Eystrahorn 34. tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 10. október 2013

34. tbl. 31. árgangur

Flatey í höndum heimamanna Töluverð óvissa hefur verið með framtíð kúabúsins í Flatey. Nú hefur hlutafélagið Selbakki, sem er dótturfélag SkinneyjarÞinganess, keypt búið og vonandi tryggt áframhaldandi rekstur þess. Eiríkur Egilsson bóndi á Seljavöllum hefur um nokkurn tíma hvatt til og rætt við menn um hvernig tryggja mætti eignarhald heimamanna á búinu. Í viðtali við blaðið sagði hann m.a.; „ Fyrir um ári síðan fór ég að leita fyrir mér með hugsanlega fjárfesta vegna kaupa á Flatey með það í huga að áfram væri mjólkurframleiðsla þar. Bar ég niður hjá eigendum Skinneyjar-Þinganess sem tóku mér vel og voru tilbúnir að skoða hugmyndina. Síðan hafa farið fram viðræður og óskað var eftir að ég kæmi að rekstrinum og ynni að málinu með nýjum eigendum. Nú er sem sagt komin niðurstaða sem hlýtur að vera öllum fagnaðarefni. Það skiptir máli að verja þessi störf og það hefði haft slæm áhrif á landbúnaðarsamfélagið hér ef fyrirtækið hefði horfið á braut. Flatey er ein besta jörð á landinu hvað stærð og landgæði snertir. Möguleikar eru góðir að auka heimfengið fóður á kostnað aðkeypts erlends fóðurs og aðstaða er til að bæta við mjólkandi kúm sem eru 90 í dag. Það er skynsamlegt að nýta róbótana og mannskapinn sem er fyrir

hendi. Auðvitað þarf eitthvað að taka til eftir svona erfiðleikatímabil. Starfsfólkið er endurráðið en það hefur sýnt mikla þolinmæði og tryggð í óvissuástandi og þrengingum undanfarið.“ Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Selbakka hafði þetta að segja um málið; „Sú var tíðin að útgerð og fiskvinnsla leitaði í nágrannasveitir eftir vinnuafli á vertíðum, sem efldi mjög þá þéttbýliskjarna sem mynduðust í tengslum við öflugar sveitir, þannig tóku allir þátt í að efla útgerð, fiskvinnslu, verslun og þjónustu til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Nú hefur verulega hallað á sveitirnar. Þegar Eiríkur á Seljavöllum leitaði til okkar, sáum við að þarna kynni að vera spennandi tækifæri að takast á við með fólki sem býr yfir mikilli þekkingu. Áður en vetur gengur í garð þarf að fullnýta þann búnað sem til staðar er, og því verður mjólkandi kúm fjölgað í 120, enda nægt fóður til staðar. Þá þarf að byggja haughús á næsta ári og hús fyrir kálfaeldi. Einnig er mikilvægt að fara yfir áform fyrri eigenda um kornræktun, þar kunna að leynast miklir möguleika í nýtingu jarðarinnar.“

Friðrik Reynisson og Kristín Egilsdóttir hafa verið fastir starfsmenn nánast frá upphafi. Þriðji starfsmaðurinn er Páll Sigfinnsson.

„Húrra nú ætti að vera ball“ sem endaði vel Laugardaginn 29. september voru haldnir vel sóttir og stórskemmtilegir tónleikar og fjörugur dansleikur í Sindrabæ. Hvatinn að þessari samkomu var að minnast ýmissa tímamóta en einstaklingar (hljómsveitarstjórarnir Haukur Helgi og Gunnlaugur Þröstur sjötugir) og einhverjar hljómsveitir áttu tímamótaafmæli og fimmtíu ár eru frá vígslu Sindrabæjar. Hátt í 60 manns komu að samkomunni og ýmsir aðilar styrktu framkvæmdina. Tilefnið var gott og ánægjulegt að ágóðinn fór fram úr björtustu vonum eða rúmlega 400 þúsund kr. sem afhentar voru fulltrúum Krabbameinsfélags Suðausturlands. Í framkvæmdanefndinni voru: Haukur Helgi Þorvaldsson, Heimir Heiðarsson, Jóhann Morávek, og Örn Arnarson. Ýmsir aðilar og einstaklingar aðstoðuðu og styrktu framtakið auk tónlistarfólksins s.s. Flugfélagið Ernir, Skinney-Þinganes, Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum, Efnalaug Dóru, Eystrahorn, Tónskóli Austur

Frá afhendingu ágóðans, framkvæmdanefndin ásamt Gunnlaugi Þresti Höskuldssyni og fulltrúum krabbameinsfélagsins sem voru auk Esterar þær Ólöf Óladóttir og Eyrún Axelsdóttir.

Skaftafellssýslu, Þorsteinn Sigurbergsson og Runólfur Hauksson. Haukur Helgi sem var aðalhvatamaðurinn að samkomunni afhenti fulltrúum Krabbameinsfélagsins

afraksturinn. Við það tækifæri þakkaði Ester Þorvaldsdóttir formaður krabbameinsfélagsins höfðinglega gjöf og þann hlýhug sem félaginu væri sýndur. Í máli hennar kom m.a. fram að félagið greiðir hlut einstaklinga sem eru í krabbameinsmeðferð og gista annarsvegar t.d. á Sjúkrahótelinu eða í íbúðum krabbameinsfélagsins meðan á meðferð stendur. Eins veitir félagið styrki til einstaklinga og styrki til kaupa á húsbúnaði í íbúðir krabbameinsfélagsins því mikilvægt er að hafa góðan aðbúnað þegar einstaklingar eru í strangri og erfiðri meðferð. Ánægjulegt að fá þessa veglegu gjöf í bleika mánuðinum sem tileinkaður er átaki gegn kvenkrabbameinum. Í tilefni af bleikum október verður á vegum félagsins haldið kvennafræðslukvöld þann 25. október sem auglýst verður sérstaklega síðar. Framkvæmdanefndin vill koma á framfæru sérstöku þakklæti til allra aðila sem veittu henni lið og til þeirra fjölmörgu sem komu á samkomuna.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.