Eystrahorn Fimmtudagur 16. september 2010
33. tbl. 28. árgangur
Nýr vefur www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fljúgandi flækingar um allt
Laufsöngvari
Grálóa
Hringdúfa
Grænsöngvari
Mikið hefur sést af „flækingum“ eftir rólegt sumar. Samkvæmt sérfræðingum okkar Birni Arnarsyni og Brynjólfi Brynjúlfssyni hafa þeir undanfarið séð m.a. þá fugla sem nefndir eru hér og tók Björn ljósmyndirnar. Hringdúfur sáust á Reynivöllum og eru búnar að vera þar í sumar. Laufsöngvarar sáust mjög víða um sýslunna og eru algengir flækingar. Grænsöngvarar sáust á Reynivöllum, Jaðri og Smyrlabjörgum og eru frekar algengir flækingar. Hauksöngvarar eru stærstu söngvarar sem hér sjást og eru frekar algengir, sáust á nokkrum stöðum um helgina. Grálóa er frekar algengur flækingur og sást við golfvöllinn. Herfuglinn á myndinni sem sást við Flugustaði í Álftafirði er mjög sjaldgæfur flækingur og hefur sárasjaldan sést hér á landi. Hann er auðþekkjanlegur og hefur einu sinni sést hér í sýslu en það var við Hvalnes fyrir nokkrum árum.
Sýning á verkum David White
Í FORMI
David White er mörgum Hornfirðingum kunnur en hann dvaldi hér um tíma og teiknaði myndir af svæðinu og fólkinu hérna. Nú er svo komið að Menningarmiðstöðin hefur ákveðið í samstarfi við David að hafa sýningu á verkum hans, en hugmyndin er að safna þeim verkum sem til eru hér á svæðinu saman í sýningu, ásamt nýrri verkum. Þeir sem eru áhugasamir um þetta verkefni og eiga myndir eftir David geta
haft samband við Guðlaugu Ósk í síma 4708057 eða sent tölvupóst á gudlaugp@hornafjordur.is Á HÖFN Í HORNAFIRÐI Fyrirhugað er að hafa sýninguna í nóvember og mun David sjálfur sýna úrval verka sem hann hefur gert frá því að hann dvaldi hér síðast árið 1990. Með þessu vill hann gefa hugmynd um hvað hann hefur verið að fást við síðustu 20 árin. Sýningin verður að hluta til sölusýning og verður í miðrými Nýheima.
Í FORMI
Á HÖFN Í HORNAFIRÐI
Nú ættu allir sem ætla sem að taka þátt í Íformi um helgina að vera búnir að skrá sig. Eitthvað við allra hæfi ; bridge, blak, badminton, fótbolti, frjálsar, golf, nú eða brennibolti þar sem allt að fjörtíu konur hafa verið að koma saman og rifja upp gamla takta. Galakvöldverður á Hótel Höfn þar sem gleðisveitin Rauðir dreglar stjórnar fjöldasöng og endar með stórdansleik og hljómsveitinni Almannaskarð.
