Eystrahorn 35. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 6. október 2011

35. tbl. 29. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Hornfirska skemmtifélagið 10 ára

Hornfirska skemmtifélagið fagnaði 10 ára afmæli sínu á laugardaginn með því að frumsýna tónlistardagskrána “Greatest hits”. Í sýningunni eru flutt mörg af bestu lögunum úr sýningum Skemmtifélagsins frá upphafi en félagið hefur áður sett upp sýningarnar Slappaðu af!, Með allt á hreinu, Diskó, Rokk í 50 ár, American Graffiti, Eitís, Bítl, Popp & kók og Söngur um lífið. Frumsýningargestir voru ánægðir með sýninguna og sögðu margir hverjir að þetta væri sú besta frá upphafi. Fyrirhugaðar eru fimm sýningar, alla laugardaga í október, auk skólasýninga. Nánari upplýsingar og miðapantanir eru á Hótel Höfn í síma 478-1240.

Sjávarútvegurinn mikilvægastur Ráðgjafafyrirtækið KPMG var fengið til að gera skýrslu um mat á áhrifum á áorðnum og fyrirhuguðum breytingum á Sveitarfélagið Hornafjörð vegna breytinga á fiskveiðastjórnunarkerfinu. Skýrslan er sett fram á einfaldan hátt m.a. með töflum og línuritum og skýrir grundvallaratriðin vel. Skýrsluna í heild má lesa á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi: • Útsvarstekjur dragast saman um 40 - 50 miljónir króna eða um 8% af núverandi útsvarstekjum. • Störfum kann að fækka um allt að 50 í sjávarútvegi og eru þá ekki talin með afleidd störf, s.s. í flutningum og vélsmiðjum. • Áætluð áhrif lagafrumvarps 827 gerir ráð fyrir að heildarskerðing aflaheimilda á staðnum nemi 13,1 - 15,4% af aflaheimildum. • Geta samfélagsins til að stýra eigin málum minnkar. • Innviðir samfélagsins veikjast og hætta er á breyttri búsetu. • Enginn annar atvinnuvegur kemur í stað sjávarútvegs. • 86-87% af lönduðum afla er unnin á Hornafirði. Þetta háa hlutfall er grundvallaratriði þegar horft til er atvinnusköpunar í landi og þeirra afleiddu starfa sem útgerðin skapar. www.hornafjordur.is


2

Fimmtudagur 6. október 2011

Vetraropnunartími Heimamarkaðsbúðarinnar

Úlpur frá ZO-ON Föt fyrir líkamsræktina

Hlaupaskór

Eystrahorn

FISKIDAGAR á þriðjudögum og miðvikudögum, opið kl.15:00 - 18:00 Opið á laugardögum kl.13:00 - 16:00. Nú á laugardag kl.14:00 verða tekin nokkur lög úr Showinu. Rjúkandi kaffi, heitt kakó og bakkelsi.

Sefur þú illa sökum lélegrar dýnu?

Falleg barnaföt í úrvali

Erum með úrval af rúmum og dýnum í öllum stærðum og gerðum frá Svefn og heilsu, Rúm gott og RB rúm

Nýtt í stóru stærðunum

Nýjar gjafavörur streyma inn

Verið velkomin

Verslunin er opin frá 13:00 - 18:00 virka daga Lokað á laugardögum í október

Húsgagnaval

Happdrætti Sindra Eftirtaldir miðar úr happadrætti Sindra eru ennþá ósóttir: 594 - 585 - 554 - 488 - 243 210 - 122 - 417 - 416 - 505 455 - 120 - 491 - 415 - 558

www.matis.is

Vinningshafar geta haft samband við Gunnar Inga í síma 899-1968 og fengið vinning sinn gegn framvísun vinningsmiðans.

Innra eftirlit og gerð gæðahandbókar Matís mun standa fyrir námskeiðum í innra eftirliti og gerð gæðahandbókar

í matvælafyrirtækjum dagana 17.-18. október næstkomandi

Knattspyrnudeild Sindra vill þakka öllum velunnurum fyrir þátttöku og óskar vinningshöfum til hamingju.

