Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 26. september 2013
32. tbl. 31. árgangur
Vinnubrögð Sveitarfélagsins Hornafjarðar í skipulagsmálum Ég vil með þessari grein vekja athygli á vinnubrögðum Sveitarfélagsins Hornafjarðar í skipulagsmálum í frístundabyggðinni í Stafafellsfjöllum, Lóni. Frístundabyggðin í Stafafellsfjöllum byggðist mikið upp á áttunda áratug síðustu aldar. Hún er staðsett í afar fallegum náttúrlegum birkivöxnum hlíðum umvafin umhverfi líparíts og fjalla og nýtur vinsælda sem útivistarsvæði og náttúruperla fyrir Hornfirðinga sem aðra. Í áratugi hefur verið talað um að byggðin í fjöllunum sé fullbyggð og að ekki verði heimiluð viðbót, nema nokkrar lóðir á Víðunum. Þessu til staðfestingar segir í gildandi aðalskipulagi frá 1998 að frístundabyggðin í Stafafellsfjöllum sé nánast fullbyggð. Það var því í fullkominni andstöðu við sjálft aðalskipulagið að sveitarfélagið auglýsti í árslok 2011 nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Í deiliskipulagstillögunni var gert ráð fyrir 28% fjölgun lóða frá gildandi deiliskipulagi, aukningu á byggingarmagni hverrar lóðar úr c.a. 60 m² í 160 m², skilgreind almenningssvæði yrðu fjarlægð, vinsælum útivistarsvæðum raskað, fyrirsjáanleg óafturkræf röskun á náttúrlegum birkivöxnum svæðum og hlíðum og röskun vatnsbóla svo eitthvað sé nefnt. Við þessum deiliskipulagstillögum bárust athugasemdir við 60 atriði sem telst vera mikill fjöldi á mælikvarða skipulagsmála. Sveitarfélagið kaus að hundsa þann fjölda sumarhúsaeigenda sem sendu inn athugasemdir og keyrðu deiliskipulagstillögur í gegnum stjórnsýslu til samþykktar. Skipulagsstofnun hafnaði samþykki deiliskipulags m.a. þar sem það var ekki í samræmi við aðalskipulag. Nú ber svo við að sveitarfélagið ákveður að breyta aðalskipulagi þannig að heimilt verði að fjölga lóðum um 60% frá gildandi aðalskipulagi og um 33% frá gildandi deiliskipulagi, á áður fullbyggðu svæði eins og það er skilgreint í dag. Þegar rætt er við aðila innan stjórnsýslu sveitarfélagsins og þá bæjarfulltrúa sem stýra skipulagsmálum kveður við sá tónn að landeigendur ráða því hvernig þeir nýta land sitt og viðhorf leiguliða hefur því lítið að segja. Jafnframt virðast forsendur
breytinga á aðalskipulagi og samþykki deiliskipulags vera mikil eftirspurn eftir lóðum í frístundabyggðinni og því verður að reyna fjölga lóðum eins og hægt er. Síðan hefur ítrekað borið á þeim vinnubrögðum að breytingar af þessum toga eru túlkaðar „minniháttar“ og því þurfi ekki að taka tillit til hagsmunaaðila og aðalskipulagi verði breytt um leið og deiliskipulag er samþykkt „til að klára málið“ svo notuð séu orð fundargerð sveitarfélagsins. Það er illa komið fram við þann fjölda sumarhúsaeigenda í frístundabyggðinni í Stafafellsfjöllum, sem hafa fjárfest í uppbygginu sumarhúsa og komið sér upp frístundahreiðri og þurfa nú að horfa fram á það að fá ofan í sig nýjar afgirtar lóðir með byggingarmagni sem svarar til einbýlishúsa í þéttbýli. Jafnframt þykir mörgum sárt að vita til þess að sveitarfélagið Hornafjörður gangi fram og samþykkir óafturkræfa röskun á sérstöku landslagi og vinsælum útivistarsvæðum, fórni almenningssvæðum og samþykki stóraukna umferð á ónýtum vegi með tilheyrandi svifryksmengun og hávaða um svæði sem er fullbyggt. Skipulagsmál eru á ábyrgð Sveitarfélagsins Hornafjarðar, ekki landeigenda. Sveitarfélagið verður að gæta að hagsmunum allra sem skipulag svæðis snertir. Sveitarfélagið getur ekki sýnt af sér hegðun og viðhorf eins og komið hefur ítrekað upp í þessu