2
Fimmtudagur 16. september 2010
Framsóknarfélag Austur-Skaftafellssýslu boðar til opins fundar í Kaupfélagshúsinu fimmtudaginn 16. september kl 20:00
Eystrahorn
Söngurinn léttir lund
1. Málefni Sveitarfélagsins 2. Starfsemi vetrarins 3. Önnur mál Félagsmenn hvattir til að mætta Stjórnin
AFL Starfsgreinafélag Almennur félagsfundur Verður haldinn kl. 17:00 í Herðubreið, Seyðisfirði laugardaginn 25. september nk. Dagskrá: Kjör fulltrúa á ársfund ASÍ 2010
Kvennakór Hornafjarðar er nú að hefja sitt fjórtánda starfsár. Kvennakór Hornafjarðar var stofnaður 9. september 1997 en áður söng kórinn í eitt ár undir nafni Leikfélags Hornafjarðar. Kórinn hefur starfað af fullum krafti öll þessi ár. Kórinn hefur alla tíð haft æfingaaðstöðu hjá Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu. Fyrsti stjórnandi kórsins var Vilborg Þórhallsdóttir tónmenntakennari. Jónína Einarsdóttir tónmenntakennari og píanóleikari hefur verið undirleikari kórsins frá upphafi fyrir utan 2 ára hlé. Kvennakórinn kemur fram á ýmsum samkomum hér heima fyrir ásamt því að gera garðinn frægan erlendis. Er þar skemmst
að minnast tónleika sem haldnir voru í menningarhúsinu í Færeyjum, í skemmtilegri Færeyjaferð á sl. vori. Vorið 2011 verður landsmót kvennakóra haldið á Selfossi og stefnir Kvennakór Hornafjarðar að sjálfsögðu að þátttöku þar. Stjórnandi kórsins er Heiðar Sigurðsson og undirleikari er sem fyrr Jónína Einarsdóttir. Æfingar eru haldnar á miðvikudagskvöldum kl 19.30. í Tónskólanum Nú hvetjum við konur á öllum aldri sem hafa gaman af að syngja og vera í fjörugum félagsskap að koma á æfingar hjá kvennakórnum. Söngurinn léttir lund!
Fréttir af eldri Hornfirðingum Minningarathöfn um Heimi Þór Gíslason sem lést 3. september verður í Hafnarkirkju föstudaginn 17. september kl. 14:00. Aðstandendur
Eystrahorn Sími: 862-0249 • Rnr. 0172 – 26 - 000811 • Kt. 240249-2949 Útgefandi:.................................HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.......................Albert Eymundsson Netfang: . .................................albert@hornafjordur.is Prófarkalestur:.........................Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:..............................Maríus Sævarsson Umbrot: ...................................Heiðar Sigurðsson Aðstoð:......................................Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ..................................Leturprent ISSN 1670-4126
Nú haustar og þá fara eldri Hornfirðingar á fullt með vetrarstarfið. Boðað hefur verið til haustfundar laugardaginn 18. september þar sem vetrardagskráin verður kynnt. Er að venju reynt að hafa eitthvað fyrir alla og verður dagskráin kynnt á skjánum jafnóðum í vetur. Félagið býður alla velkomna á fundinn til að kynna sér starfsemina og vonast eftir að sem flestir mæti. Félagið er opið fyrir alla sem orðnir eru 60 ára og það er sniðugt að byrja að starfa
meðan fólk er ungt og hresst og getur lagt fram krafta sína til að skemmta sér og öðrum og notið svo góðs af þegar kraftana fer að þrjóta. Okkur vantar líka góðar raddir í gleðigjafana og þar er gaman að vera með. Við hvetjum alla sem lesa þetta til að athuga hvort þeir hefðu ekki gaman af að koma og vera með og spila, syngja, föndra og skemmta sér með fjörugu fólki. Verið velkomin. Gróa Ormsdóttir, formaður FEH
Áskrifendur
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornfjarðarMANNI
Rnr. 0172 - 26 - 000811
Kt. 240249-2949
Útgefandi þakkar þeim fjölmörgu sem nú þegar hafa greitt vildaráskrift.
Eystrahorn
Fimmtudagur 16. september 2010
3
Útsvar
Njóttu dásemda haustsins! Láttu dekra við þig
Nú er Útsvar að fara í gang þann 17. september og eru Hornfirðingar með sterkt lið að vanda, en það eru þeir feðgar frá Skálafelli Þorsteinn Sigfússon bóndi og Þorvaldur Þorsteinsson lögfræðingur,
ásamt Jóni Eiríkssyni verkfræðingi sem taka þátt fyrir okkar hönd í ár. Er þetta í annað skipti sem þeir feðgar taka þátt í Útsvari en fyrsta skiptið var í fyrra ásamt Emblu Grétarsdóttur og komust þau í aðra umferð. Jón Eiríksson tekur sætið hennar Emblu í ár og ætla þeir félagar sér alla leið. Þeir mæta Norðurþingi þann 22. október. Sýnum stuðning okkar í verki og hvetjum þá félaga alla leið á toppinn.
