Eystrahorn 35. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 6. október 2011

35. tbl. 29. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Hornfirska skemmtifélagið 10 ára

Hornfirska skemmtifélagið fagnaði 10 ára afmæli sínu á laugardaginn með því að frumsýna tónlistardagskrána “Greatest hits”. Í sýningunni eru flutt mörg af bestu lögunum úr sýningum Skemmtifélagsins frá upphafi en félagið hefur áður sett upp sýningarnar Slappaðu af!, Með allt á hreinu, Diskó, Rokk í 50 ár, American Graffiti, Eitís, Bítl, Popp & kók og Söngur um lífið. Frumsýningargestir voru ánægðir með sýninguna og sögðu margir hverjir að þetta væri sú besta frá upphafi. Fyrirhugaðar eru fimm sýningar, alla laugardaga í október, auk skólasýninga. Nánari upplýsingar og miðapantanir eru á Hótel Höfn í síma 478-1240.

Sjávarútvegurinn mikilvægastur Ráðgjafafyrirtækið KPMG var fengið til að gera skýrslu um mat á áhrifum á áorðnum og fyrirhuguðum breytingum á Sveitarfélagið Hornafjörð vegna breytinga á fiskveiðastjórnunarkerfinu. Skýrslan er sett fram á einfaldan hátt m.a. með töflum og línuritum og skýrir grundvallaratriðin vel. Skýrsluna í heild má lesa á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi: • Útsvarstekjur dragast saman um 40 - 50 miljónir króna eða um 8% af núverandi útsvarstekjum. • Störfum kann að fækka um allt að 50 í sjávarútvegi og eru þá ekki talin með afleidd störf, s.s. í flutningum og vélsmiðjum. • Áætluð áhrif lagafrumvarps 827 gerir ráð fyrir að heildarskerðing aflaheimilda á staðnum nemi 13,1 - 15,4% af aflaheimildum. • Geta samfélagsins til að stýra eigin málum minnkar. • Innviðir samfélagsins veikjast og hætta er á breyttri búsetu. • Enginn annar atvinnuvegur kemur í stað sjávarútvegs. • 86-87% af lönduðum afla er unnin á Hornafirði. Þetta háa hlutfall er grundvallaratriði þegar horft til er atvinnusköpunar í landi og þeirra afleiddu starfa sem útgerðin skapar. www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.