Eystrahorn 34. tbl. 29. árgangur
Fimmtudagur 29. september 2011
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Heilsueflandi framhaldsskóli FAS er þátttakandi í verkefninu „Heilsueflandi framhaldsskóli“ sem er átaksverkefni á vegum Landlæknisembættisins. Markmið þess er að bæta heilsu og velferð nemenda og starfsfólks skólans. Alls taka 24 skólar þátt í þessu verkefni en það nær yfir fjögur ár. Áhersla er lögð á næringu fyrsta árið en síðar verður hugað að hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. Síðastliðinn miðvikudag kom Kristján Þór Magnússon verkefnisstjóri í FAS og kynnti nemendum og starfsfólki verkefnið. Hann leggur mikla áherslu á breiða þátttöku innan skólans og að hver og einn nemandi hugsi um sína heilsu. Að erindi loknu klöppuðu nemendur fyrir frábærri kynningu. Settur hefur verið á laggirnar stýrihópur sem nemendur og kennarar eiga sæti í og mun hópurinn gera tillögur að breytingum sem stuðla að bættri næringu og um leið vellíðan nemenda. Verkefninu verður hrundið formlega af stað á næstu dögum . Einnig munu fulltrúar skólans taka þátt í íbúaþingi um heilsueflingu, sem sagt var frá í síðasta blaði. Alen Haseta nemandi í fjölmiðlafræði í FAS
Öflugt starf hjá Félagi eldri Hornfirðinga Haustfundur Félags eldri Hornfirðinga var haldinn sunnudaginn 25. september sl. í Ekru. Margt var um manninn á fundinum þegar stjórn félagsins greindi frá því sem í boði verður í starfi félagsins á komandi vetri. Björn Kristjánsson, formaður félagsins, greindi frá því helsta sem verður á boðstólum í félags- og tómstundastarfi hjá félaginu í vetur. Fjölbreytnin í starfi félagsins er mikil og nægir í því sambandi að nefna gönguhóp, snóker, spilakvöld og fleiri samverustundir. Einnig verður boðið upp á vatnsleikfimi, boccia og handavinnu og margt fleira. Starf Félags eldri Hornfirðinga er öflugt um þessar mundir og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í starfseminni. Stjórn félagsins vill hvetja alla, sem áhuga hafa á starfinu og eiga rétt á að taka þátt í því, til þess að kíkja við í Ekru og taka þátt í starfi félagsins.
Starfið í Þrykkjunni komið í fullan gang Nú er starfið í Þrykkjunni að komast á fullt skrið. Opið hús hefur verið vel sótt af öllum bekkjum. Búið er að kjósa í Þrykkjuráð sem mun halda utan um starfsemina í Þrykkjunni í vetur ásamt starfsmönnum. Í Þrykkjuráði sitja úr 8. bekk Hákon Logi Stefánsson og Sigrún Salka Hermannsdóttir, úr 9. bekk eru Hafþór Snorrason og Sigmar Þór Sævarsson og úr 10. bekk sitja Helgi Björn Hjartarson og Regianne Oliveira Rodrigues. Á fyrsta fundi sínum samþykkti Þrykkjuráð stundatöflu fyrir opið hús í Þrykkjunni, sem birt er hér í blaðinu. Starfsmenn Þrykkjunnar í vetur verða Árni Rúnar Þorvaldsson og Sigurður Þ. Magnússon. Næsta föstudag stefnir hópur ungmenna frá Hornafirði úr 9. og 10. bekk að því að fara á hið árlega Fjarðaball sem að þessu sinni verður haldið á Eskifirði. Þrykkjuráð og starfsmenn vonast til að hitta sem flesta í vetur og að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi í starfi Þrykkjunnar.
Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús
2
Fimmtudagur 29. september 2011
Handknattleiksbókin
Eystrahorn
Þakkir og ánægðir gestir
Í desember næstkomandi kemur út ritverkið HANDKNATTLEIKSBÓKIN I-II eftir Steinar J. Lúðvíksson. Í þessu mikla verki er rakin saga handknattleiksíþróttarinnar á Íslandi allt frá því að hún nam hér land upp úr 1920 og fram til ársins 2011. Fjallað er um alla þætti “þjóðaríþróttarinnar” enda af nógu að taka í litríkri sögu hennar. Fyrirferðarmestu kaflarnir fjalla um Íslandsmótið í handknattleik og um landsleiki sem Íslendingar hafa leikið frá fyrstu tíð. Í kaflanum um Íslandsmótið er sagt frá mótum karla og kvenna, inni og úti, frá því það var fyrst haldið í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu árið 1940. Greint er frá gangi mála í mótinu frá ári til árs og sagt frá eftirminnilegum leikjum og leikmönnum. Einkum er fjallað um efstu deild en einnig sagt frá keppni í öðrum deildum. Í kaflanum um landsleikina er sagan raki frá því að Íslendingar léku fyrst landsleik árið 1950. Fjallað er um leikina frá ári til árs, greint frá öllum leikjum karla og kvenna svo og ungmennaliða þegar þeim tókst best til. Staldrað er sérstaklega við mót, svo sem EM, HM og Ólympíuleika og sagt frá eftirminnilegum atburðum einstakra leikja. Í öðrum þáttum ritsins er það rakið þegar handknattleikurinn var að nema land á Íslandi og sagt frá starfi brautryðjendanna. Fjallað er um aðstöðuna sem ekki var beysin í byrjun og hvernig hún hefur breyst með árunum. Einnig er sagt er frá hinu félagslega starfi handknattleikshreyfingarinnar, hlutverki hennar og verkefnum. Langur kafli er um þátttöku íslenskra félagsliða í Evrópubikarkeppninni, “útrás” íslenskra handknattleiksmanna í atvinnumennsku erlendis. Fjallað er um dómara, dómgæslu og þær breytingar sem gerðar hafa verið á reglum íþróttarinnar, þáttur er um hlut handknattleiksmanna í kjöri “Íþróttamanns ársins”. Sér þáttur er um heimsmeistarakeppnina á Íslandi árið 1995 og birtar eru ítarlegar tölfræðilegar upplýsingar. Hægt er að gerast áskrifandi að þessu mikla verki og munu nöfn áskrifenda birtast aftast í því undir orðunum: Sendum handknattleiksfólki okkar baráttukveðjur í komandi mótum. Þar bera hæst heimsmeistarakeppni kvenna og Evrópukeppni karla og ekki veitir af stuðningi fyrir þau átök. Fullt verð ritsins, sem verður í tveimur bindum og líklega alls um 800 blaðsíður, er kr. 19.900-. Áskriftarverðið er hins vegar kr. 16.900- og er sendingargjaldið þar innifalið. Útgefandi þessa mikla verks verður Bókaútgáfan Hólar í samvinnu við Formannafélag Handknattleikssambands Íslands. Þeir sem vilja gerast áskrifendur (einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félög) eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Ólaf Hrólfsson í s. 861-9407 eða netfangið olibok@simnet.is fyrir septemberlok.
Íbúð til leigu
84 fm. íbúð til leigu. Er laus strax. Upplýsingar í síma 478-2110
Um sl. helgi héldu Kiwanismenn og konur, í umdæminu ÍslandFæreyjar, 41. umdæmisþing hér á Höfn. Þingið stóð frá föstudagsmorgni fram á laugardagskvöld og slitið á einstaklega velheppnuðu lokahófi í íþróttahúsinu. Gestirnir voru ákaflega ánægðir með heimsóknina og rómuðu allar móttökur, hvort heldur hjá félögum Kiwanisklúbbsins Ós eða annarra sem veittu þjónustu, gistingu og veitingar. Það er okkur sem að þinginu stóðu alveg fullljóst að án stuðnings og hjálpar frá fyrirtækjum, sveitarfélaginu og einstaklingum hefði þetta aldrei tekist svo afburða vel sem raunin var á. Margt Kiwanisfólk fullyrti að þetta væri líklega besta og skemmtilegasta umdæmisþing sem haldið hefur verið og lofaði allar móttökur og gestrisni Hornfirðinga. Ég vil fá að þakka öllum bæjarbúum fyrir að taka svona vel á móti okkar gestum og aðstoða okkur á allan hátt. Í tilefni þingsins ákvað styrktarsjóður Kiwanis að gefa nýtt heyrnamælitæki fyrir skólahjúkrun á Hornafirði en eldra tækið var ónothæft. Við setningu þingsins afhenti Björn Ágúst Sigurjónsson formaður styrktarsjóðsins tækið með óskum um að það komi sér vel vegna heilsugæslu barna á Höfn og tók Jóna Bára Jónsdóttir við gjöfinni fyrir hönd HSSA. Stefán B. Jónsson, formaður umdæmisþingnefndar 2011
NÝR OPNUNARTÍMI
Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 13:00 - 17:00. Fimmtudaga og föstudaga kl. 10:00 - 18:00. Á örfá stykki af EGF húðkremum eftir. ECO.KID lúsasjampó, næring o.fl. Frábær vörn gegn lúsinni.
Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821
Eystrahorn
@VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& www.inni.is
FÉLAG FASTEIGNASALA
Vildaráskriftina má greiða =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& í Landsbankanum lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h
HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Hilmar Gunnlaugsson, Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249
hrl.HornafjarðarMANNI og lögg. Útgefandi:............ fasteignasali
Ritstjóri og s. 580 7902 ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126
Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari
Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður
Höfðavegur
Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari
Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum
Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908
LÆKKAÐ VER
Ð
Fallegt 107,6 m² einbýlishús ásamt 49,7 m² bílskúr samtals 157,3 m², mikið endurnýjað að utan og endurnýjaðar lagnir.
Hafnarbraut
Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum
Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum
Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916
Gott 178,5 m² einbýlishús með 67,5 m² innbyggðum bílskúr, samtals 246 m² . 4 -5 herb. 2 rúmgóðar stofur, mikið útsýni og góð staðsetning.
Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík
Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907
Miðtún
TILBOÐ ÓSKAS
T
Rúmgott 133,7 m² einbýlishús, timbur, ásamt sökkli af bílskúr. 5 svefnherbergi, getur losnað fljótt.
Eystrahorn
Fimmtudagur 29. september 2011
3
Frá Sunddeild Sindra
Árleg inflúensubólusetning Bólusetning gegn inflúensu hefst mánudaginn 3. október nk. á heilsugæslustöð Hornafjarðar. Bólusett er virka daga frá kl. 11:00 - 12:00 og 13:00 - 14:00 til 7. október. Eftir það virka daga milli kl. 11:00 - 12:00. Ekki þarf að panta tíma. Landlæknir hvetur sérstaklega alla 60 ára og eldri og þau börn og fullorðna sem haldnir eru langvinnum sjúkdómum að láta bólusetja sig.
Nú eru haustæfingar byrjaðar hjá Sunddeildinni eins og öðrum og eru þær með svipuðu sniði og hefur verið. Þó höfum við heldur bætt í hjá okkur og eru nú þeir sem komnir eru í 6. bekk og eldri að æfa þrisvar í viku í stað tvisvar. Einnig er Garpasund nýjung hjá deildinni en það eru almennar sundæfingar fyrir fullorðna undir handleiðslu þjálfara og eru þær tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18.15. Vel hefur verið mætt í þann tíma – sundlaugin er stór og getum við alveg bætt nokkrum görpum við. Á garpaæfingar eru allir velkomnir sem orðnir eru 17 ára, bæði karlar og konur. Þjálfari Sunddeildar er Þuríður Snorradóttir. Helgina 7. - 9. október nk. verða hjá okkur æfingabúðir fyrir krakka 10 ára og eldri. Höfum við boðið sunddeildum af Austurlandi til þátttöku og má búast við fjölmörgum sundiðkendum miðað við undirtektir sem við höfum fengið. Æfingar verða á laugardegi og fyrri part sunnudags. En á milli tækniæfinga og þolþrauta munu Sindra sundkapparnir sýna gestunum bæinn okkar og fara í leiki. Í nóvember stefnum við svo á bikarmót UÍA á Djúpavogi og er það orðinn fastur liður á haustönn og ætlum við okkur stóra hluti þar enda með frábært sundfólk í deildinni okkar og höfum síðustu ár verið með stærri hópum á mótinu. Því miður er ekki keppt í garpaflokki á bikarmótinu en garpar eru að sjálfsögðu velkomnir með í stuðningsliðið. Einnig munum við fara í dósasöfnun líkt og undarfarin misseri. Við ætlum að vera á ferðinni einu sinni fyrir áramót og einu sinni eftir áramót.