Sæluhelgi á Icelandairhotel Klaustri í mat og drykk Nú á haustmánuðum eru fram undan heljarins matarveislur 18.-20. september af ýmsum toga á Icelandairhotel Klaustri þar sem matreiðslumaður hótelsins töfrar fram hvern réttinn á fætur öðrum.
Gönguferðir, slökun, Villibráðarhlaðborð sérvalinn matseðill og gisting
Laugardagskvöldin 6. nóvember, 13. nóvember og 20. nóvember verðum við með okkar margrómuðu villibráðarveislur.
Breytingar í ráðhúsi
Verð pr. mann er kr. 7.150,Gisting í tveggja manna herbergi, morgunverður af hlaðborði og villibráðarveisla kr. 14.550 pr mann.
Jólamatseðill Laugardagskvöldin 27. nóvember og 4. desember verðum við síðan á rólegum og rómantískum nótum og bjóðum upp á fjölbreyttan jólamatseðil Á Hótel Klaustri tökum við vel á móti þér hvort sem þú ert að koma með hóp á árshátíð, gleðjast með starfsfélögum, saumaklúbbnum eða vinahópnum, halda upp á afmælið þitt eða láta dekra við þig og þína í mat og drukk. Síðast liðið sumar létu Erna Einarsdóttir, aðalbókari, og Hákon Valdimarsson byggingafulltrúi af störfum. Þann 1. september tóku gildi breytingar á embættum sveitarfélagsins en þær eru helstar að tækni- og umhverfissvið sveitarfélagsins er sameinað fjármálasviði. Haukur Ingi Einarsson sem hefur verið framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviði verður framkvæmdastjóri hins nýja sviðs sem fær heitið framkvæmda- og fjármálasvið. Haukur Ingi verður jafnframt staðgengill bæjarstjóra. Framkvæmdastjóri fjármála- og framkvæmdasviðs ber ábyrgð á rekstri sviðsins og hefur umsjón með starfsmannamálum innan þess. Fjármálastjóri ber ábyrgð á bókhaldi, áætlanagerð og uppgjöri fyrir sveitarfélagið ásamt því að sinna innra eftirliti. Fjármálastjóri útdeilir verkefnum innan sviðsins er snúa að bókhaldi í samráði við framkvæmdastjóra sviðsins. Launafulltrúi bætir við sig starfshlutfalli fer úr 80% í 100% starf. Auk launamála og gerð launaáætlunar fyrir allar stofnanir sveitarfélagsins sinnir launafulltrúi bókhaldi fyrir HSSA.
Gerum tilboð í hópa – og svo verða sérkjör á gistingu ofangreindar helgar í tengslum við þessar veislur.
Auglýst var í starf umhverfisog skipulagsstjóra og hefur Hlökkum til Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Fáðu nánari byggingarfræðingur veriðupplýsingar ráðinn. Hanní síma tekur til 487-4900 starfa snemma árs 2011. Meginhlutverk hans verður að hafa umsjón með byggingar-, skipulags- og umhverfismálum í sveitarfélaginu. Þessar breytingar fela í sér Sími fækkun um eitt stöðugildi í ráðhúsi.
að heyra frá ykkur
487 – 4900
Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 @VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821
FÉLAG FASTEIGNASALA
lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h
Sigríður Kristinsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, hdl, lögg. fasteignasali hrl. og lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, s. 580 7902 Höfn
Bogaslóð
Til leigu er mjög rúmgóð 123,3m², 4ra herbergja íbúð á neðri sérhæð í tvíbýlishús. Sjá heimasíðu www.inni.is
Snorri Snorrason, Sigríður lögg. fasteignasali Kristinsdóttir, lögmaður og lögg. leigumiðlari, Höfn, Sími 580 7915
Til leigu
Hilmar Gunnlaugsson, Hjördís Hilmarsdóttir, Snorri Snorrason, Sigurður Magnússon, SigurðurPétur Eggertsson, Hjördís Hilmarsdóttir, Magnússon, lögg.lögg. fasteignasali, hrl. og lögg. fasteignasali,lögg. lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali, lögg. fasteignasali leigumiðlari Egilsstöðum, fasteignasali Egilsstöðum, Egilsstöðum, Húsavík, s. 580 7916 s. 580 7908 Sími 580 7908 s. 580 Sími 580 7902 Sími 580 7907 Sími7907 580 7925
Bjarnahóll
Til leigu er vel skipulögð 77,7m², 3ja herbergja íbúð á efri hæð í 2ja hæða fjölbýli.. Sjá heimasíðu www.inni.is
Til leigu
www.inni.is
Kirkjubraut
Fallegt og mikið endurnýjað einbýlishús ásamt bílskúr alls 172,6 m². Rúmgóðir pallar með skjólgirðingum.