máli, heldur verður það að gæta hagsmuna þeirra fjölda sumarhúsaeigenda sem sjá fram á gjörbreyttar forsendur fyrir tilveru sinni í frístundabyggðinni. Jafnframt verður Sveitarfélagið að gæta langtímahagsmuna náttúru og lands í frístundabyggðinni, því þær tillögur sem nú liggja fyrir kalla á gífurlegt jarðrask á viðkvæmu svæði, svæði sem í dag er eitt af vinsælustu útivistarsvæðum í Lóni. Ekkert er hugað að ástandi vegarins, en núverandi vegur hefur ekki fram að þessu borið umferðina sem um svæðið fer í dag, hvað þá heldur þá miklu aukningu sem væntanleg verður. Hver á að bera ábyrgð á viðhaldi vegarins og umferðaröryggi við þessar breyttu aðstæður? Nú hefur þetta mál staðið yfir í tæplega tvö ár og á þeim tíma hefur erindum, fundum eða símtölum varla verið svarað, nema helst á þann hátt að landeigendur ráða og eftirspurn sé eftir lóðum. Svo er haldið blákalt áfram að vinna að samþykki skipulagsins. Hinn almenni borgari, sem ekki er lögfræðimenntaður eða sérfræðingur í skipulagsmálum, gefst hreinlega upp í baráttu við stjórnvaldið. Ekki er það í anda þess lýðræðis sem boðað er með nýjum skipulagslögum frá 2010. Eftir þann tíma sem þetta mál hefur varað er vert að kasta fram þeirri spurningu hvernig íbúar og hagsmunaðilar geta varið sig gagnvart sveitarfélögum þegar ítrekað er traðkað á tilveru þeirra á svæði sem verið er að gjörbreyta? Í því skyni er vert að kalla eftir viðbrögðum æðri stjórnvalda. Allt þetta mál staðfestir að meirihluti sveitarstjórnar Hornafjarðar ásamt bæjarstjóra verður að gera sér grein fyrir þeim vinnubrögðum sem hann sýnir í málinu og hvernig hagsmunir heildar og ákvæðum laga sem eiga að verja þá hagsmuni er kastað fyrir róða gagnvart þröngum hagsmunum landeigenda eða þeirra sem óska eftir lóðum. Því er skorað á sveitarstjórn Hornafjarðar að standa við áður gefin loforð gildandi aðalskipulags og raska ekki byggð í viðkvæmu frístundasvæði og vinsælu útivistarsvæði með auknu byggingarmagni. Stefanía Katrín Karlsdóttir
Höfná laugardagskvöldið Sjáumst sem flest áSINDRABÆR balli í Sindrabæ
Húrra, nú ætti að vera afmælisball!
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 26. september 2013
Eystrahorn
Foreldramorgnar og heimsókn hjúkrunarfræðinga
Kaþólska kirkjan Hafnarbraut 40
Sunnudagur 29. september Krakkar hittast kl. 11:00 Hl. messa byrjar kl 12:00 Eftir messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar.
Þið eruð öll hjartanlega velkomin!
Tónleikar í Hafnarkirkju Kirkjan safnar fyrir línuhraðli
Mæðgurnar Sólveig Sigurðardóttir og Kristín Jóhannesdóttir halda tónleika í Hafnarkirkju fimmtudagskvöldið 26. september kl. 20:00. Sólveig stundaði söngnám við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi og útskrifaðist þaðan síðastliðið vor. Á efnisskránni eru íslensk og erlend lög frá ýmsum tímum. Aðgangseyrir er kr. 1000,og mun hann renna óskiptur í söfnun til kaupa á línuhraðli fyrir Landspítalann.