Eystrahorn

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Innra eftirlit er kerfisbundin aðferð matvælafyrirtækja sem hefur þann tilgang að tryggja öryggi, gæði og hollustu (heilnæmi) matvæla. Öll matvælafyrirtæki eiga að vera með innra eftirlit. Með innra eftirliti á að vera hægt að sýna hvað er gert til að tryggja að þau matvæli sem eru framleidd séu örugg til neyslu. Til að ná árangri er mikilvægt að allt starfsfólk taki virkan þátt í innra eftirliti og hafi skilning á tilgangi, markmiðum og ávinningi þess.

Gæðahandbók er eitt af þeim skilyrðum sem framleiðendur þurfa að uppfylla til þess að geta fengið framleiðsluleyfi fyrir sína framleiðslu. Farið verður í vöru- og framleiðslulýsingar, hættugreiningu og viðbrögð, sýnatökuáætlun og húsnæði.

Verð fyrir hvert námskeið fyrir sig er 25.000 kr og verða haldin í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI

Bent er á að starfsmenntunarasjóðir endurgreiða kostnað vegna námskeiðahalds til einstaklinga og fyrirtækja allt að 75%. Sjá nánari upplýsingar um starfsmenntasjóði og úthlutunarreglur hér: www.starfsafl.is - www.landsmennt.is - www.starfsmennt.is SWOOSH 09/2011

ISSN 1670-4126

Gerð gæðahandbókar - 18.10., kl. 09:00 - 16:00

Námskeiðin eru ætluð öllum þeim sem vinna í matvælafyrirtækjum eða hafa hug á slíku!

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Leturprent

Innra eftirlit - 17.10, kl. 10:00 - 17:00

Nánari upplýsingar og skráning í síma 858-5136 og vigfus@matis.is


Eystrahorn

Fimmtudagur 6. október 2011

Frostrósir á Höfn

Frostrósir halda í ár upp á tíunda tónleikaárið og í ár er jafnframt fimmta árið sem farið er í tónleikaferð um landið. Frostrósir blása til sannkallaðrar tónleikaveislu á aðventunni af þessu tilefni. Í ár verður tónleikaferð Frostrósa um landið enn viðameiri en fyrri ár og bætist Höfn í Hornafirði nú aftur í hóp tónleikastaða. Tónleikar verða á 13 stöðum um landið auk Akureyrar og Reykjavíkur. „Það verður sannarlega ánægjulegt að koma aftur á Höfn eftir árs hlé“ er haft eftir Samúel Kristjánssyni,

forsvarsmanni Frostrósa. Flytjendur í tónleikaferð Frostrósa um landið verða þau Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Hera Björk, Margrét Eir og Vala Guðna. Með þeim syngur Barnakór Hornafjarðar og félagar úr Stórhljómsveit Frostrósa leika undir stjórn Karls O. Olgeirssonar. Tónleikar Frostrósa á Höfn verða haldnir í íþróttahúsinu, fimmtudaginn 8. desember kl. 20:00 og er miðasalan þegar hafin. Nánari upplýsingar má nálgast á www.frostrosir.is

3

Útivist og upplifun

Útivist og upplifun er nýtt námskeið fyrir börn á Höfn. Námskeiðið fer að langmestu leyti fram utandyra í nærumhverfi Hafnar. Áhersla verður lögð á almenna fjölbreytta útivist og ánægjulega upplifun henni tengdri. Við viljum oft bera okkur saman við Norðurlandaþjóðir þegar kemur að lífsgæðum. Samkvæmt norskri rannsókn þá nefna Norðmenn þessi þrjú atriði þegar þeir eru spurðir útí það hvað hafi mest áhrif á lífsgæði þeirra; efnahagur, heilsa og náttúruupplifun. Í náttúrunni má takast á við ýmis verkefni og yfirstíga hindranir hvort sem er, sem einstaklingur eða sem hluti af hópi. Jákvæð reynsla í náttúrunni veitir börnum andlegan og líkamlegan styrk og jákvæð reynsla byggir upp gott sjálfstraust. Námskeiðið hefur það eitt markmið að stunda útivist á þann hátt að það gefi af sér góða upplifun og stuðli að frekari áhuga á útivist. Er þetta hugsað sem viðbót við aðra afþreyingu sem er í boði. Hér er því verið að höfða til þeirra sem hafa ekki fundið sér afþreyingu við hæfi og er opið öllum. Námskeiðið er í 8 vikur, einu sinni í viku kl 15:00 á þriðjudögum og hefst 11. október. Námskeiðið er fyrir börn 8-12 ára (3-7. bekk) og nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrir 8. október í tölvupósti á kapitola@simnet.is eða í síma 861- 7873. Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir og Þórhildur Ásta Magnúsdóttir