Nýtt á skrá
G
Eystrahorn
Fimmtudagur 16. september 2010
5
Ráðsmiðja um fræðandi ferðaþjónustu Kiðagili, Bárðardal 20. – 22. september 2010 Fræðasetrið í Svartárkoti og Kiðagil munu í samstarfi við Háskólasetrið á Hornafirði og NEED verkefnið (www.need. is) standa fyrir stefnumóti ferðaþjónustuaðila og fræðimanna víðs vegar af landinu á Kiðagili í Bárðardal dagana 20. – 22. september 2010. Stefnumót þetta hefur hlotið nafnið Ráðsmiðja þar sem um er að ræða sambland af ráðstefnu, námssmiðju og opnum fundi. Ætlunin er að skapa vettvang fyrir ferðaþjónustuaðila og
fræðimenn til að ræða saman um þróun fræðandi ferðþjónustu á Íslandi í dag. Fræðimenn koma úr ýmsum áttum en í dagskrá er einnig gefið gott svigrúm til umræðu ásamt því að farið verður í vettvangsferðir um Bárðardalinn. Ráðstefnugjald er 5.000 kr. á mann og er innifalið í því gjaldi hádegisverður báða daga ásamt kaffiveitingum og ferðakostnaði í tengslum við vettvangsferðir. Þá er boðið upp á kvöldverð á mánudags- og þriðjudagskvöldi
og kostar hvor um sig 2.500 kr. Tilkynna þarf sérstaklega um þátttöku í kvöldverði en ráðstefnugestir eru þó eindregið hvattir til að nýta sér þann vettvang til samræðna og skemmtunar. Einnig er boðið upp á gistingu á Kiðagili og verðið á mann í tvær nætur, miðað við tveggja manna herbergi er 9.500 kr. Fyrir mann í einstaklings herbergi í tvær nætur er verðið 13.000 kr. Morgunverður er innifalinn í gjaldinu.
Skráning fer fram hjá Guðrúnu Tryggvadóttur í síma 895-3293 eða með tölvupósti á netfangið kidagil@thingeyjarsveit.is. Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir kl. 12 föstudaginn 17. september. Með von um góða þátttöku, Fræðasetrið í Svartárkoti, Kiðagil og Háskólasetrið á Hornafirði.
Vetrarstarf Menningarmiðstöðvarinnar hafið Vetrarstarf Menningarmiðstöðvarinnar er að hefjast og kennir ýmissa grasa í starfinu framundan. Fastir liðir eins og föstudagshádegi Nýheima, prjónakaffi, sögustundir og Veggurinn minn verða á sínum stað en hægt er að finna upplýsingar um þessa viðburði á heimasíðu sveitafélagsins eða á www.rikivatnajokuls.is/vidburdir Í september verður sett upp í Nýheimum sögusýning um Sigríði Jónsdóttur frá Vogum og fjölskyldu hennar, en hún var móðir Nonna og Manna. Lifandi myndir sem tengjast sveitarfélaginu verða sýndar reglulega á Bókasafninu fram á vor, má þar nefna gamla þætti um Höfn frá árunum 1969 til 1977, myndir og viðtöl sem Heimir Þór Gíslason tók í gegnum tíðina og myndir frá Rafni Eiríkssyni verða einnig sýndar. Danskvöld verða einu sinni í mánuði á Víkinni og hefjast í september, kvöldin eru ætluð í almenna dansa og eru öllum opin.
