Eystrahorn 35. tbl. 32. árgangur
Fimmtudagur 16. október 2014
Blítt
&
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
létt
Í sýningunni Blítt og létt, sem sýnd er á Hótel Höfn um þessar mundir, flytja hornfirskir tónlistarmenn nokkur af bestu sjómannalögum allra tíma. Uppselt er á 3. sýningu nú um helgina en örfáir miðar eru lausir á sýningarnar 25. október og 1. nóvember sem er síðasta sýningin. Góður rómur hefur verið gerður að sýningunni og hafa gestir skemmt sér konunglega. Þetta er sýning sem enginn má missa af! Myndir: Bjarni Ólafur Stefánsson.
Gæðavottun fræðsluaðila, hvað er það? Í febrúar 2013 fékk Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi gæðavottun EQM sem stendur fyrir European Quality Mark eða Evrópska gæðamerkið. Það er gegnsætt matsferli fyrir fræðsluaðila til að meta starfshætti sína út frá viðurkenndum gæðaviðmiðum. Árið 2010 voru í fyrsta skipti sett lög um framhaldsfræðslu á Íslandi en framhaldsfræðsla er í raun menntun og fræðsla fyrir fullorðna. Í þessum lögum er þeim sem annast framhaldsfræðslu gert skylt að sækja um til Menntaog menningarráðuneytisins að verða viðurkenndur fræðsluaðili og til að hljóta slíka viðurkenningu þarf fyrirtækið að vera gæðavottað. Fræðslunetið er nú viðurkenndur fræðsluaðili og uppfyllir þær kröfur sem Mennta- og menningaráðuneytið gerir til þess. En hvað felst í gæðavottun og hvaða merkingu hefur það fyrir viðskiptavini Fræðslunetsins? Í fyrsta lagi eru eftirtaldir þættir metnir samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu: 1. aðstaða til kennslu og námskeiðahalds 2. skipulag náms og umsjón með því 3. námskrár eða námslýsingar 4. hæfni þeirra sem annast framhaldsfræðslu með tilliti til þekkingar og reynslu 5. fjárhagur fræðsluaðila og tryggingar Gæðamatið grundvallast síðan á þessum þáttum. Tryggja þarf að húsnæði, aðstaða og aðbúnaður sé við hæfi fullorðinna. Leiðbeinendur
þurfa að hafa tilskylda menntun og hæfni, námskrár þurfa að vera vottaðar af MMR og sýna þarf fram á að reksturinn sé í lagi. Í gæðmatinu er lögð rík áhersla á trúnað og þagnarskyldu starfsmanna og að öll skjalaumsjón sé í lagi og að upplýsingar um allt nám sem námsmenn stunda hjá fræðsluaðilanum séu vistaðar í gagnagrunni og að þeir geti fengið allar upplýsingar um námsferil sinn þegar á þarf að halda. Til þess að vera viðurkenndur fræðsluaðili samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu þarf einnig að bjóða uppá raunfærnimat og náms- og starfsráðgjöf og gildir gæðavottun einnig um þá liði starfseminnar. Gæðamatið er framkvæmt af viðurkenndum eftirlitsaðila, BSI á Íslandi fyrir hönd Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og er úttekt gerð einu sinni á ári auk reglulegs sjálfsmats. Standist aðili ekki gæðamatið fær hann tækifæri til að bæta úr sínum málum en ef hann sinnir því ekki missir hann gæðavottunina og þar með viðukenningu MMR. Gæðavottun Fræðslunetsins er trygging fyrir gæðum og að þeim stöðlum sem liggja til grundvallar sé fylgt. Gæðavottun gildir fyrst og fremst fyrir vottað, einingabært nám en öll starfsemin tekur samt mið af henni. Við hvetjum Sunnlendinga til að vera með okkur í liði og læra allt lífið. Upplýsingar um námsframboð og starfsemina má nálgast á www.fraedslunet.is Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnastjóri
Hekla á Höfn - leikur föstudag kl. 19:30 Það verður mikið um að vera í körfunni næstkomandi helgi og fjörið byrjar strax á föstudagskvöld kl 19:30. Þá munu dáðadrengirnir okkar í meistaraflokk karla mæta keramik canonum af Suðurlandinu þegar Hekla mætir á Höfn. Eftir stórbrotinn 35 stiga sigur í fyrsta leik ætti öllum að vera ljóst að strákunum er full alvara þetta árið. Nýr spilandi þjálfari er mættur til starfa og er hann að koma mjög vel út, sem og ungu strákarnir sem óðfluga eru að verða að mönnum,auk þess
sem fyrirliðinn er sem fyrr heili og hestöfl liðsins. Á laugardag og sunnudag verður svo stórskemmtilegt minniboltamót þar sem auk Sindra munu keppa lið Vals, Breiðabliks og ÍR. Mótið hefst á laugardaginn kl. 16:00 en á sunnudeginum kl. 9:00. Við hvetjum alla til að mæta og styðja okkar fólk og athugið að frítt er inn á alla leiki helgarinnar. Körfuknattleiksdeild Sindra
2
Fimmtudagur 16. október 2014
Hljómsveitin ADHD fæddist á Hornafirði
Innilegar þakkir fyrir samúð og góðar kveðjur við andlát og útför
Ármanns Dans Árnasonar Sérstakar þakkir til starfsfólks heimhjúkrunar og Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands fyrir umönnun og stuðning. Jóhanna Hólmfríður Guðmundsdóttir Maren Sigurlaug Ármannsdóttir Ómar Skarphéðinsson Guðmundur Helgi Ármannsson Ingunn Bergþórsdóttir Árni Dan Ármannsson Jenný Jóakimsdóttir Einar Ármannsson Erna Björk Svavarsdóttir Kristín Gyða Ármannsdóttir Karl Ágúst Guðnason Barnabörn, barna-barnabörn og barna-barna-barnabarn
Jólaföndur í Ekrusal Næstu föstudaga kl. 13:00 - 15:00 verður jólaföndur, kortagerð o.fl. í Ekrusal undir leiðsögn. Allir 60+ velkomnir. Stjórn F.E.H.
