Eystrahorn 35. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 11. október 2012

35. tbl. 30. árgangur

Starfsemi Nýheima efld Viljayfirlýsing undirrituð

Framsögumenn í pallborði f.v. Hjalti Vignisson, Eyjólfur Guðmundsson, Katrín Jakobsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir og Jón Torfi Jónasson.

Vel heppnuð og vel sótt afmælisráðstefna Nýheima og FAS um mennta- og menningarmál var haldin í fyrirlestrasal Nýheima. Í upphafi ráðstefnunnar var undirrituð viljayfirlýsing um eflingu á starfi Nýheima á sviði menningar, menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Tvö ráðuneyti skrifuðu undir viljayfirlýsinguna, annars vegar mennta- og menningarmálaráðuneytið og hins vegar

Hlaup í Skarðið

Sunnudaginn 14.október kl 13:00 mun Frjálsíþróttadeild Sindra standa fyrir viðburðinum Hlaup í Skarðið í þriðja sinn. Eins og nafnið gefur til kynna fer viðburðurinn fram í og við Almannaskarð. Hlaup í Skarðið er ekki hugsað sem eiginleg keppni heldur frekar eins og Kvennahlaupið, en þar fara allir á sínum hraða; sumir hlaupa en aðrir ganga. Tekinn verður tími á hverjum þátttakanda þannig að í lok „hlaupsins“ fá allir þátttakendur viðurkenningarskjal með skráðum tíma. Boðið verður upp á tvær vegalengdir. Upp Skarðið og niður aftur eða þá upp Skarðið, niður Skarðsdalinn og svo sömu leið til baka. Þátttökugjald er kr. 500,- pr. einstakling en hver fjölskylda greiðir aldrei meira en kr. 1.500,-. Hlaup í Skarðið er kjörinn viðburður fyrir fjölskylduna til að eiga saman skemmtilega stund í góðum félagsskap.

atvinnu og nýsköpunarráðuneytið. Sérstakir gestir ráðstefnunnar voru Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Jón Torfi Jónasson, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Einnig fluttu erindi Eyjólfur Guðmundsson skólameistari FAS, Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri og Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri.

Í upphafi ráðstefnunnar var undirrituð viljayfirlýsing um eflingu á starfi Nýheima á sviði menningar, menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og og Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaog nýsköpunarráðherra, (fjarverandi) undirrituðu viljayfirlýsingu ásamt fulltrúum Nýheima. Vonast er til að viðræðum ljúki með skilamati til bæjarstjórnar Hornafjarðar og tilheyrandi ráðuneyta þann 1. desember nk. Það á meðal annars að gera stefnumótun og aðgerðaráætlun á eflingu þessara fjögurra greina. Einnig á að skoða hvernig efla megi list og verkgreinar, stuðla að sókn á sviði vistvænna orkugjafa og nýsköpunar á því sviði. Þá á að skoða sérstaklega hvernig á að stuðla að áframhaldandi þróttmiklu starfi á sviði ferðaþjónustu og matvælavinnslu. Ráðstefnan var að öllu leyti mjög vel heppnuð, fyrirlestrar voru mjög áhugverðir þar sem innihald erindanna leiddu að því hvernig þróun menntunar hefur verið og mun verða.

Nýtt deiliskipulag við Jökulsárlón

Landeigendur í Sameigendafélagi Fells, sem fara með um 80% eignarhluta í landi Breiðamerkursands austan Jökulsár, fagna tillögu að deiliskipulagi við Jökulsárlón sem Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur lagt fram til kynningar. Félagið hefur í mörg ár verið áfram um að svæðið verði skipulagt og hafði á sínum tíma frumkvæði að þeirri vinnu og kynnti þær hugmyndir fyrir bæjarstjóra. Í þeim hugmyndum var reyndar gert ráð fyrir hóteli á svæðinu. Í ljósi spáa um fjölgun ferðamanna á næstu árum teljum við enn að grundvöllur sé fyrir slíku hóteli. Löngu er tímabært að skipuleggja þetta svæði með tilliti til þess mikla fjölda ferðamanna sem kemur á svæðið á hverju ári. Það er nauðsynlegt að betri aðstaða verði til móttöku þeirra og að þeim bjóðist fjölbreyttari

tækifæri til afþreyingar. Það er einnig nauðsynlegt að huga vel að náttúruvernd og umgengni til að þessi náttúruperla verði áfram það aðdráttarafl sem hún er. Til þess þarf deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir þjónustu sem hvetur ferðamanninn til að staldra lengur við, öllum til hagsbóta. Það skipulag sem nú er í gildi er barn síns tíma og tók mið af mun umfangsminni rekstri en nú er raunin og heftir frekari uppbyggingu. Nú er tími til að horfa fram á veginn og að allir hagsmunaaðilar, sveitarfélagið, leigjendur og landeigendur, standi saman að nýrri framtíðarsýn og uppbyggingu á svæðinu til hagsbóta fyrir alla. Baldur Gíslason, formaður stjórnar Sameigendafélags Fells


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 35. tbl. 2012 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu