Eystrahorn 33. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 22. september 2011

33. tbl. 29. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Hornafjörður – heilsueflandi bær

Miðvikudagskvöldið 5. október næstkomandi verður haldið íbúaþing í Mánagarði með yfirskriftinni „Hornafjörður – heilsueflandi bær“. Íbúaþingið stendur yfir frá kl. 18-22 og verður þátttakendum boðið upp á léttan kvöldverð áður en vinnan hefst. Þingið er opið öllum Hornfirðingum, frá 14 ára aldri og upp úr. Fyrirkomulag þess verður með svipuðu sniði og á stóra íbúaþinginu í febrúar síðastliðnum. Megintilgangur þingsins er að skapa vettvang fyrir heildstæða umræðu um lýðheilsu- og forvarnarmál í samfélaginu okkar hér á Hornafirði. Þar verður m.a. leitað svara við spurningunum: Hvar við stöndum í dag, hvert við viljum stefna í nánustu framtíð og

hvað þurfum við – bæði hvert og eitt og sem samfélag – að gera til að komast þangað? Háskólasetrið heldur utan um íbúaþingið í samvinnu við fjölmarga aðila sem til samans mynda bakhóp þess: FAS, Grunnskólann, Tónskólann, Krakkakot, Lönguhóla, Sindra, HSSA , Sveitarfélagið og Forvarnarhópinn. Allir ofangreindir aðilar hafa einsett sér að nýta niðurstöður þingsins bæði til þess að efla eigið starf að heilsu- og forvarnarmálum og til þess að geta samþætt það starf enn frekar við það sem aðrir aðilar í samfélaginu eru að gera. Frumkvæði að íbúaþinginu kemur frá Forvarnarhópnum en s.l. vor komu fulltrúar hans á fund Háskólasetursins og óskuðu

eftir liðsinni setursins við að skipuleggja þing um forvarnarmál í sveitarfélaginu. Eftir því sem umræðan þróaðist lengra og fleiri aðilar komu að henni varð niðurstaðan sú að leggja megináhersluna á almenna lýðheilsu hjá íbúum sveitarfélagsins en þar skipta forvarnir að sjálfsögðu miklu máli ásamt næringu, hreyfingu, geðrækt, samveru og fleiri þáttum. Skráning á þingið hefst fimmtudaginn 22. september 2011 í síma 470-8000 frá kl. 9-15 eða hjá ardis@hornafjordur.is og lýkur föstudaginn 30. september 2011. Hornfirðingar eru hvattir til þess að fjölmenna á þingið og láta rödd sína heyrast.

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


2

Fimmtudagur 22. september 2011

Eystrahorn

Þyrnirós vaknar á ný

Bifreiðaskoðun á Höfn 3., 4. og 5. október Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 30. september. Næsta skoðun 14., 15. og 16. nóvember.

Þegar vel er skoðað

UPPSKERUHÁTÍÐ

MARKAÐSSTOFU SUÐURLANDS Uppskera úr Lóninu

Garðyrkjufélag Íslands er opið öllum sem áhuga hafa á garðyrkju, gróðri og ræktun, sem vilja fegra umhverfi sitt og deila áhuga sínum með öðrum. Innan félagsins starfa deildir víðsvegar um landið og hér í Hornafirði var deildin Þyrnirós starfandi til langs tíma. Svæðisdeildir hafa staðið fyrir garðagöngum, plöntuskiptum, fyrirlestrum og fleiru á sínu svæði. Nú viljum við vekja Þyrnirós aftur úr dvala sínum og verður endurstofnunarfundur á Hótel Höfn þriðjudaginn 4. október n.k. kl.19.30. Allir félagar Garðyrkjufélags Íslands á svæðinu eru sjálfkrafa skráðir í deildina og nýir félagar eru velkomnir, hægt er að skrá sig í félagið á fundinum eða á heimasíðu félagsins www.gardurinn.is Þar eru einnig upplýsingar um félagið, klúbba innan þess og ýmislegur fróðleikur um gróður. Áhugasamir sem tilbúnir eru að gefa kost á sér í stjórn deildarinnar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Garðyrkjufélags Íslands í síma 522-7721 eða á netfangið gardurinn@gardurinn.is. Í tengslum við endurstofnfundinn verður Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur og ávaxtatrjáaræktandi á Akranesi með fyrirlestur um ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi. Ávaxtaklúbbur er starfandi innan GÍ og eru félagar í klúbbnum nú að undirbúa pöntun á plöntum sem gróðursetja á næsta vor. Aðgangseyrir er 500 kr fyrir félagsmenn og maka, en 1.000 kr fyrir aðra á fyrirlesturinn.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Aðstoð:................. Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126

