Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 4. október 2012
34. tbl. 30. árgangur
Nemar á ferð Dagana 8. -12. október verða um 60 nemendur frá Háskóla Íslands í námsferð á Hornafirði. Þessir nemendur eru í landfræði og ferðamálafræði og er ferðin hluti af námi þeirra. Þar fá þeir þjálfun í að vinna rannsóknarverkefni sem felast meðal annars í að safna ýmiss konar gögnum á vettvangi. Íbúar Hornafjarðar mega því eiga von á því að þeir verði beðnir um að svara spurningalistum eða taka þátt í viðtali við rannsakendur. Að sögn Þorvarðar Árnasonar, forstöðumanns Háskólasetursins, er þetta þriðji nemendahópurinn frá Háskóla Íslands sem heimsækir Hornafjörð nú í ár. "Um síðustu helgi voru 25 nemendur í Umhverfis- og auðlindafræði hér á námskeiði um Vatnajökulsþjóðgarð en slíkt námskeið er nú haldið á hverju ári og nýtur mikilla vinsælda. Alls munu sjö nemendahópar heimsækja Háskólasetrið á þessu ári og koma sumir langt
Glaðbeittir nemar í Umhverfis- og auðlindafræði fyrir framan Skaftafellsjökul um síðustu helgi
að, til dæmis kom einn hópur alla leið frá Vancouver í Kanada. Gróflega má áætla að þessar ferðir skili samtals um 400500 gistinóttum inn á svæðið og svo bætast kannski 100 gistinætur við vegna ráðstefna og vinnufunda, mest allt utan háannar." Þessi þáttur í starfsemi Háskólasetursins leiðir því til
nokkurs konar "menntatúrisma" sem getur verið töluverð búbót fyrir ferðaþjónustuna, segir Þorvarður, þótt megintilgangur námsferðanna sé auðvitað að upplifa og læra."Nemendurnir eru að koma hingað til að fræðast um stórbrotna náttúru, sérstæða menningu, samfélag eða sögu en verða um leið
ferðamenn. Í ferðum sem þessum kvikna oft hugmyndir að námsverkefnum, þannig er t.d. búið að skrifa fimm mastersritgerðir um Vatnajökulsþjóðgarð á allra síðustu árum. Við gætum eflaust fjölgað slíkum námsferðum töluvert ef við hefðum meiri tíma og mannskap - það er a.m.k. enginn skortur á áhugaverðum rannsóknaog kennsluverkefnum hér á Hornafirði!" Sem dæmi nefnir Þorvarður að það er sennilega hvergi í heiminum auðveldara - eða nærtækara - að læra um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra en einmitt hér. Námskeið um áhrif loftslagsbreytinga á hornfirska jökla hefur verið á teikniborðinu hjá Háskólasetrinu um töluverða hríð og verður vonandi að veruleika innan tíðar en samhliða því hefur Setrið líka áhuga á að auka upplýsingaflæði til ferðamanna um þau mál, segir Þorvarður að lokum.
Er innanlandsflugið í hættu? Sveitarfélög á landsbyggðinni létu vinna fyrir sig skýrslu um áhrif flugvallar í Reykjavík og færslu hans til Keflavíkur. Í skýrslunni segir að ef innanlandsflug flyst frá Reykjavík leggist flug til Hornafjarðar nánast af og öryggi sjúklinga stefnt í hættu vegna aukinnar fjarlægðar í sjúkrahúsin í Reykjavík. Skýrslan er unnin af KPMG og byggir á viðtölum við fjölmarga aðila til að fá ólík sjónarmið. Þar kemur fram að ef þessar breytingar á innanlandsflugi verða að veruleika þá er talið að fækkun flugfarþega verði allt að 40%. Fækkun farþega stafar af lengri ferðamáta, fólk velur sér að fara frekar með bílum og þá hækki verð fargjalda í kjölfarið. Fækkun flugfarþega verður of mikil og nýting sæta ekki nægjanleg til að flug geti haldið áfram til Hornafjarðar og fleiri staða á landsbyggðinni. Verð á farmiðum gæti hækkað töluvert, sem hefur aftur áhrif á farþegafjöldann. Einnig kemur fram að hægt sé að halda áfram með flug til Hornafjarðar ef það verði ríkistyrkt, en þá geti flugferðum fækkað til að halda ásættanlegri sætanýtingu. Þá kemur fram að slíkt geti haft þau neikvæðu áhrif að endanlegur farþegafjöldi verði ekki
nægjanlegur til að bera flugleiðina. Sýnt er fram á að sjúkraflug verði ekki jafn öruggt og það er í dag ef flugvöllur í Vatnsmýrinni leggst af. Þá þurfi að gera ráð fyrir slíkri þjónustu í Keflavík og jafnvel gera ráð fyrir að byggja nýtt hátæknisjúkrahús nær Keflavík til að auka öryggi landsbyggðarinnar. Þá er sýnt fram á að öll fagleg þjónusta við landsbyggðina geti verið í hættu og erfiðara verði að fá fagfólk af höfuðborgarsvæðinu í ýmsar stytti ferðir eins og gestakennslu, fyrirlestra og ráðstefnur vegna aukins kostnaðar. Einnig er hætta á hækkun á rekstarkostnaði hjá fyrirtækjum sem nýta sér ýmsa sérfræðiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu sem gæti leitt til fækkunar fyrirtækja á landsbyggðinni.
