Eystrahorn 33. tbl. 2010

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 16. september 2010

33. tbl. 28. árgangur

Nýr vefur www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fljúgandi flækingar um allt

Laufsöngvari

Grálóa

Hringdúfa

Grænsöngvari

Mikið hefur sést af „flækingum“ eftir rólegt sumar. Samkvæmt sérfræðingum okkar Birni Arnarsyni og Brynjólfi Brynjúlfssyni hafa þeir undanfarið séð m.a. þá fugla sem nefndir eru hér og tók Björn ljósmyndirnar. Hringdúfur sáust á Reynivöllum og eru búnar að vera þar í sumar. Laufsöngvarar sáust mjög víða um sýslunna og eru algengir flækingar. Grænsöngvarar sáust á Reynivöllum, Jaðri og Smyrlabjörgum og eru frekar algengir flækingar. Hauksöngvarar eru stærstu söngvarar sem hér sjást og eru frekar algengir, sáust á nokkrum stöðum um helgina. Grálóa er frekar algengur flækingur og sást við golfvöllinn. Herfuglinn á myndinni sem sást við Flugustaði í Álftafirði er mjög sjaldgæfur flækingur og hefur sárasjaldan sést hér á landi. Hann er auðþekkjanlegur og hefur einu sinni sést hér í sýslu en það var við Hvalnes fyrir nokkrum árum.

Sýning á verkum David White

Í FORMI

David White er mörgum Hornfirðingum kunnur en hann dvaldi hér um tíma og teiknaði myndir af svæðinu og fólkinu hérna. Nú er svo komið að Menningarmiðstöðin hefur ákveðið í samstarfi við David að hafa sýningu á verkum hans, en hugmyndin er að safna þeim verkum sem til eru hér á svæðinu saman í sýningu, ásamt nýrri verkum. Þeir sem eru áhugasamir um þetta verkefni og eiga myndir eftir David geta

haft samband við Guðlaugu Ósk í síma 4708057 eða sent tölvupóst á gudlaugp@hornafjordur.is Á HÖFN Í HORNAFIRÐI Fyrirhugað er að hafa sýninguna í nóvember og mun David sjálfur sýna úrval verka sem hann hefur gert frá því að hann dvaldi hér síðast árið 1990. Með þessu vill hann gefa hugmynd um hvað hann hefur verið að fást við síðustu 20 árin. Sýningin verður að hluta til sölusýning og verður í miðrými Nýheima.

Í FORMI

Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

Nú ættu allir sem ætla sem að taka þátt í Íformi um helgina að vera búnir að skrá sig. Eitthvað við allra hæfi ; bridge, blak, badminton, fótbolti, frjálsar, golf, nú eða brennibolti þar sem allt að fjörtíu konur hafa verið að koma saman og rifja upp gamla takta. Galakvöldverður á Hótel Höfn þar sem gleðisveitin Rauðir dreglar stjórnar fjöldasöng og endar með stórdansleik og hljómsveitinni Almannaskarð.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.