Blítt og létt Eldri Hornfirðingum stendur til boða að fara á sýninguna BLÍTT og LÉTT þar sem flutt eru vinsæl sjómannalög á Hótel Höfn föstudagskvöldið 24. október ef næg þátttaka fæst. Boðið er upp á lambalæri, kaffi og konfekt og sýningu fyrir 5.900 kr. Þeir sem hafa áhuga á að fara eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Hótel Höfn í síma 478-1240 eða Hauk í síma 897-8885 fyrir kl. 18:00 mánudaginn 20. október.
Aðalfundur
Aðalfundur Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs á Hornafirði verður haldinn í Golfskálanum á Höfn sunnudaginn 26. október kl. 14:00. Nánari dagskrá auglýst síðar. Nýir félagar velkomnir.
Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Vetur er í nánd, en það er enginn ástæða til að leggjast í þunglyndi eða vosbúð. Hljómsveitin ADHD ætlar að leggja land undir fót og gleðja landann með tónleikum í tilefni af nýútkominni plötu, ADHD 5. Hljómsveitarmeðlimir eru fullir tilhlökkunar að heimsækja vel valda tónleikastaði á landsbyggðinni og verða með tónleika í Hafnarkirkju sunnudaginn 26. október kl. 16:00. Hægt verður að fylgjast með ferðalaginu á fésbókarsíðu hljómsveitarinnar www.facebook.com/AdHd.is. Fyrir blúshátíð á Hornafirði árið 2007 var Óskar Guðjónsson beðinn að búa til hljómsveit til að koma með austur á hátíðina. Hljómsveitin hlaut nafnið AdHd og spilaði þar nokkra standarda ásamt eigin efni. Samstarfið gekk vonum framar og náðu meðlimir sveitarinnar einstaklega vel saman. Áframhaldandi samstarf var eðlilegt næsta skref hjá sveitinni. Sveitin nýtti sér frumsamda efnið sem grunn að plötu sem sveitin tók svo upp árið 2009 í stofunni hjá Óskari, og samanstóð platan af 7 nýjum lögum eftir sveitina. Platan AdHd hlaut vægast sagt góða dóma og meðal annars var hún valin jazzplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Önnur plata hljómsveitarinnar, ADHD 2, gaf fyrri plötunni lítið eftir og var einnig tilnefnd til ferna verðlauna á Íslensku tónlistar verðlaunahátíðinni ásamt því að vera tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandanna. Hljómplatan var í vali Kraums yfir hljómplötur ársins árið 2011. Hljómsveitin sendi frá sér tvær hljómplötur ADHD 3 og ADHD 4 í nóvember 2012, sem fylgt var eftir með tónleikaferðalagi um Evrópu í byrjun árs 2013. Hljómsveitin er tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2014 í flokki flytjenda í blús- og jazztónlist. Fimmta hljómplata sveitarinnar kom út í september 2014 og mun hljómsveitin fylgja henni eftir með tónleikum á Íslandi á haustmánuðum og í Evrópu í upphafi ársins 2015. Sveitin hyggur svo á frekari landvinninga á komandi ári. Í Morgunblaðinu 22. ágúst sl. skrifaði jazzsérfræðingurinn Vernharður Linnet þetta um Jasshátíð Reykjavíkur; „Lokaatriði kvöldsins var spilamennska ADHD. Óskar og Ómar Guðjónssynir, Davíð Þór Jónsson og Magnús Trygvason Eliassen trommuleikari eru gulls ígildi. Eftir trylling The Thing færðu þeir okkur inní draumaveröld þar sem fagrar melódíur og lágstemmdur spuni réði ríkjum eins og við þekkjum af diskunum þeirra fjórum. Ég man ekki eftir neinni jazzsveit sem býr yfir sömu lágstemmdu töfrunum, nema ef vera skyldi sú sem danski gítarsnillingurinn Jakob Bro fer fyrir. Hann er eftirsóttur í Bandaríkjunum og það er tími til kominn að föðurland jazzins fari að veita ADHD athygli og bjóða sveitinni á þá fornfrægu klúbba sem enn starfa.“ Svo mörg voru þau orð.