Höfn síðustu ár og eiga hús á Hvalnesi og hafa tekið þátt í áhugaljósmyndasýningum hjá Menningarmiðstöðinni. Í nóvember verður haldið upp á Norrænu Bókasafnavikuna á Bókasafninu.Þetta er í 14. skipti sem vikan er haldin, með það fyrir augum að gæða norrænu sagnahefðina nýju lífi. Þema sýningarinnar í ár er Töfraheimar Norðursins. Sögustund
Norræni skjaladagurinn verður 13. nóvember. Sameiginlegt þema allra norðurlandanna að þessu sinni er „veður og loftslag“. Sýning um það efni verður sett upp í Bókasafninu. Prjónakaffi
Skjalasafnið býður upp á þematengdar sýningar sem verða mánuð í senn til sýnis á Bókasafninu og hefjast í september, má þar nefna viðfangsefni eins og veður, brúðkaup, lækna og ljósmæður ofl. Í október verða til sýnis í Nýheimum náttúru- og dýralífsmyndir frá Felicity og Michael Bullock en þau ferðast út um allan heim og taka myndir. Hjónin hafa verið reglulega á
Sýning á verkum David White verður sett upp í Nýheimum í nóvember, en David er mörgum Hornfirðingum góðkunnur þar sem hann dvaldi hér fyrir um 20 árum og margir eiga verk eftir hann sem verða á sýningunni.
Í desember verður handverkið í hávegum haft en þá munu verða settar upp sýningar í Nýheimum á verkum Ragnars Arasonar rennismiðs sem valinn var handverksmaður ársins 2010 og Gísla Eysteins Aðalsteinssonar en hann var tilnefndur til Menningarverðlauna árið 2009 fyrir blýantsteikningar sínar. Jólamarkaðurinn verður á sínum stað í Nýheimum en þar verður selt handverk, hönnun og matur úr Ríki Vatnajökuls. Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Veggurinn minn. Elísabet Þorsteinsdóttir
6
Fimmtudagur 16. september 2010
Eystrahorn
Aflabrögð 1. – 12. september Knattspyrnuvertíð lokið Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51 ................... dragnót.....5....40,3.......blandaður afli Skinney SF 20...................... humarv.....2....54,5.......humar 17,6 Þórir SF 77........................... humarv.....2....43,0.......humar 12,1 Sigurður Ólafsson SF 44..... humarv.....3....22,5.......blandaður afli Þinganes SF 25 ................... humarv.....2....31,5.......humar 9,8 Steinunn SF 10 ................... botnv.........1....55,8.......steinbítur 27,4 Benni SF 66.......................... lína............10...61,2.......þorskur/ýsa Dögg SF 18.......................... lína.............5....34,1.......þorskur/ýsa Guðmundur Sig SU 650 . ... lína . .........12...74,7.......þorskur 63,9 Ragnar SF 550 .................... lína . .........12...93,6.......þorskur 74,5 Herborg SF 69..................... handf.........2......4,2.......þorskur 3,9 Húni SF 17........................... handf.........2......2,6.......þorskur 2,0 Kalli SF 144.......................... handf.........2......2,7.......ufsi 1,7 Siggi Bessa SF 97................ handf.........1......3,1.......makríll 3,1 Stígandi SF 72...................... handf.........3......3,6.......ufsi 2,9 Sævar SF 274....................... handf.........4......6,6.......ufsi 5,2 Ásgrímur Halldórsson og Jóna Edvalds lönduðu samtals 1600 tonnum. 1.360 tonn af því var síld, makríll 145 tonn og kolmunni 85 tonn. Skinney, Þórir, Þinganes og Steinunn hafa verið á veiðum fyrir sunnan og landað í Reykjavík. Línubátarnir aftur á móti sótt á mið fyrir austan og landað á Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Seyðisfirði. Glófaxi VE 300 frá Vestmannaeyjum, sem lagði skötuselsnet við Hrollaugseyjar, landaði á Hornafirði 11,6 tonnum og af því voru 10,6 tonn skötuselur. Grindavíkurbáturinn Tómas Þorvaldsson GK 10 sem stundar línuveiðar landaði 60,1 tonni. Langa var uppistaða aflans eða 35,6 tonn.
