Eystrahorn 33. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn 33. tbl. 31. árgangur

Fimmtudagur 3. október 2013

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Ánægjulegar breytingar í verslun Nettó

Ferðamönnum, sem leggja leið sína til Hornafjarðar hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Þess hefur ekki síst orðið vart á Höfn, sem á sívaxandi vinsældum að fagna meðal ferðamanna, innlendra sem erlendra. Ein afleiðinga þessarar ánægjulegu þróunar er vaxandi verslun í Miðbæ og er svo komið að Nettó hefur endanlega sprengt utan af sér húsnæðið. Húsnæðisþrengslin hafa í raun varað í rúm tvö ár og hafa reynst mikill álagstími fyrir starfsfólk verslunarinnar, einkum yfir sumartímann þegar mest reynir á hnökralaust vöruflæði og vöruúrval. Sannast sagna hefur ekki tekist sem skyldi

að viðhalda því þjónustustigi sem Nettó vill tryggja mikilvægustu viðskiptavinum sínum, íbúum Hafnar og nærsveita. Við þetta verður ekki búið öllu lengur.

Ný og glæsileg verslun Um áramót hefjast gagngerar endurbætur í verslun Nettó í Miðbæ. Verslunarrýmið verður aukið um 200 fermetra og verður Nettó í um eitt þúsund fermetrum að loknum endurbótum. Hluti innréttinga verður endurnýjaður, auk afgreiðslukassa og matvörufrysta. Þá verður nýtt rakakerfi tekið í notkun til að viðhalda enn betur ferskleika í ávöxtum og grænmeti auk þess sem

fyrirkomulag á starfsemi bakarísins breytist.

Bakarí verslunarinnar Um nýliðin mánaðamót hætti Hornabrauð starfsemi sinni í Miðbæ. Af því tilefni hafa þær breytingar verið gerðar að Nettó mun sjá um þá starfsemi sem tilheyrir vörum sem bakaðar eru á staðnum, bæði sætt og ósætt bakkelsi. Þá hefur Benedikt Áskelsson bakari tekið að sér að sjá um iðnaðarhluta bakarísins næstu misseri. Iðnaðarstarfsemi bakarísins verður þannig óbreytt næstu mánuði, eða þar til annað og hentugra húsnæði hefur verið fundið undir starfsemina.

Um skipulagsmál í Stafafellsfjöllum Að gefnu tilefni, vegna greinar um skiplagsmál í Stafafellsfjöllum í síðasta tölublaði Eystrahorns, telur undirritaður rétt að upplýsa lesendur um málsmeðferð skipulagsvinnunnar. • Landeigendur í Stafafellsfjöllum hafa um tíma sótt um að lóðum verði fjölgað í frístundabyggðinni þar. Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur ítrekað fjallað um skipulagsmál í Stafafellsfjöllum og ávallt afgreitt þau samhljóða á sínum fundum. Fram að þessu hafa bæjarstjórn Hornafjarðar og landeigendur verið efnislega sammála um skipulag í Stafafellsfjöllum. • Deiliskipulag sem landeigendur fólu Steinsholt sf. að vinna var afgreitt af bæjarstjórn mótatkvæðalaust þann 7. júní 2012, og hafði þá tvívegis verið rætt sem sérstakur dagskrárliður í bæjarstjórn veturinn 2011-2012. Það deiliskipulag öðlaðist ekki gildi þar sem það braut í bága

við gildandi aðalskipulag. • Í kjölfarið óskuðu landeigendur eftir því við bæjarstjórn að aðalskipulagi fyrir sumarhúsasvæði í Stafafellsfjöllum yrði breytt. Í bókun bæjarstjórnar frá 4. október 2012 þar sem umsókn landeigenda var samþykkt samhljóða stendur m.a.: „Kom fram að sveitarfélaginu hafi borist ósk frá landeigendum jarðanna Brekku og Stafafells í Lóni um að gerðar verði breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Breytingin felur í sér stækkun á frístundasvæði...Umhverfisog skipulagsnefnd hefur þegar samþykkt framkomna umsókn á fundi sínum þann 3. október 2012. Gerð er tillaga um að bæjarstjórn samþykki ósk landeigenda. Forseti bar tillögu upp til atkvæða. Samþykkt samhljóða.“ • Í kjölfarið var unnið að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við afgreiðslu