Hafnarkirkja
Sunnudaginn 2. október Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00 Sóknarprestur
Aðalfundur Aðalfundur Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga verður haldinn í Ásgarði á Höfn, þriðjudaginn 11. október, kl. 20:00 Dagskrá: • Aðalfundarstörf • Lagabreytingar • Kjördæmisþing KSFS 2011 • Bæjarmálefni Hvetjum félagsmenn til að mæta og eiga gagnleg skoðanaskipti. Stjórnin
Sjáumst í sundi Sunddeild Sindra
Opið hús
Sjálfstæðisfólk
í félagsmiðstöðinni Þrykkjunni Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Opið hús í hádeginu fyrir Heppuskóla
Opið hús í hádeginu fyrir Heppuskóla
Opið hús í hádeginu fyrir Heppuskóla
Opið hús í hádeginu fyrir Heppuskóla
Opið hús í hádeginu fyrir Heppuskóla
Opið hús fyrir 6. og 7. bekk Kl: 14:10-16:00
Opið hús fyrir 7. - 10. bekk kl.14:30-17:00
Opið hús fyrir 6. og 7. bekk Kl: 14:10-16:00
Opið hús fyrir 5. bekk kl.14:30-17:00
Opið hús fyrir 6. og 7. bekk Kl: 14:10-16:00
Opið hús fyrir 8.-10. bekk kl.20:00-22:00
Opið hús fyrir 8.-10. bekk kl.20:00-22:00
Í tímanum frá kl. 14:10 eða 14:30 verður boðið upp á aðstoð við heimanám Þessi stundatafla er sett fram með fyrirvara um breytingar Aðrir viðburðir og klúbbastarf verða auglýstir sérstaklega Við hlökkum til að hitta ykkur
Starfsfólk Þrykkjunnar
Opið hús fyrir 8.-10. bekk kl.20:00-22:00
Félagsfundur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 4. október kl. 20:00 Aðalefni fundarins er kosning fulltrúa á Landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldin verður 17. - 20. nóvember Fundurinn er haldin á vegum Fulltrúaráðs, Sjálfstæðisfélags A-Skaft. og Félags ungra sjáfstæðismanna
4
Fimmtudagur 29. september 2011
Eystrahorn
Íbúaþingið ekki til skrauts Íbúaþingið sem haldið var í febrúar var mikilvægt. Strax eftir þingið var sett af stað aðgerðaáætlun sem þingið lagði til. Jafnframt voru hugmyndir sem komu fram í umræðu settar í áframhaldandi vinnu hjá starfsmönnum og nefndum sveitarfélagsins. Tilgangur með þessari grein er að kynna hvernig þinginu var fylgt eftir af hálfu sveitarfélagsins. Markmiðið var að leiða saman íbúa sveitarfélagsins til að ræða framtíð samfélagsins og móta aðgerðir til að efla það.
Bretta upp ermar Ekki er mögulegt að gera öllum verkefnum skil en hér verða tekin nokkur dæmi um aðgerðir sem íbúaþingið hvatti til: a. Einbýli á hjúkrunarheimili 2016: Í byrjun sumars fór stjórn HSSA í kynnisferð um landið til að skoða önnur hjúkrunarheimili og bera saman við aðstæður á Hornafirði. Stjórn HSSA hefur unnið að stefnumótun og að tillögu hennar samþykkti bæjarráð á fundi þann 19. september að leggja til við ráðherra byggingu nýs 26 rýma hjúkrunarheimili sem opnað verði sem allra fyrst. Ráðherra hafa verið kynnt þessi áform og verður áfram þrýst á úrbætur. b. Lagning og viðhald göngustíga í kringum Höfn. Sumarið 2010 var boðinn út annar áfangi í gerð göngustígs frá Leiðarhöfða að Óslandshæð. Jarðvegsskipt verður í þessum áfanga og malbikaður næst þegar sveitarfélagið ræðst í stórtækar malbikunarframkvæmdir. c. Efla fyrirtæki sem eru í rekstri. Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun setja á fót verkefni á þessum vetri með starfandi fyrirtækjum í sveitarfélaginu með það að markmiði að styrkja rekstrargrundvöll þeirra. d. Fjölga gistinóttum með vetrardagsskrá. Bæjarráð hefur sett á fót starfshóp, skipaðan fulltrúum allra framboða sem sæti eiga í bæjarstjórn auk Ríki Vatnajökuls og félagssamtaka. Markmiðið er að gera tillögu að viðburðum og hátíðum sem eflt geta ferðaþjónustu í
