Eystrahorn 32. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 26. september 2013

32. tbl. 31. árgangur

Vinnubrögð Sveitarfélagsins Hornafjarðar í skipulagsmálum Ég vil með þessari grein vekja athygli á vinnubrögðum Sveitarfélagsins Hornafjarðar í skipulagsmálum í frístundabyggðinni í Stafafellsfjöllum, Lóni. Frístundabyggðin í Stafafellsfjöllum byggðist mikið upp á áttunda áratug síðustu aldar. Hún er staðsett í afar fallegum náttúrlegum birkivöxnum hlíðum umvafin umhverfi líparíts og fjalla og nýtur vinsælda sem útivistarsvæði og náttúruperla fyrir Hornfirðinga sem aðra. Í áratugi hefur verið talað um að byggðin í fjöllunum sé fullbyggð og að ekki verði heimiluð viðbót, nema nokkrar lóðir á Víðunum. Þessu til staðfestingar segir í gildandi aðalskipulagi frá 1998 að frístundabyggðin í Stafafellsfjöllum sé nánast fullbyggð. Það var því í fullkominni andstöðu við sjálft aðalskipulagið að sveitarfélagið auglýsti í árslok 2011 nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Í deiliskipulagstillögunni var gert ráð fyrir 28% fjölgun lóða frá gildandi deiliskipulagi, aukningu á byggingarmagni hverrar lóðar úr c.a. 60 m² í 160 m², skilgreind almenningssvæði yrðu fjarlægð, vinsælum útivistarsvæðum raskað, fyrirsjáanleg óafturkræf röskun á náttúrlegum birkivöxnum svæðum og hlíðum og röskun vatnsbóla svo eitthvað sé nefnt. Við þessum deiliskipulagstillögum bárust athugasemdir við 60 atriði sem telst vera mikill fjöldi á mælikvarða skipulagsmála. Sveitarfélagið kaus að hundsa þann fjölda sumarhúsaeigenda sem sendu inn athugasemdir og keyrðu deiliskipulagstillögur í gegnum stjórnsýslu til samþykktar. Skipulagsstofnun hafnaði samþykki deiliskipulags m.a. þar sem það var ekki í samræmi við aðalskipulag. Nú ber svo við að sveitarfélagið ákveður að breyta aðalskipulagi þannig að heimilt verði að fjölga lóðum um 60% frá gildandi aðalskipulagi og um 33% frá gildandi deiliskipulagi, á áður fullbyggðu svæði eins og það er skilgreint í dag. Þegar rætt er við aðila innan stjórnsýslu sveitarfélagsins og þá bæjarfulltrúa sem stýra skipulagsmálum kveður við sá tónn að landeigendur ráða því hvernig þeir nýta land sitt og viðhorf leiguliða hefur því lítið að segja. Jafnframt virðast forsendur

breytinga á aðalskipulagi og samþykki deiliskipulags vera mikil eftirspurn eftir lóðum í frístundabyggðinni og því verður að reyna fjölga lóðum eins og hægt er. Síðan hefur ítrekað borið á þeim vinnubrögðum að breytingar af þessum toga eru túlkaðar „minniháttar“ og því þurfi ekki að taka tillit til hagsmunaaðila og aðalskipulagi verði breytt um leið og deiliskipulag er samþykkt „til að klára málið“ svo notuð séu orð fundargerð sveitarfélagsins. Það er illa komið fram við þann fjölda sumarhúsaeigenda í frístundabyggðinni í Stafafellsfjöllum, sem hafa fjárfest í uppbygginu sumarhúsa og komið sér upp frístundahreiðri og þurfa nú að horfa fram á það að fá ofan í sig nýjar afgirtar lóðir með byggingarmagni sem svarar til einbýlishúsa í þéttbýli. Jafnframt þykir mörgum sárt að vita til þess að sveitarfélagið Hornafjörður gangi fram og samþykkir óafturkræfa röskun á sérstöku landslagi og vinsælum útivistarsvæðum, fórni almenningssvæðum og samþykki stóraukna umferð á ónýtum vegi með tilheyrandi svifryksmengun og hávaða um svæði sem er fullbyggt. Skipulagsmál eru á ábyrgð Sveitarfélagsins Hornafjarðar, ekki landeigenda. Sveitarfélagið verður að gæta að hagsmunum allra sem skipulag svæðis snertir. Sveitarfélagið getur ekki sýnt af sér hegðun og viðhorf eins og komið hefur ítrekað upp í þessu

máli, heldur verður það að gæta hagsmuna þeirra fjölda sumarhúsaeigenda sem sjá fram á gjörbreyttar forsendur fyrir tilveru sinni í frístundabyggðinni. Jafnframt verður Sveitarfélagið að gæta langtímahagsmuna náttúru og lands í frístundabyggðinni, því þær tillögur sem nú liggja fyrir kalla á gífurlegt jarðrask á viðkvæmu svæði, svæði sem í dag er eitt af vinsælustu útivistarsvæðum í Lóni. Ekkert er hugað að ástandi vegarins, en núverandi vegur hefur ekki fram að þessu borið umferðina sem um svæðið fer í dag, hvað þá heldur þá miklu aukningu sem væntanleg verður. Hver á að bera ábyrgð á viðhaldi vegarins og umferðaröryggi við þessar breyttu aðstæður? Nú hefur þetta mál staðið yfir í tæplega tvö ár og á þeim tíma hefur erindum, fundum eða símtölum varla verið svarað, nema helst á þann hátt að landeigendur ráða og eftirspurn sé eftir lóðum. Svo er haldið blákalt áfram að vinna að samþykki skipulagsins. Hinn almenni borgari, sem ekki er lögfræðimenntaður eða sérfræðingur í skipulagsmálum, gefst hreinlega upp í baráttu við stjórnvaldið. Ekki er það í anda þess lýðræðis sem boðað er með nýjum skipulagslögum frá 2010. Eftir þann tíma sem þetta mál hefur varað er vert að kasta fram þeirri spurningu hvernig íbúar og hagsmunaðilar geta varið sig gagnvart sveitarfélögum þegar ítrekað er traðkað á tilveru þeirra á svæði sem verið er að gjörbreyta? Í því skyni er vert að kalla eftir viðbrögðum æðri stjórnvalda. Allt þetta mál staðfestir að meirihluti sveitarstjórnar Hornafjarðar ásamt bæjarstjóra verður að gera sér grein fyrir þeim vinnubrögðum sem hann sýnir í málinu og hvernig hagsmunir heildar og ákvæðum laga sem eiga að verja þá hagsmuni er kastað fyrir róða gagnvart þröngum hagsmunum landeigenda eða þeirra sem óska eftir lóðum. Því er skorað á sveitarstjórn Hornafjarðar að standa við áður gefin loforð gildandi aðalskipulags og raska ekki byggð í viðkvæmu frístundasvæði og vinsælu útivistarsvæði með auknu byggingarmagni. Stefanía Katrín Karlsdóttir

Höfná laugardagskvöldið Sjáumst sem flest áSINDRABÆR balli í Sindrabæ

Húrra, nú ætti að vera afmælisball!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.