Haustfundur Hinn árlegi haustfundur Félags eldri Hornfirðinga verður haldinn í Ekru sunnudaginn 29. september kl. 15:00. Stjórnin
Nú húmar að hausti
og mikið af fallegum fatnaði kominn í hús
Ný sending frá
TAMARIS og
SIXMIX
Nú þegar tekur að hausta hefst vetrarstarfið í Hafnarkirkju. Einn af föstum liðunum eru foreldramorgnar sem eru á fimmtudagsmorgnum milli 10 og 12. Þessar stundir í kirkjunni hafar verið nýbökuðum foreldrum mikils virði þar sem þeir koma saman og eiga notalega stund með öðrum foreldrum og börnum þeirra. Fimmtudaginn 3. október kl. 10:00 munu tveir hjúkrunarfræðinar frá HSSA koma í heimsókn og fjalla um ungbarnaskyndihjálp. Þar gefst foreldrum tækifæri til að fræðast og spyrja spurninga sem viðkoma skyndihjálp ungra barna. Allir foreldrar ungbarna boðnir velkomnir í kirkjuna með börnin sín fimmtudaginn 3. október sem og aðra fimmtudaga. Hafnarsókn
Að leiðarlokum Frá því að verslun hófst í Miðbæ hefur bakaríið verið snar hluti af verslun og þjónustu þar. Allar götur hefur það verið rekið af undirrituðum og fjölskyldu hans. Bakaríið hefur notið þess að hafa gott starfsfólk innan sinna raða sem haldið hefur mikilli tryggð við fyrirtækið. En nú er því miður komið að leiðarlokum. Vegna fyrirhugaðra breytinga í verslunarmiðstöðinni í Miðbæ á vegum eigenda hússins verður bakaríinu lokað í núverandi mynd frá og með 1. október. Væntanlega munu þessar breytingar á verslunarmiðstöðinni verða kynntar fyrir íbúum von bráðar. Það hefur verið ánægjulegt að eiga í samskiptum og viðskiptum við íbúa og fyrirtæki meðan bakaríið hefur verið starfrækt í Miðbæ. Ég vil þakka öllum viðskiptavinum þess hjartanlega fyrir samfylgdina í öll þessi ár. Jón Birkir Finnsson, bakari
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Kynningarfundur vegna styrkveitinga á vegum SASS Í tilefni af síðari úthlutun ársins á styrkjum til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Fundurinn verður haldinn í Nýheimum kl. 12:00 föstudaginn 27. september.
Allir velkomnir
Eystrahorn
Fimmtudagur 26. september 2013
www.eystrahorn.is
Þakkir frá lögreglunni Lögreglan vill koma á framfæri þakklæti til björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum og Björgunarfélagi Hornafjarðar fyrir frábær störf og samvinnu í gegnum tíðina. Þá hafa komið til krefjandi verkefni nýverið, eins og flestum er kunnugt um, og þau verið leyst á farsælan og framúrskarandi hátt. Það er hverju samfélagi mikilvægt að eiga öflugar björgunarsveitir með hæfu fólki, og búum við sérlega vel hér í okkar dreifðu byggðum.
SLÁTURSALA Á HÖFN 2013
Lögreglan á Höfn
Slátursala hefst mánudaginn 30. september og lýkur föstudaginn 25.október.
Í Sindrabæ þriðjudaginn 1. október kl. 16:00
10 MILLJÓNIR KRÓNA Í VERÐLAUNAFÉ
Opið frá kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 15:00 alla virka daga ATH - nýr inngangur á miðhæð að vestnverðu Í öllum tilfellum er veruleg hagræðing í því að vörur séu pantaðar fyrirfram.