sveitarfélaginu, allt árið. e. Efla matargerð í héraði. Bæjarráð Hornafjarðar hefur samþykkt að endurnýja samning við Matís um stuðning við smáframleiðendur matvæla í héraðinu og í vinnslu er langtímasamningur um leigu Matís á aðstöðu undir matarsmiðju. Þá hefur sveitarfélagið lagt áherslu á að við uppbyggingu atvinnu- og menningarlífs við Hafnarvík og Heppu að heimamarkaðsbúðinni verði tryggður varanlegur staður undir starfsemi sína. f. Lengja opnunartíma á upplýsingamiðstöð. Sveitarfélagið hefur verið í viðræðum við Vatnajökulsþjóðgarð um að taka að sér rekstur sýningar um mannlíf og náttúrusvæðisins þar sem einnig væri góð aðstaða fyrir ferðamenn að sækja upplýsingar um afþreyingu og þjónustu í sveitarfélaginu. g. Vinna að uppbyggingu Miklagarðs, flytja Gömlubúð og vinna hugmyndavinnu um Hafnarvík og Heppu. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur lokið deiliskipulagi fyrir svæðið þannig að ekkert er til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir. Gert er ráð fyrir að Gamlabúð verði flutt á hafnarsvæðið árið 2012 en endanleg
ákvörðun verður tekin við næstu fjárhagsáætlun. Í langtímaáætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að hefja framkvæmdir við endurbætur á Miklagarði árið 2013. h. Orkumál. Undanfarna mánuði hefur mikil vinna verið lögð í að skoða ýmsa möguleika í orkuöflun fyrir sveitarfélagið. Ítrekað hefur verið fundað með Rarik um uppbyggingu hitaveitu frá Hoffelli. Sett hefur verið á verkefni með öðrum sveitarfélögum og ráðgjöfum um hagkvæmni stórra og smárra varmadæla fyrir atvinnurekstur og íbúðir. Unnið er að kortlagningu sjávarfalla utan Óss með Siglingastofnun og Verkís meðal annars til að kanna afl þeirra. Fundað hefur verið með Landsvirkjun um fýsileika orkuöflunar með vindorku og teknar saman grunnveðurfarsupplýsingar í því sambandi. Gerður var samningur (reyndar fyrir íbúaþingið) við Jarðræktarfélag AusturSkaftfellinga um ræktun olíufræja og kannað hefur verið hvort áhugavert sé að vinna metan af urðunarstað sveitarfélagsins. Atvinnu- og menningarmálanefnd hefur ákveðið að taka saman á heildstæðan hátt raunhæfar aðgerðir og stefnumörkun í orkumálum.
i. Hanna, skipuleggja og hafa yfirumsjón með byggingu listamiðstöðvar. Á vegum bæjarráðs, Grunnskóla Hornafjarðar, Framhaldsskólans og frumkvöðla var farin ferð umhverfis landið. Stefna var mótuð og unnið að því að taka næstu skref. Stefnan gerir ráð fyrir að innan fimm ára verði komin upp góð aðstaða til list- og verknáms, samstarf við hönnunardeild Listaháskóla Íslands og smiðja fyrir smáframleiðslu, prófanir og frumkvöðlastarf. j. Keppni björgunarsveita í fjallamennsku. Gerður var samningur á milli sveitarfélagsins og Björgunarfélagsins í ágúst þar sem markmiðið er m.a. að koma á fót sérhæfðum fjallaog sleðahópi. Einnig var í samningnum gert ráð fyrir að kynna starfið sérstaklega fyrir ungmennum. k. Auka endurvinnslu í sveitarfélaginu og bæta þjónustu við íbúa. Umhverfisog skipulagsnefnd hefur það sem verkefni núna í haust að fara ofan í saumana á þessum málum. Farin verður kynnisferð á staði sem hafa innleitt svokallað 3ja tunnu kerfi og svokallað 2ja tunnu kerfi. Þá verður sérstaklega skoðað hvernig bæta megi aðstöðu í gámaporti og auka þjónustu við íbúa og fyrirtæki í sveitum. Taka skal fram að umhverfis- og skipulagsnefnd stóð fyrir sérstöku átaki núna í vor um að hirða brotajárn í sveitum, íbúum þar að kostnaðarlausu.