Atvinna

Óska eftir röskum starfsmanni í brettasmíði Upplýsingar gefur Bjössi í síma 893 5444

Íbúð til leigu

84 fm. íbúð til leigu. Er laus strax. Upplýsingar í síma 478-2110

Markaðsstofa Suðurlands býður ferðaþjónustufyrirtækjum sem eru aðilar að markaðsstofunni á Uppskeruhátið 28. október n.k. á Hótel Hvolsvelli. Hátíðargestur er Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri og veislustjóri verður Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþingi eystra. Sjá nánari dagskrá á www.markadsstofa.is Mætum og sýnum samstöðu, skemmtum okkur saman. Skráning info@south.is eða í síma 483 5555

Arnar Þór Guðjónsson

háls-, nef- og eyrnalæknir verður með stofu 29. og 30. september Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.


Eystrahorn

Fimmtudagur 22. september 2011

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

Þann 11. september fór fram verðlaunaafhending Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda en hún var haldin í 20. sinn. Athöfnin fór fram í höfuðstöðvum Marel, sem verið hefur bakhjarl keppninnar frá upphafi. 40 hugmyndir voru valdar úr þeim 1.872 sem bárust frá 46 grunnskólum víða um land en 12 hugmyndir af þeim voru verðlaunaðar. Einn nemandi úr Grunnskóla Hornafjarðar, Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir í 6. bekk var ein af þessum 40. Guðrún Ása fór suður og tók þátt í smiðju þar sem hún bjó til kynningarplakat og hlutinn sem hún hannaði en það er forláta tertuskeri. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson verndari keppninnar, afhenti verðlaunin og flutti hátíðarávarp. Mennta- og menningarmálaráðherra Svandís Svavarsdóttir, afhenti viðurkenningarskjöl til þátttakenda og grunnskóla. Þá kynntu þátttakendur sjálfir hugmyndir sínar fyrir gestum. www.hornafjordur.is/grunnskoli

Boðað er til félagsfundar í Ríki Vatnajökuls ehf þriðjudaginn 27. september kl. 20:00 í fyrirlestrarsal Nýheima.

3

Landsliðsmaður

Felix Gíslason hefur verið valinn í 17 ára unglingalandsliðið í blaki. Blaðið hafði samband við kappann og sagðist honum svo frá. Liðið tekur þátt í Norðurlandamótinu núna sem fer fram í Svíþjóð. Mér finnst þetta mikill heiður og ég er mjög spenntur að taka þátt í þessu verkefni enda búið að vera draumur minn síðan ég var smá polli að komast í eitthvert landslið. Þetta kom þannig til að við Kolbrún Birna Ólafsdóttir vorum valin til að taka þátt í afrekshópi þar sem valið fór fram. Kolbrún Birna var svo óheppin að vera meidd og geta ekki beitt sér sem skyldi og verður að bíða að þessu sinni. Þar sem ég verð sjálfur að standa straum af kostnaði við ferðina hefur verið leitað til ýmissa aðila hér með styrki og er ég mjög þakklátur fyrir hvað það hefur gengið vel. Ég vil fá að þakka þjálfurum mínum Huldu Laxdal, Róbert, Sævari Þór og Brynjúlfi fyrir alla kennsluna og stuðninginn svo og félögum mínum því þetta er svo góður félagsskapur. Felix hefur stundað æfingar samviskusamlega og á örugglega eftir að standa sig vel og honum fylgja óskir um gott gengi.

