Eystrahorn Fimmtudagur 30. september 2010
35. tbl. 28. árgangur
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Góður árangur - ekki tilviljun Nemendum Grunnskóla Hornafjarðar gekk vel í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda eins og undanfarin ár. Frá því að Eiríkur Hansson kennari byrjaði að kenna nemendum að vinna nýsköpunarverkefni hefur skólinn tvisvar verið tilnefndur nýsköpunarskóli ársins og nemendur hafa alltaf náð góðum árangri sem eftir er tekið. Í ár sigraði Arndís Ósk Magnúsdóttir í hönnunarflokknum og Jóel Ingason lenti í þriðja sæti í flokknum orka og umhverfi. Guðrún Kristín Helgadóttir og Una Guðjónsdóttir komust einnig áfram með glæru brauðristina sína. Krakkarnir voru kát þegar blaðamaður hitti þau í skólanum og höfðu þetta að segja um þátttöku sína;
Guðrún Kristín Helgadóttir og Una Guðjónsdóttir „Við gerðum gegnsæja brauðrist. Hugmyndin kom vegna þess að við sáum brauð ristast of mikið og með gegnsæi er hægt að fylgjast með og þannig kom hugmyndin upp og þróaðist í þessari vinnu. Það var gaman í lokakeppninni að smíða hlutinn og smíðastofan var mjög stór. Báðar hafa þær keppt í legokeppninni en það var
svolítið öðruvísi, meiri stemning því að var liðakeppni.“
Arndís Ósk Magnúsdóttir „Ég gerði borð sem festist inn í þrepi á stiga til að hafa verkfæri á. Hægt er að færa borðið milli þrepa til hægðarauka fyrir þann sem er að vinna í stiganum. Hugmyndina fékk ég vegna þess að pabbi og mamma voru mikið að vinna í stiga og ég þurfti að rétta þeim áhöld. Það var mjög skemmtilegt að vinna í vinnusmiðjunni, að búa líkanið til og plakatið.“
Jóel Ingason Ég gerði krana sem lokast sjálfkrafa þegar vatnið er of heitt. Þetta er eins og vatnslás í bílum. Það þrýstist gormur með plasti framan á og lokar fyrir vatnið. Ég var heima og Eiríkur kennari lét mig hafa verkefni heim. Það var vont veður og mér var kalt og ætlaði að fá mér kakó. Ég lét heita vatnið renna úr krananum og brenndi mig á því. Þá hugsaði ég hvort ekki væri hægt að hafa krana sem lokaðist við ákveðið mikið hitastig. Keppnin
F.v. Una, Arndís, Eiríkur, Jóel og Guðrún.
var mjög skemmtileg í vinnusmiðjunni og við fórum öll í ævintýra minigolf að skemmta okkur. Ég fékk að halda ræðu og klippa á borðann með forseta Íslands. Upplýsingar um keppnina má finna inn á heimasíðu hennar www.nkg.is.
Ársfundur fræðasetra Háskóla Íslands á Hornafirði Staða og framtíð Nýheima var til umræðu á ársþingi Fræðasetra Háskóla Íslands sem haldið var á Hornafirði síðastliðinn mánudag. Þingið hófst á ræðu Kristínar Ingólfsdóttir, rektors Háskóla Íslands, sem lagði áherslu á að þrátt fyrir að móti blási væri það stefna Háskólans að halda áfram á þeirri braut Rögnvaldur Ólafsson, Hjalti Þór Vignisson, að koma honum í fremstu Kristín Ingólfsdóttir og Þorvarður Árnason Rögnvaldur Ólafsson formaður röð í heiminum. Í ræðu sinni sagði hún jafnframt frá stjórnar Fræðasetursins, sem mikilvægi þess fyrir Háskólann var einn af þeim sem tók þátt að eiga í samvinnu við sem í stofnun þess á sínum tíma, flesta, við sveitarfélög, atvinnulíf fór yfir árangur af störfum mikilvægi rannsókna, og stofnanir um allt land. Það þess, skapaði nemendum og starfsfólki nýsköpunnar og þekkingarstarfs skólans mikla möguleika á að á landsbyggðinni. Í kjölfarið fylgdi breikka út fræðasvið skólans Þorvarður Árnason, núverandi og þjóna því hlutverki að vera forstöðumaður Fræðasetursins, aflvaki byggðaþróunar alls staðar sem sagði frá reynslu sinni Í ljósi á landinu. Sagði hún Nýheima við rekstur setursins. gott dæmi um vettvang fyrir harðnandi árferðis og minnkandi slíka sókn. Fræðasetur Háskóla fjárframlaga frá ríkinu hefur þurft Íslands í Nýheimum er elst í sinni að draga saman seglin, en setrið röð á landinu, stofnað árið 2001. hefur á undanförnum árum unnið
að stórum verkefnum í tengslum við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, ferðaþjónustu og umhverfismála. Vikið var að árangri af starfi Nýheima og framtíð þess í erindi Hjalta Þórs Vignissonar, bæjarstjóra. Sagði hann að til þess að árangur ætti að nást í nýsköpunar- og þekkingarstarfi þyrfti að blanda saman aðstöðu, fjármagni og þekkingu. Þessi blanda væri til staðar í Nýheimum, þar sem margvíslegar stofnanir sem vinna á sviði menntunar, rannsóknar, nýsköpunar og menningar væru búin að ná fótfestu. Hann benti á að ýmsir sjóðir styrktu frumkvöðla og fyrirtæki s.s. atvinnu- og rannsóknasjóður sveitarfélagsins og matarsmiðjan væri gott dæmi um hvernig uppbygging aðstöðu gæti nýst til atvinnusköpunar. Fjölmargir sóttu ársþingið og vekja má athygli á að Ævar Kjartansson, útvarpsmaður, tók upp alla fyrirlestra og hyggst gera hluta þeirra skil í þætti sínum á Rás 1 á næstunni.
Í viðtali við blaðið hafði rektor Háskóla Íslands þetta um háskólasetrið í Nýheimum að segja; „Þetta er elsta rannskóknarsetur skólans og var einmenningssetur til að byrja með en nú starfa fimm einstaklingar á setrinu og hafa mest verið sex. Þessi starfsemi hér er stórkostleg, hún tekur mið af þessu svæði og er í samstarfi við samfélagið. Starfsemin lýtur ströngustu kröfum um hæfni starfsfólks og árangur. Starfsemin skilar margþættum afrakstri s.s. þekkingu, bæði til samfélagsins hér og Háskólans. Setrið nýtur alþjóðlegra tengsla og hjálpar HÍ að ná markmiðum sínum. Svo hefur setrið gefið nemendum hér tækifæri að vinna í heimabyggð og skapa þekkingu og störf. Ég finn fyrir því hér í Nýheimum að starfsemin er örvandi og nýjar hugmyndir kvikna. Það eru margir kostir og við setrið og það skilar miklu.“