Aflabrögð 19. september - 2. október

FUNDARBOÐ 172. fundur bæjarstjórnar Hornafjarðar verður haldinn í ráðhúsi, 6. október 2011 og hefst kl. 16:00. Dagskrá: 1. Bæjarráð Hornafjarðar - 558 2. Bæjarráð Hornafjarðar - 559 3. Bæjarráð Hornafjarðar - 560 4. Bæjarstjórn Hornafjarðar - 171 5. Nýtt kirkjugarðsstæði 6. Fjárhagsáætlun 2012 7. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 8. Fyrirspurnir - bæjarstjórn 4. október 2011 Hjalti Þór Vignisson

Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51..................... dragnót...... 5..... 49,0.ýsa/skarkoli Sigurður Ólafsson SF 44..... humarv...... 2..... 13,8.humar 1,8 (halar) Skinney SF 20...................... humarv...... 3..... 67,8.humar 12,1 Þórir SF 77........................... humarv...... 3..... 44,1.humar 10,0 Steinunn SF 10..................... botnv.......... 2... 127,5.ýsa 63,5 Guðmundur Sig SU 650...... lína.............. 5..... 27,2.þorskur 18,5 Ragnar SF 550...................... lína.............. 4..... 34,5.þorskur 26,6 Dögg SU 118........................ lína.............. 9..... 73,9.þorskur 59,7 Benni SU 65......................... lína.............. 1....... 5,5.þorskur 4,7 Herborg SF 69..................... handf.......... 1....... 0,3.þorskur Húni SF 17........................... handf.......... 1....... 0,6.þorskur 0,5 Stígandi SF 72...................... handf.......... 1....... 0,8.þorskur 0,5 Sæborg GK 68..................... handf.......... 1....... 2,4.þorskur 1,8 Sævar SF 271....................... handf.......... 1....... 1,8.ufsi 1,2 Ásgrímur Halldórsson SF 250................ 1............. 230 t. síld/makríll Heimild: www.fiskistofa.is


4

Fimmtudagur 6. október 2011

Eystrahorn

Eystrahorn í tvö ár

Kjaramálaráðstefna AFLs Kjaramálaráðstefna AFLs Starfsgreinafélags, haldin á Djúpavogi, 30. sept. - 1. okt. 2011, telur að verkalýðshreyfingin eigi að taka forystu í upplýsandi umræðu um aðildarviðræður við Evrópusambandið og þá sérstaklega um þá hlið er snýr að launafólki og afkomu þess. Kjaramálaráðstefnan telur að þrátt fyrir ályktanir aðildarsambanda Alþýðusambandsins um aðild að ESB séu enn verulega skiptar skoðanir innan verkalýðshreyfingarinnar og því eigi einstök verkalýðsfélög ekki að taka virkan þátt í baráttu fyrir aðild eða gegn aðild en vera frekar í forystu í málefnalegri umræðu. AFL Starfsgreinafélag telur að ljúka eigi samningaviðræðum og gefa þjóðinni tækifæri til að kynna sér samninginn og taka afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðstefnan telur að einstakir forystumenn verkalýðsfélaga geti beitt sér í umræðunni – með eða móti – án þess að það hafi áhrif á stöðu þeirra innan forystu hreyfingarinnar. Kjaramálaráðstefnan lýsir áhyggjum af byggðaþróun á Íslandi. Svo virðist sem landlæg fólksfækkun sé regla frekar en undantekning á tilteknum landssvæðum og aðgerðir ríkisvaldsins séu í besta falli tilviljanakenndar og einkennist af kjördæmapoti og fyrirgreiðslu við hefðbundin fyrirtæki sem reyna að halda uppi fiskvinnslu í kvótalausum þorpum. Kjaramálaráðstefnan kallar eftir markvissri byggðastefnu sem miðar að því að auka fjölbreytni í atvinnulífi, örva nýsköpun og stuðla að atvinnu sem byggir á tækni og þróun til viðbótar við hefðbundnar atvinnugreinar – þar sem hagræðing og tæknivæðing fækkar sífellt störfum. Hvort sem af aðild Íslands að Evrópusambandinu verður eða ekki er ljóst að án markvissra aðgerða til að styðja við sjálfbæra þróun á landsbyggðinni blasir ekkert annað við víða um land en áframhaldandi fólksflótti, einhæfara atvinnulíf og annars flokks þjónustustig heilbrigðis-og menntamála.

