. Stofnunin hefur nú unnið starfsáætlun sem byggir á þessari framtíðarsýn og hana má nálgast á heimasíðu HSSA. Á heimasíðu HSSA eru reglulega settar inn fréttir og og upplýsingar um starfsemina. Það eru nokkrir sem ekki þekkja til þess að hægt er að sækja um lyfjaendurnýjun í gegnum heimasíðuna. Nú er einnig hægt að kaupa minningarkort Gjafaog minningarsjóðs Skjólgarðs rafrænt á heimasíðu HSSA en hnappurinn minningarkort er á forsíðunni. Gjafa- og minningasjóðurinn hefur staðið þétt við bakið á stofnuninni og fjármagnað kaup á tækjum og ýmsum búnaði sem hefur ekki hefur verið hægt að fjármagna á annan hátt. Í yfirliti um starfsemi HSSA kemur fram að þjónustusvæði stofnunarinnar er ansi víðfeðmt eða alls 6.280 m² og er lengsta vegalengd frá heimili að heilsugæslu 145 km. Íbúafjöldi sveitarfélagsins var 2.167 þann
Tafla 1
2011
2012
2013
Íbúafjöldi á þjónustusvæði HSSA
2.142
2.166
2.167
Heildarfjöldi starfsmanna
116
97
105
Innlagnir á sjúkradeild
99
101
100
Meðal nýting sjúkrarýma
87,7%
76,8%
98,0%
Heildarfjöldi viðtala á heilsugæslu
7.487
9.018
8.684
Fjöldi skráðra símtala á heilsugæslu
4.735
5.356
5.458
276
286
287
Fjöldi koma í mæðravernd Fjöldi koma í ungbarnavernd
380
392
459
3.673
3.3.19
6.138
Fjöldi skjólstæðinga í heimahjúkrun
50
60
68
Fjöldi myndgreininga (röntgen)
361
395
540
3
9
2
Fjöldi samskipta í heimahjúkrun
Fjöldi fæðinga
1.janúar 2014 og er hann stöðugur milli ára. Það hefur fjölgað töluvert íbúum sem eru eldri en 65 eða um 21 frá árinu 2012 á meðan fjöldi yngri íbúa helst stöðugur eða fækkar lítillega. Í töflu 1 má sjá helstu starfsemistölur frá árunum 2011-2013.
Hjúkrunar- og sjúkrasvið Á hjúkrunarheimilinu eru 24 hjúkrunarrými og 3 sjúkrarými. Líkt og kemur fram í töflunni hér að ofan má sjá að nýting sjúkrarýma er góð eða 98%, þess má geta að sjúkrarýmum fækkaði um eitt í kjölfar hrunsins og samþykktum hjúkrunarrýmum fækkaði um tvö. Sjúkrarýmin eru vel nýtt og eru mikilvæg fyrir samfélagið. Sjúkrarýmin eru nýtt fyrir bráðveika, í hvíldarinnlagnir fyrir eldri íbúa, í endurhæfingu eftir brot eða slys, lyfjagjafir og fleira. Nýting hjúkrunarrýma var 94% en laus hjúkrunarrými voru nýtt í hvíldarinnlagnir. Meðaldvalartími í hjúkrunarrými er 2,6 ár, meðal lyfjakostnaður á einstakling er 116.976 kr., meðalaldur íbúa er 86,4 ár. Ljóst er að aðbúnaður á hjúkrunardeild er langt frá því að uppfylla þau viðmið sem Velferðarráðuneytið setur. Ný viðmið voru samþykkt í júní á þessu ári og þar er gert ráð fyrir að hvert einstaklingsrými eigi að vera 28 m² með baðherbergi og sameiginlegt rými 65 m². Á hjúkrunarheimili HSSA búa 22 af 24 íbúum í tvíbýli sem eru 20,8 m², sameiginlegt rými á hvern einstakling er 39 m². Einungis tvö einbýli eru á heimilinu og þau eru 17 m² og deila þau með sér einu baðherbergi. Á þessu má sjá að það er orðið mjög brýnt að fá bætt úr húsnæðismálum á hjúkrunarheimilinu. Það verður því aðal áhersla okkar næstu misseri að þrýsta á stjórnvöld og sækja fjármagn til að byggja við heimilið. Dvalarrými eru Framhald á bls. 3