Þingmálafundur í Suðurprófastsdæmi
Þingmálafundur til kynningar á þingmálum, sem lögð verða fram á Kirkjuþingi í nóvember 2013, verður haldinn í Freysnesi í Öræfum mánudagskvöldið 30. september kl. 19:30.
Sími í slátursölu er 840-8877
Allir velkomnir.
Hollur og góður matur á frábæru verði
Kirkjuþingsfulltrúar í Suðurprófastsdæmi: Margrét Jónsdóttir Þórunn Júlíusdóttir Sr. Baldur Kristjánsson
Geymið auglýsinguna
Dúndur pizzatilboð föstudag og laugardag 16“ Pizza með 2 áleggstegundum á 1500 kr. ef þú sækir Þú einfaldlega hringir í síma 478-2300 og pantar og við látum þig vita hvenær pizzan verður tilbúin
Veitingahúsið Víkin
Knattspyrnudeild Sindra - æfingatafla 2013-2014 Knattspyrnudeild Sindra æfingatafla 2013-2014 Tími
Mán
Tími
Þri
Tími
Mið
Tími
Fim
Tími
Föst
Tími
Lau
Tími
Sun
16:1517:15 17:1518:15 18:1519:15 19:1520:45 20:4521:30
5.kk 5.kvk 4. kk
13:3014:30 14:3015:30 14:3015:30 16:0017:00 17:0018:00 18:0019:00 19:0020:30
7. kk og kvk íþróttaskóli
16:1517:15 17:1518:15 18:1519:15 19:1520:15
5. kk 5. kvk 4. kk
13:3014:30 13:3014:30 14:3015:30 16:0017:00 17:0018:00 18:0019:00 19:0020:30
6. kk og kvk íþróttaskóli
15:0016:00 16:1517:15 17:1518:15 18:1519:15
4. kvk
11:0012:30
Mfl. kk
9:4510:30
Leikskólabolti 3-5 ára
3. kk Mfl. kk Old ladies
6. kk og kvk 4. kvk 3. kvk Mfl. kvk Mfl. kk
3. kk Mfl. kvk
7. kk og kvk 4. kvk
5. kk 5. kvk 4. kk og 3. kvk Mfl. kvk
3. kvk 3. kk Mfl. kk
Þjálfarar: Sævar Þór Gylfason 7. og 6. kk og kvk, Cober 5., 4., 3. og 2. kk, Jóhann Bergur 5. kvk, Guðrún Ása 4. kvk, Óli Stefán 3. og Mfl kvk, 2. og Mfl kk Þjálfarar Sævar Þór Gylfason 7 og 6 kk og kvk
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 26. september 2013
Eystrahorn
Lokahóf yngri flokka knattspyrnudeildar Sindra Á dögunum var haldið lokahóf yngri flokka knattspyrnudeildar Sindra. Ákveðið var að halda það í tvennu lagi þ.e. sér hóf fyrir 3. og 4. flokk karla og kvenna en vera með 5. 6. og 7. flokk karla og kvenna saman. Þetta fyrirkomulag reyndist bara vel og verður eflaust endurtekið í framtíðinni. Það voru hressir krakkar í 3 og 4 flokk karla og kvenna sem hittust í Sindrabæ. Þar voru grillaðir hamborgarar, horft á mynd, veittar viðurkenningar fyrir bestu mætingu á æfingar, mestu framfarir og besta félagann í hverjum flokki. Eva Rán stjórnaði krökkunum svo í fjörugum dansi og Kristján Ebenezarson var með kynningu fyrir krakkana á námskeiðum sem hann ætlar að vera með fyrir þessa flokka í haust tengda íþróttasálfræði. Þar sem Cardaklija er að hætta þjálfun hjá Sindra var hann kvaddur með virktum en gaman er að segja frá því að 3. flokkur kvenna hampaði Íslandsmeistartitli í 7 manna bolta undir hans stjórn í sumar. Ekki leiðinlegt að hætta með það í farteskinu. Yngstu flokkarnir þ.e. 5. 6. og 7. flokkur karla og kvenna hittust í Bárunni og haldið var hálfgert örmót í fótbolta fyrir þau þar sem allir fengu að keppa við alla. Flokkunum var blandað saman og skipt í lið, úr þessu varð hið skemmtilegasta fótboltamót þar sem virkilega gaman var að sjá bæði yngri og eldri krakka vinna saman og stelpur og stráka . Hver flokkur var síðan kallaður upp og fengu krakkarnir verðlaunapening fyrir þátttökuna í sumar. Eftir allt fjörið var svo endað á því að grilla pylsur og allir fóru heim saddir og sælir. Eins og áður sagði þá virtist þetta fyrirkomulag mælast vel fyrir hjá krökkunum og foreldrum sem mættu og þökkum við öllum sem tóku þátt með okkur. Er það von okkar að allir hafi átt gott fótboltasumar og hlakki til að mæta aftur á fótbolta æfingar eftir gott frí. Með bestu fótboltakveðjum, Yngri flokka ráð Sindra
Hársnyrtistofan Flikk Lokað mánudaginn 30. september, þriðjudaginn 1. október og miðvikudaginn 2. október.
Viltu taka þátt í að móta lifandi atvinnugrein?
Nýr ilmur frá Marcjackobs, honey Ný sending af skartgripum frá OXXO og SNØ
ÍSland – alVeg milljón!
Verið velkomin Sími 478-2110
-Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu
Ferðamálaþing 2013 haldið á Hótel Selfossi 2. október 2013 kl. 10:00-16:15 • • •
Hárstofa Jónu og Ellýjar
Allir sem starfa við ferðaþjónustu, náttúruvernd, hönnun og skipulag áfangastaða og á vettvangi sveitarstjórna eru hvattir til að fjölmenna.
verður lokuð 2. - 4. október.
Jóna og Ellý
Skráning, dagskrá og nánari upplýsingar á www.ferdamalastofa.is og www.skipulagsstofnun.is PORT hönnun
Opna aftur mánudaginn 7. október.
Erlendir og innlendir fyrirlesarar Einstakt tækifæri til að ræða þau mál sem heitast brenna á ferðaþjónustunni Ókeypis skráning og öllum opið!
Undirbúningur og framkvæmd Ferðamálaþings 2013 er samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Skipulagsstofnunar.
STOFA
Skipulagsstofnun
Eystrahorn
Fimmtudagur 26. september 2013
Vantar þig starfsmann með sérþekkingu? Samtök sunnlenskra sveitarfélaga auglýsa nú eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Heildar fjárhæð til úthlutunar er óvenju há að þessu sinni eða um 50 milljónir króna. Fjármunir þessir koma úr farvegi Sóknaráætlunar Suðurlands og Vaxtarsamningi Suðurlands. SASS auglýsir og úthlutar þessum fjármunum eins og um sé að ræða einn sjóð til einföldunar fyrir umsækjendur. Um er að ræða tvær úthlutanir á ári. Fyrri úthlutunin er afstaðin og var þá 30 milljónum úthlutað til fjölbreyttra verkefna um allt Suðurland. Umsóknir þurfa allar að uppfylla ákveðin skilyrði en samkeppninni um fjármagnið er ætlað að skila fjármagninu þangað sem það hefur mest áhrif til atvinnusköpunar til lengri tíma. Auglýstar eru ákveðnar áherslur fyrir úthlutanir þessa árs, sem jafnframt eru viðmið við mat á umsóknum. Af þessum áherslum vil ég vekja sérstaka athygli á einni þeirra. Það er "Tímabundin ráðning starfsmanna með sérþekkingu til að hagnýta möguleika fyrirtækis til vaxtar". Sem þýðir í raun að fyrirtæki á Suðurlandi geta nú óskað eftir stuðningi við ráðningu starfsmanns tímabundið til að vinna að ákveðnum þróunarverkefnum. Verið er að leita eftir fyrirtækjum sem búa yfir vannýttum tækifærum og verkefnum sem geta aukið á fjölbreytileika atvinnulífs á Suðurlandi. Séu tækifærin gripin. Markmiðið er að fjölga sérhæfðum störfum í landshlutanum til frambúðar og er krafan sú að verkefnin skapi grundvöll fyrir áframhaldandi ráðningu viðkomandi starfsmanns þegar styrkveitingunni líkur. Leynast slík tækifæri í þínu fyrirtæki? Umsóknarfrestur er til og með 16. október n.k. Umsóknarform og nánari upplýsingar eru að finna á sudurland.is. Þórður Freyr Sigurðsson, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga
www.eystrahorn.is
Til lukku með 70 ára afmælið, n.k mánudag, gamli „swingur“! Haltu áfram að vera svona frábær gaur og vonandi sjáum við sem flesta á balli á laugardaginn. Kveðja, Þínir einstöku synir