Tími

Mánudagur

Kjaramálaráðstefnan lýsir áhyggjum af þróun efnahagsmála síðustu ár og því hvernig gjaldeyrishöft og bág staða íslensku krónunnar rýra kjör launafólks. Ráðstefnan telur að núverandi staða efnahagsmála geti ekki stuðlað að uppbyggingu og betri lífskjörum. Fundurinn telur að núverandi stöðu efnahagsmála megi rekja til vanhæfni stjórnvalda síðustu áratuga. Almenningur á Íslandi stendur nú uppi með skert lífskjör og dökkar framtíðarhorfur. Aðild að Evrópusambandinu og upptaka Evru mun ekki sjálfkrafa leysa öll vandamál. Þjóðin þarf að leysa sín vandamál sjálf en fundurinn telur að upptaka nýs gjaldmiðils geti falið í sér ýmis tækifæri en um leið hættur. Fundurinn telur umræðu um mögulega aðild að Evrópusambandinu vera ýmist of flókna og á tæknimáli sem almenningur skilur varla eða á tilfinningagrunni þar sem ýmist er alið á þjóðernishroka eða gagnrýnislausri aðdáun á því sem erlent er. Fundurinn telur að það vanti skýrari umræðu á “mannamáli”. Fundurinn telur að verkalýðshreyfingin sé sá aðili sem hvað best er treystandi til að stýra umræðunni.

Fimmtudagur 19. maí 2011

20. tbl. 29. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Ljósmyndara langar á sjó

Sigurður Ólafsson skipstjóri á Sigurði Ólafssyni hafði samband við blaðið vegna áhugaljósmyndara frá Frakklandi sem hefur sérstakan áhuga á að ljósmynda sjómenn við störf. Sýnishorn af myndum hans má sjá á forsíðu blaðsins. Siggi Óla hafði þetta um málið að segja; „Stutta útgáfan er sú að Fred Beveziers var á ferðalagi um Ísland í fyrra og hitti okkur á bryggjunni þegar við vorum að landa eftir humartúr. Eftir spjall var svo ákveðið að hann kæmi með okkur í næsta túr og varð hann gríðarlega ánægður með þann túr og er búinn að vera í sambandi við mig síðan. Svo ánægður var hann með Íslandsdvölina og þá sérstaklega

Hornafjörð og sjóferðina að hann ætlar að koma aftur í heimsókn núna um miðjan maí og vera fram yfir sjómannadag. Aðal markmiðið með heimsóknin núna er að taka myndir og þá sérstaklega af sjómönnum. Í framhaldi af því langar hann að halda ljósmyndasýningu á afrakstrinum eða gera eitthvað meira með myndirnar. Fred er í franska sjóhernum en í fríum hefur hann ferðast mikið um heiminn til að taka myndir og mikið til af fólki við ýmsar aðstæður og ætlar nú að einbeita sér að sjómönnum hér. Ég er að reyna að koma þessum upplýsingum á framfæri fyrir hann og athuga hvort einhverjir eru ekki til í að taka þátt í þessu

verkefni með honum með því að leyfa honum að taka eina mynd af sem flestum þegar hann kemur. Það sem hann vill náttúrulega helst er að taka mynd af hverjum og einum eins og hann kemur fyrir og er útbúinn í vinnunni. Einnig vill hann taka myndir af sem flestum sjómönnum á Hornafirði og auðvitað á öllum aldri til að fá heildstæða mynd af heilli atvinnugrein í sjávarþorpi. Það skýrist svo á næstu vikum hvernig hann ætlar að gera þetta, heimsækja bátinn í löndun eða annað en það skýrist síðar. Helgin 20.-22. maí er hentug og svo hvenær sem er og bátar eru í landi eða að landa. Fred ætlar að koma með okkur á Sigurði einn eða fleiri túra á

humrinum og hef ég líka áhuga á að koma honum í túr á fleiri bátum. Þetta er fínn náungi sem hefur prufað ýmislegt svo það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hafa hann með, það er bara gaman. Endilega hafið samband við mig ef þið eruð til í að segja sís í einni myndtöku eða svo. Netfangið er sigol@simnet.is og síminn: 895 8644 / 852 0644.“ Netfangið hjá Fred er : fredbeveziers@yahoo.fr . Hægt er að skoða síðurnar hans og myndir á http://www.beveziers. net/fr/accueil.html http:// w w w. f l i c k r. c o m / p h o t o s / beveziers http://www. facebook.com/beveziers