Óvissa ríkir um ferðaþjónustu þar sem Keflavíkurflugvöllur gæti skapað tækifæri til að flytja ferðamenn beint á landsbyggðina. Bent er á að flestir ferðamenn sæki í höfuðborgarsvæðið og gætu því ýmsar dagsferðir með flugi þaðan lagst af. Þrátt fyrir að flugfarþegum hafi fjölgað um Hornarfjarðarflugvöll síðust ár þá er sýnt fram á að farþegum fækkar ef flutningur flugvallar verður að veruleika. Landbyggðin verði afskekktari, erfiðara verður að sækja menningu og aðra þjónustu, heilbrigðisþjónusta verði enn dýrari og geti haft áhrif á búsetuval fólks til lengri tíma litið.
2
Fimmtudagur 4. október 2012
Eystrahorn
Haustfundur
Haustvörurnar streyma í hús
Árlegur haustfundur félags eldri Hornfirðinga verður haldinn laugardaginn 13. október n.k. kl. 15:00 í Ekru. Vetrardagskrá 2012 til 2013 kynnt. Kaffiveitingar. Nýir félagar velkomnir.
Ný sending af Tamaris skóm Allir spariskór á 15% afslætti fimmtudag - laugardag
Stjórn Félags eldri Hornfirðinga
Hafnarkirkja bjarnanesprestakall.is
Sunnudaginn 7. október Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00 Prestarnir
Skóum okkur upp fyrir helgina Opið virka daga kl. 13:00 - 18:00 laugardaga kl. 13:00 - 15:00
Arnar Þór Guðjónsson
háls-, nef- og eyrnalæknir verður með stofu á heilsugæslustöð Hornafjarðar 16. - 17. október n.k. Tímapantanir í síma 470-8600.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar
Ingólfs Vopna Ingvasonar Hrísbraut 2a Höfn Birna R. Aðalsteinsdóttir Jóhanna Íris Ingólfsdóttir Ingvi Ingólfsson Anna Soffía Ingólfsdóttir barnabörn, systkini og fjölskyldur þeirra
Til sölu vegna flutninga
Electrolux þvottavél 7 kg. 1400 snúninga, 2ja ára, verð 65.000 kr. Einnig gamall bekkur með rauðu plussáklæði og haus, verð 15.000- kr. Upplýsingar gefur Guðný í síma 893-9791 á fimmtudag og föstudag.
Bíll til sölu
Toyota Rav4 árgerð 2002, ekinn 169.000 km. Upplýsingar gefur Hrefna í síma 862-2926.
Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Bókaútsala í Nettó Næstu daga verður hægt að kaupa bækur frá Bókaútgáfunni Hólum á hlægilegu verði í Nettó á Höfn. Þar eru gamansögur, ævisögur, ljóð og bækur af öðrum toga – bækur sem komu út árið 2011 eða fyrr. Vafalítið geta margir gert þarna góð kaup.