Hunda- og kattaeigendur á Hornafirði Héraðsdýralæknir Janine Arens verður með ormahreinsun fyrir hunda og ketti þann 30. september og 1. október nk., frá kl. 11:45 til kl 13:30 að Hólabraut 13 ( bílskúr ) Hunda- og kattaeigendur eru hvattir til þess að nýta sér þessa tíma sem í boði eru, ef annar tími hentar betur er hægt að hringja í 6906159 eða senda henni tölvupóst á HYPERLINK "mailto:janine@javet.is"janine@javet.is Hunda- og kattaeigendum er bent á að það er brot á samþykktum um hunda- og kattahald ef ormahreinsun er ekki sinnt og kostar jafnvel leyfissviptingu. Því er hundaog kattaeigendum bent á að nýta umrædda tíma til þess að koma dýrum sínum í árlega ormahreinsun. Fjármála- og framkvæmdasvið Hornfjarðar
Wordpress vefsíðugerð SASS, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga bjóða upp á vinnustofu í Wordpress vefsíðugerð. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hug á að koma upp og viðhalda einfaldri Wordpress vefsíðu. Aðaláherslan er lögð á að þátttakendur geti eftir námskeiðið sinnt vefsíðu sinni sjálfir, sett inn efni og myndir. Einnig verður farið yfir hvernig nýta má vefsíðuna í markaðssetningu á Netinu með því að tengja síðuna við leitarvélar. Þá verða viðbætur skoðaðar (e.plugins), s.s. fyrir bókanakerfi. Sérstaklega hentugt fyrir ferðaþjónustuaðila og aðila í smærri rekstri. Námskeiðið hentar einnig þeim sem eru nú þegar með vefsíðu í Wordpress kerfinu og vilja ná betri tökum á að sinna síðunni. Námskeiðið verður haldið á Höfn dagana 29. og 30.október. Innritun hjá Fræðsluneti Suðurlands í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is Lengd:................... 2 dagar. 8 klst. hvor dagur. Tími:....................... kl.10:00 - 18:00 Fjöldi:..................... Lágmark 6 manns, hámark 15 manns Námskeiðsgjald:.... 6.990 kr. (Fullt verð er 30.100 kr. SASS greiðir niður) Hvenær:................. Höfn, 29.-30.október. kl. 10:00 - 18:00 Kennari:................. Elmar Gunnarsson
HEILSULEIKSKÓLINN KRAKKAKOT AUGLÝSIR Heilsuleikskólinn Krakkakot auglýsir eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda í 100 % stöðu. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur rennur út 30. september 2013. Tekið er á móti umsóknum hjá leikskólastjóra eða aðstoðarleikskólastjóra á Krakkakoti og í síma 470 8480. Snæfríður H. Svavarsdóttir, leikskólastjóri
Uppskerumarkaður Hornfirðinga Ríki Vatnajökuls, SASS, Matís og NMÍ standa fyrir uppskerumarkaði laugardaginn 28. september n.k á Höfn frá klukkan 13:00 – 16:00. Það verður ýmislegt skemmtilegt um að vera á svæðinu: • Matvælaframleiðendur verða í hjöllunum á Hepputorgi • Pakkhúsið verður með kaffiveitingar til sölu • Millibör og Arfleið verða með opið • Hornafjarðarsöfn hafa opið í Skreiðarskemmunni og Miklagarði • Vatnajökulsþjóðgarður – Gamlabúð í risinu í Gömlubúð verður sýning á nýrri kvikmynd Valdimars Leifssonar um Vatnajökulsþjóðgarð. Sýningarímar: Kl. 13, 14 og 15. Myndin er um 50 mín að lengd. Ókeypis aðgangur. • Sultukeppni - Hornfirðingum og gestum þeirra stendur til boða að koma með heimatilbúnu sulturnar sínar til þátttöku í sultukeppni í Gömlubúð. Hver aðili getur komið með eina tegund af sultu. Það er síðan gesta og gangandi að velja bestu sultuna. Verðlaun í boði. Mæting með sultur kl. 12.45 í Gömlubúð. Kæru Hornfirðingar sýnum lit og mætum á þennan skemmtilega viðburð. Það verður eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Frábær upphitun fyrir ballið um kvöldið. Sjáumst hress!