Dagskrá • Skýrsla stjórnar um starfið frá aðalfundi • Afhending verðlauna í ljósmyndasamkeppninni Myndaðu Ríki Vatnajökuls • Starfsemi Íslandsstofu kynnt - Hermann Ottósson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Íslandsstofu • Gerð svæðisbundinna heimasíðna á netinu og markaðssetning þeirra Gunnar Thorberg Internet markaðsráðgjafi Allir eru velkomnir

Aflabrögð 12. - 18. september

Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Sigurður Ólafsson SF 44..... humarv...... 1..... 14,7.blandaður afli Skinney SF 20...................... humarv...... 1..... 43,9.humar 4,6 Þórir SF 77........................... humarv...... 1..... 43,0.humar 5,5 Steinunn SF 10..................... botnv.......... 2... 107,2.ýsa 61,7 Guðmundur Sig SU 650...... lína.............. 5..... 32,2.þorskur 21,1 Ragnar SF 550...................... lína.............. 6..... 36,8.hýsa/þorskur Dögg SU 118........................ lína.............. 5..... 62,7.þorskur 52,8 Auðunn SF 48...................... handf.......... 1....... 0,7.ufsi 0,5 Herborg SF 69..................... handf.......... 2....... 1,2.ufsi/þorskur Húni SF 17........................... handf.......... 1....... 0,6.þorskur 0,4 Siggi Bessa........................... handf.......... 1....... 0,5.ufsi 0,4 Stígandi SF 72...................... handf.......... 1....... 0,8.þorskur 0,5 Heimild: www.fiskistofa.is

RÝMINGARÚTSALA 50 - 70 % afsláttur Opið virka daga kl. 10:00 - 18:00 og laugardaga kl. 13:00 - 15:00

VERSLUN STEINGRÍMS, Skólabrú 2

U mb o ð s a ð i l i


4

Fimmtudagur 22. september 2011

Kiwanisþing

Eystrahorn

Vetraropnunartími Heimamarkaðsbúðarinnar FISKIDAGAR á þriðjudögum og miðvikudögum, opið kl.15:00 - 18:00 Opið á laugardögum kl.13:00 - 16:00. Ýmsir skemmtilegir viðburðir framundan, nánar auglýst síðar.

Kiwanisklúbbarnir stuðla að ýmsum góðum verkefnum og málum.

Dagana 23. og 24. september nk. mun Kiwanisumdæmið ÍslandFæreyjar halda sitt 41. umdæmisþing á Höfn í Hornafirði. Til þings eru skráðir 140 fulltrúar sem hafa atkvæðisrétt en á milli 150-160 Kiwanifélagar verða á þingi, en talið er að gestir á Höfn á vegum hreyfingarinnar verði um 300. Sérstakir gestir þingsins eru Jerome Hennekens Evrópuforseti, Paul Mannes umdæmisstjóri Norden og Oscar Knight sérlegur ráðgjafi umdæmisins Ísland-Færeyjar. Núverandi umdæmisstjóri er Óskar Guðjónsson Kiwanisklúbbnum Eldey og lætur hann nú af störfum eftir tveggja ára setu, viðtakandi umdæmisstjóri er Ragnar Örn Pétursson úr Kiwanisklúbbnum Keili í Keflavík. Það sem ber einna hæst á þessu þingi, er að í fyrsta skipti í sögu hreyfingarinnar verður kona, Hjördís Harðardóttir, kjörumdæmisstjóri, og mun hún taka við að ári liðnu sem umdæmisstjóri. Þá verður kynning á nýju heimsverkefni þar sem Kiwanis hyggst safna 110 millj. USD fyrir Eliminate-verkefnið til að útrýma ungbarnastífkrampa

Haustfundur Hinn árlegi haustfundur Félags eldri Hornfirðinga verður haldinn í Ekru sunnudaginn 25. september nk. kl. 15:00 Kaffi og meðlæti að venju Félagsstjórnin