Rakaraskipti Ásbjörn rakari hefur ákveðið að hætta starfsemi og selja rakarastofuna. Ásbjörn byrjaði að klippa fólk fyrir tæpum 40 árum, eða árið 1973 og er búinn að klippa ansi margan kollinn. Fyrst var hann í forstofuherberginu heima hjá sér að Kirkjubraut 40. Hann rifjar það upp að fyrsti viðskiptavinurinn hafi verið Kristján heitinn Gústafsson. Síðan 1978 hefur rakarastofan verið í núverandi húsnæði en Baldvin Guðlaugsson (sonur Aðalbjargar Baldvinsdóttur og Guðlaugs Vilhjálmssonar) hefur fest kaup á stofunni og opnar í næstu viku. Baldvin lærði og vann á Rakarastofunni Klappstíg í mörg ár en Sonja dóttir Ásbjörns vann þar líka á sama tíma. Baldvin sagðist vera mjög ánægður að vera kominn heim og hvernig mál fjölskyldunnar hafa þróast en eiginkona hans er Elín Freyja Hauksdóttir læknir og eiga þau fimm ára son, Daníel Hauk. Baldvin býður alla velkomna til sín og vonast til að verða jafn farsæll í starfi og Ásbjörn hefur verið alla tíð. Ásbjörn vill koma á framfæri þökkum til allra viðskiptavina á liðnum árum og óskar nýjum Ásbjörn og Baldvin voru hressir og brugðu á leik þegar blaðamaður heimsótti þá á eiganda velfarnaðar. rakarastofuna.
Eystrahorn
Fimmtudagur 4. október 2012
Opnunartími stofnana frá 1. október 2012
3
Fjölbreytt nám í FAS Fjallamennska
Sundlaug Hornafjarðar Virka daga kl. 06:45 – 21:00
Helgar
kl. 10:00 – 17:00
Bókasafn í Nýheimum Virka daga
kl. 09:00- 17:00
Listasafn Hornafjarðar
Virka daga
kl. 09:00 - 12:00 kl. 12:30 – 15:00
Ráðhús Hornafjarðar
Virka daga
kl. 09:00 - 12:00 kl. 12:30 – 15:00
Aðalfundur Karlakórsins Jökuls verður haldinn mánudaginn 15. október kl. 20:00 í Hafnarkirkju. Venjuleg aðalfundarstörf.
Á dögunum héldu nemendur í fjallamennsku að Hnappavallahömrum ásamt leiðbeinendum í fyrstu æfingaferð vetrarins. Ferðin tók alls tíu daga og var slegið upp tjöldum í nánd við klettana. Aðstæður til að æfa klifur í klettunum eru þar mjög góðar. Þar hafa áhugamenn um klifur byggt skála yfir gamla tóft sem nú nýttist vel sem kennslustofa. Nemendur lærðu undirstöðuatriði klettaklifurs, björgunarkerfi, þverun straumvatna og undirstöðu rötunar og notkun á áttavita. Fyrri hluti dagsins var nýttur í bóklega kennslu en seinni hlutanum varið til verklegra æfinga eða allt þangað til að pottaglamur og gufustrókar úr prímusum undirbjuggu girnilega og skemmtilega stemningu. Eftir kvöldmat fór mestur tími í æfingar á því sem kennt var fyrr um daginn og/eða til klettaklifurs að kvöldlagi. Veðurofsi í byrjun námskeiðsins hægði aðeins á hópnum og nemendur þurftu að takast á við ekta íslenskar aðstæður. Það er ekki síður mikilvægt að vita að það geti verið allra veðra von á Íslandi. Frábær ferð með frábæru fólki, Takk fyrir öllsömul! Ragnar Þór Þrastarson, Fjallamennskusviði FAS
Stjórnin Hjá okkur færð þú silfurútgáfu af bleiku slaufunni hannaða af Sign í Hafnarfirði. Allur ágóði af sölu hennar rennur til Krabbameinsfélags Íslands
Úrval af rúmum og dýnum í öllum gerðum og stærðum Verslunin er opin virka daga kl. 13:00 - 18:00 Höfum opnað aftur á laugardögum frá kl. 13:00 - 15:00
Húsgagnaval Sími 478-2535 / 898-3664
Trölli verður lokaður 8. til 15. október Opnum aftur 16. október Sími 478 - 1505 / 691 – 8502 / nova 776 - 1501