bæjarstjórnar um ósk landeigenda þann 4. október 2012. Bæjarstjórn tók lýsingu skipulagsverkefnis vegna breytinga á aðalskipulag í Stafafellsfjöllum fyrir þann 6. júní 2013 og afgreiddi hana samhljóða. • Þann 20. júní 2013 tók bæjarstjórn fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir til fyrri umræðu þar sem samþykkt er með öllum atkvæðum að vísa málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn. Samþykkt var að auglýsa tillöguna að lokinni athugun Skipulagsstofnunar. Nú er tillaga um breytingu á aðalskipulagi fyrir Stafafellsfjöll í kynningu og verður síðari umræða um aðalskipulagið að henni lokinni. • Ef aðalskipulagið verður samþykkt mun deiliskipulag í Stafafellsfjöllum verða tekið til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn Hornafjarðar og um það fjallað eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 3. október 2013

Forræðishyggja í FAS

Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is

Eystrahorn

Eins og margir vita er komin ný námsskrá við Framhaldsskólann í AusturSkaftafellssýslu. Þar er verið að innleiða breytingar á námstilhögun nemenda og við hvern áfanga sem nemendur eru í þurfa þeir að mæta einu sinni í viku á lesstofu þar sem að þeim er ætlað að læra heimalærdóm sinn. Eins kaldhæðnislegt og það hljómar. Misvel hefur verið tekið í þessa breytingu í skólanum og má heyra hjá nemendum (þá sérstaklega hjá þeim sem eru lengra komnir á veg með sitt nám) að þeir séu almennt mjög óánægðir. Að gefnu tilefni vill Skaftfellingur (félag ungra sjálfstæðismanna á Hornafirði) álykta um málið. Skoðun okkar er sú að nemendur í framhaldsskóla eigi að bera ábyrgð á þeirra eigin námi og þá sérstaklega heimanámi. Okkur finnst lesstofuskylda í FAS ekki þjóna miklum tilgangi. Í fyrsta lagi er verið að skerða frelsi framhaldsskólanema að velja sjálf hvenær og hvar þau sinna sínu heimanámi. Í öðru lagi ef kennari fagsins er sjálfur að kenna, sem allar líkur eru á, þá fá nemendur ekki meiri hjálp þar en heima hjá sér. Í þriðja lagi gæti þetta fyrirkomulag orðið til þess að fleiri vilji skrá sig í fjarnám. Við erum öll mismunandi, hver einstaklingur hefur sitt frelsi til að ákveða hvar og hvenær hann vill vinna sína heimavinnu sem er á hans ábyrgð. Það styrkir hvern og einn að þjálfa með sér sjálfsaga og undirbýr nemendur fyrir það fyrirkomulag sem er í háskólum. Að okkar mati á kennarinn aðeins að gera þær kröfur til nemenda að mæta í tíma og skila þeim verkefnum sem að hann setur fyrir á tilsettum tíma óháð því hvar og á hvaða tíma dags þau eru unnin. Síðan er hægt að hvetja nemendur til þess að nota lesstofuna ef þeir kjósa það. Það er þó ekki allt neikvætt við þetta þar sem að augljóslega hentar þetta kennurum mjög vel og er góð hugsun á bakvið það að fá nemendur til að klára sinn heimalærdóm í skólanum. Þetta hentar þó alls ekki öllum. Margir eru í vinnu með skóla til að eiga fyrir háskólanámi auk þess sem að nemendur þurfa að mæta í íþróttir tvisvar í viku í eyðunum sínum sem ætlaðar eru til lesstofu samkvæmt kennurum. Með þessari lesstofuskyldu bætist því við aukin vinna eða “viðvera” í hverjum áfanga. Við hvetjum stjórnendur skólans til þess að endurskoða þessar breytingar og erum sannfærð um að þetta henti aðeins litlum hópi nemenda við FAS.

Sunnudaginn 6. október Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00

Sungnir verða sálmar úr nýjum sálmabókarviðbæti. Prestarnir

ATVINNA Heilsuleikskólinn Krakkakot auglýsir lausa stöðu við ræstingu í skólanum. Ráðið verður í stöðuna frá 1. nóvember 2013. Greitt er samkvæmt uppmælingu Starfsgreinasambands Íslands. Áhugasamir hafi samband við undirritaða sem veitir nánari upplýsingar og tekur á móti umsóknum.