'JNNUVEBHBS FSV CÓMMBVTJS EBHBS t %SÚHVN ÞS PSLVOPULVO

Tímatafla Umf. Sindra

Sundlaug Hafnar 13:40 14:20 15:00 16:00 17:00

Eystrahorn hefur nú komið út í tvö ár eftir hlé sem varð á útgáfunni fyrir rúmum þremur árum síðan. Útgefandi endurmetur reglulega möguleika blaðsins m.a. á ársgrundvelli. Blaðið ber þess merki að hafa ekki miklar tekjur og stærð þess verður að ráðast af auglýsingatekjum. Þess vegna er blaðsíðufjöldinn misjafn og efni stundum rýrt. Þannig verður það að vera hvort sem okkur líkar betur eða verr og jafnframt til að útgáfan standi undir a.m.k. óhjákvæmilegum fastakostnaði. Útgefandi ætlar að halda áfram Eystrahorn að gefa blaðið út með svipuðu sniði meðan ekki þarf að greiða með því og einhver smá laun skila sér til ritstjóra. Útgáfan hefur notið velvilja um 100 vildaráskrifenda. Fjárhagslegur grundvöllur útgáfunnar byggist á þessum stuðningi ásamt öðrum styrktaraðilum og stærstu auglýsendunum, Nettó og sveitarfélaginu. Útgefandi þakkar þessum aðilum sérstaklega svo og öllum sem lagt hafa útgáfunni lið á margvíslegan hátt m.a. með efni. Rétt er að vekja athygli á að blaðið má lesa á netinu þ.e. eystrahorn.is og þar eru líka upplýsingar um útgáfuna.

Tími 13.40 14:20 15:00 17:00 18:15

Þriðjudagur 3-5 bekkur 1 3-5 bekkur 2 6. bekkur + 1 Garpar

Tími 13:40 14:30 15:00 16:00 17:00

Miðvikudagur

6. bekkur + 1

Tími 13:40 14:20 15:00 16:00 18:15

Fimmtudagur 3-5 bekkur 1 3 -5 bekkur 2 6. bekkur + 1 Garpar

Tími

Föstudagur

13:40 14:30 15:20 16:10 17:00

Gervigras Tími

Mánudagur

Tími

Þriðjudagur

Tími

Miðvikudagur

Tími

Fimmtudagur

Tími

Föstudagur

13:30 16:00 17:00 18:00 19:00 20:00 21:30

6 flokkur KVK-KK 5 flokkur KK 4 flokkur KK 3 flokkur KK 2 flokkur og mfl KVK 2 flokkur og mfl KK

13:00 14:30 15:20 17:00 17:30 18:00 19:00

5 flokkur KK 5 flokkur KVK 3 flokkur KK 4 flokkur KVK 3 flokkur KVK 2 flokkur og mfl KK

13:30 16:00 17:00 18:00 19:00 20:00 20:00

6 flokkur KVK-KK 5 flokkur KVK 4 flokkur KK 4 flokkur kvk 2 flokkur og mfl KVK

13:40 16:00 17:00 18:00 18:00 19:00 20:00

Íþróttaskóli 5 flokkur KK 4 flokkur KK 3 flokkur KK 3 flokkur KVK 2 flokkur og mfl KVK 2 flokkur og mfl KK

14:30 15:20 15:30 17:00 19:00 20:30

5 flokkur KVK 4 flokkur kvk 3 flokkur KK 3 flokkur KVK

Tími

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Tími 14:30 - 15:20 14:30 - 15:20 15:20 - 16:10 16:10 - 17:00 17:00 - 18:00 18:00 - 19:00 19:00 - 20:00 20:00 - 21:00 21:00 - 22:00 22:00 - 23:00