Sundleikfimi Sundleikfimin hefst á ný fimmtudaginn 22. september kl. 10:30

Vinsamlega athugið breyttan tíma Félag eldri hornfirðinga

Ætlum að hafa opið til kl. 21:00 fimmtudaginn 22. september og bjóða uppá

15% afslátt

af öllum vörum þann dag Verið velkomin ATH Opið á laugardag kl. 13:00 - 15:00

ATVINNA

Norðlenska auglýsir eftir verktaka í svíðningu í sláturhúsi fyrirtækisins á Höfn. Sláturtíð hófst 20. september og stendur til 28. október nk. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Einar Karlsson vinnslustjóri í síma 840 8870. Umsóknir skulu berast Jónu Jónsdóttur, starfsmannastjóra í síma 840 8805 eða á netfangið jona@nordlenska.is.


Eystrahorn

Fimmtudagur 22. september 2011

5

Mikill fjöldi kom í heimsókn

Afmælishátíð SkinneyjarÞinganess á laugardaginn tókst vel og eru forráðamenn fyrirtækisins ánægðir með daginn. Á fimmta hundrað gesta komu í heimsókn og kynntu sér starfsemi fyrirtækisins og þáðu veitingar. Þorvarður Árnason hjá Háskólasetrinu og Daníel Imsland sáu um kynningarefni sem greinilega vakti áhuga gestanna og Ingólfur á Kaffihorninu sá um veitingar. Svo sáu tvíburarnir Bragi og Andri harmonikkuleikarar um að sjómannalögin hljómuðu á svæðinu. Forráðamenn Skinneyjar-Þinganess vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að undirbúningi og framkvæmd afmælisdagskrárinnar svo og þeim fjölmörgu gestum sem heimsóttu fyrirtækið þennan dag.


6

Fimmtudagur 22. september 2011

Fatasaumur - barnaföt

Eystrahorn

Happdrætti Sindra

18. kennslustundir • Verð kr. 24.000.Í þessum áfanga verður farið í saum á barnafötum og saumað pils/buxur og hettupeysa. Nemendur ná góðum tökum á saumaferlinu sem nýtist áfram við alhliða saumaskap á öðrum flíkum. Efni ekki innifalið Kennt í handmenntastofu Grunnskóla Hornafjarðar 26., 28. september, 3. og 5. október kl. 16:00 19:00 Leiðbeinandi: Unnur Garðarsdóttir

PVC-u GLUGGAR HURÐAR OG GLER Á Íslandi er síbreytileg veðrátta alþekkt. Þess vegna ættu Íslendingar að velja vandaðar byggingavörur sem standast erfið veðurskilyrði og krefjast lágmarks viðhalds. Öll framleiðsla fyrir Glerborg er CE vottuð

Aðalsteinn Aðalsteinsson og Elísabet Einarsdóttir taka við fyrsta vinningnum úr hendi Gunnars Inga knattspyrnukappa.

Vinningar í síðsumarhappdrætti Sindra komu á eftirtalin númer: 1. Sjónvarp Philips 42“ frá Nettó á miða nr 270 2. Kvöldverður og gisting með morgunmat f/2 á Hótel Flúðum á miða nr 594 3. Myndavél Pnanasonic ZX3 frá Heimilstækjum á miða nr 471 4. Úttekt í Húsasmiðjunni á miða nr 585 5. Flug með Erni Höfn- Rvk-Höfn á miða nr 434 6. Flug með Erni Höfn- Rvk-Höfn á miða nr 554 7. Hoppukastali í einn sólahring frá Hopp á miða nr 488 8. Humarveisla fyrir 2 á Kaffi Horninu á miða nr 243 9. Úttekt í Sportex á miða nr 210 10. Úttekt í Sportex á miða nr 122 11. 15 miða kort í sundlaug Hornafjarðar á miða nr 417 12. Minniskubbur frá Martölvunni á miða nr 416 13. Minniskubbur frá Martölvunni á miða nr 236 14. Minniskubbur frá Martölvunni á miða nr 505 15. Minniskubbur frá Martölvunni á miða nr 311 16. 16“ pizza frá Trölla á miða nr 455 17. 16“ pizza frá Trölla á miða nr 120 18. 16“ pizza frá Trölla á miða nr 491 19. 16“ pizza frá Trölla á miða nr 415 20. 16“ pizza frá Trölla á miða nr 558 Vinningshafar geta haft samband við framkvæmdastjóra Sindra í síma 8686865 eða á Hafnarbraut 25 og fengið afhentan vinning sinn gegn framvísun vinningsmiðans. Knattspyrnudeild Sindra þakkar öllum sem tóku þátt með því að kaupa miða og óskar vinninghöfum til hamingju.