Snillingar á ferð Tónleikaferð Óskars og Skúla Sunnudaginn 29. september kl. 21:00 í Hafnarkirkju
Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson hafa starfað saman í 15 ár. Þeir hafa gefið út tvær plötur; Eftir þögn og The box tree sem báðar unnu til íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í flokki djasstónlistar. Skúli hefur að mestu leyti starfað í Bandaríkjunum og unnið með mörgum þekktum listamönnun eins og Allan Holdsworth, Laurie Anderson, David Sylvian og Blonde Redhead. Óskar er einn af fremstu djasstónlistarmönnum landsins og tónlist hans hefur vakið athygli um víða veröld. Hann hefur leikið með fjölda hljómsveita en helst má nefna ADHD og Mezzoforte. Tónlist þeirra Skúla og Óskars er lagræn og hljómfögur þar sem einstök nálgun hljóðfæraleiks þeirra nýtur sín sem allra best.
SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi Til úthlutunar eru 50 milljónir króna Síðari úthlutun ársins fer nú fram og er umsóknarfrestur til og með 16. október n.k. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is. Eftirfarandi forsendur og áherslur verða lagðar til grundvallar við mat á umsóknum 2013: • Vöruþróun og nýsköpun einkum í matvælaiðnaði og ferðaþjónustu • Markaðssetning ferðaþjónustu utan háannar • Grænmetisframleiðsla; framleiðslu- og vöruþróun, markaðssetning og sala • Markaðssókn fyrir vörur og þjónustu á nýja markaði • Fjármögnun verkefnastjórnunar í stærri rannsóknar- og þróunarverkefnum á Suðurlandi • Klasar og uppbygging þeirra • Tímabundin ráðning starfsmanna með sérþekkingu til að hagnýta möguleika fyrirtækis til vaxtar Verkefni þar sem fyrirtæki og stofnanir vinna saman að rannsóknum, þróun og fræðslu njóta forgangs til 2/3 hlutar ofangreinds fjármagns. Umsækjendum er því bent á að leita eftir samstarfsaðilum Ofangreindar áherslur eða samstarf fyrirtækja eru ekki skilyrði fyrir styrkveitingu. Mótframlag verkefnis þarf að vera að lágmarki 50% en mótframlag getur verið í formi vinnuframlags. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga. Þegar áfallinn kostnaður er ekki styrkhæfur. Horft er til þess að verkefni leiði til varanlegs ábata fyrir samfélagið og séu atvinnuskapandi til lengri tíma. Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa SASS og þiggja aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið HYPERLINK “mailto:sass@sudurland.is”sass@sudurland.is. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi.
SASS – Vestmannaeyjar
Austurvegur 56 480-8200
SASS - Selfoss Þekkingarsetur VE 480-8200
SASS - Höfn Nýheimar 480-8200