Snæfríður Hlín Svavarsdóttir, leikskólastjóri Sími 470-8480 www.leikskolinn.is/krakkakot

Lokahóf Knattspyrnudeildar Sindra

Stjórn Skaftfellings

Mfl. kk og kvk og 2. flokkur

Frumsýning á Hótel Höfn laugardaginn 5. október

Lokahófið verður haldið í Pakkhúsinu 6. október kl. 13:00 Boðið verður uppá humarsúpu Farið verður yfir sumarið og veittar viðurkenningar Stuðningsmenn hvattir til að mæta og gleðjast með leikmönnum

Húsið opnar kl 19:30 Dansleikur með hljómsveitinni Andrá, Verð kr. 2000,18 aldurstakmark og snyrtilegur klæðnaður.

Stjórn knattspyrnudeildar Sindra

Eystrahorn

Litlabrú 1 • 780 Höfn • Sími 580 7915 @VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& Garðarsbraut 5 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

FÉLAG FASTEIGNASALA

lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h

Snorri Snorrason, Hilmar Gunnlaugsson, lögg. fasteignasali hrl. og lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, s. 580 7902 Höfn, Sími 580 7915

Hilmar Gunnlaugsson, Sigríður hrl. og lögg. fasteignasali, Kristinsdóttir, lögmaður Egilsstöðum, Sími 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir, Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. fasteignasali lögg. og lögg. leigumiðlari, leigumiðlari s.Egilsstöðum, 580 7908 Sími 580 7908

SnorriMagnússon, Snorrason, Sigurður lögg. lögg. fasteignasali, fasteignasali Egilsstöðum, s. 580 Sími 580 79077916

PéturSigurður Eggertsson, Magnússon, lögg. fasteignasali, lögg. Húsavík, fasteignasali s. 580 7907 Sími 580 7925

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Mánabraut

Nýtt á skrá

Fallegt fullbúið einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr samtals 187 m². 3 til 4 svefnherbergi, 2 stofur, glæsilega ræktuð lóð, frábær eign.

hagatún

Nýtt á skrá

Vel skipulagt, mikið endurnýjað 127,5 m² einbýlishús ásamt 40 m² bílskúr. 4 svefnherbergi, góð verönd, mikið ræktuð lóð, góð staðsetning.

Austurbraut

Rúmgott og vel skipulagt 141,1 m² einbýlishús ásamt 41 m² bílskúr, samtals 182,1 m². 5 svefnherbergi, góður garður, 2 stórar verandir með skjólveggjum.


Eystrahorn

Fimmtudagur 3. október 2013

Fatasaumur - Aukanámkeið SAUMUR Á FATNAÐI ÚR TEYGJUEFNIUM 8 klst. - Verð kr. 32.000 - Efni innifalið

Þátttakendur munu sauma einfaldan kjól og leggings-buxur. Á námskeiðinu verður farið yfir hvaða snið henta í teygjuefni, hvernig á að taka upp snið, hvernig overlookvélin virkar, verkferla leggings og verkferla á einföldum peysukjólum. Námskeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna. Nemendur þurfa ekki að eiga saumavél. Leiðbeinandi verður Ragnheiður Hrafnkelsdóttir kjóla- og klæðskeri, eigandi Millibara. Námskeiðið fer fram í Vöruhúsinu 29. október, 31. október, 5. nóvember og 7. nóvember kl. 19:00 - 21:00 alla dagana.

www.eystrahorn.is

Framsóknarfélag Austur-Skaftfellinga boðar til félagsfundar í Framsóknarhúsinu á Höfn, Álaugarvegi 3, miðvikudaginn 9. október, klukkan 17.00 Dagskrá:

1. Sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014 2. Kjördæmisþing KSFS, haldið í Vík í Mýrdal, 11. – 12. október 2013 3. Bæjarmálefni 4. Önnur mál Hvetjum íbúa sveitarfélagsins til að mæta og eiga gagnleg og uppbyggjandi skoðanaskipti um bæjarmálefni og landsmál.

Stjórnin

Árleg innflúensubólusetning

Deiliskipulag við Krossey Kynning á deiliskipulagi við Krossey verður í Ráðhúsinu mánudaginn 7. október kl. 13:00 – 15:00. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, umhverfis- og skipulagsfulltrúi

Bólusetning gegn inflúensu hefst mánudaginn 7. október n.k á Heilsugæslustöð Hornafjarðar. Vikurnar 7. - 18. október er bólusett virka daga frá kl. 11-12 og 13-14. Eftir það virka daga milli kl. 11-12. Ekki þarf að panta tíma. Landlæknir hvetur sérstaklega alla 60 ára og eldri og þau börn og fullorðna sem haldnir eru langvinnum sjúkdómum að láta bólusetja sig.


ð u þa ð f a H LT H L udagar

ATH Tilboðin gilda 26. sept - 13. okt

ið n u M suheil lingbæk inn!