Aðalfundur Karlakórsins Jökuls verður haldinn í Safnaðarheimili Hafnarkirkju mánudaginn 3. október kl. 20:00 Venjuleg aðalfundarstörf Kórinn auglýsir eftir söngmönnum í allar raddir

Komdu við á söluskrifstofu okkar að Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu. Við bjóðum upp á greiðsluskilmála við allra hæfi.

SÍMI: 565 0000

OPIÐ HÚS Opið hús verður hjá Rauða krossinum að Víkurbraut 2 laugardaginn 1. október frá kl. 13 -15.

Dalshraun 13 • 220 Hafnarfjörður • Sími 565 0000 Fax 555 3332 • glerborg@glerborg.is • www.glerborg.is


Kjaramálaráðstefna Verkamannadeildar AFLs Starfsgreinafélags Hótel Framtíð – Djúpavogi – 30. sept. – 1. okt. Föstudagur 30. september kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl. kl.

15:45 – Fundargögn afhent. 16:00 – Setning ráðstefnu – Jóna Járnbrá Jónsdóttir, formaður Verkamannadeildar. 16:10 – Ávarp – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs 16:20 – Evrópusambandsumræðan – Skúli Thoroddsen. 16:40 – Kaffihlé 17:00 – Hinn íslenski launamaður og EB – Guðmundur Gunnarsson, fyrrv. formaður RSÍ 17:30 – Framtíðarsýn í landbúnaði – innan EB eða utan – Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands 18:00 – Kaffihlé 18:10 – Vinnuhópar (vinnuhópar skipa ritnefnd ályktunartillögu) 19:10 – Fundarhlé 19:30 – Langabúð opnar – fordrykkur – Tónlist til skemmtunar 20:00 – Kvöldverður í boði AFLs Starfsgreinafélags

Laugardagur 1. október kl. 08:00 – Morgunverður kl. 09:00 – Þróun peningamála, málefni neytenda og húsnæðismál. Breytir aðild að EB einhverju? – Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ kl. 10:00 – Kaffihlé kl. 10:30 - Umræðuhópar kl. 12:15 – Hádegisverður Skráning hjá gunnar@asa.is kl. 13:00 – Félagsfundur AFLs Starfsgreinafélags – síma 4700 303. 1. Kjör fulltrúa á þing SGS Ath. gisting á Djúpavogi í boði félagsins á 2. Önnur mál meðan húsrúm í hótelinu leyfir. Félagið mun kl. 13:20 – Pallborð skipuleggja ferðir frá öllum þéttbýlisstöðum á Guðmundur Gunnarsson félagssvæðinu eins og tilefni verður til. Erna Bjarnadóttir Vinsamlega verið í sambandi við starfsmann Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri SVN AFLs, Gunnar Smára, í ofangreindu símaHjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs númeri vegna ferða og/eða gistingar. Ólafur Darri Andrason – hagfræðingur ASÍ - Stjórnandi Skúli Thoroddsen kl. kl. kl. kl. Kl. kl. kl.

14:00 – Líkamsæfingar 14:15 – Ritnefnd kynnir ályktunartillögu 15:00 – Umræður 15:30 – Ályktunartillaga borin upp. 15:45 – Ráðstefnuslit. 16:00 – Óvissudagskrá 18:30 – Komið til Djúpavogs – léttar veitingar í Sambúð - heimferð



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.