Náttúrurannsóknir Fyrstu vikuna í september fóru nemendur í NÁT103 út á Skeiðarársand en þar eru fimm 25 m2 reitir þar sem fylgst er með gróðurframvindu og lífríki. Nemendur telja plöntur í hverjum reit, flokka þær eftir tegundum og mæla hæð og ársvöxt. Ef plöntur hafa rekla þarf að telja þá. Nemendur eiga að áætla gróðurþekju í reitunum og greina háplöntur ef þær eru til staðar. Síðast en ekki síst skoða nemendur ummerki um skordýr og beit. Ferðin gekk í alla staði vel. Þegar heim var komið unnu nemendur úr mælingum og báru saman við niðurstöður fyrri ára. Það hafa orðið töluverðar breytingar. Enn er mikið af ösku á svæðinu frá því í gosinu í maí á síðasta ári. Litlar plöntur sem voru að skjóta rótum í fyrra eru að stórum hluta horfnar. Það á við bæði um birki- og víðiplöntur. Þá eru áberandi færri tré með rekla miðað við á síðasta ári. Það sem hópnum þótti hvað markverðast núna er að mjög mikið var af krækiberjum og eins sást hópur rjúpna sem líklegast var að nýta sér ætið. Að lokum má geta þess að á síðasta vetri fékk FAS styrk frá Vinum Vatnajökuls til að safna saman og koma á framfæri upplýsingum sem fást með reglulegum mælingum nemenda. Á vefnum http://nattura.fas.is/ má skoða upplýsingar frá reglubundnum vöktunarverkefnum nemenda. Hjördís Skírnisdóttir
Rauðakrossbúðin
er opin laugardaginn 6. október kl. 11:00 – 15:00 Þá er langur laugardagur og Göngum til góðs
Sveitarfélagið Hornafjörður
auglýsir tvö störf laus til umsóknar
Garðyrkjufræðingur Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsóknum í starf sem felur í sér umhirðu opinna svæða. Leitað er eftir jákvæðum, sjálfstæðum og hugmyndaríkum einstaklingi sem er tilbúinn í að móta nýtt starf í einu fallegasta sveitarfélagi landsins sem leggur DXNQD iKHUVOX i XPKYHUÀ VLWW RJ iVìQG
Slátursala hefst fimmtudaginn 4.október og lýkur föstudaginn 26.október.
Helstu verkefni:
Umsjón með öllum opnum svæðum í sveitarfélaginu. 8PVMyQ PHê XPKYHUÀ VWRIQDQD VYHLWDUIpODJVLQV Taka þátt í hönnun opinna svæða og áningarstaða. 9HUD OHLêDQGL t VWDUÀ 9LQQXVNyOD Önnur tilfallandi störf í þjónustustöð.
Opið frá kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00 alla virka daga
Hæfniskröfur Menntun eða reynsla af garðyrkjustörfum nauðsynleg. 6NLSXODJVK ÀOHLNDU UtNXU îMyQXVWXYLOML RJ OLSXUê t PDQQOHJXP VDPVNLSWXP Reynsla af stjórnun æskileg. Góð almenn tölvukunnátta.
Helstu verkefni:
Sinnir tilfallandi verkefnum í þjónustustöð
Hæfniskröfur Vinnuvélaréttindi nauðsynleg. Vigtarréttindi æskileg Ríkur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum.
Sími í slátursölu er 840-8877
Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Birgir Árnason, sími 895-1473, netfang birgir@hornafjordur.is Umsóknarfrestur er til 15. október 2012 og skal stíla umsókn á Sveitarfélagið Hornafjörð, Hafnarbraut 27, 780 Hornafjörður merkt „Garðyrkjufræðingur“ eða “Vélamaður”.
+
Afurðarsalan er á neðstu hæð, gengið inn frá bryggju. Í öllum tilfellum er veruleg hagræðing í því að vörur séu pantaðar fyrirfram.
Vélamaður
EÐA
SLÁTURSALA Á HÖFN 2012
+
Hollur og góður matur á frábæru verði Geymið auglýsinguna
=
OSTBORGARI
Franskar kartöflur og ½ l. gos í plasti
1.095 kr.
FRÁBÆR OG FREISTANDI VEITINGATILBOÐ EÐA
N1 HÖFN SÍMI: 487 1940
+
+
=
PÍTA
Kjúklingur eða buff, franskar kartöflur og ½ l. gos í plasti
1.395 kr.