Heils ó t í net

allt

af 25t% tur

afslá uvörum s heil

ta

Markh

önnun

ehf

s hollu

.is

netto

www.

lambahryggur Fylltur - Ferskt

2.169

-30%

áður 3.099 kr/kg

-27%

andarbringur Frosið

3.248 kjúklingastrimlar Forst.

1.559

áður 4.498 kr/kg

-35%

áður 2.398 kr/kg

lambalæri kryddað

1.290

-24%

áður 1.698 kr/kg

tango orange 330 ml

79

áður 98 kr/stk

Skerið ca 1 cm teninga ofan í fituhliðina en passið að skera ekki niður í vöðvann. Þurrsteikið bringuna á pönnu (ekki á of miklum hita) með fitulagið niður þar til gullinn litur er kominn á hliðina. Snúið við og steikt stutt á kjöthliðinni rétt til lokunar. Kryddið með salti og pipar eða öðru kryddi t.d.rósmarin eða timian eftir smekk. Raðið bringunum í eldfast fat eða ofnskúffu með fituhliðina upp og eldið við 180° í u.þ.b. 15 – 20 mín. Takið út og látið hvíla undir álpappír í ca 10 – 15 mín áður en þær eru skornar niður í þunnar sneiðar.

Tilboðin gilda 3. -6. október Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Markhönnun ehf

kalkúnabringa Ferskt

2.449 -30%

áður 3.498 kr/kg

Coop mexiCo vörur á 25% aFslætti

kleinuhringir usa - nýbakað

95

-50%

áður 189 kr/stk

netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Hjá okkur færðu bleiku slaufuna til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands

Skrifstofa Acta lögmannsstofu að Krosseyjarvegi 17 á Höfn

verður opin dagana 7. til 11. október n.k.

Þeir sem óska eftir viðtali vinsamlegast sendið fyrirspurn á netfangið sigridur@acta.is eða í síma 533-3200 Verið velkomin, Sigríður Kristinsdóttir hrl

Verið velkomin

Húsgagnaval Hornafjarðarsöfn, Austurbrú og Landbúnaðarháskólinn halda námskeið í grjóthleðslu Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr grjóti. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10. Hvort sem um ræðir veggi eða önnur smærri mannvirki. Þátttakendur fá innsýn inn í íslenska byggingararfleið og kynnast verklagi við byggingu úr hefðbundnu íslensku efni. Fjallað verður um hleðslu á frístandandi veggja og stoðveggja úr grjóti. Lögð áhersla á verklega kennslu. Hlaðin verður hesthúsið hans Nökkva í Hólmi á Mýrum.

Sunnlensk ferðaþjónusta – tölum saman Samtök sunnlenskra sveitarfélaga býður til málþings á Hótel Heklu, Brjánsstöðum, 23. október frá kl.12-17. Dagskrá Kl. 12 Léttur hádegisverður í boði fyrir gesti Ísland allt árið Öðruvísi flétta = sérstaða Ferðaþjónusta - heilsársatvinnugrein? Afþreying fyrir alla fjölskylduna Matartengd ferðaþjónusta Uppbygging ferðaþjónustu Veitingasala við náttúruperlu

Inga Hlín - Íslandsstofa Knútur Ármann - Friðheimar Þorbjörg Arnórsdóttir - Þórbergssetur í Suðursveit Katrín Sigurðardóttir - Skeiðvellir Sölvi Arnarsson - Efsti Dalur Jóhann Helgi Hlöðversson – Vatnsholt Elísabet Þorvaldsdóttir - Seljalandsfoss

Kaffihlé

Kennari: Guðjón Kristinsson torf- og grjóthleðslumeistari og skrúðgarðyrkjumaður.

Virði heilsársopnunar upplýsingamiðstöðva á Suðurlandi?

Tími: Fös. 25. október. kl. 9:00 - 17:00 og lau. 26. október. 9:00 - 16:00 í Hólmi á Mýrum.

Ferðaþjónusta – hlutverk sveitarfélaga:

Verð: 30.000 kr. (kennsla, gögn og veitingar). Skráning: www.lbhi.is/namskeid

Sandra Brá Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri Friðar & Frumkrafta

Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Pallborðsumræður

Nánari upplýsingar hjá Austurbrú, s:470-3840

Fundarstjóri, Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu

Skráningarfrestur er til 21. október.

Allir velkomnir, Þeir sem starfa við ferðaþjónustu og aðrir áhugamenn hvattir til að mæta. Aðgangur ókeypis. Skráning fer fram á www.sass.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.