Íþróttahús Heppuskóli Tími 14:30 - 15:20 14:30 - 16:30 16:15 - 17:00 16:10 - 17:40 17:00 - 18:00 17:30 - 19:30 18:00 - 19:30 18:00 - 18:50 18:50 - 19:40 19:40 - 21:10 21:10 - 23:00

Mánudagur Íþróttaskóli 1-2 bekkur 7-9. bekkur fimleikar leikskóli fimleikar 3-4 bekkur fimleikar 1-2 bekkur fimleikar 5-6 bekkur fimleikar strákar 3-7bekkur fim Blak 3 flokkur KVK Blak 3 flokkur KK Blak mfl kvk Blak mfl kk

14:30 15:20 15:20 16:10 17:00 18:00 19:00 19:00 20:00 21:00

Karfa 3-5 b blak 4-7 bekkur Karfa 6-7 b 7-9 b kvk karfa Karfa 8 fl kk Badmington Badmington karfa 9-10 flokkur frjálsar 16+ Karfa Mfl

Tími 13:40 - 14:30 14:30 -15:30 14:30 - 15:30 15:30 - 17:30 15:45 - 17:00 16:10 - 17:10 17:10 - 17:55 17:00 -19:00 19:00 20:00 21:15

Íþróttaskóli 1-2 bekkur Karfa 3-5.bekkur Karfa 6-7.bekkur 7-9. bekkur fimleikar 3-4.bekkur fimleikar 1-2 bekkur fimleikar leikskóli fimleikar 5-6 bekkur fimleikar Karfa 8fl KK Karfa 9-10 fl Karfa mfl

Fimmtudagur Karfa 3-5b karfa 6-7b Frjálsar blak 4-7 bekkur frjálsar 16 ára+ blak KK blak KVK blak 3 flokkur Karfa mfl Handbolti Handbolti

Tími 14:10 - 15:40 15:40 - 16:40 15:40 - 16:50 16:10 - 17:40 16:50 - 18:20 17:10 - 19:10 17:10 - 19:10

21:30

Föstudagur Karfa 8 fl kk karfa 7-9b kvk 1 - 2 bekkur fim 3-4 bekkur fim strákar 3-7bekkur fim 5-6 bekkur fimleikar 7-9 bekkur fimleikar

Lokað

Tími

Laugadagur

09:20 - 10:00 10:00 - 10:40 10:45 12:00 13:00 12:00 13:00 14:00 15:00 16:00 17:30

leikskóli leikskóli séræfing frjá 16 ára + frjá 16 ára + 2 flokkur og mfl KK 2 flokkur og mfl KK

lokað


Skvísustemning verður í Lyfju Höfn miðvikudaginn 12. október nk. kl. 14-19 Snyrtifræðingur frá L‘Oréal og Maybelline ásamt sérfræðingi frá Oroblu verða á staðnum, gefa góð ráð og kynna spennandi vörur sem tilheyra haust- og vetrartískunni. 25% AFSLÁTTUR af öllum L'Oréal, Maybelline og Oroblu vörum meðan á kynningu stendur.


markhonnun.is

FJALLALAMB ½ SKROKKUR FROSINN

Kræsingar & kostakjör

798kr/kg Tilboðsverð!

GERÐU GÓÐ KAUP FYRIR VETURINNN KRYDDAÐ GRILL

LAMBALÆRI

SIRLOINSNEIÐAR

25%

MÍNÚTUSTEIK

FERSKAR

FERSK

afsláttur

1.199kr/kg

1.498kr/kg

1.349kr/kg

áður 1.598 kr/kg

Tilboðsverð!

áður 1.798 kr/kg

LAMBAHRYGGUR

FERSKUR M/FITU

FERSKUR

29% afsláttur

SVÍNAHNAKKASNEIÐAR FERSKAR

3.498kr/kg

1.998kr/kg

1.199kr/kg

Tilboðsverð!

áður 2.798 kr/kg

áður 1.998 kr/kg

PERUR

FERSKAR

50% afsláttur

GLÓALDINSAFI

1L

TOFFYPOPS TWIN 300 G

40%

afsláttur

30%

afsláttur

99kr/kg

189kr/stk.

195kr/pk.

áður 198 kr/kg

áður 219 kr/stk.

áður 279 kr/pk.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes

Tilboðin gilda 6. - 9. október eða meðan birgðir endast

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

FYLLTUR

LAMBAHRYGGVÖÐVI

25%

afsláttur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.