Heilsuefling og nýsköpunar- og frumkvöðlahelgi Eins og ofangreind upptalning leiðir í ljós var vinnu íbúaþingsins síður en svo stungið undir stól. Fjölmörg verkefni þingsins hafa hlotið brautargengi og áfram verður haldið. Þingið skilaði mikilvægri vinnu fyrir aðalskipulag sveitarfélagsins, ekki síst þann hluta skipulagsins þar sem setja á fram skýr markmið og leiðir um eflingu samfélagsins. Umhverfis- og skipulagsnefnd vinnur nú að gerð aðalskipulags og er markmiðið að ljúka þeirri vinnu í vetur. Í þeirri vinnu
Eystrahorn
Fimmtudagur 29. september 2011
verða allar tillögur sem íbúaþingið setti niður á kort ræddar, útfærðar og tekin afstaða til hvort þær eigi heima í tillögu nefndarinnar að nýju aðalskipulagi. Eitt af því sem íbúaþingið lagði áherslu á var að gera þyrfti samræmda lýðheilsuog forvarnarstefnu fyrir samfélagið. Hópur fólks hefur unnið að undirbúningi málþings um heilsueflingu og heilbrigðan lífsstíl sem haldið verður í Mánagarði 5. október nk. Þann 18. – 20. nóvember nk. verður atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Hornafirði í samstarfi sveitarfélagsins og Innovit sem er nýsköpunar- og frumkvöðlasetur. Markmiðið með helginni er að fólk byrji að vinna að frumgerð á ákveðinni vöru eða þjónustu. Á þriðja tug frumkvöðla og aðila með víðtæka reynslu og menntun verða þátttakendum til aðstoðar. Að helginni lokinni geta þátttakendur síðan unnið áfram með vel mótaðar viðskiptahugmyndir og látið þær verða að veruleika. Íbúaþingið var því ekki til skrauts heldur raunverulegt afl sem dreif áfram ýmsar aðgerðir á vegum sveitarfélagsins. Ef ofangreind verkefni komast í höfn og skila árangri stöndum við sterkar að vígi en áður. Kristján Sigurður Guðnason, bæjarfulltrúi
5
Vel var tekið á móti Trillukörlum og konum í Zadar í Króatíu
Dagana 27. ágúst til 4. september fóru félagar úr smábátafélaginu Hrollaugi til Zadar í Króatíu. Hrollaugur hefur haldið árshátíð sína erlendis annað hvert ár og er markmiðið að heimsækja einhvern sem er frá Hornafirði en býr erlendis. Í þetta skiptið var það Axel Jónsson og Fanney Þórhallsdóttir sem tóku á móti hópnum með glæsibrag. Axel er meðeigandi í fyrirtæki sem rekur túnfiskeldi og meðan hann var í vinnunni gerðist Fanney leiðsögumaður hópsins um Zadar hvort sem var á nóttu eða degi. Menn voru sammála um að hápunktur ferðarinnar hafi verið sigling sem Axel bauð upp á með einum af sardínuveiðibátunum til að skoða kvíarnar
þar sem túnfiskurinn er alinn. En þeir veiða sardínu sem þeir fóðra svo túnfiskinn á. Þegar að kvíunum kom var báturinn stöðvaður og fólki boðið grillaðar sardínur og túnfisk að borða en líka var boðið upp á sundsprett með túnfiskinum. Þegar litið var yfir kvíarnar eftir að hópur Hornfirðinga hafði stungið sér til sunds var eins og endurskinsmerki flytu þar um. Túnfiskurinn varð hins vegar svo skelfdur við þessa innrás að hann át ekki í tvo daga á eftir. Sagði Axel að smábátafélagið Hrollaugur gæti átt von á fjárnámskröfu til að hafa upp í tjónið sem af þessu hlaust. Hópurinn þakkar Axel og Fanney kærlega fyrir höfðinglegar móttökur.
markhonnun.is
GOURMET LAMBALÆRI AF NÝSLÁTRUÐU
Kræsingar & kostakjör
1.395kr/kg áður 1.698 kr/kg
GÓÐA HELGI! NAUTAHAKK FERSKT 12%
34%
GOURMET LAMBAHRYGGUR AF NÝSLÁTRUÐU
ROAST BEEF KRYDD INNRALÆRI
afsláttur
989
1.699
kr/kg áður 1.498 kr/kg
ÞORSKFLÖK
ROÐ- OG BEINLAUS
2.249
kr/kg áður 1.985 kr/kg
45%
25%
afsláttur
kr/kg áður 2.998 kr/kg
GRÍSASKANKAR
EPLI JONAGOLD
FERSKIR
50%
afsláttur
afsláttur
40%
299
kr/kg áður 1.798 kr/kg
TÓMATSAFI
THE CO-OPERATIVE
99
kr/kg áður 498 kr/kg
28%
HRÍSKÖKUR LJÓSAR ERÐA DÖKKAR
kr/kg áður 198 kr/kg Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.
998
afsláttur
NETTÓ KAFFI 400 G
afsláttur
129
kr/kg áður 179 kr/kg
198
399
kr/pk. áður 239 kr/pk.
Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is
kr/pk. áður 459 kr/pk.
Tilboðin gilda 29.sept - 2. okt.
Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes
eða meðan birgðir endast