Tónleikarnir eru í Hafnarkirkju sunnudaginn 26. október kl. 16:00
Stjórnin
Eystrahorn
Eystrahorn
Líkið við Pókerklúbb Hornafjarðar á facebook
Stórdansleikur á Hótel Höfn
facebook.com/pkhofn
Aldurstakmark 18. ár - Snyrtilegur klæðnaður
Allir velkomnir í spil
laugardaginn 18. október frá miðnætti til kl. 3:00 Miðaverð kr. 2.000,-
Eystrahorn
Fimmtudagur 16. október 2014
3
Kaffi Hornið
Háþrýstiþvottadælur
Háþrýstiþvottadælur fyrir allan iðnað. Öflugar og vandaðar dælur á frábæru verði frá Comet, www.comet-spa.com Aflgjafar: Rafmagn / Honda bensín / Yanmar dísel / Aflúrtak á traktor. Heitt og kalt vatn, mikið vatnsflæði og þrýst- ingur allt að 500 bar.
Föstudaginn 17. október verður bröns seðillinn í hádeginu frá kl 11:30 til 14:00.
Hákonarson ehf. s. 892-4163, netfang: hak@hak.is vefsíða: www.hak.is
TRAKTORSDRIFNAR RAFSTÖÐVAR AGRO–WATT
Laugardaginn 18. október verður Kaffi Hornið lokað vegna árshátíðar starfsfólks. Opnum aftur kl 12:00 sunnudaginn 19. október með Q.P.R móti Liverpool.
www.sogaenergyteam.com Rafalarnir eru 10,8 kw – 72 kw, með eða án AVR (automatic volt regulator) AVR tryggir örugga keyrslu á viðkvæm- um rafbúnaði, td. mjólkurþjónum, tölvu- búnaði ofl.
Starfsfólk Kaffi Hornsins
Hákonarson ehf. s. 892-4163, netfang: hak@hak.is vefsíða: www.hak.is
Opinn fundur Opin fundur verður í kvöld, fimmtudaginn 16. október kl. 19:00 í Afl-húsinu. Súpa, brauð, kaffi og almennt spjall um málefni sveitarfélagsins okkar. Stjórnin
E
Styrkumsóknir Þau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 þurfa að skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðu þess fyrir 7. nóvember nk. Styrkumsókn skal fylgja greinargerð eða ársreikningar/uppgjör fyrir síðasta fjárhagsár, um fyrirhugaða nýtingu styrks og starfsemi styrkumsækjanda á liðnu ári annars verður umsókninni hafnað. Björn Ingi Jónsson, bæjarstóri
Auglýst eftir móttökuritara á heilsugæslustöð HSSA Starfar við almenn skrifstofustörf, s.s. móttöku, afgreiðslu og símsvörun. Tekur á móti greiðslum og gerir upp sjóð dagsins. Æskilegt er að starfsmaður hafi lokið einhverskonar skrifstofunámi og/eða hafi reynslu á starfssviðinu. Laun samkvæmt kjarasamningum launanefndar Sveitarfélaga og FOSS eða Afl starfsgreinafélags. Nánari upplýsingar gefur Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarstjóri heilsugæslu, ester@hssa.is, í síma 470-8600.
Næstu námskeið Fræðslunetsins í Nýheimum Hornafirði - Sláturgerð 16. október kl. 17 - 19 - Lærðu að skrappa 21. október kl. 19 - 22 - Skyndihjálp 4 klst. 22. og 23. október kl.17 - 19 - Skyndihjálp 8 klst. 5. og 6. nóvember kl.17 - 21 - Norðurljós 10. og 11. nóvember kl. 20 - 22 - Stjörnuhiminn 17., 18. og 19. nóvember kl. 19 - 21 Nánari upplýsingar veita Nína og Magga Gauja í Fræðsluneti Suðurlands, sími 560-2050, nina@hfsu.is, www.fraedslunet.is
Lærum allt lífið
Töfrandi aðventa á Icelandair hótel Héraði
Jólahlaðborð
Allar helgar frá 14. nóvember bjóðum við upp á okkar margrómaða jólahlaðborð. Ógleymanleg kvöldstund fyrir þá sem kjósa framúrskarandi þjónustu og umgjörð. Fyrir hópa er jólahlaðborðið í boði öll kvöld vikunnar. Happy hour á barnum fyrir matargesti alla daga frá kl. 17-19.
Jólatilboð
Jólahlaðborð og gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði. Verð á mann 16.500 kr. Bætið við aukanótt fyrir 3.500 kr. á mann. Gjafabréf á brunch eða jólahlaðborð er ávísun á einstaka upplifun.
Bókanir og allar upplýsingar veitir starfsfólk okkar á staðnum, í síma 471 1500 og í tölvupósti á herad@icehotels.is.
REYKJAVÍK NATURA
REYKJAVÍK MARINA
Í KEFLAVÍK
FLÚÐIR
VÍK
KLAUSTUR
HÉRAÐ
AKUREYRI
HAMAR