Eystrahorn 35. tbl. 31. árgangur
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 17. október 2013
Gull, silfur og brons á Norðurlandamóti Austur-Skaftfellingar sigursælir
Ómar bæði veiðir og verkar makrílinn
Nú er nýafstaðin ráðstefnusýning og Norðurlandakeppni í smáframleiðslu matvæla sem haldin var í Östersund í Svíþjóð 8.-10. október. Þetta var í sautjánda sinn sem keppni þessi er haldin og er mikilvæg fyrir smáframleiðslu matvæla á Norðurlöndum.
Í keppnina bárust um 600 vörur í ýmsum flokkum frá öllum Norðurlöndum og þar af nokkrar frá Íslandi. Keppnin var hörð þar sem metnaður í smáframleiðslu matvæla er mikil í þessum löndum og því ekki sjálfgefið að komast á verðlaunapall. Veitt voru 40 verðlaun og af þeim unnu íslenskir framleiðendur þrenn auk þess sem einn framleiðandi fékk 1. verðlaun fyrir umbúðahönnun. Það voru afurðir úr Austur-Skaftafellsýslu sem komust á verlaunapallinn. Besta varan og gullverðlaunin í flokki heitreykts fisks fékk makríll frá Ómari Franssyni á Hornafirði sem hann hefur framleitt og þróað í matarsmiðju Matís á Höfn síðan 2009. Makríllinn þótti skara fram úr sem segir okkur hve langt Ómar er kominn í að framleiða gæðavöru. Vigfús Ásbjörnsson hjá Matís tók við verðlaununum úti í Svíþjóð fyrir hönd Ómars. Silfurverðlaun hlaut Klaus Kretzer í Skaftafelli fyrir Hnjúk sem er þurrverkaður og reyktur kindahryggvöðvi og einnig fékk Klaus bronsverðlaun fyrir Jöklabita sem er ölpylsa unnin úr kindakjöti. Þess má geta að allar afurðir frá Klaus eru unnar úr kindakjöti úr Öræfum. Hægt er að skoða fyrirtæki Klaus á heimasíðu hans http://www. skaftafelldelicatessen.com/. Ómar og Klaus hafa sýnt mikinn metnað í þróunarvinnu og framleiðslunni sem er til eftirbreytni. Árangur sem þessi gerir afurðir þeirra eftirsóttari með tilheyrandi virðisauka og vekur eftirtekt víða m.a. á Norðurlöndum. Allar vörurnar hafa verið þróaðar í Matarsmiðju Matís á Höfn sem staðfestir mikilvægi þess að frumkvöðlum og smáframleiðendum í matarhandverki
Klaus leiðbeinir þátttakenda við girnilegt kynningarborðið hjá Íslendingum
sé gert kleift að taka sín fyrstu skref á sem hagkvæmastan og öruggastan hátt. Þeim félögum eru færðar hamingjuóskir með mikla viðurkenningu og frábæran árangur.
Opið hús í Heppuskóla Laugardaginn 19. október verður opið hús í Heppuskóla frá kl. 11:00 – 14:00 Miklar breytingar hafa verið gerðar á skólanum á síðustu árum og nú býðst öllum að koma og skoða húsnæðið. Nemendur verða með dagskrá allan daginn og bjóða m.a. upp á leiðsögn um skólann auk þess að vera með leiki fyrir yngri kynslóðina í íþróttahúsinu. Í skólanum verður kaffihús, sagt frá sögu skólans í máli og myndum, kennt á iPada, reynt að slá Heppuskólamet og fleira og fleira. Um þessar mundir eru líka 40 ár síðan kennsla hófst í Heppuskóla og af því tilefni verður hátíðardagskrá í íþróttahúsinu kl. 11:00 þar sem gamlir nemendur skólans segja frá veru sinni þar. Vonandi koma sem flestir og njóta þessarar samverustundar með okkur.
Nemendur í 7. – 10. bekk Grunnskóla Hornafjarðar
• Saga skólans í máli og myndu m • Hátíðardags krá • Leikir • Fræðsla • Kaf fihús • Ipadar • Heppuskólam et og fleira
mst u á j S ess! r h eld