Lokað næst komandi mánudag og þriðjudag vegna breytinga
Verslun Dóru Línudans
Línudansæfingar hjá fullorðnum byrja aftur eftir sumarfrí 23. september. Þær verða alla fimmtudaga kl. 21-22 í Mánagarði. Dansæfingar hjá börnum 6 ára og eldri eru byrjaðar og eru alla þriðjudaga kl. 17-18. Tíminn hjá báðum hópum kostar 400 krónur. Hlökkum til að sjá sem flesta Dansandi kveðjur Birna Kristín og Anna Kristín Línudanshópur UMF. Mána
Kristján formaður, Sindri þjálfari, Þorsteinn og Óli Stefán þjálfari
Allir flokkar Sindra hafa lokið keppni á mótum sumarsins. Árangur flokkana er misjafn eins og gerist og gengur. Það má sjá úrslit allra leikja og töflur á heimasíðu ksi.is. Það sem skiptir mestu máli, þegar öllu er á botninn hvolft, er hvort vel hafi verið staðið að málum og uppeldislegi þáttur barna- og unglingastarfsins sinnt vel. Sigrar, mörk og stig eru einskis virði ef þátttakendur læra ekki sannan íþróttaanda og haga sér samkvæmt því. Sá sem þetta skrifar hefur lengstum verið þátttakandi í knattspyrnuhreyfingunni og fylgst vel með þess utan. Starfsemi knattspyrnudeildar er miklu umfangsmeira en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Það var góður bragur á starfseminni þótt alltaf megi gera betur og auðvitað fer eitthvað úrskeiðis og einhverjir misstíga sig þegar svona margir eiga í hlut. Það
hlýtur að vera tilhlökkunarefni fyrir alla sem æfa knattspyrnu að hafa í fyrsta skipti frábærar aðstæður í vetur, upplýstan gervigrasvöll og aðra útiaðstöðu eins og best verður á kosið. Það fór vel á því að ljúka tímabilinu með því að Þorsteinn Jóhannsson fyrirliði 2. fl. skrifaði undir leikmannasamning við félagið. Þorsteinn er einn efnilegasti leikmaður Sindra og orðinn fastamaður í meistaraflokki. Þorsteinn byrjaði snemma að leika með yngri flokkum Sindra. Það var ekki sjálfgefið því hann er uppalinn í Öræfum 130 km frá Höfn. Með miklum áhuga og stuðningi foreldra sinna hefur hann svo sannarlega sýnt að með „réttu hugarfari“ eins og gjarnan er sagt í fótboltanum má ná góðum árangri þótt aðstæðurnar séu ekki ákjósanlegar. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni ef unga fólkið tekur sér hann til fyrirmyndar.
Tipphornið Það var fín mæting á Tippstofuna um síðustu helgi og náðu nokkrir tipparar í tíur og einn ellefu rétta, þá er stutt í þann stóra. Svo er bara að sjá hvort svipuð stemning verður um komandi helgi eða hvort allir verði úti að keppa, því jú, það er nú íþróttamótið Íformi sem allir hafa verið að bíða eftir. Ekki var nú Eystrahorn mikil fyrirstaða fyrir Bakaríið sem rúllaði upp sparkspekingi blaðsins 7 – 6 og skorar á Nettó, en þó með hálfum huga því bakarateyminu finnst það eins og að ráðast á garðinn sem hann er lægstur! En sjáum nú hvernig fer.
1. Tottenham-Wolves 2. Aston Villa -Bolton 3. Blackburn-Fulham 4. Everton -Newcastle 5. W.B.A.-Birmingham 6. Häcken -AIK 7. Kalmar FF-GAIS 8. Ipswich -Cardiff 9. Crystal Palce -Burnley 10. Leicester-Q.P.R. 11. Middlesbro-Reading 12. Millwall -Watford 13. Preston -Norwich
Bakaríið 12 12 2 1x2 2 2 1x2 1 1 2 2 2 1x2 2
Nettó 2 1x 12 12 2 1x2 1x2 1x2 2 2 2 1 2
Eystrahorn
Fimmtudagur 16. september 2010
Það eru allir kjarasamningar okkar lausir í haust! AFL Starfsgreinafélag boðar til árlegrar kjaramálaráðstefnu félagsins undir yfirskriftinni: Hvert stefnir samfélagið okkar og hvernig getum við haft áhrif við gerð kjarasamninga?
Föstudagur 24. september • •
Kl. 16:00 – Hús á Einarsstöðum laus til afnota fyrir félagsmenn Kl. 19:00 – Sameiginlegur kvöldverður
Laugardagur 25. september • • • • • • • • • •
Kl. 08:00 Rútuferð frá Einarsstöðum Kl. 08:45 Morgunverður á Seyðisfirði Kl. 09:30 Setning Kjaramálaráðstefnu – Jóna Járnbrá Jónsdóttir, formaður Verkamannadeildar Kl. 09:45 Undirbúningur kjarasamninga – Hjördís Þóra – formaður AFLs Kl. 10:15 Þjóðarsátt eða átök – Alþýðusambandið og kjarasamningar - Sverrir Albertsson, framkv.stj. AFLs Kl. 10:40 Kaffihlé Kl. 11:00 Brostnar vonir og nýir möguleikar - Sverrir Kr. Einarsson, trúnaðarmaður AFLs í Eskju Kl. 11:15 Samfélag á umbrotatímum – Ólafur Þ. Harðarson, prófessor, HÍ Kl. 12:30 Hádegisverður Kl. 13:30 Vinnuhópar – kynning – Henný Hinz, starfsmaður ASÍ
Hvernig hefur samfélagið á Austurlandi þróast síðustu 10 ár með tilliti til o a. Kjara o b. Félagslegrar þjónustu o c. Jafnréttis o d. Byggðaþróunar Í ljósi fjármálahruns, hvernig telur þú að samfélagið stefni næstu ár í sömu málaflokkum og að ofan. o a. Hver er jákvæð þróun sem er fyrirsjáanleg o b. Hver er neikvæð þróun sem er fyrirsjáanleg Hvernig teljum við að við getum haft áhrif á þessa þróun með starfi verkalýðsfélaga og hvernig getum við fylgt sjónarmiðum okkar eftir með aðkomu að gerð kjarasamninga. • • • • • • •
Kl. 15:30 Kaffihlé – vinnuhópur undirbýr samantekt og ályktunartillögu Kl. 16:00 Talsmaður vinnuhóps kynnir samantekt og ályktunartillögu Pallborðsumræður Kl. 16:45 Umræður um ályktunartillögu og afgreiðsla. Kl. 17:00 Hlé á meðan félagsfundur verður haldinn Kl. 17:30 Kjaramálaráðstefnu slitið – Jóna Járnbrá Jónsdóttir kl. 18:00 Kaffiveitingar – rútur fara á Einarsstaði eða lengra
Skráning á gunnar@asa.is eða á næstu skrifstofu félagsins eða í síma 4700300. Félagið mun sjá um ferðir frá helstu þéttbýlisstöðum félagsins og býður upp á allar veitingar.
7
ÍSFUGL KJÚKLINGABRINGUR BBQ MARINERING
HELEN HARPER BLEIUR MIDI, MAXI EÐA JUNIOR
1.798
698
KR/KG VERÐ ÁÐUR 1.998
KR/PK. - ÁÐUR 898
50% afsláttur
PERUR
149
KR/KG VERÐ ÁÐUR 298
45%
40%
afsláttur
afsláttur
FERSKT NAUTAHAKK
FERSKT GRÍSASNITSEL
899
1.229
KR/KG VERÐ ÁÐUR 1.498
GILDIR 16. - 19. SEPTEMBER
KR/KG VERÐ ÁÐUR 2.049
BAUTABÚRIÐ HAMBORGARHRYGGUR
989
KR/KG VERÐ ÁÐUR 1.798
MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR GILDIR MEÐAN BIRGÐIRENDAST ENDAST BIRT MEÐBIRT FYRIRVARA UM PRENTVILLUR GILDIR MEÐAN BIRGÐIR SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN Á WWW.NETTO.IS! SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN Á WWW.NETTO.IS!