Í FORMI
Eystrahorn Á HÖFN Í HORNAFIRÐI
Fimmtudagur 23. september 2010
34. tbl. 28. árgangur
Nýr vefur www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Það var líflegt á íþróttasvæðinu um síðustu helgi
Í FORMI
Á HÖFN Í HORNAFIRÐI
Íþróttamótið Íformi var haldið um helgina í blíðskaparveðri. Þátttaka var mjög góð og ef allar greinar eru taldar saman þá tóku 237 keppendur þátt í mótinu. Flestir þátttakendur voru í frjálsíþróttum og brennó, rúmlega 50 í hvorri grein. Úrslit og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu mótsins www.iformi.is
Viðunandi afkoma Aðalfundur Skinneyjar-Þinganess hf. var haldinn föstudaginn 10. september 2010. Ástæða þess að dregist hefur að halda aðalfund vegna rekstrarársins 2009 er að erfitt hefur verið að fá upplýsingar um stöðu lána frá lánastofnunum. Hluthafar eru 152 og 225 starfsmenn (heilsársstörf). Fyrirtækið og dótturfyrirtæki þess gera út tvö uppsjávarskip, fimm skip sem eru á netum og trolli og tvo línubáta. Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur samstæðunnar 7.382 milljónum kr. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 2.972- milljónir kr. Eignir samstæðunnar námu um 25 milljarðar kr. og eigið fé var 3.870- milljónum kr. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 15,5%. Þess má geta að það hlutfall var 33% árið 2007 og fór í 0,9 % 2008 sem sýnir hvað sérkennilegt rekstrarumhverfið hefur verið. Á síðasta ári var fagnað komu Skinneyjar SF 20 og Þóris SF 77 frá Taiwan. Undirbúningur hófst á haustmánuðum 2004 og smíðasamningar voru undirritaðir í mars 2005. Í skýrslu stjórnarformanns, Gunnars Ásgeirssonar segir; „Koma þessara
skipa til heimahafnar á árinu 2009 segir okkur að rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja þarf að vera tryggt til langs tíma. Ella stöðvast öll endurnýjun flotans og þar með möguleikar að bæta aðstöðu sjómanna og til að bæta meðferð hráefnis og þar með arðsemina í greininni“. Jafnframt segir í skýrslunni; „ Sýking í íslensku sumargotsíldinni hélt áfram í fyrra og er útlit fyrir að við séum á leið inní þriðju síldarvertíðina í röð með sýkingu. Engu aflamarki var reyndar úthlutað í síld. Loðnuvertíð var enn og aftur mikil vonbrigði, og útlitið ekki gott þar sem engu aflamarki hefur verið úthlutað. Engin úthlutun er í rækju á nýbyrjuðu fiskveiðiári, örlítil hækkun í þorski, svona eins og gott tog, en aðrar tegundir skertar. Aðalsteinn og Gunnar segja að þrátt fyrir óvissu og að erfitt sé að skipuleggja og fjárfesta með langtímamarkmið í huga sé alltaf verið að framkvæma og betrumbæta hlutina s.s. umhverfið á athafnasvæðum fyrirtækisins. Sömuleiðis er sífellt verið að huga að betri meðferð hráefnis m.a. með kælingu og að vinna hráefnið sem ferskast til að auka verðmæti aflans.
Skipverjar á Þóri SF 77
Myndir: Hlynur Pálmason